Lögberg - 12.04.1928, Qupperneq 3
LöGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRÍL 1928.
BU. 3.
Gigt og þrautir í bakinu
læknast.
Þetta Segir Kona Ein í Quebec
Eftir að Hafa Reynt Dodd’s
Kidney Pills.
Melle Jeanette Thibault Hefir
Þær Ávalt Við Hendina.
St. Cuthbert, P.Q., 9. apríl —
(Einkaskeyti)—
“í 5 mánuði þjáðist eg af gigt.
Eg hefi reynt Dodd’s Kidney
Pills og þær hafa læknað mig”,
segir Melle J. Thibault, sem heima
á í St. Cpthbert — “Eg reyndi
Dodd’s Kidney Pills í fyrra við
kvölum í bakinu, sem eg pat varla
þolað, ög batnaði ágætlega. Eg
fullvissa yður um, að eg hefi
Dodd’s Kidney Pills æfinlega við
hendina.”
Dodd’s Kidney Pills eru reglu-
legt nýrnameðal. Þær eru orðnar
verulegt húsmeðal, út um allan
heim, af því fólkið hefir reynt
Íær og fundið að þær eru góðar.
ær eru eingöngu nýrnameðal.
Þær lækna gigt, lumbago, bak-
verk og blöðrusjúkdóma, vegna
þess að þessir sjúkdómar stafa
af því að nýrun vinna ekki verk
sitt sem vera b'er.
Kirkjufélagsmál. -
1. Heiðingjatrúboð.
Enn aftur ber að minna á það
hlutverk, sem kirkjufélag vort
hefir tekið að sér í sambandi við
þetta mál. Það er að greiða $1,200
á ári til launa trúboðans, séra S.
O. Thorlaksson í Japan. Næst-
liðið ár gekk fjársöfnun í því
augnamiði frábærlega vdl. Á
kirkjuþingi 1926 var sjóðþurð,
sem nam á fjórða hundrað doll-
ara. Að greiða þá sjóðþurð og hið
venjulega $1,200 árstillag, tókst á
næsta ári. Stöpdum vér því mun
betur að vígi nú, en um sama leyti
í fyrra, áður en aðal tillögin frá
söfnuðunum fóru að koma inn.
Sú upphæð, sem nú er þörf á til
að standa í skilum við samþykt
síðasta kirkjuþings, er um $950.
Því meira, sem kemur fram yfir
þá upphæð, því betra. Á þetta er
nú bent öllum söfnuðum og ein-
staklingum kirkjufélagsins og
öðrum trúboðsvinum, sem reglu-
lega minnast þessa máls með
gjöfum. Einnig félög innan safn-
aðanna, sem málinu eru sinnandi.
Trúboðsfélög og kvenfélög hafa
sérstaklega reynst málinu vel.
Nú síðast á ársþingi kvenfélag-
anna, kom svo greinilegur trú-
boðsáhugi í ljós, að það var hið
mesta gleðiefni ðllum, sem málið
bera fyrir brjósti. Ef nú allir
reynast samtaka, er málinu borg-
ið. Þeir, er lesa hinar ágætu
skýrslur trúboðshjónanna á ári
hverju, fá þá sjón á þessu bless-
unarríka starfi, að með fögnuði
ættu þeir að leggja fram sinn
skerf. Ætti Iíka að hafa það hug-
fast, að taka sig snemma í vakt,
svo að helzt öll tillög mættu vera
komin til féhirðis um 1. júní, ef
ekki fyr. Utanáskrift hans er:
Mr. Finnur Johnson, 668 McDer-
mot Ave., Winnipeg.
En það er stærra atriði í sam-
bandi við þetta mál en fjárhags-
hliðin, þó hana beri ekki að van-
r®kja. Það er trúboðshugsjónin,
sem er svo nátengd hjarta krist-
indómsins, að hún verður ekki
frá því skilin. Hún þarf að vaka
fyrir kennimönnum og safnaðar-
iýð í anda nýja testamentisins. í
Því augnamiði þarf hún að fá að
nlóta sín í boðskap kennimann-
anna, í kenslu sunnudagskólanna,
1 bænum og Iofgjörð safnaðanna,
1 hugsun og bænalífi einstakling-
anna. Þá þarf ekki að óttast, að
málefnið verði ekki fúslega
styrkt. Þekking á og hlutdeild í
bugsjónum nýja testamentisins
erfc bezta stoð þess 0g annara
starfsmála kristninnar.
