Lögberg - 19.04.1928, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.04.1928, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. AFRÍL 1928. Bla. 5. 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Fáein orö til forseta Þjóðræknisfélagsins. Forseti Þjóðræknisfélagsins, séra Ragnar E. Kvaran, virðist vera í ókleifum vandræðum út af persónu minni, eftir skrifum hans að dæma, í síðasta Lögbergi. í þetta sinn, er þetta sending frá honum sjálfum, en gefið er þar í skyn, að einhverri nefndarsam- þykt muni í nálægri framtíð verða helt yfir mig. Ónákvæmni er það hjá forset- anum, að eg í grein minni, sem svo mjög hefir vakið gremju hans, snúi mér að félaginu. Aðal-. lega er það stjórnsemi á félaginu, sem eg ekki felli mig við. Marg- ur félagsskapur er í byrjun strang-heiðarlegur og þarfur, en stjórnsemi hans getur orðið af- hrak sökum þess, að inn í stjórn hans slæðast ófyrirleitnir menn, sem ekki bera tilgang og nytsemi félagsskaparins eingöngu fyrir brjósti, heldur eru þar að fljóta innan um sínum sérmálum. En svo lofa eg honum að skilja þetta atriði eins og hann vill. Tilgangur hans er ðllum auðsær. Vandræði hans út af mér, eru þó ekki í rauninni árás mín, sem hann svo kallar, á félagið, né heldur út af atburði þeim, sem þrefað hefir verið um. Það er umðnnun hans um velsæmi ís- lenzkra stjórnarvalda, sem knýr hann til þess að semja óhróður- inn. Þessu sama atriði, eins og margir sjálfsagt muna, hefir áð~ ur verið að mér veifað af fóst- bróður hans, og nú sömuleiðis aft- ur í síðustu Heimskringlu. En í gegn um þessa hugulsemi við ís- lenzk stjórnarvöld, skín greini- lega aðal erindi forsetans og fóst- bróður hans, það göfuga erindi að níða mannorð mitt við stjórnar- völdin og aðra. Ólíklegt tel eg, að íslenzku stjórnarvðldunum hljótist nokkur sómi af því, að forsetinn haldi á lofti fyrir þeim sinni umönnun, á meðan vegur hans sem forseta, er bygður á ekki traustari grundvelli, en á sér stað um þessar mundir. Vil eg nú hér leiðrétta stóran misskilning í sambandi við þessa umönnun hans. — Lúki eg af trú- mensku og eftir beztu vitund þessum trúnaðarstöðum, sem ís- lenzk stjórnarvðld fá mér til lúkningar — og það geri eg — er ekki að vænta umkvörtunar úr neinni átt. Þetta eru nú, ef til vill, vonbrigði fyrir hann. Með brezka borgara, og það eru víst nálega allir íslendingar hérna bú- settir, eða annara þjóða fólk, hefi eg ekkert að gera, nema svo að eins, að það vilji njóta aðstoðar minnar, eigi það erindi við ís- lenzk stjórnarvöld. Kem eg þá að því atriði í send- ing forsetans, sem eg aldrei hafði búist við, að til umtals kæmi, persónu minni og mannorði. En úr því svo er komið, vil eg með nokkrum orðum dvelja við þann atburð. Eg hefi verið búsettur í þessu landi í 42 ár, og allan þann tíma átt heima meðal fólks míns. Eg hefi aldrei, svo eg viti til, orðið því fólki til minkunnaf, heldur miklu frekar til sóma og stuðn- ings. Við það skal eg kannast, að eg sé ekki brestalaus, frekar en aðrir. Eg hefi frá fyrstu tíð minni hér styrkt íslenzkan félagsskap að einhverju lejrti, það er að segja, þann félagsskap, sem mér hefir geðjast að og eg hefi álitið ís- lendingum hér til uppbyggingar og sóma. Er eg því ásáttur með að sæta dómi almennings hér, hvað snertir breytni mína á þess- um fjörutíu og tveim árum. íslendingur er eg í