Lögberg - 01.12.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.12.1927, Blaðsíða 4
Jfla. 4 LöGBERG, FIMTUDAGINN 1. DESEMBER 1927. J'ogberg GefiÖ út hvern Fimtudag af Tfee Col- umbi* Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talakaart N-6S27 og IN-8328 Einar P. Jónsson, Editor Utaná.knft til blaðsina: Tf|E tOLUMBIA PREÍS, Itd., Box 3171. Wlrmlpu. M»1- Ut»ná»krift rit«tjóran»: tMTOR LOCBERC, Bsx 3171 Wrnnlpu, Mm. Verð $3.00 um árið. Borgitt fyrirfram Th« "Lögb*r»j" U prtal*d »vn4 publlahed by Th« Oolumblb Pr«aa. Limltod, ln tha Colurobf* •uUdlnt;, ttl 8<ur«rant Ava.. Wlnnlpac, Manitoba,. Gripasamlagið í Manitoba. Eitari gripasamlagsins í Manitoba, Mr. P. M. Ferguson, hefir nýverið látiíS birtast á prenti, skoðanir sínar um þetta afar þýðingar- mikla mál, samlagssölu nautpenings. Teljum vér álit hans, sem og málið í heild, þannig vax- ið, að nauðsynlegt sé fyrir íslenzka bændur í landi hér, að kynnast því eins vandlega og frek- ast má verða. Fylgja hér á eftir ummæli Mr. Ferguson's í megindráttum "Sennilegt tel eg það, nú að loknum haust- önnum, að bændum muni um fátt tíðræddara verða, en gripasamlagið í Manitoba, sem nú er í myndun, eða um það að vera mynduð. Þeir, sem fengið hafa glögga hugmynd um hagnað þann, er fallið hefir bændum Vestur- landsins í skaut, frá því er hveitisamlagið var stofnað, geta að sjálfsögðu gert sér þess ljósa grein, hve ábatavænlegt þetta nýja fyrirtæki muni jafnframt verða, og hve afar nauðsynlegt er, að griparæktarbændur sýni því allan sóma. Eins og nú standa sakir, hafa fimtán sam- lagsdeildir stofnaðar verið víðsvegar um fylk- ið, og margar fleiri í undirbúningi. Fyrirkomu- lag gripa samlagssölunnar, verður næsta svip- að því, er gildir um hveitisamlagið að því leyti til, sem bændur verða að undirskrifa samning við framkvæmdarnefndina. Ekki er óhugsanlegt, að einhverjir kunni að spyrja sem svo: Hví ættum vér að tefla í tví- sýnu og gerast meðlimir í gérsamlega óreynd- um félagskap? Óyggjandi svar við slíkri spurn- ingu, er bygt á tvennskonar hugarafstöðu, það er að segja, samstarfi eða einangrun. Gripa- ræktarbændur eiga að ganga í samlagið nýja, af því það vinnur að aukinni velfarnan allra jafnt, en ekki hinna fáu útvöldu. Eftir að menn á annað borð, eru orðnir sam- mála um siðferðilegt og hagsmunalegt gildi samstarfsstefnunnar, liggur næst fyrir að koma sér niður á tilhögun þá, er líklegust er til að bera beztan árangurinn. Þegar eg rita eða ræði eitthvað um sam- starfsfélögin, verður mér á að líkja þeim við vél, og meðlimunum við þá hina einstöku hluta, er hún er samsett af. Velin getur ekki int af hendi hlutverk sitt, nema því aðeins, að hinir ýmsu partar hennar starfi í fylsta samræmi. Samstarfsfélag getur heldur ekki þrifist, nema því að eins, að órjúfandi samræmi sitji að völd- um innan vébanda þess. Hluthafi hvaða félags sem er, skygnist fyrst um eftir árangrinum. Griparæktarbóndinn spyr sjálfan sig að því, fyrst og síðast, hvaða hagn- að hann sé Ifklegur til að fá með því að gerast félagi í gripasamlaginu. Eg ætla ekki að taka upp tímann, með því að fara ýtarlega út í smá- atriði, sem litlu máli skifta, heldur benda stutt- lega á þau hin stærri atriðin í sambandi við hagnað þann, er sérhver griparæktarbóndi hlýt- ur af því að hafa, að gerast starfandi meðlim- ur samlagsins. Hagnaður þegar í stað— 1. Framleiðandi fær fylsta markaðsverð fyrir gripi sína, að frádregnum þeim kostnaði, er meðferð og sölu er samfara. 