Lögberg - 03.05.1928, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAÍ 1928.
Bls. 3.
Vinur hans ráðlagði
honum að reyna þær.
<
Maður í Quebec Fær Heilsu Sína
Af Því Hann Notaði Dodd’s
Kidney Pills.
Mr. Joseph Royi Þjáist af Nýrna-
veiki í meir en heilt ár.
Waterville, P. Q., 30. apríl —
(Einkaskeyti) —<
“Eftir að hafa talað við vin
minn, sem reynt hafði Dodds
Kidney Pills og batnað, afréð eg
að reýna þær,” segir Mr. Joseph
Roy, sem er velþektur borgari í
Waterville “Eg hefi tekið úr fá-
einum öskjum og þær hafa reynst
mér ágætlega. lEg mæli sterklega
með Dodd’s Kidney Pills, þær
hafa frelsað lif mitt og gefið mér
aftur heilsu mína.”
Fólk ætti að kynna sér sem
allra bezt eðli bess sjúkdóms, sein
það þjáist af, og eins hvaða ráð
eru ti'l að lækna þann sjúkdóm.
Það verður að gæta þtess, að fara
sem allra næst því, sem er nátt-
úrunni samkvæmt og eðli mann-
legs líkama. í þrjátíu ár hafa
menn vitað, að Dodd’s Kidney
Pills væru nýrnameðal. Þær hafa
reynst ágætlega við gigt, bakverk
og blöðrusjúkdómum í meir en
þrjátíu ár..
Atvik og athugasemdir.
frá Foam Lake, 1927.
Eftir Jón Einarsson.
(Framh.)
Það var hinn 4. ágúst, að kveldi
dags, að séra Guðmundur Árnason
flutti fyrirlestur um breytiþróun-
ina hér í samkomuhúsi bygðar-
innar, Bræðraborg. Var fyrir-
heitið um góða og fræðandi skemt-
un þetta kvöld vel og ítarlega
auglýst út um bygðina. Kom fyr-
irlesarinn á tæka tíð ásamt að-
stoðarmanni hans við myndasýn-
inguna til skýringar ræðuefninu»
séra Friðrik A. Friðriksson frá
Wynyard. Var þá enginn kominn
af væntanlegum áheyrendum nema
eg, er línur þessar rita. Leið all-
langur tími, áður en nokkrir bætt-
ust við, og höfðu klerkar mynda-
vélina og annað, er með þurfti,
fyrir löngu í góðu lagi. Var á
meðan talað um ýmsar listir og
jarðnesk efni, og lá vel á þessari
þrenningu. Báðir eru prestarnir
alþýðlegir menn í viðmóti, og sér-
staklega er séra Friðrik glaður í
brgaði jafnan og kompánlegur—ef
svo má að orði kveða um fulltrúa
drottins í heimi þessum — í við-
ræðum. Leið mér, þessum litla
“söfnuði” þeirra, því einkar vel í
sambúðinni —þakka skyldi mér.
Annars hefir, að eg held, aldrei
verið flutt fyrirlestrar erindi hér
í grendinni, svo, að eigi væri eg
þar, og það I tíma, viðstaddur.
Þ a ð má eg segja! og meira að
segja hefi eg ekki enn séð eftir ó-
maki af þeirri tegund.
Þrjú eru aðal-skilyrði til þess,
að fyrirlesara líði bærilega við
starfa sinn. Fyrst það, að margt
sé um manninn; annað, að lystaf-
endur sýni áhuga sinn með því,
að koma í tæka tíð; og þriðja, að
sjáanleg ánægja geisli nt úr and-
litum þeirra með furðublæ yfir
því, að nokkur maður, svipaður
öðru fólki að lagi til, skuli geta
talað svona fagurlega og vitað
betta alt saman, — að það, og ef
til vill meira af sama tagi eða
ððru, geti rúmast í einum, venju-
legum manni! Þessi þrjú skil-
yrði virðist í fljótu bragði vera
auðvelt að uppfylla.
®n til þess að áheyrendum líði
vel og séu ánægðir með það, er
skildingar þeirra keyptu, er kraf-
ist af fyrirlesaranum skilyrða, að
minsta kosti eins margra og eyr-
un eru í salnum, og oftast fleiri.
Það myndi því sýnast því hægra
að þóknast áheyrendunum, sem
þeir eru færri, enda fær þá hver
einn sinn fulla skerf af erindinu.
