Lögberg - 29.12.1927, Síða 6
Bls. 6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. DESEMBER 1927.
Dóttir sjávarins.
Eftir
JOHANE SCHÖRRING.
Sagan er í þrem þáttum: 1. Filia Maris.
2. Berg læknir. 3. Melania Verent.
Þegar fyrsta geðshræringin var farin að réna
til muna, tók hann stærstu reyktóbakspípuna sína,
fylti hana með tóbaki, kvefkti í því, settist svo á
þægilegasta stólinn sinn og hugsaði um þetta.
Fyrst endurkallaðist í huga hans hið horfna
æskulíf. Sérstaklega dvaldi hugur hans við Mel-
aníu frá fyrri dögum.
Hún hafði hjálpað til að dreifa þungu skýjun-
um, sem missir heitmeyjar hans safnaði saman yfir
honum.
Eftir það kom hið annríka tímabil lífs hans,
þessi kjarkmiklu fullorðinsár, þegar starfsemin
hafði fullnægt og fullkomnað hugsanir hans, hafði
útvegað honum gott álit, heiður og velmegun; þessa
eiginleika, sem oft eru mannsins frumafl í tilver-
nni; svo kom þessi nýja ást, sem lagði1 undir sig
aðrar þrár og langanir hans; en það ljós sloknaði og
kældi hinar hlýju tilfinningar hans, svo að hann í
mörg ár gat aldrei að ytra útliti losnað við beiskju
og kulda, þangað til Filia, hin önnur Melanía, sem
svo ósegjanlega lík var hinni fyrri, sem hann hafði
kynst í æsku, kom inn á lífsbraut hans, og með því
að giftast vini hans, varð honum sem hún væri
dóttir hans. )
“Já,” sagði hann og stóð upp, “hver lifandi
maður hefði getað sagt það fyrir fram, fyrir fáum
árum, að eg undi verða jafn ríkur, og eg nú er; og
hver hefði getað fyrir nokkru dögum eða stundum
síðan, gizkað á, að mér veittist sú óviðjafnanlega
gleði að sameina þessar tvær, kynna þær hvora ann-
ari, hina gömlu og hina ungu Melaníu. Nú verð eg
að láta sækja kassann, sem Lars Krog sendir mér.
Malina, eg verð að aka til járnbrautrstöðvarinnar.”
En kassinn var kominn, hann þurfti ekki að ó-
maka sig.
Þegar hann var opnaður, var í honum lítið —i
dálítið skemt skrín úr harðviði, alstaðar skreytt
með silfurplötum. Lykillinn, sem lá hjá því, var
einnig úr silfri, og þegar hinn listgerði lás var opn-
aður, með því að styðja á fjöður, sem læknirinn varð
að leita að, opnuðust tvö tólf, annað stærra og hitt
minna, sem skiftist i fleiri hólf.
Á lokinu að innanverðu var gullplata, sem á var
letrað: Constance Vernet, nee de Rencaur.
Verðmiklir glingurmunir og nokkrir dýrir skraut-
gripir fundust í litlu hólfunum; en merkilegra en
alt þetta, var gamall, gulnaður, pappír, sem á voru
skrifuð á frönsku og ensku þessi orð:
“Þrímastraða skipið Melanía Vernet, frá Can-
nnes I Havre, með suðurlanda ávexti og postlín til
Riga, hrakti að vesturströnd Danmerkur í ofsaveðri,
skipstjóri þess var Frants Verent. Á skipinu var
hin unga kona skipstjórans, með nýfætt barn, ell-
efu menn og tveir vikadrengir. Guð varðveiti oss!”
“Þetta var stutt erfðaskrá fyrir svo marga
menn,” sagði læknirinn, meðan stór tár runnu niður
gömlu kinnarar han3„ “nú verð eg fyrst að fara til
Jótlands, til þess að komast nákvæmlega eftir því,
hvernig ásigkomulagið er með fjölskyldu þessa
syndara, þessa gamla fiskimanns, síðan til Frakk-
lands, og seinast til Filia Maris; guð blessi hana,
þetta sjávarins barn! En ætli hún vilji nú, eða
getur hún snúið baki við Danmörku og tekið Storm
með sér í burtu héðan, til síns rétta föðurlands, eða
er þetta ekki í raun og veru hennar rétta?”
