Lögberg - 15.11.1928, Síða 6

Lögberg - 15.11.1928, Síða 6
Bfe. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NOVEMBER 1928. RAUÐKOLLUR EFTIB GENE STRATTON-PORTER. “Þa$ er Engilráð,” sagði Rauðkollur. McLean tók enn fastara um Rauðkoll og Rauðkollur leit framan í McLean og vissi varla hvað hann átti að segja. ‘ ‘ Eg reyndi eins og eg gat um daginn, ’ ’ sagði Rauðkollur, “ en eg held mér hafi samt ekki tek- ist að skýra þetta fyrir yður. Það er bara þetta, að síðan eg sá 'hana fyrst, þá hefir engin stund liðið svo, hvort sem eg liefi verið vakandi eða sofandi, að hennar undur-fagra andlit hafi ekki verið fyrir hugskötssjónum mínum. Hún tal- aði svo vingjarnlega við mig. Hún treysti mér fullkomlega og eins og trúði mér fyrir sér, þeg- ar hún var hér. Hún hjálpaði mér til að skilja ýmislegt í bókunum mínum. Hún lét mig í engu finna, að eg væri ekki fullkomlega jafningi hennar. Hún gekk við hliðina á mér eftir stræt- unum í bænum, svo fjöldi fólks sá og enginn gat annað fundið, en að henni fyndist það rétt «ins og það ætti að vera. Hún gleymdi sjálfri sér og Fuglamærinni, þegar j>essir skógarþjóf- ar komu fyrst og lagði sig í mikla hættu mín vegna, og nú seinast fór hún inn í hóp af þjóf- um og morðingjum og vafði foringja þeirra um fingur sér, næstum dáleiddi hann og lagði svo út í aðra stórkostlega lífshættu til að frelsa líf mitt. Frá því eg fyrst man eftir mér, hvað sem það nú kann að hafa verið, sem kom fyrir mig þar áður, hefir mér alt af fundist lífið vera mér erfitt og mótdrægt. Eg hefi verið óánægður og það hefir oft verið mikil gremja í huga mín- um, og eg var að verða harður í huga og von- laus. Svo kom hún, og hún fann strax að eg hafði hæfileika til að geta sungið, og hún vakti þær vonir í brjósti mínu, að eitthvað gæti úr mér orðið eins og öðrum mönnum, þrátt fyrir alt.” Rauðkollur rétti upp handlegginn handar- lausa. “Lítið þér á þetta, herra minn,” sagði haim. “Þúsund sinnum hefir þessi handarvana hand- leggur komið út á mér tárunum. Undir þenn- an handlegg stakk hún hendinni, úti á strætinu, svo allir sáu, rétt eins og henni fyndist ekketr athugavert við þetta. Mér hefir oft fundist, að hún ekki einu sinni sjá, að mig vantaði hendina og mér hefir fundist eg ætti að leiða athygli hennar að því, þó eg hafi aldrei gert það. Þó eg í raun og veru væri sonur yðar, þá gæti hún ekki verið mér betri, eða frekar litið á mig sem jafningja sinn. En það er ómögulegt annað en hún viti, að eg er ekki sonur yðar. Enginn get- ur skilið betur en eg hvað það er leiðinlegt að eigaekki foreldra, sem við mann kannast, og eiga ekkert heimili, og að eiga enga ættingja og ekkert, sem er nokkurs virði. En hvernig gæti hún Ýerið nokkuð að hugsa um alt þetta?” Rauðkollur færði sig dálítið frá McLean- og leit beint framan í hann, djarfl'ega og næstum þóttalega. “Þér sáuð hana í fallega, litla herberginu hennar og þér getið ekki gleymt því, hvað hún bað yður að vera góðan við mig. Hún tók á mér og mér fanst eins og helgur maður hefði lagt hendur yfir mig. Hún lagði varirnar á augnalok mín og mér fanst að eg hefði meðtek- ið heilagt sakramenti. Enginn veit eins vel eins og eg, hve göfug hún er, og enginn veit eins vel og hún hve lítilf jörlegur eg er. Milli okkar er svo mikið djúp, að það getur enginn brúað og eg skil það