Lögberg - 30.08.1928, Page 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30 ÁGÍfST 1928
Jögberg
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Pross Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Tffrlftiinnri N»032? N«0328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrilt til blaSsins:
THE 80LVIM|Bli\ PRE8S, Ltd., Box 317*, Wlimlpeg.
Utanáskriít ritstjórans:
EOiTOR LOCBERC, Box 317* Wlnnipog, N(an.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram
"■ —- ."-.-—r«■
17i« "Líögborg'’ ta prtntod and publlahed by
rtis Oolumbla. Preaa, Lómited, lrt the Columbla
Buildtng, «86 SarKent Ave- Wlnnlpeg. Maniioba
Stofnun fiskisamlagsins.
Síðastliðinn föstudag, var haldinn í þing-
húsi Manitobafylkis, stofnfundur fiskisamlags-
ins í Manitoba, við dágóða aðsókn, þótt vel
hefði mátt betur vera. Mun það nokkuð hafa
dregið úr aðsókninni, að eigi hafði fundurinn
auglýstur verið í íslenzku blöðunum.
Fundarstjóri var kosinn í einu hljóði Mr.
Guðmundur F. Jónasson, kaupmaður í Winni-
pegosis, en skrifarastarfið féll í skaut Mr. E.
Walker hér í borginni. Lýsti fundarstjóri með
stuttri, en skilmerkilegri ræðu tilgangi fundar-
ins, ósamt mólum þeim, er til úrslita kæmu.
Las hann upp aukalög samlagsins, er síðan vorn
íædd lið fyrir lið, en Col. H. M. Hannesson, lög-
fræðilegur ráðunautur fyrirtækisins, svaraði
greiðlega spurningum öllum og athugasemdum,
er fram komu við einstök atriði téðra auka-
laga. Mr. Paul Reykdal, fyrrum kaupmaður að
Lundar, Man., sá er haft hefir í sumar undir-
búning málsins með höndum, lýsti all-ítarlega
starfsemi sinni í þágu fyrirtækisins, og kvað
næstum ótrúlega mikið hafa unnist á, er tekið
væri tillit til þes, hve undirbúningstíminn hefði
verið stuttur. Undirtektir fiskimanna hefðu
yfirleitt verið góðar og myndi þess því óhætt
mega vænta, að meðlimum fjölgaði svo í náinni
framtíð, að samlagið fengi yfirhöndina að því
er sölu fiskiframleiðslunnar áihrærði. Yar hinn
bezti rómur gerður að máli hans.
Annríkis vegna veittist oss eigi kostur á að
sitja fundinn, nema rétt þangað til að Mr. Reýk-
dal og þeir menn aðrir, er nú hafa nefndir ver-
ið höfðu lokið máli sínu. Samt mun oss óhætt
að ifullyrða, samkvæmt beztu heimildum, er
vér fengum, að fundurinn hafi til enda farið
vel og skipulega fram og almennur áhugi kom-
ið í ljós með fundarmönnum fyrir nytsemi fvr-
irtækisins. Má það meðal annars af því marka,
hve góðs trausts samlagið nýtur, að bankarnir
buðu þegar fram alt það fé, er bráðahirgða
starfræksla þess að sjálfsögðu krefst, þar til
vetrarveiðin hefst og fiskiframleiðslan fer að
berast í hendur þess.
Forseti þessa nýja fyrirtækis, verður Mr.
Paul Revkdal, framkvæmdarstjóri og varafor-
seti Mr. Guðmundur F. Jónasson, en fjármála-
ritari Mr. E. Walker. Meðstjórnendur: Skúli
Sigfússon, Rögnvaldur Vidal, B. Bjarnason,
Hannes Kristjánsson og Geirfinnur Pétursson.
Lögberg hefir, frá því í vetur, flutt hverja
greinina á fætur annari um nytsemi þessa máls,
og telur það enn engum vafa bundið, að fiski-
mannastéttin muni margt gott geta af því hlot-
ið, verði nauðsvnlegrar forsjár gætt, sem ekki
ætti að þurfa að efa. Sporið hefir nú verið
stigið, og héðan af er það að miklu leyti á valdi
fiskimannanna sjálfra, hvernig fyrirtækinu
reiðir af í framtíðinni.
Ritsjá.
i.
