Lögberg - 31.05.1928, Page 6

Lögberg - 31.05.1928, Page 6
BIs. ft. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. .MAÍ 1928. Ljónið og Músin. Eftir Charles Klein. (Saga sú, sem hér birtist í íslenzkri þýSingu, bom fyrst út árið 1906 í New York). “Foreldrar ættu ekki að ráða fyrir börnum sínum í þeim efnum,” sagði Shirley með á- herzlu. “Hvað hefir meiri þýðingu fvrir alt lífið, en að velja sér æfifélaga, og hver ætti svo sem að geta gert það aðrir en hlutaðeigendur sjálfir ? Sjálfsagt er það skylda föðursins, að gefa syni sínum góð ráð og láta hann njóta sinnar miklu lífsreynslu. En að krefjast þess, að hann giftist stúlku af þeim ástæðum einum, að honum virðist það liagkvæmt, þaÖ gengur glæpi næst. Það er annað, sem ber á að líta, ef hjónabandið á að verða ánægjulegt. Fyrst og fremst verður maðurinn að finna eitthvað það hjá konunni, sem honum finst eftirsóknarvert. Maður og kona, sem eiga að búa saman eins og hjón, þurfa að eiga eitthvað sameiginlegt í skapferli og hugsjóunm. Það er ekki hægt að iblanda saman vatni og olíu. Það er þetta ó- eðlilega hjónaband, sem gefur lögmönnunum og dómstólunum svo mikið að gera. Pening- ar eingöngu nægja ekki til þess að gera hjóna- bandið ánægjulegt.” “Nei, það gera þeir ekki,” sagði Mrs. Ryder. “Það veit enginn betur en eg.” Frúnni féll Shirley þegar í stað, framúr- skarandi vel í geð, og hún talaði við hana um hitt og þetta, eins og hún væri gömul vinstúlka hennar. Henni fanst hún aldrei hafa heyrt unga stúlku tala. eins skvnsamlega, eða hafa eins heilbrigðar skoðnir. Því lengur, sem liún talaði við hana, því minna furðaði hana á því, að hún væri höftindur sögunnar “The Ame- rican Octous”, sem var á hvers manns vörum. Hún hélt, að Shirley vildi kannske heldur vera einsömul, svo hún stóð upp til að fara, en áður en hún fór bað hún haria að gera sig heima- komna þar í húsinu og ekki að hKfast við að hringja og biðja um hvað sem hún vildi og gæti verið henni til þæginda eða ánægju. Hún sagði ^ að stúlka hirti um herbergin hennar og að hún gæti látið hana gera fyrir sig það, sem hún þyrfti. Hún gæti gert hvort sem hún vildi held- ur, borðað með fjölskvldunni, eða borðað ein- sömul í sínum eigin herbergjum, og kaus hún það heldur, því hún kærði sig ekki um að sjá Ryder oftar en þörf var á. Þegar Shirley var nú orðin ein, tók hún til starfa við sitt nýja verk. Rvder hafði látið færa henni öll skjölin, sem hann sýndi henni i skrifstofu isnni og þar var að finna efnið í æfi- . sögu hans, sem hún nú átti að rita. Hún raðaði þessum skjölum og bréfum eftir aldri og skrif- aði f jölda af dagsetningum og ártölum og bvrj- aði á því að hugsa sér þráðinn í þessari merki- legu bók. Hún fór að hugsa um, hvað hún ætti að kalla bókina, þegar hún yrði búin með hana. Hún brosti að nafninu, sem henni fyrst datt í hug, en það var “Glæpasaga”; en ekki hélt hún að það mundi koma sér vel, og máske væri það nafnið 'bezt, sem auðveldast væri og mest blátt áfram: “Saga Empire Trading félagsins”. Allir mundu skilja, að sú bók væri aðallega um hinn merkilega og alþekta mann, John Burkett Ryder og athafnir hans, frá því hann var ungur maður og alt til þessa dags. Hún sat við þessa vinnu alt kveldið og bvrjaði snemma næsta morgun. Hún hélt áfram alt til hádegis og enginn ónáðaði hana, nema hvað Mrs. Ryder leit einu sinni rétt sem snöggvast inn til henn- ar og bauð henni