Lögberg - 19.04.1928, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.04.1928, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. APRÍL 1928. Bls. 3. Fær heilsubót af þessu canadíska meðali. Þetta Segir Kona í Nova Scotia Um Dodd’s Kidney Pills. Mrs. B. L. Jamieson Notaði Þær Við Bakverk og Nýrnaveiki. North Wallace, N. S., 16. apríl. i(lEinkaskeyti).'— í öllum hlutum Canada er ein- hver, Sem mælir fastlega með Dodd’S Kidney Pills. Þær hafa læknað nýrnaveiki um alt hetta land í meir en þrjátiu ár. Þær éru nýrnalyf. Þær eiga að eins við nýrun og þá sjúkdóma, sem frá sjúkum nýrum stafa; Þess vegna eru þær ávalt svo vinsælar. Það sem Mrs. B. L. Jamieson seg- Ir um þær, er stutt en greinilegt. Hún skrifar oss: ‘-'Eg hefi brúk- að Dodd’s Kidney Pills og þær hafa reynst mér ágætlega við bakverk og nýrnaveiki.” Dodd’s Kidney Pills hreinsa blóðið, og hreint blóð færir öllum líkamanum heilsu og líf. Hafir bú séð einhvern, sem þja- ist af nýrnaveiki, þá geri rþú alt sem þú getur, til að-forðast hana. Eina örugera vörnin er Dodd’s Kidney Pills. Reynið það—strax í dag. , , _ Pást hjá öllum lyfsolum, eða hjá Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto 2, Ont. Heimförin og fjárveit- ingarnar. Rétt mun það athugað vera, að bezt færi á því í alla staði, að ekk- tert fé sé þegið frá hérlendum 'stjórnarvöldum til styrktar heim- för vorri 1930. Og þá mun mörg- um þykja beinast liggja við, og fenjallræði í fljótu bragði séð að <skila aftur þejm styrkveitingum 'ög ógilda þau loforð, sem fengist hafa. En eg lít öðrum augum á síðara atriðið. Mér sýnist ei betur, en með því hlyti ei einung- is að falla mjög svartur skuggi á beimferðarnefnd þá, sem nú er Starfandi vor á meðal, og fyrir fjárbeiðninni stendur, heldur Ynundi allur þjóðflokkurinn ís- lenzki vestan haæs, kenna þaðan foráælu. Kðlilega líta fylkjastjórnirnar svo á, að nefnd þessi sé fulltrúi Þjóðræknisfélags íslendinga í Vésturheimi, og að félag það sé fulltrúi vor allra Islendinganna ('að minna eða meira leyti), sem vestra búum. Og þótt vér, sum- ir hverjir, kunnum að vera ann- arar skQðunar, hjálpar það lítt í þessu máli. Hvort sem nefndin sjálf væri neydd til að skila aftur fénu og afþakka loforðin, eða aðrir gerðu það fyrir hennar hönd og sína, þá hygg eg að hérlendir menn mundu líta svo á, að styrkbeiðni nefndarinnar hefði bygst á grun- samlegum rökum, svo vægustu orðin séu um það notuð. Það er ekki nemá gott og blessað, að vér bítumst og berj- umst vor á meðal. Vér erum fædd- ir hávaðamenn og bardagamenn, og fer það vel. Enda veitir sum- um ekki af því, að liðka sig í ís- lenzkunni endrum og eins. En að vér förum að hengja sjö- manna-nfend á mannorðs-gálgan- um, frammi fyrir öllum þorra hérlendra manna, er mjög var- hugaverður leikur, allra vor vegna. Einkum fyrir það þjóð- brot, sem ekki þolir að sjá einn mann hengdan, ef hann er ís- lendigur, og Canadamenn eiga að horfa á. Og yrði þó skugginn, sem á oss félli, stærri, af sjö en einum, þótt gálgarnir yrðu senni- lega