Lögberg - 01.12.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.12.1927, Blaðsíða 1
40. ARGANGUR I WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN I. DESEMBER 1927 NÚMER 48 Helztu heims-fréttir Canada. John Giles Lethbridge, fylkis- þingmaður fyrir West Middlesex, hefir verið kosinn foringi pro- gressive flokksins í Ontario í staðinn fyrir W. E. Raney, sem nú gefur sig ekki framar við stjórnmálum, því hann hefir ver- ið skipaður dómari í yfirrétti Ont- ario fylkis. Mr. Lethbridge mun sérstaklega berjast fyrir bindind- ismálinu og mentamálum alþýðu, einkum í sveitunum. Mr. Leth- bridge er 72 ára að aldri og hefir verið fylkisþingmaður síðan 1919.. Innanríkisdeildin hefir nýlega selt 30,000 ekrur af landi í Al- berta. Landinu var skift í smá- spildur, eða bújarðir, alls tvö hundruð. Meðalverð fyrir þetta land var $16.41, en þó komust ein- staka blettir upp í alt að $50 ekr- an. Miss Albertina Dyck var að að keyra bíl á götum Winnipeg- borgar klukkan að ganga eitt á laugardagsmorguninn í vikunni sem leið og var svo óheppin að keyra beint í flasið á siðagætum borgarinnar og fór hún svo nærri þeim, að einn siðagætirinn féil við, en meiddist þó ekki mikið. Hún kannaðist við, að hún hefði verið drukkin og var sektuð um fimtíu dali. Karlmenn hafa oft verið sektaðir um sömu upphæð fyrir að keyra bíla druknir og kvenfólkið verður náttúrlega að njóta jafnréttisins í því eins og öðru. Hon. Robert Forke, innflutninga ráðherra, hélt nýlega ræðu í Tor- onto, þar sem hann hélt því fram, að það væri ekki nema gott fyrir Canada, að fá dálitið af innflytj- endum frá meginlandi Evrópu með brezku innflytjendunum. Ein- hver þyrfti að vinna erfiðisvinn- una, sem Bretarnir vildu ekki gera. Mr. Forke sagði, að það væri fjarri sér að vilja stöðva innflutning frá Bretlandi, enda væri líka nóg pláss fyrir fleira gott fólk, þó það kæmi frá öðrum löndum. Vitaskuld verði að gæta þess, að fólksstraumurinn verði ekki of mikill, en það væri alls ekki ásetningur sinn, að stöðva innflutning frá Evrópu Jöndunum, utan Bretlands. Sérstaklega hefði verið hlynt að því, að fá fólk f ra Bretlandi til að vinna hér að sveitavinnu og heimilisönnum, en það hefði nú ekki tekist betur en svo, að þrír f jórðu hlutar af því fólki, sem þannig hefði komið til landsins, hefði aldrei farið út í sveitir, heldur sezt að í bæjunum og fengið sér þar atvinnu, eftir því sem það bezt gat, og væri ekki rétt að kasta þungum steini á stjórnardeildina, þó hún reyndi að laga þetta. Bandaríkin. Vínsölunefndin, eða réttara sagt Manitobastjórnin, hefir keypt stóra byggingu í Winnipeg, þar sem vínbyrgðir fylkisins verða framvegis geymdar og vínsalan rekin. Bygging þessi, sem Miller- Morse Hardware Co. átti, er við strætamótin McDermot Ave. og Adelaide Str. Byggingin er langt um stærri heldur en sú, sem vín- sölunefndin hefir nú til afnota, enda var hún orðin of lítil og þurfti nefndin að leigja geymslu- pláss annars staðar. Kaupverðið er $215,000 og þykir það lágt verð, því byggingin er afar stór um sig og fimm-lyft og vel vönduð. Þeir sem ókunnugir eru, geta af þessu ráðið, að hér er ekki um ueina smáverzlun að ræða. Innbrotsþjófnaður var framinn á tveim stöðum í Winnipeg um helgina sem leið og peningum