Lögberg - 19.04.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.04.1928, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines For Service and Satisfaction iiðb PHONE: 86 311 Seven Lines 41. ARGANGUR | WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 19. APRÍL 1928 NÚMER 16 Canada. Eins óg getið hefir veriÖ um áÖ- ur hér í blaðinu, þá var þess farið á leit vi'ð bæjarstjórnina í Winni- peg, að hún léti uppi álit sitt um það, hvort æskilegt væri að rafkerfi borgarinnar trygði sér virkjunar- leyfi Sjö Systra fossanna, eða ekki. Eftir all-mikið þjark um málið, urðu úrslitin þau, að meiri hluti bæjarstjórnarinnar neitaði að sækja um leyfi til virkjunar á fossum þessum, og staðfesti þar með af- stöðu strætisbrautafélagsins, sem og fylkisstjórnarinnar í Manitoba. Atkvæði um mál þetta í bæjar- stjórninni féllu þannig, að á móti umsókn um virkjunarleyfi, fylktu sér þeir S. S. Kennedy, A. H. Pul- ford, E. T. Leech, R. J. Shore, F. H. Davidson, J. A. McKerchar, J. O’Hare, J. A. Barry og J. Fred. Palmer. Meðmæltir umsókn um þjóðnýtingu téðra fossa, voru S. J. Farmer, fyrrum borgarstjóri, T. Flye, J. Simpkin, R. Durward, W. N. Kilisnyk, W. Simpson, og J. Blumberg. * * * Þrir menn biðu bana hér í borg- inni vikuna sem leið, af völdum bíla, en sá fjórði sætti all-alvarleg- um meiðslum, þótt hugað sé hon- um að vísu líf. * * * Sambandsstjórnin í Ottawa hefir nýlega gefið út stjórnarráðssamþykt þess efnis, að þangað til öðruvísi verði ákveðið, sé heimilt að flytja naútpening úr Bandaríkjunum norður yfir landamærin til beitar og í fóður, sé þess æskt. En gert er það jafnframt að skilyrði, að innan árs verði gripirnir að hafa verið fluttir í iburtu. * * * Allmikið tjón af völdum vatna- vaxta, hefir orðið viðsvegar um Quebec fylki undanfarna daga. En nú er mælt að flóðin séu mjög í rénun. * # Hreinn ágóði af starfrækslu þjóðbrautakerfisins — Canadian National Railways, hefir á árinu 1927 orðið $5,790,000 lægri, en ár- ið þar á undan. Ástæðurnar fyrir því, eru sagðar að liggja í lækkuð- um vöruflutnings-gjöldum og hækkuðum vinnulaunum, ásamt því hve þresking gekk seint í fyrra, og þarf af leiðandi mikið af korninu eigi flutt til markaðar fyr en í ár. * * * Á þriðjudaginní vikunni, sem leið, fór fram um það almenn at- íkvæðagreiðsla í Oak Lake, Man., hvort leyfð skyldi sala áfengra öl- tegunda í löggiltum veitingastöð- um, eða ekki. Fór atkvæðagreiðsl- an fram samkvæmt ákvæðum nú- gildandi vínsölulaga, um “local option.’’ ''Með ölsöluleyfi voru greidd 148 atkvæði, en 90 á móti. Hverfi þetta greiddi atkvæði á móti ölsölu við kosningar, sem fram fóru þann 28. júní síðastliðinn, og mun þvi marga furða á hinni snöggu hugarfarsbreytingu, sem þar virðist hafa átt sér stað. •* * * ÁriS 1927, fóru fram hér í landi 748 hjónaskilnaðir. Hefir hjóna- skilnaðar tilfellum fjölgað um 140 frá því árið þar á undan. Þykir alvarlega hugsandi fólki þetta alt annað en glæsilegt ástand. * * * Siðastliðinn þriðjudag, kom sam- an i Ottawa, þing þeirra kvenna, er frjálslyndu stjórnmálastefnunni fylgja> til þess að ráða ráðum sín- um um hin og þessi stórmál, er fyr- ir þjóð og þingi liggja til úrslita. Alls sótti þing þetta um fimm- hundruð kvenfulltrúar víðsvegar að, þar á meðal allmargar konur úr Sléttufylkjunum. Meðal þeirra mörgu, er ræður fluttu, má telja Mrs. Edith Rogers, er sæti á í þingi Manitoba fylkis, sem fulltrúi Winnipeg-borgar. * * * ' Miss Alice Elizabeth Muse, sex- táh ára gömul stúlka, er nám stund- ar að Roblin, Man. hefir