Lögberg - 22.11.1928, Page 7

Lögberg - 22.11.1928, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER 1928. Bls. 7 RY’S hefir einkar þægi- legt bragð, sem öllum mönnum líkar vel. Hitt er þó enn betra, að 1 því eru ágæt- ustu næringarefni, sem upp- byggja vöðvana og taugarnar. Tilbúið þar sem efnisgæði og herinlæti situr í fyrirúmi, af félagi, með 200 ára reynslu. 1728-1928 Elzta Cocoa- og Chocolate verk- smiðja í heimi. Skrifið eftir ó- keypis leiðarvísir J. S. Fry & Sons, (Canada) Ltd. Montreal. Jón Eiríksson konferensráð. 1728—1928. Eftir Sigurð Sigurðsson frá Kálfafelli. Jón Eiríksson er fæddur á Skála- felli í Suðursveit 31. ágúst 1728. Foreldrar hans voru þau merkis- hjónin Eiríkur og Steinunn og voru þau að allra rómi með mestu merkishjónum í almúga röð. Ekki vita menn með vissu, hve lengi þau bjuggu á Skálafelli, þó hafa það víst verið um 10—11 ár. Árið 1738 fluttu þau búferlum að Hólmi í Einholtssókn, er þau bjuggu alla tíð síðan, iþangað til Steinunn andaðist. Brá þá Eirík ur búi, en flutti að Einholti til tengdasonar síns, séra Sveins Halldórssonar, er andaðist litlu eftir komu Eiríks þangað. Óvíst er hve mörg börn þau áttu, Eiríkur og Steinunn, en þó er víst, að 8 náðu fullorðinsaldri og er margt merkra manna frá þeirn komið, en út í það verður ekki farið hér. Hér skal að eins minst á Jón eldra. Hann naut uppeldis í foreldra- húsum til fermingar aldurs og lærði þar að mestu leyti kristin- dóm og var svo vel að sér, að hann var.fermdur á 9. aldursári því þá var ferming ekki bundin vissum aldri. En veturinn fyrir ferminguna haustið 1736, komu foreldrar hans honum iþó í kenslu til móðurbróð ur hans, gáfumannsins Vigfúsar prests Jónssonar, sem þá var að stoðarprestur hjá séra Guðmundi Högnasyni á Hofi í Álftafirði Lék þá ekki meira orð á en svo að hann ætti að læra skrift og lestur og búa sig undir fermingu. Skömmu eftir komu Jóns að Hofi varð sú breyting á, að séra Guð mundur fékk aðstoðarprest sinn Vigfús, til þess að fara austur að Stöð í Stöðvarfirði til Högna prests, sonar síns, til þess að að- stoða hann í veikindum hans, en sjálfur tók hann að sér að segja Jóni til um veturinn. Brátt komst prestur að námfýsi Jóns, og í stað þess að æfa hann í áðurnefndum greinum, lét hann hann byrja á latínulærdómi. Vorið eftir hvarf Jón heim t?! föður síns, sem nú var fluttur að Einholti; þá var séra Þorl. Bjarna- son prestur þar, og var Jóni korc- ið til hans í kenslu næsta vetur. Haustið 1738 var hann á ný sendur til móðurbróður síns, séra Vigfúsar, sem þá nýlega hafði fengið Stöðvarfjarðar prestakall, og dvaldi Jón þar næstu 4 vetur. Að iþeim tíma liðnum þótti hann vel hæfur til inntöku í Skálholts- skóla. Jón biskup Árnason, er þá sat að stóli í Skálholti, hafði svo fyr- irskipað, að piltar skyldu ekki njóta ölmusu fyrsta árið, sem þeir voru í skóla. Foreldrar Jóns sendu hann haustið 1742 áleiðis til Skálholts, í þeirri von, að hann yrði ekki gerður afturreka svo langan veg. En á miðri leið mætti