stolið, og nam upphæðin samtals nálega þúsund dölum. Þeir, selm fyrir þessu urðu, voru Newcastle kolafélagið og McDonald Dure viðarfélagið. Á báðum stöðunum voru járnskápar brotnir upp, og segir lögreglan, að það hafi verið þannig gert, að augljóst sé, að þeir, sem það gerðu, kunni vel til sinnar iðju, en séu engir viðvan- ingar. .Fangarnir í Folson ríkisfang- elsinu í Californíu, eitthvað yfir tólf hundruð að tölu, ætluðu sér að ganga úr vistinni og hófu nokk- urs konar uppreisn og réðust a fangaverðina. Varð þar bardagi mikill milli fanganna og varð- manna og hermanna, sem þar voru að hjálpa fangavörðunum. Ekki komust fangarnir burtu, en þessari viðureign lauk ekki fyr en átta menn voru fallnir og tuttugu og tveir særðir, sumir all hættulega. Af þeim sem féllu, voru tveir varðmenn og sex fang- ar, en þeir sem særðust, voru fimm varðmenn og seytján fang- ar. » » » Bandarfkjamenn hafa bygt stærsta kafbát, sem enn hefir bygður verið. Hann er 381 fet á lengd, hefir 2,800 hestöfl og fer 15 sjómílur ákl.stund ofan sjáv- ar, en átta neðansjávar. Sextán manna skipshöfn er ætlað að vera á bát þessum, og er helmingurinn af þeim fyrirliðar og eru óvana- lega rúmgóð og þægileg herbergi fyrir þá alla. Matarklefarnir eru stærri og fullkomnari heldur en á öðrum kafbátum og allur útbún- aður 'betri. Hefir sérstaklega verið til þess vandað, að skips- höfnin hefði þarna sem bezta að- búð og alt sem hún þarf á að halda, þó báturinn sé lengi burtu frá stöðvum sínum. » * • Hinn 23. nóvember var 70 stiga hiti í New York. Aldrei fyr hefir verið eins heitt í New York þenn- an dag, að því er séð verður af veður athugunum, en 23. nóvem- ber 1913 komst þó 'býsna nærri þessu, því þá varð hitinn 69 stig. * » « Níu ára gamlan dreng, Richard Hoener í Mount Vernon, N. Y., langaði til að sjá hvernig færi, ef hann bæri logandi eldspýtu að gasolínkönnu, sem var niðri i kjalþara í heimili hans. Það fór þannig, að það kviknaði í fötum hans og í húsinu og eldurinn gerði $10,000 skaða, en þótt und- arlegt megi virðast, þá brann ekki drengurinn nema lítið eitt. * * » Kolaverkfallið í Colorado var hafið fyrir meir en sex vikum og er ekki sjáanlegt, að samkomulag sé nú nokkru nær heldur en þeg- ar verk fallið byrjaði. Verkfall þetta er illvígt á báðar hliðar og hefir nokkrum sinnum lent í skærui* milli verkfallsmanna annars vegar, en lögreglumanna og hermanna hins vegar. Hafa nokkrir verkamenn meiðst og sum- ir látið lífið. Kemur þetta til af því, eins og menn skilja, að eig- endurnir hafa eitthvað af mönn- um að vihnu, en námamenn vilja varna því, að nokkrir vinni þar. Það er sagt, að W. H. Adams rík- iss^'óri geri það sem í hans valdi stendur til að koma þarna á sam- komulagi. * • • UmboSsmenn Soviet stjórnarinn- ar á Rússlandi hafa verið að leita fyrir sér hjá foönkum í Bandaríkj- unum um stórar lántökur, undan- farnar vikur. Ekki hefir þeim enn orðið neitt ágengt í þeim efnum, en búist er við að þeir haldi áfram til- raunum sínum í þessa átt. * « » Rauðakross félagið skýrir svo frá að flótSin, sem gengu í Ný-Eng- lands ríkjunum í haust hafi gert 16,272 manns heimilislausa, 279 byggingar hafi flóðin eyðilagt, en skemt 1,347 en 6.497 rnanns hefir félagið hjálpaö, sem orðið hafa fyrir tjóni