Lögberg - 03.05.1928, Side 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAÍ 1928.
iLogbna
Gefið út hvern Fimtudag af Tle Col-
utnbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Talnimari N«032? oý N«6328
Einar P. Jónsson, Editor
Otanásknh til biaðsins:
Tiíf COLUN|Bli\ PRE8S, Ltd., Box 317!, Winnlpeg, W|an-
Utanáekrift ritstjórans:
ÉOirOH LOCBERC, Box 3171 Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgiit fyrirfram
The "LögberB’ le prlnted and publlahed oy
The Oolumbli. Preee. Lamited, in ths Columbla
Butiding, SS6 Sargent Ave Winnipeg Manitoba
Velferðarmál.
Þótt nokkuð hafi að vísu minst verið við og
við á fiskiveiða málin í Manitoba, þá mun það
þó sönnu næst, að fiskimannastétt vorri, þess-
um harð-snúna víkingaflokki, er ekkert lætur
sór fyrir brjósti brenna, hafi sjaldan verið sá
sómi sýndur, er vera bar.
Svipull er sjávarafli, segir gott og gamalt
íslenzkt máltæki. Stundum aflast vel, en þá
lækkar aftur á móti venjulegast verð það, er
fiskimaðurinn fær fyrir vöru sína, til stórra
muna. Á hinn bóglnn eru aflaföng fiskimanna
vorra, þeirra, er veiðar stunda á stórvötnum
Sléttufylkjanna, oft næsta rýr, og ganga þá flest-
ir með skarðan hlut frá borði, eða með öðrum
orðum fá lítið sem ekkert í aðra hönd. Mark-
aðsskilyrði öll, hafa verið í* höndum erlendra
fjársýslu félaga, er sett hafa fiskimanninum
þannig stólin fyrir dyrnar, að hann gat að engu
leyti haft hönd í bagga með sölu vöru sinnar.
Það er ekki ýkja langt síðan, að hveitisam-
lag Manitoiba-fylkis var stofnað, en þó er hagn-
aður kornræktar bóndans þegar orðinn geysi-
mikill. Verð hveitis hefir hækkað, meiri festa *
komist í markaðinn, og viðskifta siðferðý al-
mennings batnað að drjúgum mun. Og nú er
verið að stofna til hliðstæðra samtaka meðal
fiskimanna í Man'itöba, eða fiskisamlags, er
grundvallað er á sömu meginreglum og hveiti-
samlagið. Tíðindi þessi hljóta að verða þeim öll-
um óblandið fagnaðarefni, er ant láta sér um
liag fiskimanna stéttar vorrar.
Tala íslenzkra fiskimanna í Manitoba, nemur
46 af hundraði allra þeirra manna, er fiskiveið-
ar stunda, innan vébanda fylkisins. En af allri
fiskiveiðinni í fylkinu, nemur framleiðsla Is-
lendinga 80 af hundraði. Það er því auðsætt,
hve fiskisamlagið fyrirhugaða, hlýtur að koma
vestur íslenzkum fiskimönnum mikið við, og
hver feikna áhrif það getur haft á liag þeirra
til bóta.
Haldinn var í vikunni, sem leið, fundur í
þinghúsi fylkisins, til undirbúnings þessu mik-
ilvæga máli. Var málið rökstutt og rætt frá
hinum ýmsu hliðum og allir einhuga um það,
ílve afar nauðsynlegt það væri, að því yrði
hrundið í framkvæmd sem allra fyrst.
Samlag þetta hið nýja, skal nefnast “The
Manitoba Co-operative Fisheries, Limited, og
er ráðgert að höfuðstóll þess nemi fimm hundr-
uð þúsundum dala. Bráðabirgðanefnd til þess
að leita fyrirtækinu löggildingar, skipa þeir
Skúli Sigfússon, þingmaður St. George kjör-
dæmis, Paul Reykdal, kaupmaður að Lundar,
Guðmundur F. Jónasson, kaupmaður að Win-
nipegosis, B. Bjarnason kaupmaður í Langruth,
R. Kerr frá St. Lorent, E. Walker frá Winni-
peg og Rögnvaldur Vidal, kaupmaður frá
Hodgen. Auk þess sóttu fundinn, P. F. Fergu-
son, ritari Co-operative Marketing nefndarinn-
ar, Hon. P. A. Talbot, forseti fylkisþingsins í
Manitoba, ásamt þeim T. E. Jónassyni og E. L.
