Lögberg - 01.12.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.12.1927, Blaðsíða 6
BlB. « LÖGVKRG. FIMTUDAGINN L DESEMBER 1927. Dóttir sjávarins. Eftir JOHANE SCHÖRRING. Sagan er í þrem þáttum: 1. Filia Maris. 2. Berg læknir. 3. Melania Verent. Sorgin hefir sín eigin vísindi, sem gleðina dreymir ekki um, að til sé. Sorgin er rík, eins og hinar duldu uppsprettur, þar sem maður sér ekki hina köldu vatnsþró, en drekkur með á- nægju hið hreina vatn. Vatnsstraumar sorgar- innar eru sáldaðir í gegn um reynslunnar og þolgæðisins sýgil. Enginn getur mælt sorgardjúpið, nema það eina augnatillit, sem lítur inn á við, og sem er eitt um að þekkja leyndardóm sinn og sorg. Að síðustu er sorgin þóttafull; hún gefur óhlutdrægt yfirlit, af því hún er á alt annan hátt frjáls í heiminum en gleðin, sem þráir og leitar stundum eftir þessu blómi og stundum eftir hinu, á alt af svo annríkt við að skoða ýmsa hluti hingað og þangað. Sorgin þráir nefnilega ekki, hún hefir að eins eitt takmark, og að því beitir hún öllu sínu afli. Hún er í nútíðinni og býr aldrei til fram- tíðarinnar starfskrár, þess vegna verður hún ekki fyrir vonbrigðum.. Hún lítur til baka, en sjaldan fram undan sér. En sorgin er vandlát. Hún leitar að og velur fórnir sínar, hún veit, að það þarf and- legan og líkamlegan kjark til að taka hana á sig og bera hana, þess vegna gægist hún svo víða inn, til þess að finna þá réttu manneskju. Hún yill hafa nógu stórt pláss og næði til að vera . éin. Hún segir eins og ástin: "Gefðu mér hjarta þitt, þá skaltu vera í faðmi mínum", og þar eð hún er að minsta kosti eins náskyld ást- inni og gleðin, þá hefir hún í sannleika afar- mikið vald. Skuldbinding til ástarinnar er efalaust hin bezta, en hvað er svo næst henni. Eg hefi alt af krafist hins besta af lífinu. A eg nú að láta mér nægja þetta, eða á eg áð knýja hið innra líf mitt hærra upp og á alt annan hátt, en eg hingað til hefi hugsað mér? "Knýja upp! smellur, skellur!" Það er eins og froskurinn, sem sprakk, þegar ,hann fylti sig af vindi, svo hann stækkaði um meira en helming. Eg vildi, að mér lánaðist að fram- kvæma eitthvað, sem ekki væri alt of illa gert. Menn þurfa að minsta kosti ekki að vera í nein- um efa um það, að það er alvarleg skylda hvers manns, að inna af hendi eitthvað gagnlegt og að halda út. Þann sannleika staðfestir náttúr- an, hvert sem maður lítur. Þessa skoðun kennir sjálfur Torterup á fingrum sínum, hann innir hana af hendi frá morgni til kvölds, samkvæmt algengum mæli- kvárða, alla leið frá djörfum kaupaloka .til hins lata stígvélafágara, unz að því kemur, að geta skilið leyndarmál kvenhjartnanna. Hann hefir fyrir löngu síðan sagt mér, að hinn ungi greifi líti ástfangnum augum á frönsku ungfrúna; en það er naumast mikið varið í hana, af því hún "skeptiserer (s. s. hæð- ost) að greifanum. Mér er enn þá ekki vel ljóst, hvað hann meinar með þessu orði, af því það fer í svo óteljandi mörg og mismunandi erindi fyrir hann; en í þessu sambandi held eg að han« eigi við, að hún álíti sig að minsta kosti eins góða, ef ekki betri en greifann; og þá hlýtur hún að vera brjáluð samkvæmt hans skoðun. "Hún er annars falleg, sýnist lækninum það ekki?" spyr hann, "en hún 'skeptiserer', ogþá hefir það litla þýðingu, að hún er falleg, sér- staklega þegar hún heitir einu sinni ekki "de" — de Verner." Eg minti hann á, að hún bæri nafnfrægt nafn, sem yrði við lýði eftir að þúsundir af öðrum nöfnum væru orjin að engu í ríki gleymskunnar, og að hún ætti föður, sem væri