Lögberg


Lögberg - 10.05.1928, Qupperneq 8

Lögberg - 10.05.1928, Qupperneq 8
Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. M/AÍ 1928. Gerir stórtbrauð'eins ogþetta úr RobinHood FLOUR ABYGGILEG l'ENINGA TRYGGING I HVERJUM POKA Or bænum. Bræðrakvöld í stúkunni Heklu, næsta föstudag, 11. maí. Veit- ingar og skemtun ókeypis. Fjöl- mennið, bræður og systur. Guðsþjónusta næsta í Betel- söfnuði boðast í Ralph Connor skóla á hvítasunnudag, þ. 27. maí, kl. 2 e. h. S. S. C. Til leigu fjögur björt og rúm- góð herbergi á neðri gólfi. $15 um mánuðinn. 540 Marjorie St., St. James. Mr. Gunnar B. Björnsson, frá St. Paul, Minn., og Mr. G. S. Grím- son dómari frá Rugby, N.D., voru staddir í borginni í vikunni sem leið. Komu þeir til að sækja fund eða fundi, sem heimferðarnefndin hélt snemma í vikunni, en ekki kunnum vér frá því að segja, er þar gerðist. Eru þeir báðir með- limir nefndarinnar. Einnig var hér á ferð um sama leyti Mr. J. Johnson, gullsmiður frá Rugby, N. Dak. Málfundafélagið ræðir um Bol- shevisma næsta sunnudag, kl. 3, í hnattsal H. Gíslasonar. — Allir velkomnir. F. Mr. Hinrik Johnson, frá Ebor, Sask., kom til borgarinnar á laug- ardaginn í vikunni sem leið. Hann gerði ráð fyrir að verða hér nokkra daga hjá systur sinni, Mrs. S. Björnson, 1060 Downing St. Til borgarinnar komu um helg- ina, Mr. Kristján Bergþórsson frá Wynyard, Sask., )og Kristján son- ur hans. Mr. og Mrs. Th. Clemens frá Ashern, Man., hafa verið stödd í borginni undanfarna daga. Hingað kom til borgarinnar um miðja fyrri viku, Laufey Ober- man, landstjórafrú frá Sumatra. Dvaldi hún í rúman hálfsmánað- artíma hjá föður sínum, hr. Frið- riki Guðmundssyni, að Mozart, Sask. Héðan úr borg lagði hún af stað í gær, áleiðis til Hollands, en ráðgerir að leggja þaðan upp í íslandsferð í öndverðum júlímán- uði næstkomandi, ásamt manni sínum og börnum. VÍSUR. Stendur búið stjórnarfley, stutt er milli þinga. Heiðri slær á Hudsons Bay heimför lslendinga. Heiður er fyrir þjóð og þing þessa lands, að veita ölmusu, sem Islending á til lofs að heita. —Fúsi-Ben. Hinn 25. apríl um kl. 3 e. h., hvarf frá heimili foreldra sinna á Austin stræti í Winnipeg, fimm ára gömul stúlka, Julia Johnson að nafni, og hefir ekki fundist síðan. Hefir hennar verið mjög mikið leitað, enda allmiklum verð- launum heitið hverjum þeim, sem kynni að finna hana eða getur gefið upplýsingar er leiddu til þess að hún fyndist. Ýmsar sög- ur hafa heimilinu og einnig lög- reglunni borist um það, að fólk þættist vita hvar hún væri niður komin, en þær hafa alt til þessa reynst kviksögur einar. Sem von er til, bera foreldrar stúlkunnar sig illa út af þessu mótlæti, sér- staklega móðir hennar, og er sagt að hún thúi því fastlega, að stúlk- an sé enn á lífi, og hafi verið tæld frá heimilinu af einhverju óhlutvöndu fólki. Kristnum lýð “af kærleik fúsum’’ kvæðin flyt eg ný, því eg er að smíða í heimahúsum “homemade poetry.” K. N. GEYSIR BAKARÍIÐ 724 Sargent Ave. Talsími 37 476 Heildsöluverð