Lögberg - 01.12.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.12.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. DESEMBER 1927. «■. S- Fréttabréf frá lslandi. Borgarfirði, um veturnætur 1927. Kæru vinir vestan hafs, Heilir og sælir. Þá vil eg reyna að binda enda á loforð það, sem eg gaf ykkur í línum þeim, sem eg sendi vini mínum, hr. Árna Eggertssyni, í sumar. Eg bað hann að flytja öll- um ástarþakkir frá mér, þeim er hlutdeild tóku í gjöfinni veglegu og minnilegu. Sé eg nú, að Árni Eggertsson hefir afhent bréf mitt Lögbergi til birtingar, og verð eg að láta þau þakkarorð, sem þar standa, nægja að sinni, en létt- vægt gjald er það fyrir gull frá góðum vinum. En nú á eg eftir að þakka göml- um og góðum vinum fyrir ágæt 'bréf. Sérstaklega er það nú einn áttræður merkismaður, sem eg þakka fyrir mjög gott og greini- legt bréf, sem var jafn snildar- legt að rithönd og orðfæri. Bréf hans sýndi eg hálærðum menta- mönnum og dáðu þeir snild gamla mannsins. Þess vil eg geta, við minn aldraða fornkunningja, að mér er hann vel minnisstæður frá mínum bernskudögum, er hann var að heimsækja unpustu sína, unga og fagra. Var hann þá í blóma lífsins, á fallegum gæðingi jarpskjóttum að lit. Ekki efa eg, að vinur minn eigi fagrar endur- minningar frá þessum löngu liðnu árum og geti jafnvel í anda enn þá fundið ilminn af skógi þeim, er leið hans lá þá um. Eg skal nú hverfa frá því, að rifja upp endurminningar frá löngu liðnum tímum; sný mér heldur að hinum Hðandi stundum. Fylgi eg þá minni fyrri reglu, að minnast fyrst á tíðarfarið. — Það er ekki að ástæðulausu, þótt sveitabændur byrji samræð- ur sínar á veðrinu. Undir því er hagur manna að miklu leyti kom- inn. Eg skrifaði ykkur síðast 24. til 26. febrúar. Þá voru svanir að fljúga til heiða. Spáði eg þá, að hverful myndi þeim verða sumar- blíða sú, sem þá stóð yfir, Varð i það líka að vonum. Samt mátti heita að sumarveður væri frá ný- ári til páska. Voru þá tún al- græn orðin, er lágu vel að sól og suðri. En úr páskum gerði þriggja vikna hret, 3em deyddi þann gróð- ur. Eftir það byrj'aði hin þurra og milda veðrátta, sem hefir hald- ist til þessa. Man nú enginn elztu manna hér um slóðir betra sumar og ef til vill ekkert eins gott. Menn sem hafa dvalið í ýmsum löndum hér í álfu, segjast hvergi hafa mætt jafn sólríku sumri sem því, er guð gaf okkur nú. Engir muna slíka óþurka sem í f.vrra sumar, eru því viðbrigðin næsta mikil. Svo var heyfengur léttvægur eftir hið óskaplega rigningasumar, að nærri lá að fénaður manna gæti ekki á hon- um lifað. Varð þó ekki mikið að sögn vegna hinnar dæmafáu veð- urblíðu bæði veturinn og vorið. — í sumar var grasvöxtur ekki meiri en í meðallagi, því gróðrar- skúrir voru fáar, en hvert strá þornaði jafnótt og það var slegið, svo nú búast bændur við að fóðr- ið svíki ekki fénaðinn, sem hinn síðastliðna vetur. Ferðamanna straumur frá Rvík og öðrum kauptúnum landsins hefir verið með langmesta móti í sumar. Er það meðal annars hin dæmafáa veðurblíða, sem því er valdandi. Engum manni þykir það heldur tiltökumál þótt fólk það sem elur aldur sinn við skrif- störf eða hver önnur kyrrsetu- verk, langi til að teyga í sig ilm hinna íslenzku sumarblóma og spegla sig í umhverfi hinna bláu fjalla. Er