Lögberg - 22.11.1928, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.11.1928, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER 1928. \ Jögbetg Gefið út hvern Fimtudag af Tfce Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargerit Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. T»lsiman N-6327 oý N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Utan&akritt til biaðsina: THF COLUN|BI«t PRESS, Ltd., Box 3171, Wlnnlpeg. Han. Utanáakritt ritstjórana: FOirOR LOCBERC, Box 3171 Winnipeg, M»n. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Ths "LöKbertf” ts prtnted and publlahed by Ths Oolumbla Prosa. Limltoi. ln tha Columbla Wullding, 6#6 siargont Av*. Wlnnlpeg, Manitoba. Alvörumál. Föstudaginn, þann 30 yfirstandandi mán- aðar, fara fram hér í fylkinu, almennar kosn- ingar til hinna ýmsu sveita, eða héraðsstjórna. Úndir venjulegum kringumstæðum, myndum vér hafa látið kosningar þessar afskiftalausar, að öðru leyti en^ví, að skýra frá að sjálfsögðu, hverjir í kjöri væru í þeim bygðarlögum, er Is- lendingar koma mest við sögu. En í þessu til- felli hagar svo til, að í einni allra fjölmennustu og umfangsmestu frumbygð Islendinga í Mani- toba, Bifröst sveitinni, er mál á dagskrá, sem að vorri hyggju er svo alvarlegs eðlis og gríp- ur svo djúpt inn-í sæmdar og sjálfstæðis með- vitund Islendinga yfirleitt, að ekki væri viðlit að láta það afskiftalaust fram hjá sér fara. Orð hefir á því leikið, að því er oss skilst, að fjárhagur Bifröst-bygðar, hafi verið næsta þröngur undanfarin ár, og það svo mjög, að ýmsum bvgðarmanna hafi hrosið hugur við, og þeir því þarafleiðandi verið á báðum áttum um, hvað tekið skyidi til bragðs, með það fvrir aug- um, að finna hagkvæmilegustu leiðina út úr ó- göngunum. Komið hafa fram raddir um það, að heppilegast mvndi, að fela fvlkisstjórninni forráð sveitarfélagsins, og á þá sveif hallast nú- verandi oddviti sveitarinnar, Mr. Sigvaldason. Ekki efumst vér um það, að gott eitt vaki fyrir honum í þessu sambandi. En á stefnu hans getum vér undir engum kringumstæðum fallist, né heldur þeirra annara, er honum fylgja að málum. Virðist oss, sem hér sé um skýlausa uppgjafarstefnu að ræða, ósamboðna sjálfsögð- um metnaði frjálsborins fólks. Á hinn bóginn skal það tekið fram, að í Bifröst-sveit hýr fjöldi fólks, er telur það óviðunandi með öllu, að leggja árar í bát, þótt eitthvað kunni að gefa á. Það er þetta fólk, er ekki telur það koma til nokkurra mála, að selja af hendi fullveldi bygð- arinnar, og kýs heldur að berjast til þrautar Iþar til yfir lýkur, hvað svo sem áreynslunni viðvíkur. Finst oss sá hugsunarháttur óneit- anlega samhoðnari því norræna tápi, er einkent hefir þjóðflokk vorn í liðinni tíð, og þá ekki síð- ur frumherjana við Winnipegvatn, en önn- ur þrekmenni af þjóðflokki vorum. Karl- menskan hefir ávalt reynst íslendingum lífræn leiðarstjarna, og mun svo enn verða um lang- an aldur. Treystum vér því, að íslenzk skap- festa beri hærra hlut í kosningum þeim, í Bif- röst-sveit, er hér um ræðir, og kjósi þá menn eina til forystu sveitarinnar, er tryggja vilja sjálfstæði hennar í bráð og lengd. Þeir menn, er eigi telja það koma til nokk- urra mála, að afsala sjálfsforræði sveitar þess- arar fylkisstjórninni í hendur, vilja