í þessum flóðum. Bretland. Á brezka þinginu voru til um- ræðu, í vikunni sem ]eið, Iaga- frumvörp um tryggingu gegn at- vinnuleysi. Það gekk í töluverði þrefi og um eina greinina höfðu þingmennirnir talað í þrjá klukku- tíma. Þegar verkamálaráðherra Sir Arthur Steel-Matiland lagði til að umræðum væri hætt, gerðu ýmsir þingmenn, sem verkamanna flokknum tilheyra þá svo mikinn gauragang, að ekki heyrðist mannsins mál. Þegar hávaðinn minkaði, var skorað á þá, sem ófriðinn höfðu hafið, að taka um- mæli sín aftur, og þegar þeir neituðu því, var þremur af þeim vísað af þingi. Það sýnist nú koma fyrir hvað eftir annað á brezka inginu, að alt lendir í hávaða og gauragangi, svo annað hvort verð- ur að slíta fundi, eða vísa sumum þingmönnunum út, og virðist nú minni virðing borin fyrir þing- helginn', en áður var. * » • Nokkrir mikilsmegandi verkveit- endur á Bretlandi undir forystu Sir A'lfred Mond, hafa skrifað stjórn iðnaðarmahnafélaganna bréf, þar sem stungið er upp á því, að alvar- leg tilraun sé gerð til betri sam- vinnu og samkomulags milli verk- veitenda og verkamanna, heldur en átt hefir sér stað að undanförnu. ÞaS er sagt að iðnaðarmannaleið- togarnir taki þessu vel og margir geri sér vonir um að af þessu muni eitthvað gott leiða. Hvaðanœfa. Hungursneyð er sagt að vofi yfir, eða eigi sér nú þegar stað, á allstóru svæði í Kína og að um níu miljóndr manna horfist þar í augu við hungurvofur. Of mikill þurkur hefir þar valdið uppskeru bresti,. en hinn stoðugi ófriður, sem alt af helzt við innanlands, mun þó ekki síður vera orsök vandræðanna. Nobels verðlaunin 1927 fyrir heilsufræði, ganga til prófessor Arthur Compton mí Chicago og Charles T. R. Wilson, prófessor við Cambridge háskólann. Bók- menta verðlaunin 1926 hlýtur ít- ölsk kona, Signora 'Grazia Del- adda, og er hún önnur konan, sem hlotið hefir þá sæmd. * » * Ion Bratiano stjórnarformaður í Rúmenju, dó í vikunni sem leið í Bucharest, eftir að uppskurður hafði verið gerður á honum. Bróð- ir hans, Vintela Bratiano tók við stjórnarformenskunni til bráða- byrgða. Ion Bratiano var einn af helztu mótstöðumönnum Carol prins og stóð fast á móti því að hann yrði konungur í Rúmeníu. Þar í landi eru tveir stjórnar- flokkar, sem greinir á um það, hver skuli vera konungur yfir landinu, Carol prins eða sonur hans, dálítill drengur, sem nú er konungur. Það lítur út fyrir, að Carol prinz hafi mikið fylgi hjá bændum og búalýð. • * • Kona ein á Frakklandi Mme. Prieur að nafni, hefir gert ráð- stafanir til að hðfða mál gegi\ Vilhjálmi, fyrverandi Þýzkalands- keisara, og krefjast af honum skaðabóta, vegna þess að hann sé valdur að dauða mannsins síns, sem druknaði af skipi, sem sökt var á Ermarsundi af þýzkum kaf- bát, einhvern tíma á stríðsárun- um. Dómsmálaráðherra Frakk- lands er að athuga málið. • • • Bonzano kardínáli er nýdáinn. Hann var einka fulltrúi páfans á hinu mikla kirkjuþingi kaþólskra manna, sem haldið var í Chicago 1926 og sömuleiðis erindsreki páf- ans í Washington. * • • Það er sagt að írski stjórnmála- imaðurinn Eamon de Valera, muni bráðum ferðast um Bandaríkin og sé erindið að safna þar peningum hjá löndum sínum, til að stofna nýtt blað í Dublin. Til fyrirtæk- isins þarf $500,000, og býst hann