Eimreiðin, 34. árgangur, 2. hefti. Reykja-
vík, 1928. Ritstjóri Sveinn Sigurðsson.
Eimreiðin hefir ávalt verið í tölu vorra kær-
komnustu gesta, og um þetta nýjasta hefti má
það fyllilega segja, að það standi að engu leyti
hinum fyrri að baki.
Hefti þetta byrjar með bráðskemtilegri og
fræðandi ritgerð, er “Kkiro-för” nefnist, eftir
fornvin vorn og skólabróður, Björgúlf Ólafs-
son, þann, er í allmörg ár gegndi læknisembætti
fyrir hönd hollenzku stjómarinnar, og búsett-
ur var í Singapore. Svo glöggar eru lýsingar
hans á hinni frægu höfuðborg Egyptalands, að
fanni finst að loknum lestri, sem maður sé
gagnkunnugur orðinn hverjum krók og kyma.
Ellefu myndir prýða ritgerð þessa, svo sem af
megm strætum, skrautmusterum/ og listasöfn-
um.
Næst fylgir ritgerð, “Hlutverk kirkjunnar”,
eftir J. A. C. Fagginger Auer, prófessor frá
Tufts College í Massatíhusetts ríki, þann, er
flutti síðastliðinn vetur fyrirlestra um saman-
burðarguðfræði við háskóla íslands. Þýðing-
in, sem er eftir Harald heitinn Níelsson, ber
með sér stílþrótt og frásagnarsnild hins látna
höfðingja.
Þá kemur smásaga eftir Guðmund skáld
Friðjónsison á Sandi, er “Aldurtili Arnalds”
nefnist. AS saga þessi sé frumleg að efni til
verður tæpast með sanni sagt, því svo era at-
burðir þeir, sem lýst er, hversdagslegir. Bregð-
ur sögukorn þetta upp mynd af kaldrænu sam-
lífi efnahjóna, hamförum bónda, út af því, að
sonur þeirra fellir ástarhug til stássrófu úr
kaupstað, er gamli maðurinn hyggur, að stevpa
muni húinu á höfuðið. StíguÍokin skýra frá
dauða Arnalds bónda og tildrögunum er til hans
leiddu, ásamt síðasta samtali þeirra hjóna.
Stíllinn í sögunni sver sig í ættina, því slíkt
megin-kyngi máls, sem Guðmundur Friðjónsson
á, hafa fáir af rithöfundum vorum til brunns
að bera.
Svo að segja í inngangi sögunnar, stendur
eftirfarandi lýsing, er enginn annar núlifandi,
íslenzkur rithöfundur en Guðmundur Friðjóns-
son, gæti hafa sett saman:
“Hausttíðin grúfir yfir landinu, og er vax-
andi gangur að ofríki ihennar. Hún brá upp
merki sínu fyrst ,á Hágangahnjúk á náttarþeli,
með þeim hætti, að liún f Ati á hvirfil hans
ljósgráan kofra. Jafnframt lét hún ýrótt skar-
band um höfuð MiÖaftansnibbu. — Þessar kald-
rifjuðu hátignir sátu á fjallgarðinum vestan
við sveitina, sem Stóri Ós tilheyrir. Eftir fáa
sólarhringa bjó hausttíðin Hágangaihnjúkinn
þannig, að hann mátti Hvítserk kalla. Og heiÖ-
in fram af eða inn af bygðinni, varð að ljósu
líki.”
Næst skrifar Helgi Péturss um “Betri not
af fiski.” Telur líklegt, að rýmka mætti til
muna um fiskimarkaÖinn, ef teknar væru upp,
endurbættar að vísu, hinar eldri fiskiverkunar-
aðferðir, svo sem það, að láta fiskinn síga, en
það kallar Helgi gerilverkun.
“í'lrá Grímsey og Grímseyingum, “ heitir
ritgerðin, er þar fer á eftir, samin af Steindóri
Sigurðssyni, skemtileg aflestrar* og fróðleg á
margan hátt. Grímsey er ekki stór að ummáli,
en samt kemur hún allmjög við sögp íslenzkrar
þjóðar, þó ekki væri nema fyrir ummæli Einars
Þveræings og ræktarsemi prófessor Fiske, við
þenna litla hólma.
