Lögberg - 27.10.1927, Síða 5

Lögberg - 27.10.1927, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1927. Bla. S m DODD'S ■'» Ikidneyj i,;pillsJ !HPimejJ£ý<ch Dodds nýrnapillur eru beata nýrnameðalið. Lækna og gigt feak- verk, ihjartabilun, þvaffteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr* unum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða s«x öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu'm lyf- sölum eða frá The Dodd's Medi- cine Company, Toronto, Canada. atrorku, heldur haldið honum við og bygt ofan á hann og aukið við; eru fá dæmi þess, að systkini hafi jafn vel haldið saman og varð- veitt pundið, sem faðirinn fékk þeim til að ávaxta, eins og Ara- sons systkinin. Þeir bræður standa í fremstu röð mestu mynd- arbænda bygðarinnar. Teir bræður, Halldór og Skúli Árnasynir og Guðmundur Norð- mann, námu land austast í bygð- inni. Þangað fluttu þeir nú, Skúli og Guðmundur strax, og fóru að búa um sig á löndum sínum. Hall- dór var þá ekki kominn til land- náms síns. Verður þeirra bræðra nánar getið síðar. Þeir voru all- ir dugnaðarmenn og mestu mynd- armenn, og hafa allir gert íslenzka bændagarðinn frægan hér í Mani- toba. Þorsteinn Jónsson á Hólmi. Á því sama herrans ári, er þeir Skafti Arason, Sigurðnur Chris- tophersson, Skúli Árnason og Guð- mun'dur Norðman, lögðu upp í leiðangurinn til Argyle, 1881, tók sig upp annar hópur, en seinna um vorið, til þessa nýja landnáms Islendinga vestur í fylki. í þeim hópi var Þorsteinn frá ísólfsstöð- um á Tjörnesi í Þingeyjarsýslu, Björn Jósephsson frá Vestara- landi í Axarfirði, og Halldór Árna- son, sem áður hefir verið getið og frægur er orðinn fyrir griparekst- urinn frá Nýja íslandi til Parson- age við Pilot Mound með Frið- birni S. Friðrikssyni árið áður. Þorsteinn Jónsson, sem hér um ræðir, sem flestir Vestur-fslend- ingar kannast við, var, þegar hér er komið sögu, kominn á fimtugs- aldur. Kom hann til Nýja fs- lands 1879 og átti að baki sér all- merkilega sögu; var nafntogaður glímumáður, búhöldur og sjóvík- ingur. Hafði hann stundað sjó- mensku sem formaður norður við heimskautsbauginn og barist við hinar geigvænlegu öldur Norður- íshafsiris og borið sigur úr být- um, og borið feng stóran að jafn- aði úr skauti þess heim í bú sitt, á Einarsstöðum í Núpasveit og ís- ólfsstöðum á Tjörnesi, hvar hann síðast bjó. Var hann hið mesta heljarmenni að burðum og lík- amsþroska, og hefði hann verið uppi á hetjuöldinrii, hefði hann óefað1 lagt ungur í víking og á- valt borið sigur úr býtum, en samt á drengilegan hátt. Honum hefir ekki verið gjarnt um dagana, að bera lægri hlut í einu eða öðru, hvorki í hinu daglega starfi lífs- ins, né heldur þegar kom til líkn- arstarfs eða félagsmála alment. Þorsteinn bjó góðu búi og farn- aðist vel heima á ættjörðinni, og þurfti ekki að flýja land fyrir það að hann sæi bjargarskort fram- undan. En það1 var hetjulundin og æfintýraþráin, sem kallaði hann ut yfir hafið, út á ókunna stigu, eitthvað til þess að berjast og sigrað, eitthvað meira og stór- fenglegra heldur en