Lögberg - 05.01.1928, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JANCrAR 1928.
Bls. 5.
Dodds nýrnapillur eru beets
nýrnameðalið. Lœkna og gigt toak-
verk, ihjartabilun, þvagteppu og
önnur veikindi, aem stafa frá nýr-
unum. -- Dodd’s Kidney Pills
kosta 50c askjan eða sex ðskjur
fyrir $2.50, og fást hjá ðllu'm lyf-
eölum eða frá The Dodd's Medi-
cine Contpany, Toronto, Canada.
því, að hafa tekið sér bólfestu í
Vestur-Canada.
Bcsta innstœðan. Mr. H. N.
Bayne, forstjóri Black Havvk Bed-
ding Co., Waterloo, Ohio, kemst
svo að orði í bréfi einu: “Eg á eina
sextion lands í Alberta, og er upp
meS mér af þvi. Uppskeran hefir
aldrei brugðist á þessu svæði, er
numiS var fyrir árið 1902, og
nefnist “Spring Lake District,
Daysland, suðaustur af Edmonton.
Góð ibújörð í C estur-Canada, er
besta eignin, sem eg þekki.’’
Sönnun góðrar afkomu. Maður
nokkur Williamson að nafni, er
fyrir nokkrum árum tók s-ér ból-
festu i áveituhéruöunum í Alberta,
kom með tvær hendur tómar, á nú
skuldlausa bújörð, ásamt öllum
landbúnaðaráhöldum og hefir aldr-
ei minna en áttatíu ekrur undir
rækt.
Ánœgður nýbyggi. “Þegar eg kom
til Canada frá Englandi árið 1901
var eg öldungis óvanur landhúnaði
og átti aðeins $48.00. Eg fór ti!
Sedgwdck í MiS-Alberta og var þar
í yinnumensku í full fjögur ár. Um
vorið 1915, hafði eg dregið saman
það mikla peninga, að eg gat fest
kaup í bújörð, en nú á eg 320 ekr-
ur, öll nauðsynleg búnaðaráhöld,
tíu hross og allmikið af nautgripum
og alifuglum. Alberta-fylki er
einkar hentugur staöur fyrir þá, er
lítil hafa efni til að býrja með. At-
vinnuskilyrðin eru þar mörg og
góð.”—Wm. Henley.
Tækifærin í Vestur-Canada. -—
“Sá er vill vinna nýtur óþrjótandi
tækifæra i Vestur-Canada,” slik
eru ummæli Sydney Chipperfield,
er fluttist hingað til lands frá Essex
á Englandi, árið 1883. Nú á hann
1,920 ekrur lands, stóra nautgripa-
hjörð, og þar á meðal sex pure
bred Holstein.
Hann kom til Palouse. “Hvergi
betri framtíðarskilyrði að finna,”
segir George W. Hampton um
Vestur-Canada. Mr. Hampto-n
fluttist hingað frá hinni frægu
Palouse bygð í Washington rikinu,
árið 1917. Hann kveðst fá að
meðaltali: 35 mæla hveitis af ekr-
unni, 85 af byggi og 70 af höfrum.
Ennfremur á hann fjölda hrossa og
nautgripa.
Harðánœgður. — G. S. Beamish,
að Landrose, Sask, skrifar: “Við
fengum í ár, um 9,000 mæla korns.
Af höfrum, fengum við um 100
mæla af ekrunni. Einnig höfum
við um 100 svin, og teljum rækt
þeirra mjög arðvænlega. Jörðina
og búið metum við alt í alt til $75,-
000, og mundum liklegast þó ekki
vilja selja það með því verði.” —
G. S. Bemish.
Byrjaði með $500. — Þegar Mr.
Brewer kom til Crowfoot, Alberta,
árið 1911, beina leið frá Pittsburgh,
Pa., átti hann aðeins til 500 dali í
eigu sinni. Nú á hann í Crowfoot
bygð 480 ekru land. Hefii hann
að jafnaði getað greitt $2,000 á ári
í afborganir. “Landið er alt inn-
girt,” bætir hann við og gripastofn
minn er nú orðinn hreint ekkert
smáræði.
Byrjaði mcð $25. “Eg held ein-
mitt, að hér sé rétti staðurinn fyrir
fátæka byrjendur,” skrifar Nathan
Meredith frá Bienfait, Saskatche-
wan. “Eg átti að eins $25 þegar
eg byrjaði búskap á þessum stöðv-
um.” Nú á Mr. Meredith 320 ekr-
ur lands, 13 nautgripi og nokkur
hross. Hann fluttist hingað frá
Tllinois 1915.
