Lögberg - 02.08.1928, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. ÁGÚST 1928.
Bla. ð
jZ5H5H5ÍI5'E5HSH5cL5HSa5Z5HSH5Z5HSZ5H5H5cl5H5ZSE5asa5B5H5E5a5HSHSH5?.SHSíbH5
Skemtiför til Islands
íslenzka sjálfboÖanefndin í Winnipeghefir
valið Cunard línuna sem opinbert flutn-
ingafélag í sambandi við þúsund ára al-
þingis hátíðahaldið á Islandi 1930.
CUNARD LÍNAN
sendir gufuskip frá
MONTREAL
beint til
REYKJAVIKUR
á réttum tíma fyrir hátíðahöldin
Snúið yður til umboðsmanna Cunard línunnar þ
viðvíkjandi fargjöldum og öðru ferðinni viðvíkj- K
andi, eða til ^
CUNARD LINE
270 Main Street
Winnnipeg, - Man
SÉSHSZS5SS5iS5HSE5HSHSHSHSHSESE5HSESHSE52S2SHSHS25HSHSESHSESHSHSHSESHS[ii
um Manitoba og Vestur Ontario.
En loftið er miklu þurrara, svo
veðurbreytingarnar verða hvergi
nærri eins tilfinnanlegar, eins og
þar sem loftið er rakt. Úrfelli er
ekki mikið, en veðrátta sólrík.
Hvert þessara þriggja vestur-
fylkja, er um 250,000 fermílur að
stærð. íbúatala hvers nær ekki
3 á hverja fermílu. Það sézt því
toezt á þessu, að nóg er landrým-
ið í þeim héruðum.
Vestur Canada hefir verið kall-
að “heimsins mesta kornyrkju-
land” og “brauðkarfa heimsins.”
Það er betur þekt af -hveitirækt-
inni, en nokkru öðru.
En nú er margt annað, sem má
telja Vesturlandinu til gildis.
Þar eru að opnast auðugir námar.
Innan skamms gefa námurnar af
sér meiri auð, heldur en akrarnir.
Þar -°ru stórvötn full af fiski. Og
til Winnipeg koma kaupmenn úr
öllum áttum til að kaupa loðskinn
af dýrum, sem veidd eru norður
í óbygðum þessara fylkja. í stuttu
máli—tækifærin fyrir drífandi
menn eru óteljandi.
Það verður ekki annað sagt, en
að meiri hluti Vestur Canada sé
enn ókannað land. Aðallega er
það Iandspilda, um 200 mílna
breið, sem liggur við landamerkja-
linuna milli Canada og Bandaríkj-
anna, sem bygð er. Þar fyrir
norðan er strjálbygt. En nú er
verið að kanna það land, sem
óðast. Þar er mikið af óteknu
landi, sem er vel fallið til akur-
yrkju. Vötnin eru full gf fjski.
í norðurhluta VesturfyJkjanna er
námalandið.
Lðnd má kaupa, með mjög sann-
gjörnum skilmálum, af stórfélög-
um, sem þau eiga. Kaupandi fær
að borga landið á 20 til 30 árum,
syo árlegar afborganir verða ekki
háar. Yfirleitt borgar sig betur
að kaupa land nálægt járnbraut bg
verzlunarstað, heldur en að fara
langt út í óbygðir og taka þar
heimilisréttarland. Erfiðleikarnir
við að flytja að sér og frá þar sem
langt er til járnbrautar, eru geysi-
miklir, að öllum öðrum óþægind-
um ótöfdum.
VesturfyJkin fá miklu greiðari
aðgang að Evrópu markaðinum,
þogar Hudsonsflóa brautin er full-
gerð., Verður það stór hagur fyr-
ir bændur. Nú sem stendur verð-
ur bændavara, sem til Evrópu er
send, að fara austur til Montreal,
í það minsta, áður en hún er loks
sett á hafskip. Flutningskostnað-
ur er því hár, og auk þess gengur
langur tími í þennan langa flutn-
ing austur um þvert land til
sjávar og þaðan til markaðar 1
Norðurálfu.
Veðrátta í vesturhluta Ontario
fylkis, er svo að segja hin sama
eins og í Vesturfylkjunuf. Með-
fram Canadian National járn-
brautinni, sem liggur norðarlega
gegp um fylkið, er mjög frjósamt
land, vel fallið til akuryrkju.
