Lögberg - 10.05.1928, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
10. MAÍ 1928.
Bla. 5.
W DODD'S ' ^
IKIDNEY |
Öl-Ö^CKAC^fpl-
\DuDER TROysPM
^HEUMATJ5 -
í meir en þriðjung aldar haff
Ðodd’s Kidney Pills verið viður-
lcendar rétta meðalið við balt-
verk, gigt, þvagteppu og mörgum
fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll-
um lyfsölum, fyrir 50c. askjan
-eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beinl
í'rá The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, ef borgun fylgir.
Canada framtíðarlandið.
Verzlunar-samtök meðal bænda
eru alt af að aukast. Aðallega
gangast akuryrkjuskólar og fyrir-
myndarbú stjórnanna fyrir þessu.
Það er ekki langt síðan, að bænd-
ur þurftu víðast að selja afurðir
búsins í bænum næst við sig, og
láta vörurnar, hvort sem þeim
þótti verðið, er þeim var boðið,
fullnægjandi eða ekki. Oft var
það líka, að peningar fengust þá
ekki, nema fyrir lítinn part af
því, sem bóndinn hafði að selja.
Mikið af hveitinu var selt strax
að haustinu, þegar verðið var
lægst, því að eins efnaðri bændur
Voru svo stæðir, að þeir gætu
borgað kostnað við uppskeru o. s.
frv. og aðrar skuldir að haustinu
og geymt svo hveitið þar til það
hækkaði í verði. Hið sama má
segja um aðrar afurðir.
Stundum var það kunnáttuleysi
eða ’kæruleysi, sem olli því, að
varan var í lágu verði. T. d. egg
voru send til markaðar, þó þau
væru ekki öll fersk. Það var þá
ekki verið að rekast í því, hvort
þau væru ný eða nokkurra daga
gömul. Verzlunarmenn urðu svo
fyrir tapi, þegar eggin reyndust
ekki eins góð eins og búist var
við. Þar af leiðandi gáfu þeir
aldrei mjög hátt verð fyrir þau.
Nú er að koma breyting á þetta.
Nú eru egg flokkuð og verðið,
sem bóndinn fær, er undir því
komið, hvaða stigi eggin ná, þeg-
ar þau eru skoðuð. Fyrir góð egg
fæst að jafnaði töluvert meira nú
en áður og á sama tíma hafa bænd-
ur lært að það borgi sig ekki, að
bjóða nema góð egg til sölu.
í Suður-Manitoba hefir korn-
uppskeran verið léleg undanfarin
ár. Bændur sáu ekki hvernig
þeir ættu að bæta hag sinn, og
voru sumir sem álitu , að bezt
væri, að flytja lengra vestur, þar
sem land væri nýtt og þar sem
uppskeruvon væri betri. En slíkt
hefði haft mikinn kostnað auk
annara erfiðleika í för með sér.
Þá ráðlögðu búfræðingar þessum
bændum að gefa sig meira við
kvikfénaðs- og fuglarækt, en þeir
hefðu gert. Þeir bentu á, að þó
kornið væri ekki gott til mölun-
ar, gæti það verið allra bezta fóð-
ur, og að jafnvel meiri peninga
mætti hafa upp úr því með þessu
móti, en með því að selja það eins
og þeir höfðu gert.
Bændur fóru svo að prófa þetta
og hefir það gefist ágætlega . Það
hefir verið aðal gallinn á búskap
manna f Vesturlandinu að þessum
tíma, að svo margir bændur hafa
gefið sig við kornrækt að eins.
Það eru fljótteknir peningar, ef
alt gengur vel. En það er ekki
alt af hægt að byggja á að vel
gangi.
Bændur í Suður Manitoba fóru
að rækta fugla — tyrkja og hæns
— mikið meira en áður. Sérfræð-
ingar frá búnaðarskólum og fyrir-
myndarbúum ferðuðust svo um á
haustin (þeir gera það enn) og
sýndu fólki hvernig bezt væri að
búa fuglana til markaðar. Það
þarf vist lag við þetta, og ef ráð-
leggingum er fylgt, fæst mun
meira fyrir pundið af fuglakjöt-
inu. Bændur í vissu umdæmi
lögðu svo saman og sendu vagn-
hlass (carload) með járnbraut
austur til stórborganna, eða þang-
að, sem beztur var markaður.