fá því fram- gengt, að sveitinni verði skift, þannig/að sniðin skuli af henni allmikil spilda að norðanverðu, sem og að vestan. En þann hluta byggja mest- mégnis Galizíumenn. Ekkert getum vér um það sagt, af eigin reynd, hvernig afkomuskilyrð- um í þeim hluta hygðarinnar, er háttað, eða hvers megi vænta þaðan í framtíðinni. Þó muu eitthvað þar af sæmilegum jarðnæðum. Hinu mun þó tæpast með rökum neitað, að sem stend- ur, muni sá hluti hygðarinnar, er hér um ræð- ir, vera sveitarheildinni miklu fremur til þyngsla, en þess gagnstæða. Slíkur er skiln- ingur flestra, er vér höfum átt tal við, úr hópi þeirra manna, er vemda vilja sjálfstæði sveit- arinnar. Fullyrða þeir, að með þeim hætti, verði eigi að eins framtíð íslendinga þar í hygð- inni margfalt hetur trygð, heldur verði og efna- legu s.jálfstæði sveitarinnar drjúgum betur borg- ið, með því að við hana skilji, sem afleiðing af skiftingunni, aðallega þeir, er minst hafa gjald- þolið til opinberra þarfa. Núverandi sveitar- oddviti, Mr. Sigvaldason, telur til þess engar líkur, að sveitamálaráðgjafi fylkisins, muni nokkm sinni fallast á skiftingu sveitarinnar með þeim hætti, er nú var nefndur. Hvað mikið hann kann að hafa til síns máls, skal ó- sagt látið. Enginn fær j)ó sitt fram að óreyndu. Og því þá ekki að reyna þessa leið, ef vera mætti að hún yrði íslenzkum borgurum í Bif- röst-sveit til varanlegs velfarnaðar, og sveit- inni í heild til þrifa? Það er ekki langt um liðið, frá því er Islend- ingar í landi hér, héldu sína veglegu hátíð í Gimli-bæ, til minningar um landnámið við Win- nipegvratn. Var frumherjanna þá fagurlega minst að verðugu, og lofsamlegum orðum farið um táp þeirra og hetjudug. Óíslenzkur maður, flutti þar hlýlega tölu 1 garð Islendinga. Var sá Mr. Clubb, ráðgjafi opinberra verka í nú- verandi ráðuneyti Manitobafylkis. Lagði hann á það sérstaka áherzlu, hve sjálfstæðis meðvit- undin hefði verið rík í eðlisfari landans. Því dýrmæta einkenni íslenzkrar skapgerðar væri það að þakka, hve bjart væri yfir landnámi Is- lendinga í Canada. Þeir hefðu eigi aðeins reynst góðir og gildir horgarar í landi hér, heldur sannir úrvalsmenn, til forystu fæddir sökum framtaks og annara mannkosta. Þann- ig leit óíslenzkur maður á skapgerð landans. Þessi sami maður á enn sæti í ráðuneyti Mani- tobafylkis. Hvernig myndi honum verða inn- anhrjósts, ef til hans kæmi á næstunni, og sam- verkamanna hans í ráðuneytinu, sendinefnd úr Bifröst-sveit, hiðjandi auðmjúklega, eigi að- eins um aðstoð, heldur og það, að stjórn- in tæki sveitarfélag þetta upp á arma sína, með því að sýnt væri, að landinn treysti sér ekki til að spila upp á eigin spýtur, eða ráða sjálfur fram úr vandamálum sínum? Dálaglegur minn- isvarði yfir feður og mæður íslenzka landnáms- ins við Winnipeg-vatn, eða hitt þó heldur! Ekki er það á voru valdi, að skilgreina alla þá sýkingargerla, er illu heilli hafa tekið sér hólstað í þjóðlífi voru. En þó þeir séu vafa- laust allir meira og minna skaðlegir, j)á teljum vér samt ósjálfstæðisgerilinn hvað hættulegast- an. Sérhvað það, sem fótum kippir undan sjálf- stæðismeðvitund einstaklingsins, verður að kveða niður. Þess vegna er oss það brennandi áhugamál, að sjálfstjórnarmenn gangi sigr- andi af hólmi við