húð og hár og get að því leytinu borið mig saman við forsetann eða nokkurn annan, sem Þjóðræknisfélaginu tilheyrir. Enda var eg meðlimur þess um tíma, en gat ekki aðhylzt stefnu þess né meðöl þau, er brúk- uð voru til þess að halda því lif- andi, og sagði því skilið við það. Að eg sé lítilmenni, eins og for- setinn bendir á, hefi eg vitað um langt skeið. En þótt svo sé, getur þó svo farið, að einhverjir séu þeir, sem orðum mínum veiti at- hygli, því í daglegri framkomu fer eg ekki með fleypur eða óeinlægni.\ Vil eg því nú binda enda á loforð mitt í grein minni síðustu, að finna orðum mínum stað, þótt forsetinn biðji ekki um það. Nálega frá fyrstu tilveru Ice- landic National Patriotic League, hefir aðal tekjugrein þess félags- skapar verið afrakstur af auglýs- ingasmölun á meðal hérlendra verzlana. Ár eftir ár sendir stjórn félagsins einhvern útsend- ara, sem fer frá einni verzlun til annarar. Þó eru það helzt þær verzlanir, er ísl. framtaksmenn hafa átt viðskifti við, sem heim- sóttar eru. Viðskifti þessara ráð- vöndu íslendinga hafa, sem sé, á- unnið íslendingum alment, traust og velvild þeirra, sem þessum Verzlunum stýra. Hefir því útsendarinn þar vopn í hendi, sem og er brúkað ósleitilega, ef nokkrum mótþróa er mætt. Er skýlaust látið í veðri vaka, að ekki megi búast við mikilli verzl- un frá hinum og þessum eða ís- lendingum yfir höfuð, sé þessum allsherjar félagsskap Íslendinga, synjað um styrk frá verzlaninni, með því að setja ekki auglýsing í málgagn hans. Gyllingar um út- breiðslu málgagnsins, eru þykkar sem nautshúð. Á útbreiðsla þess að skifta þúsundum og það helzt að ná til allra íslendinga hér og mikils fjölda á íslandi. Lesmál þess er útmálað svo ljúffengt, að enginn geti án þess verið o. s. frv. Með þessu athæfi, og sumu sem verra er, hefir ár frá ári lotning og traust góðra, innlendra manna á íslendingum verið troðið ofan í skarnið. Sómatilfinningu, bæði mín og annara sakleysingja, svo misboðið, að glæpi er næst.. Getur nokkur láð mér, þótt eg í undangenginni tíð og nú, ekki hafi aðhylzt þessa betlistefnu? Getur nokkuð verið ömurlegra og sárara fyrir stjáfstæðan íslend- ing, en að horfa á, ár eftir ár, The Royal Bank of Canada ættbálk hinna óháðu og alfrjálsu víkinga liggja sem ölmusumenn og betlara fyrir dyrum hérlends verzlunarffýðs, þá umræðir sam- tök þeirra til varðveizlu og við- halds ætterni sínu? Er það við hæfi íslenzks eðlis, að láta hér- lenda menn standa straum af því verki, sem þessi félagsskapur er að vijjna? Er þetta grundvöllur, sem nokkur ærlegur félagsskapur ætti að byggjast á? Er hann til frambúðar? — Nei! Væri þá ekki réttara að hafa minna um sig og standa á eigin merg? Er það ekki skylda vor, að vera sjálfstæðir í félagslegu tilliti, sem í okkar daglega lífi? Hafa ölmusumenn og betlarar á- orkað miklu í heiminum? Er ekki kominn tími til að kyrkja þann ó- fögnuð, sem halda vill uppi kaup- skap á íslendingum? Með sjálfs- ábyrgð kemur staðfesta og dugur, en ósjálfstæði fylgir flysjungs- háttur og ómenska. Breytið um umbúðir félags ykk- ar og standið á eigin merg. Fyr en það er gert, verður félagsskap- urinn til niðurdreps, en ekki til uppbyggingar. Rekið úr félags- skapnum allar sérskoðanir og valdafíkn. Við, sem hjá stðndum, sjáum glögt hvað á bak við býr, því við erum ekki þjáðir af neinni