Lögberg - 30.08.1928, Qupperneq 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30 ÁGÚST 1928
SU. 2
SOLSKIN
^m»WMlMHHWHWlfrfrfra*lafl*,wpi«WMW»*W»»OOOOOOOOO0»»O0OC00000»0OP< >
BROT
úr óprentaðri sögu.
(Niðurl)
Næsti morgun rann upp blíður og heiður, og
varla bærði á andvara. Þau unnu sér þess, að
sofa eftir þörfum og baka sig í sólskininu fram
að morgunverði. Þá vildi Vaskur vitja matar
síns, og nú fór Lpppa með bonum, hiklaus og ó-
kvíðin. Viðtökur Guðrúnar voru hýrar og vin-
samlegar, eins og kvöldið áður, og matarlystin
reyndist þeim nú betri og fjölhæfari en þá.
Þetta laðaði hug Loppu meira en lítið, og henni
skildist, að Guðrún sýndi þeim þessa alúð og
rausn eigi sízt fyrir það, að nú stæði yfir hveiti-
brauðsdagar þeirra.
Þau fóru upp í hlíðina að loknum morgun-
verði. Þeim leizt, að gera sér nú hægra fyrir,
klifa ekki á hálsinn, en halda sig heldur efst í
hlíðinni, uppi undir klettum. Þar væri kvrðin
tryggust, veðursældin mest og sólhlýjan svo, að
ekki yrði á betra kosið. Þau mundu og geta
verið þar alls kostar örugg fyrir návist kaup-
staðafslánans.
Ofurlítið halláði frá hádegi. Þá kvað við
skot uppi undir klettunum, skamt frá þeim. Aft-
ur endurómuðu hamrarnif skothljóð. Nú —
hann var })á kominn þarna í nágernni við þau,
þessi landeyða og fuglabani. Nokkur stund
leið svo, að eigi heyrðist skot,og þau urðu þess
ekki vísari, hvar hann va;ri í hlíðinni. Þriðja
skotið reið af, miklu nær þeim eni áður. En
skyttuna sáu þau ekki.
Þau voru að færas ig úr stað, ætluðu að fá
sér miðdegisblund í undur fagurri töðulaut,
sunnan við Feigsmannsgil. Vaskur fór á und-
an, en Loppa vafraði í hægðum sínum á eftir
honum. j
Fjórða skotið reið af. Loppa byltist um
hrygg, Hana svimaði ógurlega mikið. En
sviminn leið þó frá furðu fljótt. Hún ætlaði að
rísa á fætur. En þess var henni varnað. Neðri
hluti hægra afturfótar dinglaði, svo að hún
mátti ekki í hann tylla. Skotið hafði brotið lær-
legginn — og blóð rann úr sárinu. — Dýrav.
POKAHONTAS.
/
Þjóðsaga frá Vesturheimi.
Þegar Jakob hinn fyrsti sat að ríkjum á Eng-
landi, vildi hann gera út menn til landnáms í
Norður-Ajmeríku og stofna þar nýlendu.
Margir urðu til þessarar ferðar, og setti kon-
ungur yfir J)á höfðingja þann, er hét lýdward
(Játvarður) Smith, en aðrir telja, að hánn hafi
heitið John Smith, og mun það réttara. Bjuggu
þeir sig sem bezt til ferðarinnar og lögðu í haf
frá Plymouth um sumarmál 1607.
Vesturförin gekk vel; komu þeir við strend-
ur Norður-Ameríku, þar sem James-fljótið fell-
ur til sjávar; sigldu þeir skamt upp eftir ánni
og vörpuðu þar akkerum. Stýrimaður fór í
land og, helztu skipverjar og skoðuðu landið;
þótti Jæim það fagurt og næsta byggilegt, tóku
sér þar bólfeski og mörkuðu sér borgarstæði.