gengið sigrandi af hólmi í mælskusatnkepni Manitoba fylkis, og verður því að spreyta sig í alþjóðar samkepninni, sem fram fer í Toronto-borg, þann 16. maí næstkomandi. * * * Á þriðjudagskveldið þann 10. þ. m., var Hon. T. C. Norris, fyrr- um stjórnarformanni Manitoba fylkis, haldið veglegt samsæti á Fort Garry hótelinu hér í borginni í tilefni af skipun hans í járnbraut- arráðið Samsætið var laust við allan klíku-blæ, því 'þar tó!ku til máls menn af öllum flokkum, er óskuðu heiðursgestinum innilega til hamingju með hina nýju virðingar- stöðu, og þökkuðu honum jafn- framt viðtækt og vel unnið starf í þágu Manitoba-fylkis. Bandaríkin. Hið svokallaða McNary-Haugen frumvarp, er fram á það fer, að stjórninni sé heimilaðar fjögur hundruð þúsundir dala, til sjóðs- myndunar, er varið skuli síðan til útlána til bænda, með vægum vaxta- kjörum hefir hlotið samþykki efri- málstofu þjóðþingsins í Washing- ton, með 53 atkvæðum gegn 23. Er gengið út frá því sem gefnu, að frumvarp þetta komist einnig slysalaust út úr neðri-málstofunni. Eldsvoði og manntjón í Winnipeg. Um kl. 2 á laugardaginn kviknaði í 'Casa Loma byggingunni á suð- austur horninu á Portage Avenue og Sherbroooke St, og þótt eldur- inn væri fljótlega slöktur, þá vildi svo hrapallega til, að í eldinum fórust tvær konur og tveir karl- menn, og einn maður hefir dáið síðan af meiðslum, sem hann varð fyrir í þessum slysförum. Sex fleiri meiddust meira og minna, og eru að minsta kosti einn eða tveir þeirra taldir í mikilli hættu, þegar þetta er skrifað, á þriðja degi. Nöfn þeirra, sem lífið mistu í þessum eldsvoða, voru: Mrs. E. Hamilton, 75 ára; Mrs. W. F. Gassier, 55 ára; Walcott C. McNeill, 35 ára, og Gregory Heake, 24 ára, og á mánudaginn lézt George Douglas 60 ára. Eldurinn var aðallega á tveimur efstu loft- hæðum byggingarinnar, en hún er alls fimm hæðir. Á þessum gólfum eru íbúðir og bjó þarna margt fólk. Vissi það ekki fyrri til, en eldur var kominn í gang- veginn og alt fyltist af reyk, svo útgönguvegur var enginn annar en gluggarnir. Eldliðið kom fljótt, en * átti mjög erfitt með að komast að byggingunni vegna þess, að umferðin var ákaflega mikil og er kvartað um að marg- ir, sem þarna voru á ferð í bílum, hafi ekki hirt um að víkja úr vegi í tæka tíð. — Rannsókn h'efir ver- ið hafin í þessu máli, og kemur væntanlega í ljós hverjar voru orsakir til þessa eldsvoða og manntjóns. Frá Gimli. Það var þremur dögum eftir páska, eínn góðan veðurdag, í afar-slæmu veðri (ja, það var nokkuð hvast), að Mrs. A. Hin- riksson spurði mig að því, hvort eg væri búinn að senda blöðunum grein eða þakkarávarp r.il kvenfé- lagsins U. F..W. M. hér í Gimli- pósthússhéraði, fyrir síðustu heimsókn þess hingað til Betel núna á skírdag, þann 5. þ.m. — Svaraði eg ósköp sakleysislega; “Nei”, því eg var búinn að hugsa mér að gjöra það ekki, heldur láta það bíða einhverra betri manna (til þess færari). Sagði hún þá ákveðið. að eg mætti til að gjöra það. Það væri skömm að því, að láta það dragast leng- ur, að þakka opinberlega fyrir þessa framúr skarandi góðvild, sem að félagið U.F.W.M. væri nú í svo mðrg ár búið að veita þessu heimili, Betel, með því, hvernig sem veður og færð hefir verið, að koma stöðugt hingpð sama dag (skírdag) síðan 1921, nú í átta ár, með yfirfljótanlega góðgjörð handa öllum á heimilinu, og svo einlægt mikla peninga; og nú síð- ast var af því (kvenfélaginu) lagður einn dollar hjá hvers manns diski, fyrir utan kaffi- brauð og aldini. Eg sá, að það var alveg satt, 5SHS5SHSHSHSSSZ5HSHSHSHSil5Z5HSBSZ5ZSZ5HSH5a5H5SSHSHSZSHSB3Ai éSZS^S Jón J. Bildfell Samkvœmis-erindi, 11. aprtl 1928. Nú sit þú lieill, er sóley ættjörS prýðir, Og svalar unnir minnast hljótt viS strönd; En BíldsfelliS á húmhljóS Sogsins hlýSir, Og lieiSló syngur blítt um fósturlönd.