Lögberg


Lögberg - 15.11.1928, Qupperneq 2

Lögberg - 15.11.1928, Qupperneq 2
SOLSKIN HVl GRÆTUR ÞÚf hugrekki. Hún stóð við gröfina’ og grét þar ein og Guð veit hve feldi’ hún mörg tár. Og búið að færa burt var stein og burt var hann, sem þar hvíldi nár, liann, sem Jiún elskaði öllum heitar, nú að hónum sál hennar grátin leitar.— Það dýpkar hið djúpa sár. Hún lítur í gröfina lágu inn og hún lítur tvo engla þar, sem fögnuðu því, að Frelsarinn úr f jötrum dauðans nú leystur var. Hann hafði sigrað sjálfan dauða, þeir sátu nú við rúmið hans auða, og ljós yfir legstaðinn bar. ó, liver hefir tekið þig, Herra minn, og hvar.má eg vænta þín? ]>ú læknirinn bezti og lífgjafinn, þú ljósið og vonin og hjálpin mín. ó, hvar ertu, Drottinn minn, hvar skal eg leita! og hver má nú óvissu’ í fullvissu breyta? Hver gefur mér sólarsýn? “Hví grætur þú, kona? Ó, grát ei nú, úr gröfinni’ hann risinn er, og han.s meðal lifenda l'eita þú, því lengur hann dvelur ei hér. En innan skamms þú fær hann að finna, því Frelsarinn vitjar ástvina sinna, og })á er hann einníg hjá þér.” Og þá stendur Kristur við hennar hlið í helgri upprisudýrð. Hún líða um sig heilagan finnur frið og fögnuð og sælu ’ er verður ei skýrð. — Hví grætur þú, María? — Ó, grát þú eigi, hér Guðs sonur birtist á uppriusdegi, og síðar við brjóst hans þú býrð. Þú, sem grætur, þú, sem Drottins leitar, þú munt bæði fáa að reyna ’ og sjá, að þínar eru heyrðar bænir heitar og hjálpin næst, er mest þér liggur á; því Drottinn ei sig dylur börnum sínum, hans dýrð og elska ljómar allstaðar, og hann kýs eins í hjnrtans levnum þíínum að hafa dvöl og eiga bústað þar. —Hmbl. S. II. BÖRNIN OKKAR. . (Mark. 10: 13—16.) Trúaðar mæður komu með börn sín til Jesú, til þess að hann skyldi snerta þau. Lærisvein- unum fanst það ótilldýðilegt, að vera að tefja Jesú með slíkum smámunum; það væ.ru svo margir fullorðnir, sem þörfnuðust hjálpar hans. Þá gramdist honum. Og lærisveinarnir fengu alvarlega ofanígjöf. Fynst og fremst bæri þeim aldrei að hamla ])ví, sem hann leyfði. Svo mis- skildu þeir bæði hann sjálfan og börnin. Ekki væri hann of mikill til að láta sér ant um smæl- ingjana. Og þau ekki of smá til að fá að koma inn í guðsríkið, sem hann var að stofna. Það dýrmætasta, sem Guð hefir lagt í okk- ar umsjá — næst okkar eigin sálum—, eru böm- in okkar. Og ef við höfum sjálf gefið Jesú hjörtu okkar, þá vitum við víst ekkert betra til handa börnunum okkar, en að koma með þau til Jesú, til þess að hann snerti þau og frelsi þau um tíma og eilífð. Við vitum, hvar frelsið er að fá. Áður en hann fór héðan, gaf hahn okkur sTcírnina og sagði, að gera skyldi alla að lærisveinum, með því að skíra þá og fræða þá um kénningu hans. Það er Jesús, sem í skírn- arvatninu snertir börnin, þvær af þeim erfða- sekt kynslóðarinnar og tekur sér bústað í hjört- um þeirra. Já — en ómálga barn getur hvorki endur- fæðst né trúað, þessvegna má engan skíra fvr en á þroskaskeiði, segja sumir. 0g þannig hamla þeir mörgum föður og margri móður frá að bera barn sitt til Jesú í skírninni, — vafalaust í góðri meiningu, eins og postularnir. En “góð mein- ing” þeirra aftraði ekki Jesú frá að vanda um við þá: Barnið á ekki að verða eins og fullorð- inn maður, til að geta fengið hlutdeild í hjálp- ræðinu. Heldur þarf sá fullorðni að verða sem barn. Og hvernig veitir barnið guðsríkinu við- töku? óendurfætt, eins og það er, hvílir það rótt í örmum Jesú og lætur hann frelsa sig. Slíkt hið sama verðum við hinir eldri að gera. En það er ekki fyr en með afturhvarfi og trú, að Guð fær