Hawn frá Winnipegosis. Lögfræðilegur ráðu-
nautur forgöngunefndar þeirrar, er nú hefir
verið getið, er Col. H. M. Hannesson í Selkirk.
Löggildingar liins fyrirhugaða fiskisamlags,
verður leitað á grundvelli Co-operative Mark'et-
ing nefndarinnar, eða með sama hætti og gildir
um hveitisamlagið. Þegar fyrirtæki þetta, sem
vera skal eign fiskimannanna sjáífra, er komið
á laggirnar, er ætlast til að þeir taki stjórn þess
í sínar hendur, og starfræki það á sama grund-
velli og viðgengst um hveitisamlagið, sem og
önnur samvinnu fyrirtæki. Fiskimenn verða
hluthafar í samlaginu, og skal $25.00 hlutur
vera lágmarkið. Tekið skal það fram, að stjórn
Manitoba-fylkis er hlynt þessu fyrirhugaða
fiskisamlagi, og sama er að segja um þá P: F.
Ferguson og Hon. P. A. Talbot, er fundinn
sóttu og létu í ljós skoðun sína á málinu.
Til þess nú að þetta mikilvæga mál, nái
framangi sem fyrst, og geti komið að sem allra
almennustum notum, verður að vinna að því
með alúð og einlægni. Tortrygni má þar hvergi
komast að. Sé aftur á móti að því unnið á
grundvelli bræðralagshugsjónanna, getur ekki *
hjá því farið, að það Íeiði til mikils góðs, eigi
aðems fyrir vestur-íslenzka fiskimenn, heldur
og þjóðiua í heild.
Vér höfum átt því láni að fagna, að hafa eign-
ast fjölda vina, innan vébanda fiskimannastétt-
ariimar vestur-íslenzku. Oss þykir vænt um þá
fyrir áræðið, kjarkinn og trygðina við íslenzk-
an þjóðararf. Megi þetta nýja fyrirtæki, fiski-
samlagið, verða fiskimannastétt vorri til auk-
innar velsæmdaf, gagns og gleði!
Canadísk þegnréttindi.
Á öndverðu sambandsþingi því, er nú situr
í Ottawa, bar Dr. Bissett, þingmaður Spring-
field kjördæmisins í Manitoba, fram tillögu til
þingsályktunar þess efnis að allir Canada-fædd-
ir menn og allar Canada-fæddar konur, skuli hér
eftir kallast canadískir þegnar í öllum opinber-
um skýrslum þessa lands. Tillaga þessi hefir
rædd verið all-mjög á þingi, og núna rétt síðast
í efri málstofunni. Virðast ýmsir ekki sem á-
nægðastir með nýlundu þessa, og telja hana
bera á sér lielzti mikinn sjálfstæðishlæ. Lagði
W. B. Ross, leiðtogi íhaldsflokksins í efri mál-
stofunni, nýlega fram svohljóðandi spurningu:
“1 því falli að canadískur maður ferðist til
París eða Tokio, hvmrt heldur er hann þá cana-
dískur eða brezkur þegn? Fyrir mitt leyti get
eg góðfúslega lýst yfir því, að eg kysi miklu
fremur að ferðast sem hrezkur borgari. með
brezka veldið alt að bakhjarli, en ekki einhvern
ákveðinn hluta þess.” Spurmiigu*þessari svar-
aði Senator Dandurand, májsvari frjálslynda
flokksins í efri málstofunni á þessa leið:
“Ef fyrir mér lægi að ferðast til Tokio eða
París, þá myndi eg að sjálfsögðu vilja koma
opinberlega fram sem Canada-maður. 1 því
falli að einhver kynni að verða í vafa um við
hvað væri átt með því, myndi eg skýra afstöðu
mína til konungsirfs og krúnunnar brezku.”
Senator Ross virðist eiga nokkuð örðugt
með að átta sig á því, að sami maðurinn geti
verið canadískur og brezkur borgari í senn.
Oss skilst að Canáda-maður, geti verið Canada-
maður innan vébanda brezka veldisins, engu
síður en Englendingur getur talist borgari þess.
iSuður-ATfríkumaður, er ekki canadískur
borgari, en brezkur borgari er hann engu að
siður. Menn mega ganga út frá því sem gefnu,
að mikill meirhluti manna og kvenna innan tak-
marka brezka veldisins, telji æs'kil^gt að svo sé.