— ViS lielgar minjar máls og ljóSs og sagna, Og marga ljúfa, horfna æskustund, — Vér lieilsum þér, sem mæSur megi fagna, Og margan þökkum góSra vina fund. Þú unnir tállaust arfi NorSurlanda, En Island var þér jafnan hjarta næst. Er aSrir töfSu, hófstu Ötull handa, 0g heiSursmerkiS barstu ávalt glæst. — Þú reyndist heill á ráÖstefnum, á þingum, Og reifSir hrekklau^t flest vor þjóÖlífs mál. Qg vinsæld þín hja Vestur-lslendingum ÞaS vottar bezt: þér eigna fáir tál. Og marga fórstu forsending til hauga, Er fólknárungar reistu’ á vorri öld. Þú barÖist jafnt viS berserki sem drauga, En barst af hólmi sæmd og otursgjöld. Þær gersimar þú galzt sem Brandur örvi, Þótt gengir þú af stefnu skikkjufár; Og betur fáir beittu félags hjörvi, Þótt bræSraliS þér veitti tíSum sár. MeS gulli dýrri arf frá þínum áum Og ættarströnd, þig teljum bezta höld. Þinn karlmannsdug og kjark vér allir dáum, Er kvellisjúk og hóglíf reynist öld. — Þá sögu hygg eg SogiS hermi lengi Um svein, er bygSi Hvítramannaland; En FelliS tóni bæn um 'brautargengi, Þótt báran felli tár um unnar sand. íl £ S S ■ P • F S S a s a a a íl s s § js £ ? f AS sumargjöf, er sóley ættjörS prýSir, Og sveinar kveSa brúSi mansöngsljóS; Er BíldsfelliÖ á heitorð Sogsins hlýðir, Og heiðló syngur vorsins kærleiksóð: — Vér heilsum þér, og förunautnum fríða, Nú fagna vinir minja auSugt kveld. Þitt húsfélag, þín heill, mun lengi prýSa Þau helgu vé, er geyma frónskan eld. Jónas A. Sigurðsson. Myndarlegur hópur danskra innflytjenda ......JB sem að Mrs. Hinriksson sagði, en var samt að reyna að hafa mig undan því, að skrifa í þetta sinn. Eg vildi, að einhverjir aðrir gerðu það, sem að gerðu það bet- ur en eg. En það var ekki við komandi. Eg benti henni á, að hún skyldi gera það sjálf; hún væri gáfuð kona og skáldmælt vel, ef hún vildi. Þar ætlaðist eg til, að hún borgaði mér líku líkt, og segði, að eg væri einnig skáld; en hún lét það nú vera. — En svo kom eg auga á aðra konu, sem að styrkti Mrs. Hinriksson við áskorun hennar. Þá hafði eg tvo andstæðinga, og það konur; lagði því niður alla þrjósku, og gafst upp. Heimsóknin eða samsætið hér á Betel þenna dag, skírdag, var eins og öll önnur undanfarin átta ár- in, mjög hugljúft og skemtilegt.. Eftir að staðið var upp frá borð- um, var spilað á hljóðfæri, sung- ið heilmikið af íslenzkum ætt- jarðarljóðum, og svo var haldin skemtileg ræða til okkar hér á Betel, af fyrrum þingmanni, hr. Guðmundi Fjeldsted, sem var, á- samt fleiri prúðmennum til prýð- is og styrktar, með í ferðinni. Ræðu hans svaraði og þakkaði fyrir okkar hönd hér á Betel, mjðg hlýlega og fagurlega, frú S. Olafs- son. Maður hennar, séra Sigurð- ur ólafsson, gat ekki verið hér við- staddur, sökum annríkis. Og er honum þó við slík tækifæri, af kvenfélögunum, jafnan boðið hing- að til að auka gleðina enn fneir. Svo talaði fáein orð einnig, fyrr- um þingmaður (heima á íslandi), hr. Halldór Daníelsson. Svo fór hver um sig, að tala við hver ann- an, eftir því sem andinn blés þeim í brjóst, ýmist um hið forna og nýja og samanburð á þvi. — Þessi síðasta heimsókn, eins og allar aðrar heimsóknir, minna ein- lægt hver á aðra, og þann hlý- leik, sem að hver og einn einstak- ur hefir í brjósti sínu, og það áð- ur en ein heild úr mórgum er mynduð, sem svo á eftir kallast félag. — Kærleiki guðs, sem er alt í öllu, og öllu stjórnar, sem gott er, hefir hagað því þannig; Eins og þeir gleðjast af því að verða fyrir góðu, og finna sem oftast hlýleik kærleikans, eins gleðjast oft engu minna hinir, og sem láta gott af sér leiða reyna að gleðja aðra. Vér þökkum svo öllum, hið bjarta og fagra ljós, sem með hverri slíkri heimsókn, er kvenfé- lögin gera, lýsir hér inn í Betel, okkur til gleði. 