sveitarstjórnarkosningar þær í Bifröst, sem nú hafa nefndar verið. Um oddvita sýslanina í Bifröst, keppa að þessu sinni, núverandi oddviti, Mr. Björn T. Sigvaldason, og Mr. Sveinn Thorvaldssor,, kaupmaður í Riverton. Báðir eru menn þess- ir oss persónulega að góðu kunnir, báðir hæfi leikamenn, þótt sitt með hvorum hætti sé. En það er um stefnur, en ekki menn, sem kosning- ar þessar snúast. Mr. Thorvaldsson er merkis- heri sjálfstjórnarstefnunnar, eða þeirrar stefnu er telur það ekki koma til nokkurra mála, að leggja árar í bát, og selja sjálfsforræði Bifröst- .sveitar fylkisstjórninni í hendur. Með þetta fyrir augum, væntum vér þess, að íslendingar í hlutaðeigandi bvgðarlagi, styðji hann til sig- urs í kosningum þeim, er nú fara í hönd. Erindi til allra manna. Eftirfarandi ummæli, úr ræðu Mr. Herberts Hoover, þeirri, er hann flutti í Tennessee-ríki í nýafstöðnum kosningum,* eiga, að því er oss finst, engu síður erindi til þjóðarinnar canad- isku, en nágranna þjóðar vorrar, sunnan landa- mæranna: “Mig langar til að leiða athygli yðar að at- riði. sem, ef til vill fljótt á liti'ð, virðist ofur- einfalt og hversdagslegt, en sem þó engu að síður, titrar í hjarta sérhverrar þeirrar vonar, er hundin er við famtíðina. Það er ameríska fjölskyldan, eða ameríska heimilið, sem eg á við. Heimilið er undirstöðu-eining fjárhags- legrar afkomu þjóðarinnar, engu síður en hinn- ar siðferðislegu og andlegu þroskunar. Samt er hlutverk þess þó víðtækara, en þetta, sem nii hefir nefnt verið, því heimilið er undirstaðan undir sjálfstjórn hvaða þjóðar sem er. Það er fyrsta, fullvalda ríkið í veröldinni, þar sem vor- ar æðstu hugsjónir eru krýndar til sigurs. Þangað er að leita andlegs og efnalegs orku- gjafa sameinaðrar þjóðr. Þessu ríki ríkjanna til eflingar, ber oss öllum að beita óskiftum kröftum. “Eg hefi áður á það hent, að sérhver stjórn skuli eftir því dæmd, hvernig henni tekst til um það, að tryggja öryggi og yndi heimilisins, hvað hún leggur á sig, til þess að fyrirbyggja hverja þá stjórnarfarslega kúgun, er komið gæti heimilinu á kaldan klaka, og hvað henni verður ágengt í því, að greiða sonum og dætr- um þjóðar sinnar veg, að uppsprettum efna- legra og andlegra heilla. “Heilbrigt og hugsjóna-auðugt heimilislíf, getur eitt skapað heilbrigt og hugsjóna-auðugt stjórnarfar. Kostir, eða ókostir heimilislífsins, koma ávalt ótvírætt fram í stjórnar-starfræksl- unni. Því heilbrigðara, fegurra og blóðríkara, sem heimilislífið er, þess glæsilegra verður stjómarfarið, og þess dásamlegri verður þjóð- in.” Viðaukinn við gamalmenna- heimilið Betel. Síðastliðinn fimtudag, var formlega opnaður til afnota, með hátíðlegri viðhöfn, hinn nýi viðauki við gamalmennaheimilið Betel, er reist- ur var á sumri því, sem nú er um garð gengið. Annríkis vegna, áttum vér þess því miður, ekki kost, að vera viðstaddir vígsluathöfnina, og leituðum þar af leiðandi til framkvæmdar- stjómar Betel um nokkrar upplýsingar. Vígslu athöfn þessi hófst með stuttri guðs- þjónustu gerð, er séra Bjorn B. Jónsson, D.D., stýrði. Að því loknu fluttu ræður þeir Dr. B. J. Brandson, formaður framkvæmdarstjórnarinn- ar, og séra Sigurður ólafsson, prestur lútersku safnaðanna í Nýja Islandi, sem jafnframt gegn- ir prestsstörfum við gamalmenna