þeim mun lægri, sem afbrot ið er minna. Vér eigum að þiggja féð, en— ekki handa sjálfum oss. Vér eigum að koma því til leið- ar, að Canada gefi íslandi mynda- styttu Úlfljóts lögsögumanns, er fyrstur samdi Islandi lög, og gaf því þau, 930. Minningu hans, er þessi þúsund ára hátíð Alþing- is helguð, meir en nokkurs ann- ars manns. Og sé svo, að brezk löggjöf hafi eitthvað til þessara laga sótt, og tylftardómur Can- ada eigi því þangað rætur sínar að rekja, þá finst mér að mynda- styttan úlfljóts lögsögumanns, v®ri ei nema höfðinglega goldin gömul skuld, á árþúsund afmæli ^öggjafar hans. En þótt skyldleiki brezkra laga kæmi hér ekki til greina, er þá þess að minnast, að íslands börn hafa búið hér meira en hálfa öld í landinu, bygt upp borgir þess og eyðilönd, og verið að flestra dómi allra manna lög- hlýðnastir, sem Canada má ef til vill þakka áhrifum frá Úlfljóts- ^ögum, langt fram 1 aldir sótt. i— Eitt er víst: svo margt löglega unnið handtakið eigum vér hér, að vel mætti unga fóstran minn- ast þeirra með heiðursgjöf til móðurinnar. Þessa gjöf Canada (stjórnar hennar eða fylkjastjórna), gæti eginn maður í öllum heimi skoð- að ölmusu né náðarbrauð. Og enginn þyrfti að óttast hreppa- fluting hér, né burtflutninga- burgeisa þar. Og að stjórnunum yrði ljúft, — og ljúfast — að verja gjafafé sínu til þessa á- kveðna verks, efast eg ekki um. Að sjálfsögðu yrði það starf Einars Jónssonar, að skrýða lög- manninn forna, og til þess er næg- ur tími enn. Frá Úlfljóti segý- íslendinga- bók Ara Þorgilssonar svo: “En þá es ísland vas ,víþa bygt orþit, þá hafþi maþr austrænn fyrst lög út hingat ýr Norvegi, sá es Úlfljótr hét, suá sagþi Teitr oss, oc vóru þá Úlfljótzlög kölloþ, — hann vas faþer Gunnars, es Diupdælir ero comnir frá í Aya- firþi, — en þau vóro flest sett at þuí, sem þá vóro Golaþings lög, eþa ráþ Þorleifs ens spaca Hörþa- cára sonar vóro til, hvar viþ scylldi auca eþa annan veg setja. Úlfliótr vas austr í Lóni, en svá er sagt, at Grimr geitscor væri fóstbróþir hans, sá es kannaþi ís- land alt at ráþi hans, áþr alþingi væri átt, en honum fecc hverr maþr pening til á landi hér, en hann gaf fé þat síþan til hofa.” Og í kaflanum “Úr Melabók hinni yngri”, í Viðbæti Landnamu- bókar, stendur: “Úlfljótr hét maðr norrænn, systurson Þorleifs spaka; hann kom út í Lóni, ok keypti land at Þórði skeggja, alt fyrir austan Jökulsá. Enn þá er hann var nær hálfsextugur at aldri, fór hann utan ok var þrjá vetr með Þorleifi frænda sínum; þeir sam- anskrifuðu lög þau, er hann hafði út ok þá voru kölluð Úlfljótslög. Enn er hann kom út, þá var sett alþingi, ok höfðu þá allir ein lög hér á landi, ok voru þau nokkurn veg samin eftir Gulaþingslög- um----------” Svo mörg og löng eru orð þeirra gömlu bókanna, um fyrsta, ís- lenzka löggjafann, og verður hér eigi við þau bætt að sinni. En þeim, sem líkaði þessi framan- greinda ráðstöfun, á fé því sem nefndin hefir ráð á og von um að fá, gerðu vel í því að láta vilja sinn opinberlega í ljós í blöðun- um, sem