nú á tvíbökum til allra, sem taka 20 pund eða meira 20c. pundið, á hagldabrauði 16c. pundið. Búðin opin til kl. 10 e.m. Þann 28. apríl síðastliðinn, voru gefin saman í hjónaband, þau Auður Johnson og Austen Sephton. Hjónavígsluna framkvæmdi Rev. Matthews. Brúðguminn er írsk- ur að ætt, en brúðurin dóttir Benjamíns heit. Jónssonar og konu hans Jóhönnu Hallgrímsdóttur, er um langt skeið bjuggu að Lundar, Man. Violin Recital heldur Mr. Thor- steinn Jo'hnston með nemendum sínum á fimtudagskveldið hinn 17. þ.m. í Y.W.C.A. byggingunni á Ellice Ave. Mr. Johnston hefir árlega haft samskonar samkomur og hlotið mikið hrós fyrir og má því vænta, að íslendingar sæki þessa samkomu vel. Byrjar kl. 8.30. Inngangur 35c. í fyrri viku kom til borgarinn- ar, Dr. Jón Stefánsson augnlækn- ir, ásamt fjöls'kyldu sinni. Hef- ir doktorinn dvalið suður í Bandaríkjum um Iangt skeið, sér til heilsubótar, og er nú orðinn heill heilsu. Er hann vinmargur og vinsæll, og mun því þess vegna alment fagnað, að hann hefir fengið heilsu sína aftur. Hann er nú tekinn til af nýju að stunda lækningar í Medical Arts bygg- ingunni. Mountain, N.D., 5. maí 1928. Kæri ritstjóri! Einn af vinum mínum gat þess í ræðu sinni, að eg mundi ekki vera eins kunnugur spena-pólitík- inni í Canada eins og eg héldi að eg væri, eftir úrslitum stóra fund- arins að dæma, og mér væri betra að básúna ekki of mikið yfirburði Eyfirðingsins míns. — Þá fædd- ist þetta: Stundum gaman hefi eg haft heimsku minni að flíka, en þegar allir þenja kjaft, þá vil eg skrafa líka. Þinn K. N. Mæðradagurinn. Sérstakar guðsþjónustur á ensku að Mozart kl. 11, að Wynyard kl. 3, að Kanadahar kl. 7.30. Allir boðnir og velkomnir. —■ Að Moz- art og Kanadahar verða samskot tekin fyrir heiðingjatrúboðið. Við- eigandi að heiðra móðurástina með því að leggja eitthvað á oss fyrir aðra og þeirra velferð í tíma og eilífð. Aðal einkenni móður- innar er óeigingirni og sjálfs- fórn. Látið vel af hendi rakna, bræður og systur, við þetta há- göfuga málefni. Virðingarfylst, C. J. O. Messubcð. — Séra Rúnólfur Marteinsson leggur af stað héðan næstkomandi föstudag til Bran- don, og flytur þar guðsþjónustu á sunnudaginn þann 13. þ. m. — Allir velkomnir. Á þriðjudagskvedið í þessari viku, 8. mai, andaðist Guðlaugur Kristjánsson, að Wynyard, Sask., á áttræðisaldri. Heilsa hans var mjög biluð síðustu mánuðina, en rúmfastur mun hann ekki hafa verið nema fáa daga. Merkur maður og trúverðugur og naut jafnan góðs trausts aílra er hann þéktu. Mr. Emile Walters list- málari ólst upp hjá honum og er hann væntanlegur til .borgarinn- ar í kveld, miðvikudag, á leið til Wynyard. Listanámsskeið. undir umsjón Emile Walters. Ákveðið hefir verið, að lista- námsskeið það, undir forystu Mr. Emile Walters, er getið hefir áð- ur verið um í báðum íslenzku blöðunum, hefjist að Gimli um þann 15. ágúst næstkomandi, og að það standi yfir í sex vikur. Kenslan verða $20.00 fyrir allan námstímann. Kensluáhöld öll og liti verða