Læknirinn fékk grátekka.
“Eg held eg sé að verða gömul kerling í elli
minni,” tautaði hann, “en þetta er líka í meira lagi
á sömu stundu, samfundur við Storm og Filiu, dauði
greifans, bréfið hans Lars Krog, skrínið með þess-
um munum, og gesturinn, hann Herbst; það er satt,
eg verð að ná í hann, hann var líka eitt sinn ást-
fanginn af henni.”
Augnabliki síðar sat ungi maðurinn hjá læknin-
um og hlustaði með nákvæmni á þessar undarlegu
frásagnir hans.
Þegar læknirinn hafði lokið frásögn sinni,
spratt Konrad á fætur, lagði hendur sínar um háls
honum og sagði:
“Látið þér mig fara til Jótlands og rannsaka'
kringumstæðurnar þar. Þér eruð of gamall til að
ferðast svina langa leið; svo getið þér farið til Storms
með alla þessa vitnisburði, og látið hann leita að
ættingjum konu sinnar.”
“Nei, síður en svo!” hrópaði læknirinn, “eg
hætti ekki við að fara til Frakklands. Eg vil sjá
Melaníu enn þá einu sinni, ef hún er lifandi; og þar
eð forlögin virðast hafa valið mig til framkvæmdar
þessu máli, ætla eg sjálfur að færa Filiu þessar
upplýsingar.”
“Nú, jæja, en látið þér mig þá fara til Jótlands,
þá fas( eg líka einu sinni að sjá hina réttu vöggu
hennar Filiu,” sagði ungi presturinn.
“Já, það vil eg þiggja, og þökk fyrir, ungi vin-
ur minn, að þé rviljið gera það,” svaraði Iæknirinn.
Daginn eftir fór Konrad Herbst yfir til Ásdal,
til þess að rannsaka þetta mál eftir föngum.
Sama daginn afhenti greifainnan lækninum lyk-
il að sérstakri skúffu í skattholi greifans, þar sem
alt, er snerti ákvarðanir þær er greifinn hafði gert
viðvíkjandi lækninum, átti að finnast.
Læknirinn opnaði skuffuna með viðkvæmum
tilfinningum, sem hinn framliðni vinur hans hafði
fyrir nokkrum árum sýnt honum, og jafnframt
hvernig ætti að opna hana.
Þar var hylki með verðmætum frumdráttum
eftir nafnfræga meistara, sem þeir höfðu kynst á
ferðum sínum til útlanda, þegar þeir voru ungir, og
jafnframt var þar stórt skjal, skrifað af greifanum
sjálfum, um hans eigið prívat líf, sem læknirinn las
með angurværum huga. Enn fremur bað hann þenna
æskuvin sinn, að annast um alt, sem honum var kært
á þessari jörð, sérstaklega sonu sína báða, á meðan
hann fengi að lifa.
Að lokum ánafnaði hann lækninum allmikla
upphæð af peningum, sem hann gæti gert við hvað
sem hann vildi; en ef hann vildi ekki ráða yfir þeim
sjálfur, þá gæti hann t. d. bygt fyrir þá dálítið
sjúkrahús, eða eitthvað því um líkt, alveg eins og
honum þóknaðist sjálfum.
Þegar læknirinn kom heim, var hið fyrsta starf
hans að opna hylkið, til að finna mynd Melaniu
Vernet.
Já, þar eð hann hafði ofurlítið jákvæði að
styðjast við, sem hann átti Lars Krog að þakka fyr-
ir, þá var hann ekki eitt augnablik í efa um, að þetta
hlaut að vera náskyldur ættingi Filíu, sem hann nú
hélt á myndinni af, svo líkar voru þær.
Hann settist niður og skrifaði Storm, og bað
hann að senda sér fallegu myndina af Filíu Maris
við Klukkutjörnina., að eins sem lán um lítinn tíma.