Járnefni úr Skepnun
Hefir Und
. ^etta Járnefni e
íi^ir ÞIoðlS°g það S!
001 efnum í líkaman
yel, þar sem önnur
áður hafa verið not
ekki. Af þessu
íf®nn reitt sig á heili
urnyjaða krafta, ef
<? ruattvana, tauga
kjarklitlir, eru að n
hnft ^atarlyst og slæ
nafa b°fuðverk og s’
ast ekki á nóttunni,
?7 fleir.a þvílkt. ken
.íarnefni í blóðinu.
Nuga-Tone hefir t
að geyma í ríkum mi
ems hreint og heiln
oezt ma vera. __ f ]
líka phosphorus, sem
betra til að styrkji
Einnig fleiri efni, sei
amann og lækna sj
heilsan er ekki gó?
veiklaðar, kjarkurini
Iitill, eða þú hefir
heilsubrest að stríðf
af ónógu járnefni i
faðu þér flösku af h
ef það reynist ekki e
yon á, eftir að þú
það 1 nokkra daga, I
ganginum og fáðu a
r'ina.
MARTIN & CO.
NYTIZKU V0R-FATNAÐUR
Búðarskápar vorir eru fullir og meir en það af ágætis fatnaði.
er valinn hefir verið með mestu nákvæmniog vandvirkni. Vér
erum verulega upp með oss af þeim vörum sem vér höfum
nú að bjóða og vorum
Sérstöku þægilegu borgunarskilmálum
O A vikur til að
borga
Afganginn meðan þér
eruð að brúka fötin,
Notið yður þetta mikla tœkifæri. Veljið f'ótin sem fyrst.
KAPUR
Tricotine, Charmeen, Foilles, Poiret Twill, Tweeds, Koshos.
$1975 til $49.50
AL-KLÆÐNAÐUR
Charmeen, Poiret Twill, Tweed, Kasha.
$29.50 til $49.50
Kjólar
Kasha, Wool Georgette, Flat Creþes, allar stœrðir.
$12.95 til $29.50
Einnig mikið úrval af karlmanna fatnoði og yfirfrökkum.
Auðveldir
borgunarskilmálar.
Portage
og
Hargrave
MARTIN & Co.
f Annað Góíf
Winnipeg
Piano. Bldg.
EASY PAYMENTS, LTD.
2. Heimatrúboð.
Samkvæmt ráðstöfun síðasta
kirkjuþings hefir framkvæmdar-
nefndin gefið söfnuðunum bend
ingar um þær upphæðir, sem frá
þeim þyrftu að koma til þessa máls
á árinu, ef framfylgja á að vera
hægt samþykt síðasta kirkjuþings.
Upphæðin er sú sama og til heið-
ingjatrúboðs $1,200. Margir af
söfnuðum vorum hafa fljótt og
vel styrkt þetta rriál, en þess væri
þörf, að hver söfnuður liti eftir
því hjá sér, að hans hluti til þessa
máls hafi verið lagður fram. Leik-
menn hafa á undanförnum kirkju-
þingum verið mjög hvetjandi í
sambandi við þetta mál, og er það
vel farið. Nýafstaðið þing kven-
félaganna sömuleiðis. Ef sá á-
hugi beitir sér heimafyrir, verð-
ur framför og takmarkinu með
fjársöfnun á þessu ári auðveld-
lega náð. Um miðjan febrúar
var liðlega helmingur kominn af
þeim $1,200, er safna átti. Von-
andi bregða vinir málefnisins f jær
og nær við, er þeir vita hvernig
ástatt er.