slíkum sumargestum hér víðast mjög vel tekið, og geta allir sett sig vel inn í það hvað nauðsynlegt og hressandi slíkt ferðalag er. En margir sakna þess fyrir augu og anda hinnar ungu kynslóðar, að hafa aldrei séð vorsólina renna upp í allri sinni dýrð. Sú námsgrein virðist hafa glatast úr fræðakerfi skól- anna, sem áður var þó í heiðri höfð, að ;sá yrði vís og hraustur, er árla risi úr rekkju. Nú er ýms- um lotið lægst og launað bezt, er lengst sefur fram effcir deginum. Kemur sú nýbreytni oft óvenju Styrkir Slakar Taugar og önnur Veikluð Líffæri. Meltingarleysi, magaveiki, lyst- arleysi, lifrarveiki og nýrnaveiki, læknast alt fljótt og vel, ef maður brúkar Nuga-Tone, þetta undur- samlega heilsulyf, sem hefSr orð- ið miljónum manna og kvenna til mestu blessunar í síðastl. 35 ár. Notaðu Nuga-Tone eins og sagt er fyrir, og þess verður ekki langt að bíða, að heilsa þín taki miklum breytlingum til batnaðar. Nuga- Tone gerir blóðið rautt og heil- brigt, taugarnar styrkar og mann- eskjuna yfirleitt aflmeiri og hraustari. Fáðu þér flösku strax í dag og reyndu það fyrir sjálfan þig. Allir lyfsalar selja það og ábyrgjast, að það reynist eins og sagt er, eða skila peningunum aft- ur. Varastu eftirlíkingar, því ekkert getur jafnast við Nuga- Tone. hart niður á húsmæðrum á gesta- bæjum, þegar fólk gætir þess ekki að koma í náttstað fyr en löngu eftir venjulegan háttatíma og verður þá hið vinnulúna fólk að vakna og klæðast til þess að veita gestum sérhvað er þeir með þurfa. Taka þá góðir gestir oft sára iðrun fyrir seinlætið, og hina miklu morgunværð, sem varð þess valdandi, að þeir komu ekki í náttstað í tæka tíð Farartæki eru nú fjölbreyttari en áður var. Þjóta nú bílar dag- Iega frá Borgarnesi eftir öllum þeim flutningabrautum, er þaðan ligjga, svo langt sem þær ná. — Reykjavíkurbúar fara skyndi- ferðir um héraðið með þessum bílum og svo enn aðrir á reiðhjól- um. Flestir játa þó, að slík far- artæki hafi minni unað að bjóða, en hinir fjörmiklu og vel tömdu hestar, sem iða í skinninu af fjörl og eru alt af viðbúnir að þjóta á flugferð, hvenær sem reiðmaður- inn gefur þeim leyfi til þess. Nú þykir sá gæðingur beztur, sem þrunar hraðast á tölti; en hér eru nú hestar minna lagðir á skeið, en áður var. — Mikið er hér líka breytt um reiðtýgi og búnað kvenna, einkum þeirra, sem frá kauptúnunum koma. Ríða þær í hnökkum og klæðast sem piltar frá höfði til hæla. í augum eldri manna eru þær þannig búnar langt um ósmekklegri þeim sem fylgja hinni eldri venju með klæðnað og reiðveri. En vera má, að þessi nýbreytni hafi sína kosti og skal eg því ekki dæma hana hart. Þingmannakosningarnar höfðu hér um Borgarfjarðarhérað, eins og víðar, nokkrar hreyfingar í för með sér. Sitt sýnist hverjum, bæði um menn og málefni. — í Mýrasýslu keptu þeir um þing- sætið, Jóhann Eyjólfsson fyrrum bóndi í Sveinatungu, íhaldsmað- ur, o g Bjarni Ásgeirsson frá Knarrarnesi á Mýrum, nú bóndi á Reykjum í Mosfellssveitj fram- sóknarmaður. Jóhann er nú bú- inn að lifa sitt fegursta, nær hálf- sjötugur og horfinn frá landbún- aði, en seztur að í Reykjavík. En orðfær er hann vel og skarpur í hugsun, djarfmæltur og hreinlynd- ur og mesti drenglyndismaður. — Bjarni er í blóma lífsins, fríður sýnum og