“Ef þú getur,” endaði hann bréfið, “haldið nokkru
leyndu fyrir konu þinni, þá láttu þetta vera leynd-
armál okkar beggja. Eg skal ábyrgjast myndina, en
sendu hana strax; eg skal, ef guð leyfir, koma sjálf-
ur með hana til þín, en mánuði seinna heldur en við
ráðgerðum, þegar við hittumst á gufuskipinu."
“Pabbi, þú gleymir mér alveg þessa daga, er það
af því, að greifinn er dáinn?” sagði Maria Krog að
hálfu leyti grátandi, um leið og hún lagði handleggi
sína um háls síns gamla vinar.
Litlu, bláu augun læknisins drápu titlinga um
leið og hann leit á hana, eins og hann væri sér þes3
meðvitandi, að hann verðskuldaði áminningu.
“Þetta litla háskadýr, sem kemur og gerir vart
við sig á vanalegan hátt, blóðrjóð í andliti og með
sölt tár; nei, það verður ekkert við það ráðið, þær
eru allar eins, hvort sem þær eru gamlar eða ung-
ar — komdu þá og kystu mig, þá erum við góðir vin-
ir aftur!”
“Já, það erum við!” hrópaði hún himinglöð,
kysti hann og kreisti.
‘1En hvað -segir þú um það, María litla, að eg að
íaum dögum liðnum legg upp í ferð, og verð fjarver-
andi í tvo eða þrjá mánuði?”
“Til Kaupmannahafnar?” spurði María, “fæ eg
að fara með þér?”
“Nei; til Frakklands, ef til vill snögga ferð til
Rómaborgar líka,” sagði læknirinn.
Nú fleygði María sér í faðm hans, grét hátt og
bað um að mega fara með honum.
“Ekki í þetta skiftið, góða barnið mitt,” svaraði
læknirinn. “Þú ert nú auk þeSs að búa þig undir
fermingu hjá prestinum, þú skalt fá að fara í annað
skifti, eg skal kaupa handa þér silkikjól á Frakk-
landi og koma með hann, og ýmislegt annað gling-
ur; og þegar eg kem aftur, verður þú mér samferða
til Filiu; er þetta ekki gott?”
“Jú, þá er alt gott!” sagði hún mjög glöð, “það
er að segja, eg verð engan dag glöð, fyr en þú ert
kominn heim aftur.”
Aftur drap læknirinn titlinga með augunum,
þar eð hann varð enn þá að kyssa fósturdóttur sina.
Tveim dögum síðar kom fallega myndin henn-
ar Filíu, ásamt bréfi frá Storm, þar sem lækninum
var hótað eldingum og þrumum, ef myndin yrði hið
rninsta skemd, og þar næst margar spurningar um
það, hvað læknirinn ætlaði að gera við myndina.
Að síðustu stóð í bréfinu: “Hamingjan góða,
hvað þú líkist sjálfum þér, að stinga upp á því, að
Filía mætti ekki vita neitt um það, að eg sendi
myndina. Það er ekki líkt þér, því það er ekki fall-
egt.
Ef hún hefði ekki mátt vita neitt, þá hefðir þú
fyrst og fremst orðið að senda bréfið þitt með öðru
signeti á lakkinu og með annari skrift en þinni
eigin, og í öðru lagi frá annari stðð en þessari al-
kunnu sveitaþorpsstöð, þar sem þú ríkir, og sem
maður aldrei getur heyrt eða séð neitt um, án þess
að verða var við einkennilega rómantík um klukku-
tjörn og ýmislegt annað dýrðlegt alveg ótakmarkað.
Auk þess hefði mér verið alveg ómögulegt, að taka
myndina hennar ofan af veggnum í herbergi mínu,
með einhverri uppgerðarnauðsyn, og senda hana í
burtu, án þess hún yrði þess vör.
En nú! slíkur gauragangur. Vinnukonan kem-
ur með bréfið, meðan við sitjum við morgunverðar-
borðið; eg sat með krabbabein 1 höndum mínum,
annars er hún vön, sú óviðjafnanlega, að hjálpa mér
að skafa af þeim, en hún var nýbúin að segja, að
nú gæti hún ekki meira, og að eg fengi ekki fleiri.