allra fyrst. Og eins þeir, er aðra sæu betri leið eða hag- feldari, Alþingishátíðinni til sæmd- ar og íslandi til gagns, en sjálf- um sér til heilla. iSín á meðal getur almenningur íslendinga hér í álfu ráðið niður- lögum heimfararnefndarinnar eins fyrir þessu, sé það á rökum bygt, að hún hafi unnið sér til falls. Og Þjóðræknisfélagið sé eg ekki að nauðsynlega þurfi að hafa mál þetta með höndum, fremur en verkast vill. Það verður eftir fólkstrúnni á því í framtíðinni. En hvernig sem eg lít á opinbera afturköllun hins gefna fjár, finst mér hún mjög snubbótt. Og þótt hægt væri ^ð benda mér á van- virðulausa leið til þess, þótt eg sjái hana ekki nú sem stendur, þá er gagnsleysið auðsætt. En ef Canada, eða Canada og íslend- ingar hér, í samlögum, heiðruðu ísland með því, á þann hátt, sem hér á undan er drepið á, og söfn- uðu meira, ef á þyrfti að halda, þá hlyti það að verða öllum til sóma og sameiginlegrar ánægju. Winnipeg, 14. apríl 1928. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Til Þjóðræknisfélagsins og annara Islendinga í Vestur- heimi. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags- ins hefir rætt á fundi þær blaða- deilur, sem hafist hafa í sam. bandi við starf heimfararnefnd- ar þeirrra, sem þing félagsins hef- ir kosið til þess að greiða fyrir för þeirra Vestur-íslendinga, sem kynnu að vilja fara til íslands til þess að vera viðstaddir hátiða- höldin 1930. Stjórnarnefndinni er það mikið áhugamál, að með þetta mál verði fgrið á þann þátt, að allur ís- lenzkur almenningur megi vel við una. En henni þykir auðsætt, að þeim tilgangi verði ekki náð, nema menn, sem skiftar hafa skoðanir um aðferðir, ræði mál sín með þeirri forsjá, er lítur á fulla sanngirni, ekki síður en með kappi. Sjálf er hún staðráðin i því, að taka til greina óg til íhug- unar allar þær sanngjarnar bend- ingar, er henni berast um heppi- lega meðferð þessa máls, svo sem annara mála. Nú sem stendur, er rætt um það í blöðunum, hvort rétt hafi verið af heimfararnefndinni, að sækja um eða þiggja styrk frá stjórnarvöldum hér í landi, til undirbúnings fararinnar. Það hefir enn fremur verið fullyrt, að óánægja sé almenn út ráðstöfun nefndarinnar í því efni. Að sjálf- sögðu er stjórnarnefndinni ekki kunnugt um, hvort svo er. Henni hafa ekki borist neinar skýrslur eða fréttir um það, að þetta mál hafi verið rætt í deildum félags- ins eða á almennum mótum nein- ^taðar, meðal íslendinga, og þá vitaskuld heldur ekki um það, í hvaða átt umræður kunna að hafa fallið, hafi það verið rætt. En henni vírðist bersýnilegt, að tvær aðalhliðar séu á málinu, sem mestu máli skifti að átta sig. á. Fyrri hliðin stendur í sam- bandi við spurninguna: Er það sæmilegt af Vestur-íselndingum, að þiggja styrk nokkurn frá can- adisku þjóðinni til þess að unt verði að búa svo í haginn, að förin verði sem greiðlegust og veglegust? Hin síðari stendur í sambandi við spurninguna: Getur þjóðin á íslandi litið svo á, að efnt sé til fararinnar í einhverjum tilgangi, sem óhollur sé