Þetta gafst svo vel, að þessi að-
ferð að búa fuglakjöt til markað-
ar og selja það„ er nú notuð víða
í Vesturlandinu. Það þurfa að
vera svo margir bænifur í hverju
héraði, sem reyna þetta, að hægt
verði að senda vagnhlass þaðan
að haustinu. Þá verður flutn-
ingskostnaður minni.
Til þess að svona hepnist, þarf
bóndinn að rækta fuglategundir,
sem seljast æfinlega vel. Búnað-
arskólar og fyrirmyndarbúin gefa
fullkomnar upplýsingar þessu við-
víkjandi. Það hefir lítinn árang-
ur, þó bóndinn rækti mikið af
Sfugilum, ef /þeir eru úrkynja
(iscrub) eða ómöguleg markaðs-
vara.
Ef lagið er með og ef leitað er
allra upplýsinga, er hægt að hafa
góða peninga upp úr fuglarækt.
Margt fólk, sem komið hefir
hingað frá Mið-Evrópu löndunum
hefir, það sem hér kallast, smábú
pálægt borgum eða bæjum og býr
vel. Það hefir ekki nema nokkr-
ar ekrur af landi, en hver ekra er
Iátin framleiða alt sem mögulegt
er. Það iðkar garðrækt, og sú
uppskera bregst sjaldan—aldrei
svo, að eitthvað sé ekki í aðra
hönd. Þáð hefir tvær eða þrjár
kýr og svo fugla, vanalega heldur
stóran hóp. Enn fremur hefir
það korn, nógan fóðurbætir handa
skepnunum fyrir veturinn. Fólk,
sem hefir þekking á garðrækt,
vegnar vel á svona bújörðum þó
smáar séu.
Inntektir eru náttúrlega ekki
eins miklar eins og á stórbúi, en
kostnaðurinn ’ er heldur hvergi
nærri eins mikill. Enn fremur
verður svona blettur, segjum 5—
10 ekrur, ræktaðar miklu betur
heldur en þar sem landið er stórt.
Uppskeran verður, og er, tiltölu-
lega meiri. Landið kostar ekki
eins mikið til að byrja með, skatt-
ur er ekki eins hár og, sem sagt,
útgjöld verða öll lægri.
Austur í Ontario fylki eru nú
bændur að minka bújarðir sínar.
Það telst nú, að meðal bújörð, í
þeim héruðum, sem eru gömul og
þéttbygð, séu um 100 ekrur. Og
bændur þar græða nú meira, en
meðan þeir höfðu meira land und-
ir höndum. Ástæðan er sú, að nú
gefa þeir sig við fleiru en korn-
rækt — hafa mjólkurbú, býflugná
rækt, aldinarækt og garðrækt.
Það má geta þess, að bændur í
Manitoba og Vesturfylkjunum,
eru nýlega farnir að gefa sig að
býflugnarækt. Var mikið af hun-
angi, sem framleitt var í Manito-
ba, selt haustið sem leið, og fékst
gott verð fyrir það. Þess verður
ekki langt að bíða, að fleiri bænd-
ur fari að stunda býflugnarækt og
auka inntektir sínar að mun án
mikillar fyrirhafnar.
Upplýsingar um búskap, hvar
sem er í Canada, fást hjá búnað-
arskólum, fyrirmyndarbúum sam-
bandsstjórnarinnar (Dominion Ex-
perimental Farms), og á stjórnar-
skrifstofum (Department of Agri-
| culture) í hverju fylki. Fólk ætti
i að lesa þær skýrslur, sem þar má
j fá og nota þær upplýsingar sem
| þar eru gefnar hverjum sem vill
i kostnaðarlaust. Þeir, sem hafa í
j hyggju, að fara að búa, ættu ekki
, að láta það hjá líða, að nota allar
j þær leiðbeiningar, sem þaðan má
Æfiminning.
GAS0LIU SKATTUR
ENDURGREIDDUR
Ef yður vantar endurgreiðslu, ÞÁ GEYMIÐ KVITTANIRNAR
öllum umsóknum um endurgreiðslu, verður að fylgja kvitt-
ering, hvort heldur að gasolían var notuð fyrir bíla, eða fyrir
eitthvað annað.