En matarlyst mín skipaði mér að sýna henni, að eg
vildi meira, og, eins og eg sagði, sat eg með beinið
í hendi minni þegar bréfið kom: "Eg skal taka við
því, ó það er tiil hans, nú skal eg hegna honum fyrir
ofneyzluna, með því að opna það.” Og eins og hún
sagði, svo breytti hún. Fyrst las hún bréfið þegj-
andi og rólega, svo fór hún að skellihlæja og hrópaði
yfirburða glöð: “Það eru leyndarmál, Knud!
Leyndarmál, sem eg má ekki vita um; þessi gamli
bragðarefur! en hvað það er slæmt fyrir ykkur báða,
að það skyldi ganga svona öfugt!”
Þannig er sagan. Hvað þú ætlar nú að gera
með myndjina mína, Hebu mína, það er mér alveg
óskiljanlegt, en svo mikið get eg sagt þér, að þú ert
eina manneskjan á jörðinni, sem eg er fáanlegur til
að lána hana. Hafðu hana ekki of lengi í þínum
vörslum, og: láttu engan verða ástfanginn af
henni.
Lát þú mig bráðum heyra meira.”
Læknirinn setíist niður, hugsaði sig lengi um
og skrifaði svo þessi orð:
“Áframhald, annar kafli!
Að þrem dögum liðnum, þegar jarðarförin er
afstaðin, fer eg til Suður-Frakklands í prívat erind-
um. Ef til vill fer eg í gegn um Rómaborg á heim-
leiðinni. Til Kaupmannahafnar má ekki búast við
vtið mér fyr en eftir þrjá mánuði. Þið heyrið ekkert
um mig, fyr en þið sjáið mig. Filia verður, hvort
sem hún fær mann sinn til að fylgja sér, eða ekki,
að fara með m(ér til fermingar Maríu. Láttu nú
ekki forvitnina deyða þig. Ykkar gamli vinur. V.
Berg. (Endirinn fylgir hér með).”
Tveim dögum síðar kom Konrad frá Jótlandi
aftur.
Fyrst hafði hann farið til Ásdals, en presturinn
þar vissi ekkert um þetta málefni.
Svo fór hann til Lars Krog. Þegar hann hafði
lesið bréf læknisins, sem Konrad kom með, bauð
hann honum að ganga með sér langs með sjónum til
heimilis ekkjunnar, þar sem þeir gætu talað ótrufl-
að saman.
Þegar Lars hafði spurt Konrad um ýmislegt,
sagði hann honum rólegur frá öllu viðvíkjandi Iækn-
inum, Storm og uppáhaldinu sínu, henni Filíu Mar-
is, þessar upplýsingar:
“Við erum sjö, e'igendur þessa skips, sem þér
sjáið þarna úti, liggjandi við akkeri.
Nóttina, sem skipið Melanía Vernet lenti hér á
grynningum, var það eg, sem bjargaði dánu konunni
með lirtla barnið. Daginn eftir, þegar vindinn lægði,
fórum við út að sækja planka úr skipinu, sem lágu
á rifinu.
Um kvöldið fórum við heim til ihín og töluðum
dálítið saman, en þá stóð Jeppe • Madsen upp, og
sagðist verða að fara heim.
Seinna sýndist mér Jeppe vera orðjinn svo und-
arlegur, en því gáfu fáir gaum. Um vorið flutti
hann yfir í næstu sókn, og keypti sér lítið hús.
Nokkrum árum síðar hafði hann eignast góða
bújörð.
Svo atvikaðist það eitt sinn, að eg helimsótti
nágrannaprestinn; þegar við höfðum talað saman
um stund, segir hann:
"Þér munuð þekkja Jeppe Madsen? Hann var
éitt sinn í Ásdalssókn. Nú er hann orðinn stórríkur
maður, en í kirkju kemur hann aldrei.”
“Er það tilfellið?” sagði eg, “hann var alt af
álitinn góður drengur.”
