Lögberg - 19.04.1928, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.04.1928, Blaðsíða 6
BIs. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. APRÍL 1928. Ljónið og Músin. Eftir Charles Klein. (Saga sú, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, bom fyrst út árið 1906 í New York). “ Aðal ástæðan er sú,” sagði Ryder og horfði á son sinn, til að veita því eftirtekt, hvaða áhrif orð sín hefðu á hann, “að það er að mínu undirlagi, að þess var krafist, að Rossmore væri rekinn frá embætti.” “Já, einmitt það,” sagði Jefferson. “Mig grunaði þetta. En hvernig í ósköpunum gat þér dot'tið í hug, að vinna slíkt óhæfuverk?” Ryder eldri var nú búinn að ná sér aftur, og talaði stillilega. “Eg þarf ekki, Jefferson, að afsaka fyrir þér, hvers vegna eg geri þetta eða hitt. Það vildi svo til, að eg vissi um þetta, og eg sá enga ástæðu til að hlífa honum. Hann hefir aldrei hlíft mér. Eg Skifti mér ekki meira af þessu, en líkur eru til, að honum verði vikið frá em- bætti. Senator Roberts sagði í dag, að það væri áreiðanlegt. Nú hlýtur þú að sja, hve f jarri öllu lagi það er, að þú giftist Miss Ross- more.” “ Já, eg skil þig, faðir minn. Eg hefi ekkert meira að segja.” “Ertu enn að hugsa um að fara?” “ Já,” svaraði Jefferson með beiskju. “Því ekki það? Þú hefir tekið frá mér þá einu á- stæðu, sem eg hafði til þess að vera kyr.” “Hugsaðu þig vel um þetta, drengur minn. Þú þarft ekki að giftast Kate fremur en þér sýnist, en mig langar til að þú sért hér kyr.” “Það er ekki til neins að tala um það,” sagði Jefferson, “eg hefi ráðið við mig að fara. ” Síminn hringdi og Jefferson stóð upp til að fara. Ryder eldri svaraði símanum. “Já, hvað er það? Ellison? Já, látið þér hann koma.” Hann stóð á fætur og fylgdi syni sínum til dyra. “Hugsaðu þig alvarlega um, Jeff. Flýttu þér ekki of mikið. ” “Eg hefi hugsað um þetta, og eg hefi af- ráðið að fara.” Fáum mínútum seinna fór Jefferson út úr húsinu. Ryder settist aftur við skrifborðið sitt og hann var í þungum hugsunum. Þetta hafði hann komist næst því að þurfa að láta undan. Hér var maður eins viljasterkur eins og hann sjálfur. Hann gat ráðið yfir þingum og stjórn- um, en hann gat ekki ráðið yfir syni síirum. Hvað sem öðru leið, þá varð hann að sjá um, að sonur hans og dóttir Rossmore dómara næðu ekki saman, jafnvel þótt hann yrði að leika stúlkuna eins grátt eins og föður hennar. Hann vissi vel um Rossmore og fólk hans, og honum var vel kunnugt, að dóttir hans var nýkomin heim frá Evrópu, og hann vissi, að hún hafði komið með sama skipi eins og Jefferson. Nú hafði hann hugsað sér, að hafa nákvæmar gæt- ur á þessari fjölskyldu daglega, og því var það, að Ellison þessi gat svo auðveldlega náð fundi hans, en hann var leynilögregluþjónn og í þjónustu stjórnarinnar í Washington. Hurðin opnaðist, og Bagley kom inn og með honum var hár og þrekinn maðnr, en heldur grófgerður og ekki líkt því eins vel klæddur, eins og Englendingurinn, sem vísaði honum inn til Rvders. “Gerið þér svo vel, að fá yður sæti,” sagði Ryder vinsamlega, og maðurinn setist á einn stólinn, en það var eins og hann kvnni ekki vel