Á blaðsíðu 173, hefst kvæði, “Pílagrímur”,
eftir Jóhannes úr Kötlum. Eigi vitum vér
nokkur minstu deili á höfundinum, en það dvlst
oss eigi, að hér er á ferðinni langtum listrænna
ljóðskáld, en alment gerist. Þrjú fyrstu erind-
in hljóða á þessa leiÖ:
“1 æyrunum sviftinga-súgur
og soltinna ljóna org.—
1 augum hálfrökkur haustsins,
— í hjarta nístandi sorg.
Áfram — einn, tveir þrír —
austur í Jósalaborg.
Hann gengur við staf og stefnir
á stjömu þar austur frá. —
Á baki hans blunda syndir,
— í brjósti hans vakir þrá.
Áfram — einn, tveir þrír! —
Ögrandi’ er fjarlægðin blá.
Við barminn eitthvað hann byrgir
á bak við sín skikkjulöf.
Það er lítill sveigur úr lyngi
til að leggja á Drottins gröf. —
Áfram — einn, tveir, þrír!
Áfram með syndarans. gjöf! ’ ’
Svona yrkir enginn nema sá, sem fæddur er
skáld.
Þá kemur “Bjartsýnn öldungur”, stutt rit-
gerð eftir ritstjórann, er lýsir þremur megin-
ástæðum fyrir bjartsýni Oliver Lodge. Á eftir
fer snjöll ritgerð, “Líkamsment og fjallaferð-
ir,” eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, svo
og þýÖingar úr rómönskum málum eftir Þ. Þ.,
mestmegnis örstutt kvæði, eÖa dálitlar hlik-
myndir í ljóði. Lestina rekur niðurlag á sögu,
er “Glosavogur” nefnist. Er hér um þýðingu
að ræða, en þýðandinn ekki nafngreindur.
Svo margbreytilegan fróðleik hefir þetta
umrædda Eimreiðarhefti að geyma, að vel ætti
það skiliÖ, að komast inn á hvert einasta ís-
lenzkt heimili.
Tltsölumaður Eimreiðarinnar vestan hafs,
er hr. Araljótur B. Olson, iað 594 Alverstone
Street hér í borginni.
II.
Arsrit hins íslenzka garðyrkjufélags, fyrir
yfirstandandi ár, hefir oss nýlega borist í hend-
ur heiman af ættjörðinni. Er það sérlega vel
úr garði gert, og útgefendum til reglulegrar
sæmdar. Rit þetta er í raun og veru helgað
aldarminningu Árna heitins Thorsteinssonar
landfógeta, og flytur um hann ágæta ritgerð
eftir Einar garðyrkjufræðing Helgason. Var
Árni Thoútseinsson einn af stofnendum hins
íslenzka garðyrkjufélags, og starfaði ötullega
að viðgangi þess til hinstu stundar. Þeim, sem
kunnugir voru í Reykjavík, mun seint úr minni
líða landfógetagarðurinn, langfegursti blóm-
reiturinn, er höfuðstaður þjóðar vorrar um
um langt skeið átti í eigm sinni. Garðurinn var
Árna eigið afrek.
önnur veigamesta ritgerðin í hefti þessu,
finst oss vera sú, er gengur undir nafninu:
“VenjiÖ unglingana é garðvinnu.” Flvtur
hún hollar kenningar, sem sérhverjum er gott
að kynnast. 1 grein þessari stendur eftirfylgj-
andi kafli:
“Einn hleypidómur hér á landi er mjög al-
mennur, og hann er sá, að skoða ekki hverja þá
vinnu, sem fyrir kemur, jafn-heiðarlega. Að
mala í kvöm, fést við áburð, og ótal fleira, var
og er enn á stundum skoÖaÖ sem rýrð á mann-
virÖingu. Garðyrkjan hefir eigi farið varhluta
af þessum kvilla, þó það að mestu hafi horfiÖ,
en það var og annaÖ, samhliða því, og það var
að gera lítiÖ úr kálmetinu sem viðurværi, einaog
um miðja öldina, þegar presti var boðið kál, en
hann bað guð að forða sér frá því að éta grös
með villidýrum.
Unglingar eiga að venjast strax á að skoða
alla garðvinnu jafn-heiðarlega sem aðra vinnu,
og að til sérhverrar vinnu þurfi kunnáttu, sem
menn verða að afla sér eftir beztu föngum,
bæði frá öðrum og með æfingu.