það, sem hann þurft'i að berjast við heima. Það er eðli frumherjanna á öllum sviðum lífsins, að hræðast ekki, en sækja á móti óveðri lífsins, og slíkir menn hafa orðið beztu borg- arar landsins hér og mestu menn- irnir. Þorsteinn Jónsson var ekki rík- ur, eftir nútíðar mæl'ikvarða, þeg- ar hann kom til Canada; mikið af eigunum fór í ferðakostnað, en þó mun hann hafa átt nokkuð og verið í tölu þeirra, sem bezt voru staddir er hingað kom. En það, sem hann átti, gekk til þurðar í Nýja íslandi. Þá voru erfið ár, þar voru bágindi og fátækt mik- il, og maður eins' og Þorsteinn gat ekki upp á horft annað en hjálpa. Hann bjó á Hólmi fyrir vestari Gimli, nálægt Dvergastéini, þar sem Skúli Árnason bjó. Leizt honum ekki á framtíðarhorfunar í Nýja fslandi, og afréð um vor- ið 1881 að flytja til Argyle. Lagði hann á stað í félagi við þá, sem áður voru nefndir, með' þann litla f’utning, sem hann hafði og sjö nautgripi, sem var aleigan. Keypti hann það, sem hann nauð- synlega þurfti til ferðarinnar, hjá Friiðjóni Friðrikssyni, sem þá var kaupmaður á Gimli. Pen'inga- laus var hann, er hann lagði á stað; bað hann kunningja sinn, er hann hugði þess megnugan, að lán sér $5.00, en hann gat ekki eða vildi, svo Þorsteinn varð að bjargast sem bezt hann gat. Var lagt á stað frá Nýja fslandi, og var Halldór Árnason formaður fararinnar; var hann forframaður sfm áður er sagt og hinn mesti dugnaðar og framkvæmdarmaður cg skynsamur vel. Áttu þessir menn allmikla svaðilför til Win- nipeg, því vatnið stóð þá hátt og bleytur voru miklar. Urðu menn að vaða vatnselginn, hvar sem farið var; lækjarsprænur, sem nú eru, voru þá vatnsmiklar ár, sem örðugt var að komast yfir. Urðu þeir, sem búpening ráku, að reka skepnurnar á sundi yfir sum þessi vatnsföll, er beljuðu fram með fullum krafti. * * * Prentvillur eru allmargar í rit- gjörð þessari í síðasta blaði. Þess- ar eru skaðlegastar: Á 5. bls., 1. dálki, 17. línu: “sem kallaði huga fjölda margra á Suðurhluta Nýja fslands”, en á vera: sem kallaði huga fjölda margra í suðurhluta Nýja íslands; og á sömu bls., 2. dálki, 41. I.: “Skafti Arason, sem síðar varð mesti bændaöldungur Vestur-fslendinga”, en á að vera: Skafti Arason, sem síðar varð mesti búnaðarhöldur Vestur-ís- lendinga. G. J. 0. Feneyjar. Nikulás ábóti á Múnka-Þverá var maður orðhagur. Meðal ann- ars bjó hann til íslenzk nöfn á nokkrum erlendum borgum. Ekki þýddi hann nöfnin, heldur ís- lenzkaði þau öðruvísi. Basel varð hjá honum að “Buslaraborg”, en úr Venezia var “Feneyjar.” — Hvað snertir Buslaraborg, þá má sennilega deila um hve réttmætt nafn það sé — en kýminn hefir ábótinn veriið. Aftur á móti “Feneyjar” er svo vel valið heiti á borginni við Adriuhafið, að betra er ekki hugsanlegt. Það var seint um kvöld í miðj- um janúarmánuði 1920 að eg kom til Feneyja. Dimt var og drunga- legt yfir, svartamyrkur alt í kring. Samferðafólkið var þreytt og þegjandalegt, því fátt var eins þreytandi og að aka langr leið- ir í járnbrutarlest. En svo birti smátt og smátt yfir. — Það voru glampar af ljósunum frá