Hér var þetta síðasta happ í
fullu veldi. Að eins 12 áheyr-
endur, börn og fullorðnir komu
hér að lokum í leit eftir vísinda-
legum sannindum, og gat því fyr-
irlesturinn naumast talist vel
sóttur. En hér var sú bót í máli,
að varla hefir heppilegra mann-
val hlýtt á viturra manna mál, en
einmitt þetta kvöld í Foam Lake-
^ygð. Að dæma eftir orðum, sem
féllu, skildist mér — og ekki án
undrunar, að enginn þessa fólks
hefði áður heyrt eða lesið um
breytiþróunarhugmyndina, hvað
þá heldur, að n'okkur meðvitund
hefði þar átt sér stað um sann-
leiksgildi þeirrar hugmyndar, —
því þessi “fræðigrein er, enn sem
komið er, að ýmsu leyti ókönnuð,
enda nafnkend í ritum og ræðum,
seni| ‘Evolution Theory’, þ. e.
breytiþróunar hugmyntL” Verður
þessa hér vitund minst áður lýkur.
Séra Guðmundur hóf mál sitt
með nokkrum dómsorðum um
biblíuna. Mælti hann þau ákvæði
hiklaust og af hjarta fram og
munni. Hefir ef til vill minst á
það mál áður. En sjálfan fyrir-
lesturinn las hann af blöðum.
Benti hann lítilsháttar á, hve óá-
reiðanleg biblían væri og að
margt væri í henni að finna svo
ljótt, að manni óaði við að taka
það sér í munn. Orð hans voru
ef til vill ekki nákvæmlega þessi,
en þessi var kjarninn í þeim. En
að endingu lét hann þess getið, að
þrátt fyrir þetta yrði biblían ætíð
merkileg bók. -— Finst mér hér,
sem oftar, að rökfræði lærðra
manna ýmsra sé ætíð merkileg-
ust. Ræðumaður mintist öldung-
is ekki á eitt einasta atriði í biblí-
unni, sem væri nýtilegt, og bentj
ekki á eitt einasta atriði þar held-
ur, sem sanna skyldi h v a ð var
ljótt og ósatt í þeim ritum.
Gleyptum við þetta því ótuggið,
og óefað verður sumum gott af
á þann hátt, sem til var ætlast.
Vísindalegur dómur var þetta vit-
anlega ekki. 'Sönn vísindi ganga
hreint að verki, staðhæfa með rök-
um, sem bezt eru þekt í svipinn,
og sleppa dylgjum. Þessi aðal-
skilgreining í formálanum var
líklega bending um tilgang fyrir-
Iestursins og andlegt gildi — að
hann eiginlega væri ekki fluttur
hér að eins til þess, að “bæta við
mentaforða okkar”, Foam Lake-
búa, eins og höf. hafði áður á
minst, heldur til þess, ef tök væru,
að hafa áhrif á trúarlíf áheyr-
enda, sem er nokkuð annað. Vís-
indin, sem vísindi, eftir því, sem
það hugtak er jafnan viðhaft, eru
gersamlega trúlaus, eiga hvorki
trú né vantrú, “frjálstrú” né ó-
frjálsa. enda hefir G. Á. sjálfur
margsagt, að fundamentalism
(sköpunarkenning biblíunnar) og
Evolution theroian eða breytiþró-
unar hugmyndin, séu tvær ger-
samlega ólíkar stefnur, þess vegna
undrar fáfræði mína, að eigi skuli
vera hægt að ræða breytiþróun-
ina nema gamla sköpunarkenning-
in sé líka rædd eða fordæmd, og
það í jafn stuttu erindi og þetta
var.
r
í býsna mörg ár, fremst fram-
an úr biblíutíð, og jafnvel fram á
þann dag í dag (»g ef til vill á
morgun og hinn daginn) hafa
klerkar og kennimenn út um víð-
an heim rætt biblíu-sköpunarhug-
myndina, alveg án þess að for-
dæma breytiþr. hugmyndina, og
oft án þess að taka nokkurt tillit
til hennar, til eða frá. Það lítur
svo út all-oft, ein^ og boðendur
“hins nýja siðs” leiði sér í grun,
að kenning þeirra geti naumast
staðist nema því að eins, að eitt-
hvað annað og þýðingarmikið sé
rifið niður. Með öðrum orðum,
að breytiþr.kenningin sé bygð á
kostnað biblíukenninganna.