heimilið. Var all-margt fólk úr Gimlibæ viðstatt þessa hátíð- legu athöfn, auk þó nokkurra frá Winnipeg, í viðbót við þá, er framkvæmdarnefndina skipa. Það er kunnugra, en frá þurfi að segja, hve aðsóknin að Betel er stöðugt að fara í vöxt, og hve hrýn nauðsyn har til, að aukið yrði við byggingarnar, svo að hægt yrði að fullnægja beiðni þeirra, er þar æskja inngöngu. Þetta var framkvæmdarstjórninni ljóstvog þess vegna lagði hún það til á síðasta kirkjuþingi, að varið skyldi alt að tíu þúsund dala fjárhæð, til við- auka við hinar eldri byggingar, pg varð það að ráði. Herra Jónas trésmíðameistari Jóhannesson, annaðist um smíð þessa nýja viðauka, sem sagð- ur er að vera hinn glæsilegasti, og vandaður, sem þá, er hezt má verða. Viðaukinn er um þrjátíu og sex fet á breidd, en þrjátíu fet á lengd. Em veggir reistir úr holum tígulsteini, en gólf öll lögð beztu tegund harðviðar. Er hyggingin öll úthúin að nýjustu og fullkomn- ustu gerð og rúmgóð mjög. Getur viðaukinn veitt viðtöku tuttugu manns. Grafinn hefir verið nýr brunnur við aðalhygginguna, og úr honum er veitt vatni um alt húsið. Er viðaukinn að öllu leyti hinn prýðilegasti, og hlutaðeigendum öllum til sæmdar. Gamalmenna heimilið Betel er vafalaust lang-vinsælasta stofnunin, sem Islendingar liafa nokkru sinni reist í landi hér. Hún er auk þess í eðli sínu, ein sú dásamlegasta mannúðarstofn- un, sem hugsast getur. Því livað getur hugs- ast dásamlegra á þessari jörð, en örugt hæli fyr- ir aldurhnigið fólk, er orðið hefir viðskila við fjölskylduböndin og híður erftir því einmana og vegmótt, að leggja upp í leiðangurinn hinzta? Nýtt ráðuneyti á Frakklandi, Frá því er skýrt á öðrum stað hér í blaðinu, að myndað liafi verið nýtt ráðuneyti á Frakk- landi, þótt 'stjórnarformaðurinn sé hinn sami, Poincaré. Hið fráfaranda ráðuneyti, vár eins- konar samsteypa úr pólitisku þingflokkunum öllum, að undanskildum Commúnistum! Áttu sæti í því ým.sir helztu leíðtogar jafnaðar- manna, svo sem Herriot, sá er um eitt skeið hafði stjórnarforystuna með höndum. Varð fjárlaga frumvarpið stjórninni að falli, eða þau hin ýmsu atriði þess, er í þá átt hnigu, að hækka skatta. Reyndi stjórnarformaður að réttlæta gerðir sínar með því, að nauðsyn bæri'til að auka tekjurnar, svo grvnna mætti eitthvað á skuldum þeim, sem Frakkar væru í við aðrar þjóðir, frá því á tímum, styrjaldarinnar miklu. Gerðust þá ýmsir úr hópi jafnaðarmanna, næsta hávaðasamir, og kváðust uudir engum kringum- stæðum vilja heyra stríð nefnd á nafn, hvort heldur isem um, gömul eða ný væri að ræða. Töldu þeir það fyrirslátt einn, að auka bæri tekjurnar vegna stríðsskuldanna. Bæri stjóm- arformaður þessu við, til þess að þvrla upp rvki í augu almennings, svo fólk gæti síður átt- að sig á hinni geypilegu bruðlunarsemi stjóm- arinnar. Herriot vildi ekki láta áfella stjórn- ina stórvæsálega, þótt hann á hinn hóginn við- urkendi, að hann heRSi aldrei getað gert sig fvllilega ánægðan með stefnu hennar í fjármál- unum. Eftir langvarandi þjark kom þó þar að, að stjórnin féll. Beiddist Poincaré þá sam- stundis lausnar fyrir ráðunevti sitt. Bnð Dou- mergue forseti hann að gegna emhætti, þar til eftirmaður hans væri fundinn. Leitaði forseti því næst til hinna ýmsu istjórnmálaflokka, í því augnamiði, að fá nýtt ráðuneyti myndað, en slíkt srekk ekki þrautalaust. Eftir lansra mæðu vitjaði hann aftur á fund Poincaré’s. Var hann tregur til, og 'taldi /á <því ‘ýms tormerki, að sér mundi hepnast ráðunevtisstofnunin. Hét hann þó góðu um, að reyna fvrir sér af fremsta megni. Nú.var svo komið, að samvinna við jafnaðarmenn var ekki lengur hugsanleg. 