Lögberg - 29.12.1927, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. DESEMBER 1927.
I
Bls. 5.
Dodcts nýrnapillur eru beete
nýrnameðaliS. Lœkna og gigt bak-
verk, hjartabilun, þvagrteppu og
önnur veikindi, aem etafa frá nýr-
unum. -- Dodd’e Kidney PUls
koeta 50o askjan eða aex ðskjur
fyrir $2.50, og fá«t hjá ðllu-m lyf-
•ölum eða frá The Dodd'a Medi-
eine Company, Toronto, Canada.
farið, sem kyntust honum. Hann
hafði áreiðanlega marga góða
kosti. Hann var greindur maður
og glaðlyndur og lét það ekki á sig
fá, þó verkið, sem við þá vorum
að vinna, væri alt annað en þægi-
legt eða skemtilegt. Að því gekk
hann með dugnaði og trúmensku.
Hann var iðjumaður meáti og
hlifðist ekki við að leggja á sig
mikið erfiði til að sjá fjölskyldu
sinni sómasamlega farborða. Heim-
ilisrækinn var hann mjög og vildi
helzt ekki út af heimilinu fara,
nema til að gegna störfum sínum.
Fristundum sínum varði hann til
lesturs og mun það hafa verið
hans mesta ánægja að lesa góðar
bækur.
Með Erlendi Þórðarsyni er til
grafar genginn, einn af hinum
gömlu og góðu íslendingum, sem
með öllum rétti má teljast einn af
brautryðjendum þessa lands.
/.
synleg í lífinu á öllum sviðum, til
þess að tala kjark og karlmensku
i hina hálfvolgu og hikandi, sem
svo margir eru að tölunni, til þess
að kveikja áhuga bæði með orðum
og oft frekar í verkum og eftir-
dæmi séra Matthíasar Jochumson-
ar í æfisögu hans, er hann lýsir
fráfalli ýmsra stórhöfðingja við
Breiðafjörð i hans umdæmi, kemst
svo að orði: “Eftir það hnignaði
óðum hag og heiðri héraðsins;
stendur svo enn. Án skörunga og
mentaðra höfðingja ná engar sveit-
ir þroska eða þrifum hér á landi.”
Án skörunga og forvígismanna
verður lítil framþróun i hvaða
bygðarlagi sem er, hvar sem er i
heiminum, og það sama á heima
hér í þessu góða menningarlandi.
Landið er gott, eitt það farsælasta
á jarðríki; fólkið er gott, og þjóð-
in verður sterk, ef allur þorri
manna setur markið hátt og reynir
að stefna ofar meðalmenskunni.
G. J. Olcson.
Glenboro, Man.
Erlendur Þórðarson.
Hann andaðist að heimili sínu á
Gimli, Man. á mánudaginn hinn 19.
þ. m., eins og þegar hefir verið
skýrt frá hér í blaðinu. Þrátt fyr-
ir nokkra veiklun og ellilasleika.
var heilsan þó sæmileg þangað til
hinn 16. þ. m. að hann fékk slag,
sem leiddi hann til dauða þremur
dögum síðar. Sama daginn og
fékk slagið fóru synir hans þrir,
sem heima eiga hér í borginni, ofan
til Gimli til að vitja um hann, en
tveir þeirra gátu aðeins dvalið hjá
honum yfir nóttina og urðu þá að
hverfa aftur til borgarinnar, enda
Jeit þá ekki út fyrir að dauðann
mundi að höndum bera eins bráð-
lega eins og raun varð á. Jarðar-
förin fór fram í gær, miðvikudag
kl. 2.30 frá heimili elzta sonar hans,
að 664 Beverley St., Winnipeg.
Dr. Björn' B. Jónsson jarðsöng, en
A. S. Bardal útfararstjóri sá um
útförina. Hann var jarðaður í
Broókside grafreitnum.
Erlendur Þórðarson var Eyfirð-
ingur að ætt, sonur Þórðar bónda
Erlendssonar og konu hans Jó-
hönnu Pálsdóttur, sem bjuggu alla
sína búskapartíð að öxnhóli í
Eyjafjarðarsýslu. Eignuðust þau
sjö börn, og var Erlendur fæddur
,15. desember 1848 og var hann því
79 ára er hann dó og fjórum dög-
um betur. Tvær systur Erlendar
eru á lífi hér vestra, Pálína, kona
Jóns Sigurðssonar, Ericksdale,
Man. og Helga Þórðarson í Winni-
peg. Meðal bræðra Þórðar Er-
lendssonar voru þeir Jónas bóndi' á
Tindum í Húnavatnssýslu og Páll
bóndi á Arndísarstöðum í Hjalta-
dal, faðir Wl. H. Paulson, þing-
manns í Saskatchewan, og þeirra
systkina.
