Lögberg


Lögberg - 31.05.1928, Qupperneq 4

Lögberg - 31.05.1928, Qupperneq 4
Bla. 4 Jogberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. T&laUnart JN-6.H2? ofi N-6328 Einar P. Jónsson, Editor (jtanáakrift til blaðsina: TKE COIUSIBI^ PRESS, Ltd., Box 317*. Wlnnlpeg. H«n. Utanáakrift ritatjórana: ÉOtTOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnípeg, Han. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Th« "Lögberg" la prlntod and publlshed by Th« Colutnbla. Preea, LAmlteJ. ln the Colunabta Rulldlng, í»ó Sajgent Ave Vlnnipeg. Manltoba. Viturleg uppástunga í heim- ferðarmálinu. Hinn 17. þessa mánaðar barst oss í hendur, til birtingar í Lögbergi, eftirfylgjandi bréf frá vísindamanninum og rithöfundinum víðfræga, herra Vilhjálmi Stefánssyni. Prentun bréfsins var frestað um viku, samkvæmt ósk höfundar, en nú er það hér birt í samræmi við símskeyti til vor, þann 28. þ.m., er þannig hljóðar: “New York, May 27th, 1928. Logberg, Corn- er Sargent and Toronto St., Care Columbia Press, Winnipeg, Man. Please release next issue my letter to you.” — Á íslenzku “Gerið svo vel að birta í næsta blaði, bréf mitt til yð- ar.” V. Stefánsson. Frumrit bréfsins er á þessa leið: May 14th, 1928. The Editor, Lögberg, Winnipeg, Manitoba, Dear Sir: I hear there are dissensions about the 1930 Iceland programme but I would not be writing you on either side, no matter how convinced I might be that one had the ad- vantage over the other. Fortunately I do not even know what the dispute is about. The thing that worries me is the delay which any dis- sensions are likely to cause. It happens that I know per- sonally some of the most influential men that have been handling world publicity, both for nations and for move- ments of international scope. Nothing has impressed me more than the time they need for plarining out a cam- paign. I have been tóld that the Western Icelanders have . had some thought of conducting their own publicity, and possibly a very little of this may have some use locally. But your main concern should be a world-wide campaign which will influence Icelanders incidentally, for thereby you will get a stronger effect even upon Icelanders than you would if it were a more energetic publicity campaign directed towards them only. Nothing will so much incline the average Icelander to go to Iceland in 1930 as the be- lief that a large numher of-distinguished peopie of other nationalities are coming there from every land in the world. There is only one practical way by which you can se- cure carefully planned and dignified world publicity, and that is by making arrangements with one of the great transportation companies. AJl you will have to do will be to engage the servicec of this company as the of- ficial transportation agency for your organization. They doubtless, have an understand'ing with each other and I have no doubt the cost per ticket from any given point in America tó Iceland and back will be the same what- ever company you choose. Your main consideration, then, would be to select the concern which is likely to give you the best publicity, not only in Winnipeg but in Melbourne, Cape Town, Paris and Tokio as well. Having selected your transportation agency, you can forget about the rest of the publicity details and worries, except, of course, to be ready to co-coperate in furnishing information or giv- ing advice whenever asked. But no company has the.organization to be able to give you good results unless you select it definitely now and give it the word to go aheac^ In fact, it is already late. Such a company would have liked to begin its preparations half a year or a year ago so as to have them well under way now. What I have in mind, then, in writing this letter to Lögberg, is to urge upon all your readers the necessity of arriving promptly at some compromise of your other troubles so that you will lose no more time in selecting the agency that is to plan and handle the transportation and publicity. Vilhjalmur Stefansson. A íslenzku verður bréfið þannig: New York, 14. maí 1928. Ritstjóri Lögbergs, Winnipeg, Manitoba. Kæri herra!