Þangað hefir margt fólk flutt síð-
ustu árin, því þar hefir landrými
verið mikið og lönd fáanleg ná-
lægt járnbraut. Er þar að mynd-
ast ein blómlegasta bygðin í Can-
ada. -Þar eru skógar miklir, svo
innflytjendur fá nóg byggingar-
efni með rýmilegu verði. Þar er
mikið um veiðar — dýr í skógin-
um og fiskur í ám og vötnum. —
Þeir sem meiri upplýsingar vildu
fá viðvíkjandi Norður Ontario,
skrifi landaskrifstofu Ontario-
fylkis í Toronto, eða landaskrif-
stofu Domion stjórnarinnar í
Ottawa.
Ritstjóri Lögbergs og
bréf J. T. Thorson.
Ekki verSur annað sagt en að
það hafi verið neyðar úrræði, sem
ritstjóri Logbergs grípur til í sam-
'bandi við bréf J. S. Thorson dag-
sett 17. Júlí s. 1., og sem birt var í
báðum íslenzku blöðunum. Bréf
það hljóðaði upp á ákveðin atriði,
eins og allir, er lásu það hljóta að
niuna. Staðháefingar, sem gerðar
voru í bréfi Sveinbjörns háskóla-
kennara Johnson, nefnil. þ'ær, að
honum skiljist að ekki væri hægt
að veita heimfararnefndinni fé í
sambandi því, sem hann er að ræða
um, nema að það reiknaðist til inn-
flutningskostnaðar, og að það sé
áreiðanlegt að stjórnir geti ekki
veitt fé, lagalega, til neins nema
almennings nota.
I'essutn atriðum svaraði Mr.
Thorson svo, að engunt manni, sem
vildi skilja, gat blandast hugur um
að þau væru ekki á rökurn bygð, að
því er Canada snertir, hvorki frá
stjórnarfarslegu fyrirkomulagi né
heldur lagalegu sjónartniði.
En svo er ósanngirni ritstjóra
Lögbergs mikil að honum dettur
ekki i hug að viðurkenna sannleik-
ann í málinu, en grípur t þess stað
til þeirra óyndis úrræða að hártoga
Ye Olde Firme
Heintzman & Co. Piano
Það óviðjafnanlega lof, er Heintz-
'tnan Piano hefir fengið hjá fræg-
ustu listamönnum, hefir skipað
því í æðra sess en öllum öðrum
candiskum píanóum.
Fást gegn vægum afborgunum hjá
J. J. H. McLEAN tt°-
Aðal útsölumenn í Manitoba.
Home of thc lleintzman & Co. Piano og the Orthophonic Victrola.
329 PORTAGE AVE. :: WINNIPEG.
iiwna
Lárus Árnason.
Hann er fæddur á Urriða í
Álftavatnshreppi í Mýrasýslu á
íslandi, þann 15. september 1855.
Hingað til álfu fluttist hann ár-
ið 1899, dvaldi nálægt tuttpgu ár-
um í Brandon, Man., því næst í
Leslie, Sask., en síðastliðin tólf ár
á gamalmennaheimilinu Betel, og
var um það leyti að verða alblind-
ur, er þangað kom. Lárus er hag-
mæltur Vel og yfirleitt hinn mesti
skýrleiksmaðu.r
Frá því árið 1918 hefir Lárus
jafnaðarlega dvalið part af sumri,
ýmist í Framnesbygð eða Mikley,
og biður hann Lögberg að flytja
ðllum vinum sínum þar innilegt
þakklæti fyrir góðvild alla og ást-
ríkar viðtökur.
Hingað til borgarinnar kom
Lárus í fyrri viku, til bess að
heimsækja dóttur sína, Mrs.
Dodd, er nýlega var búin að
missa mann sinn.
atriði þau, sem um er atS ræða, og
snúa út úr orðum Mr. Thorsons,
og leitast við á þann hátt að eyði-
leggja sannleiksgildi þeirra og
kemst loks að þeirri niðurstöðu. að
Mr. Thorson viti ekki hvað hann
sé að tala um og staðhæfingar hans
i málinu séu því vindhögg.