3. National Luth. Council.
Kirkjufélag vort er meðlimur
þessa sambands lúterskra kirkju-
félaga. Hefir það verið takmark-
ið, að sameina í þessum félagsskap
krafta lútersku kirkjunnar hér í
álfu í þeim efnum, sem ætti að
varða allar deildir hennar, og
skapa þannig heildar meðvitund
innan kirkjunnar. Þannig hefir
verið unnið nauðsynlegt líknar-
starf í Norðurálfunni og víðar,
liðsint trúboði, komið til liðs lút-
ersku kirkjunni á Rússlandi og
svo frv. Auk þess gefið út hið
merkilega rit, Lutheran World
Almanac, fréttasafn snertandi lút-
ersku kirkjuna, og haft opið auga
fyrir því, er snertir kirkjuna sem
heild. Á síðasta kirkjuþingi var
samþykt, að greiða til þessa fé-
lagsskapar á árinu vorn hlut úr
kirkjufélagssjóði, og láta öll til-
lög, er inn kæmu til þessa máls,
ganga þangað. Er á þetta minst
hér, til þess að minna söfnuðina á
málið og að ljá því liðsinni. Ef
allir söfnuðirnir létu smá-upp-
hæð, mundu fást þau rúm þrjú
hundruð, er nefnd eru í kirkju-
þingssamþyktinni.
4. Sunnudagsskólarnir.
Þeir eru eitt vort aðal velferð-
armál. Þar sem ekki er sunnu-
dagsskóli að vetrinum, er þörf á
því snemma á vorin að gera und-
irbúning undir sumarið. Það má
ekki dragast þar til skólinn á að
byrja. Þá vantar oft alt, sem til
v rksins þarf, fyrstu sunnudag-
ana. Menn og konur þurfa að
finna hjá sér köllun að liðsinna
málinu með því að gerast kennar-
ar og á annan hátt. Og að því
þarf að miða, að það sé framför
ár frá ári.
Til vakningar í sambandi við
þetta mál, hefir kirkjuþingi hug-
kvæmst að útnefndur skuli einn
sérstakur sunnudagur á árinu, er
sérstaklega sé helgaður því. For-
seta hefir verið falið að velja
daginn. Vil eg í því augnamiði
tilnefna sunnudaginn 13. maí
næstkomandi og hvetja til þess, að
prestar og söfnuðir styðji að því,
að þessi ráðstöfun megi verða sem
bezt að tilætluðum notum. 1
prédikunarstólnum á vel við, að
rætt sé um kristilega uppfræðslu,
og í sunnudagsskólanum ætti að
vera eitthvað sérstakt til að vekja
áhuga fyrir starfinu. Annars
haga menn sér eftir ástæðum á
hverjum stað.
Glenboro, Man., 19. marz ’28.
K. K. Ólafsson,
forseti kirkjufélagsins.
UPPSÖGN SAMBANDSLAG-
ANNA
\
Khöfn, 27. febr.
Sameiginlegt fyrir flest um-
mæli blaðanna í Kaupmannahöfn
út af yfirlýsingunum á Alþingi
er, að íslandi sé heimilt að segja
up sambandssaihningunum, en
margt geti breyzt fyrir 1940. Dan-
ir hafi ekki misbrúkað borgara-
réttindin. Umsögn blaðanna er
þannig:
Politiken birtir viðtal við Arup,
sem segir, að núverapdi fyrir-
komulag utanríkismála, strand-
varna og borgararéttar sé til mik-
ils hagnaðar fyrir íslendinga. —
Hvort ísland vilji takast á hend-
ur utanríkismál, verði sennilega
komið undir kostnaðinum.
Berlingske Tidende birtir við-
tal við Halfdan Henriksen. Seg-
ir hann, að íslendingar geti breytt
um skoðun fyrir 1940, einnig sé
hugsanlegt, að Danir óski þá upp-
sagnar. Zahle segir, að upTsögn
sambandssamningsins muni veikja
norræna samheldni.
Social-Democraten segir, að
uppsögn sambandslaganna þurfi
ekki að þýða afnám laganna.
Köbenhavn segir, að Danir hafi
búist við uppsögn, að minsta kosti
í þeim tilgangi, að koma á breyt-
ingum, sem reynslan kunni að
sýna nauðsynlegar. óhugsanlegt,
að Danir vilji halda fast við fyr-
irkomulag, sem meiri hluti Islend-
inga séu mótfallnir, slíkt væri
skaðlegt norrænni samheldni.
