Lögberg


Lögberg - 31.05.1928, Qupperneq 5

Lögberg - 31.05.1928, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINK 31. MAÍ 1928. Bla. &. 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- liendar rétta meðalið við balc- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um ljrfsölum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beinl frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, ef borgun fylgir. Vesturlandsins nokkuð, svo og hagl, en sjaldan þó nema á tiltölu- lega litlum spildum. Sauðfjárrækt i Sléttufylkjunum miðar drjúgum áfram, þó enn standi hún hlutfallslega langt að baki akuryrkjunni og griparæktinni. Sú framleiðslugrein hlýtur að eiga mikla framtíð fyrir höndum, hér sem annarstaðar. Skilyrðin eru hin ákjósanlegustu, heyfengur næg- ur og beitilönd mikil og góð. í Vesturlandinu er nú orðið talsvert um karakul fé og þrífst það hér vel, enda er loftslagið að ýmsu leyti svipað og í Bokhara, þar sem það er upprunnið. Má þvi fullyrða að á þessu svæði verði hér um að ræða all-arðvænlega fram- leiðslugrein. Talsvert er hér af öðrum sauðfjártegundum, sem gefa af sér góðan arð. Á það hefir verið drepið í fyrri greinum hve framúrskarandi vel Vesturlandið er fallið til blandaðs landbúnaðar—mixed farming. Þar er líka í raun og sannleika um far- sælustu búnaðar aðferðir að ræða. Uppskera getur -brugðist með köfl- um, en þá er bóndinn aldrei í hættu staddur ef hann hefir trygga gripa- rækt jöfnum höndum.— Þess hefir verið getið, að inn- flutningur frá Norðurlöndum hafi verið margfalt meiri í ár, en á nokkru öðru tiinabili siðan 1914, að ófriðurinn mikli hófst, en þá tók að mestu fyrir innflutninga. Nú hafa þúsundir þaðan streymt inn i landið frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Núna í fyrri viku komu til Winnipegborgar tveir danskir menn fulltrúar dönsku stjórnarinn- ar, er annar þeirra þektur blaðamað- ur. Þeir ætla að ferðast um Vest- urlandið og kynna sér þar búnaðar ástandið og skilyrðin fyrir því að allmargir Danir flytji hingað og taki sér bólfestu. Mjög vel segja þeir að þeim lítist á landið, eða það, sem þeir hafi séð af því. Skreið. Eftir Odd Oddson í Eimreiðinni. /—Framh. , Það er alleinkennilegt, hve lengi helzt við að nefna það að fara suður eða suðurleið veginn aust- an af öllu Suðurlandi, alt frá Lónsheiði til héraðanna milli Reykjaness og Kollafjarðar. Þetta er þó býsna villandi fyrir þá, sem ekki þekkja til stáðhátta, því að vísu liggur leið þessi í vestur og sumstaðar frá nær norðri en ;uðri. Þó kemst villa þessi á hæsta stig í Selvoginum, því þar er enn kaMað að fara suður til Reyktóvíkur, sem þó er beint í hánorour að fara. # Þegar komið var út yfir Þjórsá, skiftust leiðir suður. Var þá annað hvort farið innra, yfir Hell- isheiði til Innnesja, eða syðra, vestur með sjó til Suðurnesja. Þótti oft huntugra að fara suður syðra, því sú leið var styttri en austur innra, því flestir þurftu að koma í verzlanir í Hafnarfirði eða Reykjavík á austurleið. Þegar farið var syðra, lá leiðin fyrst um Partana. Einhversstaðar á þeim bæjum mátti fá góða hresisngu, eftir volkið við ferjuna yfir Þjórsá, — auðvitað fyrir mikið góð orð og enn betri ‘betaling’. — Venjulega var svo legið á Klöpp- inni