Lögberg - 17.05.1928, Síða 3

Lögberg - 17.05.1928, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MAl 1928. Bls. S. Bakverkurinn er nú úr sögunni. Þetta Segir Kona Frá New Bruns- wick, Eftir Að Hafa Notað Dodd’s Kidney Pills. Mrs. Stanley Parker Þjáðist af Bakverk og Andarteppu. Hillsboro, N. B., 14. maí — (Einkaskeyti) — “Eg get ekki lofað Dodd’s Kid- ney Pills nógsamlega, eftir því sem þær hafa reynst mér,” segir Mrs. S. Parker. “Eg hafði ótta- lega verki í bakinu og fótleggj- unum og mjög mikil andþrengsli. Eg gat að eins gengið stuttan spöl og varð svo að setjast niður og hvíla mig. Mér skildist, að þetta stafaði frá nýrunum o" réði af að reyna Dodd’s Kidney Pills. Eftir að hafa tekið úr tveimur öskjum, fann eg að þær gerðu mér mikið gott. Eg hefi nú brúkað þær í meir en ár og hefi þær ávalt við hendina í húsinu. Eg _ er moðir þriggja barna, og nú veit eg ekki Íengur hvað það er að vera ilt í bakinu.” Dodd’s Kidney Pills fást h]æ öllum lyfsölum og hjá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, 2, Ont. Dansinn í Fœreyjum. Joannes Patursson segir frá. Margt eigum við íslendingar eftir að læra, meðal annars það, að koma réttiilega fram og með skilningi við þá, sem fámennari eru en við og minni háttar. Svo vanir erum við smæð okkar sjáfra, svo vanir, að aðrir líti að ýmsu leyti niður á okkur, að við kunnum ekki fyllilega enn þá, að skilja það, að þeir sem eru ennþá smærri, ennþá vanmegnugri, eigi fjáisjóði að gejona, er hafa víð- tækt menningargildi. Þegar drunginn lá sem þyngst yfir íslenzkum bygðum voru hin- ar fornu þjóðlegu skemtanir vor- ar, vikivakarnir, kæfðir. Yið eigum nokkur kvæðin eftir. Þau hafa lifað á vörum þjóðar- innar eða í gömlum skræðum, sem ^‘endurminning þess sem var”. í Færeyjum hafa vikivakamir lifað, og lifa enn góðu lífi. En svo langt erum við horfnir frá þeim, íslendingar, að almenn- ingur álítur þá víst lítið annað en einskonar “fótatraðk”, skilur ekki menningargildi þeirra, málvernd þeirra fyrir eyjaþjóðina, fjörgjaf- ann, samúðarvakann, skilur ekki, að í vikivakadansinum endurlifa nútíðarmenn frægðar og hreysti- verk forfeðranna, forfeðra vorra íslendinga. í vikivökunum eiga þessar tvær smáþjóðir, íslendingar og Færey- ingar að mætast; með vikivökun- um geta þeir bezt kynst, vegna vikivakanna, sem enn lifa í Fær- eyjum, getum við íslendingar bezt fundið skyldleikann, samhygðina, hið andlega norræna ættarmót. Þegar Jóannes Patursson, kóngs- bóndi úr Kirkjubæ, var hér á dög- unum í kynnisferð, átti eg tal við hann um dansinn. Eg hitti mann að morgni dags á heimili tengda- soar hans, Þorsteins Sch. Thor- steinssonar lyfsala. Yfir fram- komu mannsins er einhver morg- unroði, vakandi von í huga og hreyfingum. Aldarfjórðungs — nei, 40 ára stjórnmálabarátta, hef- ir eigi enn sett nein þreytumerki á manninn. Við töluðum um dansinn — eins og hann er nú iðkaður í sveitum Færeyja. —Við dönsum, segir Jóannes Patursson, frá jólum og