fyrir hana, ef þess konar fé er þegið, sem um er að ræða? Síðara atriðið skal 'fyrst at- hugað. Á það skal fyrst bent, að eng- inn maður hefir enn haldið þvi fram í blöðum vorum, að fyrir nefndinni, sem um heimfararmál- ið fjallar, hafi það eða muni það nokkuru sinni vaka, að gera nokkura þá ráðstöfun, sem hún geti álitið, að ísland megi tjón af hljóta. Því hefir heldur ekki ver- ið haldið fram, að líklegt sé að Þjóðræknisfélagið — en því á nefndin að standa skil á gjörðum sínum — muni nokkuru sinni samþykkja neinar ráðstafanir, sem það telji íslandi óhollar. Og það er ekki sennilegt, að á slíkt tal mundi verða litið öðru vísi en fávizku, kæmi það fram hér eftir. Hitt er ekki gjörsamlega óhugs- andi, að fjarlægðin til íslands geti valdið því, að einhverjar slíkar hugsanir kæmust þar á fót. Virð- ist því auðsætt, að sjálfsögð lausn á þessari hlið málsins sé sú, að grenslast eftir því, hvernig stjórnarvöld íslands og hátiða- nefnd Alþingis líti á málið. En undir þeim úrslitum er það að vorum dómi að miklu leyti komið, hvernig líta beri á fyrri hlið málsins. Sé nokkur skuggi af efa um það í huga hlutaðeigandi manna á íslandi, að fyrir mönnum hér vaki þær ráðstafanir einar, sem séu gerðar til þess að auka sóma þjóðarinnar, þá er ekki rétt að þiggja neinn styrk, að vorum dómi. En reynist sá efi ekki til, þá horfir málið annan veg við; en samt sem áður teljum vér sanngjarnt, að mönnum félags þess, er vér störfum fyrir. sé gefið tækifæri til þess að leggja fullnaðarúrskurð á málið. Með því að mál þetta hefir þeg- ar vakið nokkuð heitar umræður í blöðum vorum, og með því að það er þannig vaxið, sem vér höf- um gert grein fyrir, þá höfum vér átt tal um þetta við heimfarar- nefndina og farið þess á leit við hana, að hún varðveitti það fé, er hún kynni að hafa veitt viðtöku, ósnert, þar til þær upplýsingar yæru fengnar, er bent hefir verið á, að sjálfsagt sé að afla sér. Jafnframt því höfum vér beðið hana að halda áfram að afla sér allra annara upplýsinga, er að heimfararmálinu lúta, svo að al- menningur geti átt kost á nokk- urn veginn fullnaðarskýrslu bráð- lega. Heimfararnefndin hefir orðið við þessum tilmælum. Og hún læt- ur þess jafnframt getið, að vegna fjærveru allmikils hluta nefndar- manna, sem utanbæjar búa, hafi hún ekki getað tekið endanlegar ákvarðanir um ýmsar mikilvæg- ar hliðar á starfi sínu. Nefndin býst við að þessir utanbæjarmenn —Mr. W. H. Paulson, þingmaður; Mr. J. Thorson, þingmaður;. Mr. Gunnnar Björnsson, ritstjóri, og Mr. Guðmundur Grímsson, dóm ari — muni flestir eða allir geta mætt á fundi í næsta mánuði, og að þeim fundi afstöðnum, mun nefndin láta almenning til sin heyra — að líkindum á almennum fundi í Winnipeg. Um leið og, vér birtum almenn- ingi þetta, viljum vér benda mönnum á, að það færi ekki vel á því — væri ekki kurteist gagn- vart hérlendum stjórnarvöldum, stjórn og Alþingisnefnd íslands, né mönnum í heimfararnefndinni —ef sú vanstilling birtist í blöðum vorum, sem því miður hefir kom- ið fyrir út af