Lögberg - 27.10.1927, Page 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
27. OKTÓBER 1927.
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Tolnlmari N-6327 o* N-6328
Einar P. Jónsson, Editor
Ulanáskriít til biaðsins:
«0lU»|Bm PRES8, Ltd., Box 3171, Wirmipsg, N|ar).
Utanáskriit ritstjórans:
tOlTOR 10CBERC, Box 3171 Winnipog, M|an.
Verð $3.00 um árið.
Borgist fyrirfram
Tho ‘'Lösberg*' is printad anrl publiahad by
Ths Columblk Preaa, Ldmlted. ln tha Colunsbia
Hulidlnc, S#6 Saraont Ava., Winnipo*, Manitoba.
Hveitisamlag Sléttufylkjanna.
Meðlimir hveitisamlagsins í Sléttufylkjun-
um þrem, hafa nú fengið fullnaðarborgun fyrir
hveitiuppskeru sína frá í fyrra. Nam þessi síð-
asta u[)pha*ð til samans nítján miljónum, og
hefir jafnaðarverðið á No. 1 Northem hveiti,
þar með komist upp í $1.42 mælirinn. Hefir
samlagið selt í alt, $674,000,000 virði af hveiti
fyrir meðlimi sína. Af þessu verður það glögt
ráðið, hve feykilega að samlaginu hefir vaxið
fiskur um hrygg, þann tiltölulega afar stutta
tíma, sem það enn hefir verið að verki.
Hveitisamlagið, eins og reyndar flest, ef
ekki öll önnur nýmæli, hefir átt við harðsnúna
mótspyrnu að glíma, þar sem eru hingömlu kom-
verzlunarfélög, og Winnipeg Grain Exchange.
Hefir málið sótt verið af kappi miklu á báðar
hliðar, þótt yfirleitt hafi fullri kurteisi verið
beitt. Hefir samlagið lagt á það megin áherzl-
una, að fræða almenning um sérhvað það, er að
málsmergnum sjálfum lýtur, eins og ritgerð-
irnar flestar hverjar, í hinu ágæta mánaðarriti
þess, The Scoop Shovel, bera svo augl.jóst vitni
um.
Hinir efnaminni bændur, þeir er sjá vilja
fótum sínum forráð, og trúa á gott nágrenni,
njóta margfaldrar ánægju af samlaginu og
finna sig örugga, innan vébanda þess. Það
skiftir engn máli, hvenær meðlimur selur hveiti
sitt, því að leikslokum fær hann sama verð fyr-
ir hveitið, það er að segja sömu tegund, og all-
ir hinir meðlimir samlagsins, hver um sig.
Ærslin á kauphöllinni, halda hvorki fyrir hon-
um vöku, né heldur hinn hviki, eða breytilegi
markaður. Hann veit að uppskeran er í góð-
um höndum, og að forstjórar samlagsins, sem
jafnframt eru ráðsmenn hans, hafa betri s'kil-
vrði til að kynna sér heimsmarkaðinn, og alt
það, er að hveitisölu lýtur, en sjálfur hann, ein-
angraður og út af fyrir sig.
Yafalaust eru þeir enn allmargir, er betur
treysta hinu eldra markaðs fyrirkomujagi. Þeir
hafa gefið sig árum saman við kornrækt, og
selt vöru sína að eigin vild, þá er þeir hugðu
markaðs skilyrðin vænlegust til hagnaðar.
Komið hefir það víst stundum fyrir, að hepnin
hefir verið með þeim, — dagprísinn ef til vdl,
veitt þeim nokkrum centum meira á mælirinn,
en hinum, er til samlagsins teljast. En hvað
sem er um það, þá eru báðar söluaðferðirnar
við hendina, og bóndinn getur því valið um
þær eftir vild.