hjá Loftstöðum, því ilt þótti — ef annars var kostur — að láta hesta synda sama daginnn yfir báðar stórárnar Þjórsá og ölfusá, en á milli ánna er að eins 6 stunda lestagangur. Næst dag var svo farið um hinn nafnkunna verzlunarstað Ejrrar- bakka. En af því eigi var þá komin venjuleg kauptíð, sást þar nú ekki hinn mikli manngrúi og tjaldafjöldi, er þar var í kauptíð- inni á hverju ári. Nú var ekki ann- að að sjá én hið mikla verzlunar- hús, nokkur kot og — ef þurkur var — stórar sölvabreiður fyrir ofan fjörumálið. Þaðan var hald- ið að ferjustaðnum í Óseyri yfir Ölfusá. ^ jÞar var nijög fjölfar- inn ferjustaður, — ferjutollar svo miklir, að sagt var að jafngilt hefðu sýslutekjum Árnessýslu. En vandi mikill þótti að stjórna þar ferjum. Var það ekki heigl- um hent, og haft var það eftir bændunum í óseyrarnesi, sejn þá voru mestu sjósóknarformenn í Þorlákshöfn á vetrum, að miklu væri það vandameira og erfiðara verk, að vera formaður á ölfusá Nýstárleg skemtnn. Oft hefir fólk á þessum stöðv- um átt kost á að njóta hljómlist- ar á háu stigi. Og ekki verður annað sagt, en að fólk noti þau tækifæri vel. Er það gleðilegt, því hljómlistin er dýrmætur þátt- ur menningarinnar. Einhver fágætast tegund hljóm- listarinnar, er klukknahljómlist- in. Er þá samhringt fjölda klukkna úr skýrum málmum og á þá leið leikin hin miklu lög snill- inganna margrödduð. í þeirri list skara Skandinavar fram úr öllum. í Svíþjóð á heima sveit manna, sem svo hefir æft þessa list, að hún hefir orðið fræg af henni um alla Evrópu. Nú er þessi fimm. manna sveit að ferðast um Ame- ríku, og er ekki ofsagt, að hún hefir vakið aðdáun, hvar sem hún hefir komið. Sveit þessi, “The Scandinavian Bell Ringers”, kemur til Winni- peg, föstudaginn 8. júní. Stóðu henni leikhús bæjarins til boða, en hingað til hafa þeir félagar ekki fengist til að sýna list sína í leik- húsum, svo margt sem þar er sýnt af því, sem léttvægt er og hégóm- legt. Hafa þeir oftast látið til sín heyra í kirkjum eða söngsölum. Eftir viðtal við málsmetandi menn norrænu þjóðflokkanna hér í borginni, leituðu þeir til Fyrstu lútersku kirkju og hefir samist svo, að þessi fágæta skemtun fer fram j þeirri kirkju, föstudags- kvöldið 8. júní. Lítill vafi er á, að kirkjan verður troðfull, svo íslendingar, sem njóta vilja þess- arar nýstárlegu og yndislegu skemtunar, gera vel í því, að trygKja sér aðgöngumiða sem fyrst. Ekki er það víst, að menn fái í annað sinn á æfinni tækifæri til að njóta svo fágætrar listar og ógleymanlegrar skemtunar, að dómi þeirra, sem til þekkja. E;ríks sáluga í Vogsósum eru sjálfsagt að flétta reipin úr sandinum enn þann dag í dag. En fyrir vestan sandinn eru sléttar klappir, merkilegar fyrir það, að í þær hafa myndast götur hverjar við aðra, líkt og á valllendis- 1 grundum og eru svo djúpar, að sumstaðar nemur fullvöxnum manni í kálfa. Þarna hefir eitil- hörð klöppin slitnað svona undan margra alda hrossaganginum ís- lenzka, líkt og táin á Santki Pét- urs kirkjunni undan margra alda kossaganginum rómverska. Vegurinn liggur fram hjá Her- dísarvík til Krísuvíkur. Á þeirri leið er ‘sýslusteinn’, sérstakur stór klettur. Þar eru sýsluskil Árness- 0g Gullbringusýslna. — Skamt þaðan eru tvær