við að fá helminginn af þeirri upphæð vestan hafs. Mr. Stewart, mannta,lsstjóri, gerir ráð fyrir að við manntalið 1930 verði íbúar Bandaríkjanna 124 miljónir. Árið 1920 var íbúa- talan 105,710,620. Síðan 1870, er fyrsta reglulegt manntal var hald- ið, hefir fólkið í Bandaríkjunum þrítugfaldast. dagsverk. Það sem þessu veldur, eru meiri og betri vinnuvélar, sem gera mikið af verkinu nákvæmlega eins og það á að vera gert; betrl verkstjórar, sem stjórna verkinu þannig að allur vinnukraftur, sem til er í verksmiðjunni, komi að öllum þeim notum, sem mögulegt er og að ekkert handarvik fari til ónýtis frá því að efnið kemur inn í verksmiðjuna, þangað til bíllínn fer þaðan út, nákvæmlega eins ag hann á að vera. Þar að auki er þess að gæta, að áður fór mikið af efni til ónýtis, en nú kemur það ekki fyrir, eða ekki svo að nokkru nemi. Menn hafa komist upp á lag með að láta ekkert fara til spillis. Sumir segja að fyrir svo sem tólf árum, hafi nálega eins mikið efni farið að forgörðum, eins og það sem í raun og veru fór í bílana. Bæjarstjórnarkosningarnar. Þ.ær fóru fram á föstudaginn í síðustu viku og var Col. Dan. Mc- Lean kosinn borgarstjóri fyrir árið 1928, með 6,980 atkvæðum fram yfir gagnsækjanda sinn, John Queen, fylkisþingmann. — Bæjarráðsmenn, sem kosnir voru i þetta sinn, eru: í fyrstu kjðr- deild: S. S. Kennedy, S. J. Farmer og A. R. Leonard. í annari kjör- tieild: F. H. Davidson, T. Flye og John O'Hare, og í þriðju kjör- tieild: J. A. Barry, J. Blumberg og R. Durwarl og til eins árs: J. F. Palmer, kosinn í staðinn fyrir Dan McLean, sem sagði af sér til að sækja um borgarstjórástöðuna. Skólaráðsmenn voru kosnir: í íyrstu kjörd.: A. E. Bowles, R. H. Elliott og E. J. Tarr; í annari kiörd.: Mrs. Jessie McLennon, W. R. Milton og Dr. F. G. Warriner; í þriðju kjörd.: H. A. McFarlan, Marcus Hyman og R. Bruce. Aukalögin um að byggja sam- komuhús fyrir bæjarfé, voru feld með miklum atkvæðamun og ekki vildu kjósendur í Winnipeg hafa neitt við það að gera, að breyta tímanum yfir sumarmán- uðina, svo að dágsbirtan notaðlst betur, og var aukalagfrumvarp í þá átt líka felt. Þessar bæjarstjórnarkosningar voru betur sóttar heldur en und- anfarin ár. Eitthvað um sjö þús- und atkvæðum fleira nú heldur en í fyrra. Alt af dálítið kapp milli verkamanna og annara borgara. Verkamenn töpuðu borgarstjóra- kosningunni, því John Queen var þeirra frambjóðandi, en unnu eitt sæti í bæjarráðinu, þar sem er S. J. Farmer í fyrstu kjördeild, og halda þeir nú sex sætum. Einn kommúnisti er í bæjarráðinu, en alls eru bæjarráðsmenn 18. vel. Með söng skemtu þau Sig- ríður Hall, séra Ragnar E. Kvar- an, Sigfús Halldórs frá Höfnum, Rósa Hermannson og Alex John- son og frú hans. Má óhætt full- yrða, að sðngurinn í heild, hafi verið veizlugestum til hins mesta yndis. Veitingar, rausnarlegar mjög, voru um hönd hafðar og fór sam- sætið yfirleitt hið bezta fram. Var liðið allmjög á nótt, er mann- íagnaði þessum sle'it, og hurfu allir til heimila sinna, með ljúfar endurminningar um ánægjulega samverustund. Símon Símonsson dáinn. Hann lézt ,á imánudaginn hinn 28. nóvember að heimili tengdason- ar síns og dóttur, Mr. og Mrs. J. B. Skaptason í Selkirk, Man., 87 ára að aldri Jarðarförin fór fram á