Heilir herskarar af hrakspám fylgdu hveiti-
samlaginu í vöggugjöf. Átti þar að vera um
stórkostlegt glæfrafyrirtæki að ræða, er bænd-
ur yrðu að gjalda varhuga við. Því var haldið
að almenifingi, bæði leynt og ljóst, að samlag-
ið mymdi ekki að eilífu, geta selt vöru sína við
jafngóðu verði, og hinar eldri kornverzlanir,
er haft hefðu svo áratugnm skifti, hin allra
hagkvæmustu viðskiftasam.bönd um allan heim,
og brynnu þar af leiðandi inni með mestan, ef
ekki allan fróðleikinn. Slíkar staðhæfingar
hafa nú hjaðnað eins og vindbóla, og fer svo
jafnan um sérhvað það, sem eigi er á traustum
rökum bygt. Hefir meðalverð það, sem .sam-
lagsbændur fengu á síðasta ári fyrir liveiti sitt,
sannað í eitt skifti fyrir öll, að markaðsskilyrði
hinnar nýju söluaðferðar, standa söluskilvrð-
um hinna gömlu kornverzlunarfélaga, fvllilega
á sporði.
Ýmsir viðskiftafrömuðir á Englandi, sem og
víðar meðal hinna ýmsu þjóða Norðurálfunn-
ar, hafa borið hveitisamlagi Sléttufylkjanna
canadisku, þann ósóma á.brýn, að það hafi. bein-
línis eða óbeinlínis, orsakað drjúga verðbækk-
un á hveiti, er síðar hafi leitt til almennrar
verðhækkunar á brauði. Er ályktan þessi vafa-
laust rétt. En þó hefir það einhvern veginn ó-
notalega farið fram hjá þeim háu herrnm, er
þannig líta á málið, að bændurnir f Sléttufylkj-
unum þnrfa líka að lifa, og að þeir áttu í vök
að verjast, meðan þeir fengu ekki nema dollar
fyrir hveitimælirinn, eða jafnvel minna en það.
Arið 1923, seldist fyrsta flokks hveiti fvrir
$1.08 hver mælir. Þrem ámm síðar, or verðið
komið upp í $1.42, og má það að mestu leyti
þakka starfsemi hveitisamlagsins.
Hveitisamlagið var stofnað af þörf. Hagnr
bænda var slíkur, að eitthvað verulogt varð að
taka til bragðs, ef alt átti ekki að lenda í kalda
kol. Albertabændnrnir riðu á vaðið, og stofn-
uðu Alberta samlagið. Eetuðu hin fylkin tvö,
skjótlega í fótspor bræðra sinna vestra, og
mynda þan nú öll í heild, hið Canadiska ílveiti-
samlag.
Það skiftir minstu máli, hvað sagt er um
áhrif hveitisamlagsins á heimsmarkaðinn.
Þeir einir hafa til þess tilraunir gert. að draga
úr þeim, er óvinveittir vom hinni nýju söluað-
ferð frá fyrstu tíð. En um hitt verður nú eigi
lengur deilt, að samlagið hefir haft mikil og
góð áhrif á Vesturlandið. Meiri festa hefir
komist á hveitimarkaðinn, auk þess isem við-
skiftasiðferði þjóðarinnar, hefir grætt til
muna. Og sá gróðinn er, að vorri hyggju,
ekki hvað þýðingarminstur.
Hörmulegt athæfi.
Þótt meðferð á skepnum, hafi að vísu nokk-
uð þokast í mannúðaráttina hin síðari ár, þá
tíðkast þó enn of víða þau hin breiðu spjótin,
að beitt sé miskunnarlausri hörku við húsdýr,
svo sem “þarfasta þjóninn’’ hestinn, þenna ó-
missandi hollvin mannkynsins. Átti eitt slíkt
hermdarverk sér nýlega stað, sem er þess eðlis,
að eigi er unt að ganga þegjandi fram hjá því.