vörður, er heita Krís og Herdís. Eru það þær einu beinakerlingar á suður- leiðum. Voru skjallhvítar bein- pípur hér og hvar á milli stein- anna, og oftast í einhverri þeirra vísa, kveðin undir nafni kerling- arinnar um einhvern, er ætla mátti að færi um síðar. Ekki voru vísur þessar ' skrautritaðar, en þó allvel skiljanlegar. Flest- ar voru þær yfirgripsmeiri, nafn- orð hispurslausari og lýsingar all- ar miklu stórfeldari heldur en ætla má- að nútíðar snoðkliptar “frökenar” þyldu að heyra — jafn- vel þó sætkendar væru. — En gömlu mennirnir þoldu að heyra vísur þessar, þótti gaman að fá þæ>, og jafnvel því meira sem þær voru mergjaðri. Aldrei varð ilt út af þeim, enda aldrei stílað- ar nema til kunningja. Hvernig sem staðið hefir á því, að þessi ó- fagri siður hófst, þá er það víst, að hann var notaður einungis til uppfyllingar og dægrastjrttingar á ferðalögum. í Krísuvík var síðasti áfanga- staðurinn áður lagt væri,á Suður- nes. Þar er fagurt og frjósamt, en oft vætusamt. Þdr var siður að liggja vel, að minsta kosti einn sólarhring, hvernig sem viðraði, því sæmilega bithaga var ekki hægt að fá frá Krísuvík um alt Suðurnes, alt til Hraunsholtsmýr- ar fyrir ofan Hafnarfjörð, og ekk- ert rennandi vatn er á allri þeirri leið nema Hafnarfjarðarlækur. Frá Krísuvík var svo haldið út yfir Krísuvíkurhálsa. Var það vondur vegur, apalhraun og bratt- ir móbergshálsar á milli. Ein af hraunkvíslum þessum heitir Ög- mundarhraun, og er það kent við í Óseyri, en í Þorlákshöfn. Áin einhvern Ögmund, sem á að hafa er á ferjustaðnum beint yfir um í meðalflæði 400 metrar, og svo djúp, að hestar synda þar oftast landa á milli, en ferja þar oft af- artorveld og varhugaverð af stór- kviku, straumi og vindi. Þó áttu ferjumenn næstum erfiðast með að sporna við ofhleðslu af völdum frekra, þekkingarlausra en kapp- samra ferðamanna, oft í blindös við ferjuna. — (Brúin yfir ölfus- á hefir nú gert ferjuna í óseyri meir en tekjulausa, en stórbýlið óseyrarnes er verra en í eyði af völdum heimskra manna.) - Frá óseyri lá leiðin eftir Hafn- arskeiði og þaðan annað hvort um Hraun- og Hlíðarbæi, — þar var áfangastaðurinn Rifjabrekka — yfir Selvogsheiði til Vogsósa, eða þangað beint af Hafnarskeiði um Landamót fytir norðan heiðina. Fyrir vestan' Vogsósa er Víði- sandur, þar sém púkarnir hans rutt vegnefnuna gegnum hraunið, en tók svo nærri sér verkið, að hann lézt að því loknu, og er leiði hans sýnt austast í hrauninu. Um veginn í ögmundarhrauni, eins og hann var þá og fyr, er til þessi gamla vísa: Eru í hrauni ögmundar ótal margir þröskuldar; gjótur bæði og grjótgarðar, glamra þar við skeifurnar. önnur hraunkvísl þar heitir Leggjabrjótur, og er það rétt- nefni. Þar sunnan við veginn niður við sjóinn er hin forna fiski- sæla verstöð Selatang^r. sem nú er fyrir löngu aflögð. Vestan til á hálsinum er allmerkilegur klett- ur. Er það sérstakur hraunstand- ur rétt við veginn. Utan í honum eru þrjár hraunblöðrur, opnar of- an til, oftast fúllar af regnvatni og þannig settar, að hæð hinnar efstu svarar til þess, að vaxinn maður geti drukkið úr henni standandi, en hestur úr þeirri í miðið og hundur úr hinni neðstu. Er víst um það, að þarna hefir margur fengið þráðan svala- drykk, enda