12. apríl 1928. J. Briem. Á myndinni hér að ofan, eru sýndir danskir innflytjendur, hundrað fjörutíu og fimm að tölu, er til Winnipeg" komu fyrir skömmu, og ætla að gera Sléttufylkin að heimili sínu. Foringi farar- innar heitir Jacob Nissen, er dvalið hefir um þriggja ára skeið 1 Danmörku, við að safna saman þessum hóp. * Silfurbrúðkaup. Afar fjölment samsæti var þe.im hjónum, Mr. og Mrs. Jóni J. Bild- fell, haldið á Royal Alexandra Hotel á miðvikudagskveldið í vik- unni sem leið. Höfðu þau hjón þá verið gift í full 25 ár og var þeirra tímamóta í lífi þeirra þar sérstaklega minst, þótt aðal til- efni samsætisins væri vafalaust það, að íslendingar í Winnipeg og annars staðar vildu tjá þeim virð- ingu sína og þakklæti fyrir þeirra mikla og óeigingjarna starf í þarf- ir félagsmála Vestur-lslendinga í síðastliðin 25 ár, eða lengur þó, því Mr. Bildfell lét ungur til sín taka á sviði starfsmála og félags- mála. Það hefir stundum verið sagt, um íslendinga í Winnipeg, að þeir ættu heldur bágt með að fylgjast að, en það var auðséð þetta kveld, að þeim vanst það létt, að vera samtaka í því að heiðra þau Mr. og Mrs. Bildfell og tjá þeim þakk- ir sínar og vináttu. Þetta kveld- ið gætti áreiðanlega ekki flokks- línanna. Samsætið var haldið í einum af hinum stóru og glæstu sölum hins mikla gistihúss, sem fyr er getið, og sóttu það hátt á þriðja hundrað manns, flest Winnipeg- fólk vitanlega, en þó ekki all-fáir frá Selkirk, og nokkrir lengra að. Skömmu eftir kl. 8 gengu gestir inn í veizlusalinn og á meðan, og eins meðan á máltðinni stóð, spil- aði Mr. Stefán Sölvason og flokk- ■ur hans á hljóðfæri sín. Dr. B. J. Brandson skipaði forsæti og stjórnaði samsætinu bæði sköru- lega og smekklega, eins og von var að. Sérstakt borð var ætlað heið- ursgestunum, börnum þeirra og systkinum og þeim mönnum, er til máls tóku í samsætinu og kon- um þeirra. Var það einstaklega smekklega skreytt með ljósumsog blómum. Þegar allir voru komn- ir til sæta sinna, bað forseti alla að standa á fætur og syngja “0 Canada”, og að því loknu flutti Dr, Björn B. Jónsson bæn. Gekk þá fram Miss Valborg Nielsen, systurdóttir silfurbrúðurinnar, og færði henni, fyrir hönd gestanna, ljómandi fallegan rósasveig. Að máltíðinni lokinni fóru fram ræð- ur, söngur og hljóðfærasláttur. Einsöngva sungu þau Mrs. S. K. Hall og Mr. Paul Bardal, en Mr. Stefán Sölvason 0g þeir, sem með honum voru, léku á hljóðfæri sín. Til máls tóku: Mr. Finnur John- son, sem jafnframt afhenti heið- ursgestunum vandaðan silfur- borðbúnað óCabinet of Sterling Silver), sem var minningargjöf frá öllum þeim, sem viðstaddir voru og all-mörgum fleiri vinum þeirra hjóna, sem ekki gátu verið viðstaddir. Þá talaði séra K. K. Olafsson, forseti lúterska kirkju- félagsins, en í því félagi hefir Mr. Bildfell verið öruggur liðsmaður í þriðjung aldar, eða lengur. Næst talaði Mrs. W. J. Lindal. Hún talaði á ensku, enda voru þarna fáeinir gestir, sem ekki skilja íslenzku. Þá talaði séra Jónas A. Sigurðsson, sérstaklega um blaðamensku