2. Framleiðandinn greiðir ekkert, sem nokkru verulegu nemur, af ágóða sínum, til tryggingar gegn áhættunni af óstöðugum mark- aði. Kostnaður sá, er slíkri áhættu fylgir, er borinn af samlaginu í heild, og kemur því, eins og gefur að skilja, létt niður á hvern einstakan meðlim. Með því að draga úr áhættukostnaði einstaklingsins, eykst söluverðið, eða ágóðinn, að sama skapi. 3. Samlagið losar gripaframleiðendur, að sjálfsögðu, við marga óþarfa milliliði, og veit- ir þeim, þar af leiðandi, drjúgum meira í aðra hönd, en ella myndi verið hafa. 4. Samlaginu skal heimilt, að starfrækja tryggingar-félagsskap (Insurance), og verður ágóðinn, hver sem vera kann, eign meðlima. 5. Sérhver meðlimur samlagsins, hvaða deildar helzt, sem hann kann að teljast til, fær sína ákveðnu gróðahlutdeild frá miðstöð sam- lagssölunnar í St. Boniface. Gróðahlutdeildin verður útborguð, einu sinni á ári, og skal skoð- ast sem fullnaðar afgreiðsla hlutaðeigandi við- skifta. Af því, sem nú hefir sagt verið, er það sýnt, að með því að selja gripi sína að tilhlutan sam- lagsins, fær framleiðandinn allan þann hagn- að, er framast má verða, og stendur þvf betur að vígi, en nokkru sinni fyr. Framtíðarh<ignaður. 1. Verð það, er gripaframleiðandinn fær fyrir vöru sína, byggist einvörðungu á gæðum vörurnar. Hlýtur það af því að leiða, að hann leggi sig í líma með að framleiða að eins fyrsta flokks vöru. En slíkt hefir það að sjálfsögðu í för með sér, að hann fær drjúgum hærra verð. 2. Forstjórar hinna ýmsu samlagsdeilda, standa ávalt í beinum samböndum við miðstöð samlagsins, og geta því svo að segja á hvaða tíma sem er, veitt gripaframleiðendum leið- beiningar um markaðshorfur, sem og um það, hvaða tegund gripa sé arðvænlegust í þann og þann svipinn. Má með þeim hætti koma í veg fyrir, að verðlitlum, eða sama sem verðlausum gripum, sé hrúgað á markaðinn, þegar verst stendur á. 3. Það liggur í hlutarins eðli, að sameinað- ir, samstarfandi framleiðendur, hljóti að standa betur að vígi, í viðskiftum sínum við marg- sameinaða verzlunarhringi, en einangraðir ein- staklingar, er eins og sigraðir menn, verða að sætta sig við alt. Verður afleiðingin sú, að hlutfallið milli framboðs og eftirspurnar, verð- nr eins nákvæmlega réttlátt og hugsanlegt er. 4. Gripasamlag, er hefir að bakhjarli Sléttu- fylkin þrjú, getur að sjálfsögðu haft víðtæk á- hrif á breytingar núgildandi laga, hvað við- kemur sölu búpenings, sem og samning nýrra laga um slfk efni. Það getur mjög breytt til hins betra, núverandi markaðsferðum, sem og opnað nýjar markaðsleiðir erlendis, ásamt því, að safna að sér skýrslum um búpeningsrækt og markaðsskilyrði, víðsvegar um heim. Verður alt slíkt, með tíð og tíma, griparæktunarbændum í landi hér, til ómetanlegra hagsmuna. 