við sig og fyndist hann ekki eiga þarna sem bezt heima. “Bíða þessir nefndarmenn enn?” spurði Ryder. “Já, þeir gera það,” svaraði Bagley. “Eg skal tala við þá eftir fáeinar mínútur. Látið þér mig vera hér einan með Ellison.” Baglev hneigði sig og fór. “Jæja, hvað hafið þér að segja mér?” Hann opnaði vindlakassa, sem stóð þar á borðinu, og rétti EiílLson. “Gerið þér svo vel að fá yður vindil.” Maðurinn tók við vindlinum og eldspítu, sem Ryder rétti honum. Hann lét sér mjög ant um að taka vel á móti þeim, sem hann gat haft eitthvert gagn af. “Þetta er góður vindill. Það er ekki oft; að maður fær slíka vindla.” “Þeir ættu að vera góðir,” sagði Rvder og hló við. “Hver þeirra kostar tvo dali.” Það gekk alveg fram af Ellison. Honum ofliauð eyðslusemin. Þetta líkt’st því, að brenna peningum: Ryder hafði nú sama sið, eins og hann var vanur, og bvrjaði þegar á umtalsefninu: “Ilvað hafið þér gert, viðvíkjandi bók- inni? Ilafið þér fundið höfundinn að bókinni, “The American Octopus?” “Nei, því miður ekki. Það verð eg að játa. Það levndarmál liggur ekki á lausu. Útgef- endurnir þegja eins og steinar. En það er eitt, sem eg er nærri viss um. ’ ’ “Hvað er það,” spurði Ryder með ákefð. “Það, að það er engin Shirlev Green til.” “ Já, einmitt það. Þér haldið þá, að þetta sé bara gerfinafn?” “Eg held það.” “En hver haldið þér að sé ástp*ða höfúnd- arins til að nota gerfinafn?” “Bókin fæst við stór málefni og mikla menn og það getur vel verið, aðhöfundurinn hafi ekki álitið holt fyrir sig að láta nafns síns ge(ið. Það er að minsta fcosti mín hugmynd.” “Þetta er mjög sennileg tilgáta,” sagði Ryder. “En því meira langar mig til að vita, hver höfundurinn er. Eg væri meir en viljug- ur að borga fimm þúsund dali þegar í stað fyr- ir þær upplýsingar. Hver sem höfundurinn er, þá þekkir hann mig eins vel eins og eg þekki sjálfan mig. Yið verðum að komast fyrir, hver liöfundurinn er. ” Ellison þagði litla stund, og sagði svo: “Það getur verið, að það sé einn vegur mögulegur til að finna höfundinn, en því að eins þó, að hann sé viljugur til að koma sjálfur fram í dagsljósið. Segjum, að þér skrifuðuð höfund- inum, sem væntanlega er kona, og biðjið útgef- endurna að koma bréfinu til skila, sem þeir mundu vafalauts gera. Ef hún vill halda sér leyndri, þá svarar hún auðvitað ekki bréfinu. En ef hún þar á móti er ekkert hrædd við yður og er til með að sjá vður, þá svarar hún.” “Þetta er góð hugmynd,” sagði Ryder. “Mér hefir aldrei dottið þetta í hug. Eg skal skrifa henni strax og senda bréfið í kvöld. ” Ryder hringdi og Bagley kom inn að vörmu spori. “Þér skrifið Miás Shirley Green fvrir mig liöfundi sögunnar “The American Octopus”. Við skulum fela bréfið á hendur útgáfufélag- inu Littleton and Co. Segið bara, að ef henni sé það ekki mótfallið, þá þætti mér vænt um að eiga tal við hana á skrifstofu minni, 36 Broad- way, viðvíkjandi bókinni “The American Octopus.” Látið bréfið í póstinn í kveld. Þetta er alt.” Bagley hneigði sig og fór. Ryder sneri sér að Ellison og sagði: “Þetta er búið. Við sjáum hvernig það gengur. Eg hefi annað verk fyrir yður og ef þér reynist mér trúr, þá mun eg launa yður vel. Þekkið þér einhvern stað á Long Island, sem kallaður er Massapequi?” Það pláss þekki eg vel. Þar eru náungar, sem við þurfum að líta eftir.” Ryder gaf þessum orðum Ellisons engan gaum og hélt áfram: ''Rossmore dómari er þar, meðan hann bíð- ur eftir því, hvernig mál hans fer í öldunga- deildinni. Dóttir hans er nýkomin frá Evrópu. 