—Mér hefir borist til eyrna, að ágreiningur eigi sér stað, út af undirbúningi há- tíðarhaldanna á íslandi 1930. Um hvoruga hlið- ina kæmi mér tíT hugar að skrifa, hversn sann- færður sem eg annars kynni að vera um gildi annarar umfram hina. Sem betur fer, veit eg jafnvel ekki í hverjn að deiluefnið er fólgið. Það sem veklur mér áhyggju, er töf sú, er á- greiningur, hvers eðlis seta er, kann að valda. Það vill svo vel til, að eg þekki persónulega ýmsa óhrifamestu mennina, er við alþjóða anglýsing- ar fást, bæði fyrir einstakar þjóðir, og samtök alþjóða eðlis. 1 sambandi við þetta mál, hef- ir ekkert dregið eins að sér athygli mína og það, hve langan tíma þessir menn þurfa til undir- húnings undir auglýsingastarf sitt. — Mér hefir verið sagt., að Vestur-íslendingar hefðu á hyggju að annast um auglýsinga-starfsemi sína sjálfir, og má vera, að slíkt geti.komið að örlitlu haldi heima fyrir. En megin-áherzlan ætti að vera lögð á auglýsingar út um allan heim, — mvndi það óbeinlínis hafa áhrif á íslendinga, því með því mætti snerta þá dýpra, en þótt haldið væri uppi látlausri auglýsinga-hríð meðal þeirra sjálfra. Ekkert mun kveikja sterkari löngun hjá fslendingum vfirleitt, til þess að fara til ís- lands 1930, en að hafa það á meðvitundinni, að fjöldi af merku fólki annara þjóða, mvndi fara þangað frá öllum löndnm heims. Það er að eins opin ein, hagkvæmleg leið, er farin verði, til þess að tryggja vel ráðna og virð- I LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. MAI 1928. iuígarverða auglýsinga starfsemi út um heim, og hún er sú, að semja við eitthvert hinna miklu flutningafélaga. Ált, sem gera þarf, er því það, að ákveða hvaða félag skuli fara með opinhert umboð fyrir nefndarinnar hönd. Vafalaust eiga sér stað samtök, milli Jhinna ýmsu flutningafé- laga, og eg efast ekki um, að verð farhréfa frá ákveðnum stöðum í Ameríku, til Islands og til baka verði það sama, hvaða félag sem valið er. — Megin viðfangsefnið myndi því verða það, að velja það félagið, setn líklegt er til að veita heztil þjónustu hvað auglýsinga starfsemi við- víkur, eigi aðeins í Winnipeg, heldur og í Mel- hourne, Cape Town, Paris og Tokjo líka. Þeg- ar flutningsfélagið hefir verið valið, þá þarf engar frekari áhyggjur að bera í samhandi við einstök auglýsinga-atriði, að því einu undan- sldldu, að vera viðhúnir til samvinnu í því, að veita upplýsingar og leiðbeiningar, þegar þess er æskt. En það er ekki á valdi nokkurs félags, að taka að sér þetta starf með góðum árangri, nema því aðeins, að við það sé samið nú þegar, og hví falið á hendur að taka fafarlaust til starfa. Sannleikurinn er sá, að þetta hefir dregist of lengi. Slíku félagi hefði komið hezt, að hefja undirbúning fyrir misseri, eða heilu ári, því þá væri starf þess nú komið á góðan rekspöl. Það sem því mér hýr í hnga, er eg sendi Lög- hergi þetta skrif, er það, að hrýna fyrir lesend- um hlaðsins hversu nanðsvnlegt það er, að kom- ast sem fyrst að einhverri málamiðlun á þeirri sundrung, sem á sér stað innhyrðis. til þess að það dragist ekki leúgnr, að velja félagið, sem annast skal um fhitninga og auglýsingar. Vilhjálmur Stefánsson. Vér viljum grípa tækifærið, ög þakka herra Vilhjálmi Stefánssyni fyrir, að veita oss kost á að hirta ofanskráð bréf. Það er enginn flvsj- ungsbragur á hréfinu því, heldur ber það ótví- rætt á sér einkenni. hyggins manns, er talar af reynslu. Það er eitthvað svo átakanlega ó- líkt þessum kviksandi heimfararnetfndarinnar, þar sem talað er í sömu andránni um alt og ekkert. Heimferðarmálið. ii. Um.