aðlaðandi, málrómur hans hreinn og þýður og orðfæri heflað. Urðu honum það líka hin beztu meðmæli aðhann er bóndi, sem hefir gefið góða fyrirmynd í því, hve mikið má framleiða hér af mörgum tegundum matjurta. I Borgarfjarðarsýslu voru þeir frambjóðendur, Pétur Ottesen al- þingismaður og doktor Björn Þórðarson skrifstofustjóri. Pétur er með stálvilja, rökfimur og fylg- ist vel með hverju máli, snjall í máli og harðfylginn í deilum. — Doktor Björn Þórðarson er mesta prúðmenni og sannmentaður gáfu maður; rökstyður hann skoðanir sínar vel og æsingalaust og tal- ar sett og stilt með einurð og mælsku. Vandfundinn væri sá Reykvíkingur, sem hefði hér meira fylgi við kosningar. Þess þarf nú ekki að geta, það er fyrir löngu kunnugt orðið. Pétur Ottesen náði þingsætinu. Héraðsfundur Borgarfjarðar- sýslu var haldinn í Reykholti 16. júní síðastliðinn. Byrjaði hann með messugjörð, er hinn nafn- kendi merkisprestur, séra Þorst. Briem á Akranesi flutti. Farast honum öll prestsverk mjög vel og er ræðumaður orðlagður. — Eftir messu var fundurinn haldinn í kirkjunní. Meðal annars skýrðl prófastur, séra Einar Thorlacíus, frá prestum þeim, er í Reykholti höfðu búið til forna. En eftir áskorun prófastsins hélt eg fyrir- lestur um presta þá, sem í Reyk- holti hafa búið síðan Finnur Jóns- son biskup í Skálholti fór þaðan 1754. Eru þeir tólf að tölu. Hafa margir þeirra verið stórmerkir menn og mikilsvirtir. Má margt og mikið enn um þá segja. Biskup Jón Helgason heimsótti Borgarfjörð í sumar, sem yfir- maður kirkju og klerka. Boðaði hann messur á öllum kirkjum þar sem hann fór yfir. En yfirreið hans stóð yfir um túnaslátt, var því afsakanlegt, þótt búalýður og bændur ræktu ekki vel biskupsboð undir þeim kringumstæðum. Þó kom biskup á messum á nokkrum kirkjum um rúmhelga daga. í Reykholti messaði hann á sunnu- degi. Var þá kirkja sótt sæmilega. Bar þó saman biskupsmessa í Reykholti og íþróttamót hjá Ferjukoti. Kirkjur og alt fémæti þeirra skoðaði hann vandlega og þurfti lítið að saka sóknarnefndir í þeim efnum. En ýmsa söfnuði átaldi hann harðlega fyrir áhuga- leysi i kirkjumálum. Bygði hann það á skýrslum um messur og messuföll að áhuginn í þvi að sækja kirkjur væri harla dapur. Enginn biskup hefir komið í Borgarfjörð í kirkjuskoðun síðan Pétur biskup um 1870, þar til nú í sumar. Það var 14. sunnudag í sumri, sem biskupinn var í Reykholti og íþróttamót hjá Ferjukoti. Er það nú aðallega æskulýðurinn, sem sækir iþróttamótin og mikill meiri hluti þess vel siðað fólk og hóf- samt. En samt verður þvi ekki neitað, að nú á síðustu árum hafa verið þar innan um ofdrykkju- menn, sem hafa sett smánarblett á samkomuna. En þó flestir slíkra manna tilheyri kauptúnunum, þá hafa ekki allir sveitapiltar hrein- an skjöld í þeim efnum. “Það er auðlærð ill danska”. Eri sem bet- ur fer, eru í fáum sveitum hér- aðsins menn, sem þurfa að bera kinnroða fyrir slíkar sakargiftir. Þótt árgæzka hafi verið mikil, hvað veðurfar snertir, eins og eg hefli áður lýst, þá er fjárhagur manna ekki rúmur að því skapi. Að því liggja ýmsar ástæður. Verðlag á vinnu og öllum aðflutt- um vörum er hátt, en búsafurðir lækka ár frá ári. Hrossasala til útlanda virðist vera að leggjast niður. Offyllast nú bæði heiðar og heimalönd af