Fen- eyjum. EftirJ stutta. Mund erum við komin þangað, lestin staðnæmist og við flýtum okkur út úr vagn- inum. Þar var ys og þys og þar ægði saman mörgum tungumál- um. Mest bar á ensku, frönsku og þýzku og höfðu margir hátt. En hæst allra hrópuðu þó burðar- karlarnir ítölsku og flyktust að ferðafólkinu til að fá eitthvað að gera, koma farangrinum niður úr vögnunum og í bátana o. s. frv. Nú var eftir að finna gisti- húsið, og það var ekki árenni- legt, því ógjörningur var að rata fyrir ókunnuga að kvöldi dags. Eg afréð því að ná í “gondól” og láta róa með mig yfir á gistihús- ið við “Canal Grande”. Það gekk vel að ná í gondólinn og svo héld- um við í áttina. En þessi siglinga- leið var frábrugðin öllum þeim sem eg hafði áður farið. Kol- svartamyrkur var á og rétt ein- stöku ljós sást í myrkrinu og draugalegt þótti mér á þeirri leið. Eftir þriðjung stundar vor- um við komnir að tröppum gisti- hússins og eg steig á land. Þá var eftir að gjalda ferjutollinn og 20 líra setti karlinn upp. Mér þótti það ærið m'ikið, greiddi það þó, en karlinn stjakaði frá landi glaður í bragði. Seinna komst eg að því, að karlinn hafði reiknað sér meira en tífalt gjald fyrir vikið. Eg hélt síðan inn í g'istihúsið og svaf vært um nóttina, og er eg vaknaði morguninn eftir var glaða sólskin og þá ljómuðu Fen- eyjar í #llri dýrð sinni. Feneyjar! — Hver hefir ekki heyrt Feneyjar nefndar? Senni- lega eina einkennilegustu og feg- urstu borg jarðarinnar; bygð á eyrum og hólmum úti í lóninu mikla (Lagune venezia) nyrst við Adriuhaf. — Árnar á Norður- ítalíu hafa borið feiknin öll af aur og leðju út í sjóinn og mynd- að eyjarnar. trt í þær flutti fólk- ið frá Norður-ítalíu og bygði sér ból þar til þess að hafa frið fyr- ir Langbörðum, sem sí og æ herj- uðu þar um slóðir. Feneyjalón eru um 40 km. á lengd, en frá 10 til 15 km. á breidd og borgin stendur rúml. 4 km. frá landi. Járnbrautarbrú, mikið mannvirki, hefir verið bygð þangað, svo nú má aka alía leið til borgarinnar. En hún er bygð á eyrum, sem síðan hefir verið skift í 118 hólma eða smáeyjar og á þeim eru húsin bygð. Voru staurar gríðarstórir reknir á kaf niður í leðjuna, hver við annan, síðan lagðar hellur stórar þar á ofan og á þeim grunni voru húsin bygð. í borgarsíkjunum er víða tals- verður straumur, sem ber öll ó- I hreinindi burt úr borginni. Gegnum endilanga borgina skerst síkið mikla — Canal Grande — í laginu eins og S, og um 4 þúsund m. á lengd. En út frá Canal Grande gengur aftur fjöldi síkja um alla borgina. Sumstaðar eru gðtur milli síkj- anna og húsanna, en víða standa húsin alveg út við síkin og eru þá tröppur frá þeim og beint út í sjó, þar sem gondólar ög pramm- ar geta lagst við.