Á þeim grundvelli hvíla ríkistengslin brezku.
Sérhver Canada-maður, hlýtur að finna til þess
með fullum metnaði, að hann sé canadískur
borgari, þótt hann í víðari merkingu teljist til
krúnunnar brezku. Englendingar og Skotar,
eru fyrst af öllu Englendingar og Skotar, þótt
þeir jafnframt því séu brezkir þegnar. Sá
skilningur brezkra horgararéttinda, er frum-
skilyrðið fyrir stjórnskipulegum þr\ska hins
brezka fólks. Og sá skilningur er bæði skyn-
samlegur og sanngjarn.
Þeir Senator Ross og Mr. Cahan frá Mon-
treal virðast með engu móti geta sett sig inn í
það, að Canada-fæddur maður sé fæddur með
sömu réttindum'og hinn, sem fæddur er á
brezku eyjunum. Þeir virðast ganga með þá
flugu í höfðinu, að Canada fædd persóna, hljóti
að vera eitthvað ófullkomnari en brezk-fædd
persóna. Þeim finst það augsýnilega drjúgum
tilkomumeira að láta brezka gjaldendur halda
áfra mað greiða kostnaðinn við canadísk full-
trúasambönd út um heim, en að við sýnum þann
manndóm, að gera það sjálfir. Harla einkenni-
leg afstaða, eða er ekki svo í
Sú skoðun virðist nú alment ríkjandi í landi
hér, að Canada-menn geti hvorki né.vilji, sætta
sig við það að þeim sé s'kipað á óæðra brekk, en
nokkrum öðrum borgurum innan vébanda
brezka veldisins eða utan. Framtíðareining
hins brezka veldis, hlýtur að grundvallast á
jafnrétti, og engu öðru. Sú mun að minsta
kosti skoðun mikils meirihluta Canada-manna.
Enda geta engin önnur sambönd eða tengsl,
varað til frambúðar. Efist nokkur um afstöðu
og skilning Canada-manna, myndi ekkert ráð
betur sannfærandi en það, en að að einhver
^ pólitísku flokkanna tæki málið upp á stefnuskrá
sína og myndi vilji kjósenda þá ekki verða lengi
að taka af öll tvímæli því viðvíkjandi.
Vér göngum út frá því sem gefnu, að ef
Canada-maður fer til Tokio, þá muni hann fyrst
af öllu vitja á fund hinnar canadísku sendisveit-
ar þar á staðnum. Þegar Englendingur eða
Skoti fer til Tokio, heimsækir hann vafalaust
fyrst sendisveitina brezku. En um hitt dettur
oss ekki í hug að efast, að hvenær sem eitthvað
alvarlegt mál væri á döfinni, er viðkæmi ]>eim
öllum, þá myndu þeir allir til samans ekki verða
lengi að hafa hver upp á öðrum og ráða því vin-
gjarnlega til lykta.
Inntak greinar þessarar er úr blaðinu Mani-
toba Free Press.
Skógvernd.
Xáttúuuauðæfi þjóðanna eru ekki eign
neinnar sérstakrar kynslóðar, lieldur allra ó-
fæddra kynslóða líka. Hér í Canada, er um
afarmikla timburtekju að ræða, er gefur af sér
feykilegan arð, jafnframt því að veita fjölda
fólks stöðuga atvinnu.
Arið sem leið, stunduðu 100,000 manna skóg-
arbögg og timburtekju í landi hér, og námu
vinnulaun þeirra stórfé. Því sem næst 20 af
hundraði alls þess farms, er járnbrau’tarlest-
irnar canadísku ílytja, eru timbur og timbur-
varningur, eða með öðrum orðum afurðir skóg-
anna. Gengur það flutningsmagn næst afurðum
landbúnaðarins. ^
Tölu þær, sem nú hafa nefndar verið, ættu
að nægja til þess að færa alþjóð manna heim
sannin um, hve afaráríðandi er fyrir þjóðina, að
leggja alla hugsanlega rækt við vernd og end-
urplöntun hinna canadísku skóga.