okkur til að hvíla rótt í örmum Jesú og fela honum að frelsa okkur. Hvernig Jesús kveikir hið nýja líf hjá óvita barninu í skírninni, það veit eg ékki. Og ekki heldur, hvernig hq.nn nærir þetta smáa líf hin fyrstu ár barnsins. Og hvernig ætti eg að \nta það? Eg skil ekki einu sinni uppruna hins lík- amlega lífs. Höfuðatriðið er þetta, að Jesús kveikir líf og nærir það fyrstu bamsárin. Af mér væntir hann þess vegna, að eg sé honum samtaka í fyrirbæn fyrir barninu og að litla óvita sálin fái að lifa í andrúmslofti kristins heimilis. Þegar svo unga lífið tekur að mótast í hugs unum og orðum barnsins, þá ætlast hann til, að það fái að kvnnast honum { orðinu hans. Og leggið þau örugg í hans máttugu og góðu hend- ur. Hann tekur þau sér í fang og blessar þau. Sjáir þú þau hlaupa burtu frá honum, þá minstu þess, að fleirum en þér þykir vænt um þau. Umhugsunin um þötta veitir þrótt og En þið^feður. og mæður, sem dialdið börn- um ykkar frá þM, að koma til Jesu, §em segií? þeim aldrei frá tftnium, og leiðið þau með.líf- erni ykkar burtu frá honum, komið fyrst sjálf m'eð ykkar eigin óendurfæddu sálir til hans. Og síðan með kæru börnin ykkar. Hugsið um á- byrgð ykkar! Er ekki sem Guð hrópi til ykkar í börnunum ykkar og vegna þeirra? —Ðr. 0. Hattesby. A. Jóh.—Hmbl. ‘ ‘ LA U GAKLIFIN Erindi flutt á afmælishátíð st. “Eygló” í Yík, af Þorsteini Friðrikssyni. (Úr Heimilisblaðinu.) Háttvirtu gestir og félagar! Langt s'uður í Evrópu, þar sem sólin stafar gullnum geislum yfir hauður og dimmblátt. haf, býr þjóð ein, sem á sér svo mikla og merkilega fornaldarsögu, að fáar þjóðir eiga slíka. Þjóð þessi er Grikkir, sem í fornöld nefndust Hell- enar. Viðrenga þjóð standa Norðurálfubúar í eins mikilli þakklætisskuld og Grikki, því að frá forfeðrum þeirra er menning Norðurálfu að miklu leyti runnin. Grikkland liggur vel við verzlun og sigling- um. Strendur þess eru vogskornar, og fjöldi liálendra eyja, sem sjást langt að í hafinu suð'- austur af landinu. Leið því eigi á löngu, að forn-Grikkir færu að hætta sér út á hafið, og fikruðu sig áfram ey af ey. Komust þeir áður langt liði til Litlu Asíu og stofnuðu þar nýlend- ur. Blómgúðust nýlendur þessar þangað til ríkir og voddugir nágrannar tóku að þröngva kosti þeirra. Þes$r nágrannar voru Persar, voldugasta þjóð þeirra tíma. Hellenar fóru til liðs við frændur sína í Litlu Asíu, og tókst að rétta hlut þeirra. Meðal annars brendu þeir borg fyrir Persum. Hugðu Persar þá á hefnd- ir, og sendu flota mikinn vestur vfir Grikk- landshaf og settu lið á land á Grikklandi. Tóku Hellenar mannlega á móti og unnu frægan sig- ur á Persum, þó við ofurefli væri að etja. Sárn- aði Persakonungi þetta mjög og hugði á geipi- legar hefndir. Vildi hann safna óflýjandi her , og ganga milli bols og höfuðs á þessari fífl- djörfu þjóð, sem hafði íeyft sér að sigra her- menn hans. En dauðinn gerði skjótan enda á hefndarráðagerðum hans. Samt vpru Persar ekki af baki dottnir. Sonur konungs, er tók við ríkinu að föður sínum látnum, lióf nú viðbúnað mikinn til þess að fara lierferð á hendur Grikk- jum. Safnaði liann mjög fjölmennum her og. hélt til Grikklands. Rór hann landveg og lét gera flotabrú mikla yfir Hellusund. Gekk.her- inn yfir hana á 7 sóla.rhringum, Segir. saghn, að konungur haíi haft 800. þúsvfótgönguliðs og 120 þús. riddara. Auk þess liafði Persakon- ungur 1200 Íierskip. Landliernum var hvergi viðnám veitt, fyr en liann kom. suður á Grikk- íand, að svonefndum Laugaklifum. Þar hagar svo til, að brött fjallshlíð er með sjó fram, þar sem vegui- liggur.' Er