miðvikudaginn. Var fyrst hús- kveðja haldin í Selkirk og líkið svo flutt til Winnipeg og fór jarðar- förin fram frá kirkju Sambands- safnaðar og var hann jarðaður í Brookside grafreitnum, við hlið konu sinnar, sem dó fyrir fjórum árum. Simon Símonsson var einn af ís- lenzku frumbyggjunum hér i landi. Var með fyrstu íslendingum, sem settust að í Ontariö, en var með fyrsta innflytjenda hópnum, sem kom til Gimli haustið 1875. Var hann einn af þeim fáu af fyrstu innflytjendunum. sem þátt tóku í fimtíu ára afmælishátíð Nýja ís- lands 1925. Eftir nokkurra ára dvöl á Gimli, fluttist Símon með fjölskyldu sína til Argyle og bjó hann þar lengi góðu búi. Nú í mörg ár hefir hann verið hjá dóttur sinni og tengdasyni, fyrst í Winnipeg, en síðustu árin í Sekirk. Símon Símonson var mesti þrek- maður og dugnaðarmaður mikill. Reglumaður mesti og í einu og öllu hinn áreiðanlegasti. Hann var jafnan vel sjálfstæður efnalega og ávalt veitándi ;én ekki þiggjandi. Hann var maður bókhneigður og vel ao sér í íslenzkum fræðum. Alt til síðustu ára fylgdi hann með á- huga því, sem var að gerast bæði hér og á íslandi. Hann var braut- ryðjandi og kom hér að óbygðu landi þar sem Nýja f sland var og í annað sinn í Argyle.. En með mikl- um dugnaði og fyrirhyggju komst hann í góð efni og naut þægilegra daga í ellinni. Þegar íslenzku braut- rvðjendanna er minst, þá her sízt að gleyma Símoni Símonsyni. Hvers vegna bílar kosta nú minna en áður. Blaðið "Iron Age", í New York, skýrir þetta þannig: Arið 1916 þurfti ein af helztu bílaverksmiðjunum 17,000 verka- menn, til þess að búa til 650 bíla á dag. Nú hefir þessi sama verk- smiðja ekki nema hér um bil 15,000 verkamenn og getur hæg- lega búið til 1,500 bíla á dag. Með öðrum orðum: 1916 þurfti 26 dagsverk til að búa til hvem bíl, en nú þurfa ekki til þess nema 10 Steingrímur Hall fimtngur Eins og minst var Iítillega á í síðasta blaði, átti prófessor Stein- grímur K. Hall fimtugsafmæli, miðvikudaginn 16. nóvember síð- astliðinn. Komu saman það kveld allmargir kunningjar hans og þeirra hjóna, á hinu stórmann- lega heimili þeirra herra Árna Eggertssonar og frúar hans, að 760 Victor street, til þess að óska Mr. Hall til hamingju og sýna honum dálitinn virðingar- og þakklætisvott, fyrir hans mikla og heillavænlega starf í þarfir hljómlistarinnar, meðal fólks vors i þessari borg. Hafa þau hjón, Steingrímur og frú hans, Sigríður Hall, unnið að því flestum frem- ur, að glæða áhuga fyrir l'ist list- anna ,hinni dásamlegu tónlist, — hún með sinni yndisfögru rödd, en hann sem sðngstjóri, organléik- ari, kennari og sönglaga höfund- ur. Einar P. Jónsson setti afmælis- mót þetta, og ávarpaði heiðurs- gestinn npkkrum orðum. Að loknu raáU afhenti hann heiðursgestin- um vandaða ferðatösku, sem þakk- lætisvott frá viðstöddum vinum. Lét hann síðan afhenda frú Hall fagran blómvönd, sem og Mrs. Eggertsson, til þakklæt'is fyrir risnu hennar og þéirra hjóna. Mr. Hall þakkaði heiður þann, er sér hefði verið sýndur með samsætinu, ásamt konu s'inni, með hlýjum og vel vðldum orðum. — Stuttar, en skipulegar tölur, fluttu þeir Sigfús Halldórs frá Höfnum og Sigfús Anderson. Það liggur í hlutarins eðli, að í samsæti sem þessu, muni söng- dísin ekki hafa verið fjarverandi. Enda var sungið bæði mikið og Or bœnum. Séra Jónas A. Sigurðsson fór um miðja síðustu viku til Foam Lake, Sask., og Churchbridge. bjóst hann við að verða að heim- an vikutíma. Málfundafélagið hedur fund í knattsal Hjálmars Gíslasonar r.