sjálfur betur en nokkur annar. Hún lagði ákaflega mikið í hættu, þeg- ar hún kom til mín, þar sem eg var umkringdur af þjófum og illþýði. Og hún hætti lífi sínu til að frelsa mig frá að deyja, sem ætti reyndar ekki að vera erífitt fyrir mig. En eg, sem er nú orðinn stór og sterkur maður, og veit af þess- ari ógna hættu, sem yfir henni hvílir, geri ekk- ert til að vernda hana. Eg get ekki með nokkru móti þolað þettta. Það er að gera mig alveg úttaugaðan. Það er ekkert víst að jietta sár, sem Svarti Jack fékk á hendina. sé nema bara lítilfjörlegt. Hann getur laumast að henni nær sem vera vill. Þessi skelfing vofir yfir henni og eg hefi ekki einu sinni aðvarað föður henn- ar. Eg verð að gera eitthvað. Fimm síðustu næturnar hefi eg verið á verði ifyrir utan gluggann hennar, en svo veit eg ekkert um hana allan daginn. Hún hefir hest og kerru og hún má fara hvert sem hún vill, og hún er oft ein á ferðinni. Ef Svarti Jack skyldi gera henni eitthvað ilt, þá er það bein afleiðing af því, hvað hún hefir værið mér góð. Hann hef- ir tfalið sig einhvers staðar og hann er að sitj'a um tækifæri til að vinna henni mein. Eg get ómögulega þolað þetta lengur.” Vertu nú' stiltur, ” Rauðkollur minru,” sagði McLean og mátti vel heyra á málrómnum, að hann tók sér þetta afar nærri, ]>ó hann héldi no'kkum veginn sinni vanalegu stillingu. “Þú mátt trúa því, að eg áttaði mig ekki á þessu eins og það var. Eg þekki vel föður stúlkunn- ar og eg skal fara núna strax og tala við hann. Síðustu þrjú árin hefi eg haft mi'kil viðskifti við hann. Eg skal áreiðanlega koma honum í ökilning um þetta. Eg er nú fyrst að skilja, hvað bágt þú átt og hvað Engilráð er í mikilli hættu stödd. Eg skal lofa þér því, að sjá um að hennar verði vandlega gætt, þangað til við höfum fundið Jack og séð um að engin hætta stafi lengur af honum. Eg skal meira að segja lotfa þér ]jvi, að ef eg get ekki komið föður hennar til að sjá og skilja hættuna, þá skal eg sjálfur hafa gætur á stúlkunni þangað {il við náum Jack. Viltu nú lofa mér því, að fara heim og taka þér bað og fá þér svo mjólk að drekka og hvíla þig svo vel og sofa lengi og vera svo sami glaði og hugrakki og góði drengurinn minn eins og þú hefir verið?” “Já,” sagði Rauðkollur blátt áfram. “Hvað er þetta annars, sem maðurinn kom með?” spurði McLean og vildi með því leiða hugsanir Rauðkolls að öðru efni. “Eg var nú búinn að gleyma því,” sagði Rauðkollur. “Þetta er otur og miklu fallegri en maður gæti búist við á þessum tíma árs. Eg skaut 'hann rétt áðan. Eg var heppinn; eg var hræddur um að eg hitti hann ekki.” Rauðkollur tók upp oturinn og ætlaði að sýna McLean hann, en Nellie varð hrædd og prjónaði upp í loftið og vildi hlaupa burtu. Rauðkollur lagði þá niður oturinn og fór að láta vel að Nellie, svo hún yrði róleg aftur. ‘fFyrir alla muni lofið þér henni að fara,” sagði Rauðkollur. “Það er afarstór slanga hér einhvers staðar nálægt. Eg er viss um að það er sú sama, sem Mrs. Duncan sá og varð svo ósköp hrædd við. Eg heyrði til hennar áð- an. Ef Nellie sér hana, 'þá verður hún enn hræddari. Hún líklega lcemur bráðum.” McLcan fór af baki og batt hryssuna þar skamt frá við tré, og fór svo að skoða oturinn. ‘ ‘ Hvrað ætlar þú að gera við hann, Rauðkoll- ur?” spurði McLean. “Yeiztu að þarna liefir þú nokkuð, sem er