Þennan spaklega dóm sinn bygg-
ir ritstjórinn á því, að Mr. Svein-
björn Johnson nefni Saskatchewan
stjórnina ekki á nafn í bréfi sínu,
heldur tali hann um stjórnir. Það
vill nú svo vel til að þaö er ekki
nema um tvær stjórnir að ræða í
þessu sambandi, Saskatchewan og
Manitoba. Sú síðarnefnda hafði
lofað fé, en ekki greitt, Saskatche-
wan stjórnin hafði lofað fé og greitt
það. Hvernig veit ristjóri Lögbergs
að það var einmitt stjórnin í Mani-
toba, en ekki stjórnin í Saskatche-
wan, sem Mr. Johnson átti við í
bréfi sínu? Og jafnvel þótt hann
hefði átt við þær báðar þá hagg-
ast rökfesta Mr. Thorson ekki
minstu vitund við það.
Ritstjóri Lögbergs gerir sér alt
far um að draga hugi manna frá
aðal atriðunum í bréfi Mr. Thor-
son—innflutnings ákvæði og þing-
valdi, sem eg reyndar lái honum
ekki, því viðureign hans við þau
virðist sízt giftuleg og beina þeim
að öðru, sem hann telur aðal-atriði
og kemst hann þannig að orðv um
það “Hefir um nokkurn styrk
verið beðið frá nokkurri stjórn,
sem færður sé j innflytjenda reikn-
ingana? Það hefir víst ekkert
reikingshald átt sér stað í þessu
sambandi nema hjá stjórninni í
Saskatchewan, því hún er sú eina
stjórn, sem fé hefir látið af mörkum
til þessa máls. En þeir peningar
eru áreiðanlega ekki færðir inn í
innflutninga reikningana. Um
stjórnina í Manitoba, sem ritstjór-
inn gefur í skyn að Mr. Thorson
veigri sér við að nefna, ‘er það að
segja. Hún hefir enga peninga
greitt til nefndariniiar enn og þeir
því hvergi færðir til reiknings —
hvórki innflutninga reiknings né
lieldur annarsstaðar, og hygg eg
það næga ástæðu fyrir því, að Mr.
Thorson gerði ekki þá fjárveitingu
að umtalsefni.
II.
Undirskriftirnar og licimfarar-
* ncfndin.
Undirskriftirnar og heimfarar-
nefnd Þjóðræknisfélagsins er nafn
á grein, sem birtist og í síðasta
Lögbergi, eftir ritstjórann. Eg
ætla ekki að fara að gagnrýna þá
grein að þessu sinni. Ef að rit-
stjóranum er hugarfró í að hugsa
og ræða um undirskrifta farganið,
þá er honum það sízt of gott. Eg
tel það óheilla og óhappa sppr, sem
Vestur-Islendingar muni lengi
minnast.
Atriðið, sem eg vildi minnast á
í iþessu sambandi, er umsögn rit-
stjórans um fundarhöld þau, sem
átt hafa sér stað undanfarandi.
Hann segir að heimfarar-nefndinni
hafi tekist að fá trausts yfirlýsingu
samþykta á stöku stað, og bætir
svo.við: “En hvergi hefir styrk-
urinn verið nefndur á nafn.” Þetta
veit ritstjórinn að er ósátt. Hann
heyrði mig minnast á styrkinn á
fundinum í Selkirk og hið sama
hefi eg gjört og skýrt það atriði
málsins út i æsar á hverjum einasta
fundi, sem eg hefi verið á síðan.
En þrátt fyrir það hefir trausts-
yfirlýsing til nefndarinnar verið
samþykt á öllum fundum að und-
anteknum tveimur fámennum.fund-
um. Á öðrum þeirra kom dáþtið
atriði fyrir í fundarlok, sem gjörði
það að verkum að engin uppástunga
var borin upp—það var á Brú. En
á hinum, Churchbridge-fundinum,
vanst ekki tími til að hálf-ræða
málið áður en nefndarmennirnir
þurftu að fara, og var þar engin
ákvörðun tekin. Af fundinum í
Glenboro er ritstjórinn nú búinn
að frétta og vona eg að fregn sú
hafi frekar glatt hann en hrygt. I
sambandi við þessi fundarhöld er
vert að geta þess að ritstjóri Lög-
bergs hefir ekki enn birt þessa
fundargjörninga, sem hann er að
athuga þrátt fyrir ítrekuð loforð,
sem hann hefir gefið hvað eftir ann-
að um það.
III.
Ritstjórinn og spurningarnar.
Atta spurningar setur ritstjóri
Lögbergs fram í síðasta blaði sínu
til heimfararnefndarinnar og bið-
ur um svar við þeim.