embættavímu. Um varning þann, sem fram- leiddur er fyrir betliféð, þá um- renningi hefir verið greitt 25c til 35 cent. af hverjum dollar, sem hann hefir kríað inn, og sem náttúrlega sömuleiðis er brúkað til þess að viðhalda íslenzku þjóðerni, mætti margt nytsamt segja. En í þetta sinn læt eg mér nægja að benda á, hve mikilla vinsælda sá varningur verður að- njótandi hjá fólki voru. Sýna það glögglegast reikningar yfir vöruna, sem birtir eru árlega ' í málgagninu. Varan liggur nú í stórum fúlgum, óseljanleg og ó- notuð, en þrátt fyrir það er hún talin að vera igildi nálega tveggja þúsund dollara. En er hún virði túskildings? Hér er alt á sömu bókina lært. Skop Heimskringlu ritstjórans í síðasta blaði hans, út af bréfi því, er eg skrifaði þáverandi ráð- herra íslands, og birti í íslenzku blöðunum í janúar 1927, liggur mér í léttu rúmi. Síðar meii^ mun eg gera frekari skýringar á því tiltæki mínu. Og þar sem ritsj. er mér mjög velviljaður, veit eg að hann góðfúslega ljær mér ofurlít- ið rúm fyrir þær skýringar, í sínu heiðraða blaði. A. C. Johnson. Canada framtíðarlandið. • Stjórnarkerfinu í Alberta, má skifta í þrá flokka er innibinda á- hrif frá sambands-, fylkis- og hér- aðs- eða sveitarstjórn. Grundvall- arlög sambands- og fylkisvalda eru sniðin eftir brezku fyrirkomulagi. Bretlandi er stjórnaÖ af konungi að nafninu til, en þó eru það ú raun- inni kjörnir fulltrúar fólksins, er með völdin fara. Fulltrúi konungs í sambandsþinginu, er landstjórinn. En í fylkjunum út af fyrir sig, fer fylkisstj órinn—Lieutenant Govemor með umiboð konungs. Sambands- þingið skiftist í tær deildir, efri og neðri málstofu. Stjórnkjörnir þing- menn eiga sæti í efri málstofunni, [ en aðeins þjóðkjörnir í hinni neðri. I Fylkisþingin eru eindeilduð, og j fer þar ráðuneyti með völdin, er styðst við meiri hluta þings, eins °g gildir um sambandsstjórnina. Bæði sambands og fylkisstjórnir, haga störfum sínum í samræmi við grundvaílarlögin — The British North America Act, frá 1867. Er valdssvið alþjóðarstjórnarinnar og fylkjanna þar ákveðið. Eftirgreind raálefni teljast til valdsviðs sambandsstjónarinnar: Þjóðeignir og þjóðskuldir, verzlun og viðskifti, þóstsambönd, mann- tal ög hagskýrslur, hermál og varn- ir á sjó og landi, laun stjórnþjóna og annara embættismanna krúnunn- ar, vitar og siglingar, sóttvarnar-, hús og sjómannaspítalar, peningar og jæningaslátta, bankakerfið, fiskiveiöakerfið, vog og mál, sjálfs- skuldarábyrgðarskírteini, vaxta-á- ákvæði, gjaldþrota fyrirmæli, einka- leyfis réttindi, umsjón með Indíán- um og lendum þeirra, þjóðjarðir, málmar, timbur, vatnsorka, þegn- réttindi, hjúskapur og hjúskaparslit, hegningarlögin og framfylging þeirra, ásamt fangelsum. Valdsvið fylkjanna, er þannig ákveðið: Réttur til þess að breyta grundvallarlögum fylkja, að undan- teknum þeim lið, er kveður á um embætti fylkisstjóra; skattar til fylkisútg"jalda, lántökur fylkjunum til handa, stofnun emfbætta í þágu fylkisstjórnanna og laun þeirra em- bættismanna; fjárframlög og starf- ræksla fylkisfangelsa og annara betrunarstofnana, stjórn og starf- ræksla sjúkrahúsa, geðveikrahæla og líknarstofnana innan fylkis, upp- boðsleyfi og önnur leyfi, opinber mannvirki önnur en þau, er áður hefir verið tekið fram að sambands- stjórnin réði yfir, símalagningar innanfylkis, réttur