Fáið kvitteringu ÁVALT, þegar þér kaupið.
Eyðileggið ekki eina einustu kvitteringu.
Eyðublöð í sambandi við endurgreiðslu, fast á skrifstofu
undirritaðs.
J. W. McLEOD,
Deputy Provincial Secretary,
Regina, Sask.
ÁRÍÐANDI—Geymið ALLAR kvitteringarna, hverja einustu
Jón Jónsson Hornfjörð.
Fæddur að Setbergi í Nesjum í
Hornafirði, Austur Skaftafells-
sýslu, 27. maí 1862, dáinn 1. apríl
1928. Flutti til Canada 1890, á-
samt heitmey sinni, Guðleifu
Árnadóttur, sem lifir mann sinn,
ættuð úr Múlasýslu, og giftust
þau næsta ár, 1891, og lifðu þau
í 39 ár í farsælu hjónabandi.
Þau byrjuðu búskap í Nýja ís-
landi, í hinni svokölluðu Isafold-
arbygð og bjuggu þar um 10 ár,
þar til þau fluttu vestur í Fram-
nesbygð, um sex mílur vestur frá
Árborg, og bjuggu þar í 21 ár.
Til Saskatchewan fluttu þau ár-
ið 1922 og keyptu land um sex
mílur noðrur af Leslie, og þar
veiktist hann úr blóðeitrun í
hendi og var þá læknir sóttur
svo að segja strax, og þegar það
dugði ekki, fór Helgi sonur hans
með hann til Winnipeg, og fékk
hlann þar þá beztu læknishjálp,
sem hægt var að veita, en alt
reyndist árangurslaust, og lézt
hann á almenna spítalanum í
Winnipeg. Var líkið flutt til Elf-
ros og jarðað þar af presti safn-
aðarins, séra Carli J. Olson, að
viðstöddu. fjölmenni, þrátt fyrir
mjög slæma vegi.
Með Jóni Hornfjörð er til graf-
ar genginn einn af vorum ágætis-
mönnum, sem var sómi sinnar
bygðar og öllum góðum málefn-
um sannur vinur. Hann var höfð-
ingi í lund og sérlega gestrisinn
og vildi öllum hjálpa, sem minna
höfðu; og þó hann væri aldrei
ríkur maður af þessa heims auði,
þá komst hann ávalt vel af. Samt
mun það vera ótalið, sem hann og
þau hjón miðluðu öðrum; enda var
hann ekki einn um það, hin á-
gæta kona hans var manni sínum
samhent í öllu því, sem er fagurt j
og kærleiksríkt, og bar heimilið!
ávalt vott um kristilegt líferni, (
enda hélt hann sinni barnatrú til1
æfiloka, og var ávalt reiðubúinn
að styrkja kristindómsmálefnið
og tilheyrði alt af lúterskum söfn-
uði hvar sem hann var, og nú
síðast Elfros söfnuði.—Jón Horn-
fjörð var prúðmenni í umgengni
við aðra menn, sérlega vinnugef-
inn og velvirkur, enda bar heim-
ilið þess glöggan vott, því alt var
á sínum stað hreint og fágað.
Þau hjón eignuðust sex börn,
sem hér segir: 1. Bergþór, dáinn
í æsku; 2. Bergþóra, gift kona;
3. Kristrún Guðmundína, dáin;
4. Helgi, sem býr þrjár mílur frá
heimili móður sinnar, giftur á-
gætiskonu; 5. Sesselja, gift kona
í Chicago; og 6. Þorsteinn, dá-
inn. Líka ólu þau hjón upp tvo
drengi: Emil Sigurðsson, sem var
tveggja ára, þegar hann kom til
þeirra, og á hann land fast hjá
landi fósturforeldranna og held-
ur enn til hjá fósturmóður sinni.