nemendur að leggja sér sjálfir til. Áætlað er, er að fæði og húsnæði fáist fyrir dollar á dag. Mr. Árni G. Eggertsson, lög- maður frá Wynyard, hefir verið staddur í borginni undanfarna daga. ^ Björgvins-sjóðurinn. Áður auglýst ......... $4,376.50 Sig. Sigurðsson, Poplar Park, Man.......................... 2.00 Ónefndur, Árborg, Man....... 1.00 Mr. og Mrs. H. G-. Sigurdson, Foam Lake, Sask.......... 10.00 M. Hinriksson, Churchbridge, Sask......................10.00 U.F.W.M. of Minerva, Gimli, Man, sent af Mrs. B. Ander- son, Treas................15.00 Mrs. Guðrún Johnson, Árnes, Man........................... 2.00 Miss Thura Johnson, Arnes, Man 2.00 J. K. Einarson, Hallson, N. Dak. 2.00 Rev. R. E. Kvaran, Winnipeg, Man...................... 10.00 H. Methusalems Swan, Winnipeg 10.00 Böorg Hallsson, 800 Lipton St... 5.00 Safnað af Berg Halldórson frá Wynyard, Sask. Stéingrímur Johnson, ......... 10.00 S. B. Johnson................. 10.00 Árni Sigurdson................ . liT.OO K. J. Austman, M.D............ 10.00 M. O. Magnússon................. 5.00 A. A. Magnússon................. 5.00 C. B. Johnson................... 5.00 Gunnar J. Guðmundsson, ...... 3.00 M. P. Westdal............... 3.00 Björgvin Westdal............ 2.00 W. Johnson.................. 2.00 S. W. Steinson.................. 2.00 F. S. Finnson, ................. 2.00 J. K. Pétursson................. 2.00 G. Jóhannson.................... 1.00 Ben. Pétursson, ................ 1.00 W. Gíslason................. 1.00 R. Jóhannesson.............. 1.00 ófeigur Gunnlaugson, ........... 1.00 Miss Thura Johnson.......... 1.00 Miss Thora Johnson.......... 1.00 Jón Jóhannson, ................. 1.00 A. K. Hall, .................... 1.00 Paul Bjarnason, ................ 5.00 Safnað af Berg Halldórson frá Kandahar, Sask. J. Josephson............... 10.00 Einar Bergthorson, ....'.... 5.00 Kristinn Eyjólfsson, ........... 5.00 B. J. ólafsson.............. 5.00 Krist. Jónasson............. 5.00 Tryggvi Ánderson............ 3.00 Egill J. Laxdal............. 2.00 $4,565.50 Bæiiefnin og sólskinið. Það er kunnugra, en frá þurfi að segja, hve mjög rannsóknum á nytsemi bætiefna og hollustu þeirra fyrir mannlegan líkama hefir fleygt fram á síðustu árum. Þjóðverjar segja til dæmis, að ef þeir á fyrstu árunum eftir ófrið- arlo'kin hefðu haft eins mikla þekking á þessum efnum, eins og nú, hefðu þeir getað bjargað frá dauða hundruðum þúsunda af fólki, sem beinlínis beið bana við sultinn á ófriðarárunum. Þjóðverjar hafa starfað ósleiti- lega að þessum rannróknum, og þeir hafa meira að segja reynt að grafast fyrir uppruna bætiefn- anna. Rannsóknir þær, sem þeir hafa haft með höndum síðastliðin sumur hér á landi, miða að því að leysa þessa gátu. í Noregi norð- anverðum hafa þeir einnig starf- að að þessum rannsóknum. Hef- ir forstöðumaður þeirra rann- sókna, prófessor Ottó Kestner, nýlega birt bráðabirgðaniðurstöð- ur sínar í þýzka vísinda tímarit- inu “Die