góðan daginn. Eftir hádegið fanst henni að hún þyrfti að fara út. Veðrið væri alt of fagurt til að sitja inni. Hvað sem öðru liðöl, þá ætlaði hún ekki að eyðileggja heilsu sína af of miklum inniset- um. Hún lét því á sig hattinn og fór út til að hreyfa sig dálítið. Henni þótti gott að koma út undir bert loft. Loftið var hreint og veðrið ljómandi gott, og hún gekk með meira fjöri beldur en nokkurn tíma áður síðan hún kom he!m frá Evróu. Hún gekk ofan Fifth Avenue Jjangað til hún kom að listigarðinum, sem þar var ekki all-langt frá. Það var mjög fátt fólk þar um þetta leyti dagsins. En þarna var ynd- islegt að vera og ilminn af nýsleginni töðúnni lagði að vitum hennar. Hún settist þar á bekk, sem skugga bar á af trjáliminu og hvíldi sig. Hún var að hugsa um það, hvað Jefferson mundi hugsa um þetta ráðlag sitt, að flytja sig í hús föður hans og látast vera alt önnur en hún væri. Henni fanst, að hún þyrfti endilega að sjá hann og það sem allra fyrst, því undir honum var það komið, hvort hún mátti gera sér nokkrar vonir um að ná í þessi margnefndu bréf eða ekki. Hún sá að vísu ekkert á móti því fyriir hann, að ná þessum bréfum fyrir sig. Þau tilheyrðu föður hennar og þeim var rang- lega haldið með þeim tilgangi að vinna honum ,JOn' .hun ekkl lagalegan rétt, þá hafði hun þo að mmsta kosti siðferðislegan rétt til að taka þau með hvaða móti sem hún gæti náð , hu*ann svo fast bundinn við þetfta, að hun veitti því ekki eftirtekt, að fallee- urkeypsl^ fó um veginn> gem yar gkamt íra henm, fyr en hann stöðvaðist alt í einu og hennar °n ^ Ut UF honum kom beint til “Komdu blessuð og sæl, Shirley,” sagði hann glaðlega. “Mér gat sízt dottið í hug, að fmna þig her. Eg hélt að þú værir heima hjá okkur, að semja emhverja bók fvrir húsbónd- ann- ’ Hann horfði á hana alvarlega og bætti svo við: “Komdu upp í vaginn til mín. Eg þarf að tala \uð þig.” Shirley hikaði. Nei, hún mátti ekki vera að því. En samt, var þetta ekki einmitt ágætt tækifæri til að skýra fyrir Jefferson, hvernig á því stóð, að hann rakst á liana í húsi foreldra hans og jafnframt að biðja hann að hjálpa sér til að ná bréfunum? Jefferson ámálgaði það aftur að' hún kæmi með sér, og þó hún hvorki játaði því né neitaði, þá vildi það svo til, að innan lítillar stundar sat hún hjá honum í vagninum. Þau kevrðu hratt og Shirley þótti einstaklega þægilegt að njóta svalans af loft- straumnum, sem um hana lék þegar vagninn þaut áfram. “Segðu mér nú,” sagði bann, hvemig á þessu stendur. Mér brá svo mikið við að sjá þig þarna í skrifstofu föður piíns, að eg var nærri búinn að koma öllu up. Hvernig í ósköp- unum stóð á því, að þú fórst að heimsækja föður minn?” Shirley sagði honum nákvæmlega alla sög- una. Hún sagði honum að Ryder hefði skrifað sér og beðið sig að finna sig, og hvernig það hefði alt gengið til, og að hún hefði gripið þetta hálmstrá í þeirri von, að hún gæti kannske hjálpað föður sínum. Hún sagði honum frá bréfunum og hve ómissandi þau væm sem varn- argögn í máli föður síns og einnig að hún hefði séð þau og vissi hvar þau væru geymd. Hún sagði að sér hefði skiList, að_ Ryder geðjaðist vel að sér, og hann hefði boðið sér að vera þai í húsinu meðan hún væri að skrifa æfisögu hans og hún hefði tekið því boði og hún hefði tekið að sér að skrifa söguna. Ekki sérstaklega vegna ]>ess, að liún fengi góða borgun, heldur aðallega vegna hins, að