eigandi vínviðarbrekkna, skipa á sjónum o. s. frv. Þetta vakti áhuga hans, en hreif hann þó ekki líkt því eins mikið, eins og að hún hefði heitið "de" Verner. Hann er afkomandi í þriðja og fjórða lið af þessum áður nefndu takmarkadýrum, sem voru upp alin frá erfikenningu til erfikenning- ar, því sá tími er naumast fjarlægur, álít eg, þegar þessi mikli stéttahroki, sem fylgir fæð- ingunni, verður orðinn að erfikenningu. Fá- fróðar manneskjur og þröngsýnir djúphyggju- menn munu síðastir til að vilja sleppa þessum hleypidómum, það verður að vera sannarlegt frjálslyndi og mannvit, sem hér, eins og alstað- ar annars staðar, þar sem um eitthvað mark- vert er að gerast, gengur í brjósti fylkingar. Greifinn sjálfur hafði nóg af þessu hug- frelsi og andlega fjöri, sem herbergisþjónn hans getur aldrei tileinkað sér. Greifinn er ágætur, ungur maður, ef hann nú að eins gæti tekið á móti frásögn minni, við- víkjandi hinni ungu, fögru stúlku, án þess að verða um of þunglyndur. Janúar 1828, hótel Bellevue við Comovatnið. Það var alvarlega, en eg hafði búist við, og við líðum allmikið undir afleiðingunum af sorg þeirri, sem þetta olli greifanum. HeiLsa hans versnaði aftur. Engar fortölur urðu að gagni. Hann vildi heyras var hennar frá hennar eigin vörum. Þegar hann kom aftur frá henni, var hann í þungu skapi, og daginn eftir lét eg búa um f arangur okkar. Hann talar mikið um hana, og þykir vænt um að fregna um hana. Samtal hans við hana, hafði haft hin beztu áhrif á hann. "Hún er fyllilega elskuverð," segir hann, "og mér skal alt af þykja væt nm, að eg kynt- ist henni. Þegar eg sá hana, var hún heitbund- in frænda sínum, Rudolf Verent, sem á að taka að sér fjölskyldufasteignina. Hrygð hans getur þó naumast verið eins sár og mín, og hann talar alt af við mig, eins og mér væri ókunnugt um þetta orð. Hið mikla og djúpsæasta stendur oft gagn- vart okkur án þess við sjáum það. Það er gott, að hver og einn getur ekki lesið letur hugans, eins og menn ímynda sér að maður lesi í aug- anu og svipnum. Og þó, stundum getur maður lesið gleðina og gæfuna, er manni á að hlotnast, en hafði enga von um að ná. Aðan sagði hann við mig: "Eruð þér alveg ósæranlégur, læknir? Eg sá yður tala og spauga við hana, næstum því meira en nokkurn annan, ? snerti fegurð hennar og alúð yður aldrei? — Kennið mér að vera jafn tilfinningalaus." "Greifi, það er eins og hundurinn vildi segja við fuglinn: "Kendu mér að fljúga." "Þér eigið við, að það sé nokkuð séreigin- legt." "Já, áreiðanlega þarf maður t. d. að hafa þá smámuni, sem kallaðir eru vængir, til þess að vera fugl." Þegar hann eitt sinn var í geðshræringu, sýndi hann mér mynd af Maleniu, sem hann hafði fengið hjá Horaee Vernet með erfiðleik- um, þar eð hann vildi ekki missa hana. Hann geymir hana nákvæmlega í bréfahylki sínu, og lítur eflaust oftar á hana heldur en læknir hans álítur heppilegt. En þessi ósær- anlegi læknir þegir, og lætur eins og hann sjái ekkert eða skilji. "Hrygðin er yfirlætisleg, þegar hún kemur til þess manns, sem getur borið hana; hún get- ur á sömu stundu séð og þagað, og þar af leið- andi breytt eftir ásetningi. Paris, í marz 1829. Eg áleit það heppilegast, að skifta m veru- stað. Greifinn er aftur svo hress líkamlega, að hann getur létt sér upp, og hann verður að skemta sér, hvort sem hann vill eða ekki. Paris, í Október 1829. Við kunnum vel við okkur hér. Greifinn er hraustari, en hann hefir áður verið, mann- blendnari og alúðlegri við ókunna, en hann var vanur. Eg held áfram