Með nýlendumönnum var maður ágætur,
Thornton að nafni, hniginn að aldri og grár
fyrir htærum. Hann gerði fagra bæn, þegar
borgarstæðið var markað, og bað guð að veita
nýlendunni blessun sína. Þá tók höfuðsmaður
þeirra öxi, og hjó henni í stofn á Písingatré, og
mælti:
“Nýlenda sú, er vér viljum stofna hér með
aðstoð Guðs, til heiðurs konungi vorum, skal
heita Jamestown’' (Jakobstún). Nýlendumenn
feldu nú tré og'færðu að sér og bvgðu sér mik-
innn bæ, líkt og smáborg væri. Engra manna
urðu Jæir varir, meðan þeir voru að borgar-
gerðinni. En skömmu seinna komu Indíánar
nokkrir og settu búðir sínar skamt frá James-
town. ' Hét höfðingi þeirra Powhatan, en hinir
voru ættmenn hans.
John fór á fund þeirra með tuttugu manna
og fór alt friðsamlega; en hvorugir skildu aðra.
Vildi John láta höfðingjann \dta, að nýlendu-
menn vildu lifa í friði við ættmenn hans. Ætt-
arhöfðinginn lét sér þetta skiljast að þessu sinni
og tók þeim vinsamlega. Síðan töluðust þeir
oft við og fóru að skilja hvorir aðra.
Eitt sinn mun Powhatan hafa misskilið ný-
lendumenn, því að hann rauk upp með mikilli
reiði og ofsa og sagði: “Hví eruð þér komnir
hingað í skóga vora? Hver hefir kallað ykkur
vfir salta vatnið mikla? Farið burt með })essi
hús yðar, sem eru á sundi. Fafið burt með
þrumur yðar og eldingar, og látið oss lifa í
friði!” Samt varð friði komið á í þetta sinn,
og Powhatan leiddi John að tjaldi sínu. Þá
kom þar til móts við þá ung kona, ekki fullra 18
ára, svo fríð sýnum, að nýlendumenn þóttust
eigi hafa séð aðra slíka; var })ó búnaður hennar
og andlitsfall næsta ólíkt því, sem J>eir höfðu
vanist. Þessi unga mær var einkadóttir Pow-
hatans. Hún gekk að föður sínum og tók við
'V'opnum hans, og leit með sorgarsvip til hvíta
mannsins og spurði, hvort hann vær handtek-
inn.
“Nei, hann er vinur minn,” sagði Pow-
hatan, “og eg ætla að brjóta friðarbrauð með
honum.”
Þá hýrnaði yfir stúlkunni, hún tók bikar og
helti á sætum drykk og rétti gestinum. John
drakk af og þakkaði meyjunni. Mær þessi hét
Pókahontas. Var hún hið mesta yndi föður
síns og eftirlæti og prýði allrar ættarkmar.
Höfðu margir Indar beðið hennar, en hún gat
eigi felt ást til nokkurs þeirra, því að hún hugs-
aði mest um að vera föður sínum til yndis og
aðstoðar, og vildi ekki við hann skilja. Móðir
hennar var löngu dáin, og faðir hennar vildi,
að hún ætti bróðurson sinn; unni hann honum
mjög, því að hann átti að verða ættarhöfðingi
að honum látnum; en þetta vildi hún aldrei
þýðast.
Þessi bróðursonur Powhatans hét Jákka, og
var viðsjálsmaður og ekki álitlegur. En Póka-
hontas hafði aldrei séð neinn, er hugur hennar
hneigðist til, fyr en hún sá Jöhn; en John var
þá hálffertugur og alvörugefinn í 'bragði. En
henni féll hann betur í geð en aðrir, og hún
fann hjá sér, að hjá honum vilai hún gjarnan
vera. Var hún því hin þýðasta við hann í öllu
viðmóti, í allri saklausri einfeldni og bar hon-
um allar hinar beztu vistir, sem hún átti til.
Þegar hann tók upp gjafir þær, sem hann ætl-
aði Indum, þá rétti hann henni dýrðlegt háls-
men úr marmennílsperlum; var auðséð, að hún
gladdist mjög af gjöfinni.
Nú var sáttmáli stofnaður milli nýlendm
manna og Inda, að friður skyldi jafnan vera
milli þeirra, og lofuðu Indar að taka sér ból-
festu hinu megin fljótsins, til þess að verja ný-
lendumenni árásum annara ættflokka af Inda-
kyni. Samt var alla jafna gremja undir niðri
hjá Indum við gestina. Lagði Júkka sig allan
fram í því að auka óvildina, því að honum sárn-
aði, að Pókahontas sýndi höfuðsmanni nýlend-
unnar velvild, og taldi vafalaust, að hún mundi
kjósa hann fremur en sig, ef hún mætti.