Ekkja Erlendar sáluga er Björg
Erlendsdóttir ættuð úr Húnavatns-
sýslu. Þau komu frá Islandi árið
1883 og settust þá strax að hér í
Winnipeg og voru hér altaf nema
fimm síðustu árin, sem þau áttu
heima á Gimli. Stundaði hann hér
algenga daglaunavinnu í mörg ár
og vann sérstaklega við byggingar,
en þó hvað sem fyrir kom. En um
tuttugu ára skeið vann hann við
vatnsveitu borgarinnar og var þar
formaður í mörg ár. Fyrír sjö
árum var hann orðinn of bilaður
á heilsu til að geta lengur stundað
atvinnu sina og veitti bæjarstjórn-
in honum þá all-rífleg eftirlaun,
®em hann naut eftir það.
Þau hjón, Erlendur og Björg,
eignuðust 7 börn, og eru fimm af
þeim á lífi, öll uppkomin. Þau eru:
Hannes, trésmiður; Haraldur, hef-
ir lenpfi unni ðvið að gera við bíla;
Friðrik, bankastjóri; Clara, gift
Hinrik Einarsson og Wilhelm, sem
er hiá móður sinni á Gimli.
Hér verður lítið meira um Er-
lend Þórðarson sagt; sá, sem þetta
ritar kvntist honum ofurlitið fyrir
32 árum, eða þar tim ibil. Við unn-
um þá saman eina þrjá eða fjóra
mánuði. Það var stutt viðkvnn-
ing, en hún var nóg til þess. að eg
bar altaf síðan hlýjan hug til hans.
og þannig hygg eg að flestum hafi
SPAKMÆLI.
Fogur sál er sannur auður.
Göfugasta kend hvers einstak-
kngs, er sú, að vilja bæta fyrir
brot. 1
'Hver sem þjónar lund sinni vel,
þarf ekki að benda á forfeður
sína.. —Voltaire.
Menn skortir ekki krafta, þá
skortir vilja. —Victor Hugo.
Gleðin er ekki í umhverfinu, hún
er í okkur sjálfum. —Wagner.
Að rita vel, er að hugsa vel; að
finna mikið til, er að starfa mik-
ið, nákvæmlega og vel; það er í
einu: gáfur.. sál og smekkur.
—Buffon.
Hið andlega afl, i gegnum
manninn komið, skilur eftir för
sín; því er það, að vanræki maður
að leggja fram krafta sína til
starfs, sem hann veit að er guð-
legt fyrirkomulag, þá kemur síð-
armeir eyða í líf hans; þegar á-
vextir hins óunna starfs áttu að
koma fram. Þeir eru tapaðir
þættir í rás viðburðanna og eyðu-
tímabilinu jafnast á við iðjuleys-
istímabilið, sem maðurinn fór áð-
ur í gegn um. Sá maður afkastar
því aldrei eins miklu, 0g hann
hefði getað gert, ef hann hefði,
með heilögum áhuga, notað níu
tíundu augnablik lífs sins.
—iFriedrick Froebel.
Guð gefur iðjuseminni alla
hluti. —Franklin.
Hve miklu vér getum afkastað í
annara þágu, er próf á orku vora.
Hve mikið vér þolum, er próf á
elskuna. Westcott biskup.
r
Mynd er ljóð án orða—Horace.
Ef vér gerum alt, sem vér get-
um og margföldum ekki erfiðleik-
ana; ef vér horfum ákveðið, eg vil
ekki segja, á hina björtu hjið
lífsins, heldur á hlutina í heild
sinni; ef vér færum oss í nyt hina
margvíslegu gáfu lífsins í kring
um oss, þá getum vér ekki annað
en viðurkent, að lífið er í raun og
sannleika dýrðlegar erfðir.
>—John Lubbock.
Tilinnfinganæmi er hin eina
mælskuorka. Það er list náttúr-
unnar og lög hennar eru ótvíræð.
Hinn einfaldasti tilfinningamað-
ur hefir mikið meiri sannfæring-
arkraft en hinn gáfaðasti kald-
sinnismaður.'— La Rochtfoucauld.
R. K. G- S. þýddi.
FRA ÍSLANDI.
iFrá ísafirði er símað 16. nóv.:
Þór hitti! botnvörpung ér í Djúp-
inu að veiðum innan landelgis-
línu|, Bþtnvörpugurinn hjó frá
váér veiðarfæri og dró undan, eft-
ir að Þór hafði skotið til hans
mörgum skotum. Málað var yfir
nafn og númer og breitt yfir reyk-
áfsmerki. — Afli tregur á smá-
báta. ’ 1
Frá Seyðisfirði er símað 16.
r.v.: óðinn kom inn til Eskifjarð-
ar í gærmorgun með þýzkan botn-
vörpung, tekinn við Ingólgshðfða.