Nú er öll vinna heiðarleg, en sú vinna er
heiðarlegust, sem unnin er með mestri kunn-
áttu. Þurfi kunnáttu til vinnunnar, verður að
afla hennar sem fyrst að verða má. Bókin fyr-
ir lærdomsiðkandann og vinnan fyrir veríca-
manninn, er að mestu leyti hið sama fyrir
báða. Námið verður að byrja strax á unga
aldri, þegar fært er.”
Ekki getur hjá því farið, að hugvekjur þess-
ari líkar, hafi heilnæm, örfandi áhrif á sérhvern
þann, er með athygli les.
III.
European Elegies, ljóðaþýðingar eftir Wat-
son Kirkconnell, prófessor við Wesley College
hér í borginni. Bók þessi er gefin út af
Graphic Publishers, Limited, Ottawa Ont, og
er 166 blaðsíÖur að stærð.
Tekið skal það þegar fram, að oss hefir
hvergi nærri veizt kostur á að yfirfara bók
þessa jafn nákvæmlega og æskilegt hefði verið,
en við fljótan lestur hefir sú tilfinning einhveru
veginn komist inn hjá oss, að þýðandinn sé
hvergi nærri jafn mikiÖ skáld og hann er mikill
tungumálamaður. Þrjár þýðingar úr íslenzku
eru í hók þessari, og skal hér nú birt sýnishorn
af þeirri’fyrstu, “Hvar eru fuglar þeir á sumri
sungu?” eftir Steingrím skáld Thorsteinsson.
Fyrsta erindið má heita sæmilega úr garði gert.
A íslenzku er síðasta erindi kvæðisins þannig:
“Svo dvelji söngfugl hver einn fyrir handan,
og hylji fönnin blómið hvert sem dó!
Vér eigum sumar innra fyrir andann,
þó ytra herði frost og kyngi snjó.”
Eftir að prófessor Kirkconnell hefir farið
hugarhöndum um þessa gullfallegu vísu, kem-
ur hún fram í enska búningnum, eða jafnvel
1 öllu heldur búningsleysinu, sem hér segir:
“Far to the south the absent songbird b.ngers;
Deep under sno"wy shrouds dead flowers lie;
Within, heart-huddled, man warms tortured
f ingers;
Without are dreary drifts and iron sky.”
Þegar um þýðingar er að ræða, ber að
sjálfsögöu, að vernda hið andlega erindi ljóðs-
ins eða sögunnar, það ér að segja hinn andlega
tilgang, ásamt blæbrigðum hreims og hljóm-
falls. Lítið af þessu virðist oss prófessor
Kirkconnell hafa tekist, og var þá ver farið en
heima setið. — Vitund tekst prófessoraum bet-
ur til með þýðinguna úr sálminum “Alt eins og
blómstrið eina”, þótt nokkuð skorti að vísu á,
að hrifningarhiti líkingameistarans haldi sér.
Þýðingin á versinu “DauÖinn má svo með
sanni” o. s. frv., hljóðar á þessa leið:
“Death is the master-mower,
Swift is the scythe’s fell sweep
Swung by his unseen fingers,
Ruthless to rank stalks ripening
Reajier of all who reap.
Grasses and flowers together
Fall to him as he goes,
And to the soft new rose.”
Það er ekki á allra færi, að fara svo höndum
um helgidóma íslenzkrar ljóðlistar, að eigi
hljótist slys af. Tilgangur prófessor Kirk-
connells með þessum -íslenzku þýðingum, er
vafalaust góður, enda kvað maðurinn hafa
miklar mætur á íslendingum og íslenzku þjóð-
erni. En tilgangurinn helgar hvergi nærri á-
valt meðalið, þótt gamla íslenzka máltækið segi
að svo sé.
LjóðaþýSingar þessar eru nú komnar í bóka-
búðir og kosta $1.50.
. IV-
Stúdentablaðið, ritstjóri Lárus Sigurbjörns-
son. Reykjavík. 1928.