þangað til á mánudaginn í föstuinngang, þá er danstíminn úti það árið. Þenna tíma er dansað um helg- ar og á hátíðum og týllidögum, þrettánda, kyndilmessu o. s. frv. Á danskvöldum koma menn oft saman úr nágrannábygðarlögum svo oft eru þetta 80—100 manns aðkomandi. Dansað er frá ljósa- tendran til miðnættis. Á hátíðum og tyllidögum er alt af dansað alla nóttina og jafnvel næsta dag líka, En það er góður danssiður í Færeyjum, að menn dansa ekki eftir sama kvæði nema einu sinni á ári. íEf menn dansa oft á ári eftir sama kvæðinu, þá köllum við það fótatraðk. Það kann að vera, að slíkt komi fyrir í kaupstöðum, þar sem dansað er að staðaldri. En þar er iíka iðkaður “enskur dans”. En svo köllum við í Færeyjum alla tízkudansa. Eg spurði hann nokkru nánar um hugtakið “fótatraðk.” —Jú, segir Jóannes Patursson. Ef við t. d. dönsum eina helgi eft- ir kvæðinu um Kjartan ólafsson, og við tökum síðan til og dönsum eftir sama kvæði næsta sunnudag, þá segjum við að það sé synd, að gera slíkt fótatraðk með Kjartans Ólafssonar-kvæði. Með þessari stuttu lýsingu Pat- urssonar, er varpað nýju ljósi yfir dans Færeyinga. Vikivakar þeirra eru ekki dans í nútímamerkingu — eiga ekkert skylt við hann. — Dans þeirra er iðkun kvæðaíþrótt- ar, rækt við fornar sagnir, lotning fyrir afreksverkum liðinna ítur- menna. Og þess vegna hefir dans- inn orðið sísvalandi heilsubrunn- ur fyrir færeyskt þjóðlíf og menn- ingu. Patursson heldur áfram: —- Góður dans er það, þegar mennirnir sem syngja, fólkið, sem stígur dansinn, stofan, sem dans- að í, lagið, sem sungið er, og sag- an sem sögð er, rennur alt í eina órjúfandi og órjúfanlega heild, Þegar við syngjum um viður- eign Kjartans og Bolla Þorleiks- sonar, þá lifum við með í viðburð- um þeim. Þegar við syngjum um Þormóð Kolbrúnarskáld, er hann sigldi til Grænlands og ráin brotn- aði, en Gestur kvað hann svo orð- hagan, að hann gæti ort saman rána, þá erum við með í þeirri siglingu. Og svona mætti lengí telja. Jafnvel þegar við dönsum úti undir beru lofti, þá verður alt um- hverfið, hafið, hlíðarnar, fjöllin, að falla í sömu samhygðarheild og fólkið sem dansar. Þetta lærir engin ein kynslóð. Þetta tekst ekki nema vegna þess, að í Færeyjum hefir verið dansað öld eftir öld, í 8—9 ald'ir sam- fleytt. Dansað er eftir marsvínarekstra. Dansað er þá alla nóttina — með- an sýslumaður skiftir afla. Þá er margt manna aaman komið. Þá koma karlmenn holdvotir úr bar- daganum •— og dansa sig þurra. En heimadansar eru beztir. Húsum er þannig hagað í Fær- eyjum, sem kunnugt er, að aðal- stofur eru tvær á bæjum, reyk- stofa fremri, og innristofa. Dans- að er í innri stofu. En áheyrend- ur, ef nokkrir eru, s'itja í reyk- stofu. Það var siður, þegar menn “fóru niður úr” (að afloknu dans- kvæði), þá settist dansfólkið inn í reykstofuna og hóf samræður um efni kvæðisins, er sungið var í það sinn. Þá skiftust menn oft í flokka eftir því, hvernig þeim geðjaðist að persónum