Lögberg - 19.04.1928, Blaðsíða 2
Bls. 2
LöGBERG, FIMTUDAGINN 19. AFRÍL 1928.
J^?5E5cL5?5HS2S?S?5?525?S?S
SH5HSZSÍ52S2SH52SH5ara5HSa5M25ESH5HSHSHSaSHSH5H5HSa5H5a5H5HSHSH5H5H5H5HSHSH5H5HSHSHSaSHSHSHSaSHSHSaSHSZSH5H5H5H5H5asa5HSHSHSHSHSHSHSHSa5H5?S«i5HSHre
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
Fyrir börn og unglinga
SH5HSHSHS?ci StSí'mS
HSE52SZ5HS2SH5E!íHSilSHSaSHSH5H5aSHSH5E5HSHSESaSHSHSHSE5?i.a5ESSH5H5HSH5HSHSaSa5a5aSHSaSH5HSESHSHSHSZ5HSHSaSHSHSE5a5ESHSESE5HSH5ESaSaSHSHSHSHSi
.SHSESESHSHSHC
PASKALILJUR.
Hreinar sem hjarta barnsins,
livítar seni mjöllin nýjust,
ótroðin efst á tindi,
angandi Pá-skaliljur.
Hug þær til hæða lyfta,
lireinleikans tékn, og ímynd
upprisu alls, sem lifir;
ilm þær af himni bera.
Nýja þær augum opna,
ómælis veröld dýrðar,
sólheima’ í sálum manna;
sumars er blær í lofti.
-Sam.
Richard Bech.
Verndarenglar æskunnar.
3. Lítillæti.
Hvað hugsar }>ú maður, að treysta livggju-
viti þínu ? eða því stærir þú þig af fræknleik
þínum ?
Það er upphaf vizkunnar, að þekkja van-
kunnáttu sína; og viljir þú, að aðrir virði þig,
þá láttu ekki sjá til þín þá heimsku, að þú þyk-
ist af viti þínu !
E'ns og prjállaust fatasnið fer bezt á fall-
egri konu, svo er og kurteis hegðan mesta prýð-
in á vitrum manni.
Sannleikurinn skýrist í munni hins kurteisa;
og af því að hann varast að fuUyrða nokkuð,
er honum síður láð, þó honum verði á í orði.
Hann treystir ekki eigin hyggjuviti; hann
leitar ráða til vinar síns og hefir gott af.
Hann vill ekki heyra hól om sjálfan sig, og
getur ekki trúað því; og seíínast verður hann
sjálfur að finna kostina í fari sínu.
En eins og höfuðblæjan skreytir fagurt and-
lit, eins fegrast mannkostir hans við skýlu þá,
sem kurteisin breiðir yfir þá.
Skoðaðu aftur á móti þann, sem er hégóm-'
legur, og virtu vei fvrir þér hinn mikilláta!
hann er allur prúðbúinn, rigsar fram og aftur,
skoðar sig í krók og kring, og vill, að aðrir
horfi á sig.
Hann er hnakkakertur, og lítur ekki við aum-
ingjanum; hann svífist einskis við þá, sem hann
á yfir að segja; enl er aftur af yfirmönnum
sínum hafður að háði fyrir drambið og heimsk-
una.
Hann skeytir ekki neitt um annara álit, held-
ur þykir það alt bezt, sem sjálfur hann hugs-
ar, og hefir svo minkunn af öllu.
Hann er þrútinn af hégómlegum liugar-
burði; og það er yndi hans, að heyra aðra tala,
og tala sjálfur um sig allan daginn.
Með græðgí gleypir1 hann við eigin hóli, og
smjaðrið etur hann út á húsgang.
4. ISjusemi.
Þar eð sú stund, sem liðin er, hverfur aldrei
aftur, og óvíst er, hvort þú lifir þá næstu, s^m
kemur, þá vertu svo hygginn, maður, að hag-
nýta þá stundina, sem yfir stendur, og gjörðu
hvorki að trega þá, sem liðin er, né treysta
þeirri, sem í hönd fer.
Þú átt það augnablik víst, sem er; en hið
næsta er fólgið í ókomnum tíma, og^þú mátt
ekki vita, hvað það kann að hafa í för með sér.
Það, sem þú hefir áformað að gjöra, þá
gjörðu það undir eins; fresta því ekki tii kvelds,
sem þú mátt afljúka að morgni.
Iðjuleysið fæðir af sér skort og armæðu; en
af dáð og dugnaði sprettur ánægia
Hönd hins iðjusama hrindir burt örbyrgð;
heppni og hamingja eru förunautar atorku-
mannsins.