æsta sunnudag kl. 3 e. h. Verða þá kosnir embættismenn félags- ins fyrir næsta- kjörtimabil. — Einnig verður þar staddur Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, er góðfjís- lega hefir lofast til að flytja er- indi um bindindismálið. Fjöl- mennið. Allir velkomnir. Eiga fimtíu ára giftingar-afmœli. Mr. og Mrs. Árni Jónsson. Gullbrúðkaup. Þann 14. október s.l. var glatt á hjalla í samkomuhúsi Mozart- bæjar; en jafnframt var alvöru- blær yfir öllu og öllum. Flestir í bygðinni og bænum voru saman komnir til að samgleðjast heið- urshjónunum, hr. Árna A. Jóns- syni og Valgerði konu hans í til- efni af fimtíu ára giftingaraf- mæli þeirra, og einnig vegna þess, að Árni hafði nýlega lokið áttatíu ára dvöld hér í jarðar- dölum. Þegar komið var í salinn, var auðséð, að mikil hátíð var á ferð- kappi orðnum boðsgestum, en hörnin og unglingarnir urðu að bíða. Byrjaði skemtískráin með stuttu, en myndarlegu og hjartnæmu á- varpi frá forseta dagsins, hr. H. B. Grímssyni, og eftir það sung- inn hjónavígslusálmurinn al- kunni: "Hve gott og fagurt og indælt er". Svo las séra Carl J. Olson biblíukafla og flutti bæn, og söngflokkurlinn og allir sungu "Heyr börn þín, Guð faðir" að því loknu. Var svo byrjað að njóta mat- arins ljúffenga og ágæta íslenzka kaffisins alþekta, og allir skemtu sér með samtali við sessunauta sína yfir kaffibollunum, og voru samræður þær kátar og fjörugar og gleðiblær hvíldli yfir öllu sam- sætinu. Að snæðingnum loknum var ávarp til brúðhjónanna lesið af hr. J. F. Finnssyni, og eftir það flutti séra Friðrtfk A. Friðriksson ræðu og las upp kvæði eftir sjálf- an sig. Var hvorttveggja mjög myndarlegt, vel flutt og í alla staði viðeigandi. Einnlig hélt und- irritaður ræðu og talaði um hið mikla gíldi vináttunnar í mann- lífinu gjðrvöllu. En sönn vintta nær aldrei hámarki sínu nema í farsælu og ánægjulegu hjóna- bandi. Þar situr hún sem drotn- ing á veldisstóli, fögur og tignar- leg. Þar næst söng söngflokkurinn hljómfagurt og indælt lag og a eftir því afhenti forsetinn heið- ursgestunum fimtíu dollara í gullí og mælti fram um leið nokk- ur velvalin orð. — Svo las öldung- urinn góðkunni, hr. Friðrik Guð- mundsson, upp kvæði eftir sjálf- an sig, fagurt og vel ort að vanda. Og eftir að söngflokkurinn hafði sungið annað lag, flutti hr. G. F. Gu^ðmundsson stutta jen ágæta ræðu. Meðal annars sagði hann, að það væri tvísýnt hvort Árni eðía Elli mundi 'bera > sigiur úr býtum. Vitnaði hann í hina nor- rænu goðafræði, þegar Þór gamli og þessi kerlingarkind áttu glím- >una saman, og Þór með alla kraft- ana varð um síðir að lúta í lægra haldi. Ræðumaður tók það fram, að enn þá væri Árni óunninn, þó að áttræður værí. Hr. Jónsson tjáði svo öllum við- stöddum innilegasta þakklæti sitt með nokkrum velvöldum orðum og bað algóðan guð að blessa alla.