mikils virði?” “Það vrar einmitt það, sem eg var að óska,” sagði Rauðkollur. “Þegar eg sá oturinn koma upp úr vatninu, þá datt mér í hug mvnd, sem eg sá einhvern tíma. Hún var af stúlku, sem var nærri eins falleg eins og Engilráð og hafði svo dæmalaust stóra og fallega handskýlu, sem var búin til úr oturskinni, og mér þótti þetta svo óskaplega fallegt. Eg held að myndin hafi verið af drotningu eða einhverri annari hefð- arfrú. Haldið þér að eg gæti látið garfa þetta skinn og búa til úr því reglulega fallega hanJ- skýlu ? “Það geturðu hæglega,” sagði McLeán. “Þetta er ágæt hugmynd og lafhægt að gera það. Við þurfum bara að láta oturinn í góðan kassa, og senda hann svo með næstu járnbraut- arlest. Þeir geta geymt hvað sem er, svro það skemmist ekki ]>ó heitt sé. Vertu hérna dálitla stund, meðan eg segi Hall að taka oturinn og fara með hann heim til Duncans. Við skulum fara ])angað líka og þar get eg fengið kerru og svo getum vrið keyrt til bæjarins og séð föður Engilráðar. Svo skulum við senda oturinn áð- ur en hamí skemmist, og eg skal skrifa sútun- arverkstæðinu. Það væri býsna vel til fundið fyrir.þig að gefa Engilráð skinnið af lionum til minningar um Limberlost og þau kynni, sem þú hefir haift af henni þar og sem þakklætisvott fyrir það sem hún hefir gert fyrir þig. Rauðkollur leit upp og nú var sami glaðlegi og góðlegi svipurinn á andlitinu eins og hann átti að sér, og sem fór honum svo vel. Hann faðmaði McLean að sér og sagði: “Dæmaleust þykir mér mikið vænt um yður; eg vildi eg ga:ti látið yður skilja, hve vænt mér þykir um yður.” McLean þrýsti honum að sér. “Guð blessi þig Rauðkollur minn. ” sagði hann. “Eg skil þig dæmalaust vel. Við skul- um gera okkur eitthvað til skemtunar saman, og það væri rétt fyrir okkur að byrja á því held- ur fyr en seinna. Hvort viltu heldur sofa fyrst, eða fá eitthvað að borða og koma svo út með mér og sofa svo á eftir? Það væri kannske betra, því þá getur þú varpað þessum áhyggjum af þér og sefur svo betur á eftir. Kannske við gerum það” “ Já, það held eg sé lang bezt,” sagði Rauð kollur glaðíega og nú fanst honum hann vera svo sterkur að hann gæti vel borið oturinn og lagði hann á herðar sér, og svo lögðu þeir á stað heimleiðis. McLean bom auga á svörtu fuglana stóru og hafði orð á því. “Þeir hafa verið hér á sveimi í nokkra daga,” sagði Rauðkollur. “Eg skal segja yð- ur hvernig eg held að standi á því. Eg held einh’ver slangan hafi drepið eitthvað , sem er of stórt fyrir hana að ráða við, og að hún sé að passa það og vilji ekki láta fuglana komast að því. Eg er hér um bil viss um, að þetta er eitt- hvert slönguhæli, eg sé það á því hvernig fugl- arnir haga sér. Lítið þér á þá, hvernig þeir fara alt af ýmist upp eða niður, eins og þeir sé hræddir við eitthvað.” McLean fölnaði í andliti. “Rauðkollur!” hrópaði hann upp yfir sig. “Haldið þér að þetta sé Jack?” sagði Rauð- kollur. Hann lagði frá sér oturinn og fót út í keld- una og hélt skammbyssunni á lofti, og McLean fór á eftir honum. Fuglarnir flugu liærra og ■slangan teygði upp hausinn og McLean sendi henni kúlu úr skammbyssu sinni. Þeir gengu áfram fáein fet, og þarna lá Svarti Jack, dauð- ur. “Komdu,” sagði McLean. “Við skulum ekkert eiga við hann. Við skulum fá ábreiðu hjá Mrs. Duncan oer hylja hann með henni, og svo getur