Verður hér ekki reynt að halda
uppi neinum svörum fyrir Funda-
mentalista. Tilheyrir það verka-
hring annara. Hitt mætti eg voga
að drepa á, hve hlægileg rökvísi
þeirra presta er, hálærðra, full-
vissra manna, sem amast við biblí-
unni sem óábyggilegri bók, og að
miklu leyti, ef ekki alveg, ósannri,
en hafa hana þó fyrir framan sig
og leggja út af spábókum hennar
og guðspjöllum við hverja “guðs-
þjónustu” er þeir stýra. Mér
skilst, að alveg eins mætti nota
Andrarímur og Ferðasögu Eiriks
frá Brúnum i texta, ef ekki þarf
að byggja á neinu nema sðgu, —
ósannri eða sannri — eftir dæm-
um prestsins.
Fyrirlesturinn sjáflur var flutt-
ur látæðislaust og blátt áfram.
Hefði fa,rið enn betur samt, ef
höf. hefði “talað upp úr sér”. Það
verður í flestra meðferð eðlilegra,
og hér ekki neitt óvanalegt né
flókið mál um að villast, þar sem
efnið er að finna í ótal bókum og
ritum, sem allir geta átt aðgang
að, sem vilja, að undanteknum
dýrum floikka-bókum (“Library”
of so and so), og niðurröðun jafn-
an hin sama.
Sköpunarsögu mannkynsins sam-
kvæmt Evolution hugmyndinni,
rakti presturinn eftir venjulegri
Darwinista röð, eins og hún stend-
ur í ýmsum námsbókum og jafn-
vel alþýðlegum ritum (t. a. m.
“The Savage World” eftir hinn
alkunna náttúrufræðing J. W.
Buel, en munurinn hér er sá, að
Buel neitar algerlega fæðingu
mannkynsins af öpum eða ððrum
dýrum). Annars er ekki frítt
fyrir, að talsverður misskilningur
eigi sér stað, jafnvel í því, hvað
evolution eiginlega er, og býsna
margir gildir náttúrufræðingar
halda hiklaust fram, að orðið
“species”, uppáhalds vísinda-
einkunn evolutionista, sé orðið
svo þvælt og tuggið á ýmsa lund,
að ilt sé að vita við hvað sé átt
með því nafni, jafnt í jurta sem
dýrafræðum.
A. Winchell (“Doctrin of Evol-
ution”) telur ekki að það, að t. a.
m. barn verði að fullorðnum
manni sé breytiþróun vegna þess,
að það sé meðsköpuð, eðlileg þró-
un. Eitthvað verði að gerbreyt-
ast. Skilst mér því í einfeldni,
að sé þetta rétt ákveðið, þá sé þó
um breytiþróun að ræða, ef mað-
urinn síðan breytist t„ a. m. í
prest, sem málfræðislega álitið
verður þá annars konar “specie.”
Sköpunarsaga jarðfræðinnar var
eigi sýnd hér með myndum og lít-
ið rædd. Hún var aldrei mikils
vifði, hvort sem var. Nýju breyti-
þróunar myndun jarðarinnar var
þannig háttað, að ekkert var til
að byrja með og guð ekki fæddur
á þeim “tíma”. Hafa sumir ís-
lendingar jafnvel haldið því fram,
nýverið að enn sé ósannað að
guð sé til. Svo vildi það til einu
sinni, að svolítil, óþekt ögn ein-
hver, myndaðist í eða af tilveru-
leysinu. í þeirri ögn var talsvert
#f ólguefni (geri), að mér skilst.
Óx hún því og dafnaði eins og
brauðdeigið hjá kvenþjóðinni, unz
úr henni er orðið þetta jarðakerfi,
sem við sjáum að eins lítið af.
Það bar lítið á skepnunni í æsku,
eins og mörgum manninum, sem
mikið verður úr. Og ekki var
þessi al-lífs vísir skirður fyr en
krakkinn var vel stálpaður, eins
og tíðkast meðal Mormóna. Það
var fyrst árið 1840, að króanum
var “niður dýft” af Purkinje og.
gefið nafnið Protoplasm. Þetta
frumlífsefni var fyrst að-
eins ein “cella”, regluleg hungur-
lús að stærð og efni, — en ólgan
í skeppnunni, herra trúr! Hvernig
hvaðan og hvenær lífið sjálft kom
í þessa fyrstu eind, er ekki alveg
fullreiknað enn, enda er það smá-
atriði og liggur ekki neitt á. En
út af þessari fyrstu protoplasm-
vesöld fæddist alt, sem til er, lífs
eða liðið. Þetta protoplasm er
mjög líkt brennivínskútnum hans
séra Eiríks í Vogsósum forðum;
því meira sem úr ílátinu var
drukkið, því meira var til í næsta
teig.,
Það, sem umfram alt annað ríð-
ur á að trúað sé af breytiþróunar-
vísindunum, er hið stór-göfuga
atriði, að maðurinn sé kominn af
öpum, en hafi, því miður, mist
dýrmætasta lim líkamans næst-
um allan, nl. rófuna.