Ivornungur bóndi, af Mennonita þjóðflokki,
búsettur í grend við Plum Coulee hér í fylkinu,
var fyrir skömmu tekinn fastur fyrir glæpsam-
lega meðiferð á vinnuhesti sínum. Hafði hon-
um þótt hesturinn helzti sporastirður, og tók
því það ráð, að lemja hann áfram með blysi,
gegnsósuðu í steinolíu. Brann blessuð skepnan
til óbóta, en þó eigi svo, að bráður bani hlytist
af. Fullri viku síðar var dýravemdunarfélag-
inu hér í borginni, skýrt frá þessum sorgarat-
burði. Leitaði það þegar aðsto.ðar fylkislög-
reglunnær, maðurinn var dreginn fyrir lög og
dótm, sektaður um fimtíu dali og tuttugu og
fimm dala málskostnað. Skyldi hann sæta
þriggja mánaða fangelsi, ef sektarféð yrði eif?i
þegar greitt. Sá hann þann kost vænstan, að
greiða sektarféð. Dómarinn kvað refsinguna
hafa mundu orðið drjúgum þyngri, ef eigi
væri fyrir það, hve ungur hinn sakborni væri,
og auk ])ess fjölskyldumaður.
Eigi er fyrir raunir hins pínda málleysingja
bætt, með dómi þessum, þótt dýravemdunarfé-
lagið eigi að vísu þakkir skyldar, fyrir skjót af-
skifti af málinu. Þess skal og getið, að um-
boðsmaður fvlkislögreglunnar, er sendur var til
Plum Conlee til.að rannsaka málið, lét skjóta
þessa ])raut-píndu skepnu tafarlaust.
Svo alvarlegt virðist oss mál þetta í eðli
sínu, — velsæmisbrotið svo tilfinnanlegt, að
lítilfjörleg fjárútlát hefðu eigi átt að vera látin
nægja.
Líknarsamlagið.
Líknarsainlag Winnipegborgar, Federated
Budget, er nú orðið fimm ára gamalt, og hefir
yfirleitt orðið til drjúgra umbóta, frá því er
áður var, er hver og ejn Hknarstofnun út af
fyrir sig, flúði á náðir almennings með sam-
skot. Hefir með þessari nýju aðferð, komið inn
nokkru meira fé árlega, en títt var áður, og
kostnaðurinn við söfnunina orðið langt um
minni.
Fjársöfnun til líknarsamlagsins, stendur yí-
ir að þessu sinni, fjóra fyrstn dagana af næst-
komandi mánuði, og em það í alt tuttugu og
sex stofnanir, er góðs eiga að njóta af fé því,
er inn kemur.
Stofnanir þær, er líknarfélagið her fyrir
brjósti, verðskulda allar undantekningarlaust,
•stuðning af hálfu almennings. Þær em alhir
saman grundvallaðar á kristilegum kærleika,
með það eitt markmið fyrir augum, að veita
sólskini inn í huga ungra, sem aldinna, er ýmsra
orsaka vegna, hafa dagað uppi á evðimörk ein-
stæðingsskaparins.
Sá hefir verið siður, undanfarin ár, að það
væra konur, er samskotanna leituðu, og skiftu
með sér borginni niður í hverfi, undir yfiraip-
sjón framkvæmdarnefndar samlagsins. Mun
svo enn verða að þessu sinni. Enda fátt betur
til fallið. Samúð konunnar með þeim, sem líð-
andi em, þekkir engin takmörk. Þess vegna
hefir hún oft kölluð verið dí.s 'mannúðarinnar.
Sýnið henni örlæti, er hún drepur á dvr, ein-
hvern hinna fvrstu, fjögra daga, af næstkom-
mánuði.
Þeir eru vafalaust margir, er ekki geta lát-
ið mikið af hendi rakna. En flestir geta eitt-
hvað, skorti ekki skilning og vilja. Ilafið það
hugfast, að komið fvllir mælirinn, og að jafn-
vel fáoin cent, geta stytt til mnna veturinn fyr-
ir ýmsum þoim, er af einhverjum ástæðum hafa
fylt olnbogabarna flokk þjóðfélagsins.
Henri Bourassa.
