Lögberg - 11.10.1928, Side 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER 1928.
SOLSKIN
Sérstök deild í blaðinu
ISLAND.
Við söng og leik og ljóðin fögur
hér líður bernsku minnar vor.
Hér geymast mínar gömlu sögur.
Hér gekk eg fyrst mín æskuspor.
Hér vil eg alt af eiga heima
og alla krafta helga þér,
Island, Island! og aldrei gleyma
hve oft þú hefir brosað mér.
—Smári. J • G.
NÓTT.
Vaki eg einn, þá inni sefur drótt,
Andar mér vorið hlýtt í sumarblænum.
Á kvöldroðans glæður kyrrlát starir nótt,
Kveðjandi dagur ljómar yfir sænum.
Kyrt er í sveit og söngfuglanna kliður
Sofnaði vært í faðmi þínum, nótt.
Hjúpar alt landið hátign, ró og friður,
Huldumál þagnar fæ eg til þín sótt.
Nú er eg fjarri mannsins glaum og gleði,
Sem glepur með léttúð tilheyranda sinn.
Eg horfi á dýrð, sem Drottinn okkur léði,
Dulmáttug lotning grípur liuga minn.
Mvrkhærða nótt!—já þú' ert móðir dagsins,
Mjúkhent og gjöful — gefur þreyttum frið,
Og þú ert drotning — drotning sólarlagsins,
Draumannaveldi, það er lágnættið.
Bjarni frá Gröf.
“HEIL, NORÐURHEIMSINS FOLD!”
-------Börnin heima voru orðin dauðþreytt
á lestri og leikjum. Landafræði-lexían hafði
verið löng og erfið. En samt var sú grein í
mesta uppáhaldi hjá þeim. Hún minti á svo
undur margt og gaf svo mörg tilefni til sam-
tala. Þegar börnin höfðu lagt smábaúcurnar
frá sér og teygt úr þreyttum limum, þá hófust
kapprœðurnar. I kvöld var umtialsefnið: Sam-
anburður á norður- og suðurlöndum og hvar á
hnettinum myndi bezt að vera ? — Börnin voru
engan veginn sammála og sóttu og vörðu mál
sitt af mesta kappi. — Sum af þeim voru t. d.
svo ákaflega hrifin af Silvo litlu og heita land-
inu hennar, en önnur hins vegar af Axelmu í
kalda landinu. En svo var minst á Lappana og
land þeirra. Þá varð fljótlega lítið úr hunda-
sleðanum hennar Axelmu, og Silvo glevmdist
alveg, Hrifnust jVoru (bömin af ferðalagi
Lappanna í hreindýrasleða. Hugsa sér! Hjarn
og svell svo langt, sem augað eygði. Heiðríkt
veður, en nístandi kalt. Hve loftið hlýtur að
vera hreint og hressandi! Og hvílík stjömu-
dýrð og norðurljósabirta! Að sitja í sleða, vaf-
inn í skinnfeld, og stýra vel tömdu hreindýri, er
gengi fyrir sleðanum — en sú ferð, maður
minn! Jú, norðrið var bezt.----En þreytan
ágerðist; og þá hvarflaði hugurinn að hreinu
og mjúku sængunum, sem mamma og pahbi
bjuggu bömunum sínum. Umræðunum lauk.
Voru þá öll börain orðin sammála um, að
norðrið væri bezt, og þegar alls væri gætt, þá
væri ísland bezta landið, að minsta kosti meðan
mamma og pabbi ættu þar heima. — Til þess að
láta mömmu og pabba heyra álit sitt, þá sungu
þau einu rómi, svo að undir tók í öllu húsinu:
Þú gamla, þú svipmikla, fjallkrýnda fold,
þú friðsæla norðurbygðin væna.
Eg heilsa þér, göfuga, helga fósturmold,
með himinfegurð, tún og engið græna.
Þú sviptigna drotning, á sagnhelgri tíð
í söng flaug þitt nafn með himinröndum.