að nema í þessari borg borganna, þar sem maður hefir ávalt um þús- undir af hlutum að læra, einkum læknar. Eg mundi ekkert finna að því, þó ferðalag okkar hætti hér. Greifinn talar um að fara snögga ferð til Suður-Frakklands í vor, nefnilega til Cannes, en eg mótmæli því. Eg álít ekki, að maður eigi að hlaupa á eftir eldinum, sem maður getur ekki skorað á hólm án þess að hljóta hegningu. Og þó haga flestir af okkur sér eins og mýflugan, sem flýgur í kringum ljósið, undir eins og við fáum tækifæri til þess. Að eins einu sinni enn þá, svo aftur sárar til- finningar, af því vængurinn kom óf nærri eld- inum o. s. frv., þetta er næstum alt af tilfellið í lífinu. E gætla að reyna að kynnast sögu hjartnanna, og hver ætti að geta gert það betur en sá, sem eitt sinn hefir verið í eldinum eins og eg, og hefir deytt sitt eigið hjarta með sorginni. Getur hann ekki bezt af öllum fylgt sýkinni í hennar mismunandi tilbreytingum, athugað hana, skilið hana — læknað hana, það reynist raunar á annan hátt, hún er alloftast ólækn- andi. Febrúar, 1830. í næsta mánuði áttum við að vera í Cannes, á ferð langs með ströndum Miðjarðarhafsins, og að því búnu heim á leið eftir Italíu; en í stað þess förum við nú til Danmerkur, að sumu leyti af því, að hinn gamli greifi er veikur, og að n#kkru leyti af því, að eg get fengið góða at- vinnu, sem aðstoðarmaður gamals læknis, og á þann hátt að líkindum náð í góða stöðn í höfuð- borginni. Ungi greifinn er nú albata. Hann fullviss- ar mig um það, að eg fái engan frið fyrir sér, þegar hinn, gamli læknir, sem býr hjá höll föð- hans, deyi; hann krefst þess löforðs af mér, að eg komi í stað hans. Eg gaf honum, gagnstætt vilja mínum, mjög takmarkað loforð; eg veit enn þá ekki með vissu, hvernig eg vil vinna, hvorki á einn eða annan hátt; en mér er þar á móti ljóst, að vinn- an verður að vera lífsviðhald mitt. Yfir æsku- lífi mínu hvíla þungar sorgir, og vinnan verð- ur að vera mér eins og hinn heiti sólargeisli, sem drekkur í sig daggardropana og eyðir þeim smátt og smátt. Hve undarlegt væri það ekki, ef maður gæti hugsað sér, að maður sæi yndislegt hérað snemma morguns í sumarsólskini, þakið dögg, gengi aftur til herbergja sinna til að fram- kvæma nokkurra stunda vanalega vinnu, þang- að til morgunþokan væri horfin, og þegar mað- ur væri svo búinn með starf sitt, kæmi út og sæi að trén væri tóm, laufin fallin, blómin visnuð, og vindurinn farinn að feykja hinum visnu grösum í draugadans. Ó, þannig finst mér, að mitt innra líf sé fölnað og dáið. Fyrir hvern vil eg vinna, eftir hverjum sækist eg til að græða fjármuni og virðineru, eða til að gera heiminum gagn? Fyrst og fremst, er það virði allra þessara fórna? Og síðast, mun það veita mér góðan árangur? Arangur í þeim skiln- ingi, að mér hepnist að framkvæma eitthvað gagnlegt. Eg er nú eitt sinn þannig skapaður, að lítií viðfangsefni eiga ekki við mig. Geti eg lifað þann dag, sem eg álít mig fara að segja efan- um í huga mínum, að e? hafi framkvæmt nokk- uð til gagns, þá hef'r líf mitt borið þá ávexti, sem eru mestrar fyrirhafnar verðir. En hvað getur maður framkvæmt? Er lífið of stutt, eða er það of langt, þannig spyr eg sjálfan mier alloft? Heimska, má eg sva bæta við: Lífið er brothættur vír, sem getur brostið á hverri mínútu, sérsaklega ef á- reynslan er mikil, og þá er oftast mest áríð- andi að hann dugi. Hefði eg nú átt að byrja nám á nýjan leik, þá hefði eg kosið að læra guðfræði; mér finst að slíkt lífsstarf yrði fljótast að gera lífið