þetta mál hefir verið tíðrætt að undanförnu. Hafa þar myndast tvær andstæðar fylkingar, og- er fólki málið vel kunnugt hér í bænum. Úti um bygð- ir er það eðlilega ekki eins Ijóst, sökum þess hve lít ið hefir verið rætt um það í blöðunum. Vegna afstöðu minnar í málinu er mér það kunn- ugra en mörgum öðrum, hvernig á flokkaskifting- unni stendur. Hefir því verið mælst til þess af þeim er vilja leggja það fyrir almenning og engu leyna, að eg skýrði ástæður og upphaf þeirrar deilu, sem vaknað hefir. Mér er ljúft að verða við þessum tilmælum, sér- staklega fyrir þá sök, að eg veit til þess, að mér er af sumum legið á hálsi fyrir afstöðu mína. Skal eg leitast við að skýra frá eins satt og rétt og mér er mögulegt og hvergi hálla máli visvitandi. Eg skoða heimferðarnefndina til þess kosna, að ráðfæra sig við fólk alment, veita því allar nauðsyn- legar upplýsingar, semja um eins ódýra og eins þægilega ferð og kostur er á og undirbúa alt fyrir þá, sem fara vilja og farið geta, þannig, að sem greiðast gangi. Aftur á móti tel eg það ekki köllun nefndarinn- ar, að ferðast um allar þygðir í því skyni, að eggja sem flesta til farar, hvort sem kringumstæður leyfa það fyllilega eða ekki. Mér finst það jafnvel geta verið álitamál, hvort ekki sé siðferðislega rangt, að eggja fólk á að eyða 2—3 mánuðum af bjargræðis- tíma ársins og $400 til $500 í peningum sér til skemt- unar, nema það eigi nóg bæði af peningum og tíma. Þannig gætu kringumstæður verið, að fólk sæi eftir að hafa eytt svo að segja aleigu sinni, ef svo skyldi fiskileysi,' uppskerubrest, atvinnuskort eða heilsu- leysi bera að höndum. Yrði þeim þá ef til vill kent um, sem eggjað höfðu — og það með réttu, Já, eg skoða heimfararnefndina sem þjón fólks- ins og sé því enga ástæðu til þess að hún þurfi að halda leyndum gjörðum sínum. Þetta er ástæðan fyrir því, að eg segi jafnhiklaust það, sem fram hefir farið innan funda, sem utan þeirra. II. Deilurnar og tildrög þeirra. í fyrra sumar hafði það þorist norður í bygðir, að verið væri að sækja um styrk frá Manitoba- stjórninni til undirbúnings fyrir heimförina 1930. Var eg spurður að því víða, þar sem eg ferðaðist norður á milli vatna, hvort fréttin mundi sönn. Lýstu flestir megnustu óánægju yfir því, ef svo væri, Fanst mönnum það ekki verða á anhan veg skilið heima á íslandi, en sem auglýsinga-tilraun til vest- urflutninga; og fyrir Vestur-ísiendinga töldu þeir það vanvirðu, að biðja um styrk frá stjórnunum. Eðlilega visi eg-ekkert fremur en hver annar um þetta atriði, og gat því engu svarað. í fyrrahaust var eg staddur í Winnipeg og mætti \ þar séra Rögnvaldi Péturssyni. Spurði eg hann, hvort nokkuð væri hæft í því, að styrks hefðf verið leitað. Hann kvað það satt vera. Eg skýrði hon- um frá því, að fólki í norðurbygðum Manitoba, þar sem eg þekti til, þætti sóma fslendinga misboðið með því að beiðast fjár. Beindi eg til hans þeirri spurningu, hvort hann teldi það ekki sanngjarnt og æskilegt, aö skýra málið annað hvort á almennum fundi í Winnipeg, eða öllu heldur í blöðunum. Gat eg þess jafnframt, að málið gæti orðið nefndinni að fótakefli og ef til vill verið notað til þess að vinna á móti henni, ef það væri ekki skýrt hreint og af- dráttarlaust, til þess að