Nationaltidende segir, að ef ís-
lendingar vilji segja upp sam-
bandslagasamningunum og síðan
slíta ríkjasambandinu, þá vilji
Danir ekki hindra það. Island
mundi tapa fjárhagslega við sam-
bandsslitið. Málið enn fremur “in-
ternationelt”. Hugsanlegt, að Is-
land njóti raunverulega minna
sjálfstæðis á eftir en nú.—Mbl.
UM STRAND “JÓNS FORSETA”
segir svo í Morgunblaðinu frá 28.
febrúar, nýkomnu hingað;
Klukkan eitt í fyrrinótt, eða þar
um bil, strandaði togarinn “Jón
forseti” á Stafnnesi. Er það rétt
hjá Stafnnesvita. Er þar að allra
sögn einhver hin versti og hættu-
legasti staður hér á landi, fyrir
skip, sem stranda. Rifið er langt
frá landi og er þar sífelt brim,
þótt sjór sé hægur annars staðar.
En að þessu sinni var brim mikið.
Skipið var að koma vestan úr
Jökuldjúpi og ætlaði suður á Sel-
vogsgrunn.
Brimið fór vaxandi með flóð-
inu, og gengu brotsjóir yfir skip-
ið hver á fætur öðrum. Reis skip-
ið nokkuð að framan, og leituðu
hásetar sér skjóls frammi undir
“hvalbak”. Skipið sendi út neyð-
arskeyti og varð fyrsta skipið á
vettvang “Tryggvi gamli”. Kom
það þangað kl. 6 um morguninn.
Var þá niðamyrkur svo dimt, að
“Tryggvi gamli” sá skipið alls
ekki fyr en fór að birta, eða um
klukkan 7Vá.
Komu nú þarna smám saman
fleiri skip, togarinn “Ver” og
“Hafsteinn”, en gátu enga björg
veitt mönnum um borð í “Jóni for-
seta.” Litlu seinna kom björgun-
arskipið “Þór” einnig á vettvang
og tveir bátar frá Sandgerði,
mannaðir mönnum, sem eru gjör-
kunnugir á þessum slóðum.
í allan gærdag fram í myrkur,
var björgunartilraunum haldið
áfram af mesta hetjudug og dugn-
aði. En brotsjóirnir slitu sjó-
mennina af skipinu, einn af öðr-
um, án þess við yrði ráðið. Þeg-
ar fram á daginn kom sáu skipin,
sem þarna voru, að þau fengu
ekkert að gert og tíndust burtu
smám saman. — Eitt hið seinasta,
er fór af vettvangi, var “Tryggvi
gamli.’ Kom hann hingað í gær-
kveldi klukkan 10 og flutti hing-
að lík fimm manna, af skipshöfn
“Jóns forseta”, sem höfðu fundist
á reki fram undan skerinu, sem
hann strandaði á.
1. gærkvöldi kom “óðinn” á
strandstaðinn og mun hafa hald-
ið þar vörð í nótt til þess að
bjarga ef unt væri. Höfðu þá
þegar bjargast tíu menn af skips-
höfninni, og er nafna þeirra getið
hér síðar.
Morgunbl. hitti Kristján Schram,
skipstjóra á “Tryggva gamla”, að
máli í gærkvöldi um það leyti, sem
skipið kom hingað, og spurði hann
tíðinda. Honum sagðist svo frá:
—Þegar birti svo í morgun, að
við sáum “Jón forseta’> þar sem
ahnn lá á skerinu. lá hann þannig
að hann hallaðist mikið á bak-
borða, og var þá bátlaus, að því
er bezt varð séð. Sáust þá engir
menn uppi. Höfðu þeir leitað sér
skjóls fram undir “hvalbaknum”.
Skipið virtist þá óbrotið að ofan.
Skömmu eftir að við komum þar
að, komu mennirnir út á þilfar.
Skiftu þeir sér þá. Fóru nokkrir
á “hvalbak”, sumir í reiðann og
sumir upp á stýrishúsið. Sáum við
þar þrjá menn.
