Lögberg - 05.01.1928, Page 6

Lögberg - 05.01.1928, Page 6
Bls. ». LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JANÚAR 1928. Dóttir sjávarins. Eftir JOHANE SCHÖRRING. Sagan er í þrem þáttum: 1. Filia Maris. 2. Berg læknir. 3. Melania Verent. Læknirinn leiddi hana þangað, sem loftið var betra og lét hana setjast á stól, settist svo öndvert henni, svo hann sæi framan í hana. “Segið mér nú fljótt frá þessu, eg er eins sterk og flestar manneskjur, sem hafa orðið fyrir þungum sorgum, óvissan kvelur mig.” “Jæja, frú„ þessi unga stúlka er sú elskuverð- asta, sem eg hefi nokkuru sinni kynst; hugsið yður, ef hún væri af yðar ætt?” “Hvað segið þér? — Sonur 'minn, sem strand- aði — nei, það er óhugsandi — þau druknuðu öll. Vitið þér, að það eru meira en tuttugu ár síðan?” “Hún er, og hefir allar sannandrnar með sér, einkabarn sonar yðar, eina manneskjan, sem, bjarg- að var frá skipinu.” Á þessu augnabliki greip læknirinn gömlu kon- una í faðm sinn. Hún varð máttvana; en að eins eina mínútu, svo grét hún af gleði, faðmaði hann að sér og kysti hann. Hann gleymdi því, að tárin runnu niður kinn- ar hans, á meðan hann sagði frá allri æfisögu Filia Maris. Aldrei hefir neinn viðburður verið sagður með meiri alúð en þessi. Og aftur og aftur varð hann að endurtaka: Filia Maris. ^ “Mér þykir vænt um, að gamli presturinn kall- aði hana — dóttur sjávarins. Það lakasta er, að hún er gift, hún verður strax að koma hingað, er það ekki rétt, læknir? Já, falleg er hún, þetta and- lit lýgur ekki; en hlustið þér nú á, hve mjög við höfum syrgt og leitað; en eg verð fyrst að kalla á son ittinn, konu hans og barn.” “Við skulum fyrst ljúka samtalinu. Þér verðið að hlífa yður.” “Eg skal nú segja yður, að þegar sonur minn og kona hans, með sex vikna gamalt barnið sitt, fóru héðan, ætluðu þau til Havre með sardínur ag aðra á- vexti, hann ætlaði að koma aftur með hálfan farm og koma við á spænskum höfnum, þar sem ættingjar tengdadóttur minnar voru. Um það leyti, sem við væntum þeirra heim, kom bréf frá syni mínum, er sagði oss, að í stað þess að koma heim, þá færi hann annað hvort til Leith, með farm af víni, eða til Riga með verðmikinn farm af postulíni til rússneskrar furstainnu, ásamt nokkru /af suðurlandaávöxtum; hann skyldi bráðlega skrifa okkúr aftur. Þegar við fengum þetta bréf, var ofsaveður í nokkra daga; en við hugguðum okkur með því, að hann væri enn í Havre, og væntum nákvæmari fregna. En sú fregn kom aldrei, og þegar við fórum að gera fyrirspurnir, voru svörin svo gagnstæð, að ekk- ert varð á þeim bygt. Blöðin sögðu frá skipreikum í þessum stormi, en gátu aldrei um Mel- ínu Vernet. Sonur minn fór til Havre, en alt sem við fengum að vita, var, að allir hefði farist, að lík- um í miðju Atlanzhafi; þar eð engar fregnir feng- ust, álitum við að alt væri tapað.” Nú þagnaði hún sökum grátekka. Læknirinn sagði nú frá viðurkenningu manns- ins, sem fann og rændi skríninu. Fyrst þaut gamla konan á fætur afarreið og sagði: “Nei, slíkt getur maður ekki fyrirgefið, krefjist þess ekki; yfirsjón þessa fiskimanns er of slæm til þess; hefði hann sagt frá þessu, þá hefði það linað sorg okkar og við hefðum fengið þetta inn- dæla barn aftur, það hefði verið ósegjanleg gleði fyrír manninn minn, sem þessi óhappa viðburður hafði þau áhrif á, að hann varð aldrei jafngóður eftir hann.” En svo talaði læknirinn ástúðlega til hennar og sýndii henni fram á, að Filía hefði ekki' orðið fyrir neinum rangindum, hún hefði verið alin upp með þeirri alúð og umhyggju, sem ekki ætti sinn líka, var virt mikils og