5. Fyrgreind atriði, miða til þess, hvert út af /yrir sig, að tryggja hag griparæktarbænda í nútíð og fraintíð, og sanna þar með alþjóð manna, hver virðingarsess þeim ber í viðskifta- lífi þjóðarinnar." Allir alvarlega hugsandi menn, þrá efna- legt sjálfstæði, og beina óskiftri orku að því meginmarki. Margir yfirstíga erfiðleikana og komast upp yfir örðugasta hjallann. Aðrir gefast upp magnþrota á miðri leið, einangraðir, með ógnir örvæntingarinnar stimplaðar á á- sjónu sína. Engan veginn er það óhugsandi, að samúðarríkt samstarf, hefði getað leitt menn þessa, og marga aðra, er líkt var ástatt fyrir, út úr ógöngunum, og gert þá að andlega og efnalega sjálfstæðum borgurum. Æfintýrið hans Andersens af spítnaknippinu, hefir enn til brunns að bera sama sannleiksgildið og það hafði, daginn sem það var ritað. "Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föll- um vér." Samstarf, grundvallað á bræðraþeli, er hyrningarsteinninn undir efnalegri velfarnan hvers þjóðfélags sem er, auk þess sem það hef- ur viðskiftasiðferði einstaklingsins í hærra veldi. Alvarlegt íhugunarefni. Um 'úrslit bæjarstjórnarkosninganna í Winnipeg, þeirra er fram fóru síðastliðinn föstudag, er getið á öðrum stað hér í blaðinu, og skal því ekki frekar fjölyrt um þær að sinni. Kosning borgarstjórans féll á þann veg, er vér áður töldum æskilegt, sem og val þeirra David- sons, Miltons og John O'Hare í 2. kjördeild. Sýndu kjósendur mönnum þessum öllum, verð- skuldað traust. Aukalögin nm byggingu almennrar sam- komuhallar hér í bors;inni, Civic Auditorium, voru feld með allmiklu atkvaeðamagni, eða nokkuð á annað þúsund. Kjósendur fyrstu og annarar deildar, veittu málinu þó nokkurn meiri hluta, en þriðja k.iördeildin, það er að segja norðurbærinn, sökti því á fertugu dýpi. Kot- ungseðli smásálarinnar, er vantreystir öllum og öllu, gekk sigrandi af hólmi í þetta sinn. En skyldi slíkt ekki verða skammgóður vermir? Þegar hart er í ári, er atvinnuleysið alla n'afna, einna tilfinnanlegast í norðurbænum. Leita þá oft nefndir háværra verkamanna á fund bæjarstjórnar, og krefjast þess að bót verði ráðin á vandræðum þeim, er frá atvinnu- leysinu stafa. Eru þeir þá sjaldnast myrkir í máli og krefjast þess, að tafarlaust skuli ráð- ist í hin og þessi fyrirtæki, þörf og óþörf. En við atkvæðagreiðsluna á föstudaginn var, ^reiða sömu mennirnir atkvæði á móti því, að ráðist sé í fyrirtæki, er veitt mundi hafa fjólda manna atvinnu, einmitt þegar mest lá á, — fyrirtæki, er í eðli sínu var þannig vaxið, að ekki gat hjá því farið, að það yrði bænum til drjúgra inn- tekta. Þeir, sem atkvæði greiddu á móti lánsheim- ildinni til samkomuhallarinnar, hafa vanrækt og misskilið svo borgaraskyldu sína, að lengra verður tæpast komist í öfuga átt. Enn um Björgvinsmálið. TJm leið og nefnd sú, er með höndum hefir forstöðu Björgvinsmálsins, þakkar almenningi þann hinn frábærlega góða stuðning, er hann hefir veitt málinu fram að þessu, leyfir hún sér að benda á það enn að nýju, hve brýn þörf er á, að málinu sé haldið vakandi, og að samskotin falli ekki niður. Því enn er nokkuð langt í land, með að markinu sé náð, eða. fé það alt fengið, sem þörf er á. Eins og bréf, sem birt var í íslenzku blöð- unnm í sumar, frá forstöðumanni hljómlistar- skóía þess, er Björgvin stundar nám við, þeg- ar leiddi í Ijós^þá hefir Björgvini gengið nám- ið alveg framúrskarandi vel, og bera hinar síð- nstu fregnir vitni um hið sama. Björgvinsmálið, er eitt af metnaðarmálum