Jóni bréf frá biskupi', þess efnis, að hann gæti ekki fengið inntöku í skól- ann þann vetur. Jón sneri þá heim á leið og var næsta vetur í foreldra húsum. En á næsta hausti var hann a ný sendur til Skálholts. Hafði þá nýlega andast Jón biskup Árna- son. Jóni var nú þegar veitt inntaka skólann, þó hvorki hefði með sér mat eða peninga. Og óvíst er, hvort nokkur unglingur hafi far- ð úr foreldrahúsum jafn fátæk- lega útbúinn sem hann. Aði afloknu inntökuprófi fékk hann sæti ofarlega í neðri bekk skólans og fanst skólastjóra brátt mikið til um gáfur hans. Um vorið fór Jón heim til for- eldra sinna og var þar um sumar- ið, en næsta haust fór hann aftur til Skálholts og tók þá sæti ofar- lega í efri bekk. Þann vetur sat í Skálholti hinn góðkunni maður Lúðvík biskup Harboe, sem sendur var af kon- ungi til að endurbæta ástand skólanna og kirkjunnar hér á landi, enda tók hvorttveggja mikl- um framförum fyrir veru hans hér. Þess skal getið, að Jón að- hyltist Harboe biskup öðrum frem ur. Á miðsvetrarprófi því, er biskup hélt í skólanum, stóð Jón sig svo vel, að hann var fluttur upp fyrir marga pilta. slíkt óvenjulegt mjög, þykir eins- | ið verk og gagnlegt og varð mik- dæmi. En þareð Jón gat ekki not-iill árangur af störfum hennar. Nuga-Tone Styrkir Þá, Sem Slitnir Eru og Veiklaðir. Nuga-Tone hefir unnið mikið þarfaverk í síðast liðin 35 ár. Því það hefir veitt miljónum manna heilsubót, sem orðnir voru slitnir og bilaði á heilsu og kjarklitlir, og er hér bæði átt við karla og konur. Hversu vel þetta meðal hefir reynst öðrum, ætti að sann- færa þig um ágæti þessa mikla heilsugjafa. Þér ber ekki nauðsyn til, að láta ýms mnniháttar veikindi ræna þig vellíðan þinni og lífsgleði, þegar þú getur fengið Nuga-Tone, sem styrkir líffærin og læknar ýmis- konar lasleika, sem því veldur, að þér finst þú vera orðinn gamall og útslitinn maður, meðan þú enn ættir að vera í fullu fjöri og njóta lífsins. Nuga-Tone er ávalt selt með fullri ábyrgð um að það reyn- ist vel. Fáðu þér flösku strax í dag og vertu viss um að fó Nuga- Tone. Eftirlíkingar eru ekki neins virði. Með þessu má segja, að nýjar leiðir hafi opnast Jóni, því nú þótti Harboe biskupi sér standa það næst, að annast þennan fá- tæka pilt. Bauð hann því Jóni, að kosta nám hans og uppeldi. Eftir uppsögn skólans fór Har- boe biskup til Danmerkur með Jón með sér, án þess að nokkur vandamanna Jóns legði drög til þess. Eftir heimkomuna til Danmerk- ur fór Harboe biskup til Sljesvík- ur með Jón með sér, því þar átti hann foreldra. Um veturinn eft- ir nýjár 1746, ferðaðist Jón með biskuipi til Kaupmannahafnar og næsta sumar til Þrándheims og settist um haustið í hinn forna latínuskóla þar. í skólanum ávann hann sér brátr álit og virðingu kennara sinna fyrir kunnáttu sína í grísku. •— Dvaldi hann þar í tvö ár, lauk þar prófi 1748 með bezta vitnis- burði, og vék síðan til Kaupmanna hafnar og var sama ár skrifaður í stúdentatölu við Kaupmanna- hafnar háskólann. Eftir þessa útivist frá