Rakti fyrirlesarinn ætt manns-
ins langt fram fyrir venjulega
Adams-tíð, og sýndi fjölda mynda.
Tókust myndirnar allar ágætlega,
og voru undantekningarlaust, að
eg hygg, mjög vel gerðar. Mun
sumum, er sáu þessar myndir í
fyrsta sinni, hafa fundist mikið
um “pedigree” sjálfra sín. Þar
voru skriðdýr, gangdýr, sunddýr,
meinlaus dýr og óarga skrímsli,
“dinosourusar” og “leviatanar”
m. m. og mörgu fleira.
Einkenning evol. er það, að hin
veikari dýrin hafi annað tveggja
breyzt, af nauðsyn (Ithru necessi-
ty) eða liðið undir lok fyrir
nauðsyn. Enn fremur er málið
skýrt á þann veg, að jafnast hafi
sterkustu dýrin lifað en hin veik-
ari fallið. Það haggar ekki þess-
art reikningsaðferð vitund, þótt
alkunnugt sé, að um allra stærstu
landdýrin, hin svo nefndu “pre-
historic” dýr, sem fundist hafa
í ýmsum jarðlögum, voru hin ægi-
legustu að stærð til og heljar afli,
en dóu ®amt út á undan þeim
smærri.
Lítillega mjög drap fyrirlesar-
inn á jarðlaga-“theoríuna” — því
það er nú nokkurn veginn sann-
að, að hér er um “theoriu” (hug-
mynd) að ræða, en ekki fastsetta
jarðlagaröð eftir aldri eða ár-
tölum. Þrátt fyrir það, þótt nátt-
úrufræðilega “orthodox” trúaðir
menn hangi þar óbifanlegir við
af “nauðsyn.” En ef til vill var
það þessa vegna, að Cuvier hélt
fram áfalla (catastrohy) hug-
myndinni til þess að jarðlaga
ruglingurinn yrði skiljanlegri en
ella.
Las prestur upp nöfn nokkurra
vel kunnra vísindamanna, er mjög
höfðu gefið sig við mannættafræð-
um og hver fyrir sig haldið fram
sérstakri hugmynd, en allir farið
villur vegar að meira eða minna
leyti. Einn þeirra var munkurinn
frá Austurríki, Gregor Mendel Er
við þenna fræga mann kendur
hinn svo nefndi Mendelismus, sem
nú er allmikið i vaxandi áliti. En
nú skifti enn um vísindalegt veð-
ur, því samtimis Mendel (1822—
84), var Charles Darwin (1809___
82) einnig uppi. Lítur út fyrir,
að Mendel væri fremur óframur í
því, að kynna heiminum rann-
sóknir sínar við tegundaskil. Þar
á móti var svo varið stöðu Dar-
wins, að honum var eiginlega
sjálfsagt að gefa út skýrslur um
gerðir sínar, á opinberan hátt.
Hvað svo sem menn segja á móti
“theorium” Darwins, munu flest-
ir á það sáttir, að hann væri
sjálfum sér einlægur og sam-
kvæmur vísindunum eins langt og
þekking hans náði. Og þrátt fyr-
ir alt, sem sannast hefir að skakt
væri í kenningum Darwins í rit-
um hans, verða þau, eins og biblí-
an “ætíð merkileg bók.”
Sá liðurinn í theoriu Darwins,
sem mestri mannelsku náði, var
ættrekstur manna til apa, eða
ve'njulega er það svo 'talið. í
rauninni er það, að mér skilst,
öfugt ráðin gátan. Darwin mun
hafa byrjað á fyrri endanum: frá
lægstu dýr-myndun upp til hinna
hærri og þaðan niður til manns-
ins. Þetta var auðvitað leiðin til
að geta orðfest “mottóið”: “Des-
cent of Man” (nafn einnar bókar
hans). “Descent” auðvitað þýðir
færsla frá hærra til lægra stigs,
niðurferð, fæðing a. s. frv. Því
miður strandaði hugmyndin, þeg-
ar Darwin var kominn í ættfræð-
inni alla leið upp til apanna. Var
apategundin Gorilla efstur í röð-
innn, næstur manninum, en ekki
gersamlega næg líkindi líkam-
ann, gorilla og mannsins, til þess,
að sanna að maðurinn hefði fæðst
(descented—gengið niður af) Mrs.