Annan dreng tóku þau hjón, Björg-
vin Sigurðsson, og var hann níu
ára gamall, þegar hann kom til
þeirra. Þessir drengir hafa not-
ið sama uppeldis og þeirra eigin
börn, enda eru þeir hinir nýtustu
menn. Einnig lifa Jón heitinn
móðir hans, Sesselja Sigurðar-
dóttir, hin mesta myndarkona, og
fjögur systkini átti hann á lífi,
þá er hann lézt, er heita: Guð-
mundur, bóndi á Fljótsdalshéraði
í Múlasýslu; Sigrún, kona í Skrið-
dal í Múlasýslu; Jónína Sigríður,
kona í Lóni í Austur Skaftafells-
sýlsu, og Guðrún, ógift, í Canada.
Jón heitinn Hornfjörð var
prýðilega vel greindur maður, las
mikið, átti gott safn af góðum
bókum, og fylgdist vel með því,
sem var að gerast, og mikinn á-
huga hafði hann fyrir þvi, sem
var að gerast heima á fósturjörð-
inni íslandi. •
Margt fleira mætti segja um
þenna góða, framliðna mann, en
eg, sem skrifa þessar línur, þekti
hann vel og veit, að hann mundi
vilja að frásögn þessi væri í sam-
ræmi við hið kyrláta líf, sem hann
lifði. — Svo þakkar ekkjan og
börnin öllum þeim, sem sýndu
hjálp og hluttekningu með nær-
veru sinni við útförina; einnig
þakka þau fyrir blómin, sem lögð
voru á kistuna. Og svo kveðja
hann ástvinirnir, sem hann meinti
| svo mikið til, og einnlg hinir
imörgu, semj Ikyntust honum á
lífsleiðinni. H. P.
Jón Jónsson Hornfjörð.
Bjartari framsjónir, blíðara skin.
Bróðir og vinur nú áttu gott.
Þúsundir skynja, er þráum við hin,
um þekking og sannleika bera vott
Himneska víðsýnið hugsvalar þér,
en harmi það veldur, ef syrgjum
vér.
An^Igustur.heimsins í efninu gnýr.
Nú eignast þú skilning þess
vandamáls.
Villunnar martröð í mönnunum
býr, \
en máttugur guð er í alheimi
frjáls.
Þegar við takmarkið birtir á braut
hann býður oss öllum sitt kær-
leiksskaut.
Frjáls ertu vinur! þér faðirinn
bauð
til fagnaðar heimkynna’ í ríki sitt.
Frelsarinn gefur þér andlegan auð
því eilífur þroski er hluiskifti þitt.
Börnin þín góðu, nú gleðst þú með
þeim.
Hve gott er að koma til föðursins
heim.
Vinirnir sakna, en syrgja þó ei,
því sælunnar vermireit gistir þú-
Skamvinn er biðin, því framgjarnt
er fley
og fullvissan höndluð í skírri trú.
Samvista gleði’ eftir saknaðar-
stund,
sólskinið breiðir á ástvina fund.
Friðrik Guðmundsson.
fá, því þær eru bygðar á reynslu,
en ekki á getgátum. — Fólk i öðr-
um löndum getur fengið þessar
upplýsingar með því að skrifa til:
Dominion Experimental Farm,
Ottawa, Canada, eða til Depart-
ment of Agriculture, Ottawa, Can-
ada. Hafi það í hyggju að setj-
ast að í einhverju sérstöku fylki,
þá er ekki annað en að geta þess
og munu þá sérstakar upplýsing-
ar viðvíkjandi búskap í þ'ví fylki,
verða sendar.
WONDERLAND.
“The Thirteenth Hour” heitir
kvikmyndin, sem sýnd verður í
Wonderland þrjá síðustu dagana
af þessari viku, mjög hrífandi
mynd og margt dularfult, sem
þar kemur fyrir.
Þrjá fyrstu dagana af næstu
viku gefst fólki tækifæri til að sjá
ágæta mynd af flugferðum Lind-
berghs og hans merkilegu flugvél1
“The Spirit of St. Louis”. Mynd-
in sýnir bæði ferð hans til Paris
og eins um Suður-Ameríku.
Einnig sýnir leikhúsið þessa
daga “Man Crazy”, þar sem Dor-
othy Mackaill og Jack Mulhall
leika aðal hlutverkin. Mjög fall-
eg og skemtileg ástasaga.