stóðhrossum, sem engan arð gefa. En nú eru lög um kynbætur hrossa að ganga í gildi, sem verða þess valdandi, að hross hljóta að fækka og batna. Eru bændur byrjaðir á því að slátra hinum lökustu hrossum á ölium aldri. Á skólum héraðsins Hvanneyri og Hvítárbakka, er hrossakjöt mikið notað til fæðis. Kunna nú allir að matbúa það svo vel, að það þykir holl og lystug fæða, þess utan óvenju ódýrt. Meðal nýjunga, sem benda á tólraunir til aukinnar framleiðslu á verðmætri vöru, má nefna hluta- félag eitt, sem stofnað hefir verið á þessu ári. Ekki veit eg nafn þess, en vel getur það heitið refa- ræktarfélag. Hefir það sett upp girðingu mikla á grjótholti einu vestur frá Svignaskarði, skamt frá Borgarnessbraut að norðan. 1 girðingu þessa er nú búið að safna, að sögn, hátt á annað hundrað ungum tófum, sem eiga að þroskast þar, þangað til að skinn þeirra eru orðin í fylsta verði. Er svo til ætlast, að nokk- ur hluti þeirra lifi frá ári til árs og auki kyn sitt í fangelsinu. Óreynt hvernig það gengur eða hver gróði félagsmanna verður. En sízt þarf að óttast, að kyn- stofnfnn Iíði undir lok, því aldrei fækka refir, hve miklu fé sem varið er til eyðingar þeirra. 1 öllum búnaðarframförur verða menn að fara hægt og varlega, því ýmsir, sem hafa tekið stökkin stóru, hafa fyr en varði orðið of- hlaðnfr skuldabyrði, sem getur, að lokum, eytt bæði áliti og áræði manna. Árlega miðar þó nokkuð fram á leið, bæði með útgræðslu túna og umbætur húsa. Nýjustu og arðvænlegustu jarðabætur hér í grend, er gufuleiðsla Jóns bónda Hannessonar í Deildartungu. Hef- dr hann leitt gufu frá hvernum til bæjarhúsa. Er það 700 metra vegalengd. Fer gufan um vel varðar járnpípur, og kemur nú heim með þeim hitakrafti, sem dugar til upphitunar og matar- suðu. Er nokkuð síðan byrjað var á tilraunum í þessa átt, en ekki hepnast fyr en nú. Er Jón miWilI búnaðarfrömuður og vel fjáður, og sér í flestu góðan á- rangur iðju sinnar. Ræzt hafa nú hinar fornu spár og draumórar fornmanna, að hver sá sem Skrifla heitir, ætti að flytja sig og koma upp undir hjónarúmið í Reykholtí. Nú er hún ekki ein- ungis komin undir hjónarúmið, heldur er hún komin þar inn I kirkju líka. En mannhjálp fékk hún til flutningsins. Enn þá er það lítill hlutá allrar hitaorku hveranna hér í grend, sem búið er að beizla. Mestu og beztu notin hverahitans eru í hinum myndar- lega læknisbúastað á Kleppjárns- reykjum. Jón Bjarnason héraðslæknir vex í áliti ár frá ári. Sjúkraskýlið í lækrtishúsinu er aldrei mannlaust. Gjörir læknirinn ým^a holdskurði, bæði við hinni óvenju tíðu botn- langabólgu og fleiri meinum. Er sem dinhver hulin heilladís sé að verki með honum, svo giftudrjúg- ur hefir hann verið til þessa við allar lækningar. Eykst því að- sókn til hans úr öðrum læknahér- uðum. En enginn ver dauða, það sýnir upptalning þelirra manna, sem látist hafa frá því eg skrif- aði mitt síðasta bréf. Skal eg þá hér næst telja nöfn nokkurra nafnkendra manna, sem dáið hafa í héraðinu. (iFrh.). JÓNINA S. MÝRDAL. Fædd árið 1858 í Norðurárdal á íslandi. Dáin að Point Roberts , Ameríku, árið 1926. Ort undir nafni sona hennar. Þig í fjarlægð flutti tímans hjól. Feigðarsöngva skapanornin gól.