•
Sérhver er fyrir skeytingarleysi sitt
verður orsök að skógareldum, ætti í raun og
veru að vera gerður útlægur skógarmaður, sam-
kvæmt fornnorrænni merkingu þéss orðs.
Það er ekki einasta frá fjárhagslegu sjónar-
miði, að skógarnir hafa stórþýðingu fyrir líf
þessarar ungu, canadísku þjóðar. Þeir hafa
líka afarvíðtæka þýðíngu, fyrir heilsu hennar og
feg-urðartilfinning. Ibúum þessa lands er stöð-
ugt að skiljast það betur og betur, hve skemti-
stundirnar undir beru lofti, eru heillandi og
liressandi. 1 glóðþrungnum sumarliitanum
veita skógarnir mörgu mannsbarninu friðandi
forsælu, jafnframt því sem þeir skýla mörgun^
fyrir hinni miskunnarlausu gaddhörku þrálátra
vetra. Vér heyrum oft og einatt talað um nak-
in, eða skóglaus lönd, og kviknar þá oft í brjóst-
um manna þrá til þess að klæða þau, þó ekki
væri nema að litlu leyti.
Það er bægra verk, að fyrirbyggja eyðing
skóga, en endurplanta nýja.
Sérhver sá, er í anda og sannleika lætur sér
ant um verndun skóga, er eigi aðeins þarfur
samtíð sinni, heldur geymist nafn hans í þakk-
látri minningu komandi kynslóða.
Bókafregn.
Halldór Hermannsson: Islandica, 18.
bindi, ..Sir Joseph Banks and Iceland.
Ithaca, New York, 1928.
Þetta bindi Islandicu er fróðleg bók og vel
skráð; stendur alls eigi að baki hinum fyrri
hvað meðferð efnis snertir eða vandvirkni. Hér
gerir Halldór að umræðuefni kafla í lífi og
starfi Englendingsins Sir Joseph Banks, við-
skifti hans við Islendinga og þátt-töku hans í
Islandsmálum.
Banks var merkismaður mikill á sinni tíð,
en hann var uppi 1746—1820. Hann var af
góðum ættum kominn og auðugum. Mætti því
ætla að hann hefði, eins og svo margur auð-
manixssonurinn, eytt æfi siimi í glaum og hóg-
lífi. En slíkt var honum harla f jarri. Afreks-
þrá og æfintýra var sterkasti þátturinn í skap-
gerð hans. Gerðist hann frömuður vísinda og
landkönnuður, tók drjúgan þátt í mörgum
hættulegum leiðangri. Var hann um langt
skeið forseti hins konunglega Breska vísinda-
félags. Ljóst er því, að hann var enginn miðl-
ungsmaður.
Sumarið 1772 gerði Banks út leiðangur til
Islands. Var hann sjálfur fararstjóri, en hafði
með sér ýmsa fræðimenn og nokkra listamenn
(málara), því að til vísindalegra rannsókna var
förinni heitið. Komu þeir félagar til Hafnar-
fjarðar 28. ágúst, og dvöldu á.lslandi þangað
td eftir miðjan október. Ferðuðust þeir til
Þingvalla, Heklu og Geysis; söfnuðu jurtum;
rannsökuðu hveri og laugar, og kyntu sér einn-
ig dýralíf landsins. Málarár þeir, sem í förinni
voru, gerðu einnig myndir af mönnum, bæjum
og landslagi. Auk þess lét Banks sér ant um,
að afla sér íslenzkra bóka og handrita. Varð
honum nokkuð ágengt í því efni, og er nafn hans
nú á British Museum. Leiðangurinn bar því
nokkurn vísindalegan árangur. Er og vert að
mUna þetta, eins og Halldór bendir á, að Banks
var hinn fyrsti nafntogaðra manna, utan Norð-
urlanda, er til Islands fór í vísindalegan leið-
angur. Vakti ferð hans eigi litla athygli á Is-
landi út á við, og fetuðu ýmsir í fótspor hans.