Ef að ritstjórinn spyrði til að
fræðast væri mér ljúft að svara
spurningunum, en þegar þær eru
auðsjáanlega settar fram til óevrða
og æsinga er nokkuð öðru máli að
gegna, þó má reyna.
No.x. Nefndin tók upp hjá
sjálfri sér að biðja öm styrk, þjóð-
ræknisþingið samþvkti, á því var
ritstjórinn sjálfur og gaf samþykki
sitt mótmælalaust.
No. 2. Peningarnir áttu að not-
ast til undirbúnings heimförinni.
No. 3. Veit ekki meira um hvaða
félag þingtíðindin tala um, en sjálf-
boðanefndin.
No. 4. V.eit ekki hversvegna
að ræður manna eru ekki prentað-
ar x Sask. þingtíðindum, en í þeim
var tekið fram að styrkurinn væri
veittur í heiðursskyni, en eg veit
að þær voru fluttar og veit líka að
þingmaðurinn íslenzki i Regina W.
í'-í-VÓC'A ■' L ’.i •- 'ú 'rkP*- * \
ftjriSesale
J
Again This Great House Furnishing
Store Excels in Yalue-Giviiig in This
Semi-Annual Evént
H. Paulson sendi ritstjóra Lögbergs
útdrátt úr þeim í bréfi og að síðan
hefir ekkert heyrst rneira urn það
atriði frá ritstjóranum.
No. 5. Sraraði eg á borgara-
fundinum í Winnipeg, 1. maí s. 1.
'Sjálf'boðanefndin og ritstjórinn
vissu þá og vita nú, að bréf aðstoð-
ar féhirðis Saskatchewan-fylkis,
Mr. Taylors var á misskilningi og
þekkingarleysi bygt, sem átti sér
stað sökum þess að Mr. Paulson
hafði ekki minst á málið við hann,
er hann fór af þingi. Nei, ritstjóri
góður, þér er alveg óhætt að trúa
því, að heinxfararnefndin ætlaði
aldrei og ætlar ekki að stela þessu
fé, eða nota það í eigin hagsmuna-
skyni.
No. 6. Eg get varla hugsað mér
að ritstjóri Lögbergs hafi getað átt
skoðanalega samleið með nefnd-
inni, og ef svo er, þá átti hann ekk-
er erindi í hana—því naumast dett-
ur nokkrum manni í hug að halda
að Ixann hafi fylst öllum þessum
fítóns anda og fjandskap sökum
þess að hann komst ekki í nefnd-
irfa.
No. 7. Nefndin er ekki að nota
hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum
til að ibera blak af sér í þessu rnáli
eða neinu öðru. En hann virðist
nógu mikill maður til þess að hafa
getað haldið jafnvæginu þó hann
næði ekki kosningu í nefndina og
liklega nógu mikill maður líka til
þess að gjörast ekki eggjunarfífl
ritstjóra Lögbergs.
No. 8. Nefndin fyrirwrður sig
ekki fyrir neitt. Hún þakkar veg-
lyndi það, sem á bak við þúsund
dollara-boðið stendur og vill benda
á það undra djúp, sem staðfest er
á rnilli hugsunarháttar þessarar
konu fMrs. ChiswellJ og ritstjóra
Lögbergs í heimfararmálinu.
Nú vona eg að fólk líti svo á að
heimfararnefndin fái enn að halda
heiðri sínum og óskertri æru að
minsta kosti fyrst í stað,
Jón J. B'ddfell.
Aths.:—Herra Jón J. Bíldfell
mæltist til þess yfir símann, að vér
birtum grein þessa athugasemda-
laust. Hétum vér þar engu um.
Sem aðeins örlítið sýnishorn sann-
leiksástar þeirrar, er að baki grein-
arinnar virðist liggja, skal á það
atriði bent, að vér, samkvæmt
prentuðupx þingtíðindum þjóðrækn-
isþingsins, fengum lausn frá skrif-
ara starfi í þingbyrjun og gátum
ekki tekið þátt í þingstörfum og
vorum fjarverandi, er skýrsla sú,
er á styrkinn minnist, var afgreidd.
Ofannefnd grein verður tekin til
alvarlegrar ihugunar í næsta blaði.
Ritstj.