með þessu móti hefði hún kann- ske tækifæri til að ná í bréfin. __ “Svo þetta er leyndarmálið, sem þu mmtist á, að ná í þessi tvö bréf?” sagði .Tefferson. ^ “ .Já, þetta er það, sem eg er að hugsa um, sagði hún. “Það var leyndarmál. Eg gat ekki sagt þér það. Eg gat engum sagt það._ Engi.nn veit þetta noma Stott einn. Hann veit, að eg hefi séð bréfin og hann vonast eftir þeim a hverri stundu frá mér. Og nú þarf eg á þinni hjálp að halda, Jefferson.” Eina svarið, sem hann gaf, var að taka fast- ar um hönd liennar, sem hún rétti honum. Hún vissi, að hún þurfti ekki að skýra þetta frekar, hann mundi skilja þetta fullkomlega. “Hvar era bréfin?” spurði hann. “Þau eru í skúffu í skrifborði föður þíns, hægra megin,” svaraði hún. Hann þagði ofurlitla stund og svaraði sðan: “Eg skal ná þeim.” Þau voru komin út úr aðalborginni, og nærri bökkum Hudson fljótsins. Yeðrið var svo und- ur gott að þau vildu bæði gjarnan vera lengur úti og Jefferson stakk upp á því, að þau færu út úr vagninum og gengju ofan að ánni. Shir- ley var honum svo þakklát fyrir það loforð, sem hann hafði gefið henni, að hún vildi gjarnan gera honum þetta til þægðar. . Þar sem þau voru nú stödd rétt á árbakkanum, var landið svo að segja ósnert af mannshöndinni og naut sinnar eðlilegu fegurðar. Jafnvel þótt komið væri fram í októbermán- uð, var veðrið einstaklega hlýtt og Shirley varð fljótt þreytt af að ganga, svo hún settist niður og Jefferson líka og þau horfðu á strauminn í ánni, sem rann með jöfnum hraða út í hafið. “Shirley,” sagði Jefferson, “eg býst við, að þú hafir séð í blöðunum, þá kynjasögu, að Kate Roberts og eg ættum að vera trúlofuð? Eg vona þú skiljir það, að þessi frétt var látin í blöðin án minnar vitundar og samþykkis.” “Þó eg hefði nú ekki haldið það, Jeff,” sagði hún, “þá veit eg það nú, þegar þú segir það, því eg trúi þér fullkomlega. En hvaða rétt hefi eg til að skifta mér nokkuð af þessu?” bætti hún við. “Eg vil einmitt, að þú hafir fullan rétt til þess,” svaraði hann. “Eg skal sjá um, að þetta vi'tleysis þvaður haldi ekki lengur áfram, og eg skal gera það á þann hátt, sem föður minn grunar sízt. Eg er bara að bíða eftir tækifær- inu að tala við hann. Eg skal koma honum í skilning um, að það tekur engu tali að auglýsa að sonur hans sé trúlofaður stúlku, sem er í þann veginn að hlaupa burtu með skrifaranun* lians.” “Er það virkilega satt?” spurði Shirlev. Jefferson sagði henni alt um bréfið, sem hann hafði fundið í stiganum, og nú væri rétt að því komið, að Fitzroy Bagley og Kate Roberts fetl- uðu að gifta sig án vitundar föður hennar. “Þetta er miki lhepni fyrir mig,” sagði hann glaðlega. “Þau ætla að gifta sig á miðviku- daginn, eg ætla að sjá föður minn á þriðjudag- inn og sanna honum, að þetta sé rétt, og eg býst ekki við, að hann fari fram á það aftur, að eg giftist Kate Roberts.” “Svo þú ert þá ekki að fara burtu réft sem stendur?” sagði Shirley og leit brosandi til hans, þar sem hann lá rétt við fæturna á henni. Hann settist upp og hallaði sér fast að henni. “Kg1 get það ekki, Shirley, mér er það ó- mögulegt. Fyrir mig ert þú eitthvað annað og meir en eg hefi hugsað að nokkur kon agæti verið. Eg finn þetta betur og betur með hverj- um deginum. An þín væri mér lífið ekki npkk- urs virði. ” “Við skulum ekki tala um þetta,” sagði hún í biðjandi róm. “Eg hefi sagt þér, að meðan svona stendur á fyrir föður