1 einhverja aðra átt varð því að snúa sér, ef ekki ’átti alt að lenda í strand. Eftir þriggja daga leit, eða því sem næst, tókst Poincaré loks að mynda stjórn. Er hún aðallega samsett af í- haldsmönnum og þeim, er til hins frjálslvnda flokks teljast. Hvað langlíft að þetta nýja ráðuneyti kann að verða, getur enginn gizkað á að svo stöddu, en traustsvfirlýsingu fékk það í þinginu þegar fyrsta daginn, með allmiklum meiri hluta atkvæða. Þó má ekki mikið út af bera, til þess að stjómin falli, því svo fremi að hún leggi fyrir þing að nýju, fjárlagafrumvarp svipað því, er varð henni að falli, mun henni í pólitískum skilningi, dauðinn vís. Helgi eiðstafsins. Eins og þegar hefir verið getið um hér blaðinu, þá varð uppvíst fyrir skömmu u kosnmgasvik í Montreal-borg, í sambandi v aukakosmngu til fylkisþingsins í Quebe V ar malið þegar tekið til rannsóknar og ko það i Ijos, að margvísleg hrekkjabrögð höf< verið í frammi höfð. Meðal þeirra vitna, ei d voru f málinu, voru tvær konur. Kom þi upp úi kafinu,*um þáð leyti, er ranpsóknin \ar að verða lokið, að þær höfðu svarið rang; eið. Voru þær báðar dæmdar í tveggja niánai tangelsi fyrir vikið. Blaðið Montreal Gazetl rómar1 mjög úrskurð dómarans, og telur þ; sönnun þess, að yfirvöldin séu að vakna gleggri meðvitundar; um alvöru og hel«-i ei stafsins. Farast blaðinu í þessu sambam þannig orð: “Abyrgð sú, sem eiðstafnum fylg-ir Pr he eðlis, að leggja verður við það fylstu’alúð ■ Wgi sé úr henni dregið. MeinLn er hattaðn glæpur, en menn alment gera sér hugarlund Það er ekki einasta, að í eiðnu se vitnað til almattugs guðs, og skugga kast. a hans dyrðkga nafn, þegar meinsæri er frai ið heldur getur það einnig til þess leitt, að jaf ve hvað gloggskygnum dómara sem er, reyni okleift að láta réttvísina hafa sinn gang, og sekur sleppi, en hinn saklausi verði dói feldur.” Canada framtíðarlandið Þegar tekið er tillit til þess, hve tiltölulega er afarstutt síðan að Vesturlandið tók að byggjast, gegnir furðu, hve framfarirnar á hinum ýmsu sviðum eru komnar á hátt stig. Landnemalífinu fylgir að sjálf- sögðu margvíslegt strit og margs- konar mannraunir, en sigurvinn- ingarnir hafa heldur ekki verið neitt smáræði. Með lagning járnbrautanna, hófst merkasta framfara tímabil- ið í sögu þessarar ungu þjóðar. Með þeim skapaðist markaðurinn fyrir afurðir landsins. Áræðnir og orkumiklir nýbyggjar, höfðu að vísu fluzt til landsins, áður en nokkur járnbraut var lögð og fluttu varning sinn og lífsnauð- synjar langar leiðir á uxapörum. Þannig urðu landnemarnir oft og einatt að ferðast langar leiðir með konu og börn, meðan þeir voru að skygnast eftir löndum, er líklegustu þóttu til heimilisfestu. Þeir fengu jarðirnar ókeypis hjá stjórninni gegn því skilyrði, að þeir intu af hendi tilteknar umbætur. Kjör nýbyggjanna voru ekkert leikfang, en samt létu þeir aldrei hugfailast. Gróðamagn jarðvegs- ins þekti engin takmörk, en