1 Sonur minn kom heim á sama skipinu. Það sýnist vera meiri vinskapur þeirra á milli, heldur en eg er ánægður með. Þér skiljið það. Eg vil fá að vita, hvort sonur minn heimsækir hana, og ef hann gerir það, þá vil eg vita sem nákvæmast um það alt saman. Þér skiljið það?” “Já, fullkomlega. Eg skal láta yður vita um það alt saman. ” Rvder tók óskrifaða banka ávísun og skrif- aði eitthvað á hana og rétti hana síðan lögreglu- manninum og sagði: “Hérna eru fimm hundruð dalir. Þér ger- ið það sem þér getið og horfið ekki í kostnað- inn.” “Þakka yður fyrir,” sagði Ellison. “Þér megið reiða vður á mig.” “Eg held það sé þá ekki meira í þetta sinn. Við sjáum til hvernig fer með bréfið.” Ryder hringdi, sem var merki þess, að nú væri viðtalinu lokið. Bagley kom inn. “Mr. Ellison er að fara. Fylgið honum til dvra og vísið svo nefndarmönnunum inn til mín.” X. KAPITULI. “Hvað er þetta!” sagði Shirley og skifti litum; “er það mögulegt, að John Burkitt Rvder sé í þessu svívirðilega samsæri gegn föður mínum?” Það var daginn eftir að Shirley kom heim, að hún sat utan við dýrnar hjá þeim föður sín- um og Stott. Það var eins og allir hlutaðeig- endur hefðu komið sér saman um að segja ekk- ert um það, sem þeim öllum lá þ>mgst á hjarta, fyr en nú. Daginn áður hafði Shirley sagt þeim af ferðalaginu. Jafnvel þótt föður henn- ar væri alt annað en hlátur í huga, þá gat hann þo ekki gert að því að brosa, þegar dóttir hans var að segja frá stúdentunum í Parí.s o°- Stott skelllhló. Hvað .það er „ott, „5 geta hS, þegar ahyggjurnar ætla næstum að verða manni ofurefli! En þó Shirley hefði að vísu enn mikl- ar ahyggjur út af máli föður síns, þá hafði hún þo hmar beztu Vonir um, að alt mundi vel fara þvi hun trúði því, að John Burkitt Ryder mundi skerast i þetta mál og hann var áreiðanlegur maður, sem gat komið fram flestu sem hann iiu°5*0nUrJlam hafði sa# henni> aö hann skyldi biðja foður sinn að taka þetta mál að ser. Þegar þær móðir hennar og frænka voru farnar ut, þá bað hún föður sinn og Stott að 'segla ser nú alt um þetta mál og draga ekkert undan, hvermg sem það væri. bvtSI0tpSagðÍ heínLSV0 aI,a s^íniua, alt frá þvi að Rossmore hafði verið kærður fyrir að þiggta mutur. Hann sagði henni frá öllum gangy malsins, og hvemig það stæði nú og hvernig það ut liti fyrir að það mundi fara. Hami sagði henm nákvæmlega frá viðskiftum foður hennar við Great Northern Mining Com- pany og því fjártapi, sem hann hafði orðið fvr- Z’ r haAnn hefði orðið að selja heimili sitt á Miidison Avenue og flytja til Long Island horfirVbnnð\hfraá málÍð g6nííÍð’ 0Savena fir það við nu s em stendur,” sagði Stott hefar hann hafðl loki<5 þessum skýringum. — • iNu hlðl™ Vlð eftir úrskurði öldungadeildar- mnar. Við gerum okkur góðar vonir. Það