“Já, eg þekki ekkert ilt um hann,” svaraði prest-
ur, en nágrannaprestur minn sagði mér fyrir ári
síðan, að hann hefði komfið til sín og beðið sig að
veita sér altarisgöngu; prestur kvaðst hafa sagt hon-
um, að það væri velkomið, en þar eð1 sá orðrómur
gengi um hann, að hann ætti meiri peninga en menn
ímynduðu sér sennilegt, væri rétast að hann kæmi
með sannanir tíil að drepa orðróminn. Jeppe föln-
aði, stóð upp og fór.”
“Þetta er skrítin saga,” sagðii eg. Svo fór eg,
en kom til Jeppe á heimleiðinnii Hann var orðinn
svo ellilegur og horaður, að eg þekti hann naumast.
“Eg sé, að þú ert orðinn ríkur maður, alt bend-
ir á það.”
Hann sneri sér við og bauð mér að setjast. En
eg vildi heldur komast heim, kvaddi og fór. Síðan
hefi eg ekkert heyrt af Jeppe þangað til fyrir þrem-
ur vikum síðan, að hann gerði mér boð að finna sig,
hann væri að því kominn að deyja, og vildi tala við
mig áður.
Kvöldið, sem hann skildi við okkur á heimili
mínu, gekk hann eftir fjörunni og sér þá eitthvað
fljóta á bárunum. ' Hann reri út og fann skrínið, sem
eg sendi lækninum.
Þegar hann kom heim, leizt konunni svo vel á
það. Lykillinn var bundinn við það, og þau reyndu
að opna það, en gátu ekki, fyr en þau af tilviljun
komu við fjöður, og þegar þau sáu þessa mörgu
seðla og gullpeninga, gátu þau ekki fengið sig til að
missa það, svo þau geymdu það. En eftir þetta varð
Jeppe allur annar maður.
Nú bað hann mig að taka skrínið og gera við
það, hvað sem eg vildi, en ef að réttvísin réðist á
konu sína síðar meir, að segja henni þá, að það væri
hann en ekki konan, sem hefði gert þetta.
Börnin hans tvö voru bæði dáin, svo það var
enginn til að erfa þessa rangfengnu fjármuni; kon-
an vildi hann að flytti aftur til fiskimannana, og
yrði þar, það sem eftir væri æfinnar, sóknin gæti
þá fengið jörðina, og hann óskaði þess, að guð gæti
fyrirgefið sér, ef mennirnir vildu ekki gera það.
Eg ætlaði að sækjaj prestinn, en áður en búið
var að láta hestinn fyrir vagninn, var hann dáinn.
Eg bað konu hans að þegja yfir þessu og fór heim
og skrifaði svo Berg lækni og bíð nú eftir svari
hans.
Berið þér lækninum kveð’ju mína, og biðjið hann
að mæla með Jeppe og fá fyrirgefningu fjölskyld-
unnar erlendis handa honum.”
Þegar Konrad heyrði þetta, bað hann Lars að
koma með sér til prestsins og fá ráðleggingar hans.
Presturinn áleit, að bezt væri að bíða svars fjöl-
skyldunnar, og þegja um þetta málefni.
Læknirinn þakkaði þessum unga vini sínum
hjálpina, og bauð honum að vera þar tvo daga enn
þá, því þá gætu þeir orðið samferða yfir Jótland, þá
leið sem hann ætlaði.
Konrad varð nú að skemta sér sjálfur, og með
Maríu Krog, þar eð læknirinn átti afar annríkt. —
Tíminn leið nú vel fyrir honum; hann var næstum
alt af hjá Maríu, las og söng með henni og lék við
hana.
Það leit svo út, sem læknirinn hefði gleymt
framtíðaráformum sínum. Hann las nú samt
gömlu málin með Maríu einstöku sinnum, af því
Filía hafð lærþ þau og María varð því að kynnast
þeim; en með latnesku málfræðina gekk Maríu illa.