dást að af öllum, var bundin við þetta land, sem hún kallaði sitt, með svo sterkum böndum, að hún mundi ófáanleg til að yfirgefa það. Að síðustu sagði hann henni, hvað ógæfusam- ur fiskimaðurinn hefði verið yfir þessari brejd;ni sinni, og að þegar hann var að deyja, hefði hann beðið guð að fyrirgefa sér, ef mennirnir gæti það ekki. v Þe»tta var nóg, hún féll á kné og bað til guðs. Læknirinn lét hana vera óhindraða, fór og sótti skrínið. Þegar hann kom aftur, stóð hún á miðju gólfi eð þeim guðmóði, er sýndi, að friður bjó í sálu hennar. Hún gekk á móti lækninum með framréttar hendur. “Að þakka yður, megna eg ekki; en guð blessí yður, yðar fólk og yðar land! Eg skal láta lesa sálnamessu yfir fiskimannin- um, og biðja um fyrirgefningu, af því eg var ósátt- gjörn. “Þetta skrín, gaf eg Constance, til að geyma 1 skrautmuni sína,” sagði gamla konan, þegar læknir- inn sýndi henni það. Og alla munina, sem í því voru, fékk hún. aftur. Gleðin og undranin, sem umkringdi læknirinn iþessa daga, var óviðjafnanleg. iHann kyntist margmennri og alúðlegri fjöl- skyldu, sem ekki þreyttist á því að spyrja um Filiu í fjórtán daga. Það hefði strax verið send fjölskyldu sendi- nefnd eftir Pilíu, ef læknirinn hefði ekki verið því svo mótstæður, af því hann vildi sjálur segja Filíu fró öllu, sem hann hafði séð og heyrt. Eftir óteljandi hugleiðingar og lækna vottorð, var það loks ráðið, að gamla konan, Melína Vemet, skyldi fara til Danmerkur með lækninum, og svo ætti Storm ásamt konu sinni, að fylgja henni heim næsta vor. Fjölskyldan gæti á meðan séð um erfðir Filfu. En Pilíu Maris í Klukkutjórninni vildu föður- bræður hennar ekki missa, fyr en þeir sæju hana sjálfa. Þegar læknirinn varð að skilja myndina eftir, sagði hann við sjálfan sig brosandi: “Það er eins fyrir þeim og Storm þegar hann sagði: ‘Hún er orðin mér svo kær’!” Lækttirinn hætti við að fara til Róm. Hann skrifaði Maríu Krog, að hann kæmi mán- uði fyr, en hann hefði ætlað, og kæmi með gamla konu, sem yrði að fá eins góða viðtöku og mögulegt væri. “Alt af birtast ný undur,” sagði Melína gamla, “að hann skyldi þurfa að verða sjötugur, til að fram- kvæma þetta.” “Þú verður að segja mér, hvað þú meinar,” sagði María . ■“Þú færð nógu snemma að vita það,” svaraði Melína og fór. María hugsaði um þetta litla stund, hætti svo við það og gleymd'i því. !En orðrómur þessi breiddist út um Fjón með eldingar hraða, að Berg læknir hefði gifzt greifa- innu í útlöndum, sem hann hefði elskað í æsku, en ekki getað fengið fyr vegna ættingja hennar o.s.frv Loksins nam vagninn staðar fyrir utan hús læknisins á Svanhólmi. Það var kvöld. Af Ijósafjöldanum í húsinu gat maður ráðið, að þar væri eitthvað hátíðlegt á ferð. Þegar garðdymar voru opnaðar, kom fyrst út ung, hvít vera fljúgandi, það var Maria Krog. En þegar læknirinn kom inn í forstofuna með gömlu konuna, kom önnur ung vera í faðm hans; það var Filía. “Nú, játaðu nú að eg hafi narrað þig!” “Guð blessi þig, góða barn,” sagði ‘hann og at- hugaði hana, “með komu þinni hefir þú narrað mig, það er satt; en ekki með hinu, það grunaði mig.” Filía fékk ekki tima til að roðna, því á sama típia tók gamla konan hana í faðm sinn. “Hamingjan góða, læknir, þér gerið út af við m’ig með viðbrigðum; þetta er hún, andlit hennar segir það. Eg hefði þekt hana meðal þúsunda annara kvenna.” Læknirinn varð alvarlega hræddur um þær báð-i ar, en nú gat hann ekki við neitt ráðið. Sér til gremju heyrði hann, að Storm kæmi ekki fyr en eftir nokkra daga, svo hann varð nú' að stunda hans vinnu. “Filía,” sagði. hann, þegar