( Yfir síkin eru bygðar brýr, alls um 400 og eru þær úr marmara flestar, og fagr- ar og fornar að útliti. Víða eru stór og fögur torg, telst svo að þau séu 200 í Feneyjum, stór og smá. Yfir Canal Grande eru bygðar 3 brýr, frægust þeirra er iPonti di Rialto, sem bygð var á árunum 1588'—91. Hún er bæði há og bréið og gerð af mikilli list og beggja megin á brúnni eru sölubúðir, þar sem slyngir Fen- eyjakaupmenn bjóða varning sinn. Aðallega eru þar þó skart- gripasalar, sem hafa dýrðlega hluti að bjóða úr gulli og silfri, og mikið er þar um gull og silf- urvíravirki, eins og víðar á ítalíu, þeir hafa löngum verið, ítalir, gull- og silfursmiðir góðir, bæði að fornu og nýju. Glæsilegar eru hinar gömlu hallir aðalsættanna v ið Canal Grande, bygðar úr ýmislega lit- um marmara. Snýr framhlið húsanna að síkinu og má þar sjá margskonar byggingarstíl frá ýmsum tímum og mikið útflúr. Margar eru framhliðar húsanna gftiggalausar, en aftur á móti, fagurlega skreyttar svölum og súlnagöngum. Víða kemur glögt fram, hve mikil áhrif hertoga- höllin hefir haft á gerð aðals- hallanna. Fyrlr utan hallirnar úti í síkinu standa margir staur- ar, venjulega tvílitir, oft hvítir og bláir o@ speglast fagurlega í sikjunum þegar logn er. Á staur- um þessum, sem notaðir eru til þess að festa gondólana við, voru áður skjaldarmerki aðalsættanna, sem hallirnar áttu. En aðalsætt- ir þær, sem áður lifðu glæstu lífi í h'inum skrautlegu sölum, eru nú flestar horfnar úr sögunni og hallirnar eru gengnar úr ættar- greipum. Auðmenn ýmsra þjóða hafa keypt margar þeirra og búa þar part úr árí. En sumar þeirra eru nú notaðar í þarfir bæjarfé- lagsins á einn og annan hátt, t. d. sem ráðhús, skólar, bankar, pósthús o. s. frv. Á Canal Grande er gríðarmikil umferð, óteljandi gondólar, prammar og einstöku vélbátar þjóta fram og aftur um síkið. Og í stað strætisvagna, sem tíðkast í öðrum borgum, geungur vélskip eftir síkinu stóra og staðnæm'ist hér og þar, til þess að farþegar geti gengið um borð eða í land. En þegar prammarnir eru komn- ir út úr síkinu stóra og út á Canale di San Marco, sem er miklu bréiðari; þá vincfe þeir upp segl, ef byr gefur — topp- mjóu segl'in sem eru svo einkar- sérkennileg og sem eg hefi óvíða séð annarsstaðar en í Feneyjum. Manni verður starsýnt á gon- dólana, þeir eru langir og renni- legir, stafn og skutur liggur hátt, svo að lítur út fyrir að þeir naumast snerti sjóinn og er þeim róið með e'inni ár. Sjómenn áttu Feneyjar ágæta fyrrum, sem sigldu dýrum herskipum og kaup- förum um þvert og endilangt Miðjarðarhaf. Og þó ekki þurfi mikla “sjómensku” til að stýra smábát um borgarsíki, þá var eftirtektarvert að sjá hve lipurt og létt gondólunum var stjórnað. Oft var þröng mikil á síkjunum, en þó tók eg aldre'i eftir að tveir gondólar kæmu hvor við annan. Enda hafa ræðararnir, sumir hverjir, ekki heldur gert annað um æfina en að “gondólast” fram og aftur borgarsíkin. Síkin eru víða svo mjó, að bátar geta naumlega mæzt þar. Húsin eru há með flötum þökum úr rauðum steini. Mér er minnis- stætt eitt síkið — Rio Albrizzi — þar sem hávaxin tré voru ofan á húsunum og brú á milli húsaþak- anna yfir síkið. Trén slúta fram yfir síkið, svo staðurinn er ekki ósvipaður gljúfri, þar sem vatn rennur á botninum og bjarkirnar hafa tylt sér eins framarlega og komist verður á gilbarminum. Víða eru götur meðfram síkj- unum og vanalega er hægt að fara fótgangandi um