mínum, get eg ekki hugsað til að gifta mig.” “En þú gerir sjálfri þér rangt til með þessu, ekki síður en mér,” sagði Jefferson. “Þér stendur ekki á sama um mig —. eg veit það. Því þá að hlaða múrvegg milli okkar?” Þetta lét vel í eyrum hennar. Hvað það var got’t að vita af einhverjum, sem alt vildi í söl- urnar leggja fyrir hana! “Þú mátt ekki koma mér til þess, sem eg má ekki gera, Jeff,” sagði hún. “Þú veizt, að mér stendur ekki á sama um þig. Það liggur ekki nærri. En eg—” Hann færði sig enn nær hénni, svo andlit þeirra voru rétt hvort við annað. “Eg elska þig; eg get ekki án þín verið,” hvíslaði han.n “Leyfðu mér að líta á þig sem konuefnið mitt. ” Þessi orð höfðu mikil áhrif á Shirley. Hún gat ekki að því gert. Astin varð henni í fyrtsa sinni á æfinni ofurefli. Skynsemin og hin fast- bundna röksemdafærsla brugðust lienni í þetta sinn. Yndisleiki náttúrannar og veðurblíðan og alt umhverfið varð til þess að veikja mót- stöðuafl hennar. Því ætti hún ekki að njóta ástarsælunnar, eins og aðrar konur? Hún hafði að vísu ákveðið verk að vinna, en gat hún ekki leyst það af hendi e.ins fyrir því, þó ástin, lirein og einlæg, fengi að njóta sín? Of henni fanst eins og til sín væri talað þessum orðum: “Levfðu þessum manni að elska þig. Gefðu honum alt sem þú átt. Hann á að fyllilega skilið. ’ ’ Hún lét aftur augun og var eins og í hálf- gerðri leiðslu, en hlustaði þó á alt, sem hann sagði við hana, og hún fann anda hans leggja á kinn sína. ‘ ‘ Eg skal vera þér eins góður og umhyggju- samur eins og nokkur maður getur konu verið. iSegðu þetta eina orð, sem skapiar gæfu mína, eða gæfuleysi. Já eða nei. En hugsaðu þig vel um, áður en þú evðileggur alt mitt líf. Eg elska þig. Eg elska þig af öllu hjarta. Eg skal bíða eftir þér eins lengi og þú vilt, bara segðu, að þú skulir verða konan mín.” “Jó, Jefferson,” hvíslaði hún. “Eg elska Þig-” Þau kystust heitt og lengi. Hún lokaði aug- unum og óumræðilegur fögnuður gagntók hana alla. Fuglar loftsins sungu enn fegurra en áð- ur og henni fanst þeir vera að samfagna sér og Jefferson. XIV. KAPITULI. Klukkan var orðin nærri sjö, þegar Shirley kom heim. Enginn virtist verða hennar var, þegar hún kom inn og hún fór beint til her- bergja sinna, og eftir að hún hafði fengið að borða, tók hún til vinnu sinnar og vann lengi fram eftir kveldinu til að bæta upp fyrir þann tíma, sem hún hafði verið burtu. Það, sem komið hafði fyrir um daginn, olli henni tölu- verðrar áhyggju. Hún ásakaði sjálfa sig fyrir að hafa látið undan augnablikstilfinningum, en ekki gætt skynsemi sinnar. Að vísu hefði hún sagt það eitt, sem var heilagur sannleikur, þeg- ar hún sagði Jefferson, að hún elskaði hann. En henni fanst ekki að hún hefði nokkurn rétt til að trúlofast, meðan alt væri svona óvíst um framtíð föður hennar. Samvizkan ásakaði hana og því meira, sem hún hugsaði um þetta mál, og því meiri fjarstæða fanst henni þetta hjónaband væri, frá hvaða sjónarmiði sem á það væri litið. Hvemig f ósköpunum átti hún að verða tengdadóttir mannsins, sem hafði sýnt föður hennar svona óskaplega ranglæti? Þetta var fjarstæða, og hversu hart sem það var aðgöngu, þá varð hún að fá Jefferson til að líta á þetta mál skynsamlega. Trúlofun þeirra var hreint og beirit heimskulegt tiltæki, sem hlaut að verða þeim til óláns og armæðu. Hins vegar var henni nú full-ljóst, að hún elskaði Jefferson. Hún