snyrtilegt og að enda það og um fram ált á- vaxtaríkt. Starf læknisins! Það er að bætar staga og gera að mannlegum líkömum, endalaust um- skiftandi starf. Tilraunum ofnblásara gegn eldbreiðu. Og þó! Ef eg hefði nú verið gæfuríkur, hefði eg eflaust litið öðru vísi á þetta alt sam- an. Mér gremst þetta ófrelsi, hvers vegna forðar maður sér ekki frá þessu? Júlí 1830. Nú er eg byrjaður á starfi mínu, og líður vel við það. Ef ástin er blóm lífsins, þá er vinnan eins og hið laufgaða tré, sem veitir skugga og svölun. Eg get auðvitað ekki lengt lífið um einn þmlung, en mér finst þó, að eg hafi stundum linað kvalir þess. Huggun og góðan vilja, hefi eg alt af með mér, að svo miklu leyti sem eg get. Mikið er það auðvitað ekki, en alt af þó það, sem eg orka, þó eg hafi aldrei getað full- nægt sjálfum mér.------------------------' Agúst, 1844. Að f jórtán árum liðnum berast þessi blöð í hendur mínar, þegar eg var að flytja mig. Er það eg, sem hefi skrifað, hugsað og orðið fyrir þessu? Er eg orðinn hundrað ára, þar eð mér finst þetta vera ný og undarleg saga, hálfskemd af gleymskunni og algerlega flæmd burt. Nú eru alt aðrar myndir, sem búa í sálu minni. Alt það, sem menn kalla alvöru líf sins — eins og alvara lífsins sé barátta fyrir þetta líf eingöngu, vellíðan þess, hinn fagra, ytri gljáa þess. Eg er það, sem menn kalla staðfastur mað- ur, vel liðinn, hamingjan góða! vel megandi, góður ráðahagur, ef til vill ofurlítið gráhærð- ur, vel þokkaður, máske of frjáls í skoðunum, dálítið draumóralífslegur, um of djarfmæltur, sérstaklega gegn þröngsýnu vanagildi. Horfi of mikið útundan mér, og bý til framtíðarmynd- ir, of lítið aftur á bak, eftir góðum, gðmlum tímum, með þeirra góðu, gömlu siðum. Stundum finst mér eins og eg sé bundinn • við rangt tímabil, eins og eg ætti að hjálpa til að nugga burt nokkuð af ryði tímans. Það er eitthvað í mér, sem vill hafa meira málfrelsi, meira frelsi til framkvæmda. Eg get ekki hreyft mig, mér finst eins og eg sé fangi í hin- um ryðgaða klefa tímans. September 1845. Það er eitthvað í daglega lífinu, sem amar mér. Það er byrðin eða erfiðleikarnir við mitt starfsama líf, eg elska vinnu vegna vinnunnar sjálfrar, og er enn þá of hraustur til þess að finna til þreytu. Það er ekki þýðingin eða á- rangurinn af starfi mínu, sem mér finst ekki fullnægjandi, sem kemur mér til að vera nið- urlútur og óánægður. Eg hefi skýra og mér fullnægjandi skoðun um það, hve langt, eða rétt- ara sagt, hve stutt mannlegt afl nær, ákveðna skoðun um það, að einn sem er miklu voldugri en maðurinn, heldur áfram starfinu, þegar við gefumst upp, til þess takmarks, sem skynsemin getur ekki fundið með umhugsun, og hjartað of oft getur ekki skilið. Það eru heldur ekki heimilisástæður mínar, sem valda mér óánægju. Eg hefi aldrei elskað neinn, síðan eg misti heit- mey mína í æsku. Þeir tiltölulega stuttu tímar, sem eg er heima, eru mér sjaldan leiðinlegir. Eg hvíli mig, hressi mig við auðvelt nám, að- alíega um listina; þar næst æfi eg mig ögn við hljóðfærasöng, og mér dettur það aldrei í hug, að það verði nokkurn tíma hlutskifti mitt, að sjá eiginkonu á heimili mínu, þess vegna er eng- in meining í öllu því, sem eg óska mér öðruvísi. Nei, það sem gerir mig óánægðan, kemur utan að frá. Það er sem eg andi því að mér með loftinu. Það er eitthvað í mér, sem þráir meira frelsi, og það er sannreynd, að eg flæki mig sífelt í öllum ytri, æðri kringumstæðum, gagnvart þröngsýnum rithöfundum, úreltum hindurvitn- um, einfeldnislegum takmörkunum