fólkinu gæfist kostur á ^ð láta í ljós skoðanir sínar og þyrfti ekki að kvarta um að neinn aukaþáttur væri leikinn að tjaldabaki. Séra Rögnvaldur tók þessu vel og vinsamlega; en hann taldi ekki þörf neinnar opinberrar skýring- ar að svo stöddu, hélt, að mótstaða væri mjög lítil og mundi hjaðna niður. Nokkru síðar fór fram flokksþing frjálslyndra manna í Manitoba. Var það haldið á Fort Garrjx hotelinu. Eg mætti þar sem fulltrúi fyrir St. George kjördæmið. Hitti eg þar Jón J. Bildfell, sem var og er formaður heimfararnefnarinnar. Eg sagði honum það sama, sem eg hafði sagt séra Rögnvaldi, spurði hann sömu spurninga og fékk sömu svör, að öðru leyti en þvi, að hann kvað það ef til vildi rétt, að heppilegt væri að skýra málið síðar, — en ekki að svo komnu. Nokkru fyrir þjóðræknisþingið átti eg tal um málið við séra J. A. Sigurðsson; hann eyddi því, og vildi ekkert um það tala. — Svo leið og beið; þjóð- ræknisþingið var sett, og heimfararnefndin bar fram þrefalda beiðni: fyrst bað hún um $250 fjárveitingu; í öðru lagi bað hún þingið að endurkjósa sig fyrir allan tímann fram yfir 1930, og í þriðja lagi bað hún um leyfi til þess að bæta við sig eftir^ eigin vild. — Alt þetta var henni veitt. U Þá var stungið upp á því, að ritstjórum beggja blaðanna væri bætt við í nefndina, sökum þess að áríðandi væri að geta notað blöðin sem bezt, til þess að skýra málið fyrir almenningi. Nefndin heitti sér á móti því að ritstjórarnir væru kosnir, og var það felt 'af þinginu. Aftur á móti var það samþykt, þrátt fyrir mótmæli nefndarinnar, að þeim, sem þetta ritar, skyldi bætt í nefndina. Á fyrsta nefndarfundi sem eg sat, spurðist eg fyrir um styrkbeiðnina — hvort ekki væri heillavæn- legast, að hætta við hana. Var mér svarað því, að það mál væri klappað og klárt og loforð fengið fyrir fjárveitingunni. Eg mæltist þá til þess, að fénu yrði ekki eytt af nefndinni, heldur væri þvi, með leyfi stjórnanna, varið til þess að stofna einhvern menningðar- eða minningarsjóð á hátíðinni heima. Þessu var þannig svarað, að féð væri veitt með auglýsinga skilyrði og því væri tillaga mín ómögu- leg. Nú leið og beið. Grein birtist í Lögbergi, eftir Dr. B. J. Brandson. Nefnidn—eða nokkur hluti henn- ar—hélt tvo fundi sömu vikuna sem blaðið kom út, en af þeim fundum var eg ekki látinn vita. á mánu- daginn í næstu viku var haldinn fundur hjá Árna lEggertssyni; á hann var eg boðaður. Á þessum fundi mætti Dr. Brandson, og hafði það víst verið ákveðið á öðrum hvorum fundinum, sem eg var ekki á, að boða hann þangað. Þarna lýsti Dr. Brandson því yfir, að hann hefði fyrir mörgum mánuðum far- ið til formanns nefndarinnar og varað hann við því, að óánægju mundi leiða af, ef stjórnarstyrks væri leitað til heimfararinnar. Kvaðst hann hafa skýrt honum frá, að nefndin ætti um tvent að velja: annað hvort að hætta við fjárbeiðnina, eða lenda i opinberum deilum. Kvaðst hann hafa ráðið honum til þess, að koma viti fyrir nefndina, til þess að eng- in sundrung eða blaðadeilur yrðu málinu til tjóns né tafar. Þessu hafði ekki verið sint, en því hins vegar lýst yfir, að haldið yrði áfram með fjárbænirnar. Loksins lýsti nefndin því yfir í blöðunum, að hún teldi ekkert athugavert við það, þótt hún bæði um styrkinn, og stjórn Þjóðræknisfélagsins lýsti því yfir síðar, að hún hefði skotið málinu undir álit stjórnarinnar á íslandi. Þá gekst Dr. Brandson fyrir þvi, að haldinn var almennur borgarafundur í Winnipeg, og var fundar- boðið undirskrifað af fimtán manns. Þetta var á- reiðanlega fjölemnnasti fundur, sem hér hefir nokkru sinni verið haldinn — nálægt 1200 manns. Málamiðlun á þeim fundi varð sú, að séra Ragn- ar E. Kvaran, forseti Þjóðræknisfélagsin’s, bað um tveggja vikna^frest fyrir hönd félagsstjórnarinnar, til þess að hugleiða málið. Þetta var veitt og því engin önnur úrslit tekin á fundinum. Eftir tvær vikur lýsti séra Ragnar E. Kvaran því yfir í blö.