Hvað verið þú hefir, þú verður ár og síð,
því vil eg lifa’ og deyja’ á norðurlöndum!
Mamma og pabbi klöppuðu og þökkuðu fyr-
ir sönginn. Þau voru sammála.----Smári.
FYRIR HVAÐ ÆTLAR ÞÚ A D LlFAf
Manfred Björkquist, sænskur skólastjóri,
sagði einu sinni við nemendur sína: Allsstað-
ar hitti eg fyrir menn, sem telja það allsendis ó-
þarft að leggja þá spurningu fyrir sig, hvers-
vegna þeir séu til. Spyrji eg þá hvern af öðr-
um: Hver er vilji þinnf Fyrir hvað ert þú
að lifa? Þá svara flestir þeirra engu. Þeir vilja
að sönnu margt, óskirnar eru margar, þeir
vilja beita krpftum sínum við eitthvað, þeir
keppa að þessu í dag og öðru á morgun; en ekk-
ert er til, sem þeim sé svo kært, að þeir vildu
leggja lífið í sölurnar fyrir það, ef svo þyrfti
að vera. Og svo er þetta kallað að lifa!
Nei, vér mennnirnir erum snauðir aumingj-
ar, svo lengi sern vér erum ekki gagnteknir af
kærleika til einhvers, manns eða málefnis, og
erum albúnir til að leggja lifið í sölumar fyrir
það, ef þess er krafist.
Vér verðum að vera hjartfangnir af ein-
hverju, ef störf vor eiga að verða samfelt
œfistarf. Öll mikilmenni á öllum öldum hafa
verið gagntekin af einhverju, sem hefir verið
hærra og æðra en þeir sjálfir, einhverri göfugri
hugsun, einhverju marki, einhverjum manni,
einhverju starfi. Sá einn, sem fórnar lífi sínu
öðlast lífið.
En vér verðum að vera algjörlega gripnir
og mótstöðulaust af vorri hálfu. En þá má það
ekki vera neitt fánýti, sem við gefum oss alla
við. Gefi einhver sig við einhverju ómerkilegu,
verður hann sjálfur ómerkilegur. Gefi hann
sig við einhverju miklu, verður hann sjálfur
mikill. Sá, sem gefur sig við hégóma, verður
hégómlegur. Sá, sem verður gagntekinn af
hinu eilífa, verður sjálfur eilífur. Hið eilífa
tengir oss við eilífðina.
Sá, sem ekki verður gagntekinn eða gripimi
af neinu, er lifandi dauður; sá, sem ekki er
höndlaður af hinu eilífa, fer á mis við eilíft
líf.” — Heimilisbl.
SYNGDU, LITLA LÓA!
Syngdu, litla lóa,
ljóð um vor og æsku,
gróðrarhug og gæsku. —
Syngdu, litla lóa.
Syngdu, litla lóa,
létt og 'blítt á hnjóti,
huggun svo eg hljóti. —
Syngdu, litla lóa.
Syngdu, litla lóa,
— ljómar sól í mónum, —
töfra þú með tónum. —
Syngdu, litla lóa.
—Dýrav. Sig. Kr. Sigtryggsson.
HALFUR OG HALFSREKKAR.
(Endursögn.)
Hjörleifur hét konungur, er .réði fyrir Hörða-
landi í Noregi. Hans kona var Hildur hin mjóva.
Tvo sonu áttu þau: Hjörólf og Hálf. Hjörleif-
ur konungur féll í víkingu, en Hildar fékk þá
konungur sá, er Ásmundur nefndist. Hann
fóstraði þá Hjörleifssyni, Hjörólf og Hálf. —
Þegar Hjörólfur var 13 vetra, bjóst hann í
hernað. Safnaði hann að sér liði miklu, en var
óvandur í vali manna og fyrirhyggjulaus um
allan útbúnað. Þegar kom til orustu við vík-
inga, þá reyndist lið hans ókænt og illa búið að
vopnum. Féllu margir, en sumir flýðu. Sjálf-
ur náði hann heim um haustið, en hafði full-
komna vansæmd af förinni. — Vorið eftir var
Hálfur 12 vetra gamall. Var hann þá orðinn
afbragð amiara manna, öðrum meiri og sterk-
ari, og fyrirhyggjumaður hinn mesti. Það vor
bjóst hann í hernað. Hafði hann að eins eitt
skip, en nýtt og vel útbúið. JarLsson einn af
Hörðalandi, Steinn að nafni, var ráðgjafi Hálfs.