ættjörð sinni, var Jón að miklu leyti bú- inn að gleyma móðurmáli sínu og mætti fyrir það talsverðu álasi hjá löndum sínum, en það þoldi hann ekki. Tók hann sér þá fyrir hendur að lesa alt það, er hann komst yfir í frístundum sínum af íslenzkum fræðum og var brátt leikinn í því að tala og rita móð- urmál sitt. Heimspekisprófi lauk Jón við háskólann 20. september 1749 og náði bezta vitnisburði. Þegar Jón kom fyrst til háskólans, var það ætlun hans að gefa sig allan við guðfræði, en er hann hugleiddi, hve mikill vandi og ábyrgð hvíldi á prestum, veiktist löngun hans til þeirra starfa, og breytti hann því áætlun sinni. Um þetta leyti bar það við, að B. W. Luxdorph jústisráð, er var alkunnur gáfu- og lærdómsmaður, mæltist til þess við Harboe, að hann útvegaði sér íslenzkan stú- dent, er gæti kent sér norrænu og aðstoðað sig við bókasafn sitt. Benti biskup þegar á Jón og varð það úr, að Jón fór til Luxdorph og naut hins bezta hjá honum. Eftir ráðum velgjörðamanns síns byrjaði Jón að lesa lögvís- indi og voru þeir aðalkennarar Stampe og Koefod Ancer. Eftir tveggja ár nám við skól- ann, kaus Koefod Jón sér til að- .stoðar, til þess að halda opinbera 'fyrirlestra í háskólanum. Var ið við þetta starf neinna launa, varð það að samkomulagi með K. Ancher og Jóni að sleppa þessu á- formaða fyrirlestrahaldi. Þann 22. ágúst 1758 tók Jón lög- fræðispróf með bezta vitnisburði. Að þessu prófi loknu stóð Jóni til boða lögfræðingsembætti á Vesturheimseyjum, en hann þorði ekki að taka það vegna heilsu sinnar, sem ætíð var veik. Það leið samt ekki á löngu þar til hamingjan gekk honum í greip- ar. Leyndarráð Juel, er þá var í Sórey, valdi Jón fyrir kennara við riddaraháskólann þar. Þetta em- bætti hafði Cold etatsráð haft, en vék nú úr því. Jón var fyrst í vafa um, hvort hann ætti að taka þetta embætti, því ýmsar leiðar sögur bárust frá Sórey um þetta leyti, þó tók hann þ^ð og fékk kon- unglegt veitingarbréf fyrir því skömmu seinna. Jón fluttist til Sóreyjar 1759 og hélt þessu embætti í 12 ár. Er það mál manna, að Sóreyjarháskóll hafi staðið með mestum blóma, þegar Jón var kennari við hann. Jón kvæntist um þetta leyti Marie Lundgaard 'Hafði hann kynst henni hjá Harboe biskupi. Áttu þau 10 börn, 7 af þeim lifðu föður sinn, 5 piltar og 2 stúlkur. Þegar Jón hafði verið kennari í Sórey í 5 ár, fékk hann bréf frá Moltke greifa þess efnis, að hans hátign konungurinn hefði valið hann fyrir kennara hjá Friðriki ríkiserfingja í stað Sneedorff pró- fessors, sem þá var fyrir skömmu dáinn. Jón vildi ekki taka þessu til- boði, enda var hann ekki neyddur til þess. 1764 varð Jón ráðsmaður Sór eyjarháskóla og 1769 heiðursfé- lagi hins konunglega norska vís- indafélags og ári síðar heiðursfé- lagi konunglega danska vísinda- félagsins. Um sama leyti var rétt komið að því, að hann yrði stipt- amtmaður yfir íslandi, þó ekki yrði af því. Árið 1771 var Jón með konungsúrskurði dags. 4. júní kallaður frá Sórey og beðinn að skipa sæti í hinni nýstofnuðu