kvæðanna, eða hvernig þeir litu á gerðir þeirra. Með þessu móti samtvinnaðist líf og hugsanir söguhetjanna við daglegt' líf manna. Á síðustu tímum hafa heima- dansar minkað. Bygðar hafa ver- ið danstofur í mörgum bygðar- lögum. En þær eru illa tilbúnar, og hefir dansinn spilst við það, að farið hefir veríð með hann burt úr heimahúsum. En danssamkomurnar eru enn sem fyr aðalsamkomur færeyskra bygða. Oft fara menn hópum sam- an í önnur bygðarlög og drekka jól, eins og sagt er í F. Eru menn í ferðinni öll jólin og fram yfir þiettánda. í raun og veru er tal- ið, að jólin séu fyrst algerlega úti mánudaginn í föstuinngang, síð- asta danskvöldið, þegar hið al- kunna danskvæði er sungið síðast allra, með viðlaginu: “Stígum fast á vort gólf, spörum ei vorn skó. Guð mun ráða hvar við drekk- um önnur jól.” I brúðkaupsveizlum er þó dans- að hvenær sem er á árinu. Tíðar eru fjömennar brúðkaupsvei&ur í Færeyjum, er standa 2—3 daga. Nokkhð er þeim þó að fækka síð- ustu ár. Hefi eg þó á síðasta ári verið í brúðkaupi, þar sem voru 160 manns, og stóð hófið í þrjá daga. En Færeyingar láta sér eigi nægja að hafa yfir hin gömlu kvæði sín, þó mikið megi til tína úr 90,000 erindum, sem til eru frá fornum timum. Enn yrkja Færeyingar dans- kvæði í fornum stíl. Bóndi einn gamall í Sandey, hefir nýlega ort ágætt kvæði um Gunnar á Hlíðar- enda. Er kvæðið fullkomlega með fornum hætti. Og enn er það algeng og vinsæl íþrótt á mannamótum, að tveir menn taka sér viðfangsefni meðal nýafstaðinna atburða og “kveðast á”, yrkja þá af munni fram og verða að vera fljótir til svars, svo eigi verði þeir kveðnir í kútinn. Er einatt glatt á hjalla, þegar slíkt er haft um hönd, og mörg nýrri kvæði og kvæðaflokkar eru af slíkum toga spunnin. Þá er enn ein tegund kvæða, sem kallaðir eru “þættir” og eru háðkvæði um hitt og annað, sem fyrir ber. Frægast allra slíkra kvæða er Fuglakvæði Nolseyjar-Páls. En þá kvæðagerð iðka enn ungir sem gamlir. Var eg gestkomandi í bygð einni nú skömmu eftir ný- afstaðnar kosningar, þar var gest- kvæmt og mannfagnaður. Dreng- ir léku sér á gólfi, er hlé var á dansi. Þeir voru á 12 ára aldri. Þeir höfðu ort “þátt-kvæði” um kosningarnar og dansferðina til Hafnar. En fyrir utan hinn innlenda kveðskap hafa Færeyingar nú á síðari árum mikil kynni af ljóða- gerð Islendinga, og kunna margir íslenzk kvæði, þó aldrei hafi þeir til íslands komið. V. St. —Lesb. Mbl. Sjálflýsi. Gasljós og rafmagnsljós bráðum úr sögunni. Það eru nú eitthvað 300 ár síð- an að menn tóku eftir því, að viss efni gátu drukkið í sig sólargeisl- ana og síðan borið birtu í myrkri, líkt og maurildi. Á 17. öld voru lýsisteinar alkunnir (Lapis solis; Bologna lýsisteinar). Allir kann- ast við sjálflýsandi stafi á úrum og klukkum. Birtan, sem þeir ljóslitir gefa, er svo lítil, að ekki hefir þótt viðlit að nota þá ljós- liti til lýsingar í s.tærri stíl. En nú kemur fregn um það, að þýzkum efnafræðing hafi tekist að finna upp