til að fram- kvæma giftingar, eftirlit með fram- kvæmd dómsmála og fylkislögreglu og allrar löggæslu, er snertir fylkis- mál, svo og með mentamálum. Sambands- og fylkisstjórnir hafa i sameiningu eftirlit með akuryrkju- málum að nokkru leyti, veldur það mestu um, hve mjög sambands- stjórnin hefir beitt sér fyrir að út- breiða vísindaþekkingu í þeim efn- um og varið til hennar miklu fé. Þar af leiðandi hefir hún ósjálfrátt ávalt haft hönd í bagga með aðal- framkvæmd þeirra mála. Þótt sam- bandsstjórnin ráði eigi yfir skólum fylkjanna, þá veitir hún þó styrk til sérfræðiskóla, svo sem landbúnaðar og iðnaðarskóla. Þingmannatala í sambandsþing- inu, frá fylkjunum, er miðuð við fólksfjölda hvers fylkis um sig. Samkvæmt The British ! North American Act, hefir Quebec fylki sextíu og fimm fulltrúa á sam- íbandsþinginu, en þingmannatala hinna fylkjanna er ákveðin í hlut- falli við fólksfjölda í Quebec. Al- bert-fylki hefir tólf neðri-málstofu þingmenn og fimm í öldungadeild- inni. Sambandsstjórnin hefir í hverju fylki umboðsmenn, til innheimtu tolla og eftirlits með námum og timburtekju. Einnig á sviði akur- yrkju, fiskiveiða og skóggræðslu- málanna. Fylkisstjóri er útnefndur af landstjóra, það er, sambandsstjórn- inni, er hann skipaður til fimm ára, og öll lög fylkisþings verða þess vegna að nú undirskrift hans, áður en þau ganga í gildi. Hann kveður formlega til þings og slitur því, staðfestir allar stjórnarráðssam- þyktjr, tilkynningar og embættis- manna skipanir. Fimtíu og átta þingmenn, eiga sæti á fylkisþinginu í Alberta, kosn- ir í almennum kosningum. Þingið er kosið til fimm ára, þó má leysa það upp áður, ef nauðsyn þykir bera til. Kosningarrétt hafa jafnt konur sem karlar, er öðlast hafa brezk þegnréttindi, dvalið að minsta kosti ár í fylkinu og þrjá mánuði í hlutaðeigandi kjördæmi. Vilja þingsins, eða þingmeiri- hlutans, framkvæmir ráðuneytið. Fylkisstjóri, að minsta kosti að formi til velur yfirráðgjafann, en hann aftur á móti, kýs sér sam- verkamenn í stjórnina. Þessi ráðgjafaembætti eru í Al- berta fylki: Forætisráðgjafi, dóms- málaráðgjafi, fylkisritari, félkisfé- hirðir, akutyrkjuráðgjafi menta- málaráðgjafi, heilbrigðis- og hér- aðsmálaráðgjafi, ráðgjafi síma og opinberra verka. Tekjur sínar fær fylkisstjórnin með innanfylkissköttum, svo og framlagi frá Sambandsstjóminni, sem uppbót fyrir fylkislandeignir, svo og með sköttum af óyrktu landi og sköttum frá verzlunar og fjár- málastofnunum. Réttarfarinu er skift á milli tveggja dómstóla, héraðsdóms og yfirdóms. Er yfirdómurinn Su- preme Court, æðsti dómstóll innan fylkisins. Héraðsdómurinn fjallar um minniháttar mál. I yfirrétti eiga 9 dómarar sæti. Sambands- stjórnin skipar dómarana og greiðir laun þeirra, en að öðru leyti stand- ast fylkin kostnað við réttarfarið. Fylkinu er skift í dómþinghár, og er að minsta kosti einn héraðsdóm- ar i í hverri, auk málaflutnings- manns krúnunnar, fógeta og réttar- þjóns. Enn má nefna friðdómara og lögregludómara. Eignartbréf öll, eru látin af hendi í The Land Titles Office. Frá íílenzkum guðfrœðinemum. Þótt við guðfræðinemarnir séum sinn á hvoru horni Chicagoborgar, draga þó sameiginleg mál okkur .nærri hvern öðrum. Við erum all- ir íslendingar í framandi landi, guðfræðinemar, og eigum að 1 fttantooob’öm STOFNSBTT 1904 