þessu máli. Sann- gjarnast væri, að hlé yrði á um- ræðum um það í opinberum blöð- um, þar til þær upplýsingar fengj- ust, er alt veltur á. Að endingu skal þessa getið: Vér teljum það ekki rétt, og jafn- vel alveg rangt frá fjárhagslegu sjónarmiði, sem talað hefir verið um í einni greininni, að einhverju skipafélagi væri nú þegar falið málið í hendur, til fullrar með- ferðar héðan af. Með því væri loku skotið fyrir það, að unt yrði að leita frekari samninga, sem full ástæða er til að búast við að gætu orðið að mun hagfeldari síðar. í stjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins:— Ragnar E. Kvaran, J. J. Bíld- fell, Rögnvaldur Pétursson, Rún. ólfur Marteinsson, Ólafur S. Thor- geirsson, H. S. Bardal, J. G. Jó- hannsson, Árni, Eggertsson, J. F. Kristjánsson. Sveitabann. Svo segir í hinum nýju vínlög- um Manitoba — er ágrip birtist af í síðasta Lögbergi og þýtt var á íslenzku af stórkanslara G. P. Magnússyni — að hver sú sveit, er með meiri hluta atkvæða sýndi sig mótfallna rýmkun á vínsölu 25. júní 1927, hafi heimild til að skera úr því með almennings at- kvæði á ný, hvort ölstofur skuli þar opnaðar. Og þær sveitir voru margar. 1 23 kjördæmum voru hvorki fleiri né færri en 97 sveit- ir, sem tóku af allan vafa um það með atkvæðagreiðslunni, að þær æsktu ekki eftir, að áfengissala væri þar hafin á ný. Eru nú að minsta kosti 50 af þeim farnar af stað að safna nöfnum á bænar- skrá sem sendar verða sveitar- stjórnunum síðar til frekari fram- kvæmda. Bænarskrárnar, sem fara fram á, að atkvæðagreiðsla sé viðvíkjandi opnun ölstofanna, verða að sýna 20 prócent nafna allra atkvæðisbærra manna, ef til greina skulu teknar. Segir W. R. Wood, sem fyrir hðnd “Bannfé- lagsins í Manitoba” hefir verið að ferðast um og dijálpa til að hrinda bænarskránum af stað, að verk það gangi mjög vel. í þorp- inu Killarney hafi t. d. á auga- bragði fengist 200 nöfn á bænar- skrána, þó 85 væri alt sem þörf hefði verið á. I Turtle Mountain fengust einnig 380 nöfn, þó 197 nægðu. Og samkvæmt því er séra K. K. Olafsson segir í síðasta hefti “Sameiningarinnar”, er út- litið ágætt í Cypress River. í Shoal Lake hafa bannvinir, einn- ig hafist handa. um, teija kunnugir lítið vafamál. Harla lítill munur. Munurinn á ölstofunum nýju og stíunum gömlu, sem voru í hótel- unum fyrrum, er næsta lítill í augum W. R. Wood, ritara Bann- félagsins í Manitoba. Eftir að hafa athugað ástandið í ölstof- unum á kvöldin fyrstu tvær vik- urnar, sem þær voru opnar, seg- ist honum svo frá: “í hverri ölstofu voru frá 25— 75 manns. Andrúmsloftið, reykj- arsvælan, orðbragðið, hlátursköll- in, látæðið, trylling geðshræring- anna og ölvíman, sór sig alt í ætt við það, sem gerðist í stíunum þömlu. Og slangrandi stauluð- ust margir út. í morgun sagði mér kunningi minn, að hann hefði séð konu koma inn í eina ölstof- una, með þrjú börn hahgandi ut- an í sér, til þess að ná eiginmanni sínum þgðan. Er það gamla sag- an endurtekin. Bölvun ofdrykkj- unnar hefir ávalt komið og kem- ur enn þyngst