hann var búinn að koma þeim inn í garðstofuna, “vertu nú sterk og skynsöm kona. Eg hefi veráð í burtu til að finna fjölskyldu þína, kystu nú gömlu konuna, Melínu Vernet, aftur, hún er amma þín, móðir föður þíns, og eg kyntist henni í Róm sem ungri stúlku.” Filía gekk til ömmu sinnar, kysti hana og sett- ist hjá henrti, en læknirinn og María settust á móti þeim. Svo sagði læknirinn ferðasögu sína, stundum á frönsku, stundum á dönsku. Filía fölnaði af geðshræringu, en þegar hún skildi ált saman, hvíldi hún höfuð sitt við brjóst Melaníu, eins og barn, sem vill láta dekra við sig. Hún hafði aldrei staðið í nánu sambandi v>ið neina kvinnu, svo þetta var ný og mikil gæfa fyrir hana. Fáum mínútum síðar stökk hún á fætur og gekk til síns gamla vinar: “Nú skuldum við Storm þér mest af öluum í heim- inum, svo mikið, að við getum aldrei fullþakkað þér; — en því máttu trúa, að hve gæfurík sem eg er nú, því það er eg — og hve .mikið gott sem bíður mín í hinu fagra Suður-Frakklandi, þá getur ekk- ert komið mér til að fara héðan alfarin.” “En hvað ætli StOrm álíti?” “Þú veizt það, að Knud myndi sízt af öllum vilja, að eg hugsaði öðruvísi,” svaraði Filía. “Kennið mér dönsku, svo eg skilji ykkur,” sagði amman. Hún var hrifin af Filíu. Læknirinn bauð henni handlegg sinn, og þau gengu tól snæðings. — Malena sá að sér hafði -skjátlað. Þegar læknirinn gekk til hvíldar, las hann bréf frá Konrad Herbst, sem sagði honum, að hann væri búinn að fá embætti, og að sér líkaði vel við sóknarbörnin, þó þau hefði verið vanrækt. Þegar læknirinn hafði lesið bréfið, lagðiyhann það saman og sagði: “Hann er skyldurækmn og góður maður.” Og svo sofnaði hann. Fáum dögum síðar kom Storm. Gamla frúin Vernet áleit hann unaðslegan, og Storm undraði á tíguleika hennar og aðlaðandi út- liti. Eftir eins dags samvistir, var sem þau hefði verið saman í mörg ár; þau kunnu ágætlega vel hvort við annað. “Knud, lofaðu mér að sjá þig,” sagði Filiía, þegar þau voru orðin ein um kvöldið. “Það er dá- lítill skuggi á andliti þinu, sem annars er vant að vera ánægjulegt, ert þú ekki í raun og veru glað- ur?” “Jú, Filía, eg er glaður, fremur þín vegna en mín. Eg veít að þú skilur, að mér finst eins og þú líðir frá mér, að eg muni missa þig til Frakklands til fjölskyldu þinnar. Það yrði mér deyðandi sorg. Og í öðru lagi skeyti eg ekki um, að þú verðir rík.” “Ó, þú slæmi Knud, að þú skulir ímynda þér, að eg muni gleyma því, að eg er dönsk. Auk þessa þarf eg ekkert að íþyngja þér með auð. Allar eigur föð- ur míns hurfu með honum í sjóinn. Það verður þá að eins um að tala dálítið eftir ömmu mína, og Berg stakk upp á því við fjölskylduna, ef að þér og mér geðjaðíst að því, að eg fengi fallega skrauthýsið, sent hún býr í, og sem foreldrum mínum þótti svo vænt um. En ef þú ert ekki glaður, hvað gagnar þá f alt þetta?” “Jú, nú er eg sannarlega glaður og ánægður,” sagði hann og faðmaði hana að sér. “En segðu mér eitt, Filía: Var ekki búið að skíra þig, kalla þig Melaníu, þegar þér var bjarg- að?” “Þey,” svaraði Filía. “Það eru nóg vitni til að sanna það, að eg óx upp undir því nafni, sem eg nú ber, var fermd undir því, og gift þér undir því. Það nafn vil eg ekki missa.” Hún lagði handlegginn um háls manns síns og grét. “Segðu svo aldrei oftar, að eg eigi ekki heima hér, því þá get eg ekki haldið að eg verðskuldi þá ást, sem þið hafið allir veiitt mér. Þú veizt, að eg er of trygg til að vilja víkja einn þumlung frá ykk- ur, hvað sem í boði er.” Storm lét hana tala það sem hún vildi og hvert orð hennar lyfti honum hærra upp á