Hall staðið hér á verði þangað til grafar- inn kemur og tekur hann.” Rauðkollur stakk kylfunni sinni undir herð- arnar á Jaek og lyfti honum dálítið upp. Hann tók silfurnælu úr skyrtunni hans og fleygði henni langt út í kelduna. “Eg skal segja þér, að mér líður illa út af þessu,” sagði McLean þegar þeir Rauðkollur og hann kevrðu til bæjarins. “Eg hélt ekki, að það mundi koma fyrir Jack, iað slöngurnar yrðu honum að bana. Hann sem þekti allar hættur í skógunum betur en nokkur annar maður.” “Hann hefir líklega farið hér, af því grasið er hér svo mikið, að liann gat betur leynst hér en annars staðar,” sagði Rauðkollur. “Mér þykir regluléga slæmt, að Jack skyldi lenda í þessum ósköpum, en samt getur mér ekki annað en ]>ótt vænt um, að nú stafar ekki hætta af honum lengur eða þeim fólögum. Wessner er í fangelsi og hinir verða teknir fastir, ef þeir finnast, svo maður má gera ráð fyrir, að þeir verði ekki á þessum slóðum héðan af. En hér er enginn slíkur skógarhöggsmað- ur eins og Jack; hann var reglulegur snillingur í þeirri iðn. ” “Hafið þér heyrt um nokkurn annan, sem fer um skógana og reynir að finna verðmætu trén og markar þau og kemur svo aftur og stelur þeim, þegar hann hefir tækifæri til þess?” spurði Rauðkollur. “Nei, eg veit ekki af neinum,” sagði McLean. “ Eg er viss um, að það er enginn annar. Það var ekki fyr en við komum, að menn vissu nokk- uð af þessum verðmiklu trjám í Liberlost. Þeg- ar Jack komst að því, að félögin voru tvö, þá vildi hann vera með því, sem betur byði. Hann byrjaði snemma á því að fara um skógana og velja beztu trén og marka þau, svo hann þekti þau aftur. Eg held hann hafi gert það af yfir- lögðu ráði, að neyða mig til að reka sig, og það hafi þá verið fastur ásetningur hans, að fara hingað til að stela trjám. Þegar við leigðum þennan skóg, þá vissum við ekki sjálfir hvaða gullnáma hann í raun og veru er.” “Þetta er einmitt það sem Wessner ságði, þegar hann kom hér fyrst,” sagði Rauðkollur. “Hann sagði að skógurinn væri gullnáma. Hann sagðist ekki vita, hvar þessi tré væru, sem mörkuð væru, en hann Ýissi af öðrum manni, sem vissi það. 0g ef eg bara vildi láta þá hlutlausa, þá vissu þeir af einum tólf að minsta kosti, sem þeir gætu náð á fáéinum dögum.” “Tólf!” hrópaði McLean. “Það er alveg ómögulegt!” “Það var það sem hann sagði, tólf. Hann sagði að þeir vissu um þessi tré og þau væru öll ágæt, en fimm eða sex af þeim væru reglulegar gullnámur. Þau eru þrjú, sem þeir hafa reynt að ná, svo það hljóta að vera níu til, sem Jack vissi af, og sum þeirra að minsta kosti eru víst alveg ágæt.” “Eg vildi að eg bara vissi hvar þau eru,” sagði McLean, “svo eg gæti náð þeim sem fyrst. ” “Eg hefi einmitt verið að hugsa um þetta,” sagði Rauðkollur. “Ef þér viljið láta annan mann gera það, sem eg á að gera, t. d. Hall, þá ætla eg að reyna að finna þessi tré. Eg býst við að þau séu öll mörkuð eins eða svipað. — Wessner sagði, að eitt þeirra væri hér skamt frá og það væri bezt af þeim öllum. Mig lang- ar til að finna það. Eg hefi reyndar ekkert vit á trjám sjálfur, svo eg verð bara að fara eftir því, hvemig þau eru mörkuð. Jack þekti þetta alt út í yztu æsar og gat' séð hvernig trén voru bara með því að skoða börkinn. Eg trúi ekki öðru, en eg geti fundið trén.” “Þetta er ágæt hugmynd,” sagði McLean. “Við