— Hugir okkar hjá þér dvöldu þrátt, Hjartans móðir, lengst í vesturátt. Flestir eignast einkavíni hér. Æskan hverfur. Framsókn lífið er. En hvar sem ást er inn í heiminn sett, Ætíð móðir hefir fyrsta rétt. Eiginn unni okkur meira en 'þú, Elsku móðír, fyrstu bernsku trú Þú oss gafst, hún græddi meinin vönd, Og gaf oss byr að þreyðri friðar- strönd. Annan* bróður heimti Hildur ströng, Hergnýr drundi, vopnagriður söng, Grimd og dauði geystust yfir jörð, Grýtt var leiðin, kjörin þung og hörð. Þá var, móðir, minríingin um þig, Mest sem gladdi, styrkti’ og leiddi mig, Eins og hönd þín, þýð og styrk sem stál, Styddi mig í gegn um voðans bál. Hinn sat fölur banabeði hjá, Brúði unga dauðinn kallaði’ á. Sál hans nísti sorgarinnar él, Sviftur vonum, þráði hvíld hjá hel. Þá var, móðir, eins og andi þinn Ávarp sendi í dauðamyrkrið inn: "Elsku sonur, áfram halda ber, Eg skal vaka’ og biðja fyrir þér.” Móðurást er æðsta lífsins hnoss. Enginn gleymir sinnar móður koss. Allar mannsins instu og dýpstu þrár, Yfir líki móður fella tár. Þú ert liðin, laus við melinin vönd, Lögð í mold á Kyrriahafsins strönd. Sálir okkar svífa í vesturátt, Signa leiðið, bæði dag og nátt. Jónas Stefánsson, frá Kaldbak. Aths.—Þetta kvæðl var ort fyr- ir löngu síðan, en forfalla vegna hefir það ekki verið sent blaðinu fyr en þetta. Höf. *Annar sonur hennar fór í stríð- ið mikla 1914, en hinn misti unga konu sína. Gefið Raf Jólagjafir um nœstu jól! Komið til Hydro sýningarskálans 55 PRINCESS STREET og skoðið hið mikla úrval. Alt selt gegn vægum borgunarskilmálum, Þegnajöfnuðurinn og Grænlandsmálið. Eftir Einar Benediktsson. Svo mikið hefir þegar komið fram fyrir almenning í ræðum og ritum um kröfur íslendinga til j nýlendu forfeðra vorra, að hér má örugt gera ráð fyrir því, að þjóðinni séu nú í heild orðnar' ljósar meginástæður og helztu j rök gegn gjörræðinu þar vestra.; En um hitt, hvernig aðstaða vor >er um rekstur réttlætis fyrir ís- lendinga á Grænlandi og fyrir ströndum þess, má ráða meiri efi hjá oss yfirleitt. 1 þessari fá- orðu grein vildi eg að eins víkja að einu atriði, sem margir munu þó treysta nú, að glöggva kunni og greiða götu vora 1 þessu efni. Eins og alþjóð veit, og beztu vísindamenn vorir, um slík mál, fjölvíða taka fram og játa er ríkjasamband vort við Dani í eðli sínu samningur,er rofinn kynni að verða að meira eða minna leyti, af öðrum hvorum aðila. En eitt mikilvægasta grundvallarat- riðj samnings þessa er jafnréttið með þegnum beggja ríkja og hefir það að vísu einnig verið tekið tví- mælalaust fram hingað og þang- að í Grænlandsgreinum íslenzkra höfunda. Er ætlun mín hér ein- ungis að minnast á eina afleið- ing jafnaðarákvæðisins. Færi svo, að Danir kynnu í ein- hverju verulegu að traðka jafn- réttinum um notkun lslendinga eða atvinnurekstur á lögsvæði sambandsríkis vors og yrði það úr, ofan í kaupið, að þeir drýgðu þetta atferli til langframa, jafnvel skeltu skollaeyrum við vandlæt- ingum vorum gegn slíkum yfir- troðslum—mundi heimsálitið efa- laust fara í þá átt, að vér ættum kost á uppleysing sambandsins.