Vestur-íslendinga, um leið og það er reglulegt þjóðræknismál. Gleymið ekki að senda inn til- lög yðar, stór eða smá, því kornið fyllir mæl- irinn. Frá Lundúnum. Enn á ný langar mig til að biðja Lögberg að slrila fáeinum línum til þeirra, sem gjarnast vilja frétta af líðan okkar. En í þetta skifti skal eg leitast við að forðast alla óþarfa mælgi, bæði vegna þess, að mér var kent það í barnalærdóminum, og svo ekki síður vegna hins, að "fæst orð hafa minsta ábyrgð." Hefi eg ótæpt sannfærst um það nú í seinni tíð, að þau orð eru ekki tilhæfulaus, og geta alveg eins átt heima, ef mann langar til að tala vel um sumar þjóðir. En nóg um það. Eg held mér verði þá fyrst fyrir að þakka vestur- íslenzku blöðin, sem alt af hafa verið okkur svo undur kærkomin, síðan við lentum hér á hala hinn- ar íslenzku veraldar. Þar næst er þess að geta, sem okkur varðar mestu, að okkur líður vel; heilsan góð til þessa^ 1. s. g., og vonum við, að í því sam- bandi sé mesta hættan yfir. Ykkur máske furðar á, að eg skrifa "hættan". En fyrir fólk, sem ann- að tveggja er fætt inn í miðri Canada eða hefir búið þar í 15 ár, og flytur svo til Lundúnaborgar, eru umskiftin bæði mikil og ill. Að vísu býst eg við, að við höfum verið óheppin með tíðarfarið, þvl þó síðastliðinn vetur væri að sögn óvenjugóður, þá kvað sumarið þó hafa verið enn meira viðundur í lakarí áttina. Lengsta uppstyttutímabilið frá maí- byrjun til septemberloka, var þrír dagar samfleytt, og þó ætti að heita heiðríkt, gætti sólar alls ekki eðlilega sökum óveðursbliku, sem aldrefi rann aj lofti. Helzt var það stöku kvöldstundir, að maður gat andað að sér viðunandi lofti. Síðan í septem- ber hefir tíðin verið skárri, sólskinslítið þó að jafn- aði og æði mikið um reykjarsvælu- Er hún stund- um svo dimm, að ekki sézt yfir strætin. Þeir kalla það þoku hér, og er hún sðgð afar óheilnæm, og mun það óefað satt vera. — Þó er þetta alt gott og blessað hjá húsakynnunum, því þau taka út yfir alla þá ómynd að ópraktisku til, sem eg hefi nokkurn tima kom'ist í kunningsskap við. Eg hefi átt heima í torfbæ á íslandi og allóvönduðum landnemakofa { Saskatchewan, og hverttveggja kýs eg fremur til í- búðar en þessa hjalla þeirra hér, þó þeir séu bygðir úr múrsteini. Þægindin eru viðlíka í öllum stöðun- um, en munurinn er sá, að landneminn hafði vit á að láta ofn inn í kofann sinn, sem gat hitað hann nægilega upp, og á íslandi settu menn kýrnar und- ir bastofuloftið, ef ekki var öðru til að dreifa, þvl 'ógjarnan nentu menn að skjálfa sér til hita. En hér er hitunarofninn bygður út í vegginn, þar sem hann gerir lítið eða ekkert gagn, því hitinn fer því nær allur út um strompinn. En sé gola (iog hér er oft gola), þá fær maður að vísu meira af hitanum og allan reykinn inn í herbergið, svo oftast verð r veslings fólkið að norpa skjálfandi með heitan vatnspoka undir fótunum og annan í kjöltunni — en dyrnar og gluggana opna upp á gátt, svo að varla er stætt neinsstaðar í húsinu fyrir þessum lika notalega dragsúg. I einu slíku húsi eigum við nú heima, og þó við auðvitað höfum bæði dyr og glugga lokaða, þegar þess þarf með, sem oftast er, þá fellur hvorugt svo vel að stöfum, að ekki standi náköld strokan frá enda til enda um herbergið. Það kom ekki