Vélritunarstúlka stundar land-
búnað. — Hér og þar um Vestur-
landið, er að finna stúlkur, er hætt
hafa skrifstofustörfum og tekið að
gefa sig við landbúnaði. Ein þeirra
er May Hazlett, ensk stúlka, sem
stundar landbúnað að Touchwood
Hills, Saskatchewan. Uppruna-
lega var það bróðir hennar, er nam
landið, en hann féll í orustunni við
Vimy Ridge og síðan hefir Miss
Hazlett veitt búgarðinum forstöðu
og farnast vel. Á hún mikið af
búpeningi og sáir korni árlega í
meira en hundrað ekrur lands.
Slátrari fcr að gefa sig við land-
biínaði. 1— Fyrir nokkrum árum
átti R. L. Graham dálitla kjötsölu-
ibúð í Winnipeg og komst vel af.
Samt ákvað hann að leita lengra
vestur á bóginn og tók sér heim-
ilisréttarland, 160 ekrur. Ruddi
hann fyrst 77 ekrur og fékk ná-
granna sinn til að ryðja með sér 33
ekrur í viðbót. Þetta var árið 1910.
Fékk Mr. Graham all-góða upp-
skeru. Á Chicago Live Stock Ex-
hibition fékk hann önnur verðlaun
fyrir Percheron fola, er hann sendi
þangað, og hefir fengið fleiri verð-
laun síðan. Nú á Mr. Graham
1,120 ekrur lands, sem metið er á
$60,000. Hann hælir mjög Landis
bygðinni í Saskatchewan.
Maður frá Sandpoint, Idaho,
skrifar eftirfarandi athugasemdir,
13. ág. 1919, eftir að hann flutti sig
búferlum til Mið-Alberta:
“Árið sem leið ruddi eg fjórtán
ekrur og sáði hveiti í tvær en höfr-
um í tólf. Bjóst eg satt að segja
ekki við uppskeru sem neinu næmi.
Niðurstaðan varð þó sú, að eg fékk
um þrjú hundruð mæla.” — Hann
bætir þvi einnig við, að mestu
hlunnindin, er hann samt sem áður
hafi notið síöan að hann fluttist
þangað, sé hinir ágætu barnaskólar.
Bæði séu kennararnir mjög góðir
og hitt engu síður þakkarvert, að
börnin séu flutt til skólanna og frá
þeim í lokuðum og hlýjum vögn-
um. Mr. Graham kveðst einnig hafa
búið í Californfa, Oregon og Wash-
ington ,og tjáist hvergi á þeim
svæðum hafa orðið var við jafn-
góð skilyrði til kornræktar og á
þessum nýj'u stöðvum.
Komist vcl áfram. — August
Wahinder, fluttist frá North Dak-
ota árið 1908, til Caven í Mið-
Saskatchewan. Þegar hann kom
til Canada, átti hann aðeins nokkra
dali og fimm hross. Nú á hann
800 ekrur af góðu landi og 40 naut-
gripi.
Bóndakona skýrir svo frá:
“Tækifærin hér eru óviðjafnanleg
fyrir þá, er vilja vinna,” skrifar
Mrs. Alice Noakes, er fyrir tveim
árum fluttist til Speers, Sask., frá
Lundúnum. “í fyrra fékk maður-
inn minn 22 mæla hveitis af ekru
hverri, en sökum þess hve raka-
samt hefir verið í ár, gerir hann
ráð fyrir drjúgum meiri uppskeru.”
Vcrt lcsturs. — Dennis Bird, er
um all-mörg ár hefir búið að Las-
burn í Battleford héraðinu, farast
þannig orð: “Uppskeran á þessu
svæði bregzt aldrei gersamlega. Að
minta kosti sprettur þar ávalt
nægilegt fóðurgras, og er griparkt
þar þvi ávalt trygg.”
Bczta, scm hann licfir þckt. —
“Þetta er sá bezti landshluti, er eg
hefi nokkru sinni augum litið,”
skrifar A. Frederickson, frá Mer-
vin, Sask. og í sömu átt hníga um-
mæli Franks Bramhall, um Lloyd-
minster héraðið. En þar hefir
hann búið síðan 1904 og á þar 320
ekrur ræktaðs lands.
Nafntytunur hvcitirccktarmaður.