Dómur er fallinn og var sekt á-
kveðin 12,200 kr., afli og veiðar-
færi gert upptæk. Aflinn var lít-
ill. Búist er við að dóminum verði
áfrýjað.—Vðrður.
CANADA.
Það var samkvæmt ráðum
brezka hafnfræðingsins, Frederick
Palmer, að Churchill var valin sem
hafnarstaður fyrir Hudsonsflóa-
brautina, í staðinn fyrir Nelson,
sem áður hafði valin verið. Mr.
Palmer fór norður til Hudsons-
flóa í ágústmánuði í sumar og
skoðaði þessi hafnarstæði, og gaf
þá álit sitt í stuttu máli, sem til
þess leiddi, að skift var um enda-
stöð brautarinnar. Nú hefir hann
sent Dunning járnbrautarráðherra
langa og ítarlega skýrslu, með
mörgum uppdráttum og útreikn-
ingi og áætlunum, og kemst hann
þar að þeirri niðurstöðu, að kostn-
aðurinn við að gera höfn við
Churchill, sé ekki fullur þriðj-
ungur á við það að gera höfn við
Nelson, og þó framlenging járn-
brautarinnar sé tekin með í reikn-
inginn, þá verði kostnaðurinn
samt nálega helmingi minni. Hon-
um telst svo til, að hðfn við Nel-
son verði ekki gerð á skemmri
tima; en sex árum, en í Churchill
sé hægt að ljúka verkinu á þrem-
ur árum.
Eigi rúm í gistihúsinu.
Bærinn Vegamót í Hjartalandi
stendur, þar sem þjóðbrautirnar
Upphefð og Niðurlæging mætast.
Það var mikið að gera á Vegamót-
um þessar mundir. Húsbóndinn,
Tímalaus, og húsfreyja, önnum-
kafin, voru mjög samhent við að
búa alt undir jólin. Það var líka
von á mörgum góðum gestum, því
manntal átti að fara fram um alt
landið, og varð þá hver og einn
að ferðast til ættborgar sinnar..
Það var farið að halla degi.
Tímalaus kemur inn. “Nei, nú
fáum við gesti, góða mín!, Það
kemur hópur ríðandi manna eftir
aðalbrautinni, Upphefð.”
Húsfrú önnum-kafin: “Bless-
aður hjálpaðu mér til að setja of-
urlítið betur tilt í stofunum.”
Þau flýta sér að skifta um dúka
á borðum, og hagræða hæginda-
stólunum og þurka rykið af píanó-
inu og grammofóninum og öðrum
merkum munum í stássstsofunni.
‘<Nei nú er það að koma! Bless-
aður Tímalaus farðu og taktu á
móti iþví.”
Tímalaus fer til dyra. Hús-
frú önnum-kafin stendur kyr inni
fyrir og hlustar. Hún heyrir mann
sinn taka gestunum mjög glaðlega
og fer nú sjálf til dyra.
“Nei, á dauða mínum átti eg
von, en ekki þér! Komdu blessuð
og sæl! Ert það þú, frú Heims-
elska? Þú ert heldur en ekki á
ferðinni.”
“Nei, finst þér ekki, að eg hafa
frítt föruneyti ? Komdu og lof-
aðu mér að kynna þig samferða-
fólki mínu. Má eg hafa þá ánægju
að kynna frú önnum-kafin og frú
Hégómadýrð, ifrú Vantrú og frú
sjálfselsku, og svo ungfrú Tízku,
ungfrú Gjálíf og ungfrú Skart-
gcfin. Og frú Önnum-kafin, má
eg hafa þá ánægju enn fremur,
að kynna þig herrunum: Bakmál-
ugum. öfundsjúkum, Afskiftnum,
Hroka, Sjálfbirgingi, Sérgóðum
cg Sjálfhygnum”.
Komið þið öll blessuð og sæl og
verið velkomin! Gerið svo vel að
koma inn. Þið sækið svo vel að
mér, að eg er rétt að enda við að
gera húsið hreint, og nú get eg
sezt niður og skrafað við ykkur.
Þið farið ekkert lengra í kvöld.
Það er orðið mjög áliðið dags og
ekkert tunglsljós á kvðldin. Eg
vona, að þig reynið að gera ykkur
að góðu það, sem við höfum að
bjóða.”
“Það er víst engin hætta á
öðru,” sagði frú Heimselska. “En
hvað þú er búin að fína alt til hjá
þér síðan eg kom hér seinast. Bú-
in að setja nýtt veggfóður á allar
stofurnar, svo fallegt og smekk-
legt.”— “Já, þetta “munstur” er
ljómandi fallegt,” gegndi ungfrú
Skartgefin í. “Eða sjáðu glugga-
tjöldin, frú Heimselska.”