— Um þetta mundu víst flestir ís- lendingar verð^ samhuga og á einu máli. En hingað til hefir þessa ekki verið minst í sambandi við þjóðaratkvæðið 1943. Morgunblaðið hefir t. d. skýrt fyrir mönnum hve afar erfitt er að koma fram skilnaði við Dani með samanlögðum meginhluta at- kvæða meðal almennings vors. 11 víðáttubygðum, fátækt, fámenni | og samgöngu erfiðleikum eru I mörg ljón á leiðum þeirra, er I vilja leysa hnútinn — en alt á { hinn bóginn auðveldara, að trufla og eyða samheldi strjálbúanna.' Þarf ekki að fara frekar út í það hér — en mörg finnast dæmi þess hve valt er að gjöra ráð fyrir at- j kvæðaeining slíks meginhluta —I og byggja á slíku um framtíð og sjálfstæða tilveru íslenzkrar þjóð- ar. Af þessu, sem nú er drepið á, sést það á hinn bóginn, hve óvit-1 urlegt væri fyrir Danastjórn að j halda fram brotum gegn sam- bandslögunum, með óhæfri mein- bægni og útilokun íslendinga frá arflandi voru vestra. Danir drýgja með því röskun á sam- bandslögunum — rjúfa þau og opna leiðir til þrætu sem kynni að verða örlagadrjúg fyrir sam- bandsþjóð vora, þótt hún sé fjöl- mennari og máttkari. Félagsskap- ur heimsþjóða hefir þegar lengi horft afskiftalaust, að þvi er sýn- ist, á ráðismenskuna með Græn- land. En margir munu þeir vera víðsvegar um lönd, sem nú hugsa sitt, að tjalda baki, um það hver afdrif kunni að verða um land- nám vort og réttindi yfir Græn- landi. Það hefir verið margtekið fram hér í blöðum vorum og tímarit- um, að stjórnarráð íslands hafi fult vald til þess, t. d. að leyfa íslenzkum skipum að hafna sig við Grænland, setja þar menn á land og reka þar atvinnu á sama hátt, sem dönskum þegnum hefir verið leyft til langframa. Felst þetta alt 1 jafnrétti voru við danska ríkisþegna, án þess að fara þurfi út í hið eiginlega aðal- deiluefni milli vor og Dana, um ríkisafstöðu landsins. En sé þessa gætt, þá er öllum augljóst, að réttarneitun Danastjórnar í meðal annars verður til þess, að þessu efni er samningsbrot, sem Íslendingar þurfa ekki að ganga til atkvæða 1943 til þess að losna við erlenda ríkisborgarann. í þessu samhengi er rétt að geta þess, að skilnað ríkjanna þarf ekki að leiða af því, þótt þjóðar- atkvæði um þegnajöfnuð félli burt vegna samningsrofa af hálfu Dana.—Morgbl. Þekking—Forvitni, Þekking út af fyrir sig, er einskis virði. Þekking er oft gagns laus, og oft jafnvel til ills. Engu að síður eru þeir menn til, sem þykjast stórum af tómri þekking á því eða því, án alls tillits til þess, hvort sú þekking kemur að nokkrum notum. Og langt um fleiri eru þeir, sem eyða miklu af tíma þeim,( er þeir eiga yfir að ráða, til þess að afla sér þekkingar á því, sem algjörlega verður þeim til ónýtis og er þess eðlis, að þeir hafa frá upphafi haft gilda á- stæðu til að ætla, að hún hlyti að reynast öllum gagnslaus. En svo eru auk þess margir, bæði meðal eldri manna og yngri, sem eiga 1 fórum sínum þá þekking, sem betra væri fyrir þá að vera án. Útvalins eðlis verður þekkingin að vera til þess hún verðskuldi að vera eign vor eða að eftir henni sé sótt. — Þetta er hvergi sann- ara en þá, er um guðfræðislega þekking er að ræða. Spurningar þær, ér leitendur eftir trúarlegum sannindum eiga prviðast með, snerta efni, sem þeim er alveg gagnslaust að þekkja. í heimi trúarinnar er margt, sem æfin- lega hlýtur að vera oss hulið, og það, að svó hlýtur að vera, ættum vér að láta oss lynda. Löngun eftir þekking í þeim eina tilgangi að eignast hana, hefir með réttu verið nefnd með hinu óvirðulega