Ijóslit, eða sjálflýsi, sem er svo bjart, að það gefur ekki eftir hinum beztu ljósgjöf- um. Sé Ijóslitur þessi borinn á einhvern hlut, og hann settur út í sólarbirtu, drekkur ljósliturinn í sig birtuna, og verður sjálflýs- andi á eftir. Hver fermetri flat- ar, sem ljósliturinn hefir verið borinn á, kastar frá sér hundrað kerta skini, þegar dimt er orðið. Þetta stafar af því, að ljóslitur þessi dregur í sig mörgum sinnum meira magn, heldur en nokkur annar ljóslitur, sem þekist, og það ljósmagn, sem hann drekkur í sig, meðan bjart er, kemur fram sem útstreymi, þegar dimmir og eyð- ist hægt og smám saman. Það má líkja þessari uppgötv- un við rafgeymir, sem hlaðinn er, og getur síðan miðlað rafmagni frá sér. Galdurinn er fólginn í því, að þegar sólarljós fellur á ljóslitinn, breytast efnasambönd hans og frumagnirnar (atom) fá í sig þenslu, sem breytist í ljós, þegar þenlsan minkar. Hleðslu og orkugjafa ljóslitarins svipar því mjðg til rafgeymis. Meðan birtan, sem fellur á litinn, er , MARTIN & CO. Enginn þarf að neita sjálfum sér um að vera vel til fara þar sem við seljum ágætis fatnað með V0RUM ÞŒGILEGU B0RG- UNARSKILMÁLUM Þér getið fengið fyrirtaks tilbúinn fatnað — Bara velj- ið yður kápu, alfatnað eða kjól — Segið ráðsmanni vor- um, hvað þér getið borgað út í hönd og hvernig þér viljið borga afganginn. Takið síðan fötin heim og borgið þau jafnframt og þér notið þau. Gott Verð --- Nýjar Vörur Ágœtt Úrval Kápur *15.95til$49.50 Kjólar $12.95 til 29.50 Alfatnaðir $29.50 til $49.50 Fox Chokers $25.00 til $45.00 MIKIÐ ÚRVAL AF KARLMANNAFATNAÐI OG KÁPUM $19.75 TIL $45.00. OPIÐ A LAUGARDÖGUM TIL KL 10 E.H. Á öðru gólfi Wpg Piano Bldg. ARTIN & Easy Payments Limited ÞAÐ ER ÞÆGILEGT AÐ BORGA SMATT OG SMÁTT Portage og Hargrave L. HARLAND, Manager. sterkari heldur en útgeislanin, tekur liturinn á móti geislahleðslu, en þegar dagsbirtan dvín, kemur útstryemið og liturinn verður sjálflýsandi. En þar sem tak- mörk eru fyrir því, hve mikið má hlaða rafgeymi, þá eru aftur á móti engin takmörk fyrir því, hve mikið geislamagn Ijósliturinn get- ur drukkið í sig. Tökum sem dæmi, að hleðslutíminn (dags- birtan) sé 15 klukkustundir, en útgeislunin að eins 6 stundir, þá á liturinn enn í sér geymdan 9 stunda ljósforða, og við hann bæt- ist dag frá degi svo lengi sem dagur er lengri en nóttin. Þann forða, sem þannig safnast saman, má síðar nota. Það er því hægt að safna saman miklu ljósmagni á sumrin, þegar sólargangur er sem hæstur, og geyma það til skammdegisins., Reynist Ijósgjafi þessi eins vel og af er látið, þá verður stór- 'kostleg breyting í heiminum. í staðinn fyrir olíulama, glóðar- lampa og rafmagnslampa, nota menn bjarta fleti, og sú birta kostar eldci neitt, því að af nógu er að taka, þar sem dagsbirtan er. Þá þarf ekki framar nein götu- ljósker. Ekki þarf annað en að mála húsin með þessum ljóslit og bera þau þá mörgum sinnum meiri birtu, en nokkur götulýsing. Innan húss verða veggir