“En hvað þú ert dugleg að
sauma, frú önnum-kafin, og vera
þó ein með svona stórt hús, og
svo er víst oft gestkvæmt hjá þér.
Og þarna ertu nýbúin að fá þér
einn af þessum nýjustu Edisons.”
‘Æinst þér ekki munur á þeim
0g hinum gömlu, frú önnum-kaf-
in?” spurði ungfrú Tízka.
“Jú, það er mikill munur á
þeim,” svaraði frú önum-kafin.
“Eg hlakka til að heyra nokk-
ur fjörug lög hjá þér í kvöld, frú
Önnum-kafin,” sagði ungfrú Gjá-
Hf.
“Já, blessuð gerið svo vel og
skemtið ykkur á meðan eg vík of-
urlítið frá.”
“Eg veit ekki, hvort eg kann að
meðhöndla þetta hljóðfæri," sagði
ungfrú Gjálíf.
“Má eg hafa þá ánægju að
hjálpa þér?” sagði herra Sjálf-
hygginn. “Eg er vanur að með-
hðndla þessi hljóðfæri.”
Húsbóndinn, Tímalaus, kemur
inn, er hann hafði látið inn hest-
ana og gefið þeim, 0g segir um
leið og hann sezt niður hjá gest-
unum:
“En hvað þið hafið verið hepp-
in með veðrið í dag.”
“Já, hefir ekki veðrið verið inn-
dælt,” svaraði frú Heimselska.
“Það kemur sér nú betur, þeg-
ar maður er að skemta sér,”
greip ungfrú Skartgefin fram í.
“Það er óttalega óþægilegt, þegar
maður er á svona löguðum ferða-
lögum, ef maður fær óveður.”
“Hvað er annars í fréttum?”
spyr húsbóndi Tímalaus.
“ó, ekki neitt sérstakt hjá okk-
ur,” svaraði hr. Sjálfbyrgingur.
“Fréttirnar eru allar hjá þér, sem
býrð svona rétt hjá borginni. Það
verður víst mannkvæmt þar á
morgun. En hver er annars þessi
“skraffinnur”, sem alt af er að
auglýsa svo einkennilega trú-
fræðislega fyrirlestra -í blöðun-
um?”
“Já, satt að segja veit eg ekki
mikil deili á honum. Eg hefi ekki
haft tíma til þess að fara og
hlusta á, hvað hann hefði að
segja, og konan mín er alt af
bundin við húsverkin. Það er eins
og maður megi engan tíma
missa.’
“Eg held líka, að það sé bætt-
ur skaðinn,” sagði frú Vantrú.
“Þa$ er víst ekki mikið að græða
á þessum fyrirlestrum. Hvað ætli
þessir prédikarar viti um þessa
hluti, sem þeir eru að tala um,
meira en aðrir? Eg held það sé
nóg að lifa góðu lífi. Ef maður
gerir engum neitt mein 0g reynir
að vanda líf sitt, þá skil eg ekki,
að það dugi ekki. Svo er það marg
sannað, að biblían er full af mót-
sögnum, og hverjum dettur í hug
að trúa og fylgja lengur þessum
gamaldags kreddum um eitt og
annað.”
“Já, svo þykist þetta fólk, sem
alt af hangir í biblíunni, vera svo
heilagt, að það má varla hlæja,”
gcgndi ungfrú Gjálíf fram í. —
“Já, og hugsa sér,” sagði ungfrú
Skartgefin, “það á að vera synd,
að klæða sig eins og góðum mann-
eskjum sæmir, og ekki má maður
hafa hringi eða hálsfestar eða
neitt annað gullstáss.”
“Og svo er þetta fólk svo gam-
aldags í ðllu,” greip ungfrú
Tízka fram í. “Eg skil ekki, hvers
vegna maður skyldi ekki mega eins
vel fá sér föt með nýju sniði, eins
0g gömul, fyrst maður þarf að
kaupa ný föt á annað borð.”
“Eg held það sé bezt að láta
alt það dót eiga sig,” svaraði hr.
Sjálfbyrgingur. — “Já, það held
eg,” gegndi hr. Hroki fram í. “Það
eru hvort sem heldur er æfinlega
annað hvort vitlausar kerlingar
eða ómentaðir bjálfar, sem eru að
tönlast á þessum prestabábiljum,
0g trúa þess konar fáfræði.”
“Ætli hann sé nokkuð betri en
aðrir menn, þessi fyrirlesari,” tók
hr. Bakmáll til orða. “Það kom
maður til mín um daginn úr
borginni, og eftir þeim sögum,
sem hann, sagði, þá er hann víst
gallaður eins 0g aðrir menn. Ekki
sel eg það dýrara, en eg keypti
það.”
“Uss, þetta er alt saman að eins
peningaspursmál fyrir þessum
mönnum,” sagði frú Sjálfselska.