Hundrað VOR HATTAR af öllum gerðum. Hattar, sem eru viðeigandi við öll tækifæri. Hattar, sem eiga við árstíðina. Hér eru borðalausir hattar, barðastórir hattar og hattar jneð meðal böfðum og hatt- ar, sem eiga við öll höfuð, af allra fullkomn- ustu og nýjustu gerð. Eínið mjúkt, lögun upp á það bezta og margskonar prýði, blóm og annað skrautmeð töfrandi vorblæ. Fínustu Orchet Viscas. Fine Pliable Novelty Stráhattar Verð frá $3.95 Ljómandi silki-hattar og stráhattar. Embroidered Silk Designs. Hattar fyrir cldri konnr. Allar stœrðir. Búðin opin á laUgardagskveldum til kl. io. ^tontooob LIMITED 392 PORTAGE AVENUE fBOYD BLDG.j IUllHlllll Látið ekki bregðast að koma á Winnipeg Home Builders & Home Furnishing SÝNINGUNA í Winnipeg Skautahringnum. Inngangur rétt norðan við Portage Ave. á Langside St. Fyrir að- eins 25c inngangseyri hafið þér tækifæri til að geta hve margir naglar eru í glerkrús, sem þar stendur og hafið þannið tækifæri til að vinna stórt og vandað Bungalow. Opið á hverjum degi eftir hádegi og á kveldin til LAUGARDAGSINS 21. APRÍL. Dýr verðlaun gefin Bungalow $5,000 virði; Hljómvél; Chesterfield Set; Raf-eldavél; Vacuum Cleaner, Armchair, o. fl., o. fl. ALT FRÍTT Dragið um þessa hlutifþar sem þeir eru til sýnis. Sérstakt aðdráttarafl á fimtudagskveldið er hundrað radda Hungarian söngflokkur. Hin fræga Princess Pats hljóðfærasveit skemtir. Arciðanlcga bezta sýning, scm haldin hcfir vcrið í Vcsturlandinu. Látið ckki bregðast að koma. minsta kosti eitt dýrmætt, sameig- inlegt mál — íslenzka kirkju vest- an hans.. — Það mál var þess valdandi, að við mættumst að heimili eins guð- fræðinemans, G. B. Guðmundsson- ar, 24. febrúar síðastliðinn, til þess að kynnast nánar hver öðrum. Þessi kynning varð til þess, að fé- lagsskapur var stofnaður og nefnd- ur ‘The Icelandic Theological Stu- dents’ Association.” Eg veit ekki til, að fyr hafi ver- ið stofnað til slíks félagskapar, svo sjálfsagður sem hann þó sýnist vera; hefir ef til vill valdið því fjarlægð og fæð guðfræðanemend- anna. Nú er það von stofnenda félags- ins, að hver sá stúdent, íslenzkur, eða af íslenzkum ættum, er stund- ar guðfræðanám og ber fyrir brjósti íslenzka kirkju vestan hafs, megi með ánægju tilheyra félagsskapnum, hverri trúmála- stefnu, sem hann kann að fylgja; og að hann megi á þann hátt öðl- ast fyllri skilning á kristilegri samúð og kalalausri skoðanafestu stéttarbræðra sinna, sem síðar leiði til blessunarríkrar starfsemi $ kirkjum íslendinga, hvar sem er í Norður Ameríku. Frekari upplýsingar geta menn fengið hjá skrifara félagsins, G. B. Guðmmundssýni, 2300 North Avenue, Chicago, eða E. H. Fáfn- is, Lutheran Seminary, Maywood, Illinois. Fyrir skömmu síðan sátum við mót guðfræðinema hér í Chicago. Mættu þar 256 nemendur frá 13 kirkjuskólum í Chicago og grend. Fyrirlestra fluttu prófessorar frá ýmsum skólum trúboða og presta, fylgjandi mismunandi trúarstefn- um. Okkur gafst því tækifæri á að kynnast bræðrum okkar, sem leituðu í sömu átt, þótt þeir kysu annan veg en við. Umræðufund- ir stúdenta virtust færa okkur nær hvern öðrum, og við fórum heim ríkari af skilningi á hinum ýmsu trúarsvæðum, ríkari af bróðurkærleika. Dagana 27.