Naturwissenschaften”. Vísindamenn hafa lengi gefið því gætur, að jurtirnar vaxa fljót- ar í norðlægum löndum en þeim, sem þær liggja miðjarðarbaug, þrátt fyrir það, að meðalhiti er lægri. Enn fremur vita menn, að þroski dýra og jurta er mikið undir hinum svonefndu “ultra- fjólubláu” sólargeislum kominn, en rannsóknir á magni þeirra hafa áður leitt í ljós, að það færi vaxandi með sólarhæðinni. Bráð- þroski jurtanna í norðlægum löndum var því hrein ráðgáta, og hana gerðu Þjóðverjarnir að rann- sóknarefni. Þeir tóku að mæla útgeislunina 1 hinum norðlægu löndum, — bæði íslandi og norðanverðum Noregi á nýjan leik. Og úrslit þessara rannsókna birtir próf. Kestner nú í áðurgreindu tímariti. Niðurstað- an verður þveröfug við það, sem menn höfðu áður álitið: “Ultra- fjólubláu” geislarnir norður við heimskautsbaug eru sterkari en í Mið-Evrópu. Prófessor Kestner segir í grein- inni: íhvaða veðráttu sem var, hefir fjólubláa útgeislunin reynst meiri að sumarlagi þarna norður- frá, en í MiðÆvrópu. Um ástæð- urnar til þessa vitum við ekki neitt. Má vera, að það stafi af því, að andrúmsloftið þynnist þegar nær dregur heimskautun- um. Ef til vill má líka setja þetta í samband við kenningar norsku fræðimannanna Birkeland og Ve- gard um lag af frosnu köfnunar- efni úti í himingeimnum. En þessi spurning er ekki verkefni fyrir okkur lífeðlisfræðingana, heldur hin, hvernig áhrifin verði á jurtir, dýr og menn. Það er alkunna, að hjá börnum og sjúklingum, sem hafa lítið af rauðum blóðkornum, styrkist blóð- myndunin við sólargeisla, einkum þá geisla, sem hafa stutta öldu- lengd. f Lófót hefir tala rauðra blóðkorna hjá börnum verið rann- sökuð, bæði að sumar- og vetrar- lagi. Að vetrarlagi var blóðkorna- talan svo lág, að þýzk börn eru tkki talin heilbrigð, ef hún fer lægra hjá þeim. En að sumrinu steig hún svo fljótt, að strax eft- ir fyrstu sólskinsdagana var hún orðin hærri, en hæst gerist hjá þýzkum börnum. Jurtir, sem vaxa í sjó (þang, þarar og söl) verða svo bætiefna- ríkar, að dýr, sem lifa á þeim, fá þaðan i sig bætiefni. Eitt dýrið étur annað og bætiefnin flytja búferlum um leið. Þorskurinn, sem er svo mikilsverð fæðutegund, er sennilega þriðji eða fjórði lið- urinn í ferli bætiefnanna, og hann safnar í sig svo miklu af þessu lífgjafarefni, að þorskalifur er bætiefnaríkasta næringin, sem menn þekkja. Þegar við ölum MILLINERY Ljómandi fallegir hattar bæSi fyrir ungar stúlkur og eldri konur og eiga bæði viS viðhafnarkjóla og sport-fatnað. Vér höfum crochet-visca hatta, fallega stráhatta og hatta skreytta með hárborðum. Margrir skreyttir með Ijómandi velvet blómum. MJÖG SANNGJARNT VERÐ Á ÞEIM FBÁ $3.95 OG YFIR Hattar hrúða og hrúðarmeyja fyrirliggjandi eða búnir til. Sanngjarnt verð. Búðin opin á laugardaj*skveldum til kl. io. #fantoooö^ LIMITED ^ ‘ 392 Portage Avenue.