symst næstum óhugsandi, að öldungadeildin sakfelh mann, sem er jafn auðsjáanlega sak- laus eins og Rossmore dómari er, en því miður eru stjómmála andstæðingar hans þár í mikl- um meiri hluta, og ef okkur berst ekki einhver óvænt hjálp, þá verðum við að vera við því bú- in að illa fari, ef til vij,” “Einhver óvænt hjálp,” hafði Stott sagt. Það var nú einmitt þessi óvænta hjálp, sem hún sjálf vissi af og gat nú ekki lengur stilt sig um að segja frá: “Eg veit hvaðan hjálpin kemur,” sagði hún, “ og mér þykir mjög vænt um, að geta sagt þér það, faðir minn. Voldugasti maður Banda- ríkjanna mun sjá um það, að þú verðir ekki fyrir neinum vnheiðri.” Þeir vissu ekki, hvaðan á þá stóð veðrið. Hvað átti stúlkan við? Var hún bara að gera að gamni sínu? Aldrei á æfi sinrii hafði Shirley sagt nokk- urt orð í meiri alvöru, eða af moiri einlægni, og hún gladdist svo hjartanlega með sjálfri sér af því að hafa komið rétt mátulega til að ná í þessa miklu og alveg nauðsynlegu hjálp, og hún sagði með töluverðum ákafa: “Við þurfum engu að kvíða lengur. Hann þarf ekki nema bara að segja eitt orð, og þá verður hætt .við þetta alt sainan. Þeir þora ekki að hafa á móti honum. Heyrirðu það, fað- ir minn, að málið er sama sem unnið?” “Hvað ertu að segja, barnið mitt? Hver er þessi óþekti vinur?’ “Þið getið vel getið ykkur til um það, þegar eg segi, að það er voldugasti maður Banda- ríkjanna. Það er engin nannar en John Bur- kitt Ryder!” Hún hætti alt í einu að tala og horfði á þessa tvo menn til skiftis, en það varð ekki .séð, að þeir tækju því, sem hún var að segja, með mikl- um áhuga, aukheldur gleði, og hún skildi ekk- ert í, hvernig á því gat staðið. “Heyrðirðu þetta ekki, faðir minn, að John Burkitt Ryder ætlar að aðstoða þig í þessu máli? Eg kom heim á sama skipinu eins og sonur lians, og hann lofaði mér að fá föður sinn til að skerast í þetta mál.” Faðir hennar hristi höfuðið. Hann hélt ófram að reykja pípu sína og svaraði engu. Stott varð fyrir svörum: “tlr þeirri átt getum við ekki búist við neinni hjálp, Shirley. Þú mátt ekki búast við, að menn eyðileggi sínar eigin gerðir.” “Hvað áttu við?” spurði Shirley og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. “Blátt áfram það, að Jolin Burkitt Ryder er maðurinn, sem valdur er að öllu óláni föður þns.” Stúlkan varð orðlaus og það var eins og drægi úr henni allan mátt. Var það mögulegt, að faðir Jeffersons hefði sýnt þeim alt þetta óheyrilega ranglæti? Hún vissi full vel, að Ryder eldri lét sér fátt fyrir brjósti brenna til að koma fram ásetuingi sínum, það hafði hún greinilega sýnt í bók sinni, en hitt hafði henni aldrei dottið í hug, að hennar eigin fjölskylda mundi verða svona tilfinnanlega fvrir yfir- þessu óláni. Að þau yrðu nokkurn tíma hjón, gat ekki komið til nokkurra mála. Það var bara fjarstæða. Auðvitað gat liún ekki kent Jeffer- son um þetta. H*ún vissi, að þetta var gagn- stætt hans Vilja og hans hnugarfari, og æfin- lega skyldi hún bera hlýjan hug til hans. En hvernig svo sem þetta mál kynni nú að fara, þá var nú auðséð, að milli heimar fjölskyldu og hans fjölskýldu, var nú myndað