nafni—forvitni. — (Þýtt í “Sam.” af J. B. úr Phil. S. S. Times.) ur-íslendinga, er þeir eiga í ó- venju-fullum mæli. Vissulega eru þeir lífþrungnar og Ijómandi greánar hins aldna, risavaXna reynis, er rót á nyrzt í Atlantshafi og teygir hina tígulegu laufkrónu sína suður að ströndum hafsins hljóða, sem víðsýnn og öflugur verndari. Eitt er mér þyrnir í augum, er eg les blöð Vestur-íslendinga, og mig langar feil að lýsa með nokkr- um orðum: nöfnin þeirra. Hvað eftir annað rek eg mig á mæta landa, sem nefnast ýmsum ósmekklegum nöfnum, svo sem Walters, Goodman og Jackson. Sjálfsagt eru nöfn þessi notuð til að þóknast einskumælandi mönn- um, en eigi að síður er það óþarft og ljótt frá mínu sjónarmiði. Það virðist vera tilraun að sýnast brezkur, þótt það sé eigi í raun og veru, því að eg hefi fyrir satt, að margár þeirra V.-íslendinga, sem bera brezkar nafnaflíkur, séu ram-íslenzkir í rótum hjartna, þótt þeim yrði sú skyssa á að skafa af sér gömul og göfug þjóð- ernismerki, sem nðfnin eru. Það er fjarri því, að eg lasti þó að V.- íslendingurinn Jón Jónsson velji sér ættarnafnið Foss eða Fjall til aðgreiningar öðrum, er svo heita, eða Egill nokkur nefni sig Fáfn- fis, því slíkt eru góð fataskifti. Svo þætti mér og vel hlýða, ef ein- hver tæiki sér kenningarnafn með ættarnafni, sem gjört mun hafa Halldór Kiljan Laxness. Annars þykir mér Kiljans nafnið ósmekk- legt eins og það er ritað. Veit eg ekki hvað þar liggur til grund- vallar. Nöfn íslendinga eiga að vera samræmd við “ástkæra, ylhýra málið”, sem þeir tala og meta meira en allar aðrar tungur. All- ir munu finna, að maður er að engu virðingarverðari, þótt hann beri nafn hins merkasta manns sögunnar. Það er hlutverk hvers einstaklings, að gjöra nafn sitt fagurt og míkið í meðvitund al- heims með skýru og góðu for- dæmi. Hvaða nafn er öllu hvers- dagslegra en Jón Sigurðsson? En þegar við hugsum um Jón Sig- urðsson .— þann, sem réttilega var nefndur “sómi íslands, sverð þess og skjöldur,” hverfur hversdags- blærinn af nafni h a n s og það verður í hugum okkar fegurst og ágætast nafna. Þannig geta menn hafið upp nöfn sín með yf- irburðum, hver sem eru, elins og þeir geta niðnrlægt þau, svo sem gerði Mörður og Hrappur, enda hafa fáir viljað gefa sonum sín- um nöfn þeirra, jafnvel þó að sæmileg séu. Jafnvel þó að mjög skorti á, að Austur-íslendingar séu þjóðlegir í nafnavalfl, er þó svo komið, að flest hin fegurstu fornaldar heiti manna og kvenna eru finnanleg meðal þeirra, þótt sum þeirra séu fágæt enn. Af nöfnum, sem fá- gæt voru í fornöld og fram eftir öldum, eru sum orðin býsna al- geng á Islandi á síðustu árum, svo sem nöfnin Ragnar og Hrafn- hildur, einkum hið fyrra, því það nafn bera nú íslendingar í hundr- aðatali, en hitt í tugatali. Eg hefi löngun til að nefna nokkur fágæt mannaheiti, sem endurreist hafa verið á íslandli í seinni tíð, en rúmsins vegna tel eg þó fá ein. Hér eru nokkur af handahófi: Logi, Jökull, Hrafn, Heimir, Glúmur, Grettir, Grani, Skeggli, ölver, Broddi, Már, Forni, Skjöldur, Húnbogi, örlygur, Æg- ir, Víkingur, Valur, Þrándur, Þið- randi, Völundur, Viðar; Alda, Bára, Saga, pif, Sjöfn, Dröfn, Yrza, Svala, Lofn, Brynja, Drop- laug, Magna, Kolbrún, Heiður, Hlín, lErma, Birna. Gleði væri mér það, að