heitir kletturinn Drykkjarsteinn. Skamt frá Drykkjarsteini skift- ust vegirnir suður á Suðurnes, Vogana og Vatnsleysuströndina. í þau héruð var helzt sótt til skreiðarkaupanna, því þar bjuggu stórbændur og útgerðarmenn miklir, er áttu mikið af skreið, er þeir létu til sveitamanna í vöru- sk’ftum. Meðal hinna helztu þess- ara manna voru þeir: Einar Jóns- son í Garðhúsum í Grindavík og Sæmundur á Járngerðarstöðum, bróðir hans; í Höfnum Sigurður Benediktsson í Merkinesi og Ket- ill Ketilsson í Kotvogi; á Miðnes- inu Hákon Eyjólfsson í Stafnesi og Sveinbjörn í Sandgerði; í Garðinum Gerðabændur, Magnús í Miðhúsum og Einar í Vörum; í Njarðvíkum Björn í Þórukoti, Ár- sæll Jónsson í Höskuldarkoti og Pétur í Hákoti; á Ströndinni þeir Guðmundarnir á Auðnum og í Landakoti og Lárus læknir Páls- son á Sjónarhóli. Eg get ekki stilt mig um að geta þess, að flestir voru þessir merk- ismenn gerfilegir að vallarsýn, allir 'sérlega frjálsmannlegir og sumir af þeim beinlínis höfðingj- ar bæði að sjón og reynd, en stór- feldastir um allan höfðingsskap munu þó hafa verið þeir Einar í Garðhúsum, Ketill í Kotvogi Og Lárus Pálsson á Sjónarhóli. BÖRN FERMD í Fyrstu lút. kirkju á hvítasunnu- dag, af séra B. B. Jónssyni, D.D. Stúlkur— Anna Dorothy Melsted. Augustine Jóhanna Hörgdal. DO|Tothy Grace ÍFrederidkson. Fjóla Margaret Johnson. Lena Elizabeth Johnson. Lillian Johnson. Lillian Maude Thorgeirsoíf. Margaret Hólmíríður Bjerring. Margaret Olafia Fowler. Maria Sigurbjörg Jónsson. Olavia Guðrún Breckman. Rose Christine Davidson. Anna Jóhannesson. Aurora Johnson. Guðbjörg Thórunn íSigríður Thompson. Karolina Kjartansson. Lillian Valentine Blöndal. Margaret Guðbjörg Christie. Ólína Sigrún Paulson. Rebekka Ingibjörg Lily ólavía Johnson. Sólrún Ragnhildur Johnson. Drengir— Albyn Harvey Cooney. Elmer David Axjford. Frank Thorolfson., Frederick George Hunter. Frederick Staniford Riggall Gordon Leonard Stephenson. Herbert Gmmlaugur Henrickson Ingimar Björnsson. Jdhn Laverne Peterson. Richard Leon Vopni. Wilhelm Kristinn Halldorson. Magnús Thorsteinn Thorsteinson. MAY MILLINERY Sala á Föstudaginn og Laugardaginn Stofnsett 1904. /v/>/'/s/^ ^ Lítið á það, sem vér höfum að sína í gluggunum: RIBBON HATS FALLEGIR STRÁHATTAR SILKI- OG STRAHATTAR MOHAIR HATTAR CROCHET VISCA HATTAR FLÓKA- og STRAHATTAR Flestir ljósleitir og hvítir, sum- ir dekkri. Allir nýir og eins og kvenfólkið vill hafa þá. Afar- mikið og gott úrval. $1.95 til $5.00 98c Einnig sérstakt boið þar sem bver hattur er seldur fyrir...................AÐEINS Hattar fyrir eldri konur og þær sem eru höfuðstórar. Búðin opin á laugardagskveldum til kl. 10. hver ^tatttoooö LIMITED 392 Portage Avenue.— Boyd Building) /s/s/S/S/S/S/S/s/S/s/S/S/S^s/S/s/S/s/S/s/S/V>/>/V^; Eg ætla að minnast hér með nokkrum orðum á mann, sem að nú situr við stjórnina hjá W. E. félaginu, forseta þess, A. W. Mc- Limont. Þegar að hann fjTÍr rúm- um 10 árum tók við ráðsmensku þess félags, þá var nærri höggið, að félagið væri gjaldþrota. Á þessu tímabili hefir hann með sín- um dæmafáa dugnaði, frábæru vitsmunum og lífstíðarreynslu og þekkingu, komið félaginu á fastan fót. Eg get af eigin reynslu sagt um þann mann, að eg hefi aldrei þekt