ðunum, að heimfararnefndin héldi bráðlega fund og hefði því stjórn Þjóðræknisfélags- ins afráðið, að skifta sér ekki af málinu að svo stöddu. III. Nefndarfundurinn. Þremur vikum eftir almenna fundinn, hélt heimfararnefndin fund á Fort Garry hótelinu. Voru þar allir nefndarmenn mættir, nema J. T. Thorson sambandsþingmaður og W. H. Paulson þingmaður í Saskatchewan. Emile Walters listamálari kom á fundinn, samkvæmt boði nefndarforseta. Bað hann um að mega segja nokkur orð, og var það leyft. — Kvaðst hann vera nýkominn úr ferð um þrjár ís- lenzkar bygðir: Norður Dakota, Wynyardbygðir og Lundarbygðir. Kvað hann allan fjölda manna í öll- um þessum bygðum eindreginn á móti því, að íslend- ingar beiddust fjárstyrks í sambandi við heimför- ina. Ein þessara bygða væri í Bandaríkjunum, ein í Saskatchewan og ein í Manitoba. Kvaðst hann skilja þetta þannig, að allur fjöldi íslendinga værl styrknum mótfallinn. Árni Eggertsson lagði til, og eg studdi, að hr. Walters væri boðið að sitja allan fundinn. Séra R. Pétursson mælti á móti því; kvað hann nefndina halda fundi sma fyrir luktum dyrum; gestum væri heimilað að bera fram erindi sitt, en að því búnu færu þeir. Walters ætlaði þvi að fara, og fanst sér auðvitað misboðið. G. B. Björnson kvaðst ekki skilja þetta: “Hér er ekkert leynilegt á ferðum”, sagði hann.. “Við skulum leggja öll spilin á borðið, og láta þau öll snúa upp í loft. Ef eg mætti ráða og gæti komið því við, þá vildi eg helzt að allir Vestur- íslendingar væru a öllum okkar nefndarfundum og heyrðu hvert einasta orð, sem þar væri sagt.” ____ Forseti fundarins bað sera Rögnvald að draga til baka mótstöðu sína gegn því, að Walters sæti fund- inn, og gerði hann það. Þá var rætt um styrkveitinguna allan daginn, frá ýmsum hliðum, og ekki komist að neinni niður- stöðu. Um kveldið var G. Qrímssyni dómara falið að finna Dr. B. J. Brandson og Hjálmar A. Berg- mann, að finna út hvaða málamiðlun þeir vildu taka. í umræðunum lýstu nefndarmenn því yfir hver á fætur öðrum, að þeir vissu að almenningsálitið væri á móti sér; en sumir þeirra sögðu að almenningsálit- ið væri skapað í dag og umskapað á morgun. Kváðu þeir ekki annað þurfa en halda fundi út um allar ís- lenzkar bygðir og bæi, og gæta þess að einhver nefnd- armaður væri á hverjum fundi og fá tillögur samþykt- ar,; með þessu móti tækist að mynda nýtt almennings- Þegar fundur hófst næsta dag, skýrði Mr. Grímsson frá því, hvernig erindi sitt hefði gengið. Kvað hann Dr. Brandson og H. A. Bergmann hafa heitið fullu fylgi sínu og öllum þeim áhrifúm, sem þefir gætu haft til þess að sam- vinna tækist með öllum Vestur- íslendingum í undirbúningi heim- fararinnar, bæði að því er fjár- söfnun snerti og annað, ef nefnd- in að eins hætti við að þiggja nokkurn stjórnarstyrk. Hins veg- ar kvað hann þá hafa heitið allri mögulegri Inótstöðu, ef styrkur- inn væri fenginn. Lýsti Grímsson því yfir, að um enga aðra leið gæti verið að ræða, en taka þess- ari samvinnu og hætta við styrk- inn. A. P. Jóhannsson var alveg á sama máli. Hann kvað þörf á einhverju fé; hér væri trygging -fengin fyrir því, þar sem þessir menn hétu liði sínu; eina skynsam- lega leiðin væri því að skila aft- ur stjórnarfénu; hitt þýddi ekk- ert annað en það, að leggja vís- vitandi út í baráttu við sjálfa sig og eyðileggja möguleikana til allra framkvæmda. Sá er þetta ritar lagði til, að hætt yrði við styrkbeiðnina