á meðan menn voru óvanir við korn- rækt, og vissu eigi gjörla hverjar tegundir skyldi helzt rækta á þessum og þessum stað, eyðilagð- ist oft mikið af uppskeru sökum frosts í héruðum, sem nú þarf ekkert að óttast í því tilliti, með því að ræktaðar eru þar aðrar óg þolnari tegundir. Eins og gefur að skilja, voru áhöld til akuryrkju lengi vel næsta ófullomin, en hitt mun þó jafnvel hafa verið enn tilfinnan- legra, að á þeim tímum fóru bændur, að heita mátti öldungis á mis við leiðbeiningar frá sér- fræðingum, að því er landbúnað- inn áhrærðri, því í þá tíð voru þeir fáir, er aflað höfðu sér mentun- ar á þv sviði. Markaðsskilyrin voru þá einnig alt anna en hentug. Vegabætur sama sem engar, og því víða yfir torfærur að fara. En það var eins og landnemunum yxi áræði við hverja raun, og nú í dag má víða sjá á sléttunum vestrænu sigrihrósandi öldunga, unga í anda, með fimtíu ára landnáms- strit að baki. Það útheimtir þrautseigju og þrek að fella frumskóga og breyta þeim í akra og aldingarða. Þann- ig var hlutskifti Birkibeinanna.er komu hér að óbygðu landi og breyttu stórflákum í akra og engi. Sigurlaunin, er hver einstakling- ur bar úr býtum, hafa vitanlega verið dálítið misjöfn, en þakklæti Iþjóðarinnar ungu, er nú byggir þetta mikla meginland, hafa frum- herjarnir allir hlotið undantekn- ingarlaust. Það er ekki einungis á akur- yrkju og iðnaðarsviðum, að fram- farirnar hér í landi hafa verið stórstígar. Þær hafa einnig orð- ið það, að því er hin andlegu menningu áhrærir. Um landið alt þvert og endilangt er nú að finna veglega skóla og kirkjur, svo og járnbrautir og símasambönd. Yf- ir höfuð mun óhætt að fullyrða, að vart sé til nútíðar menningar- tæki, er eigi finnist í Canada. Þegar tekið er tillit til þess, hve feykilega víðáttumikið að landið er, verður eigi annað með sanni sagt, en að það sé afar f^ment. íbúatalan nær ekki fullum níu miljónum. Það liggur í augum uppi, að er fram líða stundir, verður hér einhvern tíma voldug stórþjóð. Frá náttúrunni, eru skilyrðin til þess ðll fyrir hendi. Frá því að heimsófriðurinn mikli hófst, hefir verið næsta lítið um fólksflutninga til Canada, þar til nú í ár, að fjöldi fólks, bæði frá Norðurálfunni og frá Bandaríkjunum hefir fluzt þang- að og tekið sér þar bólfestu. Á síðastliðnum tveimur mánuðum hafa innflutningar verið meiri en á nokkru öðru tímabili síðan að ófriðnum laust upp. Kosningarnar í Bifröst. í Heimskringlu frá 24. okt. 8.1., var greinarkorn frá ritstjóranum, með fyrirsögninni “Sjálfstjórn og sveitarómegð,” sem fjallar um mál þessarar sveitar, og deilir á mig fyrir afstöðu mína í þeim. Um leið og eg vildi leiðrétta það, sem er all fjarri sannleikanum í áminstri grein, sem stafar ef til MÝKJANDI MEÐAL við HÁLS OG BRJÓSTKVILLUM vill af ókunnugleika ritstjórans, og kann ske enn fremur af hús- bóndahollustu, sem er góð og gömul dygð, þá langar mig til að skýra, í eins stuttu máli og unt er, ágreiningsatriðin, sem um er deilt í þessum kosningum hér nyrðra. Tíminn er takmarkaður, og æfingin við ritstörf lítil, og verður því ekki eins vel á haldið eins og hjá þeim, sem meira hafa af hvorutveggju. Kærur þær, sem bæði eg og aðr- ir báru á sveitarstjórnina hér 1926, hafa þessi tvö isíðustu ár meir en sannast, eftir því sem í ljós hefir komið, þó engin formleg rannsókn hafi átt sér stað. Hefði ritstjórinn ómakað sig svo mikið að lesa yfirskoðunar skýrslur sveitarinnar 1927, iþá hefði hann ekki farið að taka upp klausu Mr. Thorwaldsons um $43,000 tekju- afgang 1926. Því yfirskoðunar- maður færir þennan tekjuafgang ofan í $20,000 fyrir árið 1926. 