1 bókabúð
ARNLJÓTAR B. OLSONAR,
594 Alverstoen St.
er nýkomið: Vaka, I. hefti annars
árg. Er innihald þess bæði marg-
breytt og kostamikið. Svo kosta-
mikið, að kafli Bókmentaþátta
próf. Eigurðar Nordals ætti að
teljast virði þess, sem borgað er
fyrir ritið, og sú mun sama reynd-
in verða svo lengi, sem framhald
þeirra þátta varir.
Verð ritsins er hið sama og áð-
ur ($2.50), og sem borgast á, er
hálfur árg. er út kominn (leins og
vera bæri, að goldið væri fyrir
hvert tímarit).
Nýir áskrifendur Vöku fá I.
árg. fyrir hálfvirði.
Þjóðvjnafólaglsbækurnar fyrir
yfirstandandi ár, eru einnig ný-
komnar. Ber þess jafnframt að
geta, að i ár gefug það félag kaup-
endum sinum mikið meira af góð-
margra ára, svo sem:
um bókum en verið hefir, til
Almanakið fyrir árið 1929.
Andvari.
Germania, eftir Tacitus.
Svefn og draumar (s. part.)
í norðurvegi (s. partur).
Verð bókanna er $2.00.
Hundrað og áttatíu öfugmæla-
vísur, 30c.
Tvo umboðsmenn þarf stórt
starfrækslufélag að fá. Annan
til að vinna í borginni, hinn úti
í sveitum. Gott tækifæri fyrir
hæfa menn. Skrifið til box 120,
Columbia Press, Ltd., Winnipeg.
TORONTO MINING STOCK
Stobie-Furlong-Mathews)
MAY 8th, 1928.
Open
Close
OOP-OTHY
MACKAiLL
_____moíSXll
\, onderlanu þessa viku.
Abana . .275 276 275
Aconda .. 21 21 18%
Amulet . 325 330 325
Bidgood 100 104 94
Central Man. ... . 129 130 127
Columbus K. .. • 3% 3% 3
Dome . 965 975 935
Gold Hill • 16% 17 16
Gran. Rouyn . . 27 27 26%
Hollinger .1520 1525 1500
TTowey 86 89 86
H. B. M. & S. . . . .1985 1985 1945
Jaek Man . 72 75 75
Kootenay Fl. . .. 33 33 33
Macassa . 41 41 40
Noranda 2050 2065 2025
Pend Oreille .1875 1925 1900
San Antonio 38 38% 37%
Sud Basin .1000 1005 965
Sudbury Cont. ... 32 34 33
Sher. Gordon . . . 620 630 621
Tock Hughes ... 940 940 920
Tough Oakes ... 36 36 35
MINNING.
Jón J. Homfjörð.
Gleðivana góður bær,
gjörist nú, því burtu er liðinn,
ðllum sá er æ var kær,
er nú kominn sæll í friðinn.
Grædd nú eru sorgar sárin,
sigur unninn, þornuð tárin.
Skeiðið lífs nú endað er,
er nú komin hvíldarstundin;
brautin þín hér búin er,
búin hvílan,1—þrautin unnin.
Sof nú, vinur!—sorgum flúinn,
sæl nú eru laun þér búin.
Þín skal minning mér æ kær,
minning þína skal eg geyma,
hún mér ætíð skín svo skær,
skein þar ætíð gleðin hreina.
Nú er glaður lífs á landi,
laus við mæðu sæll þinn andi.
Ekkjan syrgir mætan mann,
' munu hennar undir svíða,
einn nú hugga hana kann,
hjálp sú eina meðal lýða:
Jesús græðir sorgar sárin;
sér um hana, þerrar tárin.
Vertu sæll!—Nú sof þú rótt.
Sæll á meðal barna þinna.
Góði vinur! — Góða nótt!
gleðilegt er þau að finna.
Börn og ekkjan einnig vona,
að þau munu síðar koma.
B. J. Hornfjörð.
Samtíningur,
Kæri ritstjóri Lögbergs!
Eg þakka þér innilega fyrir
margar góðar ritgerðir í Lögbergi,
nú síðast þá viturlegu og ágætu rit-
gerð, sem í blaðinu birtist eftir
hinn mæta og alþekta mann doktor
B. J. Brandson, um hina tíðræddu
fyrirhuguð og ánægjulegu Islands-
ferð árið 1930, býzt eg við að henni
verði svarað.