Djúphyggjumaðurinn Henri Bourassa, rit-
stjóri blaðsins Le Devoir, og sambandsþing-’
maður fyrir Labelle kjördæmið í Quebec, er ver-
ið hefir á fvrirlestraferð um Vestmdandið und-
anfarnar vikur, flutti nokkrar ræður hér í borg-
inni, þar á fheðal í blaðamannafélaginu, síðast-
liðið laugardagskvöld. Var ræðum hans tekið
vel að vanda, því bæði er nú það, að maðurinn
er með afbrigðum mælskur, og hefir auk þes«
orð á sér fyrir að vera ekki myrkur í máli.
Eftir að Mr. Bourassa, hafði í blaitamanna-
félaginu, farið nokkrum orðum um sína eigin
hlaðamensku, og blaðamensku yfirleitt, snerist
megin inntak ræðu hans um Canada, og þann
flokk þjóðernisins, er hann sjálfnr telst til, sem
sé fransk-canadiska flokkinn. Mr. Bourassa, er
vafalaust í þjóðræknisfélagi þeirra Quebec-
manna. Hann er fús á að leggja fram alla
krafta sína til verndar frönskunni, telur hana
fegurra og fullkomnara mál, en hina enpku
tungu, auk þess sem hún er tungumál forfeðra
hans aftur í aldir. Lagði liann mikla áherzlu
á verad frönskunnar, eins og hún væri í sinni
fullkomnustu mvnd, ogtaldi síður en svo ástæðu
til að óttast, þótt haldið væri við fleiri en einni
lifandi titngu, innan vébanda hins canadiska
þjóðfélags. Máli sínu til stuðnings, vitnaði
ræðumaður í Svissland, er væri í rann og veru
þrískift að tungu. Franska, ítalska og þýzka,
væri móðurmál hinnar svissnesku þjóðar. Það
væri síður en svo, að tungurnar þrjár ykju á
flokkaskiftinguna, heldur stuðluðu þær allar,
hver í sínu lagi, að sannri heildareining og
þjóðernisást. Vitnaði hann oS í Lloyd George,
fyrrum forsætisráðgjafa Breta, er hvað ofan í
annað mælti á tvær tungur, sem sé enskuna, og
sitt eigið móðurmál, eða tunguna velsku.
“Fransk-canadiskir menn,” sagði Mr. Bour-
assa, “verða að vaka yfir tungu sinni. Ensk-
an getur ekki orðið nema önnur í röðinni. ’ ’
“Með traust á guði, og verndnn söguminn-
inga vorra, getum vér einungis bygt upp can-
adiska þjóð, er einhverja eigi þá fjársjóðu, er
vert sé að skila í arf til eftirkomendanna. ”
Hélt ræðumaður uppi traustri vörn fyrir
kaþólskri trú, er hann kvað hafa viðhaldið
þjóðflokki sínum og verndað, fram til þessa
dags.
f ræðulok, lagði Mr. Bourassa á það sér-
staka áherzlu, hve afar áríðandi það væri fyrir
þjóðbygginguna hér í landi, að útlendingum
þeim, er hingað flyttust, yrði í hvívetna anð-
sýnd sainúð og nærgætni.
“Canada fvrir Canadamenn”, er kjörorð
Mr. Bourassa. Ekki kvaðst Mr. Bourassa eggja
til skilnaðar við Breta. Þó teldi hann skilnað
æskilegri, en óánægjulega sambúð, ef nokkru
slíku yrði til að dreifa.
Efri málálofan og kvenþjóðin.
Þess er getið á öðrum stað hér í blaðinu, að
nú standi til, að gert verði út um það í liæsta-
rétti Canada, eða í leyndarráði Breta, ef fnlln-
aðarúrskurður fæ.st ekki heima fyrir, hvort
konur eigi lögum samkvæmt, aðgang að efri
málstofu þjóðþingsiirs í Ottawa, til jafns við
karlmenn, eða þá það gagnstæða.