Þegar John hélt heim aftur með föruneyti
sínu, fylgdi Powhatan honum með nokkra menn
að gljúfri einu miklu, en yfir það lá sjálfgerður
steinbogi. Þar skildu þeir; félst Pókahontas
svo þungt um skilnaðinn, að hún grét.
Hinu megin steinbogans sneri John sér við
til að skoða þetta stórvirki guðs almættis handa-
ar, þá leit mærin til hans, hrygg í bragði, og
yeifaði til hans grænni viðargrein í kveðju-
skyni. — Júkka stóð þar nærri og sá þetta, þreif
boga sinn og lagði ör á streng, og sendi John;
en hann brá sér á bak við eik eina, er stóð hjá
honum, og hlífði hún honum, svo örin misti
hans. En er John leit aftur yfir gljúfrið, voru
Indar horfnir.
Þessa sömu daga sáu borgarmenn nokkra
Indaflokka hinu megin árinnar, og létu ófrið-
lega. En er þeir sáu, að sterklegar varnir voru
um borgina, hurfu þeir aftur inn í skógana. Ný-
lendumenn voru samt hræddir við þá, því að þeir
þek'tu 'kænsku þeirra, /)g áræði af afspurn;
höfðu þeir því sterk vayðhöld á sér nótt og dag.
Þegar John var búinn að vera átta daga að
heiman, fóru borgarmenn að verða hræddir um,
að hann kæmi aldrei aftur Margir þeirra höfðu
haft með sér að heiman konur sínar og börn, og
jók það enn meira á áhyggjur þeirra, ef svo
góður höfðingi væri fallinn frá, því að allir
þóttust þá vita, að þeir mundu eigi geta varist
fyrir Indiun, og landnámið þeirra, svo fagurt
sem það var og álitlegt, mundi innan skamms
leggjast í eyði Af þessu var mikill ótti og hrygð
í borginni. Kvöldið fyrir 9. daginn gat enginn
sofnað, og leið svo fram yfir ‘miðnætti. Þá
heyrðu varðmenn fagran söng á sléttunum upp
með fljótinu; þektu þeir J)á rödd höfuðsmanns-
ins ; hann var að syngja þakkarsálm. Varð-
mennirnir urðu allshugar glaðir og hlupu til
Thomtons að segja honum þessi fagnaðar-
tíðindi.
Tliornton brá skjótt við, að boða hinum komu
höfuðsmannsins, og hlupu þeir allir upp með
mikilli gleði og flyktust út að borgarhliði, til
að fagna höfðingja sínum. Sumir kyntu mikið
fagnaðarbál í borginni. Litlu síðar kom John
með föruneyti sínu. Yarð þar mikill fagnað-
arfundur með honum og vinum hans og ætt-
ingjum.
Eftir það leiðir Thornton gamli þá alla að
Písangtré einu miklu, sem stóð úti fyrir dyrum
höfuðsmannsins, og mælti til þeirra hátt og al-
varlega:
‘ ‘Þökkum al'lir guði vemd hans og miskunn,
að hann leiddi höfðingja vorn heilan heim aft-
ur og frelsaði oss frá voða og líftjóni, sem
vofði yfir oss öllum.”
Þá féllu allir á kné og gerðu bæn sína með
mikilli lotningu og sungu þakklætissálm. ”
Þegar nýlendumenn komu, færðu þeir nið-
ur sæði, sem þeir höfðu haft með sér; það óx
vel, og fengu þeir um haustið góða uppskeru.
TJm veturinn lét höfuðsmaður ryðja skóginn
í kring, svo að nóg yrði akurstæði vorið eftir.
Powhatan hafði ráðgert að setja búðir sín-
ar hinu megin fljótsins og hafa þar vetursetu;
en svo leið eitt haustið, aði þar sást enginn af
Indum. Höfuðsmaður bjóst þó við, að þeir
mundu’ koma, þegar þeir hefðu lokið bifraveið-
um sínum. En þetta brást líka. Leið svo allur
veturinn, og vorið, að enginn vissi neitt um
Powhatan; en varir urðu þeir við fjandskap
Inda.