Hver hefir safnað auðlegð? hver komist í
upphefð; hverjum er hælt af alþýðu? hverjum
' ii^ðing veitt af tignum mönnum? hverjum nema
þeim, sem rekið hefir iðjuleysi á dvr, og sagt
hefir við letina: þú ert versti óvinur minn.
Hann rís árla úr rekkju, og gengur seint til
hvilu; hann æfir sálina með íhugun, og líkam-
ann með erfiði, og er heill heilsu á hvoru-
tveggja.
Letinginn er sjálfum hér til leiðinda; hver
stundin liggur á honum eins og torfa; hann
dratta rúr einum stað í annan, og veit ekki
sjálfur hvað hann vill.
Ðagar hans líða hjá, eins og þá er skuggi
afskyjum líður yfjr; þar sjást engar menjar
eftir.
Líkami
hans
, vezlast upp af erfiðisleysi;
hann langar til að hreyfa sig, en hefir ékki
prott í ser til að komast úr sporunum. Skiln-
ingur hans er sljór og skvnsemi myrkvuð. Hann
vdl fræðast, en nenuir ekki að * læra. Hann
Jangar í kjarnann, en vill ekki hafa fyrir því,
ao brjota sundur hnotina.
A hc'mih hans fer alt fram með óstjórn:
í^x-xyðf^:SValla- Sjálfur ste^ist hann á
hoíuðið ut a husgang. Hann sér hann fvrir aug-
um, og honum hljómar hann fyrir évrunum-
iiann hnstir hofuðið ogóskar, að það væri öðru
25 íGfir þ6,.enffin nrræði5 «v0 húsgangs-
læðið kemur^yfir hann, eins og hvirfilbvlur
og hann hnignr með minkun og gremju í gröf-
ma.
5. Keppni.
Kf hjarta þitt girnist heiður, ef evrum þín-
fm.Gr ana^a í hóli, þá lyftu þér upp'frá mold-
mm, sem þu ert mvndaður úr, og settu þér fvrir
sjónarmið eitthvað, sem er lofsvert.
E-kin, sem breiðir nú hríslur upp í háloft,
var einu sinni lítið akarn niðri í moldinni.
Kostaðu kapps um að vera mestur, í hverri
stöðu sem þú ert, og láttu engan hafa yfirburði
yfir þig í neinu, sem gott er. Samt máttu ekki
öfunda aðra af ágæti þeirra, lieldur skaltu efla
eigin atgjörfi.
Það skaltu líka varast, að niðra keppinaut
þnum með nokkni ósæmilegu eða svívirðilegu
móti. Reyndu heldur til að hefja þig sjálfan
uppyfir hann, þó ekki með öðru en þVí, að verða
honum fremri; þá skal keppni þín um yfirburð-
ina krýnast með heiðri, ef ekki með hamingju.
Heiðvirð keppni lyftir sálinni upp; því að
sá, sem leitar heiðurs, er allur á lofti, eins og
hestur á skeiði.
Hann vex eins og pálmaviður þrátt fvrir
allar mótspyrnur; hann hefur sig í háloft, eins
og örninn upp til himinhæða, og hann festir
augun á ljómandi geislum sólarinnar.
Draumsjónir hans á nóttunni eru eftirdæmi
ógætra manna; og það er yndi hans á daginn,
að feta í fótspor þeirra.
Hann áformar ekki nema það, sem nokkuð
er í varið, og hefir ekki ánægju af öðru, en af-
reka eitthvað mikið; enda fer hróður hans
fjalls og fjöru á milli.
En hjarta hins öfundssjúka er gall og
beiskja; tunga hans spýr eitri; og hamingja ná-
grannans heftir rósemi haus.
Hann kúrir heima og hefir enga elju; hon-
um svíður það, ef öðrum gengur vel; hatur og
illgirni eta hjarta hans, svo að hvergi er honum
rótt.
S.jálfur finnur hann enga löngun til góðs í
hjarta sínu, og ætlar svo aðra eftir sér. Hann
reynir til að rýra þá, sem honum eru meiri, og
leggja út á verri veg allar athafnir þeirra.
Hann situr sífelt á svikráðum, og hefir ilt í
huga, enda hafa allir andstygð á honum. Og
loks fer fyrir honum, eins og kongulónni, sem
hengir sig í sínu eigin neti. (Frh.)
una:
LILJA.
(Eftir Franzén.)
Matth Joch. þýddi og gerði seinustu vís-
Lilja starði á stjörnuher,
Stilt við sína móður tér:1
“Augu Guðs á himni há
Horfa Lilju á. ”
“Hann er líka lágt á jörð,
Lítt’ á þessi fögru börð,
Eins og Drottins augu fríð
Eru blómstrin þýð. ”
“Guð er'hér og Guð er þar,
Guð er líka — veiztu hvar?