Banks var maður göfugur og örlátur. Varð
lionuin því gott til vina á islandi og þeim föru-
naútum hans. Ekki gleymdi hann heldur við-
tö'kunum hjá Islendingum. Bar hann jafnan
síðan hinn hlýjasta hug til lands og þjóðar, og
var Islendingum, hvenær sem tækifæri gafst,
hinn hjálpsamasti. Island var þá, sem kunn-
ugt er, undir áþján verzlunareinokunarinnar
dönsku; latvinnuvegir allir í niðurlæging og
hagnr íaiidsmanna hinn bágbornasti. Rann
Banks til rifja vandkvæði þeirra, enda létu þeir
uppi við hann þá ósk sína, að losna undan hinni
dönsku kúgun oig komast undir verndarvæng
Englendinga. Sýnir Halldór glögt fram á að
þetta hafi orðið Banks minnisstætt, og skýri
það afstöðu hans til lslands síðar, þá er hann
oftar en einu sinni mælti sterklega með því, að
Englendingar skyldu kasta eign sinni á Island,
þó með friðsamlegum liætti. Hafði Banks liag
Islands og Islendinga mest fyrir augum, en
sýndi einnig fram á það, að Englendingum
mætti af slíku eigi verða óhagur, fremur hið
gagnstæða. Af þessari ráðagerð varð þó aldrei
neitt, þó að enskir stjórnmálamenn gæfu henni
all-mikinn gaum. Ollu því kringumstæður að
miklu leyti, eins og Halldór bendir á. Leiðir
hann einnig nokkur rök að því, hvert gagn eða
tjón íslendingum liefði orðið að því, að ganga
Englendingum á hönd. Er hér eigi rúm að
rekja ályktanir lians, en verðar eru þær allrar
athugunar. Góðhugur Banks til Islands kemur
einnig fram í afskiftum hans af málum Jörund-
ar Hundadagakóngs. Er hlutdeild hins fyr-
nefnda í þeim málum rædd liér út í æsar.
Rit þetta ræðir því eigi aðeins um kafla í
lífi og starfsemi Josephs Bank, heldur einnig
um þátt, og hann eigi ómerkilegan, í stjórn-
málasögu Islands. % Hefir hvergi áður verið
ritað eins ítarlega nm þátt-töku Banks í Is-
landsmálum. Mega Islendingar vel muna hann
sem einn velgjörðarmanna sinna. Og á Hall-
dór þökk fyrir að hafa skráð þennan ]>átt æfi-
sögu hans.
N
Bókin hefir einnig sögulegt gildi livað Is-
land snertir, t. d. athugasemdir Banks um Is-
land og þá eigi síður myndir þær, sem málarar
hans gerðu af landi og fólki. Þær eru á British
Museum, alls 75, en 24 þeirra prentar Halldór
aftan við bók sína. Eru þær vel gerðar. Nokkr-
ar aðrar myndir eni einnig í bókinni. Hún er
hin prýðilegasta a<5 öllum frágangi.
Richard Beck.
Rœða
flutt á sumardaginn fyrsta, 1928,
í Fyrstu lút. kirkju, eftir
W. J. Lindal.
Málefnið, sem egi hefi valið mér
í kvöld, kom mér til hugar fyrir
nokkrum dögum, er eg sat til borðs
meðal nokkurra vina minna, og
vorum við að tala um afstöðu
Canada í brezka veldinu. Svo
skiftar voru skoðanir, að eg hélt,
að ekki væri óviðeigandi að tala
um þetta efni hér í kvöld.
Eg ætla ekki að halda ræðu, að
eins tala við ykkur nokkrar mín-
útur, reyna að sýna fram á, að
þótt bókstaflega—frá hinni skrif-
uðu stjórnarskrá að dæma — sé
Canada einungis brezk nýlenda, þá
samt sé hún í raun og veru ein
af mörgum sjálfstæðum þjóðum,
er mynda eina heild, sem kölluð
er Brezka veldið, og hefir hver
þessara þjóða sama vald, nýtur
sömu héttinda og ber sömu ábyrgð
á gjörðum sínum, sem hver önnur
frjáls og sjálfstæð þjóð í þessum
heimi..
* Eg ætla að byrja að útskýra
þessa staðhæfingu með því að
biðja ykkur að hugsa ykkur ein-
hverja fjölskyldu, — foreldri og
börn þeirra, — eða jafnvel heldur
föður og son hans. Við skulum
taka til dæmis dreng, sem elst upp
hjá foreldrum sínum, en sem ekki
flytur í burtu þá hann er orðinn
fulltíða maður, en heldur áfram
að lifa í föðurhúsum og vinna við
búskapinn með foreldrum sínum.