tinda gæf- unnar. Nú fann hann betur en nokkru sinni áður, hve almáttugar tilfinnigar hin sanna ást geymir í sér. “Mín kæra, elskaða kona, Filía Maris, þegar við tvö þurfum aldrei að skilja, hvorki í þessu lífi né öðru, þá er alt gott; aðalkjarni tilveru okkar er, að við þurfum aldrei að skilja. Er það ekki satt?” “Jú,” svaraði Filía, o gleit í ástríku augun hans; “hvorki á jörðu né á himnum.” Þegar María Krog var fermd, var stór hátíð í húsi læknisins. Þar mætti Filía unga prestinum Herbst, Möhls skógarverði, Ebbu Krog, sem orðin var stór stúlka, og Lars Krog, sem kom til að vita hvernig Vernet fjölskyldan ætlaði að haga sér gagnvart ekkju hins framliðna Jeppe. Iíann fékk bæði munnlegt og skriflegt loforð fjölskyldunnar um, að honum væri fyrirgefið og að þenna viðburð bæri að dylja. Og gamla frú Melanía gaf björgunarmanni son- ardóttur sinnar pyngju, sem í var ríkuleg ávísun fyrir peninga handa honum í elli hans. Hann þáði þetta sem gjöf tiil barna sinna. Hann varð lika að lofa Storm og Filíu að koma til þeirra næsta vor, og vera skírnarvottur fjrrsta barns þeirra, ef alt gengi vel. Um kvöldið sagði séra Herbst lækninum, að hann ætlaði að koma aftur að ári liðnu og biðja Maríu, ef hann vildi leyfa sér að koma. Læknirinn ráðgaðist um þetta við Filíu og Storm, og þeim kom öllum saman um, að ráðahag- urinn væri góður. Þegar Storm og Filía ætluðu að fara — læknir- inn átti að koma á eftir þeim fáum dögum síðar, — fékk læknirinn Filíu lítinn böggul til að opna, þeg- ar hún kæmi heim. Þegar Filía opnaði böggulinn heima hjá sér, fann hún í honum sessu, skrautsaumaða með svefn- grasa myndum. Undir sessunni lágu nokkur skrif- uð blöð, sem utan á var skrifað: “Ýmsar æfiminn- ingar.” Hjá þeim lá bréf, þannig orðað: “Að vera skilinn, er jafn nauðsynlegt fyrir gamla og unga, þess vegna skrifa eg þessar æfi- minningar, svo þið vitið um sorgir mínar og gleði. Eg á máske á hættu að hin unga frú opinberi þetta í einhverri bók, sem hún máske skrifar; en hvað gerir það, þó fáeinar manneskjur hingað og þangað álíti sig þekkja mig? Hún hefir leyfi til þess! Að fjórum dögum liðnum komum við. Hvernig fæ eg tíma til alls þessa: að heim- sækja ykkur nú, vera skírnarvottur í vor, heim- sækja ykkur í skrauthýsinu í Cannes, og að byggja sjúkrahús! Eg verð að sýna dugnað. Verið þið sæl á meðan. V. Berg.” “Þessi ágæti, góði vinur,” sagði Storm, þegar hann hafði lesið bréfið yfir öxl Filíu, “komdu nú, við verðum að flýta okkur að skreyta hemili okkar, svo að hann sjái, að það er eins fallegt hér í Rósa- gervinu og í Frakklandi, og að það er húsmóðir hér, sem er verð þess heiðurs, að tvö lönd vilji eiga hana.” ENDIR. Uppreisnarmaður. Eftir Carl Snoilsky. Um kirkjugarðinn gustur haustsins fer, að gráum rúðum skólans laufin ber og þyrlar fyrir glugga bleikum blöðum. Þar inni sitja piltar bekk við bekk, sem bundnir væru sterkum töfrahlekk, — hver barmur knúinn hjartaslögum hröðum. í voðarómi, er rjrnur alt í kring, þá reynir kennarinn sagnbeyging og gefur hvorki frest né fyrirvara. Á augnabliki’ ej: lævíst líður burt, skal latínuna finna’, er um var spurt, unz nafn hann kallar. Þá skal seimlaust svara. Einn hrekkur upp sem skotinn strax í stað, en stamar bara — ekki meira um það — fær góðan kinnhest, granttinn spurninguna. Svo gengur fræðslan öll í sömu átt, og eitt eg fékk að vita á þennan hátt, að taugar hefi eg, — það eg tnátti muna. Hve óralangur oss var tími sá! Og augun læddust sífelt til að gá hvort klukkan yrði aldrei tólf þann daginn. Þá skyldi matast, — gleypa samt í sig — og síðan lesa