skulum gera þetta, og þú getur byrjað á þessu þegar þú ert búinn að hvíla þig og sofa vel. En ef þú skyldir finna ■eitthvað, sem þú heldur að Fuglamærina langi til að sjá, þá bara taktu hjólhestinn þinn, farðu inn í bæ og láttu hana vita um það. Eg skal láta tvo menn vera hér, og svo getur þú bomið og farið rétt eins og þér sýnist. Hefir þú hugsað um það, hvað mik- ið hún hefir gert fyrir okkur?” “ Já, og Engilráð líka. Þær hafa báðar gert mikið fyrir okkur,” sagði Rauðkollur. “Henni á eg það að þakka, að eg hefi ekki tapað tiltrú- og mannorði og jafnvel lífinu sjálfu. Eg vaki oft á nóttum til að hugsa um hvernig eg get launað henni það.” “Þú gefur henni oturskinnið, þegar 'búið er að súta það; það er gott til að byrja með,” sagði McLean. Hann beygði sig niður og strauk um otur- inn, sem lá við fætur hans. “Eg skil ekki hvernig á því getur staðið, að skinnið er svona dæmalaust fallegt um þetta leyti árs; þau em alt af fallegust að vetrinum, en þetta er eins gofct og það getur verið. Eg skal síma sútunarverkstæðinu og biðja þá að taka það strax þegar það kemur og súta það eins vel og mögulegt er. Við skulum ekki horfa í kostnaðinn, og láta gera þetta eins vel eins og unt er. Eg er viss um, að Engilráð þykir vænt um þetta og mér dettur ekki neitt í hug, sem mundi koma .sér betur.” “Það get eg ekki heldur,” sagði Rauðkollur glaðlega. “En ef eg hefi nokkra peninga af- gangs, þá er það líka dálítið annað, sem mig langar til að kaupa.” Hann sagði McLean hvað Mrs. Duncan lang- aði míkið til að eiga fallegan hatt, eins og Eng- ilráð ætti. Hann var dálítið feiminn við að segja McLean frá þessu, og hann gætti vand- lega að, hvernig honum mundi falla það, en hon- um óx kjarkur, þegar hann sá, að McLean tók ]>essu með góðvild og góðum skilningi. “Þú verður að lofa mér, að taka dálítinn þátt í þessu með þér,” sagði hann og hló við. “Þú mátt ekki vera alt of eigingjarn. Eg skal segja þér hvað við skulum gera. Við skulum láfca þetta bíða þangað til um jólin. Þá verð eg heima og þú kaupir þá hattinn og eg kaupi kjól handaí henni. Svo kaupir þú hatt og vetlinga handa Duncan, og eg kaupi handa honum vetr- ar yfirhöfn. Svo getum við keypt ýmislegt smávegis handa börnunum. Heldurðu ekki að þetta væri gott ráð?” “Þetta er miklu betra, heldur en eg hefði getað látið mér til hugar koma,” sagði Rauð- kollur og átti sjáanlega nóg með að halda gleði sinni í skef jum. XV. KAPITULI. Viku seinna var alt komið í nokkum veg- inn samt lag í Limberlost, eftir alla mæðuna, sem þar hafði komið fyrir, nema það, að skáp- urinn sfcóð ekki lengur upp við tréð, því það var kaupið Avalt LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD Vard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, Nl N Offlce: 6th Floor, Bank of Hamilton Ohambera . Ef þér viljið fá bjórinn sendan á heimilið, bá talsímið 41 111. — Pelissier’s Country Club Snecial og Golden Glow Ale, er hægt ao fá í öllum lögheimiluðum bjórstofum. MALDEN ELEVATOR COMPANY, LIMITED Stjórnarleyfl og ábyrgö. ACalskrlfstofa: Grain Exchange, Wlnnlpeg Stocks - Bonds - Mines - Grains Vér höfum skrlfstofur I öllum helztu borgum 1 Vestur-Canada, og elnka slmasamband vlö alla hveitl- og stockmarkaöi og bjóöum þvi vlö- sklítavinum vorum hina beztu afgreiöslu. Hveitikaup fyrir aöra eru höndluð