Steinn var 18 ára gamall og hinn ágætasti drern?-
ur. Sagan segir, að svo hafi þeir Hálfur verið
vandir að liðsmönnum, að eftir fvrstu leit í 11
fylkingum, hafi þeir að eins 12 menn fundið, þá
er þeir töldu fullgilda, en alls urðu þeir um 20,
Hálfsrekkarnir, er ýtt var úr vör um vorið. Það
var heldur ekki heiglum hent, að komast í flokk
þeirra Hálfsrekkanna. Þeir einir voru hæfir
til fararinnar, sem lyft gátu frá jörðu stærðar-
steini, er lá þar í garðinum, og þó því að eins,
að þeir heyrðust aldrei mæla æðruorð, né létu
sér bregða við sár eða meiðsli. Enginn mátti
heldur yngri vera en 18 ára. Talið er, að hver
Hálfsrekkanna hafi haft 12 meðalmanna afl. —
Þau lög setti Hálfur, að eigi mætti tjalda á skip-
inu til skjóls né lægja segl fyrir ofviðri. Eng-
inn þeirra skyldi lengra sverð hafa en álnar-
langt (um 2 fet). Aldrei mátti um sár binda.
fyr en þau voru sólarhrings gömul. Og—aldr-
ei mátti hertaka konur né börn. —
Þeir Hálfur herjuðu víða um lönd og höfðu
jafnan sigur. En eitt sinn hreptu þeir storm
mikinn í hafi. Fylti skipið og varð ekki ausið,
En einhvern veginn vmrð að létta það. Kom
það þá til mála að varpa mönnum fvrir borð
eftir hlutkesti. En aldrei þurfti til hlutkestis-
ins að taka, því jafnan buðust einhverjir til a.ð
hlaupa fyrir borð, til þess að létta skipið, svo
að foringinn og félagarnir mættu bjargast. Og
er þeir stigu fyrir borð, mæltu þeir: “Strá-
laust er fyrir stokkum.” Með þeim orðum lýstu
þeir því yfir, að þeir álitu ekki druknun í þessu
sambandi sama sem sóttdauða (“dauða á strá-
um”), — Og fórnina inna þeir af hendi með
gleði, enda telja þeir sér vísa Yalhallar vist á
eftir. —
Þegar Hálfur kom til Hörðalands, fór stjúp-
faðir hans, Ásmundur konungur, á fund hans
og bauð honum og bálfu liði hans til veizlu.
Steini jarlssyni var þvert um geð, að Hálfur
sækti 'boð þetta. Kvað hann Ásmund sitja á
svikráðum við þá. Sagði hann Hálfi, að sig
hefði dreymt, að hann sæi Hálfsrekka um-
kringda eldi, og mátti hann ekki ,sjá hvernig
þeim yrði útkomu auðið úr loganum. Öðru
sinni þótti honum, sem eldur brynni á öxlum
þeirra. Drauma þessa réði Hálfur þannig, að
menn sínir myndu eignast gull og gersemar,
góð vopn og herklæði. Hélt hann síðan til
veizlunnar með helming liðsins. Var þar fyrir
f jölmennni mikið og hófst þegar drykkja mikil.