Það, sem skera verður úr, er það, hvort orð-
ið “person”, samkvæmt skilningi stjórnarskip-
unarlaganna, British North America Act, nái
til konu eða ekki.
Blaðið “Toronto Gloíie”, fer svolátandi orð-
um, um þetta einkennilega, en þó þýðingar-
mikla mál:
“í máli þessu hinu afar einkennilega, revn-
ir vafalailst mjög á þolrif lögfræðinganna, því
á túlkan þeirra og útskýringum, hvílir að mestu
leyti niðurstaðan. Meðan mál eru fyrir rétti,
þykir ekki hlýða, að þau sé mikið rædd í hlöð-
unum, jafnvel þótt fá megi þar oft og iðulega
hollar leiðbeiningar.
Ganga má út frá því sem gefnu, að fyrir
réttinum verði saga konunnar rakin og sund-
urliðuð, frá öllum hugsanlegum hliðum, vafa-
last aftur til þess tíma,- er Eva fyrst leit dags-
ljósið, sem nýútsprungin blómarós í aldingarð-
inum Eden. Oe nú á að gera út um það, í eitt
skifti fvrir öll, hvort Eva hafi verið “person”
eða kona, eða hvort orðið “person” skuli tákna
bæði mann og konu.
Það liggur í augum uppi, að í jafn flóknu
máli sem þessu, getur vitnisburður piparsveina,
undir engum kringumstæðum komið til greina.
Þeir líta allir konuna í einu og sama ljósi, og
hafa aldrei gert sér neinar grillur út iir því,
hver afstaða hennar væri frá stjórnskipulegu
sjónarmiði. En að hún sé “person”, persóna,
hefir þeim sennileg'a aldrei til hugar komið.
í því falli, að hæstiréttur Canada, kynni að
verða í vafa um niðurstöðu þessa máls, os
þarfnaðist leiðbeininga, er fyllilega mætti reiða
sig á, myndi svar vort verða á ]»essa leið:
Látum hinn háæruverðuga dómara leita vé-
frétta hjá konunni sinni.”
Eitthvað bogið enn.
1 flestum, ef ekki öllum auglýsingum sam-
bandsstjórnarinnar, sem og járnbrautarfélag-
anna, þeim er að innflutningi fólks lúta, er það
skýrt og greinilega tekið fram, að þeirra einna
innflytjenda sé æskt, er taka vilji upp landbún-
að. Er sú stefna réttlát og holl, því borgirnar,
flestar hverjar, munu eiga nóg með sis, hvað
atvinnuskilyrðin áhrærir, þótt ekki sé hrúgað
inn til þeirra verkamönnum annars staðar frá.
Staðhættir hér í landi em slíkir, að þjóðin
verður fyrst og fremst að vera akuryrkjuþjóð.
Landflæmin enn því nær óþrjótandi, og jarð-
vegurinn yfirleitt næsta auðugur. Framtíð
þjóðarinnar, er því að langmestu leyti undir
því komin, að landið verði ræktað og bygt, eins
fljótt og framast má verða. En eins og gefur
að skilja, getur slíkt að eins orðið, að stjórnar-
völd þau, er innflutningsmálin hafa með hönd-
u/m, láti ekki lenda við orðin tóm, láti sér ekki
nægja auglýsingarnar einar, um innflutning
bændaefna, heldur sýni einlægni sína í fram-
kvæmdinni. En hver hefir svo niðurstaðan
orðið?
Af skýrslum þeim öllum, er að innflutnings-
málunum lúta, sem og hagskýrslum þjóðarinn-
ar í heild, sézt berlega, að sveitafólkí fjölgar
hvergi nærri í réttum hlutföllum við innflytj-
enda fjöldann^ eða tölu þeirra, er aðsetur hafa
í hinum ýrnsu borgnm landsins.