deild ráðuneytisins er norsk mál lágu undir. Hann fór þá þegar til Kaupmannahafnar og fékk litlu . síðar konunglegt veitingar- bréf fyrir því. Ári seinna var hann með kon- ungsúrskurði skipaður meðlimur í fornfræðafélagsnefndina, og verður hér fátt sagt af þvi, hve þarfur hann var í þeirri nefnd, Og hversu mikil störf hann vann þar, þrátt fyrir miklar og marg- víslegar annir, sem hann aldrei sá út yfir. Að boði konungs var hann Á meðan Jón var einn hinna æðstu embættismanna, sem réðu yfir íslands málum, var stjórnin að því er Island snerti betri en nokkru sinni fyr eða síðar. Um þetta leyti var mjög bágt ástand á íslandi. Eldgos og harðæri gengu ytfir landið. Eyddust þá bygðir og ógrynni f ©11 þá af búpeningi landsmanna. Kom þá sú hug- mynd fram, að flytja alla íslend- inga á Jótlandsheiðar. Náði það ekki fram að ganga Og var það Jóni mest að þakka. Má segja, að sú ráðstöfun ein út af fyrir sig, væri nóg til að gjöra nafn hans ó- gleymanlegt öllum lslendingum. (Frh.) Eldsneyti úr vatni. Um mánaðamótin siðustu héldu verkfræðingar og efnafræðingar alheimsþing í Lundúnum, og var það kallað "eldsneytis-þingið”, því að ekki voru þar rædd önnur mál en þau, sem varða hagnýting ýmislegra efna til eldsneytis. Margir hafa óttast, að kol mundu ganga til þurðar óðara en varir, nema fundnar væru einhverjar nýjar aðferðir til þess að hafa meira gagn af þeim en nú er, og tilraunir í þá átt eru nú gerð- ar víða um heim. Einnig hafa margir vísindamenn reynt að finna ný efni, sem nota mætti til eldsneytis. ""Meðal þeirra manna, sem töl- uðu á þessu þingi, var Dr. Walter von Hohenau, verkfræðingur og vísindamaður frá Brazilíu. Þótd erindi hans ærið nýstárlegt, því að' hann kvaðst hafa fundið ráð til þess að vinna eldsneyti úr vatni, og sagðist hann hafa unn- ið að rannsóknum í þá átt um þrettán ára skeið. Hann kvaðst ætla að leggja tillögur sínar fyrir stjórnir Bretlands og Þýzkalands. Dr. Hohenau sagði í stuttu máli, að sér hefði tekist að skilja vatns- efnið úr vatni, með því að hleypa í gegn um það'mjög tíðum raf- magns-straumum, og kvaðst hann nota súrefnið eins og gas, á sama hátt sem kolagas væri nú notað til aflgjafar. Hann sagði enn- fremur, að aðferð sín væri svo kojtnaðarlítil, að hún mundi að lokum útrýma kolum til eldsneyt- is, og þau mundu notuð eingöngu til þess, að vinna úr þeim verð- mæt efni, sem nú færi að mestu leyti til ónýtis. Kenning iþessi sætti nokkrum andmælum á þinginu, en Dr. Ho- henau kvaðst hafa framkvæmt allar nauðsynlegar tilraunir um þetta efni, og sagði það ætlun sína, að setja á stofn verksmiðjur 1773 settur í tollmáladeildina fyr-1 Bretlandi og Þýzkalandi, til þess ir Vesturheimseyjar fyrir land-að ®ýna °F sanna ágæti þessarar búnað og verzlun. En 1774 tók uppfundningar. unum. 1 kirkjunni gætir ekki dagsljóssins framar—en log kert- anna lýsa fegurr en áður. Útgöngusálmurinn var sung- inn. — Djákninn kemur í kór- dyrnar og les útgöngubænina og Faðir vor. Svo gengur hann upp á kirkju- loftið