En svo var drykkurinn sterkur, að þeir Hálfs-
rekkar sofnuðu fast. Neytti þá Ásmundur góðs
færis og lagði eld í höllia. Vaknaði Hálfur ei^i
fyr en alt stóð í björtu báli. Bað hann þá menn
sína vopnast og ráðast til útgöngu. Er svo
sagt, að allir gæmust þeir út úr eldinum, en úti
fyrir beið Ásmundur með ofurefli liðs og hóf
þegar atlögu. / orustunni féll Hálfur og mest-
öll sveit hans.-----
Þannig lauk æfi þessarar hraustu og drengi-
legu sveitar. Eins og þið sjáið, féllu þeir, Hálfs-
rekkamir í rauninni fyrir steku drykkjunum.
En því miður em þeir ekki eina glœsilega æsku-
mannasveitin, sem fállið hefir fyrir sterkum
drykkjum. Sú staðreynd, að örugg er engin
æskumannasveit, sem gengur þeim á vald, ætti
að ver þér, ungi lesandi, áhrifarík áminning um
að gæt a þ í n ! — Smári.
AFENGIÐ.
Eins og öllum mun ljóst vera, þá er það á-
fengið (alcohol), sem, gjörir bæði ýmsar ölteg-
undir og léttu og sterku vínin að mtmaðarvöru.
1 sumum sterkum víntegundum eru þannig 50—
55% áfengis, enda er það segin saga, að slílfti
drykki telja flestir vínhneigðir menn, alténd hér
á landi, reglulega guðadrykki. Má t. d. í þessu
sambandi nefna ýmsa líköra, sem gjörðir eru
úr áfengi (50—55%), vatni og kryddefnum. Eru
þeir taldir óhollastir allra drykkja, en þrátt fyr-
ir það ákaflega eftirsóttir. En hvernig stend-
ur á því? Hér er hið mesta vandamál á ferð-
inni. Margt bendir á, að mönnum hafi í önd-
verðu verið lagin í brjóst þrá til munaðar. Á
nú að kefja munaðarþrána eða fullnægja henni?
Langsamlega mestur hluti manna hefir svo öld-
um skiftir krafist þess, að sér leyfðist að full-
nægja munaðarþrá sinni, og þá helzt í áfengum
drykkjum, sem gjörðir vom af mannahöndum,
eni eigi af guði skapaðir. Menn drukku og
drukku. En hverjar eru afleiðingarnar? Hvað
segir reynslan og hvað segja vísindin? Takið
nú eftir. Svör þeirra eru eitthvað á þessa leið:
öll gæði áfengisins eru sjónhverfingar ein-
ar. Nýjustu rannsóknir sanna, að aldrei e.eti
annað af víninu leitt, en andlega og líkamlega
veiklun, jafnyel þótt í hófi sé dmkkið. Sérsták-
lega fái þá vínnautnin á hina æðri andlegu hæfi-
leika mannsins, eins og sjálfsþekkingu, still-
ingu, skynsemi og hógværð. Dæmin séu deg-
inum ljósari. Menn verði viti sínu fjær, drýgi
glæpi, berjist og úthelli ókvæðisorðum. 1 stuttu
máli: Vínnautnin spillir manninum.
En reynsla og vísindi hafa meira að segja
um sjónhverfingar áfengisins: Áfengið lamar,
alténd í bili, ýmsar heilafrumur neytenda sinna,
svo að þeim finst sér aukist þróttur og f jör við
vínnautn. En reynslan sannar hið gagnstæða.
— Áfengið svæfir sorg og sult, áhyggjur og
samvizkubit, með því að lama og veikla líkams
og sáúarþróttinn. Það kælir raunverulega lík-
amann, nema ef væri rétt í bili, þó að mönnum
finnist af framangreindum orsökum það hita
sér. Af þessu leiðir, að áfengið freistar mamna
meira en nokkur önnur munaðarvara og kliýr
eins og ósjálfrátt til endurtekinnar og aukinn-
ar nautnar, eða til ofdúykkju. Á hverju ári
verða fleiri eða. færri ofdrykkjufýsninni að
bráð. En samt ryður nú á tímum sú skoðun sér
alt af meira og meira til rúms, að áfengið sé
mannkyninu skaðlegast alls mwnaða-r. Þá skoð-
un hyllir Góðtemplarareglan og vill sannfæra
allan heiminn um réttleika hennar. Beglan g^r-
ur vel játað því, að munaðarþrá manna beri að
fullnægja innan vissra takmarka, en aldrei þó
með víni. —
“Nú horn og glas ei hreyfum vér,
þótt hefðum fyr þann sið; —
þeim heljardrykk—vort heróp er—
þin hönd ei snerti við.’