Ritstjóri Stúdentaiblaðsins hefir sýnt oss
þann góðvilja, að senda oss til umsagnar apríl-
og maí-beftin af blaði sínu, og kunnum vér
honum þakkir fyrir. Er blaðið f jörlega ritað,
sem jafnan á sér stað, þar sem eldmóðg æskan á
hlut að máli. Sem kunnugt er, kom Stúdenta-
blaðið út að eins einu sinni ó ári, þar til nú að
því hefir verið breytt á mánaðarblað, vegna
vinsælda er það hafði aflaÖ sér. Vonast útgef-
endiirnir, stúdentarnir við háskóla Islands, eft-
ir því að mentalýður Islendinga vestan hafs,
vilji einnig styðja blaÖið, og hafa því sent það
hingað vestur til kaups.
Að efni til er blað þetta næsta ffölbreytt, og
frípur inn í margt, sem íslenzkan almenning
varðar, og þá að sjálfsögðu ekki hvað sízt ís-
lenzkan mentalýð. 1 aprílblaðinu er Ilaraldar
heitins Níelssonar fagurlega minst, þótt í stuttu
máli sé, af Sigurjóni Guðjónssyni frá Vatnsdal.
En veigamesta ritgerðin mun þó sú mega telj-
ast, er nefnist “Hin ungu íslenzku skáld”, eft-
ir Sigurð Skúlason, mag. art. Flokkar grein-
arhöf. vandlega niður ritdómana um! hin yngri
skáldin, og bendir á það með hógværum .skýr-
ingum, hverjar tegundirnar horfi til heilla og
hverjar ekki, að því er viÖkemur áJhrifum á hlut-
aðeigandi skáld. Er Sigurður afbragðs vel rit-
fær, sem mörgum Vestur-lslendingum er vafa-
lauts kunnugt um, þó ekki væri nema af hinni
ágætu ritgerð hans um Jón biskup Geirreksson,
er birtist í síðasta tímariti Þjóðræknisfélags-
ins. Ritgerð sinni lýkur Sigurður þannig:
‘ ‘ Sum yngstu skálda vorra eru tvímælalaust
mjög efnileg. En þjóðin, sem á að erfa verk
þeirra, má ekki láta sér fátt um þau finnast né
þegja þau í hel. Því síður má hún skoða þau
sem beiningamenn. Hún á að efla þau til höfð-
ingja og létta þeim flugið. Þá munu þau vissu-
lega á sínum tíma opna henni nýja og dásam-
lega heima.”
Maí-númerið flytur ljóðþýðingu Magmisar
Asgeirssonar, “Dauði Fausts”, eftir Goethe,
máttka í máli og hreimstyrka. Vér höfum áður
hér í blaÖinu, vakiÖ athygli á Magnúsi Ásgeirs-
syni, sem einum í hópi hinna yngri skálda, er
þjóð vor virðist mega gera sér hvað mestar
vonir um.
Það/'er eins og hressandi vorgola leiki um
sálu manns, við lestur Stúdentablaðeins. Slíku
blaði myndi vestur-íslenzkur mentalýður hafa
mikið gagn af að kynnast. Því ekki að stuðla
að útbreiðslu þess? Stúdentablaðið kostar
$1.50 um árið, og hefir útsölu þess á hendi fyrst
um, sinn, S. Sigurjónsson, 724 Beverley Street
hér í borginni.
for further particulars
TELEPHONE 37 181
The Dominion Business *College is a well-
established school of business training, with
nineteen years’ practical éxperience in prepar-
ing young peóple for worthy and well-paid
positions in the business world. It has a re-
putation amongst business men for high
achievement and efficient training.
Business Oollege
1. WlNNIPEG.
3
INDIVIDUAL INSTRUCTION
IN ALL DEPARTMENTS
J0IN NOW
for the
FALL TERM
DAY AND EVENING CLASSES
Evening Classes
MONDAY AND THURSDAY
of each week.
DOMNION
busin^P®uke
•"on Tfie Mall
ENROLL
TUESDAY, SEPTEMBER 4th
For the
Fall Term
of the
Dominion I
s
BUSINESS COLLEGE
Many young people have already commenced
their business course at the Dominion Business
College.
Many more have indicated their intention
to join on Tuesday, September 4th.
The “Dominion“ policy of INDIVIDUAL
INSTRUCTION IN ALL DEPARTMENTS
enables a student to commence his course at
any time. It is to your advantage, however,
to commence NOW your preparation for a
business career.