Nú leið og beið og komumst við
hvergi nærri til að bjarga, en
lcvikan fór vaxandi og ruggaði
skipið mjðg á grunninu og gengu
brotsjóir yir það að aftan. Klukk-
an rúmlega 10 skall á það brot-
sjór svo ægilegur, að haivn tók
með sér stýrishúsið og reykháf-
inn. — Eftir það fór skipið að
síga að framan, og leituðu þeir þá
í reiðann, sem áður höfðu haldist
við á “hvalbaknum”, og röðuðust
þar alveg upp í siglutopp. Gekk
nú sjór altaf yfir skipið, en er fór
að fjara, dró úr kvikunni nokkuð,
en þó voru brotsjóir alt umhverf-
is skipið, svo að hvergi var hægt
að koma nærri.
Bátur frá landi náði þá sam-
bandi við “Þór” og fékk hjá hon-
um björgunartæki 0g síðan var
björgunartilraunum haldið áfram
frá landi, þótt aðstaða væri þar
afar slæm. Við biðum fram eft-
ir deginum, eða fram til kl. 6%.
Var þá skollið á inyrkur. — Vél-
bátarnir frá Sandgerði voru sí-
felt á sveimi fyrir utan rifið til
þess að leita að líkum manna, er
skolast höfðu fyrir borð, vegna
þess að þeir gátu ekki veitt neina
aðra aðstoð. Fundu þeir þessi
fimm lík, sem við komum með. Er
eitt þeirra af ólafi Jóhannssyni,
2. vélstjóra (38 ára að aldri), ann-
að af Stefáni Einarssyni bryta
(47 ára að aldri) og hið þriðja af
syni hans Árna, sem var hjálpar-
matsveinn hjá föður sínum (18
ára að aldri). Hin tvö líkin hafa
ekki þekst enn. Allir voru menn
þessir með bjðrgunarbelti, og bar
útfallið líkin út yfir rifið.
Þegar við fórum, sáum við enn
fyrir víst þrjá menn í reiðanum.
Mennirnir sem björguðust.
Þegar blaðið fór í pressuna seint
í' gærkveldi, hafði það aflað sér
áreiðanlegrar vitneskju um það,
að þess’r menn höfðu bjargast, ð
minsta kosti:
Bjarni Brandsson, bátsmaður,
Selbrekkum.
Magnús Jónsson, Hverfisg. 96.
Pétur Pétursson, Laugaveg 76.
Sigurður Bjarnas., Selbrekkum.
Kristinn Guðjónss., Selbrekkum.
Steingr. Einarsson, Framnes-
veg 61.
Gunnlaugur Jónsson, Króki,
Kjalarnesi.
Steinþór Bjarnason, ólafsvík.
Frímann Helgason, Vík, Mýrd.
ólafur I. Árnason, Bergþóru-
götu 16.
“Jón forseti” mun hafa verið
smíðaður árið 1906. Hann var
minstur af íslenzku togurunum,
233 “brúttó” smálestir, eign h.f.
Alliance. Skipstjóri var Guð-
mundur Guðjónsson, en hann var
ekki með skipinu í þessari ferð, né
í hinni riæstu þar á undan, því að
hann hefir legið rúmfastur um
hríð. Stýrimaðurinn, Magnús Jó-
hannsson, var skipstjóri báðar
þessar ferðir.—Mhl.
MÁL VERKASÝ NINGIN
íslenzka í Þýzkalandi.
íslenzka málverkasýningin vek-
ur mikla eftirtekt í Þýzkalandi og
hlýtur lofsamleg ummæli í blöð-
um þar. Birtast hér á eftir nokk-
ur ummæli þeirra, tekin úr neð-
anmálsgrein í “Politiken” 26. jan,
eftir Georg Gretor ritstjóra og
umsjónarmann sýningarinnar.
“Málverkasýningin íslenzka hef-
ir vakið mjög mikla eftirtekt í ðll-
um þýzkum blöðum. Og hve rétt-
mætt það er. að mæla hina ísl.
listmálara eftir ströngum alþjóð-
armælikvarða sýndu dómarnir
þýzku. “Lubecker Volksbote”
ritar:
“Borið saman við hina alt of
fyrirferðarmiklu sænsku listsýn-
ingu í Lubeck í fyrra, vekur ís-
lenzka sýningin svo miklu meiri
aðdáun, enda þótt hún sé mikíu
minni áð fyrirferð.”