—Árið 1907 fluttist ungur maður
ásamt konu sinni frá Cedar Rapids,
Iowa, til Saskatchewan. Fjórtán
ár eru liðin síðan að þetta gerðist
og segir eitt Regina blaðið, að ungu
hjónin hafi sokkið í skuldir fyrsta
árið. Hvað sem því leið, þá er
hitt þó víst, að nú eru þau hjón
orðin stórefnuð og tekjurnar af
búi þeirrá nema árlega mörgum
þúsundum dala. Bóndi þessi vann
önnur verðlaun fyrir hveitirækt á
sýningunni í Denver 1915» fyrstu
verðlaun á Peora sýningunni 1917,
önnur verðlaun á sýningunni í
Chicago 1919, og fyrstu verðlaun
i Kansas City sama ár. Þessum
eina manni eða forgöngu hans, er
að mfklu leyti þiýkkuð hin góða
hveitirækt, meðfram þjóðbrautun-
um—Canadian National Railways.
Allmikið af útsæðishveiti frá þess-
um manni, hefir nú verið sent til
Nýja Sjálands.
ELDTRAUST TRÉ.
Norðmenn hafa á síðustu árur.
unnið að þvi, að gera timbur til
húsabygginga eldtrygt. Þótti það
í fyrstu heldur ósennilegt, að tak
ast mundi að gera svo eldfimt
efni og timbur, trygt fyrir eldi.
En eftir því sem norsk blöð segja
hefir þetta tekist, og á nú að fara
að byggja allmörg hús úr þessu
eldtrygga timbri, 0g hefir verið
stofnað í Noregi byggingarfélag.
sem ætlar að iáta reisa nokkur
hús úr þessum eldvarða við. —
Hefir það látið byggja bráða-
birgðahús, og látið reyna, hvað
þau þyldu mikinn hita, og hafa
þau reynst þola frá 800 til 1000
gr. á Celsíus.
Þrátt fyrir mikla kosti, hefir
það þó jafnan verið allmikið
hættuspil að byggja úr timbri,
vegna þess, hve eldfimt það er.
Norðmenn hafa mörgum öðrum
freur fengið að þreifa á því, því
mælt er, að þeir verði árlega fyr-
ir 30 milj. kr. tjóni af bruna, Það
er því ekki undarlegt, að þeir
leggja mikið kapp á að finna upp
aðferð til þess að gera timbrið
öruggara gegn áhrifum elds. Og
það hefir um mörg ár verið við-
fagnsefn’i iðnfræðinga, að sigrast
á þessum galla timbursins.
Þennan eldtrausta við nefna
Norðmenn Plybest-borð. Er hann
þannig úr garði gerður, að með
sérstökum vélum er borið stein-
líms- eða kalkblöndulag á tréð,
og drekkur það efnið í sig svo
mikið, ,að það verður eldtrygg
húð, allþykk, utan á hverju borði.
Eftir því er norsk blöð halda
fram, gerbreytir þetta byggingar-
kostnaði timburhúsa, og í raun og
veru öllum trjáviðariðnaði. Og
vátryggingarfélögin norsku telja
það mikinn feng, að fá þennan
eldtrausta efnivið í ‘ timburhús.
— Morgbl.
Islenzk listasýning í
Danmörku.
MeS Gullfossi síðast var sent
héðan til Danmetkur úrval af ís-
lenzkum málverkum og listiðnaði,
sem sýnt verður i málverkahöllinni
Charlottenborg í Khöfn í næsta
mánuði. Verður sýningin opnuð
10. desember og verður ilokað á
F’orláksmessu.
Héðan voru send á sýninguna
264 málverk og teikningar eh i
Khöfn bætast nokkur málverk við.
einkum eftir Jón Þorleifsson og
Júlíönu Sveinsdóttur, svo að alls
verða myndirnar nær 300 talsins.
Eru þær elstu í þessu úrvali manna-
myndir eftir Sigurð málara Guð-
mundsson. Flestar myndirnar eru
eftir Guðmund heitinn Thorsteins-
son og Jóhannes Kjarval, en að
fyrirferð mun mest vera eftir þá
Ásgrím Jónsson og Jón Stefáns-
son, því að allmargar af myndum
Kjarvals og Guðmundar eru smá-
myndir og teikningar.
Af listiðnaði, sem sendur hefir
verið á sýninguna, má nefna gull-
og silfursmiði forna og nýja, tré-
skurð og kvenhannvrðir; m. a.
fóru allmargir vandaðir kvenbún-
ingar.