Gorilla. — Ef til vill hefir aldrei
legið betur á vantrúarlýð, en við
fregnina um þessa ætt manns-
ins og uppruna, þar sem hún
mótsagði kenningu fiiblíunnaí
með öllu. Var nú um að gera, að
finna milliliðinn eða liðina milli
manns og apa, og gekk ekki sem
greiðast; en á því tímabili og
reynslu hljóp fyrirlesarinn, sem
líka var alveg rétt. Það þurfti
ekki að skýra slíka smámuni.
Mjög skýra og greinilega mynd
af gorilla apa sýndi Mr. G. Á. hér
ásamt öðrum myndum í dýraröð-
inni. Svo stór og heljarlegur var
þessi Mr. Gorilla, að eg hefði
r iknað hann að vera ein átta fet
á hæð, og þrekinn að venju. Þeg-
ar prestur stóð rétt hjá myndinni.
sá eg að stærðarmunur leyndi sér
ekki — sönnunin, ein, um hið
gamla “descent”. Gröndal kveð-
ur gorilla apann að vera 7 fet á
hæð, er það feti hærra, en eg hefi
annars staðar séð hann talinn,
Svo er hann þrekinn, að hann er
talinn 3 fet að herðabreidd, og all-
magamikill. Mrs. Gorilla þar á
móti er að eins talin fjögur og
hálft fet á hæð. Aðal-heimkynni
þess “fólks” er í neðri Guineu og
Gaboon héraðinu í Afríku.
IPresturinn kvaðst ekki vilja
láta drepa Gorilla apana, þeir
væru svo skyldir manninum.
Æ-i, eg segi það lika! veslings
Gorilla, sem æfinlega er svo blíð-
lyndur og mannelskur. Þetta var
sannarlega drengilega mælt og á
réttum stað og tíma. Við erum
búnir að sálga nógu mörgum af
þessum ættingjum vísindamann-
anna hér í bygðinni, þótt ofurlít-
ið hlé væri gefið þeim um hríð!
Handarmynd eina, skýra mjög,
sýndi prestur, sem eitt dæmi um
skyldleika apans og mannsins.
En mynd sú á, meðal annars, sögu,
sem hér er eigi rúm til Að ræða í
svipinn.
Næst, og síðast af myndunum,
voru þrír elskulegir gamalkunn-
ingjar. Þið munið ðll eftir þeim.
Þau eru þessi:
Nöfnin einkennilega fögur og
hressandi. Þau eru þessi:
“Pithecantropus Ereetus”,
“Eanthropusi Dawsoni” og
“Homo Heidelbergensis.”
Þegar þessir “gentlemen” stigu
fram í gasljósið, rann okkur á-
horfendunum blóðið til skyldunn-
ar í fossabrimi, og fyrirlesarinn
sjálfur stóð höggdofinn af lotn-
ingu fyrir hinum framliðnu öfum.
Loksins, þegar vitund bráði af
okkur öllum, mælti prestur:
“Og þetta eru nú þessir Miss-
ing Links”. Einnig gat hann að-
eins þess, að með afar miklum
reikningi(^) hefðu vteindin getað
náð þessum myndum áreiðanlega
réttum. Engar aðrar skýripgar
buðust hér á þessari hátíðlegu
sjón. Væri því ef til vill fyrir-
gefandi, ef eg, aumur, lélegur
bóndajjarmur gæfi örfáar skýr-
ingar til viðbótar yfir þetta “stór-
vísindalega” efni.
Eftir orðum, sem féllu hér um
kveldið, geri eg ekki ákveðið ráð
fyrir, að neinir af áheyrendun-
um, auk mín og prestanna, hafi
skilið við hvað var átt með nafn-
inu “Missing Link”. Það er nú
siaga að segja frá því.
Svo er nú mál með vexti, að
skpunarsögu mannkynsins á Dar-
winska vísu, er jafnan líkt
við keðju, festi (breytiþróun-
ar-hlekkjafesti). Það er sér-
kennilegasta hlekkjafesti, sem
kunn er, vegna þess, iað þar vant-
ar líklega fleiri hlekki til og frá
í milli samhengju (links missing),
en þá, er fundist nafa. Til brúk-
unar er því hlekkjafesti þessi líkt
handhæg og púkunum varð forðum
að “flétta reipi úr sandi” (Sjá ís-
lenzkar Þjóðsögur). Alf fyrir
þetta láta Darwinistar svo heita,
sem að eins einn “hlekk” hafi ver-
ið erfitt að finna, n.l. í hið hvim-
leiða bil milli apans og manns-
ins.