Vald foreldra yfir börnum sín-
um á meðan þau eru ung, er mjög
lítið takmarkað. Þið öll hafið
nokkuð góða og rétta hugmynd
um það vald eða þann rétt. En
eitt er athugavert, eftir því sem
barnið eldist minkar þetta vald
smátt og smátt. Það se mátti við,
er barnið var ungt, verður úrelt
og gleymist. En þessi breyting
finst ekki í neinum lagabókum, og
er hvergi skrifuð niður. Til dæm-
is, enginn getur sagt með vissu,
hvenær það er, sem faðirinn má
ekki lengur hirta son sinn. Bók-
stafur laganna er sá sami fyrir
ungbarnið og ungmennið tvítugt
að aldri. Lögin, sem ákvarða af-
stöðu barnsins gagnvart foreldr-
um sínum, gera engan greinarmup
á aldri eða þroskun þess, þótt í
virkileikanum breytist sú afstaða
ár frá ári með aldri barnsins.
Eitt annað, er mjög athuga-
vert. Þegar barnið er fullorðið—
komið til lögaldurs — þá ákveða
lögin ekki neina sérstaka breyt-
ingu á heimilislífi, þar sem faðir
og sonur búa saman — heldur á-
kveða þau afstöðu hins unga
manns gagnvart öðru fulltíða
fólki, gagnvart þjóðarheildinni,
lýsa því yfir, að nú hafi hinn ungi
maður hin sömu réttindi og á
herðum hans hvíli hinar sömu
skyldur sem hvers annars borg-
ara landsins.
Mér finst afstaða Canada og
hinna þjóðanna, sem áður voru
álitnar vera að eins nýlendur
Breta, gagnvart brezka veldinu í
heild sinni og gagnvart öðrum
þjóðum þessa heims, sé svo afar-
lík því, sem á sér stað þar sem
barn elzt upp hjá foreldrum og
heldur áfram búsýslu með þeim,
eftir að það er fullorðið. Og rétt
eins og maður verður að athuga
afstöðu barnsins frá Aveimur sjón-
armiðum, fjrrst gagnvart foreldr-
um sínum, á meðan það er að al-
ast upp, og svo þá það er fullorð-
ið, gagiwart öðru fulltíða fólki,
svo skulum við einnig athuga af-
stöðu, eða veldis-stöðu Canada,
fyrst sem nýlendu innan vébanda
brezka veldisins, og í öðru lagi
sem sjálfstæðrar þjóðar, í saman-
burði við aðrar, fullvalda þjóðir.
Canada var einu sinni barn, —
nýlenda eða eign Bretlands. Hún
hafði svo að segja engin sjálfs-
réttindi eða sjálfstjórn, og
það var alt undir góðvild
og náð brezka þingsins komið,
hversu mikil sjálfsréttindi, eða
sjálfstjórn henni var veitt. Lög'-
in, sem ákveða réttindi hennar eða
vald innan brezka veldisins, er að
finna í löggjöf þeiirri, sem kalla
mætti stjórnarskrá Canada —
“The British North America Act.”
Samkvæmt þeirri stjórnarskrá,
hefir brezka stjórnin rétt til þess
að ónýta hvaða lög, sem Canada-
þingið hefir samþykt, svo framar-
lega, sem það er gjört innan
tveggja ára frá samþykt þeirra.
Og ekki er nóg með það; sam-
bandsþingið í Canada getur ekki
breytt stjórnarskránni, Bann
rétt áskildi 'brezka þingið sér
sjálft. — Þetta er bókstafur
stjórnarskrár vorrar, og virðist
ekki vera mikið sjálfstæði þar að
finna. Stjórnarskránni hefir ekki
verið breytt síðan 1867. Auðsýni-
lega er því vald brezka þingsins
yfir Canada, ef á bókstafinn er
litið, jafn ótakmarkað nú og það
var í fyrstu. En mikil breyting er
samt komin á. Barnið hefir
þroskast og hafa skorðurnar smátt
og smátt afmáðst eða gleymst.
Það sem viðeigandi var í bernsku
þessarar þjóðar, er fyrir löngu
orðið úrelt. Brezka stjórnin er
ekki einungis hætt að hirta okkur
heldur skammar hún okkur ekkí
lengur.