niður á konunni og börnunum. S. E. Sigríður Sveinsdóttir. Þann 7. maí síðastl. andaðist í Mountainbygðinni, merkiskonan Sigríður Sveinsdóttir, ekkja eftir Sveinbjörn sál. Sigurðsson, bónda hér í sveit. Náði Sigríður hárri elli, var nærri 88 ára gömul, er hún lézt. — Sigríður sál. var fædd á Hofi í Svarfaðardal 29. maí 1839. Voru foreldrar hennar hin valinkunnu sæmdarhjón, Sveinn Björnsson og Elín Sigurðardóttir, er allan sinn „búskap bjuggu á Hofi við veg mikinn og risnu. — Foreldrar Sveins voru Björn og Sigríður, merkileg og göfug hjón, er allan sinn búskap bjuggu stór- búi á þessari nafnkunnu land- námsjörð, síðari hluta 18. aldar og fram á miðja 19. öld; bjuggu þar þeir feðgar hver fram af öðr- um, Björn, Sveinn og Sigurður, á þessu gamla höfuðbóli, við auð og allsnægtir. Á þessu tímabili gengu oft óár mikil og harðindi yfir þessar sveitir, sem víða ann- ars staðar; var það oftast við- kvæði hinna bágstöddu manna, að hughreysta hver annan með því: Það þarf ekki annað að fara en að Hofi, til að fá hjálpina, þar er bæði viljinn og getan. — Kona Sveins á Hofi, en móðir Sigríðar, var Elín Sigurðardóttir prests frá Auðkúlu í Svínadal, hin mesta gæða og mannkosta-kona, orðlögð um allar þær sveitir fyrir brjóstgæði og hjálpsemi við fá- tæka. — í þessum skóla var Sig- ríður alin upp, samfara hinum meðfæddu eiginleikum sínum: kærleikanum til guðs og manna, svo ekki var að undra, þótt hún reyndist vel í lífinu, því það er forn orðsháttur, að hverjum kippi í kyn og eplið falli sjaldan langt 'frá «eikinni. Sigríður ólst upp við auð og vel- sæld og eftirlæti mikið og ástríki af foreldrunum og systkinum og allra, sem með henni voru á upp- vaxtarárunum. Systkini hennar voru tvö, Sigurður, sem tók við föðurleifð sinni Hofi, og Rósa, kona Árna hreppstjóra á Syðra- Holti 'á Upsaströnd. Seinni mað- ur Rósu var Sigurður Sigurðsson á Tungufelli í sömu sveit. Var Sigríður yngst barna þeirra Hofs- hjóna. Þá er hún var 21 árs að aldri, giftist hún frænda sínum, Sveinbirni Sigurðssyni, Sigurðs- sonar prests á Auðkúlu. Var móðir Sveinbjarnar, Valgerður Björnsdóttir frá Hofi, systir Sveins föður Sigríðar, og Sigurð- ur faðir Svejnbjörns var bróðir Elínar á Hofi. Voru þau Sveirt- björn og Sigríður því systkinabörn í báðar ættir. Fósturdóttir þeirra Hofshjóna, Sveins og Elínar, var Elín Pétursdóttir Gunnlaugssonar á Miklahóli í Viðvíkursókn í Skagafirði. Giftist hún Albert Þiðrikssyni, ættuðum úr Skaga- firði, dáinn að Húsavík í Nýja ls- landi 1916. Elín lifir enn, og minnist í elli sinni með hlýjum hug og ljúfum endurminningum sinn- ar ástkæru fóstursystur; með innilegri ást og virðingu standa enn fyrir hugskotssjónum hennar hin sælu bernskuár á Hofi, og síðar á Ási með fóstursystur sinni. Hún lifir enn að Húsavíkur póst- húsi í hárri elli. Brúðkaup þeirra Sveinbjörns og Sigríðar, var haldið 3. júní 1860, með hinni mestu rausn á Hofi. Fluttu þau því næst að Ósi í Hörgárdal, sem var óðalseign þeirra, og reistu þar bú. Á Ósi bjuggu þau hjón í 23 ár, með