Þér í augum, móðir mær,
Má eg segja’, hann hlær.”
KASPAR FÉKK EKKERT AÐ LÆRA.
Einu sinni var konungur. Hann gekk einn
dag út í skóg. Þar sá hann maurabing. Marg-
ir maurar voru að draga strá í binginn. Sumir
þeirra voru ungmaurar, nýkomnir út. Þeir
voru þegar teknir til vinnu og kunnu til verka.
Þeir söfnuðu sér mat. Þeir gerðu sér herbergi.
Þeir gerðu sér undraverða ganga í maurabingn-
um. Það var svo að sjá, sein þeir væru þegar
útlærðir.
Þetta þotti konungi undarlegt. Hann hugs-
aði með sjálfum sér: Maurinn er að eins dýr.
Hann byggir sér hús af list mikilli. Engínn
hefir kent honum að byggja. Miklu fullkomn-
ari er maðurinn. Hvers vegna getur maður-
inn ekki lært af sjálfum sér.
Konungur átti sér stóran listigarð. Afar-
liár múr var þar í kringum. Þar voru tré með
fegurstu aldipum. Þar voru tærustu uppsprett-
ur. Hirðir einn var hjá konungi. Konungur
kallaði hann fyrir sig og sagði: “f höll minni
er smasveinn einn, Kaspar að nafni. Hann er
ósköj) lítill. Hann kann ekki að tala. Farðu
með Kaspar litla í listigarðinn og lokaðu hann
þar mni. Gefðu honum mat og drykk, en láttu
Iiann aldrei sjá þig. Láttu hann aldrei sjá
nokkurn mann. Aldrei má hann heyra manna-
mál. Hann má ekkert af öðrum mönnum læra.
Hann á að kenna sér sjálfur.”
Hirðirinn gerði eins og konungur bauð. Nú
liðu fjogur ár. Þá kom konungur í listigarð-
mn. “Lifir Kaspar enn þá? “Já, herra 'kon-
ungur.” “Hvað hefir hann lært?” “Hann
hefir ekkert lært.” Þetta þótti konungi undar-
legt.
Aftur liðu fjögur ár. Konungur kom aftur
í hstigarðinn: “Lifir Kaspar enn þá?” “Já,
herra.” “Hvað kann hann nú?’ “Hann kann
tvö orð. Einu sinni hlupu kindur fram með
murnum. Hundur hljóp geltandi á eftir þeim.
Kaspar hermdi eftir jarmi kindanna oo- gelti
hundsins. Síðan stagast hann á tveim orðum.
Annað er ‘me-e” og hitt er “vóvv”. Annað
kann hann ekki.” Konungurinn var alveg
hissa.
Að fjórum arum liðnum kom konungur aft-
ur í garðinn. “Lifir Kaspar enn?’ “Já
herra. ” “Hvað kann hann nú?” “Hann kvak-
ar eins og fugl, klifrar eins og íkorni og hopp-
ar eins og héri. Meira kann hann ekki.” 0»-
konungur undraðist stórlega.
Enn liðu fjögur ár. Kbnungur kom. “Lif-
ir Kaspar enn?” “Já, herra.” “Hvað kann
hann nú?” “Hann er orðinn stór. Hann er
nu biaðum sevtján ára. Ilann er sterkur eins
og björn, kænn sem refur, grimmur eins og
hundur og óþrifinn eins og fénaðurinn. Hann
étur hrátt kjöt og-gengur nakinn. Hann kann
ekki að nota eldinn, og veit ekki um nytsemi
málmanna. Enga mannnasiði kann hann.
Hann er dýr.”
Konungur vildi sjá mann, sem ekkert kynni.
Konungur gekk því inn í listigarðinn. Kaspar
varð hræddur. Konungur talaði blíðlega til
lians. Kaspar faldi sig bak við tré. Konung-
ur gekk nær. — Kaspar flýði undan. Hann
klifraði upp í tré, henti sér yfir múrinn og
hljóp til skógar. Konungur lét leita'að honum.
Þjónarnir leituðu um skóginn. Loks fundu þeir
hann í tré einu. Hann varði sig. Hann beit
eins og úlfur, klóraði eins og köttur og öskraði
eins og blótneyti. Loks var hann bundinn.
Þjónarnir fóru með hann til konungs. Aftur
talaði konungur blíðlega til hans. Hann fékk
honum föt og rétti honum mat. Kaspar skjldi
ekkert. Hann skreið undir riim konungs. Hann
beit konunginn í hendina. Kaspar var villidýr.