“Þær sagnir, þær sagnir”, sagði hann, “og svo
vottar ekki fyrir neinni hugsanafræði hjá henni;
hafa menn annars orðið varir við hugsunarfræði hjá
kvenfólki? Jú, hjá Filíu.”
Loksns var alt tilbúið til ferðarinnar.
Malena skildi ekki tilgang þessa fyrirtækis. —
Læknirinn hafði að eins einu sinni verið jafnringl-
aður, og það var þegar hann fleygði frá sér níu
stroklínsskyrtum, — svo fór hann burt, kom heim
aftur og gekk um gólf alla nóttina; morguninn eftir
fékk hann bréf og misti málið í marga daga.
“Nú, Malína,” sagði læknirinn, sem leit eftir í
koffortinu hvort engu væri gleymt; þetta litla skrín,
sem kom frá Lars Krog, átti að vera í sérstökum
kassa. “Nú ætla eg að hafa þetta hylki með, það er
vegna þess að eg fer,” hann opnaði það einu sinni
enn til að vita, hvort báðar myndirnar væru í því.
“Ó, hamingjan góða, er þetta ekki frú Storm í
vatninu, og hin myndin, er það hún, eða systir
hennar?”
‘TEða amma,” sagði læknirinn hlæjandi og lét
þær í hylkið.
“Hún er of ung, til að vera amma?” sagði
Malena syrjandi.
“Mamma og amma hafa eitt sinn verið ungar,
eins og við, Malena ,er það ekki?”
“Ó, það er þá móðir hennar, sem — þegar hún
var ung; já, frú Storm líkist henni sannarlega,”
svaraði Malena.
“Já, er það ekki, hún er mjög lík henni?” spurði
læknirinn.
“Jú, það er hún — en hver er faðir hennar?”
“Hann fáum við að vita um seinna,” svaraði
hann, lokaði koffortinu og festi lykilinn í úrfestina
sína.
Fáum stundum áður en hann fór, fékk hann
bréf frá Filíu.
“Þú slæmi, gamli pabbi!
Þannig getur þú fengið' þig til að stríða mér,
fyrst með myndinni, og svo með ferðinni þinni, sem
er næstum lakast.
Mér líkar ekki, að þú farir svo langt einsamall.
Þú hefðir getað fengið Storm til að fara með þér,
og eg gat verið með Maríu á meðan. En nú skal eg
stríða þér, fyrst þú gabbaðir mig þannig.
En eitt bið eg þig að gera — reyndu ekki að
neita því — og það er, að þú skrifir mér við og við
og segir mér hvernig þér líður, hvort þú ert glaður,
hvort þú ert heilsugóður, og hvort þú komir fyr
heim, heldur en þú hefir sagt, o. s. frv.
Og hvert er erindi þitt til Suður-Frakklands?
Eg hélt þú mundir ekki þekkja Suður-Frakkland;
heilsaðu Pyrenæa fjöllunum frá mér, en um fram
alt hinu bláa Miðjarð'arhafi. Þar er svo indælt,
næstum því svo heimilislega, finst mér; eg þrái þó
alt af heim aftur til Danmerkur, þegar eg hefi verið
þar um stund. Já, eg mundi deyja, ef eg ætti að
yfirgefa Danmörku fyrirl fult og alt, það var þar,
sem eg lenti í skipbroti.
Gleymdu okkur nú ekki, og vertu varkár.
Komdu strax til okkar, þegar þú kemur aftur, og eg
skal ekki gleyma að gabba þig.
Þúsund kveðjur frá manninum mínum, sem ekki
kann neitt eins vel og að dekra við mig. Hann hef-
ir fengið ágætt skólanám hjá þér.
Þín eigin Filía.”
Læknirinn var yfirburða glaður yfir bréfinu.
“Nú, svo hún ætlar að gabba mig — það er margt,
sem skeðúr á skiljanlegan hátt — skal hún ekki
halda, að eg geti getið þess; hún gleymir eflaust
fyrri bréfunum sínum.”
Nú kom vagninn.,
Þegar María kom til að kyssa pabba sinn í síð-
asta sinni, heyrði læknirinn ferðafélaga sinn segja
við hana: “Eg kem máske hingað aftur til ferming-
ingar, ef eg fæ lausn.”