— Heillaóskir höfðu borist þeim hjónum bæðii í bundnu og óbundnu máli og voru ýms kvæði lesin upp. Að skemtiskránni lokinni óskuða allir gullbrúðhjónunum til ham- ingju og blessunar og var svo sungið: "Allir heilir, unz við sjáumst aftur." Þetta samsæti var hið ánægju- legasta í alla staði, og mun seint hverfa úr minni þeirra, sem við- staddir voru. öllum ber saman um, að þessi hjón hafi ætíð verið bygðinni til sóma og uppbygging- ar. Þau hafa ávalt unnið með að öllum velferðarmálum setrið, þegar það kemur, verða sólarupkoma á landi eilífa lífsins. Drottinn blessi þau og ástvini þeirra í lengd og bráð. MJynd þessara merkishjóna, er tekin af þeim í Brandon, í silfur- brúðkaupi þeirra þar í bænum, og eina myndin, sem til er af þeim. Carl J. Olson. Mr. og Mrs. Arni Jónsson, Gnllbrúðkaup 14. nóv. 1927 inni. Einhverjir karlmenn höfðu sett upp stórt borð, þar sem mesti fjöldi gat setið að snæðingi í senn og konurnar höfðu prýtt borðið, ekki að eins með fögrum borð- búnaði, heldur líka með indælum, ljúffengum og gómsætum mat. Við háborðið mitt var stór og falleg brúðar "cake". Og um klukkan þrjú voru brúðhjónin leidd ^til 1 sætís fyrir framan "kökuna", og hjá þeim til beggja handa voru sett öll skyldmenni, sem þar voru nærstödd. Eftir það urðu ðll sæti skipuð af full- hennar — einkum kirkjumálum Kristíindómurinn hefir ált af ver- ið þeirra mesta áhugamál og guðs orð hefir fyr og síðar ver- ið ljós á þeirra vegum og lampi fóta þeirra. Valgerður er gædd flestum ágætum kvenkostum og allir sanngjarnir menn viður- kenna, að Ární hafi verið og sé enn hið mesta karlmenni —táp- maður, eljumaður, vitmaður, bóka- maður og umfram alt lærisveinn Jesú Krists. Guð gefi, að æfikvöldið þeirra m gi vera blítt og fagurt, og sól Þó halli degi, dimmi kvöld, og draumanætur lengist, þó dofni fjör og dvíni vðld og dagsbrún óðum þrengist, þó frjósi storð og fall; snjór, sem flestra gleði laskar, þið eigið trú, sem enginn Þór og ekkert myrkur raskar. Þ:ð eigið trú, sem helg og heið var hugsvölun þeim ungu, þá trú, sem alla lýsti leið og lyfti mörgu þungu. Þið eigið margt af ýmsri gerð, þó ei sé greint frá sökum, þig lærðuð margt á langri ferð af lífsins heljar tökum. Þið báruð marga björg á land, sem bygðum hagsæld færði, um hálfrar aldar hjónaband, sem hreysti og alúð nærði. Þið bjugguð vel með dáð og dug, þess dæmi lengi sjáum. Þið verðskuldið þann vinahug, sem við nú fúsir tjáum. Þótt ellin leiði ótalalt, sem yfir verður kvartað, er glaða sólskin yfir alt, þá innra er létt um hjartað. Með von til guðs og vinaf jðld, þið verjist öllu stríðu. Við óskum ykkar æfikvöld sé umgirt ljósi blíðu. Friðrik Guðmundsson. Til Arna Jónssonar og Valgerðar konu hans, 27. okt., —afmæl- iskvæði. Heill sé þér, Arni, Höldur aldinn, Áttatíu ára Afmælisbarn. Og heill sé Valgerði Valinkunnu. Er fylgd þér veitti 1 fimtíu ár. Hafið þið nú I hálfa öld, Áfram sótt í eining góðri. Unnið með dygðum Dagsverk mikið. Og aldrei legið á liði ykkar. Andbyri mættuð Oft og tíðum —^Sem ýtar flestir1— Á álum lífsins. En aldrei lögðuð Þið árar í bát, En áfram hélduð í alvalds nafni. Og þú hefir, Arni, í átta tugi haldið velli 1 hryðjum lífsins. Og hafðu nú þökk Og hlýjar óskir Fyrir dugnað sýndan Og dánumensku. Biðjum vér ykkur Blessunar Drottins, 1 All ófarna Æfidaga. Að endaðri ferð Á okkar hnetti, Hann leiði ykkar fley Að lífsins strðndum. 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.