“Já, það er eg viss um,” tók
hr. öfundsjúkur fram í, “þetta
eru blóðsugur og letingjar, sem
ekki nenna að vinna ærlegt hand-
tak.”
“Og hvaða rétt hafa svo þessir
menn til þess, að halda að þeir
skilji biblíuna betur en aðrir
menn?” sagði Afskiftinn. “Eg
held það sé bezt að halda sér við
sína barnatrú, og lesa Guðs orð
heima hjá sér, því það geta allir
gert.”
“Já, þetta er það sem eg alt af
segi,” svaraði frú önnum-kafin.
‘1Eg held maður þurfi ekki að
sækja neitt vit í þessa presta og
trúboða,” sagði hr. Sjálfhygginn.
“Menn vita nú orðið betur en það,
að þeir trúi í blindni að jörðin sé
flöt og hafi verið sköpuð á sex
dögum, og að þar eigi að kama
heimsendi. Hvílík vitleysa! Vís-
indin sanna okkur alt, sem við
þurfum að vita um uppruna allra
hluta og framþróun þeirra, og
heimurinn* * mun halda áfram æf-
inlega að vera til, eins og hann
áður hefir verið. Þessi heims-
enda kenning er hættuleg og ó-
kristileg.”
“ Það spilar sjálfsagt eitthvað
af ykkur á píanó,” sagði frú
Önnum-kafin.
“Já, hr. Hroki bæði spilar og
syngur ljómandi vel,” sagði ung-
frú Gjálíf.
“Já, blessaður Hroki,” gefðu
okkur eitt lag,” sagði hr. Tíma-
laus.
“Hvað á það helzt að vera?”
spurði hr. Hroki. “Þið viljið ef
til vill fá sálmalag á eftir sam-
ræðunum um trúarbrðgðin.”
“Nei, blessaður gefðu okkur fjör-
ugt danslag,” sagði ungfrú Skart-
gefin. >
“Ætlið þið þá að dansa?”
“Já, hér er nóg pláss,” sagði frú
önnum-kafin. “Góði minn, þú
getur fært stólana dálítið til hlið-
ar.”
Hroki byrjar að spila. Frúrnar
Heimselska, Hégómadýrð, Sjálfs-
elska, og ungfrúrnar Tízka, Gjá-
líf og Skartgefin, og herrarnir
Bakmáll, öfundsjúkur, Afskift-
inn, Sjálfbirgingur, SSérgóður og
Sjálfhygginn stíga lipurt dans.
Það dunar í öllu húsinu við dans-
inn og hljóðfærasláttinn.
“Hvað, er sem mér heyrist,”
spyr frú önnum-kafin, “er verið
að berja?”
“Já, það er verið að berja,” seg-
ir hr. Afskiftinn.
“Farðu til dyranna, góða mín,”
sagði hr. Tímalaus.
Frú önnum-kafin fer.
“Friður sé með yður,” er sagt
utan við dyrnar.
“Nei, ert það þú, herra Jesús!
Nú sækir þú illa að okkur. Við
höfum fult hús af gestum, svo að
eg hefi varla tíma til að tala við
þig, og gestir okkar eru bæði
merkir herramenn, hefðarfrúr og
yngismeyjar.”
“Það hryggir mig,” svaraði
Jesús, “að svona skyldi standa á
hjá þér. Mér hefir verið sagt um
ykkur, að þið hafið svo oft talað
vel um mig og óskað að hafa mig
hjá ykkur, að þið læsuð húslestra
og syngjuð sálma og töluðuð mik-
ið um kristindóm, og nú stóð svo
á fyrir mér, að eg þurfti að vera
hér á ferðinni. Datt mér þá í hug
að borða kvöldverð hjá ykkur og
vera kyr um nóttina.
“Já, það var leiðinlegt, að svona
skyldi hittast á,” svaraði frú
önnum kafin. “Eg get ekki rekið
þessa, gesti mína út, fyrst þeir
voru komnir á undan þér. Eg
vona að þú komir einhvern tíma
aftur.”
“Já, það hugsa eg,” svaraði
Jesús rólegur. “En lofaðu mér
að kynna þig lærisveinum minum.
Hér er bróðir Sannorður, bróðir
Réttlátur, bróðir Trúfastur, bróð-
ir Bindindisamur, bróðir Miskunn-
samur, bróðir Kærleiksríkur, bróíi-
ir Hjartahreinn, bróðir Lítillátur,
bróðir Þolinmóður, bróðir Fórn-
fús, bróðir Hlýðinn og bróðir
Heilagur. Þetta eru mínir tólf
lærisveinar.
“Já, eg kannast við nöfn þeirra.
í raun og veru eru mín hús ekki
nógu góð eða réttara samt hent-
ug fyrir menn eins og þig, hr.
Jesús, og lærisveina þína, til dæm-
is hr. Heilagan.