sjaldan fyrir í sumar, að eg þyrfti að hlaupa út í hrakviðr- ið til að verma mig, og að öllu þessu athuguðu end- urtek eg það, að fólki, sem kemur úr meginlands- loftslagi, og einu af amerísku margbýlishúsunum (sem sjálfsagt eiga hvergi í heiminum sinn líka), í þetta hrásiaga heimkynni, bregður stórkostlega við til hins verra, og það jafnvel í alvarlegri merkingu en svo, að þeir, sem ekki hafa reynt, geti gert sér að í hugarlund. — Reyndar er það ekki eitt, heldur alt, líkamlegri aðbúð viðkomandi, sem mér finst langt-um verra hér, en í Canada. En af því að "fæst orð hafa minsta ábyrgð", ætla eg ekki í þetta sinn að fara frekar út í þá sálma. En mér er Ijúft að kannast við það, að eg hefi í stórum stíl lært að meta praktisku AmerLkumanna síðan eg fór að kynn- ast hér, og sömuleiðis get eg varla þagað um það, að eg minnist ekki að hafa nokkurn tíma hlakkað eins mikið til neins eins og þess, að stíga á land í Canada. Mig langar til að færa mörg góð og gild rök fyrir þeim tilfinningum, en þeim er nóg, sem skilur. Eg gat þess eitthvað i síðasta skrifi, hve fegin við hefðum orðið gestunum frá Winnipeg. Það voru þau, hr. Pétur Anderson, kornkaupmaður,, kona hans og Guðný dóttir þeirra, og Helgi Jónsson knattstofu- eigandi, öll á leið til íslands. En við áttum þó að hafa meiri ánægju af íslandsför þeirra, því að í bakaleiðinni dvöldu þau hér í 10 daga, að Helga undanteknum, sem þá varð eftir í Reykjavík og fór svo aðra leið vestur síðar. En fljótt þóttu okkur þeir líða, þessir dagar, sem Pétur og þær mæðgur dvöldu hér, því það voru sannir sólskinsdagar fyrir okkur. Að vísu rigndi meira og minna á hverjum degi, en maður bara tðk varla eftir því. Einn dag- inn tók Pétur okkur öll vestur til Windsor, sem er um 25 mílur héðan, og sáum við þá hinn heimsfræga Windsor kastala, sem er hið mesta mannvirki, og höfðum við ánægju af því ferðalagi. Þ6 held eg að við höfum skemt okkur bezt, ýmist á hótelinu hjá þeim eða þegar þau voru hér í kompunni hjá okkur. Það er að vísu fróðlegt, að sjá þessa sðgufrægu staði, en eitthvað hlýtur þó jafnan að skyggja á ánægjuna af því, sökum þess, að þeir minna flestir á blóðsúthellingar, aftökur og yfirleitt alla þá 6- ómensku, sem stórveldin hafa í svo ríkum mæli fram yfir smáþjóðirnar, enda gjarnast stært sig af til þessa. Það lætur nærri að jafnvel snildin, sem þð auðkennir flest þessi fornhýsi, lúti í Iægra haldi fyrir meðvitundinni um uppruna þeirra og tilgang. Síðan þau Andersons fóru, höfum við þó séð einn fslending, Gunnar Erlendsson söngfr. frá Winnipeg. Hann kom hér við á leið til Kaupmannahafnar, þar sem hann býst við að dvelja um sinn, við nám í píanóspili. Hann stóð hér við að eins einn dag, og hafði eg ánægju af að kynnast honum. Hann er efnilegur og áhugamikill, trúr sjálfum sér og veit hvað hann vill. óska eg honum allrar gæfu á hinni seinförnu og óendanlegu listabraut. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Offlce: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK diiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiH Samlagssölu aðferðin. Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- s | afurðir, að bví meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega E ! laegri verður »tarfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin = | hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að | = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, »era henni S = ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar i = vörusendingar og vörugæði. 5 Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru | = fyrgreind þrjú meginatriði trygð. Manitoba Co-operatíve Dairies Ltd. 1 846 Sherbrooke St. - ; Winaipe«,Ma»itoba | =llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llll......lllllllllllllillllllllllllllUIIIHIIrc Þeir Islendingar, er í hyggju hafa að flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Af mínu námi hefi eg ekkert sérstakt að skrifa.. Mér er sagt, að það gangi vel, og í flestum greinum held eg að eg sé eitthvað að þokast í áttina. Skólinn er eitt af því fáa, sem mér geðjaðist strax vel að og ekki hefir fallið í áliti mínu við frekari kynningu, og er mér mikil ánægja í að það er svo. Á alt það, sem fréttir geta kall- ast, er eg mjög ófróður. Við erum hér algerlega útsláttarlaus og aðr- ir skifta sér lítið af okkur, svo þar af leiðandi er lífið ekki viðburða- ríkt, en slysalaust, og ve^it eg að vinum okkar vestan hafs þykja það beztu fréttirnar. Síðan fór að síga á síðari helminginn af hérvist okkar, eykst heimþráin með degi hverjum; áður komst hún ekki eins upp með að gera mikið vart við sig. En alt um það liður okkur vel og við höfum yfir engu að klaga, það hafa skapar- inn og Vestur-íslendingar séð um til þessa. En þannig er högum okk- ar háttað, að þakklætistilfinning- in hefir óhindraðan jarðveg. — Langar mig hér með til að biðja Lógberg fyrir innilegar þakkir til allra þeirra, sem fyr og síðar hafa, á einn eða annan hátt, stutt mig á þeirri ópraktisku og óyissu braut, sem mér þegar í æsku f und- ust ómótstæðileg öfl knýja mig til að leggja út á. Og sömuleiðis þökkum við þeim, sem með heim- sókn, bréfum, eða á annan hátt hafa Varpað sólskini inn í einveru okkar hér í heimsins fjölmenn- ustu borg. 20 Sinclair Road, West Kens- ington, W. 14, London, 12. nóv. 1927. Björgvin Guðmundsson. Canada framtíðarlandið og Vestur-Islendingar. (framh.) Og sjóndeildarhringurinn stækk- íiði og Olgeir fékk sterka trú á landinu, eins og flestir ungir menn, sem höfðu augun opin og höfðu sæmilega dómgreind. Hér lá í augum uppi að var stór heim- ur með óþrjótandi tækifærum að opnast í Vestrinu. Fáir gerðu sér þó í þá daga grein fyrir því undra kostalandi og stórveldi, sem átti að liggja fyrir hinum harðvítugu og þrautseigu frumbyggjum að leysa úr álögum alda gömlum, og færa inn í heim menningarinnar. Er þetta gerðist, var landið að mestu óbygt, er kom vestur fyrir Brandon, og á þessu ári sá Olgeir Friðriksson ekki eitt einasta bóndabýli á hundrað mílna svæði vestur frá Brandon. Brandon var þá að eins lítið þorp á suðurbakka Assiniboine árinnar, að eins barn í reifum; nú er hún orðin myndar- leg borg á sléttunni og fræg um allan norðurhluta þessa mikla meginlands fyrir hina miklu sýn- ingu, sem þar er árlega haldin og sýnir hinar miklu og stórkost- legu búnaðar framleiðslu Vestur- landsins ár frá ári, og menning- arþroska þjóðarinnar, sérstaklega á sviði búnaðarins, og dregur fólk þangað í tuga þúsundatali til fræðslu