og hringir söfnuðinn út úr kirkjunni. III Nú er búist til heimferðar.. Úti á hlaðinu að staðnum kveðjast allir. Fullorðna fólkið þakkar prestinum fyrir kenninguna, um leið og það kveður hann. Á er logn og glaða sólskin og fögnuður manna er djúpur og tær. Engum hefði verið unt að óska sér fegurra jólaveðurs en á var. Kollafjörður er fagur á heið- ríkum vetrarkvöldum, þegar kletta beltin í austurbrúnum liggja í forsælu, len tunglskinsflaum- ur styepist niður með fram Lík- árgljúfrum og svellbunkar allir ljóma og alt er silfur á að sjá. En fegurstur er þó Klakkurinn á tunglskinskvldum. Hann rís í suðri fyrir miðjum firði og minn- ir mjög á tröllslegt gaflhlað í gerð allri. Vestan undir honum stóð prestssetrið Fell, en nokkru vest- ar gengur Steinadalur suður í fjðllin. Inn með Klakknum að austanverðu gengur Mókollsdal- ur. Frá fjarðarbotni upp að Klakknum er undirlendi mikið. — Þar skiftast á: -grundir, eyrar og flóar. Framan af vetri er þarna venjulega óslitin svellabreið — töfrandi fagur tunglskinsóður. — Og svo var nú. konungur að sér verzlunina á fs- landi, Grænlandi og Finnmörk, og var Jón skipaður einn iþeirra em- bættismanna stjórnarráðsins. Var Jón nú einn hinna “Debút- éruðu” í stjórnarráðinu, en svo voru Iþeir kallaðir, sem staðfestu tillðgur hinna “Kommiléruðu” í stjórnarráðinu. Hinir síðarnefndu gáfu tilögur eða stungu upp á einu •og öðru um mál, er stjórnarráð- inu bárust. Stóð nú Jón miklu betur að vígi eftir að hann komst í röð hinna æðri embættismanna, enda kom það sér vel um þessar mundir, vegna málefna íslands og verður vikið að því síðar. Um þessar mundir hlaut Jón etatsráðs natfnbót og 1779 varð hann meðdómari í hæstarétti. Er sagt að hann hafi verið þaí í miklu áliti vegna kunnugleika á flestum málum, er þangað bárust. Sama ár og Jón varð hæstaréttardómari, gjörðist hann forseti hins íslenzka Lærdómslistafélags. Félag þetta studdi Jón með óþreytandi elju. Sem kunnugt er gaf félag þetta út ýmsar nytsamar bækur og rit gjörðir um landbúnað og fisk- veiðar. Félagi þessu . stjórnaði Jón svo' vel, að hann ávann sér traust hinna lærðustu manna. En kalla má>, að félag þetta hafi fæðst óg dáið með Jóni Eiríks syni, því að honum látnum datt það úr sögunni. Árið 1781 varð Jón yfirbóka- vörður konunglega bókasafnsins. Þetta embætti stundaði Jón með alúð og samvizkusemi, svo að enn þann dag í dag er hans dugnaði og reglusemi viðbrugðið. Fjórum árum seinna var Jón af konungi skipaður í nefnd þá, er bót skyldi ráða á skólamálum í Danmörku einkum háskóla og æðri Hann kvaðst þurfa titlðlulega lítinn rafmagnsstraum til þess að ná vatnsefninu úr vatninu, og vélarnar væru svo litlar, að auð- velt væri að koma þeim fyrii í skipum, og sparaðist þar þá alt Dað rúm, sem nú færi til kola- geymslu, en gasinu yrði brent undir kötlunum og þyrfti þar litlu að breyta. Ekki er því að leyna, að mörg- um þykir þetta næsta ótrúlegt,’en ef það reyndist rétt, þá væri hér um uppgötvun að ræða, sem valda mundi byltingu í öllum iðnaði. Og þá mætti margur taka undir hið forna apakmæli Grikkja: “En bezt er vatnið.!” — Yísir. Klakkurinn reis hátt upp í blá- heiðið stjörnum sett — miklu hærra en hin fjöllin. Hann virt- ist stjörnum hærri. — Þær gægð- | ust fram undan vöngum hans. Sæll var eg þessi jól! — Þetta var fyrsta kirkjuför mín, sem eg man eftir. — Dýrð sé Guði í upphæðum.