Annað þakka eg mikillega, kunn-
ingja mínum, Kristleifi Þorsteins-
syni frá Stóra-Kroppi, fyrir hans
óviðjafnanlegu, fróðlegu og í alla
staði velrituðu fréttabréf til okkar
Borgfirðinga. Allir, sem eg hefi
talað við, lofa hann og þakka fyrir,
og hvað hann getur með ritsnild
sinni og djúpvitri hugsun, ofið lang-
an vef úr ekki þó meiru efni. Það
er ekki heiglum hent. Við vonum
vist allir Borgfirðingar að ritstjóri
sendi honum stundvíslega blaðið
Lögberg fyrir. Eg man vel þegar
hann var á bernskuárum og ungur
maður. Var hann talinn með af-
brigðum spakvitur og skáldmæltur
vel. Eg kann mörg erindi eftir
hann. Einnig heyrði eg hann tal-
inn gáfaðastan þeirra bræðra, þótt
hinir álitust framarlega í röð svo
kallaðra ómentaðra alþýðumanna.
Enda skipuðu þeir hreppstjórasæt-
ið mörg ár í sinni sveit hver, Bjöm
og Jakob. Björn þekti eg vel, var
hann búhöldur góður, vel gerður
og góður til hvers sem var. Það
var heldur ekkert langt til seilst
með vísdóm og fróðleik, til séra
Snorra Jakobssonar prests að
Hlúsafelli og svo Tungu-ættina
annarsvegar, greindarfólk mesta.
Tvent þótti mér aS í síðasta bréfi
Kr. Þ., sem hann er-ekki um að>
saka, mér þótti kirkjusóknir of
mikið ganga til þurðar í Reykholti,
’og annað að smáfréttir eins og af
þessum, sem mig langaði til að vita
um, og einhverra hluta vegna gátu
ekki fylgt með. Kr. Þ. er gestris-
inn heim að sækja, og álíka fróð-
legur í tali sem skrifi. Hann getur
vel verið spaugsamur, þegar við
förum að minnast á gömlu tímana
heima. Forlagatrúar maður held
eg hann sé ekki, þó undraði hann j
hvað mest, þegar nú forsjónin var '
búin að raða öllu svo vel niður, að ,
á tveimur góðum og stórum efna- ,
heimilum eins og Húsafelli og Kal-1
mansstungu skyldi vera 4 piltar á
Húsafelli og 4 stúlkur í Kalmans-!
tungu á svo líkum aldri og atgervi
sem hugsast gat. Bjöm á Húsa-
felli og Þórunn i Kalmanstungu
eitthvað á sama ári. Jakob og!
Anna á mjög líkum aldri, eins j
Snorri og Guðleif og alveg jafn-
gömul Kristleifur og Ólafía, sem
nú er kona mín. Eins og þeir Húsa- j
fells-drengir komu oft að vetrinum
fram að Kalmannstungu að spila,
þar bar okkur Kr. Þ. saman um,
að ekkert af þessum jxírum, eins og
alment sýnist líkt um, skyldi ekki
sameinast, skildum við ekkert í.
Svo endurtek eg þakklæti fyrir
góðu og fróðu bréfin hans og bið
góðan Guð að gefa honum aldur til
að geta gert það sem lengst. Það
gleður mig að tengdabróðir minn
er einn þeirra, sem farinn er að
skrifa honum. Hann er greinar-
góður og skýr maður. Eg veit
ekki af 80 ára gömlum manni betri
úr Borgarfirði eða á gamals aldri,
sem heppilegri væri en hann, að
upplagi vel greindur, bókhneigður
og vel lesinn, af mönnum á okkar
aldri, svo gerir það stórt stryk i
reikninginn að eg minnist ekki að
hafa heyrt getið að fyrir rúmum
60 árum væru aðrir sendir í skóla
í Borgarfirði, en þessi tengda-
bróðir minn, S. Þórðarson, sem
fóstri hans Kolbeinn á Hofstöðum
lét fara út að Melum, (eg
man ekki hvort var einn eða tvo
veturj til séra Guðmundar á Mel-
um i Melasveit, til að læra skrift
og réttritun með fleiru. Þetta var
stór bót fyrir skarpan ungling, og
sem gat svo notað sér það vel með
næpi frjálsræði að æfa listina eftir
vilja og þörfum. Enda var S. Þ.