—Smári.
“Raam er raupi drýgri.”
(Pétur og nautið.)
‘ ‘ O-nei, eg hræddur ekki er,
og eg skal, Stína, hjálpa þér;
og mjólkina skal manna fá —
því má hún alveg byggja á”!-------
Svo hallar Pétur hatti’ á snið
með hreystisvip, að drengja sið.
En Stína horfi rhugfangin
á hugumdjarfan, lítinn vin.
Hann Stínu segir sögu þá:
að sig hafi boli ráðist á:
“en bola eg ei hræddist hót
og honum djarfur sneri mót.”
Við gamanhjal og gaspur dátt
þau girðinguna nálgast brátt;
og reiðan bola bæði sjá,
er börnin illur horfði á.
Og hetjan Pétur hræddur varð —
í hugrekkið var brotið skarð.
Til Stínu horfði hann á snið:
Eg held sé bezt að snúa við!
—Smári.
Apinn og brenniviðarhöggvarinn.
Api nokkur horfði einhverju sinni góða
stund á mann, sem var að höggva brennivið,
hvernig hann klauf viðarbútana og hafði mikið
fyrir að keyra inn í þá fleyga til þeSs að gera
sér hægra fyrir, að kljúfa tréð í sundur. “Er
ekki svo að sjá, sem manninum veiti að tarna
erfitt?” hugsaði apinn með sér; “hvað um gild-
ir, nú er eg búinn að sjá hvernig hann fer að
því, og skal eg víst finna tök á, að gera mér
þetta auðunnara.”— Nú fer maðurinn frá verki
sínu drykklanga stund, og apinn sætir lagi, rýk-
ur til og fer að tosa við fleyginn. Fleygurinn
hrökkur úr viðarbútnum, rifan smellur saman,
og apinn verður á milli með hreifann og er
þarna blýfastur. 1 því kom maðurinn aftur og
tók þar til fanga veslings apann, en hann skældi
sig og bre.tti í framan, svo hörmung var að sjá
hann við þær aðfarir.—Stgr. Th. þýddi.
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Office tímar: 2—3
Heimili 776 Victor St.
Phone: 27 122
Winnipeg, Manitoba.
DR O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Office tímar: 2—3
Heimili: 764 Victor St.,
Phone: 27 586
Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Office Hours: 3—5
Heimili: 921 Sherburn St.
Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Stundar augna, eyrna nef og
kverka sjúkdóma.—Er að hitta
kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h.
Heimili: 373 River Ave.
Tals.: 42 691
DR. A. BLONDAL
Medlcal Artfl Bldg.
Stundar sérstaklega kvenna og
barna s.júkdóma.
Er að hitta frá kl. 10-12 f. h.
og 3—5 e. h.
Office Phone: 22 296
Heimili: 806 Victor St.
Sími: 28 180
Dr. Kr. J. Austmann,
Wynyard, Sask.
DR. J. OLSON
Tamilu'luilr
S10-220 Medicai Arts Bldg.
Cor. Graham o* Kennedy 8ta.
Phone: 21 834
Helmllls Tais.: 38 826
DR. G. J. SNÆDAL
Tannlæknlr
014 Somerset Blook
Cor. Portage Ave. og Donald St.
Talslmi: 28 888
Dr. S. J. Jóhannesson
stundar almennar
lœkningar
532 Sherburn St. Tals. 30 877
G. W. MAGNUSSON
Nuddlæknir.
609 Maryland Street
OÞriðja húa norðan viO Sarg.)