— IV. 4 Jafnan ber til hverrar sögu nokkuð og saga hver fer jafnan að málsefnum. Þrír tugir ára eru liðnir síðan eg fór þessa fyrstu kirkjuferð mína. Fell er ekki neitt prestsetur lengur og gifta þess virðist geng- in að fullu. — Það er ekki heldur neinn kirkjusta^ur lengur.. í aldaraðir hafði kirkja þar staðið. En svo komu nýir siðir með nýjum herrum og þá var kirkjan að Felli lögð niður. í sama mund var korkjan að Trölla- tungu af tekin. í stað þessara tveggja kirkna var reist kirkja ein að Kolla- fjarðarnesi — utantúns þó. “Sameining kirkna” eða “sam- steypa kirkna” er þetta nefnt á máli þeirra, er fyrir þessu ráða. — En fækkun kirkna heitir það á þeirra máli, er hirða um merk- ingu orða tungunnar. Kirkjan að Felli var þó ekki rifin. Hún þótti of góð til þess. <—En turninn var af henni- sleg inn. Að Felli kom eg fyrir þrem ár- um. — Leið mín lá hjá garði þar. Eg bað um leyfi að fá að sjá kirkjuna gömlu — og veittist það. — Kirkjan var mér kær frá fyrri árum. 1 skjóli hennar hvíldu nú gaml- ir menn og konur, er hæst bar í æsku minni. Afi minn átti Fell og bjó þar. — Að Felli var faðir minn fæddurl og uppalinn. Hann hafði smíðað Fellskirkju. Hún var ein þeirra tólf kirkna, er hann hafði gert — og sennilega honum kærust þeirra allra. — Dyr kirkjunnar höfðu verið færðar af gafli á hlið. En hurð- iir, hurðarjárn, skrá og hurðar- hringur — sat óhaggað. Eg gekk inn í kirkjuna. — Henni hafði verið breytt í skemmu. Alt það, sem þykir óprýða heimili, ef úti liggur fyrir augum manna, var þarna saman komið. Á brott var altari og bekkir. Eg gekk inn í kórinn. Yfir reis dimmblá kirkjuhvelfingin. — Eg skygnd- ist kringum mig. — Á gaflinum þóttist eg sjá móta fyrir altaris- töflu. Það reyndist rétt við nán- ari skoðun. — Á vinstri væng töflunnnar hékk hákarlsruða. — Á hægri væng töflunnar hékk ull- arpoki. Hann var slitinn mjög og gubbaði og vall úrtýnlngi víðs- vegar. Eg opnaði altaristöfluna. — Myndirnar kannaðist eg við. Þær voru af postulum Krists og báru þeir rauða og bláa kyrtla. — Mér leið illa. Hér virtist Krist- ur sjálfur úrelt æfintýr og post- ular hans óskilakindur, er nauð- syn bæri til að auðkenna. Hvernig var þessu farið? — Hafði ekki þetta hús verið vígt Drotni? Og hafði ekki þetta hús verið nefnt: Guðshús? Hafði Drottinn nú afsalað sér eignar- réttinum? — Eða hafði Drottinn tekið eitthvað í skiftum fyrir það? Hafði Guð sent einhvern til að gera kaupsamning þann fyrir sína hönd? Eða hafði Guð engu afsalað sér? — Eg hraða mér út úr kirkj- unni. — Tek hest minn og ríð úr garði. —Eg geri ekki ráð fyrir að stíga fæti oftar í Fellskirkju. — Guð blessi