ROYAL
Sem staðist het-
ir reynsluna nú
yfir 5o ár
TÍMARITIN:
,Ánnað hefti iþeirra Vöku og Eim-
reiðarinnar þessa árs, eru nýkom-
in að heiman, og er eg að senda
þau aftur út til kaupendanna. —-
Árgangur Iþeirra hvors er $2.50,
og einn eldri árg. gefinn í kaup-
bætir nýjum kaupendum. Kaup-
endurnir gæti þess, að nú eru
gjalddagar þeirra komnir, þar sem
fullur hálfur árg. er kominn í
þeirra hendur. Látið því ekki
dragast, sem lóhorjfað 'eiga, að
senda mér andvirðið, við fyrstu
hentugleika. — Morgunn kom
hingað seint í siðastl. mán. (júní),
en er haldið á tollhúsinu fyrir
það, að honum fylgdi engin vöru-
skrá (Invoice), og varð eg því að
skrifa iheim eftir henni. Á eg von
á að hún komi innan fárra daga,
og eg geti þá strax sent hann kaup-
endunum. — Ekkert er enn komið
til mín af þessa árs “Rétti”.
594 Alverstone, St., Winnipeg,
Man., 31. júlí 1928.
A. B. Olson.
WONDERLAND.
Síðustu þrjá daga af þessari
viku sýnir leikhúsið myndina “Aft-
er the Storm”. Einstaklega fall-
egt ástaæfintýri. Á mánudag og
jþriðju dag næstu viku sýnir Ken
Maynard list sína í “The Canyon
of Adventure”, mjög skemtilegan
Jeik, sem sýnir hraðann á öllum og
öllu, sem alt af er að verða meiri
og meiri.
DÁNARFREGN.
Sunnudaginn 10. júní s.l. andað-
ist að heimili sínu, 444 Dufferin
Ave., Selkirk, Man., konan Oddný
Oddsdóttir, fædd 13. ágúst 1875, á
Járngerðarstöðum í Grindavík. —
Hún var dóttir Odds Jónssonar
smiðs og konu hans Guðbjargar
Jónsdóttur. Oddný ólst upp þar í
Víkinni að mestu leyti, á Járngerð-
arstöðum; flutti þaðan ung að
aldri til Norðurlands, og giftist
þar Guðmundi Guðmundssyni frá
Aðalbóli í Miðfirði. Þau hjón
eignuðust 9 börn, eru 8 á lífi, 6 í
Canada, 2 á íslandi, 1 dáið á unga-
aldri. Hennar er sárt saknað af
eftirlifandi manni og börnum. —
Hún var jarðsungin þ. 12. s. m.
af presti safnaðarins, séra Jónasi
A. Sigurðssyni, að viðstöddu fjöl-
menni. — Blöðin í Reykjavík eru
vinsamlega beðin að auglýsa þessa
dánarfregn.
Kaupandi “Lögb.”
EXCHANGE your old-
fashioned furniture for
new, at Sale Prices, as
part payment. Call our
Valuator—86 667
Couotry Customers
We pay Freigrht anywhere In
the Provlnce on all Orders of
$25 and Over during this
sale.
THE L0WEST PAYMENT TERMS EVER
0FFERED IN 0UR HIST0RY
Entire homes will be furnished at the most phenomenal savings
in recent years.
The items listed in this announcement cover only a small section
of the thousands of dollars’ worth of merchandise on display, but
the extraordinary savings they indicate are typical of those
which predominate' throughout this great stock.
PAY ONLY A SMALL PART CASH AND YOU MAY DIVIDE
THE BALANCE INTO A CONVENIENT . NUMBER OF
MONTHS— WITHOUT ONE CENT OF INTEREST OR
EXTRAS. COMPARE OUR PRICES AND THIS OFFER
■LIMITEDi
Tho Roliablo Home Fumtsher”
492 MAIN STRUET - PHONE 86 667
ÁREIDANLEGLEIKI
HOLLAND
“Extra Prime“
Bindara Tvinni
Tvinni, sem tekur öðrum fram að lengd, og er sterkari og
jafnari í spuna.
Hvert fet varið gegn áhrifum skorkvikinda.
Vorar tegundir eru: Queen City, 550 fet; Prairie Pride,
600 fet. Man. Special, 650 fet.
Harold & Thompson
REGINA :: SASK.
Umboðsmenn fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberla.
Sjáið næsta mann. sem selur “Holland” tvinna.
Þér þurfið á
RAFORKU
að halda í nýja heimilinu
áður en þér flytjið í nýja húsið. .Talsímið
848 715
svo vér getum verið tilbúnir
Wlnnipeg Electric Company
“Your Guarantee of Good Service.”