Það bar til eitt kvöld, að veiðimaður einn úr
borginni kom ekiki heim, og þótti mönnum það
kynlegt. Samt var ekki farið að leita hans, því
að hann hafði verið við veiðar meira en dægur.
En næsta dag kom hann ekki heldur. Þriðja
daginn sendi höfuðsmaður út menn að leita,
því að nú urðu allir hræddir urn hann. Daginn
eftir komu þeir með lík hans; fuudu þeir hann
bundinn upp við tré, og var flegið af honum
höfuðskinnið, eins og Inda er siður" til við
fjandmenn sína, ef þeir ná þeim lifandi. Þótt-
ust nú allir vita, að þeir hefðu drepið manninn
og pínt hörmulega. Af þessu kom mikill ótti
að borgarmönnum, og vildu þeir hefna sem
fyrst slíks níðingsverks. Höfuðsmanni þótti
mikill skaði að manninum, því að hann hatði
verið vaskur maður og góður drengur. Skudi
hann nú, hve Indar voru hverflyndir og viðsjal-
ir. Hann þóttist vita, að Júkka mundi eggja
Powhatan til fjandskapar og spilla fyrir nv-
lendumönnum, eins og hann gæti. En hms veg-
ar taldi hann víst, að Póikahontas mundi rejma
að ’nalda við friði og einingu.
Og höfuðsmaður hafði rétt fyrir sér í þessu.
Það var Júkka, sem drepið hafði veiðimannmn.
Hann sneri huga Powhatans til óvildar, svo að
hann vildi flæma nýlendumenn burtu, með þvi
að hann hafði frá upphafi haft ilt auga á þeim.
Júkka vænti, að nýlendumenn mundu rjufa
friðinn út af drápi veiðimannsins,. en honum
varð ekki að því. Höfuðsmaður skipaði borg-
armönnum að lialda frið og vináttu við Inda,
svo lengi sem þeir gætu.
Nú vissi Júkka ekki hvað til bragÖs skyldi
taka. Hann hafði dulið J)á alla þess hingað til,
að hann hefði myrt mannimi, því hann vissi, að
landar sínir mundu kalla það níðingsverk og
friðarrof. En er honum leiddist eftir ófriði af
hendi nýlendumanna, þá datt honum annað ráð
í hug. Eitt kvöld kemur hann heim af veiðum
glaður mjög. Hann hafði sært sig nokkrum
smáskeinum, og lézt nú hafa barist við nýlendu-
mann og sigrað,hann. Syndi hann höfuðskinn-
ið til sannindamerkis. Hann sagði, að hvíti
maðurinn hefði ráðist á sig saklausan; og svo
hefðu Jæir barist, en seinast hefði hann getað
sigrað hann. En hið sanna var, að Júkka fór
löngum einförum um skógana til að vita, ef
hann gæti drepið einhvern nýlendumann, og
egna þá svo til ófriðar. Seinast hitti hann svo
veiðlmanninn, læddist á eftir honum, svo hann
varð ekki var, og gat skotið hann. Strengdi
hann svo við eikina og fló af honum höfuð-
skinnið. — “Sjáið þið nú, hve svikráðir þessir
hvítu menn eru,” sagði hann, “og skora eg á
vður alla, að hefna friðarrofsins á þeim.” —
(Framh.)
ELSKAR ÞÚ MIG?
Einu sínni kom iðrandi sjmdari inn til séra
Krummachers í Bremen. Hann hafði leitað
guðs og fann það nú, hverju hann hlyti að
svara, ef Jesús spyrði hann, eins og hann
spurði Pétur: “Elskar J)ú mig?” Ef hann
væri hreinskilinn, J)á gæti hann ekki öðru svar-
að en þessu: “Nei, Herra, þú veizt alla hluti;
þú þekkir kulda hjarta míns, svndir mínar og
alt mitt háttalag; þú þekkir mitt vesæla bænar-
líf, trúarleysið og öll mín mörgu og margítrek-
uðu afbrot;—já, þú véizt, að eg elska þig ekki.”