og loft máluð með ljóslit, og þá verður bjart í húsunum allar nætur, eins og um hábjartan dag. Menn verða ekki varir við að farið er að skyggja, fyr en þeim verður litið út um glugga og sjá stjðrnur á lofti. Ekki verður það heldur amalegt fyrir bændur að fá þennan ljós- gjafa. Þá þurfa þeir ekki að kvíða skammdegi og vetrar- myrkri. Þeir geta haft alt upp- Ijómað hjá sér í baðstofu, búri, skemmu göngum, fjósi, fjárhús- um og hlöðum.—Lesb. Mbl. RtMÆFINGAR eftir Benedikt Einarsson. ' Vetrarkoma. Fölnar hárið Fjörgynjar, fellur snjár á merkur. Ýrir báru út á mar armur Kára sterkur. Morgun. Fram til stranda flest er hljótt, faðmar landið særinn. Sól að vanda sigrar nótt; sunnan andar blærinn. Vorið. Hrím af tindum hverfur burt, hlýjum vindi borið. Elfur, lind og unga jurt örmum bindur vorið. Haustkvöld. Sig þá flytur sól að mar, sendir glit um voga, brosa litir bifrastar: blys á vitum loga. Vetur. Hnjúkar frjósa, hlíð og fell; himinljósa glætur fram við ós á fáguð svell festa rós um nætur. Morgunsigling. Syndir gnoðin, svalur blær sogar boðaföllin, morgunroði meðan skær málar goð á fjöllin. Mótbyr lífsins. Vonir fenna, vaknar þrá. Vinslit kenna árin. Hjöitu brenna, hlýrum á höfug renna tárin. Útþrá. Fjörið eyðist; anda minn útþrá seyðir gjarna gegnum heiðan himininn hátt á leiðum stjarna. Fjólan. Þroskuð hóli háum á hress við gjólu slagi dansar fjólan fagurblá fram að sólarlagi., Sumamótt. Dags við flótta skautið skín skýin hljótt um vefur. Fyrir óttu sólarsýn sumarnóttin gefur. —Dagur. Með ágætis útbúnaði og fjögra hjóla Hydraulic Brakes Cor. James og Princess Sýningarstaður: - Cor. Garry og Ellice CHRYSLER Bíllinn Sparar fé, er þœgilegur og endingargóður Lágt Verð 52 Sedan 62 Sedan 72 Sedan Sendið korn yðar tii UNITED Grain GROWERS & Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Building CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. «W«kKhKHKHKhKHKhKhkhKhKhkhKhKhKhKhKHKhkhkhKhkhkhKH9*! Whippet Bíllinn Það hve Whippet bílarnir eru liðugir og láta vel að stjórn er jafn- vel undrunarefni fyrir þá, sem alvanir eru að fara með bíla. Hin aflmikla vél, sem ótal sinnum hefir skarað fram úr öðrum vélum á 500,000,000 mílum, sem hún hefir verið þrautreynd, veldur þar mestu um. Erfiðleikarnir við að keyra, jafnvel þar sem um- 'ferðin er mest, eru nú horfnir. Mjög auðvelt að ráða hraðanum. Vér æskjum þess að þér skoðið Whippet bíl og reynið hann. Með honum höfum vér náð þeirri hugsjón er vér höfum kept að í mörg ár, þeirri hugsjón að framleiða bezta bíl af hinni léttari tegund, sem til er í heimi og selja hann með þvi verði sem full- komlega getur jafnast við það bezta, sem nokkrir hafa að bjóða. Empire Motors Limited Umboðsmenn fyrir IVilly's Knight og Whippet bíla. Horni Maryland og Portage. The WESTERN 0IL C0MPANY Ltd. 502 CANADA BUILDING EJVERGY GASOLINE —OG— PURITAN MOTOR OILS Utibú hvervetna í Manitoba.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.