langt framar hinum á hans aldri,
sem eg vissi af í þeirri list þá um
Borgarfjörð. Margir á líkum aldri
urðu að láta sér nægja það, að fá
upphafsstafi skrifaða af öðrum, og
einn heyrði eg segja það í Reyk-
holtsdal, að hann hefði lært alveg
með því að skrifa á snjó með fingri,
1
YÐAR EIGIN J|
K- BAKIÐ
BRAUD
með
fo
I
ROYAL
CAKES
Sem staðist hei-
ir reynsluna nú
yfir 5o' ár
og var hann kallaöur ágætur skrif-
ari. Kenslutíminn var þegar hann
stóð yfir fé föður síns á vetrum.
Eg man eins lengi og eg lifi, hvað
eg gladdist, þegar Þórður Gríms-
son, orðlagður skrifari, frá Gríms-
stöðum gaf mér tvenna upphafs-
stafi, smáa og stóra, og seldi mér
svolítið púlkt, sem kostaði, á gamla
peninga visu, eitt mark. Þeir stór-
auðugu geta ekki glaðst meir, (ef
þeir þá nokkumtíma geta glaðst)
þótt þeir með réttu og röngu kom-
ist yfir stóran part of heiminum.
Eg var þá föðurlaus, hjálparvana
unglingur. En Guði sé lof eg hefi
yfir engu að kvarta, en mikið að
þakka honum blessuðum fyrir mig
og mína, þótt eg aldrei geti skilið
þá stjórn Drottins.að sumir heims-
menn vita ekki nærri miljóna sinna
tal, aftur sumir naktir, svangir og
kaldir, nærri því að vera hlaðnir
kaunum, eins og Lassarus og Hall-
grímur Pétursson, sem óefað hefir
leitt svo margar sálir til Guðs með
sínum óviðjafnanlegu trúarsálmum.
Mér sýnist allir, sem heilbrigðir eru
á sál og líkama, vilja hjálpa sér.
Fátæktin er ekki öll (getur verið
sumum) manni sjálfum að kenna.
Eg sá svo marga á sjó,
sem voru í sama stað, báru
sig eins til að öllu leyti, en annar
hlóð, en hinn fékk fáa fiska, svona
er það. Það er nógu sárt að ganga
alls góðs á mis, þótt hinir, sem
betur mega, bæti svo ekki gráu ofan
á svart, með því að áfella þá, sem
undir verða i lífsbaráttunni. Það
er rangt að miklast af velgengninni,
þvi hún er gjöf frá Guði, sem al-
ment er kallað heppni og lán, öðru
nafni. Og því síður að áfella hina.
Það gefur sér enginn gæfu, gildur
þó feginn vildi. Svo annað. Nær
])ú finnur fátækan á förnum vegi,
gerðu honum gott en grættu hann
eigi, Guð mun launa á efsta degi.
Sem betur fer er þetta stórum að
lagast á íslandi. Fáir sannkallað-
■ ir þurfamenn, og mér skildist sú
' góða regla komin þar á í Borgar-
j firði, að minsta kosti, þar voru
I ekki hjónin^ aðskilin, heldur
látin búa saman með börnum sín-
um, ef nokkur voru, og hjálpað
þangað eftir þörfum. Þarna sést
^ mannúð og sannast Guðs heilaga
. orð: Gerðu öðrum það, sem þú
vilt láta gera þér. Guði sé lof, eg
sá mikla framför á íslandi þegar
,eg fór heim. Þó mest í bættum
kjörum og meðferð á mönnum og
skepnum. —R. J.
TWO IS COMPANY
• ii?° í ^ansen and Anna Auguzen, of Oslo, immigrants, were married
ín the Canadian National Railways Colonization Offices by Rev. T. J.
Langley, of the Norwegian Lutheran Church, on their arrival in Winni-
Pe8- uí]ey desired to face their new life in Canada as man and'wife
rather than to separate. ’They will go on a farm near Birch Hills, Sask.
“WKite Seal”
lang bezti bjórinn
, KIEWEL
Tals. 81 178 og 81 179