— Honum fanst, sem jörðin riðaði undir fót-
um hans. Já, svo djúpt var liann sokkinn, að
hann efaðist um það, að liann gæti nokkurn
tíma notið náðar guðs. Honum fanst öll von
vera úti. — Og þessar raunir sínar tjáði hann
nú séra Krummacher.
Presturinn svaraði honum og sagði: “Snú
Jiú spurningunni við. Þegar Frelsarinn spyr
þigogsegir: Elskar ])ú mig? Þá spvr þú hann
aftur: Elskar þú mig? Því sjáðu til: Þáð er
sem sé ekki kærleiki þinn til hans, sem þú get-
ur bvgt á hjálpræðisvon þína. 1 þessu er kær-
leikurinn, segir Jóhannes postuli, ekki að vér
elskuðum Guð, heldur að Hann elskaði oss og
sendi Son sinn til að friðþægja fvrir
syndir vorar.”
Þessi huggunarorð voru sem himnesk smvrsl
fyrir iðrandi syndarann. Kærleikur Guðs varð
honum svo augljós, að hann fól sig honum ör-
uggur og hrópaði fagnandi: “Já, Herra, ])ú
veizt alla hluti, þú veizt að eg elska þig.”
—Heimilishl. Á. Jóh. þýddi.
Kristileg hringsjá.
Kirkjunefnd þýzk-evangelis'ku kirkjunnar
hefir ályktað, að koma ^upp sérstökum kirkju-
fána til að greina kirkjuna frá öðrum ríkisstofn-
unum. Þýzki kirkjufáninn á að vera fjólublár
kross á hvítum grunni; hann á að vera tákn-
mynd hins kirkjulega lífs.
Nú er hafið einkar merkilegt vakningarstarf
í Ninive. Kristniboðinn, sem hóf það, heitir
Roberts. Sjö manns komu á fyrstu samkom-
una, sem hann hélt. En þessi kristniboði er einn
af þeim, sem er gefinn stálvilji. Hann tok fyr-
ir alla borgina með konu sinni. Þau gengu í
húsin og báðu fólk að koma á samkomurnar, og
sungu og léku á hljóðfæri úti fyrir dyrum
þeirra. Stúdentar frá háskólanum tóku þátt 1
þessu starfi með þeim. Og samkomunum var
haldið áfram. Þegar vika var liðin, brauzt
vakningin út. A sunnudaginn var s^mkomu-
salurinn, troðfullur, og margir stóðu upp og
beiddust fyrirbænar. Allstaðar er Drottinn að
starfa. >
Amerískur læknir hefir komið á fót lækn-
ingastofu, og tekur þar á móti bömum þeim,
sem aðrir ætla að gera sér að erfingjum. Ætt-
leiðingjar þessir eru látnir vera þarna að námi
árstíma, til þess að hægt sé að fá fulla vissu um,
hvernig heilbrigðSsástand þeirra er og innræti.
Þeir, sem því avtla að gera eittlivert 'barn að
sínu barni, geta þarna fengið fullvissu um í
hverju því er ábótavant líkamlega og andlega.
—Heimilisbl.
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON
218-220 Medlcal Arta Blds.
Oor. Graham og Kennedy Bta.
PHONB: 21 814
Offlce thnar: 2—3
Phone: 27 122
Winnlpeg, Manitob*.
DR 0. BJORNSON
216-220 Medical Arta Bldr.
Cor. Grufiiam o*r Kennedy Sta
PHONB: 21 814
Offlce tlmar: 2—3.
Heimlii: 764 Vlctor St.
Phone: 27 688
Winnlpegr, Manltoba.
DR. B. H. OLSON
Slff-220 Medical ArW Bld«.
Cor. Orahara og Kennedy Bte.
Pbone: 2) 834
Offlce Houre: 8—6
Helmill: 921 Sherbume »t.
Winnipegr, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 MedJcal Arte Bld*
Cor. Graham og Kennedy Ste.
Piioie: 21 834
Stundar augna, eyrna nof og
kverloa ejúkdóma.—Er aS hMta
kl. 10-12 f.h. og 2-6 edi.
Heimili: 373 River Ave.
DaJe. 42 691
DR. A. BLONDAL
Medical Arte Bldg.