—(Boyd Building R O S 17« TheatreJCi Fimtud. Föstud. Laugard. RICHARD DIX í The Gay Defender Dix er þar í essinu sínu við að leika spánskan gripo- bónda. Fyrsti þ. The Wise Crackers Mánud. Þriðjud. Miðv.d. Tvennir Leikir ESTHER RALSTON í “Figures DonT Lie” og EV A COOK í THE FEARLESS LOVER THE WONDERLAND THEATRE Fimtud. Föstud. Laugard. þessa viku, The 13th Hour Sýnir LIONEL BARRYMORE GAMANLEIK og hér er hann. Þriðji þáttur Trail o’Tiger * FELIX THE CAT % Sérstakt gaman laugardags eftirmiðdfíg Mánud. Þriðjud. Miðvikud. 14. 15. og 16. Maí börn, sem vantar bætiefni, á þorskalifur, gefum við þeim efni, sem myndast hefir við útgeislun- ina í heimskautalöndunum. Þetta var eitt dæmið. En á sama hátt og hinn fyrri er einnig hægt að sanna, að korn, sem rækt- ar er t. d. í Norður^Svíþjóð, er auðugra að bætiefnum en þýzkt korn, og að mjólk úr kúm uppi í heimskautalöndunum, er bætiefni- ríkari en t. d. mjólk úr frönskum kúm. Okkur, sem lifum hér norður á hjara veraldar, má vera þetta mikill fagnaðarboðskapur. “Norð- urhjarinn” er ekki eins illur og af er látið, — hann er svo góður, að það er talið hollara að leggja sér til munns íslenzkar fæðutegundir en suðrænar. Ættu menn að leggja sér það vel á minnið. í gamla daga átu menn söl, en nú DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið sem þoasl l>org heflr nokkurn tím» baft lnnnn Tfilnnda slunn. Fyrirtaks máltftSir, skyT,, pönnu- kökui. ruilupyiBa og þjðCríeknls- kafK — Utanbæjarmenn fá sé. ávalt fyrst hressingu á WEVEL UAFiv. 692 Sargent Are 3imi: B-3197. Rooney Stevens, elgandi. Í0.000 IMILES ■ WITH þl UNDBERGH i og Comedy Circus Blues líta menn á þau með fyrirlitningu. Nú segir þýzki prófessorinn, að þaðan hafi þorskurinn bætiefni sín. Nú éta menn smjörlíki úr allskonar jurtafeiti, sunnan frá miðjarðarbaug, en bræða lýsi úr lifrinni og selja það til útlanda. Skyldu ekki rannsóknir próf. Kestners geta kent okkur skyn- samlegri lifnaðarháttum. — Vísir. ED Endist lengur— MARTIN-SENOUR 100% HREINT MÁL Er hagkvæmara vegna þess að þaö þarf minna af 100% hreinu máli.— Eitt gallon er nóg á 400—450 ferfet, endlst lengur, upplitast eklti, spryngur eða flagnar; kostar minna að mála með þvl. Pantið Martin- Senour mál, ábyrgst 100% hreint mál. 179 NOTRE DAME EAST Simi: 27 391 GUNNLAUGUR SÖLVASON í Riverton, Man., er tekinn við umboði fyrir De Laval Cream Separator Company á óákveðnu svæði, og óskar eft- ir viðskiftum íslendinga. Áreiðanlega beztu fatakaupin í Winnipeg Föt tilbúin eftir máli fyrir $30.00 Tr*£r $35.00 English Whipcords, Fancy Worstcd’s, Serges and Tweeds MEN’S CLOTHES SHOP 304 Donald Street Aðeins 50 fet frá Portag® J.THSZS?SS!S2Sa5B5H5é!SH5íSaSt!SH55SS5HSH5HSE5HSa5rESa5a5í!S A Strong, Reliable Business School MORE THAN 1500 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTENDED THE SUCCESS BUSINESS COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909. It will pay you again and again to train in Win- nipeg where employment is at its best and where you can attend the Success Business College whose graduates are given preference by thousands of em- ployers and where you can step right from school into a good