meö sömu varfœrni og hyggindum, eins og stocks og bonds. Leitiö upplýsinga hjá hvaða banka sem er. KOMIST 1 SAMBAND VIÐ RADSMANN VORN A PEIRRl SKRIFSTOFU, SEM NÆST YÐUR ER. Wlnnipeg Regina Moose Jaw Swift Current Saskatoon Calgary Brandon Rosetown Guil Lake Asslniboia Herbert Weyburn Biggar Indlan Head Prince Albert Tofield Edmonton Kerrobert Tll aö vera viss, skrtfiö á yðar Bills of ladlng: "Advise Malden Elevator Company, Limited, Grain Exchange, Winnipeg.” nú horfið, en hann stóð á stofninum sem eftir var. Skógarrjóðrið var að vísu ekki eins fall- egt eins og það hafði áður verið, því þar var miklu spilt, en það hafði verið fært í lag eins vel og hægt var. Nýju skógarverðirnir voru stöðugt á verði, en Rauðkollur hafði lagt það vandlega niður fyrir sér, hvernig hann skyldi fara að því að finna trén, og hafði skifta öllum s’kóginum niður í reiti, sem liann ætlaði að rann- saka livern um sig. Hann liafði þegar fundið allmörg tré, sem hann hélt að væru mikils virði og hann hafði fundið svo margt og margt, sem Fuglamærin vildi taka myndir af, að hún og Engilráð voru orðnar þarna vsvo að segja dag- legir gestir og Rauðkoll hafði aldrei á æfinni liðið eins vel. Limberlost var nú í allri sinni dýrð. Dálít- ið frost hafði snert trjátoppana, og skógurinn hafði nú náð hinu afar mikla litskrúði, sem hann nær að eins nokkrar vikur á haustin. Það er naumast liægt að benda á nokkuð fallegra í ríki náttúrunnar, heldur en “þúsund lítan skóg- inn” að haustlagi. I þetta sinn hélzt litskrúðið óvanalega lengi. Skógurinn var allur fullur af lífi. Fuglarn- ir, sem höfðu verið bara tveir og tveir, höfðu nú heilan hóp af ungum í kring um sig. Sumir höfðu að vísu aðeins tvo, en sumir höfðu líka tíu eða þar yfir. Flestir voru ungarnir nú orðn- ir stórir og fallegir, sumir eins stórir eins og gömlu fuglamir, en naumast eins fallegir eða tilkomumiklir eins og foreldrarnir. Það var alt gamla sagan: að aukast og margfaldast og uppfylla jörðina. En þarna voru ekki fuglar einir, heldur líka f jöldi dýrategunda og öll báru þau önn fyrir afkomendum sínum. Ef þú hefir einhvern tíma séð tóuna horfa á unga sína, þegar þeir eru að fást við fugl, sem hún befir fært þeim, þá getur þú aldrei gleymt því, með live niikilli ánægju hún horfir á þá. Rauðkoillur sá ]>að margoft og þreyttist aldrei á að horfa á það. Hann var í huga sínum að bera þefcta óvinsæla dýr saman við mennina, og hann gat ekki varist þeirri hugsun, að líklega hefði hann sjálfur átt foreldra, sem hefðu stað- ið að baki þessara villidýra í því, að láta sér þykja vænt um og ala önn fyrir afkvæmum sínum. Engilráð hafði alveg sérstaklega gaman af ungum héranna. Fyrri um sumarið, þegar þeir voru ósköp litlir, ]>á hafði Rauðkollur stundum náð einhverjum þeirra og Engilráð hafði leik ið sér að þeim. Honum hafði þótt svo fjarska- lega vænt um að sjá hvað hún var góð við þessa litlu vesalinga og hvað hún liorfði á þá með mikilli góðvild. Auðvitað var Engilráð betur eygð, heldur en nokkur önnur manneskja, en liann hafði nýlega tckið eftir því, að augun voru ekki eins dökk eins og liann hafði haldið. Það voru þessi löngu, dökku augnaliár, sem voru þess valdandi, að augun sýndust dekkri en þau í raun og veru voru. En þau tóku alt af sífeld-

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.