minningu hennar og þeirra bein, er að henni hvíla. Stefán frá Hvítadal. —Iðunn. SUMAR. Sumrinu fylgja sæludraumar, seiðandi von um margfðld gæði. Grundinni möttul grænan saumar gróðurinn, fyrir brúðarklæði. Loftið er þrungið söngum sætum, sælukend blíð um hugann fer. Angan af blómailmi mætum andvarinn ljúft að vitum ber. Dásamleg blöndun dags og nætur, dimmrauðum hjúpi loftið vefur. Sumarið veitir sárabætur og sálunni þrek að nýju gtfur. Steinn K. Steindórsson. —Lögr. Jól Niðurl. frá síðasta blaði. Mig furðar alt, sem eg heyri og sé og hjarta mitt er gagntekið af lotningu. — Úr prédikunarstólnum er fagnaðarboðskapur. jólanna flutt ur. — í kirkjunni er jafnhljótt og og presturinn væri þar einn og læsi messu hátt yfir sjálfum sér. ---- Og þó ómar hvelfing kirkj- unnar boðskap himneskra her- sveita. — — Dýr ðsé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mðnnum, er hann hefir velþóknan á. — — Um Betlehemsvöllu fylgi eg hjarðsveinum og dýrð Drottins ljómar umhverfis mig. Og eg snýst til farar með vitringum úr Austurlöndum, því eg sá einnig stjörnu hins nýfædda konungs. Og eg kem að vöggu hans og færi honum mínar eigin jólagjafir: — Mjallhvít mína og kertin mín tvö, sem heima eru — og enn óbrunn- in. — VETRAR K E M T KYRRAHAFS-STRÖND Vancouver - Victoria New Westminster Farbréf seld til vissra daga DES. - JAN. - FEB. í gildi til 15. apr. 1929 AUSTUR CANADA Farbréf til sölu DES. 1 til JAN. 5 Gilda í þrjá mánuði. E R D MIÐ - RÍKIN Farbréf til sölu frá stöðvum í Sask og Alta DES. 1 til JAN. 5 Gilda í þrjá mánuði. GAMLA LANDIÐ Leitið Upplýsinga hjá Farbréfasalanum Farbréf til sðlu DES. 1 til JAN. 5 Til Atlants- hafna St. John, Halifax, Portland Gilda í fimm mánuði. CANADIAN PACIFIC Á jólum er tíðagerð löng. t— Eg skólum og koma með tillögur þar lít út um kirkjugluggann. Dimm- að lútandi. Vann nefnd þessi mik-blár næturhiminn fellur að rfið- CANADIAN NATIONAL RAILWAYS IARNBRAUTA- OG GUFUSKIPA-FARSEPLAR TIL ALLRA PARTA VERALDARINNAR * Sjerstakar Siglingar i Gamia Landsins Ef þér ætlið til gamla landsins í vetur, þá látið ekki bregðast að spyrjast fyrir hjá umboðsmanni Canadian National járnbrautanna. Það borgar sig. Canadian National umboðsmennirnir taka yður vel og leiðbeina yður á allan hátt. Það verða margar sérstakar siglingar til gamla landsins í haust og vetur. Canadian National jámbrautin selur farseðla með öllum eimskipalínum, sem skip hafa á Atlantshafinu og semur um alt, sem að slíkum ferðum lýtur. LAGT FARGJALD TIL HAFNARSTAÐANNA I DESEMBER. Eigið þér vini í Gam'a Landinu, sem fýsir að koma til Canada Ferðist með CANADIAN NATIONAL RAILWAYS SÉ SVO, og langi yður til þess að hjálpa þeim til að komast til þessa lands, þá komið að finna oss. Vér önnumst allar nauðsynlegar framkvæmdir. ALLOWAY & GHAMPION, Rail Agents UMBOÐSMENN ALLRA FARSKIPAFÉLAGA 667 Main Street, Winnipeg. Sími 26 861 TEKIÐ A MÓTI FARÞEGUM VIÐ LANDGÖNGU OG A LEIÐ TIL ÁFANGASTAÐAR

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.