position as soon as your course is finished. The Success Business College, Winnipeg, is a strong, reliable school—ita superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. BUSINESS COLLEGE, Limited 385% Portage Ave. — Winnipeg, Man. BÆÐI 1S OG KÆLISKÁPAR með þægilegiim borg- unarskilmálum. Látið ekki f jölskyldu yðar vera án þessara nauð- synja. Kynnið yður skil- mála vora. hi ARCTICJ ICEsFUEL C0.LTIX 439 PORTACE AVL Qeeosite Hudsons Bsy\ PHONE 42321 Heilsan er lífsins bezta gjöf. pér getið aftur öðlast hana með 0pgACTIO Talið við DR. WM. IVENS, M.A. M.L.A., 926 Somerset Blk., Winnipeg. Sími: 21 179 Heima: 56 485 Póstpantanir. Vér önnumst nákvæmlega pantanlr með pósti, hvert sem eru meðul, patent meðul, togleður vörur, áhöld fyrir sjúkra herbergi eða ant.að, með sama verði og 1 borginni. Kynni vor við Islendinga er trygg- ing fyrir sanngjörnum viðskiftum. THE SARGENT PHARMACY, LTD. Sargent & Torontio - Winnipeg Slmi 23 455 Úrvals Canadiskar varphæn- ur. Þúsundum ungað út viku- lega af reyndum, stjórnarvið- urkendum tegundum. Eggja- hanar frá 313—317 skrásettir í útungunarvélum vorum. 100 per cent. ábyrgst að hafi útung- unaregg. Ineubators og Brood- ers. Komið eða skrifið eftir gefins verðskrá, til Alex Taylor’s Hatchery 362 Furby St. Wpg. Sími 33 352 CARL THORLAKSSON úrsmiður Ákveðið metverð sent til yðar samdægurs. Sendið úr yðar til aðgerða. — Hrein viðskifti Góð afgreiðsla. THOMAS JEWELRY CO. 666 Sargent Ave. Winnipeg Talsimi 34 152 ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú fer að líða að vorflutning- um og er þá tryggast og bezt að leita til undirritaðs. JAKOB F. BJARNASON 662 Victor St. Sími 27 292 A. SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Calsomining. 407 Victor St. Phone 34 505 Baby 200 EGGJA HÆNUR gefa 12 sinnum meiri peninga en 100-eggja hænur, Kaupið þér ódýr- ustu hænsni eða þau beztu?. Hæn- ur af vorum úrv. tegundum skara fram úr öllum varphænum í Bran- don, þar sem þær voru reyndar. 56 reyndar og stjórnar viðurkend- ar R.OJP. leggja til eggin fyrir 51.000 raforku útungunarvélar. Allar tegundir góðar varphænur. Stj. viðk. Barred Rock 50c $1.00 Wyand. Leghorn $8.25 $15.50 $30 Úrvals Manitoba varphænur. Bar’d Rocks sérst. $6 $11.75 $23 S. C. White Legh. $5.50 $10.75 $21 Wyand. .R S. Reds $6.25 $12.25 $24 Mmorcas Orpingt. $6.25 $12.25 $24 —Skrifið eftir verðskrá. Pantið beint frá oss og fáið fljóta af- geriðslu. Skýrteini um kynbland. Hambley Electric Hatchery 601 Logan Ave. Winnipeg. Tals. 80 623. Heimili: 88 026 C. JORNSON 675 Sargent Ave. Umboðsm. fyrir Hecla Furnace Allar viðgerðir gerðar. Áætlanir gerðar yður að kostnaðarlausu. [V 2jHSHSHSHSHSHSHSH5HSHSHSH5HSHSHSH5HSH5HSH5HSHSHSHSHSH5HSHSESHSHSH? Blómadeildin Nafnkunna Allar tegundir fegurstu blóma við hvaða tækifæri sem er, Pantanir afgreiddar tafarlaust Islenzka tölúð í deildinni. Hringja má upp á sunnudög. um H 6151. Robioson’s Dept. Store.Winnipeg

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.