mundi taka afar nærri sér að yfirgefa hann. En skynsemi hennar og öll hennar rökfærsla sögðu henni, að svo yrði óumflýjanlega að vera. Morguninn eftir fékk hún bréf frá Stott. Hann var mjög ánægður yfir þeim fréttum, sem hann hafði fengið frá henni, og hann bað hana blessaða að ná bréfunum sem allra fyrst og koma þeim til sín, svo hann gæti farið með þau til Washington, og tók hann það enn fram, að þau væra afar þýðingarmikil gögn í málinu. Hann gaí; þess, að foreldrum hennar liði eftir vonum vel og að þau væru ekkert óróleg út af burtuveru hennar. Móðursystir hennar væri farin aftur til Evrópu og Eudoxia hótaði á hverjum degi, að ganga úr vistinni. Það þurfti ekki að hvetja Shirley. Hún s'kildi fullvel, að það reið mikið á skjótum framkvæmdum, en það var hægra sagt en gert. Skrifstofan var oftast lokuð, þegar húsbónd- inn var ekki heima, og ef það vildi til, að dyrnar væru ólokaðar, þá mátti eiga víst, að Bagley væri að snuðra þar í kring. Þótt hún væri ný- komin í þetta hús, þá var hún þegar komin á sömu skoðun og Jefferson, að Bagley væri und- irförull og næstum óþolandi leiðinda seggur, og hann fór sízt batnandi, eftir því sem nær dró þeim degi, að hann bjóst við að ná í peninga hinnar sítórauðugu stúlku,. sem hann ætlaði að giftast. Hann hafði enga tilraun gert til að kynnast henni, en það var honum nýtt, því hann sát sig aldrei úr færi að kynnast ungum og fallegum stúlkum, ef hann átti þess nokkurn kost. En hann hafði ekkert skift sér af Shirley, annað en rétt að gefa henni auga, ef hún varð einhvers staðar á vegi hans. Honum fanst vafa- laust, að hann hefði um annað og meira að hugsa þessa dagana, en að reyna að kynn- ast þessari nýkomnu stúlku, sem hann sjálf- sagt vissi engin skil á og kærði sig ekki um að vita. En jafnvel þótt hann hefði látið hana alveg hlutlausa, þá geðjaðist Shirley þó afar- illa að honum. Kate Roberts hafði komið nokkrum sinnum í húsið og það leit út fyrir, að hún kæmi þangað til að sjá Mrs. Ryder. Þær höfðu verið gerðar kunnugar og Shirley hafði gefið Kate bvsna nánar gætur. Hún hafði um fátt að tala annað eri kjóla og hatta og skemtanir, og Shirley komst fljótt að þejrri niðurstöðu, að hún hugs- aði uim lítið annað en að skemta sér á hégóm- legan hátt og njóta Iffsins þannig. Shirley fanstj Kate vera mjög líkleg til að gera ein- hverja vitleysuna, eins og hún vissi að hún var ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambera Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Þeir IslendingaJ,I er í hyggju hafa að flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandarikjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Hefir eldsábyrgðin gengið úr gildi? Eldábyrgð kostar aðeins lítið, en hún er trygging gegn miklu tjóni. Látið oss annast eldsábyrgð yðar. Peningar til láns gegn fasteignaveBi 1 borginni eða útjaðra borgum með lægstu fáanlegum rentum. HOME SECURITIES LIMITED 468 MAIN STREET :: WINNIPEG. Phone: 23 377 LEO. JOHNSON. Secretary. rii 1111111M111111111111 i 11111111111111111111 i 111 m! > 111 h 1111111 i 111111111111111 ■ 11 ■ i 11 > ■ 11 ■ i > i i ■■ 111 > Samlagssölu aðferðin. = Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- E afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega E lægri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin E hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að E vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar = vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. I 846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg.Maaitoba f7iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMimiiii"|iimm,|iiiiiiiiniiiiiii""iii|i|i. nú einmitt að ganga út í. Eftir að hún hafði talað litla stund við Mrs. Ryder, hvarf hún vanalega, og Shirley vissi ekki livað af henni var. En einu 'sinni hafði hun þó tekið eftir því, þegar hún gekk fram hjá skrifstofudyrun- um, að Kate var þar inni og Bagley líka, og voru þau þá að tala eitthvert hljóðskraf. Það var svo sem ekkert efamál, hvað til stóð, og ættu þau ráð ekki að hafa framgang, þá varð Jefferson að láta föður sinn vita um þetta sem fyrst. Það væri kannske ekki ómögulegt, að hann gæti náð í bréfin þá um leið. Hún vrði að vera þolinmóð á meðan, því það væri ekki ráð- legt, að hraða þessu um of. Dagarnir liðu og Shirley var mestallan tímann við vinnu sína. Hún sá Ryder aldrei, en konu hans töluvert oft. Henni félí hún yfirleitt vel í geð. Hún var laus við allan þennan höfðingjaríg og stórmensku, enda var hún ekki af háum stigum, þó faðir hennar hefði ver.ið efnaður vel, en hann var kaupmaður í smáu sveitarþorpi. Hún hafði ekki hlotið mikla mentun í æsku, og gáfur hafði hún ekkert meiri en í meðallagi. Það var bara tRviljun ein, að hún var kona ríkasta mannsins í landinu. Henni þótti vitanlega töluvert til stöðu sinnar koma, en þrátt fyrir það var hún laus við allan hroka og stærilæti. Hún gaf ósköpin öll af peningum til líknar-starfsemi, og þegar peningarnir komu beint frá henni, var þeim aldrei skilað aftur með þeim ummælum, ða þeir væru illa fengnir. Hún var lík manni sín- um í því, að hxin var lítið gefin fyrir gestkom- ur og samkvæimislíf, og lifði yfirleitt mjög kyrlátn lífi. Koma Shirley á heimilið var henni því til mikillar ánægju. Henni fanst hún ekki ósvipuð 'sólargeislanum, þegar hann brýzt út milli skýjanna, sem hafamáske hulið hann dög- um saman. Þær urðu brátt góðar vinkonur, og þegar Shirley varð þreytt að sitja við skrift- irnar, þá fór hún oft inn til Mrs. Ryder, sem ávalt varð glöð við komu hennar og beinlínis hlakkaði til, þegar liún átti von á henni. Það hafði ekkert frekar verið minst á mál þeirra Jeffersons og Misis. Roberts. Hinn nngi maður hafði enn ekki hitt föður sinn, en móðir hans vissi fullvel, að hann var að bíða eftir tækifæri að krefjast skýringar frá honum á iþessum trúlofunarfróttum. Maður hennar hins vegar hafði enn eins mikinn áhuga á því, að þessi gifting hefði framgang, eins og hann hafði áður haft; sem vafalaust kom til af því, að honum reið mikið á, vegna hagsmuna sinna, að halda vináttu sinni við Roberts. Mrs. Ryder talaði um alt þetta við Shirley. “Jefferson eif æfur,” sagði hún. “Hann er ráðinn í því, að giftast ekki stúlkunni, og þegar hann og faðir hans hittast næst, þá verður áreiðanlega eitthvert uppistand.” “Hvað hefir sonur yðar út á Miss Roberts að setja?” spurði Shirley. “ó, þetta eins og gengur,” sagði Mrs. Ryd- er; “og eg efast ekki um að hann hafi rétt fyrir sér. Hann elskar aðra stúlku — hún heitir Miss Rossmore.” “Já, eg kannast við hana,” sagði Shirley. “Mr. Ryder sagði mér frá henni.” Þær töluðu ekki meira saman í þetta sinn. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii"iiiiiiiiii""i":

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.