og Dr. Brandson væri látinn vita, að það væri gert með því skilyrði, að hann og fylgjendur hans tákju höndum ;saman við nefndina í því að sameina alla Vestur-íslend- inga um málið, bæði í fjársöfnun og öðru. Mr. Emile Walters kvaðst skyldu byrja samskot með $100, ef styrkbeiðnin hætti. Séra Rögnvaldur Pétursson lýsti því yfir, að ef nokkur hrossa- kaupa-tillaga ]ík þessari, yrði sam- þykt, þá segði hann skilið við nefndina, og gætu íslendingar sjálfir dæmt um það, hvort það væri gróði, að menn færu úr nefndinni og einhverjir labba- kútar kæmu í staðinn. Séra R. E. Kvaran (sem situr fundi sem forseti Þjóðræknisfé- lagsins, en er ekki í nefndinni), lagði til, að forseti skipaði þriggja manna nefnd til þess að semja tillögu um málið. Skyldi í þeirri nefnd vera: Guðmundur Grímsson dómari, Jón J. Bildfell og séra Rögnv. Pétursson. — For- seti bað um að mega skipa fimm í nfendina í stað þriggja, og leyfði uppástungumaður það; var þeim því bætt við: G. B. Björnson og séra J. A. Sigurðssyni. Nefndin kvaðst verða í burtu rúman hálf- tíma — í lengsta lagi klukkutíma. Hún fór ki. 1.15 e. h. og kom ekki aftur fyr en skömmu fyrir kl. 6. Bar hún þá upp langa “tillögu” og var síðasti liður hennar á þessa leið: “Að öllu athuguðu, sér nefndin sér ekki fært, að skila því fé aftur, sem hún hefir feng- ið, né hætta við að fá það fé sem hún á völ á, nema því að eins, að íslendingar lefe'gi fram $6,000.00, eða tryggingu, sem nefndin tek- ur gilda, er komið sé í hendur nefndarinnar fyrir 1. nóvember næstkomandi.” A. P. Jóhannsson gerði fyrir- spurn þess efnis, hvort þetta ætti að skiljast þannig, að nefndin gæfi ákveðið loforð um það að skila stjórnarstyrknum, ef $6,000 fengjust. Séra Rögnvaldur og séra Jónas kváðu það vera sinn skilning, “og okkar allra.” A. P. Jóhannsson efaðist um að almenn- igur skildi það þannig og vildi breyta orðalaginu, en séra Rögn- valdur og séra Jónas neituðu því með öllu., — A. P. Jóhannsson spurði þá, hvort allir nefndar- menn vildu fallast á þá mála- miðlun, að í stað breytingartillög- unnar yrði gerð yfirlýsing sér- staklega og bókuð, til þess að hægt væri að vísa til hennar, ef al- menningur efaðist um einlægni nefndarinnar. Skyldi yfirlýsingin þess efnis, að skilningur nefndar- innar væri sá, og hún lofaði því, að hætta við stjórnarstyrkinn, ef $6,000 kæmu frá íslendingum fyrir fyrsta nóvember. Séra Jón- as fleygði skjölunum á borðið (hann var skrifari litlu nefndar- innar) og kvaðst ekkert hafa, frek- ar við málið að gera, ef nokkr- ar breytingar eða yfirlýsingar kæmu fram. Séra Rögnvaldur Pétursson neitaði því, að tillaga Jóhannssonar væri formleg. For- seti bar upp nefndarálitið; það var samþykt með öllum atkvæðum nema tveimur; við A. P. Jóhanns- son greiddum báðir atkvæði á móti því. Þá var borin upp yfir- lýsingar tillaga Jóhannssons, og hún samþykt með öllum greiddum atkvæðum nema einu; séra Rögn- valdur Pétursson greiddi atkvæði á móti henni; eg greiddi hvorki atkvæði með henni né móti. Þess skal einnig getið, að séra R. E. Kvaran, sem að sjálfsögðu hefir verið leyft að vera á fundum nefndarinnar, sem forseta Þjóð- ræknisfélagsins, bar fram tillögu, þar sem öllum störfum nefndar- innar var skift upp á milli þriggja smánefnda; ein nefndin átti að sjá um auglýsingar út á við; ein átti að annast auglýsingar inn á við, og ein átti að sjá um alla samninga við járnbrautar- og gufuskipafélög. í þessar nefndir var einkennilega valið, og stakk séra Kvaran sjálfur 1 tillögunni upp á öllum mörinunum í allar nefndirnar. Sömu mennirnir til- nefndir í þær allar, en sumir nefndarmannanna í enga. Eg iagði til, að séra Kvaran væri bætt í