Þótt innflutningslögin hafi að vísu ekki ver-
ið .bókstaflega brotin, með innflytjendastraumn-
um til borganna, þá hefir anda þeirra verið mis-
boðið, eigi að síður. Sé stjórnarvöldum vorum
full alvara með að byggja upp landið, þá mesra
þau ekki láta alt lenda við orðin tóm, holdur
verða þau að sýna ])að í verkinu, með því að
greiða fyrir innflutningi til sveitanna, eins
rækilega og frekast má verða.
“Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi.” Tutt-
ugu og fimm miljónum íbúa,. ætti að líða drjúg-
u m betur í Canada en tíu.
Það er ekki til nokkurs skapaðs hlutar, að
borja höfðinu við steininn. Land þetta hlýtur
að bvggjast upp, eins og öll önnur bvggileg
-lönd. En það, sem mest ríður á, er aukinn og
margaukinn innflutningur til sveitanna, und-
anbragðalanst.
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPl HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
rll 111111111111111111111 11111111111! 111111111111111111111) 1111111 i 111111 11111111111 i 11111 i 111
Samlagssölu aðferðin.
= Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- =
= afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega E
E lægri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin E
= Kljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að =
= vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sera henni E
E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E
= vörusendingar og vörugæði.
Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E
E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. E
Manitoba Co-operative Dairies Ltd.
| 846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg,Mai»itoba =
FTi 111111111111111111111111111111111 ■ 11111111111111 m i m 111111111111 ■ 11111111111111111111111 n 111111111
Þeir íslendingar, er í hyggju hafa að flytja búferltini til
Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun-
um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs.
Meðlimir Grain Exchange, Winnipeg Produce Clearing Associ-
ation, Fort William Grain Exchange, Grain Claims Bureau,
LICENSED AND B0NDED
By Board of Grain Commissioners of Canada
Columbia Grain Co.
* Limited
Telephone: 87 165
144 Grain Exchange, Winnipeg
ÍSLENZK.IR BŒNDUR! *
Munið eftir íslenzka kornverzlunar-félaginu, það
getur meir en borgað sig, að senda oss sem mest af korn-
vöru yðar þetta ár.—Við seljum einnig hreinsað útsæði
og kaupum “option” fyrir þá sem óska þess. Skrifið á
ensku eða íslenzku eftir upplýsingum.
Hannes J. Lindal,
Eigandi og framkvæmdarstjóri.
Canada framtíðarlandið og Vestur-Islendingar.
(Framh.)
Það var ekki beðið eftir sól og
sumri árið 1881, að flytja í hið
nýja nýlendusvæði, af þeim í Nýja
íslandi, sem til burtfarar hugðu.
Var það um miðjan marzmánuð,
sem hinn fyrsti hópur lagði á stað
frá Nýja íslandi í vesturför þessa.
í þessum leiðangri voru Sigurður
Christopherson, Guðmundur Norð-
mann bróðir Halldórs Árnasonar,
sem fyr er nefndur, Skúli Árna-
son bróðir þeirra Guðmundar og
Halldórs með konu og þrjú börn,
Skafti Arason með konu og tvö
börn, Björn Jónsson frá Ási í
Kelduhverfi, bróðir Kristjáns
Jónssonar ,Fjallaskálds, með konu
og fimm börn. Fluttu þeir far-
angur, kvenfólk og ungbörn á sleð-
um, sem uxum var beitt fyrir, en
gengu sjálfir og ráku búpening
sinn. Eftir fullra þúiggja daga
ferð komust þeir suður til Win-
nipeg. Þar varð Björn eftir um
hríð, en hitt fólkið hélt áfram
ferðinni eftir sólarhrings hvíld
eða svo, vestur sléttur.nar áleiðis
til fyrirheitna landsins. Allrar
hyggju og hagsýni var gæM af
leiðtogum fararinnar, þrátt fyrir
lítil efni. Skaftí Arason og Skúli
Árnason smíðuðu áður en þeir
lögðu á stað, skýli fyrir fólkið,
sem þejr bygðu ofan á sleðana,
10 feta langt, og 6 feta breitt; var
þar skjól fyrir vetrarkuldanum
þó nokkuð; inni í húsinu höfðu
þeir eldstæði, var þar matreitt og
sofið um nætur.