PHONE: 88 072
Viðtalstími: kl. 10—11 f. h.
og kl. 8—6 a. h.
Dr. C. MUNSON, L. D. S.
Dentist
66 Stobart Bldg.
290 Portage Ave. WinnipeR
Phone 26 268
Fer til Gimli og Riverton. —
Veitið því eftirtekt í bæjar-
fréttunum.
Dr. C. J. Houston,
Dr. Sigga Christianson-Houiton
Gibson Block
Yorkton, - Sa*k.
FOWLERQPTICAL jT°D;
^FcfwL^ERj^BETTERj
294 CARLTON ST.
NEXT TO FREE PRESS
DRS. H. R. & H. W. TWEED
Tannlæknar.
406 Standard Bank Bldg.
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone 26 646. Winnipeg
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
ial. lögfræSlngar.
Skiifstofa: Room 811 McArthor
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
Ph»ne«: 26 849 og 26 846
LINDAL, BUHR & STEFÁNSON
Islenzkir lögfrœðingar.
356 Main St. Tals.: 24 862
Peir hafa etrmlg ekrlfabofur a8
Lundar, Riverton, Gimli og Plnajr
og eru þar að hltta á eftlrfyigj-
andl tlmujn:
Lundar: Pyrsta miðvikudag,
Riverton: Fyrata fimtudag,
GimU: Fyrsta miðvikudag,
Piney: priðja föstudag
í hverjum mánuði
J. Rapar Johnson,
B.A., LL.B., LL.M. (Harv.)
Islenzkur lögmaður.
704 Mining Exchange Bldg,
356 Main St.
Winnipeg, Manitoba.
Símar:
Skrifst. 21 033. Heima 71753
JOSEPH T. THORSON
ísl. lögfræðingur
Scarth, Guild & Thorson,
Skrifstofa: 308 Great West
Permanent Building
Main St. south of Portage.
PHONE: 22 768
G. S. THORVALDSON,
B.A., LL.B.
Lögfræðingur
709 Electric Chambers
Talsími: 87 371
Residence Office
Phone 24 206 Phone 24 107
E. G. BALDWINSON, LL.B.
Barrister
905 Confederation Life Bldg.
Winnipeg.
A. C. JOHNSON
807 Confederatlon IJfe Bldg.
WINNIPKO
Annast um fasteignir manna. Tek-
ur að sér að ávaxta sparifé fðlks.
Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð-
ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað
samstundis.
Skrifstofusími: 24 263
Heimasimi: 33 328
J. J. SWANSON & CO.
LLMITED
R e n t a 1 s
Insurance
Real Estata
Mortgages
600 PARIS BLDG.. WINNIPEG.
Phonea: 26 349—20 840
£mil Johnson
SKRVTOE ELECTRIC
Rafmagns Contracting — Allskyns
rafmagnsáhöld seld og viö þau gert
— Eg sel Moffat og McClary elda-
vélar og hefi pær til sýnis á verk-
stϚi minu.
524 8ARGENT AVK.
(gamla Johnaon's byggingin vtð
Tounig Street, Wtnnlpeg)
Verkst.: 31 507 Heima: 27 286
A. S. BARDAL
848 Sherbrooke St.
Selur llkklstur og tnniKt um út-
farir. Allur tltbúnaður sá beML
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarPa og legsteina.
Skrifstofu tals. 86 607
Helmilis Tals.: 58 301
Dr. C. H. VROMAN
Tannlæknir
505 Boyd Buildlng Phona 24 1T1
WINNIPEG.
SIMPS0N TRANSFER
Veizla með egg-á-dag hænsnafðður.
Annast einnlg um allar tegundlr
flutninga.
647 Sargent Ave. Slmi 27 240
CORONA HOTEL
189 Notre Dame East
Verð herbergja frá $1.50 og
hækkandi.
Símar: 22 935 — 25 237
A. SŒDAL
PAINTER and DECORATOR
Contractor
Painting, Paperhanging and
Calsomining.
572 Toronto St. Phone 71 462