mik- illi rausn, virt og vel metin af öllum, sem til þeirra þektu; — gjörðu þau hjón, sem kallað var, skála um þjóðbraut þvera að forn- um sið, sem laðaði gesti; öllum var heimilt það sem hafa þurfti. En með því að búskapur á þeim árum var erfiður og harðindi mik- II, en gestrisni og góðvild við alla, sem að garði bar, takmarkalaus, gerðist fjárhagurinn ógreiður, svo ’efni gengu til þurðar. Tóku þau hjón sig þvi upp, ásamt einka- syni sínum Sveini, og fóru til Vesturheims árið 1883, settust að við þorpið Gardar, N.D., og bjuggu þar í 15 ár; árið 1898 fluttu þau til Mouseriver bygðar og námu þar land, og á því bjuggu þau hjón þar til Sveinbjörn lézt árið 1910, þann 7. september. Þá um vorið höfðu sveitungar þeirra merku hjóna haldið þeim heiðurs sam- sæti, 3. júní, til minningar um 50 ára hjúskap þeirra. í þeirri há- tíð tók öll bygðin þátt með mestu viðhöfn, og sýndi þeim maklega viðurkeningu fyrir þeirra langa æfistarf á svæði mannúðarinnar og kærleikans.—Sigríður lifði all- an þennan langa tíma í ástríku hjónabandi og mátti aldrei af manninum sjá. Hafði hún haft v iklaða heilsu mikinn hluta æfi sinnar, en maðurinn hennar bar hana á höndum sér á líkan hátt og foreldrar hennar gjörðu, með- an hún var í föðurgarði; varð henni því svo mikið um fráfall manns síns, að hún hafði lítið yndi, dvaldi frá þeim tíma meðal vandalausra manna innan bygð- arinnar, hin síðusut 16 árin, sem hún lifði, og mikið af þeim tíma aumingi. En allir voru henni mjög góðir. Sást það aldrei bet- ur en þá, hvað mikilla vinsælda hún naut meðal samferðafólksins, því slíkrar hluttekningar verí^a fáir aðnjótandi. Sigríður sál. var á yngri árum hin mesta fríðleikskona, bar útlit hennar og svipur órækan vott um hinn innri mann, sem hún hafði að geyma. Eins var öll hennar framkoma, hún' helgaði alt sitt líf öllu því bezta í mannseðlinu alla sína löngu æfi; kærleikurinn til guðs og manna var ávalt í fyrir- rúmi fyrir öllu öðru. Hafði hún alla tíð sterka umhyggju fyrir velferð allra manna, sem hún náði til. Silfur og gull átti hún ekki, en það sem hún hafði, það gaf húri. Sigríður var vel viti borin, skýr í tali og stálminnug, var mjög fróð um menn og málefni frá hinni fyrri samtíð; kunni mikið af ljóð- um og versum frá, æskuárunum. Þessu góða og mikla minni hélt hún og ráði til æfiloka. En um tíu árin seinustu var hún blind. — í hjónabandi sínu eignaðist Sigríður 3 börn; tvö dóu í æsku, en einn sonur lifir móður sína, sem alla æfi hefir verið með henni og reynst henni sem sann- ur og góður sonur í meðlæti og mótlæti; var Sveinn sonur hennar á hinum efri árum hennar eina yndi. Með Sigríði er til grafar gengin eih af mestu ágætiskonum sem þjóð vor hefir átt, sem alla sína æfi lifði eftir kenningu frelsarans, að elsWa náungann eins og sjálfan sig. Sigríður var jarðsett í grafreit Melanktons safnaðar við hliðina á manni sínum. Prestur safnaðar- ins flutti mjög góðar ræður yfir leifum hennar og veitti henni hina síðustu prestsþjónustu. Sigurður Jónsson. —Blöðin á