o. s. frv. Stjórnfræði er ekki mín ástríða, samt sem áður verður f relsið, að svo miklu leyti sem eg skil, að koma frá stjórnfræði, þeirri innri, máske líka þeirri ytri. Við höfum verið reknir inn í ókleif gljúfur og örmögnumst af skorti á allri fæðu, eða réttara sagt, við verðum liðabrúður, af því við þorum ekki að hreyfa okkur frjálslega. Eg hefi búið til vísu um heilbrigðisráðið, og aðra um ráðgjafarþingið. Sú fyrri útvegar mér rósir í tugatali; hin hefir vakið eftirtekt stjórn- arinnar á mér á þann hátt, sem mér geðjast illa að. Væri eg ungur, færi eg máske til útlanda, en eg er eldri en svo, að eg eigi hægt með að festa rætur í ókunnu landi, eg er auk þess sannur föðurlandsvinur. Janúar 1846. Nú hefir líf mitt orðið fyrir stór-umskift- um. Eg verð að breyta starfi mínu algerlega. Læknir greifans, æskuvinar míns, er dáinn, og eg get ekki neitað greifanum, með tilliti til míns fyrra loforðs, að taka að mér stöðu hins framlíðna. Það er næstum því konunglegt tilboð, sem greifinn gerir mér, til þess að draga mig burt frá höfuðborginni. En eg virði heiður minn svo mikils, að eg þigg að eins sömu kjör og fyr- irrennari minn hafði, og að því er mig snertir, verð eg umfram alt að finna, að eg er frjáls, en sá, sem þiggur stórar gjafir, eða alt of hátt kaup, getur aldrei verið frjáls. Febriáar. Mér hefir hlotnast ógæfusamur s.iúklingur, sem eg verð að hugsa mikið um. Það er barn frá auðugu en ógæfusomu heimili, þar sem alt innra samband og f jölskylduböndin eru orðin ógleymanleg flækja í stormum lífsins. Faðir- inn drekkur, móðirin vanrækir alt, til að dekra við hálffalsað andríki. Börnin eru litlar, vilt- ar vofur, sem kvenkennari nokkur lítur eftir við og við, þegar ásigkomulagið verður um of óviðunandi. Yngsta barnið er sjö ára gamall drengur, fábjáni, með gamalt, hrukkótt andlit, hörkulegt, næstum alt af skrækrjandi rödd, sem hljómar með viltum, kveljandi tónum, eins og hún sé að kalla á þá skortandi hæfileika. Kropp- urinn er eins ófullkominn og hjá hálfsárs gömlu barni. Eg þekki enga eins aumkunarverða sýn í mannlífinu, eins og slíkt vesalings barn; það er eitt af þeim atvikum, sem hrífa mig mest, koma sál minni til að bera upp gagnslausar spurn- ingar fyrir guðs órannsakanlegu, fyrir mann- eskjuna óskiljanlegu, vizku, miskunnsemi og náð. Er þetta sál, sem á að borga lífinu ár- gjald sitt, fyrir syndir, sem hún mundi hafa drýgt á heilum mannsaldri? Eða er það máske sál, sem í þessum þrönga, fölvaða búningi, á að afplána syndir í þriðja og fjórða lið? Hvers vegna fást menn svo mikið við jafn- rétti manneskjanna, með tillit til hinna ytri kjara, fyrir lífsins hraðlíðandi, óákveðnu ár; hinn mikli mismunur á kjörum andans segir mér dag eftir dag, ávalt fjörugar og sennileg- ar, að hin mismunandi kjör, engu síður en þessi, muni verða við lýði á meðan jörðin er til. Frelsi, til að mega hreyfa sig, bæði andlega og líkamlega, er áreiðanlega sá kostur, sem heyrir mannlífinu til,; og ætti að vera eins fyrir alla; en þrátt fyrir þetta mun sá litli aldrei stækka; muran aldrei verða að liln'u, og gortarabaunin aldrei framleiða rósir. Frelsi til að tala og breyta mun aldrei þroska andlegt göfgi or sráf- ur, þar sem það ekki er til, en það gerir lífið fullkomnara og skemtilegra, og þess vegna segi eer: "Lifi frelsi, látum oss slíta liðna tím- ans lélegu bönd, sem fúnað hafa með tímanum, og nota frelsið skynsamlega." Október 1846. Nú er eg búinn að búa um mig í mínu nýja heimili, og byrja hér nýjan þátt í lífinu; nýtt starf