Nefnd manna hér i bænum hefir
annast um valið á sýningarmunun-
um; er Matthías Þórðarson forn-
minjavörður, formaður hennar en
aðrir nefndarmenn eru Krabbe
vitamálastjóri, Kjartan Thors, Sig-
ríður Björnsdóttir, Eggert Claes-
sen og Ásgrímur málari. Fór for-
maður nefndarinnar utan með
sama skipinu og sýningarmunirnir,
til þess að annast skipulag sýning-
arinnar í Khöfn, en þar er önnur
nefnd á rökstólum, sem hefir allan
vanda af sýningunni að öðru leyti,
og er Johan Hansen aðalræðismað-
ur formaður hennar, og auk hans i
nefndinni mentamála-ráðherra
Dana, Svéinn Björnsson sendi-
herra, og ýmsir ritstjórar Hafnar-
blaða.
Úrval af myndum þeim, sem
sýndar verða' 'á Charlottenborg,
verður sent til Þýskalands og sýnt
í ýmsum borgum þar, undir umsjá
þýska félagsskaparins Norddeuts-
cher Verein i Lúbeck. Er það þetta
félag, eða öllu fremur trúnaðar-
maður þess'G. Gretor blaöamaður,
sem á upptökin að þessari sýningu,
og var hann gerður út hingað til
þess að annast framkvæmd máls-
ins. Á leiðinni hingað frá Þýska-
landi, færði hann þetta mál i tal
við ritstjóra í Khöfn, og varð það
úr, að Danir skjddu nota tækifærið
til að koma á íslenzkri sýningu í
Höfn, enda hefir það verið í ráði
nokkur undanfarin ár, þó ekki hafi
orðið úr þvi fyr. Gretor hvarf
héðan aftur með Gullfossi og mun
annast um sýningarnar í Þýska-
landi, en Matthías verður í Khöfn
sr
!
i
BAKIÐ YÐAR EIGIN
BRAUD
með
ROYAL
8
*
h
Sem staðist hef.
ir reynsluna nú
yfir 5o ár
þangað til sýningunni er lokið þar.
Hefir stjórnin veitt styrk nokkurn
til þess, að maður héðan gæti verið
i á aðalsýningunni og haft umsjón
I með gripunum sem margir hverjir
eru dýrir og fágætir.
Vísir 30. nóv.
The Royal Bánk of Canada
Eins og ársskýrsla bankans, sem
prentuð er á öðrum stað í blaðinu,
ber með sér, hefir viðskiftavelta
!>ankans aukist stórkostlega á ár-
inu, sem leið og sömuleiðis eignir
bankans, sem nú nema samtals
$894,663.903. Eignir bankans hafa
á árinu vaxið um $128,287.000, án
þess þó að nokkur annar batiki hafi
á þessu tímabili sameinast honum.
Eru það eins dæmi um nokkurn
banka alt til þessa. Viðskifti bank-
ans hafa ekki aðeins aukist stór-
kostlega hvað lán snertir, heldur
hefir fólk lagt inn á hankann miklu
meira fé heldur en nokkru sinni
fyr. Sýnir skýrslan að bankinn er
ákaflega sterkur og hefir afarmik-
ið tryggingafé. Skýrslan sýnir
ennfremur. hvorttveggja í senn ,að
hér í Canada er stórkostlegt starfs-
y-vor pinnicr að híinkannm
♦Tmí-mBmEm^m^mJmJmJm^MS
f
f
f
f
f
X
f
f
f
f
f
❖
f
f
f
f
f
❖
f
f
f
♦♦♦
- f
♦!♦
BYRJAR NÚ SITT 41. AR
Hver er sá, er eigi vill að því vinna, að bræðrabandið milli Austur og Vestur Islendinga haldist sem allra
lengst við? Lögberg hefir nú í síðastliðin fjörutíu ár, verið ein megin tengilínan milli þjóðbrotanna, og mun svo
enn verða um langan aldur.
Með því að gerast áskrifandi að Lögbergi núna um áramótin og senda það frœndum og vinum heima á
Fróni, vinnið þér ómetanlegt gagn í þarfir íslenzks þjóðernis, og byggið með því brú yfir hafið.
Hver er sá, sem ekki elskar ‘ ástkæra og ylhýra málið”? Vernd þess hér í dreifing-
unni vestrœnu, er að miklu leyti komin undir andlegu sambandi við stofnþjóðina á
Fróni. Festið þettaí minni og skrifið yður fyrir Lögbergi nú þegar.
Kostar $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
:
f
f
f
f
♦:♦
f
f
f
f
♦;♦
f
f
f
f
f