borgina alla. Eitt af því sem ferðamaður, sem kemur til Feneyja, tekur fyrst eftir, er- það, hve öll um- ferð er kyrlát og laus við allan skarkala. Eg var nokkra stund að átta m'ig á hvernig á því stend- ur. En í Feneyjum er því svo varið,^ að þar eru engir vagnar. Bílar, reiðhjól eða önnur ökutæki, jafnvel barnakerrur eru þar ekki til. — Við, sem þekkjum hraðann á ökutaakjunum, stórum og smá- um, hér í Reykjavík og grendinni og höfum ef til vill lent í hálf- gerðum lífsháska á horninu á Austurstræti og Pósthússtræti, við finnum fljótt hve þægilegt það er, að dvelja um stund á þeim stað, þar sem alt sem á hjólum rennur, er bannfært.. Eg reikaði um götur Feneyjar, og eg lét berast með fólksstraumn- um, því erindi átti eg þá ekki annað en að taka eftir því, sem fyrir augun bæri. Fyr en varði, var eg kominn á opið svæði eða torg svo fagurt, að eg hefi aldrei séð annað fegurra. Þetta var “Piazza San Marco”— eða Mrkúsrtorg, sem er álitið h’ið fegursta torg hér í álfu og jafnvel þó víðar væri leitað. En alls eru um 200 torg í Feneyjum, stór og smá. öll eru þau nefnd ‘Campo” eða “Campiello”, aðeins hin tvö stærstu og glæsilegustu eru kölluð “Piazza1 og “Piaz- zettan.” Framh. . O O • « £T FV./V^'L j) f f f f f f f f f f ❖ f f f f Y f f Y f' f f f ♦:♦ ’gvwv Litil Börn- Gamalmepni, sjúkir, blindir, bilaðir, Þarfnast hjálpar Án tillits til trúarbragða eða þjóðernis, eru þeir sem bágt eiga og heima eiga í Winni- peg og nágrenninu, fæddir og klæddir, þeim veitt læknishjálp og þeir gladdir cg huggaðir af 26 velgjörðafélögum, sem öll eru hluttakandi í Líknarsamlaginu. Hvert þetta félag hefir sitt verk að vinna og þau gera það hyggilega og nákvæm- ega og sparlega. Peningar þurfa að fást til þess að félögin geti haldið áfram líknarverkum sínum ár- ið 1928. Viljið þér hjálpa? Viljið þér styrkja Líknarsamlagið? é Gerið yðar hluta. Gefið örlátlega. Þátttakendur. 1. Benedictine Orphanage. 2. Canadian National Institute for the Blind. 3. Children’s Aid Society. 4. Children’s Bureau. 5. Children’s Home. 6. Children’s Hospital. 7. Convalescent Hospital. 8. Federated Budget. 9. Home of the Good Sheperd and St. Agnes Prior. 10. Home Welfare Association. 11. Infant’s Home. 12. Jewish Old Folks Home. 13. Jewish Orphanage and Child- ren’s Aid. 14. Joan of Arc Home. 15. Kindergarten Settlement Ass’n 16. Knowles Home for Boys. 17. Mothers’ Association. 18. Old Folks Home. 19. Providence Shelter. 20. St. Boniface Orhapnage and Old Folks Homee. 21. St. Joseph’s Orphanage. 22. Victoria Hospital. 23. Victorian Order of Nurses. 24. Winnipeg General Hospital. 25. Y. M. C. A. 26. *Y. W. C. A. Messuboð. Séra Jónas A. Sigurðsson, prest- ur iSelkirk-safnaðar, biður þess getið, að messum í Selkirk, verði þannig hagað: Sunnudagsskóli á hverjum sunnudegi kl. 10.30 f. h. og að í sambandi við'hkólann sé guðsþjónusta flutt fyrir börn. Aðal guðsþjónusta safnaðarins kl. 7 að kveldi. — Þá er það og á- kveðið, að siðbótarinnar verði minst, samkvæmt ráðstöfun fram- kvæmdarnefndar Selkirk-safnað- ar, þann 30. þ.m. að kveldi