er eflaust sú umbreyting, sem fáir verða fyrir í lífinu, og enn þá. færri fyrir fleiri en einni. Það er ekki öllum auðvelt, að fella sig við ókunnar stöður, og það eru ekki allir færir um það strax, að átta sig á afstöðunni, einskon- ar niðurröðun tímans. Eg finn, að mér fellur þetta erfiðara en eg hafði hugsað. Það er sér- staklega fyrirkomulagið í húsinu, sem veldur mér óþægindum, og eg finn nú fremur en áður, hve leiðinlegt er að vera aleinn. Þegar maður hefir hús út af fyrir sig, þá er það eins og tómu herbergin segi manni, að það vanti ijósálf til að lífga dauðu herbergin, annast um alla hús- munina, bjóða góðan dag og vertu sæll, gott kvöld og góðan morgun, brosa og stjórna, snúa upp og niður á öllu, máske allra mest á hinum sjálfánægða, hreykna "eg", sem þó með engu móti vildi samþykkja píslarstjórn, ef hann væri spurður. !Æ, eg sit og verð viðkvæmur í mínu höfð- ingjasetri, sem ber hið fagra nafn Svanahólmi, af því að í skemtigarði hallarinnar, sem sef- vaxin á rennur í gegn um í mörgum og falleg- um bugðum er umkringdur af ánni sá blettur, sem hinn fagri læknisbústaður ðtendur á, og sem er keppinautur hallarinnar, er stendur spottakorn ofar, þar sem aragrúi af konung- legum fuglum hafa aðsetur sitt. Það gæti nú verið aðlaðandi að sitja hér í vetrarherberginu mínu, og horfa á eftir henni, þegar hún hoppaði í gegn um sólbyrgið, niður eftir hallanum til árinnar, til þess að gefa fugl- unum morgunverðinn þeirra, eða á kvöldin, þegar hún kæmi gangandi upp eftir, umkringd geislum kvöldsólarinnar, og sneri alt af and- litinu að mér. Það á að vera mjög auðvelt, að finna handa sér konu, er alment sagt; það er nógu skoplegt, að þegar eg hugsa um það, finst mér það afar- erfitt. Eg endurkalla í huga minn þær, sem eg hefi kynst, andvarpa og verð að segja aftur og aft- ur: "Eg þekki enga, sem eg álít hæfa til að taka þátt í tilveru minni." Stundum hugsa eg, að þær séu of ástúðlegar til þess, að eg megi búast við því, að þær verði ánægðar með svo þyrkingslegan og hversdagslegan mann og mig, sem ekkert annað aðlaðandi hefi í fari mínu, en kvíðalausa afkomu, eftir annríka, fjarver- andi daga; á öðrum stundum dettur mér í hug, að ein eða önnur kynni að taka mér, af því eg er "góður ráðahagur", og svo, þegar eg áliti mig eiga ást hennar og traust að öllu leyti, tal- aði við mig um vingjarnlega virðingu, eða virð- ingarfulla vináttu. Nei, þökk fyrir. Heyrir ástin að eins æskunni til? Nær hef- ir hún gróðursett sitt fegursta blóm, í vor eða haust? Eða gengur hún ekki í gegnum lífið með löngunar andvarp sitt, bendir og dregur að sér, þegar sól lífsins glóir í austri, og þegar hún hverfur roðnandi í vestri? Hún hefir verið eitt af mínum úrlausnar- efnum þenna annríka dag; hve oft hefi eg ekki séð mann, sem gat sagt: "Sól ástar minnar er sígin í æginn, hún skín ekki oftar á lífsbraut minni!" Eg veit ekki, hvort eg hefi séð nokkurn, sem með hendina á hjartanu gat sagt, nei, og veit það ekki. Eg held það ekki, þess vegna þori eg ekki að fullyrða það. .... Desember. Ef eg á að segja eins og er, þá finst mér tímin lengur að líða nú en áður. Eg get auð- vitað alt af fundið einhvern í þessari þéttbylu bygð til að tala við; en það er gamla, alt af nýja sagan, sem endurtekur sig hjá mér, að maður á ekki eins auðvelt með að aðhyllast fólk, þegar maður er orðinn eramall; er bað eg, sem er svo kostavandur við fólk, eða fólkið, sem er það við mig!? Eg held það fyrra sé rétt- ara.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.