undir drep og slig, a því klukkan þrjú skyldi’ aftur byrja braginn. Þá kverið sína þraut og þjáning býr og þangað til hver mínúta er dýr, með hönd á forki — fræðin vor í hinni. Þar hljómar loks hið lengi þráða slag! Oss latínan ei pínir meir í dag. — • Nú ríður á að hraða heimför sinni. En kennarinn er ekki búinn enn, og augnablikin fljúga — tvenn og þrenn, unz korterið er þrotið. — Þá er heima! Um bekkinn læddist mögl og muldur hljótt, — en meistarinn leit við — og alt varð rótt. Þá gerðist það, sem eg mun aldrei gleyma. Þá stóð upp einn—, er sérhver hokinn hékk—, sem hafði sæti inst á fremsta bekk, næst kennaranum allra innan gætta. Hann mælti fast, með friðsamlegri ró, með fullri kurteisi, en einbeitt þó: “Það mætti ei biðja meistarann að hætta?” Hve djarft—af sveini, er frjálsrar fræðslu naut! Hann framan í sig líka svarið hlaut. Það var sem allir gengjum vér á glóðum, er fimtán ára unglingurinn hratt við armlegg harðstjórans, sem næstum datt, og keikur stóð með vöngum reiðirjóðum. Þá sauð fyrst upp úr. Sjálfur rektorinn kom svipþungur og hátíðlegur inn, með einum hætti brotið mátti mýkja: Með auðmjúklegum afsökunum, strax og opinberri hirting sama dags til aðvörunar — annars burtu víkja. Vér athuguðum andlit félagans. í Þar orusta var háð um forlög hans. Hvort skal þann kaleik tæma—eða tregðast? Hans framtíð veltur öll á einu hér, því enga fræðslu keypt hann getur sér, ef hérna skyldi skólavistin bregðast. Hann hefir gáfur, þráir þekking mestí og þýðir Cæsar allra pilta bezt, til vegs og stöðu strax hann lagði drögin. Hann hefir drejont um háan mentaveg, — en hér er engin læging möguleg. Nei, þá er betri sjórinn eða sögin! Það var oss langt og leitt að heyra og sjá. Vér litum roða og fölva skiftast á á kinnum hans, hann mátti varla mæla.— Svo stamaði hann að eins út úr sér: “Eg ætla bezt, að vera ei lengur hér”, “Svo farið þér!” Og hurðin skall á hæla. — Hann farinn var. En seinna sagt var frá, að sézt hann hefði næstu grösum á í sótugri’ úlpu og ekki hreinn í framan. Og hvíslað því með leynd og vorkunn var í verksmiðju hann hefði náðist þar, hjá Bolinder, — svo bar þeim flestum saman. Um upphlaupsmannsins nafn slík nepja stóð sem næddi gola af kaldri vetrarslóð og færi um heita stofuloftið straumum. Hinn vilti fugl, er þoldi ei búr né bönd, flaug burt, á veruleikans auðu strönd. Vér hinir sátum heima yfir draumum. Já, draumum! Hvar sem flett var blaði í bók, hin bjarta hetjufylking við oss tók, Tell, Washington og Brútus — einn af öðrum. Hve fagurt var í fornum skræðum þeim þær frelsishetjur mega sækja heim og hefja sig til flugs á þeirra fjöðrum. Og undir frelsismerkjum leið vor lá með leiðtogunum æðra heimii frá, sem sagan hafði fléttað frægðarsveiginn. Og enginn kom í úlpu kolamanns með ónotalegt vottorð sannleikans, — að lærdómur og líf fer hvort sinn veginn. Magnús Ásgeirsson þýddi. —Iðunn. Sendið korn yðar tii UNITED 6RAIN GROWERS t? Lougheed Building CALGARY Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. liaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa&aaaaaaaaaaQaaaaaaaaaaaaaaaa' llil!ll!lll!!lllll!ll!IÍllllllilllll Nýjasta og bezta BRAUÐTEGUNDIN Búin til með ágætasta rjómabús smjöri Það er smjörið í Bamby brauði, sem gerir það öllu öðru brauði betra. Hvert einasta brauð í umbúðum. Kaupið þessa brauðtegund strax í dag! Fæst hjá mat- B vörukaupmanninum, Canada Bread umferðasölum eða með því að hringja upp B2017-2018. \ v Canada Bread Co. Limited A. A. RYLEY, Manager í Winnipeg

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.