Btundar sérstaklega Kvenna og
Barna sjúkdóma.
Br a8 hitta frú kl. 10-12 f. h.
og 3—6 e. h.
Offloe Phone: 22 296
Heimlll: 804 Victor St.
Siml: 28 180
Dr. Kr. J. Austmann,
Wynyard, Sask.
DR. J. OLSON
Tannlæknir
216-220 Medlcai Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Ste.
Phone: 21834
Heimills Tals.: 88 836
DR. G. J. SNÆDAL
Tannlæknir
I
614 Somerset Block
Cor. Portage Ave og Donald Bt.
Talslmi: 28 889
/
Dr. S. J. Jóhannesson
stundar almennar
lœkningar
532 Sherburn St. Tals. 30 877
G. W. MAGNUSSON
Nuddlæknir.
609 Maryland Street
(jÞriðja hús norðan við Sarg.)
Prone: 88 072
Viðtalstími: kl. 10—11 f. h.
og kl. 3—5 e. h.
Dr. C. MUNSON, L. D. S.
Dentist
66 Stobart Bldg.
290 Portage Ave. Winnipeg
Phone 25 258
Fer til Gimli og Riverton. —
Veitið því eftirtekt í bæjar-
fréttunum.
Dr. C. J. Houston,
Dr. Sigga Christianson-Honston
Gibson Block
Yorkton, - Sask.
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
(«l. lögfrseStngar.
Skiifatofa: Room 811 McArthwr
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1666
Phonea: 26 849 og 26 149
LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N
«.l«T.Tulr iögfræeingar.
866 Main SL Tala: 24 »4S
peir hafa einnig ekrifatiofur a*
Lundax, Riverton, Gimli ^
og eru þar aC hitta 4 •fUrfylgJ-
andl tlmum:
Lundar: Fyrsta miövikudag,
Riverton: Fyrsta fimtuda*.
Gimli: Fyrsta milCvikudag.
Pin«y: PriCja föetuda*
I hverjum rnAnuCl
FOWLER OPTICAL qtt
294 CARLTON ST.
NEXT TO FREE PRESS
DRS. H. R. & H. W. TWEED
Tannlæknar.
406 Standard Bank Bldg.
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone 26 545. Winnipeg
J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL,M. (Harv.) íslenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21 033. Heima 29 014
JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768
G. S. THORVALDSON, B.Á., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371
Residence Ooí5ín7 phone 24 206 Pbone 24 107 E. G. BALDWINSON, LL.B. i>. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg.
A. C. JOHNSON 907 Oonfederation Llfe Bld*. WINNIPKG Annast um íasteignir ur aC 8ér aC úvaxta «I>arifé fólkfl. Seiur eldsábyrgO og bifnedOa Abyrg - lr. Skriflegum fyrirspurnum evaraO samstundis. Skrifstofusími: 24 263 Hoimaslmi: 38 * z ®
J. J. SWANSON & CO limited R e n t a 1 b Insurance RealEstate Mortgagei 600 PARIS BLDG.. WINNPBG. Phones: 26 349—26 340
Emil Johnson SFKVH'IO FJÆOTRIO Ralmayns ContracHny — AlUkvn* rafmaynsáhöld seld og viO þau gert Ey sel Moffat og CcClarv elda- vélar og hefi í>wr til sgnis á verk- stœOi minu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnaon’s bygglngin vlO Young Street, Winnipeg) Verkst.: 31 S07 Heima:27 286
A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur líkklstur og annaat um út- farir. Allur útbúnaOur sá. beatlL Ennfremur selur hann allskonar minnisvarOö, og legsteina. Skrifstofu tals. 86 607 Helmilis Tals.: 58 39*
Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 605 Boyd Building Phone 24 171 WINNIPEG.
SIMPS0N TRANSFER Verzla meO egg-á-dag hænsnafóOur. Annast einnig um allar tegundlr flutninga. 647 Sargent Ave. Slmi 27 240
CORONA HOTEL 189 Notre Dame East Verð herbergja frá $1.50 og hækkandi. Símar: 22 935 — 25 237
Giftinga- og JarOarfara- Blóm meO lltiiun fyrirv»r» BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. Tal*.: 30 730 St. John: t. Ring 3