Vestur- íslendlingar létu nú staðar num- ið með nafnaskifti sín á þann hátt, sem tíðkast hefir, en tækju fremur upp þann, sem eg hefi áður bent á í greinarkorni þessu. Gjörðu þeir svo, yrði það í fylsta samræmi við Mð * raunverulega manngildi þeirra. Að síðustu er mér ljúft að rétta þeim í heild þakkarhönd, með virðingu og aðdáun í þeirri trölla- trú, að frá hinu veglega nafni þeirra; Vestur-íslendingar, ljómi geislar lifs og heilla langt í aldir fram. Jóh. örn Jónsson, Árnesi, SkagafirðL Frá íslandi. Akureyri, 1. nóv. 1927. í dag var heilsuhælið í Krist- nesi vígt. Ragnar ólafsson konsúll hélt þar aðalræðuna, sagði sögu heilsu hælisins frá byrjun, og lýsti á- huga Norðlendinga fyrir þessu á- hugamáli þeirra. Þá talaði Jónas Jónsson dómsmálaráðherra, síðan an Guðmundur Björnsson land- læknir, og lét hann svo um mælt, að ekkert heilsuhæli í heimi væri fullkomnara en þetta, ekkert heilsuhæli hefði á sér meira nú- tíðarsnið en þetta. Þar næst talaði Guðjón Samú- elsson húsbyggingameistari rík- isins. Útvarpsstöð Arthur Gooks á Akureyri ætláði', að, víðvarpa ræðunum, en það mistókst af ýms- um orsökum. Talið er, að um 500 manns hafi verið við hælisvígsluna, og var athöfninni lokið nær kl. 4 síðd. Hælið hefir kostað um hálfa miljón króna og er helmingurinn samskotafé. Áætlað er, að hælið taki fimtíu sjúklinga, en getur tekið tíu til tólf yfir áætlun. — Læknir hælisins er Jónas Rafn- ar, yfirhjúkrunarkona ungfrú Sól- borg Bogadóttir, reikningshaldari Eiríkur Brynjólfsson frá Stokka- hlöðum og ráðskona ungfrú Ása Jóhannesdóttir frá Fjalli. Hælið byrjar að taka við sjúklingum um miðjan mánuðinn.—Mbl. Vinarorð til Vestur-tslendinga. Eg er fátækur maður og sé mér ekkli fært að kaupa blöð og tíma- rit, þótt mig þyrsti í allan fróð- leik eins og mörg önnur dalabörn íslands. Mér er sent blaðið Lögberg frá Vesturheimi nú um skeið, hvort sem það er fyrir atbéina skifta- vina, er eg á þar, eða sent mér af ritstjóra þess, — það skiftir minstu. En kæra þökk segi eg sendandanum, hver sem hann er. Fleiri blöð en Lögberg koma á heimili mitt, en jafnan les eg það einna gaumgæfilegast blaða, og lestur þess blaðs er mér til sér- stakrar ánægju. Eg vil reyna að fvlgjast í huga með systkinum mínum í álfunni víðu í vestri, sem dreifð eru um stærra svæði en sjónbaugur minn grípur yfir; eru þar lukt milli margra og,ólíkra þjóðabrota. Líkt sem jarðföst björg magnþrungnum móðu- straumi standa þau flest, börnin, sem brotin eru úr stuðlahömrum lslands fjalla, þótt nokkur þeirra skorti þrótt og viðnám og fljóti með straumnum sem rótslitnar rósir út í djúpið dulda. Eg dáist að dug, magni og manngildi Vest- VETRAR EXCURSIONS VESTUR AD HAFI FARBRÉF TIL SÖLU Dec. 1, 6, 8, 13, 15, 20, 22, 27, 29 Jan. 3, 5, 10, 12, 17, 19, 24 Feb. 2 and 7 Gilda til 15. Apríl 1928. AUSTUR CANADA FARBRÉF TIL SÖLU December lst to January 5 from stations Manitoba (Winnipeg and West) Saskatchewan and Alberta Gilda í Þrjá Mánuði. FRENCH EXCURSION AUKA LEST Frá Winnipeg kl. 3 e. h. 17. Desember til Ottawa Montreal Quebec Sherbrooke Shawinigan Falls Eftir frekari Upplýsingum Spyrjið Ticket Agent City Ticket Ofice Cor Main and Port. Phone; 843211-12-13 CANADIAN PACIFIC

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.