Menn stóðu nærri í forundrun
af áræði þessara brautryðjenda,
að leggja út á eyðislétturnar í
Manitoba, þar sem engin bygð var
og eintómar vegleysur, og litlir
vegir til bjargráða, ef eitthvert
óbapp bar að höndum, um miðjan
marzmánuð, þegar allra veðra var
von, með konur og ungbörn. En
þrátt fyrir vonda vegi og hríðar-
bylji, sem það hrepti síðustu dag-
ana, feins og oft vill verða í marz-
mánuði, komst allur hópurinn til
landnáms sínas síðasta dag marz-
mánaðar. Var þá snjór yfir alt,
og andaði fremur kait í móti þess-
um fyrsta. frumbyggjahópi. En
eftir tveggja vikna tíma fór að
hlýna í veðri og fóru menn þá að
geta athafnað sig. Var ekki lengi
beðið þess, að farið væri að
byggja bráðabyrgða skýli. Var
ekki um annað að gera, en byggja
úr bjálkum, með moldarþaki og
moldargólfi fyrst framan af, og
þótt húsakynni væru fátækleg og
óhentug fjwst í stað, þá undu
menn vel hag sínum, voru glaðir
og ánægðir með lífið og hjálp-
samir hverir við aðra.
Skafti Arason mun hafa verið
efnaðastur af þeim, sem fyrstir
komu í bygðina. Átti hann 3 ak-
nejti og 8 eða 9 nautgripi aðra,
$3.00 átti hann einnig í peningum.
Keypti hann um sumarið 1881
50 pund af hveitimjöli og borgaði
fyrir það $2.50; voru þá eftir í
sjóði hans 50 cent. En Skafti var
mesti dugnaðarmaður og fram-
sýnn, svo honum græddist skjótt
fé; hafði hann sérstakt lag á því
að læra og hagnýta sér hérlend
vinnubrögð og alla nýbreytni land-
búnaðarins. Mátti svo að orði
kveða, að hann bæri ægishjáim
yfir ísienzka bændur honum sam-
tíða. Hann keypti hverja jörðina
eftir aðra, og lagði undir plóg, og
sem dæmi um afreksverk hans
má geta þess, að rúmum 22 árum
eftir að hann flutti í bygðina, er
I hann féll frá á bezta aldri, lét
hann eftir sig eignir, sem að lík-
indum hafa numið $40,000. All-
skömmu áður en hann féll frá,
hafði hann lokið' við að byggja
afar-vandað peningshús, það vand-
aðasta, sem þá var í eigu íslend-
ings í Canada. Kostaði það um
$5,000, var um 100 fet á lengd og
60 fet á breidd. Er allnákvæm
iýsing af þessu mannvirki í AI-
manaki O. S. Thorgeirssonar 1904.
Auk þess sem Skafti átti yfir að
ráða búskaparhyggindum og
dugnaði, var hann einnig menn-
ingarfrömuður og beitti sér fyrir
velferðarmál sveitarinnar og fé-
lagsmái ísiendinga. Eg heyrði
séra Jónas A. Sigurðsson, sem
hafð'i miklar mætur á Skafta, einu
sinni segja, er um hann var rætt:
“þegar Skafti stóð upp til að tala
á mannfundum, lagði öll bygðin
eyrað við.” Fanst mér þetta sér-
lega vel sagt, og mikil viðurkenn-
ing, ekki sízt þegar það kemur,
frá slíkum manni, sem séra Jón-
as er. Heimili Skafta var um
miðbik bygðarinnar frá austri til
vesturs, en norðast í bygðinni,
rétt við þjóðveginn frá Glenboro
til Baldur. Börnin hafa ekki rif-
ið niður minnisvarðann, sém fað-
irinn reisti sér með dugnaði og