Akureyri eru vin- samlega beðin að taka upp dán- arfregn þessa. S. J. Dr. Á. W. Myles leyfir sér að tilkynna, að hann sé tekinn að stunda tannlækn- ingar með lækpisstofu að W. Somerset Block Ofice sími 26 944. Heim: 63 135 Opið á Þriðjudags, Fimtudags og Laugardags kveldum. frá kl. 7—9. [Bezta Fatahreinsunar og Litunar- • húsiÖ í Canada .rxuiv peascira ou sveita, Dyst w. R. Wood við að 20 aðrar bætist við og sendi bænarskrár til sveit- arstjórna fyrir lok þessa mánað- ar.. En atkvæðagreiðslan mun víðast fara fram í byrjun júní-1 mánaðar. Og að bannmenn vinni 1 þessum sveitum, flestum eða öll- J vrixviv WLj SúJM VIÐGERÐIR OG BREYTINGAR Á FUR-FaTNAÐI Er þýðingarmikill hluti af voru verki. Vér höfum heztu og fullkomnustu geymsluklefa fyrir fur sem hægt er aS fft. Vér ráðum yður að senda oss fur yðar til geymslu yfir sumarmánuðina. VERK AFGREITT Á HVERJUM DEGl Veikt Taugakerfi Þarfnast Járnefnis. {| Járnefni er nú tekið úr ungum, {Í hraustum skepnum, og það er | gert með mestu flákvæmni og I vandvirkni. Þetta er það járn- {! efni, sem vér verðum að hafa nóg I af í æðum vorum, ef vér eigum! | að hafa stælta vöðva og sterkar i; taugar. Þetta járnefni fær á-{! gætis vitnisburð hjá þeim. sem j j reynt hafa við taugaveiklun, j j svefnleysi og þessari þrevtutil- I finning, jafnvel eftir næturhvíld-{í ina, og eins reynist það ágætlega, | j þegar maður er að missa kraft- ana. hefir litla matarlyst. slæma meltingu, höfuðverk, svima og aðrá slíka kvilla, sem stafa af bví, að _í blóðinu er ekki nægilegt járnefni. í Nuga-Toné er mikið af bessu iárnefni, og það er langtum betra en alt annað iárnefni. sem enn er bekt, og samlagast blóðinu miklu betur. Þar að auki er phosnhorus í Nuga-Tone. en bað er ómissandi fyrir taugarnar; einnig fleiri efni, sem líkamanum eru nauðsynleg til viðhalds og uppbvggingar. Sé heilsa bín slæm og bér finnist að bú sért að tapa kröftum osr kiarki. ’ - ættir þú að fá þér flðsku af Nuga-Tone, svo taugarnar geti notið þessa ágæta járnefnis í nokkra daga. Ef það reynist bér ekki eins og bú átt von á. þá skil- aðu afganginum og lyfsalinn skil- ar þér aftur peningunum. Fatahreinsun gerð með umbættum aðferðum GL0VER S'ÍEÍ. FYRIRK0MULAG NYJAS'PA. OG BEZTA H Samkvæmt stefnu vorri að umbæta altaf verk vort, höfvér meS ærnum kostn^ði sett upp Glover áhöld, eins B og myndin hér að ofan sýnir. pessi áhöld hreinsa ekki aðeins ör fötunum vanaleg öhreinindi, heldur llka fitu, | gerla og allskonar óþverra, sem safnast hefir í fötin. possvegna er það. að þessi áhöld eru öilum öðrum betri. s Pessi nýi útbúnaður vör og hreinsunarefni er trygging fyrir þvi að fötin eru hreinsuð eins vel og frekast er H kostur á. Næst þegar þarf að hreinsa fötin yðar, þá hafið þau Glovenized hjá oss og sjáið mismuninn. Talsími: 31 443 Skrifstofa Vinnustofa i horni Ellice og Simooe ll WINNIPEG, MAN. II Talsími: 31 443 DAN McCARTHY ráðsmaður DYERS and DRY CLEANERS Yerki utan af landl sérstakur cjaumur gefinn

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.