“Lærisveinar mínir eru allir,
eins 0g eg, lítillátir og auðmjúkir.
Þótt flestir haldi,.að erfitt muni
vera að umgangast þá, eins og til
dæmis, bróðir Heilagan, þá staf-
ar það að eins af þekkingarleysi
manna á honum. Félagsskapur
hans er bæði hollur og þægilegur.
Þar þarf aldrei að óttast neitt, er
slæmar afleiðingar hefir.”
“Já, mér myndi þykja vænt um,
ef þið kæmuð til mín einhvern
tíma á sunnnudegi, en aðra daga
er eg alt af önnum kafin. Hér
þarf mörgu að sinna og margir
koma hér, af því að við erum á
vegamótum. Margir gista hér, og
ef húsið væri ekki orðið fult af
gestum, mundi eg taka á móti ykk-
ur með gleði. Eg hugsa, að hr.
Mannótti og kona hans Efasemd
í Tvílyndi, hafi nægilegt húsrúm
í nótt, og það er að eins tveggja
klukkustunda gangur þangað.”
“Eg og lærisveinar mínir för-
um ekki brautina Upphefð,” svar-
aði Jesús. “Við komum eftir
brautinni Niðurlæging, og höld-
um áfram þá leið. Við erum orðn-
ir þreyttir. Vegurinn er grýttur
cg ógreiðfær, og lítið er um hjúkr-
un og hvíld meðfram þeirri braut.
Menn lenda ekki i veizlum á þeirri
leið og fá sjaldnast miklar gjafir.
Við mundum heldur kjósa, að
fá að sofa í fjárhúsi eða hlöðu hjá
ykkur í nótt, en að halda áfram.”
“Já, það væri ykkur velkomið”,
svaraði frú öpnum-kafin, “og eg
vona, að geta sint ykkur eitthvað
á morgun, þegar gestirnir eru
farnir.”
Dans og hljóðfærasláttur heyrð-
ist innan úr húsinu„ Jesús sneri
hryggur frá dyrunum. Bauð frú
Önnum-kafinni góða nótt og leit-
aði til fjárhúsa með lærisveinum
sínum.
Dansinn gekk langt fram á nótt.
Frú Heimselska og fylgdarlið
hennar fór seint á fætur. Er það
alt hafði matast og kvatt hús-
bændurna á Vegamótum, fór hr.
Tímalaus að vitja hinna gesta
sinna, sem komu Niðurlægingar-
brautina. En hinnir reglusömu
vinna á meðan dagur er, en sofa
á nóttunni.
Jafnvel fjárhúsin á Vegamótum
í Hjartalandi, voru nú auð og
tóm. —
JESÚS VAR FARINN!
Pétur Sigurðsson.
Fundargerð
Sveitarráðsins í Bifrðst.
Níundi fundur var haldinn í
Arborg, 6. des. 1927. Viðstaddir
voru: G. Sigmundson, W. Woychy-
chyn, S. Finnson, 0. Meier, J. Ey-
olfson, T. Ingaldson, C. Tomasson
og F. Hakonson. Oddvitinn, B. I.
Sigvaldason, var fjarverandi sök-
um lasleika.
Ingaldson og Tomasson lögðu
til, að John Eyolfson sé kosinn
fundarstjóri. — Samþ.
Fundargerningur frá síðasta
fundi var lesinn og samþyktur.
Meier og Wojchychyn Iögðu til,
að veita Mrs. Pritniski $8.50 fá-
tækrastyrk til enda ársins. Samþ.
W. Zubrick frá Shorniliffe bað
um að N. E. % 10-24-3E sé ekki
lengur látið tilheyra Shorncliffe
skólahéraði, heldur Progress
skólahéraði.
Wojchychyn og Hakonson lögðu
til að fela þetta mál skrifara og
hlutaðeigandi skólanefndum. —
Samþ.
Peter Melnychuk vildi kaupa
S.E. y4 31-21-3EÖ
Finnson og Wojchychyn lögðu
til, að selja honum þetta land fyr-
ir $275, $85 skyldu borgast strax
og hitt í tveimur jöfnum borgun-
um, 1. marz og 1. nóv. 1928, og að
hann borgi kostnað af sölunni. —
Samþ.
Thordur Anderson vildi kaupa
N.E. 1/4 2-23-3E.
Finnson og Tomasson lögðu til
að selja honum þetta land fyrir
$400, $50 skyldu borgast út í
hönd og $50 á hverjum sev mán-
uðum, þar til borgað er að fullu.
— Samþ.
N„ Kowbel bað um uppgjöf á
skatti á S.W.I4 5-23-3E.
Finnson og Wojchychyn lögðu
til, að ef hann borgaði $100 nú og
$25 innan fjögra mánaða, þá
skyldi afgangurinn gefinn eftir.