nokkurn mann hreinni í við- skiftum, en hann er, og það væri vel farið, ef við ættum fleiri hans líka hér á meðal vor. Hver hugs- andi maður ætti að sjá, að það þarf meira en að byggja þessa geysimiklu aflstöð, sem að kost- ar, ef maður mætti svo að orði kveða, ógrynni fjár. Það er nefni- lega litli hluturinn sá, að það þarf að fá kaupendur að þeirri geysi- miklu rafmagns framleiðslu, þeg- ar aflstöðin er farin að vinna, og Mr. McLimont er allra manna fær- astur til þess af þeim mönnum, sem að vér höfum hér kost á. Hann mun óefað álíta þann máls- hátt réttan: “Geym eigi til morg- uns það sem þú getur gjört í dag.” Eg ætla ekki að fara lengra út í þetta mál að þessu sinni, en er viljugur að svara sanngjörnum greinum þessu máli viðvíkjandi. Nafnlausum greinum svara eg ekki. River Park, Winnipeg, 27. maí 1928. N. Ottenson. SILFURBRÚÐKAUP. Að kveldi þess 2. maí kom margt fólk saman að heimili Mr. og Mrs. Sigurðar Ingimundsson- ar, 467 Lipton str., Winnipeg. Gestirnir voru bæði frá Winnipeg og Selkirk. Tilefni þessarar heimsóknar var það, að þau Mr. og Mrs. Ingimundsson voru búin að vera gift í 25 ár. Þau giftust í Selkirk og áttu þar heima eftir það, þar til fyrir þremur árum, að þau fluttu til Winnipeg . Þau hjón eiga fjölda af vinum, bæði í Win- nipeg og Selkirk. Þau eru heiðurs hjón, og eignast vini hvar sem þau eru. Séra Jónas A. Sigurðsson stýrði sams'ætinu. Þar voru fluttar margar ræður og mikið sungið, og að öllu leyti var þetta mót hið á- nægjulegasta. Þessir töluðu, sem eg man eftir: Séra Rúnólfur Mar- teinsson, séra B. B. Jónsson, Þór- björn Þorláksson, Hálfdán Þor- láksson. Einsöngva sungu: Miss D. Benson, Mrs. J. Ólafsson og H. Þorláksson. — Svo var þeim hjón- um, Mr. og Mrs. Ingimundsson, flutt ávarp frá vinum þeirra í Selkirk og um leið var þeim af- hent minningargjöf (tray of silv- er) frá vinum þeirra, bæði í W.- peg og Selkirk. Séra Jónas A. Sigurðsson flutti kvæði. — Svo tóku konurnar við stjórninni, og þáð var ágætis stjórn; þær báru fram miklar og góðar veitingar, svo allir lifðu þarna í allsnægtum bæði til sálar og líkama. Að end- ingu voru sungnir enskir og ís lenzkir þjóðsöngvar, og eftir það kvöddust menn og héldu heim á- nægðir yfir skemtilegri kvöld- stund. Sigurður og Jónína Ingimundsson. Samkvæmis-erindi 2. maí "28. Nú kyssir himinn haf og jörð Og hljóðnar vetrar gnýr. En lífið, vorsins laugað skúr, Að ljósi’ og degi snýr. — Og kærleikurinn eldist ei Þótt árin líði hér, Því stundaglasi heldur hátt ÍJÍpSSSSZSESESESESESESESESESESESESESESESESESaSESESESESESESESESHSHSESESES Góð Þvottavél fyrir LÍTIÐ VERÐ Þægileg í meðförum, þvær belur, endist lengur. Aluminum Washing Agitator. Vinnur mjög vel og þægi- lega. Mjög hægt að stöðva vélina. Ágæt vél fyrir hvert heim- ili.' Þvær óhrein föt svo þau verða tárhrein. Þeir sem ekki hafa raforku, geta fengið gasoline motor með vélinni frá oss. Skrifið eftir upplýsingum og verðlista til WINNIPEG, MANITOBA. ÍH5HSHSHSHSHSH5HSHSHSHSHSH5HSHSHSHSHSH5HSHSHSH5H5HSHSESHSHSH5HSHSHSHSHS SN ' Hálfsögð saga. “Sjaldan er nema hálf-sögð sag- an, þá einn segir frá,” segir gam- alt máltæki.. Sannarlega á það heima við greinar þær, er birtar hafa verið í Heimskringlu nú und- anfarið viðvíkjandi