þar þ\ú óhæft til sóknar °g vígi gott. Þar höfðu Hellenar búist fyrir með nokkrum liðsafla, undir forys.tu Leonidas- ar SpartVerjakonungs. Persakonungur bjóst’ við, að Hellenar mundu flýja, er þeir sæju, hve liðsterkur hann var, en það fór á annan veg. Segir sagan, að Persakonungur hafi beðið þar nokkurn tíma, áður en hann lét menn sína leggja til atlögu, því að hann gat ekki trúað öðru, en að Hellenar legðu vopnin niður, áður en til skarar skriði. En er konungur sá ekkert fararsnið á Hellenum, skipaði hann mönnum sínum að gera áhlaup og taka “örvitana” . höndum og leiða fyrir 'sig. Geystust Persar þá fram móti Hellenum, en fengu engu áorkað. Urðu þeir frá að hverfa, eftir að barist háfði verið í þrjá daga, og misíu margt manna. Sá Persakonungur nú, að sér mundi aldrei takast að hrekja Leonidas og menn hans úr klifunum. En þá kom grískur maður, Efialtes að nafni, til Persakonungs og vísaði honum á einstigi yfir fjöllin, ]>ar sem mátti komast að baki Hellenum. Sendi hann þá nokkurn hluta liðsins þá leið, en sumt af liðinu var kyrt. Þegar Leonidas varð þessa var, sendi hann mestalt liðið frá ,sér, en varð sjálfur eftir með 300 Spartverja og nokkur hundruð annara Hellena. Létu þeir allir líf sitt eftir drengi- legustu vörn. Þar sem þeir höfðu barist, var síðan reist súla með þessari áletran: “Ferðamaður! Segðu Spartverjum, að vér hvílum hér, af því að vér hlýddum lögum þeirra.” Lög Spartverja mæltu svo fyrir, að enginn mætti flýja úr orustu. Leonidas og mehn hans vildu ekki óhlýðnast lögum ættjarðar sinnar og «létu því lífið. En það er af Persum að segja, að þeir fóru hinar mestu hrakfarir fyrir Grikkjum, þrátt fyrir að þeir hefði betur í klifunum. Hetju- dauði Leonidas og kappa hans varð því eigi til einskis. Nöfn þessara tveggja manna, er mest koma við sögu þessa, eru skráð í árbækur sögunnar, annars með gullnu letri, hins með dökkum stöfum. Leonidas stendur fyrií hug- skotssjónum mannkynsins, kynslóð eftir kyn- slóð, sem ímynd löghlýðni, ættjarðarástar og- fórnfýsi. En Efialtes sem ímynd ódrengskap- ar, ættjarðarsvika og eigingirni. — Þessi saga, sem mörgum ykkar mun kunnug, er meir en 2000 ára göjnul. Á hún nokkurt erindi til okkar, sem nú lifum? Er ekki þýðingarlaust fyrir okkur, að vera að rifja upp löngu þðna alburði, sem hafa- gerst langt suður .í löndúrn með fjarskyldri. þjóð 1 Fjarri fer því. •: Við höfum öll gott af að virða fyrir okkur hetjuna miklu,. sem býður sjálfum dauðanum byrginn mitt í tryltum óvinasægnum. Leonid- asi kemur eigi í hug að kvika frá þeirri hug- sjón, að vera hlýðinn lögum fósturjarðarinnar fram í dauðann, jafnvel þó að það kosti hann lífið. Slíkir menn, sem hann, lifa áreiðanlega, í tvöföldum skilningi, þó þeir deyi. —• — Öll höfum við einhverja hugsjón, meira og minna ljósa eða óljósa, sem við viljum fegin fórna einhverju. Getur ekki dæmi Leonidasar og kappa hans orðið okkur til uppörvunar, hvað trvgð við hugsjónir okkar snertir? Nú eru þeir tímar löngu liðnir víðast hvar, að menn láti lífið fyrir trú sína eða hugsjónir, en Samt getur vel átt sér stað, að við verðum fyrir miklum ó- þægindum,. já, meira að segja, séum ofsótt fyrir trygð okkar við hugsjónir eða gott málefni. Mun það borga sig, að halda velli og falla með sæmd, eins og Leonidas og kappar hans? Það borgar sig líklega ekki, ef við mælum alt á mælikvarða matar og fallegra fata, eða annars af því tægi. En mælum við á mælikvarða hinna sörmu verðmæta lífsins, þá borgar það sig árejðanlega. — En hvað segið þið urti Efi- altes? Mun hann ekki hafa mælt verðmæti líf.s- ins