—Samþ.
Ingaldson og Finnson lögðu til
að fela skrifara að eiga tal við
skólaráðsmenn í “Framnes” og
“Veetri” skóla um að láta landið
R.L. 14Í2-2E, se nú tilheyrir Fram-
nes skólahéráði, hér eftir tilheyra
Vestri Skólahéraði. — Samþ.
Stanislaw Ozuk kvartaði undan
kostnaði í sambandi við eignar-
bréf fyrir S.W. % 1-22-3E.
Meier og Wojchychyn lögðu til
að sveitin borgaði helminginn af
þessum kostnað. — Samþ.
Olafur Vgfússon óskaði að fá
að vita hvað sveitarráðið ætlaði
að gera viðvíkjandi uppgjöf á
skatti í Howardville. Sveitar-
ráðið áleit, að það mál ætti ekki
að takast til íhugunar fyr en það
fengi skýrslu niðurjöfnunar-
manns.
Hakonson og Sigmundson Iögðu
til að 10 prct. sé gefið eftir af
skatti á öllu landinu, sem Winni-
pegvatn hefði flætt yfir til 31.
des. 1927. — Samþ.
Sigmundson og Wojchychyn lögðu
til að virðingarskráin 1927 sé við-
tekin fyrir árið 1928. — Samþ.
Finnson og Ingaldson lögðu til
að fela skrifara að setja sig í
samband við lögmennina Shinbane
og Morosnick viðvíkjandi Thedro
Cheterbrook og Stan. Warenczuk,
—að sökum óvanalegra votviðra
reynist ókleift að halda áfram
verki við skurð austan við Sec. 9-
16-21, Tp. 23-2E; peningar hefðu
verið veittir til að stækka skurð-
inn; verkið yrði unnið eins fljótt
og mögulegt væri, og enn fremur
að sveitarráðið telji sér ekki skylt
að sinna skaðabótakröfum, sem út
af þessu kunni að rísa. — Samþ.
Wojchychyn og Toasson lögðu
til að landið S. E. 14^2-24-lE, selt
fyrir skatti 1927, sé innleyst af
sveitinni.—Samþ.
Sigmundson og Wojchychyn
lögðu til að skattur 1927 á eyði-
löndum og löndum, sem sveitin
hefði keypt, að upphæð $10,376.07
sé strikaður út. — Samþ.
Finnson og Ingaldson lögðu til
að fela skrifara að leita sér upp-
lýsinga viðvíkjandi meðferð á ó-
borguðum skólaskatti, sem ekki
sé innkallanlegur. — Samþ.
Wojchychyn og Ingaldson lögðu
til að landið S.W. y4 34-21-2E sé
selt Andrew Melnychuk fyrir $200
0g að $50 borgist út í hönd, en
$75 1. maí og $75 1. nóv. 1928; Mr.
Melnychuk borgi sjálfur kostnað
í sambandi við söluna. — Samþ.
Finnson 0g Hakonson lögðu til
að aukagjöld við spítalareikning
Mrs. Mitchell, N.W. y4 30-24-3E.
sé strikaður út, ef aðal upphæðin
sé borguð að fullu fyrir 31. des.
1927.—Samþ.
Tomasson og Sigmundson lögðu
til að skattsöluskírteini fyrir
lóð 4-24-6E sé selt Guðm. Guð-
mundssyni fyrir $175, sem borgist
út í hönd..—Samþ.
Var þá fundi frestað til næsta
dags og var honum haldið áfram
kl. 10.45 hinn 7. des. og var þá
oddviti B. I. Sigvaldason viðstadd-
ur og stýrði fundi.
Tomasson og Finnson lðgðu til
að tilboð Jens Johnson um að
borga $45 sem fullnaðarborgun á
skatti sem nemur $51.66, sé þegið.
—Samþykt.
Hokonson og Wojchychyn lögðu
til að landið N.EÁ4-30-24-3E sé
selt J. B. Jóhannsson fyrir $200
og að hann borgi allan kostnað 0
sambadi við söluna. >— Samþ.
N. H. Staut mætti fyrir sveitar
ráðinu viðvíkjandi útgáfu skulda
bréfa. Sagði að Bank og Com-
merce hefði lánað sveitinni $4,000
með þeim skilningi, að þau yrðu
gefin út. Vildi fá að vita hvað
sveitarráðið ætlaði sér að gera i
þessu sambandi. Oddvit gat þess
að hann liti svo á, að sveitin værl
á engan hátt skuldbundin bank-
anum að öðru en því, að borga
skuld sína við hann þegar húr.
félli í gjalddaga.
Eyolfson og Finnson lögðu til
Búið til yðar eigin
Sápu
og sparið peninga
Alt «em þér þurfið
er úrgansfeiti og
GILLEHS
HREINT | VC
OG GOTT LY L
Upplýsingar eru á hverri dó«
Fæst i mat-
vörubúðum.
að þetta mál skyldi tekið fyrir á
næsta sveitarráðsfundi. — Samþ.