1 einu orði, reyndist öll fjárhags- skýrsla þess árs vera meira og minna villandi og óáreiðanleg. Fjárhagur sveitarinnar hefir sannarlega ekki versnað síðastlið- in tvö ár, nema hvað afleiðingar af gjörðum liðins tíma hafa hlað- ið á sveitina auka-byrðum, svo sem kostnaðinum við Shadnek málið, sem kostar sveitina líkast til nær $6,000, og sem fyrverandi oddviti hafði tækifæri til að koma í veg fyrir með uppgjöf á tveggja ára skatti, eða $135. Þess utan hafa gamlar hospítals og “culverts” skuldir, sem nema um $10,500, verið borgaðar og afsláttur af þeim ófenginn, sem nemur $2,800. Enn fremur hefir nú hepnast að útvega alveg sérstakt tillag til fá- tækari skólanna, sem nemör full- um $5,000 fyrir þessi tvö síðustu ár. Þetta hvorttveggja er þó heldur í áttina að bæta fjárhag- inn. ásamt þeirri stöðugu viðleitni minni, að sjá um að vel sé farið með fé sveitarinnar og öllum fjártillögum réttilega varið. Um leið og eg lét það ótviræði- lega í ljós í kosningunum 1926, að umboðsmaður (Administrator) til- nefnduri af fylkisstjórninni hefði betra tækifæri að kippa í lag því, sem ábótavant væri, lýsti eg því jafnframt yfir, að ekki væri óhugs- andi, að sveitarstjórn hepnaðist að ráða bót á vandræðum okkar, ef samvinna fengist. En þess hef- ir verið varnað af fremsta megni að slík samvinna ætti sér stað, af þeim, sem mestu ráða og eigin- lega einskis svífast til að eyði- leggja áhrif mín og koma mér frá. Má í því sambandi benda á, að þegar eg í fyrra neyddist til að mótmæla borgun á verki, unnið af Galicíumönnum i deild 3, sem reyndist ekki vera þess virði, sem reikningar sýndu og var því ekkí borgað að fullu, var þetta notað af Sveini og hans mönnum, íslend- ingum, sem ferðuðust þar um dag og nótt í fyrra haust, til að gera mig tortryggilegan í augum Ruth- eníumanna,, en sem þó mistókst algjörlega. Og sökum þess að eg, ásamt öðrum úr ráðinu, gátum komið í veg fyrir að sveitin síð- astliðið vor tæki stór-lán til út- sæðiskaupa, sérstaklega til að verða við kröfum Galicíumanna, en nú verið af sumum samlöndum mínum að prédika Rutheníumönn- um, að eg hafi neitað þeim um út- sæði og sé því þeim fjandsamleg- ur. — Svo er þó ekki útlit fyrir, að þeim verði mikið ágengt með þessu, frekar en áður, nema ef þeir kynnu að ná í nokkra “boot- leggers.” En af þessu má sjá hina drengilegu viðleitni sjálf- stjórnarmanna til viðreisnar sveit- inni. En Galicíumenn, ekki síð- ur en aðrir, vita hvað að þeim snýr. Þegar að meiri hluti ráðsins, á júlífundinum, samþykti að færa upp skatta sem nam $20,000 fram yfir það, sem var lagt á árið áðúr, sá eg, að hér var ekki ,nema um tvent að ræða, sveitarstjórn og ókleifa skuld, eða að reyna að fá Municipal Commissioner til að setja hér Administrator í þeirri von, að skattar yrðu í meira hófi. Úr þessu varð ákveðin flokka- skifting í ráðinu, því hér var um tvær ákveðnar og ólíkar stefnur

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.