—28. des. síðastl. sat eg annað mót í Detroit, Mich. Þar mættu á fjórða hundrað full- trúar guðfræðinema, frá 90 mis- munandi trúarstofnunum í Banda- ríkjunum og Canada. Dagana á eftir, upp til 1. jan. 1928, mætti eg einnig á tíunda þingi “The Stu- dent Volunteer Movement” ásamt rúmum fjögur þúsund stúdentum frá háskólum og prestaskólum í Norður Ameríku. Voru þar einn- ig mættir fulltrúar frá öllum trú- boðssvæðum heimsins. Þessar hreyfingar sýna glðgg- lega, að við erum að vakna til meðvitundar um, að samvinnu er krafist af okkur. Við erum að skilja æ betur, að vopn þau, sem við höfum borið á andstæðinga vora, eru tvíeggjuð, og særa' því sjálfa okkur nær því eins mikið og óvinina. Jesús sagði: Þeir, sem til sverðs grípa,, munu far- ast fyrir sverði. Okkur ber því að rétta hver öðrum bróðurhönd og leitast við að skilja hver ann- an. Með því móti einu týnum við ekki lífi okkar. hin mildasta, en nokkuð kviklát og hryðjusöm með köflum. Aust- anlands hefir tíð verið stirðust og úrfellasömust. Hefir rekið þar niður mikinn snjó vegna þrálátr- ar austanáttar. Aflabrögð munu mega teljast allgóð yfirleitt, það sem af er árinu. Sigrid Unset, norska skáldkon- an, hefir verið sæmd riddara- krossi Fálkaorðunnar. Vörur voru fluttar út í rebr. síðastl. fyrir 3 milj. 611 þús. kr., eða alls það sem af er árinu fyr- ir 6 milj. 950 þús. kr. Tveir Vestur-fslendingar eru hér í kynnisferð, Þórður Þórðar- son frá Gróttu og Guðm. Jónsson frá Deildartungu. Jón Lárusson heitir kvæðamað- ur orðlenzkur (dóttursonur Bólu- Hjálmars), sem kveðið hefir hér nokkrum sinnum undanfarið ýms- ar stemmur við mikla aðsókn. Séra Jón Arason, á Húsavík, er dáinn. Hann lézt að heimili sínu 1. marz, 64 ára gamall. — Hann var fæddur á Runkhúsum í Reyk- hólasveit 19. okt. 1863, sonur Ara Jochumssonar, bróður Matthíasar skálds. Árið 1888 vígðist hann prestur til Þóroddsstaða presta- kalls í Þingeyjarsýslu, en fluttist til Húsavíkur árið 1891 og þjón- aði því prestakalli til dauðadags. Hann var kvæntur Guðríði ólafs- dóttur frá Mýrarhúsum. Lifir hún mann sinn ásamt sex börnum þeirra hjóna. Séra Jón var skyldu- rækinn maður, vinsæll og óhlut- deilinn.—Tíminn. Egill H. Fáfnis. Frá Islandi. Reykjaík, 17. márz 1928. “Vaknið! Börn ljóssins!” Svo. nefnist nýútkomin bók um andleg mál, er þýtt hefir frá Svava Þór- j hallsdóttir á Hvanneyri. Bókin er i hin prýðilegasta að öllum frá- j gangi. Fæst hún hjá Katrínu Viðar og í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og kostar kr. 3.50. Jóhannes kóngsbóndi Paturs- son sjálfstæðisforingi Færeyinga, hefir dvalið hér í bænum um stund. Á þriðjudagskvöldið var hélt hann fyrirlestur á Stúdenta- félagsfundi og talaði um sjálf- stæðisbaráttu Færeyinga. Ekki þykir hlýða að rekja efni fyrir- lestursins, með því að hann var fluttur innan félags. Talaði Pat- ursson á íslenzku og flutti mál sitt vel og skörulega. Var gerð- ur að því góður rómur. Látnir eru í Eyjafirði Kristján Jónsson bóndi í Glæsibæ og Frið- rik Jóhannsson fyrrum bóndi á Reistará, 71 árs gamall. Höfrungahlaup varð á Siglufirði um síðustu helgi og tókst Siglfirð- ingum ’að skjóta 15 höfrunga. öndvegistíð hefir verið víða um land í allan vetur. Á Norðurlandi mun þessi vetur vera einhver hinn snjóléttasti og .veðurmildasti íj manna minnum. Um Suður- og Vesturland hefir og tíðin verið J >■ “White Seal” langbezti bjórinn KIEWEL Tals. 81 178 og 81 179

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.