á mælikvarða matar og fata, gulls og gróða, því gera má ráð fyrir, að hann hafi talið víst að fá ættjarðarsvikin höfðinglega launuð hjá Persa konungi? Það skiftir minstu, hvernig konung- ur launaði honum að lokum, en hitt er meira um vert, að hin raunverulegu laun hans urðu hefndarhugur og óbænir heillar þjóðar, og mögnuð fyrirlitning og óhugur framtíðar-kyn- slóðanna í öllum siðuðum löndum. Hvorum er nú, þegar öllu er á botninn hvolft, skynsamlegra að líkjast, Leonidasi eða Efi- altes ? Eg læt ykur um svarið, enda geri eg ráð fyr- ir, að það yrði á einn veg, ef þið ættuð úr því að leysa. En það eru fleiri hliðar þessa máls, heldur en breytni þessara gerólíku manna. Það eru víðar Laugaklif en á Grikklandi. Hver einstaklingur á sem sé sín Laugaklif, sem brýna naúð ber til að verja. Það er að vísu ekki Persakonungur, sem kemur með her til að vinna klifin, en það er annar her, senl sækir að “ Laugaklifum ” líkama okkar og sól- ar og vill komast yfir þau. Þessi her er nautn- irnar. Þær munui yfirvinna okkur, svifta okk- u rfrelsi og fjöri, eins ög Persar vildu svifta Grikki forðum, nema vér veitum örugt viðnám. Sigri þessi óvinaher einu sinni, verður áreiðan-' lega örðugra að reka liann á flótta en Persa foyðum. Fyrir fylkingarbrjóstinu ræður vold ugui- ^conupgur, sem Alkohol nefnist. Sá kon- ungur hefir löngum verið miklu voldugri en Herexes Persakonungur, óg hefir lagt undir sig mörg lönd og ríki.i: :Sigri hann og komist yfir klifin, er okkur glötunin vís. Þess vegna þurf- um vér sérstak'lega að vera á verði fyrir hon- um. En því fer betur, að veldi konungs þessa fer minkandi í heiminum með hverjú árinu seru líður, en þess verður þó víst langt að bíða, að hann verði fullsigraður. En því fleiri, sem gangá út í bardagann og verja klifin, því meiri líkindi eru tíl, að veldi hans verði innan skamms brotið á bak aftur. SKUGGSJA. Thomas Edison, uppfyndingamaðurinn mikli, sá er fann glóðarlampann, hljóðritann og kvik- myndavélina, hefir verið mjög heyrnar daufur í nærfelt 60 ár. Kona hans hefir ávalt lifað í Jteirri von, að hann mundi geta fengið heyrn- ina aftur. Fyrir skemstu fór hún til fundar við frægan skurðlæknir og bað hann að lækna mann sinn. Læknirinn skoðaði Edison og kvað mundu vera hægt að lækna hann með tiltölulega litlum uppskurði. En daginn sama, sem upp- skurðurinn átti fram að fara, bað Edison konu sína að láta læknirinn vita, að liann ætlaði ekiíi að láta skera upp á sér eyrun. Eftir stundar- þögn sagði hann: “Eg hefi lært að liugsa við ]>að, að vera frá því sneyddur að heyra skark- ala og ólæti heimsins; nú langar mig til að hugsa svo miklu meira enn, áður en eg dey. Láti eg þá gefa mé rheyrnina aftur, þá neyðist eg til að læra að nýjú frá upphafi, og til þess hefi eg engan tíma.” — Hjá ungu stúlkunum á Englandi fer- yaxandi ógeð á því að gegna húsverkum; revna hús- freyjur því að gera stöðurnar svo ginnandi, sem unt er; má það sjá af auglýsingum í Lund- únablöðunum t. d.: — Stofustúlkur. Tíu daga frí á ári, getur farið í bíl við og við. Einka- stúlka: Rafmagnsljós og miðstöðvarhiti í öllu húsinu, og útvarp; bílferðir til upplyftingar. — Eldabuska: Tómstundir margar, frí frá laugar- degi til mánudags, húsfreyja viðkynningargóð. — Einkastúlka í eldhúsi: Baðherbergi út af fvrir sig, hiti, ljós og útvarp. — Stofustúlka: Kjólaefni og dýrar gjafir gefnar, herbergi með húsgögnum eins og hún vill sjálf kjósa. — Professional Cards DF. B. J. BRANDSON . .''"216-220 Medical Arts Bldg. »Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONB: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili 776 Vlctor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN iaL lögfraeðlngar. Ska'ifstofa: Room 811 McArthor Building, Portage Ave. P.O. Box 1658 Phone«; 26 84? og 26 848 DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og. Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili: 764 Victor St„ Phone: 27 686 Winnipeg, Manitoba, LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N lalenzkir lögfræðingar. 356 Main St. Tala.: 24 »81 peir hafa elnnig ekrifadofur a8 Lundar, Riverton, Gimli og Plney og eru þar að hitta 4 eftlrfylgj- andl tlmum: Lundar: Fyrata miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtuda*, Glmll: Fyrerta mlðvtkudag, Piney: priðja föstuda* 1 hverrjum mánuði DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Wlnnipeg, Manitoba. J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnípeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21033. Heima 71753 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta . kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. PHONE: 22 768 DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna. og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h- Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Simi: 28 180 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lðgfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALD'VVINSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg DR. J. OLSON Tannlækutr 310-220 Medicul Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Ste. Phone: 21 834 Helmilis Tais.: 38 628 A. C. JOIINSON »07 Confederation Liíe Bld*. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selúr eldáábyrgð og' bifreiða ábýrgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum.svarað samstundls. Skrifstofuslmi: 24 263 Heimastml: 33 328 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknlr 014 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald St. Talafml: 28 88» * J. J. SWANSON-& CO. LIMITED R e n t a 1 s Insurance RealEítat* Mortgages 600 PARIS BLDG.. WINNIPEG. Phones: 26 849—23 340 DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 fji. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherburn St. 532 Sími 30 877 Emil Johnson SERVIOE EI.IXTTRIO Rafmagns Cantracting — Allskyns rafmagnsdhöld seld og við þau gert — Eg sel Moffat og McCXary elda- vélar og hefi þoer tiX sýnis á verk- stœOi mínu. 524 SARGENT AVK. (gamla Johnson’s bygglngin vlO Toung Street, Wlnnipeg) Verkst.: 31 507 Heima: 27 286 Gv !W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street (iÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. A. S. BARDAL 848 Sherbrooke 8*. Selur ltkklstur og annast um flt- farlr. AUur útbúnaður eá beML Ennfremur selur hann allakooar minnisvarðia og legateina. Skrifstofu tals. 86 607 Ilelmllis TaJs.s 68 SOl Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 605 Boyd Building Phone 24 171 WINNIPEO. Dr. C. J. Houston, Dr. Sigga Christianson-Houston Gibson Block Yorkton, - Sask. S1MPS0N TRANSFER Verzla með egg-á-dag hænsnafóður. Annast einnig um allar tegundlr flutninga. 681 Arlington St., Winnipeg R)wler □ptical Ptd; OVJ LE E RJ 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS CORONA HOTEL 189 Notre Dame East Verð herbergja frá $1.50 og hækkandi. Símar: 22 935 — 25 237 " ' ... Dks. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg A. SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Caisomining. 572 Toronto St. Phone 71 462

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.