Ferðin gekk vel, og til þess að ofreyna sig ekki,
fór læknirinn styttri dagleiðir, en hann hafði á-
kveðið', og kom þess vegna fáum dögum síðar til
Cannes.
Hann var dálítið viðkvæmur, þegar hann kom
til bæjarins. Þar var stór verzlun, sem verzlaði
með sardínur.
Hann fór strax þangað, og fékk að vita, að for-
maður verzlunarinnar var sonur Melaníu Vernet.
Sjálf var hún ekkja, og bjó lengra inni í bænum,
fast við fjölskyldueignirnar, sem elzti sonur henn-
ar átti nú.
Læknirinn hélt áfram, unz hann kom að húsi
hennar, sem stóð neðan við fagrar vínberjabrekkur.
Læknirinn leit í kring um sig og sagði: “Ætli
Filia geti veitt þessari fegurð mótstöðu,” en hann
hafði ekki séð heimili hennar og vissi ekki, hve
fagurt það var.
Þar eð læknirinn neitaði að segja nafn sitt og
afhenti ekki nafnspjald sitt, tók það all-langan tíma
þangað til hann fékk að koma inn í stóran sal, þar
sem hann beið hennar.
Dyrnar opnuðust eftir litla stund, og inn kom
tíguleg kona all-öldruð; þótt sorgir lífsins hefðu
merkt enni hennar með mörgum hrukkum, var hún
enn þá fögur.
Hún gekk móti gesti sínum með vingjarnlegu
viðmótið en sjáanlegt var, að hún þekti hann ekki.
Læknirinn hélt á hylkinu í hendinni, en gat
naumast ráðið við sig fyrir geðshræringu yfir þess-
um samfundum. Loks gekk hann þó til hennar,
greip hendi hennar og kysti hana, nefndi nafn sitt
og ártalið, sem þau fundust í Róm.
“Ó, minn kæri hr. læknir, æskuvinur minn.”
Samtalið varð nú allfjörugt, og hann gleymd:
kvíða sínum fyrir því, að hann væri búinn að gleyma
frönskunni.
Hann varð þess samt brátt var, að hann yrði
fljótur að ná æfingu aftur, og vissi, að hún mundi
hjálpa sér, ef hann lenti í klípu með málið.
“Eruð þér orðinn málari, eða er þetta safnhylki,
sem þér haldið ó, i hendinni?” spurði hún spaug-
andi og tók hylkið frá honum.
“Má eg Ijúka því upp?” spurði hún.
"Sem yður þóknast.”
Filía Maris lá efst.
"En hvað er þetta?” spurði hún, "er það eg frá
æksudögum mínum? Svarið þér mér, læknir!”
“Það gæti verið þér, frú; en það eruð ekki þér,”
svaraði læknirinn dálítið skjálfraddaður. Hann
hugsaði uní hvernig hentugast væri að segja henni
sögpna.
“Þetta er þó undarlegt,” sagði hún, leit á hann
og svo aftur á myndina, “en segið mér, hvort þetta
hefir ekki líkst mér eitt sinn, og hún er meistara-
lega máluð. Frændi hefði ekki getað gert það bet-
ur. Hver er hún?”
Nú sneri hún myndinni við og sá þá hina.
“En þessi — já, þetta er þó eg, eins og frændi
málaði mig í Róm! Hvernig stendur á þessu? Ó,
nú sé eg,” sagði hún og bar saman myndrnar, “unga
stúlkan í vatninu er fallegri en eg hefi nokkru sinni
verið; en — erum við samt) ekki líkar, segið mér,
hvort eg sé sýnir?”
“Nei, frú, þið eruð eins líkar og systur, og tveir
meistarar hafa málað þær, annar í suðrinu, hinn í
norðri. Komið hingað, við skulum setjast í sól-
byrgið. Eruð þér svo hraustar, að þér getið hlust-
að á stóra og óvænta gleði?”
“Óvænta gleði, réttið mér handlegg yðar.”