það djöp, sem aldrei varð briíað. “Heldur þú virkilega, að John Ryder hafi lagt fram þessar mútukærur gegn föður mín- um með ’þeim ásetningi, að eyðileggja mannorð hans og fá honum vikið frá embætti?” spurði Shirley, þegar hún hafði náð sér dálítið aftur. “Það er ekki hægt að ráða þessa^átu öðru- vísi,” svaraði Stott. “Auðnumnafélögin vissu, að þau gátu ekki komið honum úr dómarasæt- inu með nokkru heiðarlegu móti, og þá var að grípa til annara vopna. Ryder átti mest á hættunni, ef faðir þinn hélt áfram að vera dóm- ari, og eg efast ekki um, að hann er maðurinn, sem aðallega stendur fyrir þessu samsæro.” “En hvernig í ósköpunum getur þetta átt sér stað í siðuðu mannfélagi?” spurði Shirley. “Getum við ekki sýnt fram á, livað hann er að gera? Þvi taka blöðin þetta mál ekki fyrir og sýna fram á þetta samsær'i?” “Þetta. sýnist kannske vera ofur einfalt,” svaraði Stott, “en það liggur ekki nærri að svo sé. Eg hefi haft mikla reynslu sem lögmaður, barnið gott, og eg veit um hvað eg er að tala. Þessir náungar láta ekki koma að sér óvörum, og það er ekki hægt að rekja slóð þeirra, það er engin hætta á því. Blöðin hin.s vegar, hve- nær hefir þú orðið þess vör, að þau beri bíak af manni, sem er að falla í almenningsálitinu?” “En þú, pabbi, trúir þú. þVí, að Ryder hafi gert þetta? ” Nú orðið efast eg ekki um að svo sé, ” svar- aði dómarinn. “Þótt eg væri í dauðahættu, held eg ekki að John Ryder myndi hrevfa hönd eða fót til að hjálpa mér. Bréf, sem eg fékk frá honum, viðvíkjandi tveimur bréfum, sem eg hafðf skrifað honum, sannfærði mig um, að hann mundi vera aðalmaðuirnn í þe&su sam- særi.” \ ið hvaða bréf attu?” spurði Shirley. “Það voru tvö bréf, sem og skrifaði honum viðvíkjandi peningum, sem eg ætlaði að á- yaxta. Tlann réði mér t:I að kaupa hlutabréf í vissu félagi, og þá skrifaði eg honum tvö bréf, sem væru mikilsverð gögn til að sanna, að eg er ekki sekur um það, sem á mig er borið. Eg skrifaði honum svo, og bað hann að skila mér aftur þessum bréfum svo eg gæti notað þau sem vörn í málinu. Alt sem eg hafðiiupp úr því, var osvífið brc*f frá skrifara Iians, þar sem hann segir, að Ryder muni ekkert eftir ]>essu og að hann hefði ekki þessi bréf í sínum vörzlum.” “Getur þú ekki neytt hann til að skila bréf- unum?” spurði Shirley. “ Við getum hvergi komist nærri honum,” tók Stott fram í. “Hans er gætt eins vandlega, eins og Rússakeisara. ” “En getur ekki vel verið, að hann hafi eyði- lagt bréfin, eða kannske aldrei feng'ið þau?” gLUE RIBBON Baking Powder Því að vera í vanda með valið? Notið að eins Blue Ríbbon, og þá munu allir aðiljar ánægðir verða. Sendið 25c til Blue Ribbon, Ltd., Win- nipeg og fáiö Blue Ribbon Cook Book, í ágætu bandi,—bezta matreiðslubók- in, sem hugsast getur fyrir heimili Vesturlandsins. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Llmlted Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chamben Yard: HENRY AVE. EAST. - - WIAINIPEG, MAN. VERÐ Og GŒDI - ALVEG FYRIRTAK Þeir Islendingar, er í hyggju hafa að flytja búferlum til Canada. hvort heldur er heiman af tslandi e?5a frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. spuðri Shirley. “Hann geymir bréfin vandlega, það er eng- in hætta á öðru,” svaraði Stott. “Hann held- ur saman öllu slíku, því hann hugsar sem svo, að það geti einhvern tíma orðið að gagni. Bréfin eru áreiðanlega einhvers staðar í skrif- borðinu hans. Þar að auki er haft eftir Ryd- er, að hann hafi hótað þvá, að hann skyldi sjá um, að Rossmore yrði að víkja úr dómarasæt- inu. ’ ’ “Og það var ekki sagt út í loftið. Hann er að koma því fram,” sagði dómarinn. Shirley sagði ekki meira. Hugsanir hennar flugu víða. Þetta var þá virkilega rétt, að þessi miskunnarlausi gróðabrallsmaður liafði ekki hikað við að sýna föður hennar hróplegt ranglæti, bara til þess að geta enn betur komið fram s'ínu óheiðarlega gróðabralli. Því hafði liún ekki sagt miklu meira um hann og verið harðorðari í lians garð í bókinni sinni, lieldur en hún hafði verið? Nú fanst henni, að hún hefði talað um hann alt of vægilega. Slíkur maður átti ekki skilið neina vægð. Nú sá hún, hvernig þessu var öllu varið. John Burkitt Ryder, aðal maðurinn í öllu stórgróðabraskinu, sem nú hafði náð svo miklum völdum, að þau voru jafnvel meiri lieldur en nokkurt konungs- vald, hafði nú gerst svo ósvífinn að ráðast á réttvísina, þennan hornstein þjóðfélags skipu- lagsins og aðal máttarstoð frelsis fólksins, sem landið bygði. Hvar ætlaði þetta að lenda? Hvað lengi mundi þjóðin þola að láta slíkan mann troða sig undir fótum? Nú fanst henni, að auðmennirnir beittu óheyrilegum yfirgangi og óréttlæti gagnvart almenningi og henni fanst að flest böl ]>jóðfélagsins mætti rekja til þeirra aðgeðra. Að vísu gætu verkamanna- félögin ráðið miklu um kaupgjald og vinnu- tíma, en þau gætu engu ráðið um verðlag á lífsnauðsvnjum. Auðfélögin gætu aukheldur ráðið því, hyort heldur lífsnauðsvnjar væru fáanlegar eða ekki. Þau vanalega létu svo, sem lítið væri til af þeim, og þess vegna gætu þau hækkað verðið úr öllu hófi fram og þannig grætt stórfé, sem þeir svo eyddu í allskonar ó- ' hófi og munaðarlífi. Matvara alt af að liækka í verði og jafnframt að verða lakari. Fatnaður var að verða dýrari oig skattar voru að hækka.; Hún hugsaði um ástandið í sláturhúsunum í' Cliicago, sem nýlega hafði verið gert að oin- beru umtalsefni, og henni ofbauð hvemig þeir, sem þar áttu hlut að máli, seldu almenningi skemd og heilsuspillandi matvæli og græddu á þvi stérfé, en fólkið beið óbætanlegt. heilsu- tjón. Henni fanst það óheyrilegt ranglæti, að slíkt skvldi vera látið viðgangast. Hún efaði ekki, að stórkostleg breyting lilyti á ]>essu ástandi að verða fyr eða síðar, og að stórgróðamennirnir hlytu að draga inn hornin, 'þegar fólkið vaknaði til meðvitunday um sinn eigin rétt. En eins og nú stæði, hefði'þessi auð- ugasti maður Bandaríkjanna, Jolin Burkitt Ryder, óheyrilqga mikil völd, og ef það var rétt, sem naumast þyrfti að efa, að hann í raun og veru réði yfir þinginu og stjórninni, þá var svo sem auðséð, hvernig mál föðtir hennar mundi fara. En hvað átti að gera? Það dugði ekki að sitja aðgerðalaus og hafast ekkert að. Hér varð að finna einhver ráð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.