Ef timi leyfði, gæti eg rakið
hin mörgu spor, sem stigin hafa
verið frá því í fyrstu er Canada
var álitin vera að eins nýlenda
eða eign Bretlands, og þangað til
nú, er brezka stjórnin hefir við-
urkent hana sem sjálfstætt ríki í
brezka sambandinu. — Þessu til
sönnunar þarf eg að eins að vísa
á yfirlýsingar þær, sem gerðar
voru á samveldisfundinum, sem
haldinn var í Lundúnum árið
1926, er forsætisráðherrar allra
brezku þjóðanna mættu til þess
að ræða þetta mál. Einn þeirra,
og að sjálfsögðu frémstur í röð,
var forsætisráðherra Bretlands,
svo enginn efi er á, að það sem
þar fór fram, á við Bretland engu
síður en hinar þjóðirnar.
Á þeim fundi var einróma sam-
þykt, “að Bretland og samlendur
þess, eru sjálfstæð ríki eða þjóð-
ir innan brezka veldisins, með
jöfn réttindi, ekkert þeirra að
no'kkru leyti háð hinu, hvorki í
heima- eða utanríkis málum, en
lúta öll sama konungi og eru laus-
lega tengnd sem meðlimir brezka
sambandsins, sem kallað er Breta-
veldi.”
Nú er faðirinn búinn að viður-
kenna opinberlega, að hinn upp-
vaxni sonur hefir og nýtur sömu
réttinda og hann sjálfur. En bók-
staf laganna hefir ekki verið
breytt. Fundurinn í Lundúnum
hafði ekkert löggjafarvald. Það
sem þar skeði, er einungis opin-
ber viðurkenning um hina frá-
bærlegu berytingu, sem átt hefir
sér stað. Brezka veldið er eigin-
lega ekki lengur til; það sem áður
var stórveldi, er nú að eins sam-
band margra, sjálfstæðra þjóða
eða ríkja, sem öll sýna hollustu
hinum sama konungi.
Nú skulum við athuga hina
hliðina á málinu.
Eg drap á það rétt áðan, að
þegar sopur nær lögaldri, þá
veita log landsins honum öll rétt-
indi og heimta af honum allar
skyldur borgara þess lands. Það
er ekki nóg, að játað hafi verið
innan brezka sambandsins, að
Canada sé sjálfstætt ríki — við
verðum að fara lengra og rann-
saka, hvort aðrar þjóðir, hvort
heimurinn í heild sinni, viður-
kenni það og láti Canada skipa
bekk með öðrum sjálfstæðum,
fullvalda þjóðum.
Frá þessu sjónarmiði er miklu
auðveldara að komast að hinni
sönnu veldis-afstoðu Canada, held-
ur en að rannsaka lögin, sem
tengja hana við Bretland.
Þessa rannsókn vil eg byrja með
því að spyrja: Hvað er það, sem
einkennir sjálfstæða og fullvalda
þjóð ? Eða með öðrum orðum:
Hvað er það, sem sú þjóð hefir
fram yfir aðrar, sem háðar eru að
einhverju leyti. Það eru fimm
réttar-atriði, sem eiga sér stað hjá
þeirri þjóð, sem sjálfstæð er og
fullvalda.
(,1) Vald þess til að segja öðr-
um þjóðum stríð á hendur og
gjöra friðarsamninga.
(2) Réttur til að skipa sæti á
ollum alþjóða eða alheims-fund-
um með öðrum óháðum þjóðum og
taka þátt í fundargjörðum þar.
iB) Að engin önnur þjóð geti
gert samninga, hvaða eðlis sem
er, sem skuldbinda hana, nema
með hennar eigin vitund og sam-
þykki.
(4) Réttur til að gera verzlun-
ar- landamerkja- og aðra samn-
inga við aðrar þjóðir, samninga,
sem ekki gætu kallast friðarsamn-
ingar.
(5) Rétt til að skipa sína eig-
in sendiherra til annara þjóða til
þess að vernda þar rétt lands og
þegna.
Nú skulum við fljótlega fara yf-
ír helztu alþjóða viðburði nútím-
ans og reyna svo að komast að
niðurstöðu um, hvort þessi réttar-
atriði eiga við Canada, og draga
svo ályktun um hver réttarstaða
Canada sé í samanburði við aðrar
þjóðir, og skulum við hafa í huga
þessa fimm punkta eða atriði,