og að sr.mskot og gjafir við þá guðsþjón- ustu, renni í heimatrúboðssjóð kirkjufélagsins. WALKER. Fíöldi fólks sækir Walker leik- húsið nú á hverjum degi til að sjá og heyra hinn mikla töfra- mann, Ralph Richards. Skemti- skráin er löng og þar er margt að sjá og heyra, svo sem margskonar töfrar, huglestur, hljóðfæraslátt- ur og dans. Seinni partinn á föstudaginn verður samkoma hald- in fyrir konur einar; á laugar- daginn verður samkoman sérstak- lega fyrir börn. Síðasta samkom- an verður á laugardagskveldið. “Abe’s Irish Rose”, skemtileik- urinn, sem öllum þótti svo góður þegar hann var hér áður, verður leikinn á Walker leikhúsinu mánu- dágskvöldið 31. okt., og alla þá viku. Þeir sem séð hafa þennan leik, muna vel eftir Gyðingapilt- inum og írsku stúlkunni, sem létu mótmælendaprest gifta sig og svo Gyðingaprest og síðast kaþólskan prest. Það verða nú sömu leik- endurnir og áður og þarf ekki að efa, að vel takist. Aðgöngumiðar eru nú til sölu.' á WONDERLAÍÍD Fimtu- FÁjstu- ogr Laugardag Siglingar« Gamla Landsins CANADIAN NATIONAL hefir sérstakar járnbrautarlestir og svefnvagna í nðvember og desember, sem koma tU hafnarstaðanna á réttum tíma til að ná í skip, sem sigla til Bretiands og annara landa i Evrðpu. ANNAST VERÐITR UM VEGABRÉF Tryggiðfar nú OG FÁIÐ PANNIG BESTA SEM HÆGT ER AÐ HAFA LÁGT FAR 1 DESEMBER —Til— HAFNARBÆJANNA CWtNOiW! NMiOHM: The Caraadian Na- ttonal félagiC selur farbréf með öllum skipalínum yfir At- lantshafið og ráðstaf- ar öllu viðvikjandi ferðinni með skipun- um og jámbrautar- svefnvögnunum. EF ÞER EIGIÐ VINI í GAMLA LANDINU FARBRÉF TIL OG FRA Allra staða SEM pÉR VILJIÐ HJALPA TIL AÐ KOMAST TIL pESSA LANDS, PA KOMID OG SJÁID OSS. VÉR GERUM ALLAR NAUÐSYNLEGAR RAÐSTAF- ANIR. HEIMI ALLOWAY & CHAMPION 667 MAIN ST„ WINNIPEG, SIMI 26 861 Umboðsmenn fyrir CANAÐIAN NATI0NAL RAILWAYS Federated Budget 6th Annual Campaign. Nóvember 12., 3. og 4. t Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y ! I I Y Y Y Y Y Y Y Y Y Y T ♦?♦ ♦ ♦:♦ Heim til Gamla Landsins FYRIR JÓLÍN O G NÝÁRIÐ Ferðist með Sérstakar Lestir tii Hafnarstaða Lág Fargjöld Allan Desembermánuð til Hafnarstaðar FER FRA WINNIPEG Klukkan 10.00 f. m. „NÁ SAMBANDI VIÐ JOLA-SIGLINGAR Frá Winnipeg— Nov. 23 — S.S. Melita frá Des. 3 — S.S. Montclare “ Des. 6 — S.S. Montrose “ Des. 11 — S.S. Montnairn “ Des. 12 — S.S. Montcalm “ Montreal — Nov. 25 til Glasgow, Belfast, Liverpool St. John — Des. 6 “ Belfast, Glasgow, Liverpool “ — Des. 9 “ Belfast, Glasgow, Liverpool “ — Des. 14 “ Cobh., Cherb. Southampt. “ — Des. 15 “ Belfast, Liverpool I VID LESTIR í WINNIPEG TENGJAST SVEFNVAGNAR FRÁ ED- MONTON, CALGARY, SASKATOON, MOOSE JAW OG REGINA og fara alla leið austur að skipsfjöl. Frekari upplýsingar gefa allir umboðsmenn vorir Jity mtNÉ Cor. Main and Portage Phone 843211-12-13 PP _ _ City Ticket Office. Ticket Office A. Calder & Co. J. A. Hebert Co. C. P. R. Station Phone 843216-17 663 Main St. Phone 26 313 Provencer & Tache St. Boniface CANADIN PACIFIC

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.