Sjö-systra- fossunum. Ekki vildi eg drótta ó- þokkaskap að ritstjóra þess blaðs, en hins vegar finst mér, að úr því að hann fór að ljá rúm og rita í blaði sínu um þessi má^l, að hann h fði átt að skýra málið upp á annan hátt, en hann enn þá hefir gert. Honum hefir láðst að skýra frá þeim kjðrum, sem að Winnipeg Electric félagið býður fylkinu og Winnipeg borg, sem eru þetta: Wp. E. C. býður að láta fylkið og borgina hafa það sem að þeir þurfa af raforku fyrir minna, heldur en þeir sjálfir geta fram- leitt það (nefnil. fylkið og borg- in), svo að munar $2 á hvert hest- afl. Félagið biður um 30 ára starfrækslu tímalengd, en það býð- ur líka bæði borginni Winnipeg og Manitobafylki, að hvenær á þessu tílnabili, sem að borgin eða fylk- ið sjái sig fær um að kaupa afl- stöðvarnar, þá sé félagið reið^- búið til að selja. TYNDALL i STEINN OG : GREY LIME I ^ ■ Manitoba framleiðsla Þýöir bœði feguið og enclingu bygginganna Í GILLIS QUARRIES Ltd. ■ Spruce og Ricbard St. Talsími28 895 Sú hönd, sem enginn sér. Að telja saman auð og ár Er engum sælu hnoss: En lifa, fórna í ljósi og von, Það lyftir, göfgar oss. — Að stækka summu sannleikans Og sumarauka’ í bygð, Að kynda langeld kærleikans, Er kristnum aðal dygð. Á blíðum degi vona og vors Þið vígðust helgri ást. 1 íjórðung aldar, farinn veg, Su fylgdin aldrei brást. — Jýtt fjölgi slys og félags mein, Þið feðra rækið sið. í kyrð og hógværð heimalífs, Við helgan trúarfrið. Að signa barnið, sætta menn, Og sorgar berra tár; Að kynda langeld kærleikans Þið kusuð bessi ár. — —Á meðan þjónslund þykir dygð, Og þekkur vorsins blær: Við minninganna mæra skin Þið munuð okkur kær. Jónas A. Sigurðsson. Mr. og Mrs. Sigurður Ingimund- arson. 2. maí 1928. Hattvirtu silfurbrúðhjón! Við, sem hér erum stödd og heima eigum í Selkirk. höfum vfir mörgu að gleðjast á þessu kvöldi. Það gleður okkur, að mega hafa þa ánægju að hafa tækifæri til að óska ykkur til hamingju og bless- unar á þessu tuttugasta og fimta giftingarafmæli ýkkar. Það gleð- ur okkur að vera_ nú einu sinni en.n stödd á heimili ykkar, eins og við höfum svo oft verið áður; og ekki sízt gleður það okkur að vita það, að við eigum vkkur fyrir sömu tryp'gu vinina og áður. Við minnumst svo margrar á- nægjustundar. sem við ntum með ykkur, þesrar þið áttuð heima á meðal okkar; við minnumst þess, hvað alt var glatt og biart í kring- um ykkur. og ekki sízt minnumst við dugnaðar vkkar og áhuga í fé- lagsskap vorum. Hverju góðu máli voruð hið reiðubúin að lió fylgi ykkar, og fylgi vkkar vai; svo eindregið og óskift, að hvert það málefni, sem þið tókuð að ykkur. átti hér um bil vísan sigur fyrir fram. Fyrir þetta og margt annað hökkum við vkkur. um leið og við óskum ykkur til hamingju og heilla á þessu giftingarafmæli vkkar, og biðium guð að breiða blessun sína vfir ykkur alla ykkar, ófarna æfileið. Nokkrir vinir ykkar í Selkirk. “White Seal” lang bezti bjórinn jIKíK ’KiiKi KK K K K: K’K’KiKuK ^ Þér þurfið á RAFORKU að halda í nýja heimilinu áður en þér flytjið í nýja húsið. Talsímið 848 715 svo vér getum verið tilbúnir Winnipeg Electric Company “Your Guaranteeof Good Service.” KIEWEL Tals. 81 178 og 81 179

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.