Mr. Bildfells og þátttöku hans í Eimskipafélags- málinu, og flutti honum einnig kvæði, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Þá talaði séra Ragnar E. Kvaran, forseti Þjóðræknisfé- lagsins, og er Mr. Bildfell einn af stofnendum þess og styrktarmönn um. Síðast talaði séra Rúnólfur Marteinsson, skólastjóri Jóns Bjarnasonar skóla. Er Mr. Bild- fell nú formaður skólaráðsins og hefir um langt skeið borið skóla- málið mjög fyrir brjósti. Ekki skal hér frekar út í það farið, að segja frá því sem sagt var, en geta má þess, að það bar vel ljósan vott virðingar og hlý- hugs til heiðursgestanna. Forseti las mörg bréf og símskeyti, sem heiður^gestunum höfðu borist meðan á samsætinu stóð, og var eitt skeytið frá dótt- ur þeirra, Miss Sylvíu Bildfell, sem nú nú er að nema hjúkrunar- fræði við Henry Ford spítalann í Detroit. Að lokum talaði Mr. Bildfell nokkur hlýleg orð og þakkaði gjöfina og þá sæmd og vináttu, sem sér, konu sinni og bðrnum væri sýnd með þessu veglega sam- sæti. Nokkru eftir kl. 11 var staðið upp frá borðum og tóku silfur- brúðhjónin á móti hamingjuósk- um allra gestanna og var þar með lokið þessu fjölmennasta og veg- legasta samsæti, af þessu tagi, sem íslendingar í Winnipeg hafa enn haldið, að því er vér bezt vitum. HIIMMBIWBinillMBBIinilUMBIlBMBMBMIIIl^IllllHBIIIIIgWBBWBIBIIIIHHIIHWniWBIllBBinilBIBIWIIIMBBIIIBBBIWHWiyBW Haraldur Níelsson. Fyrsti samfundur í Borgarnesi 1898. Frétti lát hans að kvejdi 2. apríl. 1928. Kveðið nóttina eftir á heimleið. " Til >ættjarðar hvarf eg útlandi frá, — MoS æskuvonir og helga ]irá — AS finna þar föSur oj? móður; Hið blikandi liaf, hin bröttu fjöll, Og blóm 0g fugla um holt og völl; — En eignaðist«lndríkan bróður. Á fornum vegi, lijá farmanhs bæ, Hjá flúðum, er Böðvar harma æ Og Egill sín óðarmál þuldi: — ' Við fundumst og unnumst, ósjálfrátt, Svo^mnir lífsins og liversdagsþrátt Það aldrei með öllu þó huldi. Þú lýstir, sem norðurljós, þá stund, Er langflestir þráðu rökkurblund, Og lágnætti, andlegt, á ljóra. — Frá golfstraum þíns anda yl eg fann, Og aldrei þekti eg frónskan mann Með hitastöð hjartans jafn stóra. En vegir skildu,-----------já, veglaust haf; Og vitanlega á fleyin gaf.------------ Þá mjög skildi okkur að málum. — Nií öðrum eg lýsingarorðin fel, — Né atgervi þína fram hér tel;— En hneigi jafn háflevgum sálum. Eg sonatorrek og sagnir les Um sonu Egils og Borgarnes, Og fund okkar hjá þeim flúðum. — — Við ræðum senn aftur um Egils ljóð, Um áhugamálin: kirkju og þjóð, Og alt, sem við unnum — og trúðum. Jónas A. Sigurðsson. lllWI!lllll!l>lll!IIIIIIIIIII>llllllllllllllll!lllllllllll!ll!!!!!lll>jlllllIIIIIIIII!l!l]llll)llllllllllllll!IIIHIll!IIIIIIII)nillllllll Flugu yfir Atlanzhaíið í vikunni sem leið Capt. Hermann Koehl og Baron von Huenfeld, þjóðverjarnir tveir, sem fyrstir mann flugu vest- ur yfir Atlantshaf. Þriðji maðurinn í förinni var James Fitzmaurice liðs- fo'ringi, írskur maður. Þessir menn fóru árla morguns á fimtudaginn í síðustu viku, frá Dub- lin á írlandi í flugvél sinni, “Bremen” og var ferðinni heitið til New York. En af því veðrið var óhagstætt og elds- neytið þrotið, urðu þeir að lenda, s.eint næsta dag, á Greenly Island, sem er lítil eyja austan við Canada, skamt frá Belle Isle. Sagt er, að flugvélin sé eitt- hvað skemd, en mennirnir allir heilir á húfi. Er þetta í fyrsta sinn, sem hepnast hefir að fljúga vestur yfir Atlantshaf norð- anvert, 0g er þetta því talin frægðarför mikil.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.