Meier og Woycrychyn lögðu til
að biðja I. Ingaldson M.L.A., odd-
vitann B. I. Sigvaldason og sveit-
arráðsmann G. Sigmundson, að
sjá stjórnarformanninn í Manito-
ba því viðvikjandi að fá hjálp til
að taka Stadnek-málið fyrir hæsta
rétt Canada.
G. 0. Gíslason bað um leyfi til
eldiviðarhöggs á S.E. % 15-23-3E.
Það mál var falið sveitarráðs-
manni í 2. kjördeild.
Eyolfson og Tomasson lögðu til
að aukalög No. 283, 284, 285, 286
og 287 séu nú lesin í fyrsta, ann-
að og þriðja sinn og þar með sam-
þykt. — Samþ.
'Eyolfson og Woychychyn lögðu
til að S. W. y4 22-21-3E sé selt
Peter Kyaka fyrir þær skuldir,
sem á því hvíla; $50 séu borgaðir
strax, $50 1. apríl 1928 $100 1.
nóv. 1928, $50 1. apríl 1929 og það
sem þá er eftir 1. nóv. 1929. —
Samþ.
Eyolfson og Sigmundson lögðu
til, að G. H. Robinson sé beðinn
að gefa áætlun um lcostnað við að
byggja brú yfir íslendingafljót
norðan við Sec. 35-22-3E, og sé
tekinn fram verðmunur á stein-
steypu póstum og viðarpóstum.—
Samþykt.
Eyolfson og Woychychyn lögðu
til, að veita Kristínu Gunnarsdótt-
ur $30 fátækrastyrk fyrir desem-
ber og janúar. — Sam,þ.
Ingaldson og Meier lögðu til, að
sveitarráðið borgi B. S. Sigvalda-
son $100 sem þóknun fyrir vinnu
hans í þarfir sveitarinnar á árinu.
— Samþykt. '
Mr. Finnson vakti athygli sveit-
arráðsins á brú austan við Sec.
17-23-lE. og sagði, að hana þyrfti
að endurbyggja áður en langt
liði. Vildi að sveitarráðið 1928
sé látið vita um þetta.
Eftirfylgjandi útborganir sam-
þyktar samkvæmt tillögu Eyolf-
son og Meier:
Telephone $29.00, Expense $22.15,
Grader $15.85, Health, $152.70,
Office Expense $27.20, Charíty
$78i25, Travelling Expense $22.00,
Postage $$6.00, Rent $80.00, Tax
Collector’s Commission $1.10, Lord
Selkirk Highay $106.35, Western
Municipal News $35.73, Riverfon
Village $13.90, Ward 1 $309.65,
Ward 2 $461.67, Ward 4 $570.67,
Ward 5, $207.12, Ward 6 $28.82,
Ward 7 $308.28, Ward 8 $261.82.
Næsti fundur ákveðinn í Arborg
3. janúar 1928.
Fundi slitð.
* * *
Um leið og eg nú sendi Lðg-
bergi 9. og síðasta fundargerning
sveitarráðsins í Bifröst fyrir ár-
ið 1927, vil eg geta þess, að sveit-
arbúar hafa haft af því bæði gagn
og gaman, að lesa um fram-
kvæmdir ráðsmanna sinna, til-
lögur og stuðning hinna ýmsu
vandamála sveitarinnar, ekki hvað
sizt á sviði fjármálanna; treysfi
eg því jafnframt, að birting fund-
argerninganna verði haldið á-
fram.
Við kosningar þær til sveitar-
stjórnar, sem fram fóru í haust,
sóttu þeir sömu um oddvitastöð-
una og í fyrra, sem sé B. I. Sig-
valdason í Árborg og Sveinn
Thorwaldson í Riverton. Var
kosningin sótt af kappi miklu.
Fylgdu Thorwaldson að málum
bankastjórar, læknar og allar
verzlanir héraðsins, islenzkar, að
tveimur undanskildum, sem og
verzlanir og viðskiftafyrirtæki
annara en lslendinga. Þó varb
niðurstaðan sú, að Mr. Sigvalda-
so náði kosningu, með því nær
helmingi fleiri atkvæðum, en 1
fyrra.
Þrír af hinum eldri fulltrúum,
gengu úr sveitarráðinu, þrir nýir
menn kosnir í þeirra stað. Eru
meðal þeirra þeir Mr. Jón Sigurðs-
son, fyrrum oddviti Bifröstsveit-
ar og Mr. Þór Lífmann .
Með innilegum óskum uift far-
sælt og gleðiríkt nýár,
Yðar með vinsemd,
Sm. Sigurðsson,
Árborg, Man.