Þá fyltist konungur méðaUmkvunar. “Nú
sé eg tilgang guðs,” sagði hann. “Dýrið þarf
ekki að læra. Það gerir af sjálfu sér það, sem
það á að gera. Það kann í byrjun alt, sem því
tilheyrir. Dýrið getur ekki fullkomnast. Mann-
inum er ætlað að verða ávalt fullkomnari og
betri. Þess vegna þarf hann alt af að læra.
Læri hann elkkert, verður hann dýr.
Nú lét konungur Kafcpar vera meðal manna.
Það þurfti að temja hann eins og fola og síðan
að fara með hann eins og lítið Ibarn. Smám-
saman lærði hann að tala. Smámsaman lærði
hann mannasiði. Síðan lærði hann margt nyt-
samt. Þá varð hann maður. Og löks varð úr
honum nýtur maður.
Lítið barn er eins og fræ. Guð hefir sáð þvi.
Mennirnir eiga að vökva það og rækta. An
ræktunar visnar það. Þess vegna á að kenna.
litlum Ibörnum. Menn eiga að hugsa sem svo:
Þetta er sáðkorn guðs. Eg ætla að vökva það
og hlúa að því. Þá verður það blóm guðs. Þá
verður það góður maður.
Því maðurinn er guðs barn. Lífið á jörðinni
er skóli. Samvizkan hirtingarfæri. Yizkan
er prýði mannsins. Ótti drottins er upphaf
vizkunnar.
Svo lýkur hér söguna af Kaspari
—Bók Náittúriínnar.
AFKLIPPUR OG SAMTININGUR.
(Lausl. þýtt úr ensku.)
Amma segir að eg hafi
af honum pabba mínum nefið.
Tvö hann hefir átt þau áður,
annað þeirra mér því gefið.
Augun hennar mömmu minnar
mér er sagt eg líka hafi.
Augu hefir hún því fjögur
haft — á því er enginn vafi.
Mikla ennið, munn og höku
mannsins hennar gömlu ömmu
á mér fólkið þykist þekkja —
þetta heyrði ég fyrir skömmu.
Eflaust hefir afi gamli
— er ég fæddist, var hann dáinn —
arfleitt mig að þessu þrennu,
þegar gerð var erfðaskráin.
Gisið hár eg hefi’ á kolli;
heyrði eg sagði gömul kona;
að eg væri palbba piltur —
pabbi minn er alveg svona.
Eitt er, sem eg vildi vita;
viltu, góði, segja mér það?
Oft eg vaki’ og um það hugsa,
aldrei skil það — hvernig er það ?
Er ég bara ótal partar,
eins og skrítið barnaglingur,
eintóm brot af öllum hinum,
afklippur og samtíningur?
Eða eitthvað meira — meira —
meira en þessir partar eru;
eitthvað, sem að sé og verði
sjálfur eg í raun og veru?
Sig. Júl. Jóhannesson.
ORÐALEIT.
Sólskin ætlar öðru hvoru að flytja vísur og
kvæði, sem eru svo leiðis gerð, að eitt eða
fleiri orð vanti í hér og þar. Svo eigið þið að
æfa ykkur í því að finna orðin, sem vantar.
Hérna eru tvær vísur og vantar tvö orð í hvora.
Þessi orð er ósköp hægt að finna. Seinna vant-
ar orð í vísu, sem erfiðara verður að finna.
Þetta er að eins fyrir lítil börn.
Mig langar í steik og mig langar í fisk,
mig langar í baunir, já kúfaðan — ?
Mig langar í eitthvað, mig langar í alt,
mig langar í kúmen, í pipar og — ?
Eg er ekki sterkur, eg er ekki stór,
eg er ekki digur, en samt ekki — ?
Eg er ekki fljótur, eg er ekki seinn,
eg er ekki boginn og því er ég —' ?
Sig. Júl. Jóhannesson.
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office timar: 2—3 Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba.
COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka áherzlu á að eelja meðul eftir forskriftum lækna. Hín beztu lyf, sem hægt er að fá, eru notuð eingöngu. Pegar þér komlö mefe forskrittina til vor, megið þér vera viss um, að fá rétt það iim læknirinn tekur til. Notre Dame and Slierbrooke Phones: 87 659 — 87 650 Vér seljum Giftingaleyflsbréf
DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Gnáham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office timar: 2—3. Heimlll: 764 Vlctor St. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON 218-220 Medlca.1 Arts fildg Cor. Graham og Kennedy Sta. Pboner 2J 884 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherbume 8t. Winnfpeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medtcal Arts Uldg Cor. Grahara og Kennedy 8t«. Phoie: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er að himta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Heimlli: 373 Rlver Ave. Tate. 42 691
DR. A. BLONDAL Medlcal Arts Bldg. Btundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Br að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—6 e. h. Offloe Phone: 22 208 Heimill: 806 Victor St. Sfml: 28 18»
Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask.
DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Helmllls Tais.: 38 626
DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknlr 014 Somerset Block Cor. Portage Avt og Donald 8t. Talsími: 28 889
Dr. S. J. Jóhannesson stundar almennar lœkningar 532 Sherburn St. Tals. 30 877
G. W. MAGNUSSON • . Nuddlæknir. 607 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 3-7 e.h. og á Sunnudögum frá 11-12 f.h.
Heilsan er lífslns bezta gjöf. pér get-
ið aftur öðlast hana með
\Ah\
Talið við
DR. WM. IVENg, M.A. M.L.A.,
926 Somerset Élk., Winnipeg.
Simi: 21 179 Heima: 56 485
FOWLER n PTICAL n°p
294 CARLTON ST.
NEXT TO FREE PRESS
ANDERSON, GREENE & CO., LTD.
námasérfræðingar
Meðlimir í Winnipeg Stock Ex-
change. Öll viðskiftl afgreidd fljött
og vel.
Lindsay Bldg. 226 Notre Dame Wpg.
Löpgilt a/ stjórn Manitoba-jylkis.
Sími: 22 164. Finnið oss í sam-
bandí við námuviðskífti yðar
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
ísL lögfræðingar.
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
Phones: 26 849 og 26 840
LINDAL, BUHR & STEFÁNSON
fslenzklr lögfræöingar.
356 Main St. Tals.: 24 963
peir hafa einnig skrifatiofur að
Lundar, Riverton, Gimli og Piney
og eru þar að hitta á eftirfylgj-
andi tlmum:
Lundar: Fyrsta miðvikudag,
Riverton: Fyrsta fimtudag,
Gimli: Fyrsta mfðvikudag,
Piney: priðja föstudag
1 hverjum mánuði
JOSEPH T. THORSON
ísl. lögfræðingur
Scarth, Guild & Thorson,
Skrifstofa: 308 Great West
Permanent Building
Main St. south of Portage.
Phone 22 768
G. S. THORVALDSON,
B.A., LL.B.
Lögfræðingur
709 Electric Chambers
Talsími: 87 371
Residence
Phone 24 206
Office
Phone 24107
E. G. BALDWINSON, LL.B.
Barrister
905 Confederation Life Bldg.
Winnipeg.
A. G. JOHNSON
«07 Confederatlon Life Bldg
WINNIPEG
Annast um fasteignir manna. Tek-
ur að sér að ávaxta sparifé fóiks.
Selur eldsábyrgð og bifneiða ábyrgð-
ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað
samstundis.
Skrifstofusimi: 24 263
Heimaslml: 33 328
J. J. SWANSON & CO.
LIMITEI)
R e n t a 1 8
Insurance
Real E s t a t e
Mortgages
600 PARIS BLDG., WINNPEG.
Phones: 26 349—26 340
Emil Johnson
SKRVIOE ELEOTRIO
Rafmagns Contractlng — Allskvns
rafrrvagnsdhöld seld og viO þau gert
— Eg sel Moffat og CcClary elda-
vélar og hefi þwr til sýnis d verk-
stæöi minu.
524 SARGENT AVE.
(gamla Johnson’s byggingln vlð
Young Street, Winnlpeg)
Verkst.: 31 507 Heima:27 28«
A. S. BARDAL
848 Sherbrooke St.
Selur iikkistur og annast um flt-
farir. Allur útbúnaður sá be«BL
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarðta og legsteina.
Skrifstofu tate. 86 607
Helmilia Tals.: 58 801
Dr. C. H. VR0MAN
Tannlæknir
505 Boyd Building Phone 24 171
WINNIPEG.
SIMPS0N TRANSFER
Verzla með egg-á-dag hænsnafóður.
Annast einnig um allar tegundir
flutninga.
647 Sargent Ave. Sími 27 240
Holmes Bros. Transfer Co.
Ðaggage and Furniture Moving
Phone 30 449
668 Alverstone St., Winnipeg
ViÖskiftilslendinga óskað.
Giftinga- og JarOarfara-
Blóm
með litlnm fyrirvar*
BIRCH Blómsali
5»3 Portage Ave. TaJs.: 80 780
St. John: 2, Ring 2
DRS. H. R. & H. W. TWEED
Tannlæknar.
406 Standard Bank Bldg.
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone A-6545 Winnipeg