heimfararnefndina, til þess að hann gæti formlega gert til- lögur; sú tillaga var ekki studd, en allar tilögur hans voru teknar til greina og samþyktar. Að endingu verð eg að minnast á eitt atriði. Séra R. Pétursson skýrði nefndarmönnum frá því, að hann hefði bréf frá Vilhjálmi Stefánssyni (las það þó hvorki né sýndi) og sagði, að allar skoð- anir hans, hugsjónir og tillögur væru í svo nákvæmu samræmi við skoðanir nefndarinnar, að engu væri líkara en að hann hefði tek- ið sínar hugmyndir út úr huga nefndarinnpr, þótt hann hefði verið í New York en nefndin í Winnipeg. Fanst honum þetta næg sönnun þess, að vegir nefnd- arinnar væru vegir ráðs og vizku. Þetta lét vel í eýrum allra þ á, því enginn vissi annað en það væri sannleikur; pú eru sannar fréttir fengnar fyrir því, að bæði Vilhjálmur Stefánsson og Hall- dór Hermannsson hafa gagnólíkar skoðanir þeim, sem nefndin hefir, og þetta vissi séra Rögnvaldur, þegar hann skýrði nefndinni frá hinu. í þessari grein er, mér vitanlega, hvergi hallað réttu máli, og eftir að fólk hefir lesið hana, og hugs- að um hana, vona eg að því skilj- ist það, að þeir, sem “hugsa upp- hátt’ og ekki sjá þörf myrkurs, eigi ekki heima í nefndinni. Sig. Júl. Jóhannesson. Canada framtíðarlandið. Allar hugleiðingar í sambandi við Vesturlandið verða að vera gerðar með tilliti til þess hversu afar ung að þjóðin er og þroskasaga hennar þar af leiðand stutt. Það eru til dæmis ekki nema liðug fimtíu ár síðan að Canada Kyrrahafs járn- Ibrautarfélagið, seldi fyrstu spild- una til álbúar í Sléttufylkjunum. Þegar þér veitið því jafnframt eftirtekt, að fyrsta hveitihlassið var sent frá höfuðborg Manitoba-fylkis, fyrir að eins 50 árum, þá getur ekki hjá því farið, að hinar stór- kosrtlegu framfarir, sem orðið hafa á sviði akuryrkjumálanna, hljóti að vekja hjá yður bæði undrun og aðdáun. Sléttuflæmin vestrænu, er á þeim tíma voru að eins auðnin tóm, framleiða nú tiltölulega meira korn, en nokkurt annað lancisvæði í heimi. Um griparækt var þá tæp- ast að ræða, er nokkru nam. En nú eru til'samans þar um 6,988,317 stórgripir, þar af 881,898 mjólkur- kýr og mjólkur og smjörframleiðsl- an gengur næst kornræktinni að umsetningu og orði. Canada er nú annað mesta hveiti- ræktarland í heimi, og framleiðir 329,185,3œ mæla; eru 90 af hundr- aði þeirrar mælatölu ræktað í Sléttufylkjunum og fullur helm- ingur í Manitoba og Saskatchewan. Hafrarækt landsins nemur árlega 530,710,000. Alls nemur byggrækt- in 63,311,000 mæla. Fyrir fjörutíu árum mátti svo að oröi kveða að allar hinar víðáttu- miklu sléttur Vesturlandsins væru óræktaðar. Búnaðaráhöld voru í þá daga fá og ófullkomin og fáir eða engif menn við hendina, er hagnýtar leiðbeiningar gátu veitt. Tilraunabú stjórnarinnar er risið hafa upp á hinum síðari árum, hafa orðið 'bændum og búalýð til ómet- anlegra hagsmuna. Örðugleikarnir er urðu á leið nýbyggjans voru miklir og margvíslegir, eins og gef- ur aS skilja, en landnemunum var heldur ekki fisjað saman og það reið baggamuninn. Frumbyggjar landsins, hvert helzt sem þeir áttu rót sina að rekja, létu örðugleikana sér ekki fyrir brjósti brenna, held- ur lögðu höndina á plóginn, með ó- bilandi sigurvissu i huga. Nú blasa við augum, svo að segja í hvaða átt sem litið er gróðurþrungnir akrar, og járnbrautir hafa tengt fylki við fylki og strönd við strönd. Uppskera í Cánada er ljósasti votturinn um gróSurmagn jarð- vegsins. Á mörgum svæðum hefir verið sáð í sama blettinn samfleytt í þvínær fimtíu ár, án þess að uppskera hafi brugðist. Þó á þetta ekki við í öllum tilfellum. Stund- um skaða næturfrost uppskeru t

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.