og skemtunar. Þetta sumar sem Olgeir var nú < þarna og horfði yfir hinar víð- áttumiklu sléttur Vesturlandsins, hafði hann hugann hjá ættingjum sínum og þjóðbræðrum, sem voru nú að leggja undir sig land í suð- vesturhluta fylkisins í Argyle- sveitinni, og er faðir hans var seztur þar að, tók hann sér ferð á hendur að heimsækja hann. Þá var engin járnbraut, engir vegir og lítið um fararskjóta. Gat hann samt fengið hest hjá húsbónda sínum og lagði á stað ríðandi yf- ir slétturnar í þessa kynnisför. Komst hann heilu og höldnu, án þess að lenda í stríði við Indíána eða úlfa, eða önnur villudýr slétt- unnar. Þegar Olgeir fór að renna aug- um yfir hið nýja landnám Islend- inga, fór honum eins og flestum öðrum, að hann rendi ástaraug- um til bygðarinnar, og hann festi sér land eins fljótt og kostur var á. Landnám hans var á norður- takmörkum bygðarinnar, á há- Iendinu, sem tekur við strax fyrir sunnan flóann, N.W. % Se.c 22- 6-14; en Friðbjörn bróðir hans hafði numið N. E. Vi sömu Sec.; en faðir þeirra nam land örskamt fyrir neðan á sléttunni við fló- ann. Lét Manitobastjórnin undir íorystu Thomas Greeway nokkr- um árum síðar byggja upphækk- aðan veg gegn um flóann, einnar mílu langan, með fram landnámi Friðriks Jónssonar. Var það mik- ið mannvirki og kostaði ærið fé. Var Islendingurinn alþekti, Jón Júlíus, bróðir K. N. Julius kýmni- skálds, verkstjóri við þessa braut- arbyggingu. Er það síðan aðal- þjóðvegurinn í gegn um Argyle- sve^tina, frá Glenboro til Baldur og suður á bóginn. Ekki er mér nákvæmlega kunn- ugt um, hvenær Olgeir flutti til nýlendunnar fyrir fult og alt, en það leið ekki á löngu. Tók hann nú að vinna á landi sínu, eftir því sem kostur var á og búa sig undir sjálfstæða lífið. Það var ekki langur tími frá því landnám hóf st í Argyle og þangað til járnbraut var bygð til Glen- boro, en það var 1886. En á þess- um fáu árum dafnaði bygðin sæmilega vel og tók nokkrum framförum, þrátt fyrir alla erfið- leika, og er hér var komið sögu, var að mintsa kosti gróðursett orð- in trú á landinu, framfaramögu- leikum öllum, og gaf það öllum hinum innflutta lýð byr undir vængi. Árið 1886 var Olgeir Friðriks- son farinn að færast í aukana; vann hann með miklum dugnaði.. eíns og honum hefir ávalt verið lagið, að búa í haginn fyrir fram- tíðina. Aflaði hann sér um vet- urinn bjálka úr skóginum, hjó þá til með jafnvel meiri snyrtimensku en títt var svo snemma á tíð, og hafði alt til fyrir hús, sem hann ætlaði að byggja um sumarið, því nú var hann kominn að giftingu. Setti hann upp um sumarið mik- ið af heyjum og framtíðin brosti nú við honum með blíðum atlot- um. Að því loknu f 6r hann í járn- brautarvinnu, því þá var verið að byggja járnbrautina frá Winnipeg til Glenboro. Var hann staddur í Holland, Man., er hann frétti, að sléttueldur ægilegur hefði farið yfir íslenzku bygðina eða nokkuð af henni, og að hey hans og húsa- viður allur hefði brunnið til kaldra kola. Urðu þetta honum stór vonbrigði og efnalegur hnekkir; en hann æðraðist ekki og lét ekki hugfallast, þrátt fyrir þenna mótbyr, og hann dró ekki niður seglin, heldur beitti í veðr- ið betur en nokkru sinni áður. Prestar voru ekki á hverju !

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.