Það olli því jóla í sveit vantrú-
arpilta, þegar þessir herrar þrír
komu fram úr fylgsnum jarðar, —
stigu fram af gröfum sínum, —
í fljótu, — af stuttu máli, er sag-
an svona, -— og er sagan ekki upp
úr mér, heldur frá mönnum, sem
voru og eru málinu óefað þaul-
kunnir. Sagan er ekki leyndar-
mál heldur, svo allir sem vílja,
geta kynt sér hana að fullu. Tök-
um piltana eftir röð nafnanna:
Pitheiantropus Erectus, einnig
nefndur Java-maður. Nafnið er
tekið úr grísku máli til skilnings-
auka fyrir bændur og búalýð:
pithekos, api, og anthrous, maður.
Breytiþróunarsinni nokkur, Dr.
Dubois, fann þenna löngu látna
vin árið 1892, að Trinil á Java.
Sá Dr. Dubois þegar, að þessi
Javamaður var búinn að hvíla sig
í jörðu niðri í 750,000 ár, — og
giöfin var 40 fet niður í sendna
Frh. á bls. 7.
HAFIÐ ÞJER VINI í GAMLA LANDINU
SEM VILJA K0MA TIL CANADA?
FARBRÉF
TIL og FRi
TIL
ALLRA STAÐA
t HEIMI
Ef svo er, og bér viljið hjálpa þeim til að komast til
Itessa lands, þá finnið oss. Vér gerum allar nauðsyn-
f
egar ráðstafanir.
ALLOWAY & CHAMPION, Rail Agents
UMBOÐSMENN FYRIR ALLAR EIMSKIPALtNUR
667 Main Street, Winnipeg. Sími 26 861
eða hver annar Canadian National Railway umboðsm.
FARÞEGJUM MŒTT VIÐ HAFNARSTAÐINN OG LEIÐBEINT TIL ÁFANGASTAÐAR
CANADIAN NATIONAL RAILWAYS
iMARTIN & CO.i
HIN VINSÆLA VOR-FATNAÐAR SALA
GENGUR ÁGÆTLEGA
Mikill f jöldi fólks notar sér þetta framúr skarandi lága verð, einmitt nú, þegar það þarf nýjan fatnað til sumarsins.
Þér getið einnig fengið yður vorfatnað fyrir lágt verð og með
Öllum öðrum þœgilegri borgunar
skilmálum
QN
BASY :
PAYMENTi).
Yfirhafnir
KLÆÐIN — Charmeen, Poiret Twill,
Tricotines og Failes.
LITHt — Sans, Tans, GreenS, Greys,
Rosewoods, Ljósbláir og Navy, Skreyttir
með góðu Mole eða Squirrel.
$19.75 til $49.50
KASHA OG TWEED YFIRHAFNIR
HANDA STÚLKUM
$15.95 til $24.75
Hin Ávalt-Vinsælu
“PRINCE OF WALES” SNIÐ
$19.75 til $35.00
\
NIÐUR
Færum vér yður hvaða sem
helzt kápu, fatnað eða
kjól í þúð vorri
20
vikur
til að borga
Afganginn jafnframt og
fötin eru notuð.
Fox Chokers
Til að fullkomna “Prince of
Wales” yfirhöfnina.
$25.00 til k$45.00
ON
EASY
PAYMENT3
Alfatnadir
Charmeen, Poiret Twill, Tweeds og
Kasha,
$29.50 til $49.50
Ensemble Fatnaður
Charmeen, Poiret Twills, Faillies og
Kasha.
$35.00 til $72.50
KJÓLAR
Ullar Georgette, Kasha, Flat Crepe og
Painted Silks. Allar stærðir.
$12.95 til $29.50
MIKIÐ ÚRVAL AF KARLMANNA ALFATNAÐI OG KAPUM $19.75 TIL $45.00.
Búðin opin á Laugardögum til kl. 10.
Portage
og
Hargrave
F
MARTIN &
EASY PAYMENTS, LTD.
ÍAnnað Gólf
Jb Winnipeg
^ Piano Bldg.
L. HARLAND, ráðsmaður.