í “Hamburger Fremdenblatt”
segir svo:
“Hin unga, íslenzka málaralist
er ekki síður eftirtektarverð en
málaralist meginlandsins. Hún
þarf ekki á velvilja að halda, þeg-
ar um hana er dæmt, en sýnir
hinn sama þjóðlega, listræna blæ
og skapandi þrótt, eins og skáld-
skapurinn íslenzki.”
“Listdómari “Hamburger Nach
richtens” kemst svo að orði, um
leið og hann gefur í skyn, að hin
einstöku verk muni verða tekin
til nákvæmrar gagnrýningar und-
ir eins og sýningin komi til Ham-
borgar, í marz:
“En eitt skal tekið fram nú þeg-
ar: Að hér er um listrænan við-
burð að ræða, sem er svo miklu
merkilegri en venjulegar sýning-
ar framandi þjóða.”
í hinum þýzku ummælum um
hina einstöku málara, er einkum
hælt Jóni Stefánssyni og Jóhann-
esi Kjarval, en einnig hinir
yngri, sérstaklega Gunnlaugur
Blöndal, Jón Þorleifsson og Guð-
mundur Einarsson (frá Miðdal)
vekja meiri eftirtekt í Þýzkalandi
heldur en í Danmörku.” R. Á.
—Tíminn.
WINNIPEG,
MAN.
Buúrion’ri T3o» .CLompunu.
INCORPORATEO 2“ MAY 1670.
WINNIPEG,
MAN.
MENT
Engar eftirkröfur.
Engar símapantanir.
Enginn útflutningur.
Hin Fyrsta Mikla Kjólasalaí BarpÍH 83SLIH6nt
Hver kjóll nýr. Hver kjóll af nýustu gerð.
Hver kjóll nokkrum dölum meira virði.
Látið ekki hið lága verð villa yður sjónar. Vér fengum framúr skarandi
góð kaup á kjólum í Austurfylkjunum Komið og búist við reglulegum kjör-
kaupum, og þér fáið þau. Það er yðar hagur að kaupa hér og nú. Kjólarnir
eru allir ágætir, þó að verðið sé svona lágt.
LJÓMANDI FUJI SILKI KJÓLAR
Sérstök kjörkaup $4.75
Kjólar í einu og tvennu lagi, með
hekluðum hálsborðum, laglegum
vösum, mjóum beltum margvíslega
löguðum. Rauðleitir, bláleitir, græn-
leitir, gulleitir, móleitir. Margar
stærðir úr að velja, 38 til 50.
200 EINLITIR OG RÓSÓTTIR
SILKI KJÓLAR
Gjaíverð $6.95
Yður mun furða hve fallegir þessir
kjólar eru. Margir þeirra voru
gerðir í New York og sýna nýjustu
kjólagerð. í einu og tvennu lagi,
með fallegum hnöppum og spenn-
um, með tveimur samstæðum litum,
pleats, tuckings og pipings. Stærð-
ir 14 til 50.
100 RÖNDÓTTIR OG RÚÐ-
ÓTTIR Celanese KJÓLAR.
Gjafverð $4.50
Þeir eru bæði laglegir og
þægilegir og hægt að halda
þeim hreinum. Röndóttir og
köflóttir. í einu eða tvennu
lagi og kragar með tvennu
móti. Langar og stuttar
ermar. Þér sparið peninga
með því að færa yður þetta
í nyt.
200 KVEN. OG STÚLRNA
SILKI KJÓLAR
Gjafverð $7.95
Eftirtektaverðir kjólar, sem
þeir er sjá þá mundu halda
að kostuðu helmingi meira.
Litirnir og það, sem þeir
eru skreyttir með, veldur
því, að þær sem klæðast
þeim sýnast sérstaklega
unglegar. Bláleitir, gul-
leitir, móleitir, dökkleitir,
grænleitir og rauðleitir.—
Stærðir 14 til 40.
150 NOVELTY JERSEY
KJÓLAR
Gjafverð $4.75
Fara vel og eru laglegir og
hentugir fyrir allskonar
sport. Einnig góðir fyrir
ferðalög og til daglegs
brúks.
Með Jersey og Novelty
röndum, sérstaklega fall-
egir litir. I einu og tvennu
lagi. Frámunalega falleg
gerð og öðru vísi heldur en
kjólar eru vanalega. —
Stærðir 14 til 40.
H.B.C. BARGAIN BASEMENT