Lögberg - 29.11.1928, Blaðsíða 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. NÓVEMBER 1928
f *
SOLSKIN
Fyrir börn og ungling i
ÓVANALEGUR SENDIHERRA.
(Niðurl.)
Hingað til hafði eg setið eins og í leiðslu og
reynt að fylgjast með málinu, en nú lifnaði eg
við og svaraði með hárri rödd, sem eg varla
gat þekt að væri mín eigin:
“ Já.”
Sir Francis setti einglyrnið upp og horfði
steinliissa á mig.
“Hamingjan góða, er það virkilegt? EigiS
þér við, aS Rosemary hafi þegar ...”
Eg hló — einkennilegur hlýtur sá hlátur að
hafa veriS — og eg sagði svo með ákafa :
“Já, Rosemary hefir þegar valið. Hún
sagði mér það sjálf í dag, og hún bað mig að
segja yður það. Hún þorði það ekki sjálf, en
hinn útvaldi er víst dálítið feiminn og hafði
ekki trevst sér til þess. SíSan eg kom, hefi eg
verið að hugsa um, hvernig eg ætti að hef ja þar
itil heppilegar umi-æður, en svo gáfuS þér mér
tækfifærið. ÞaS er næstum því kátlegt. ’ ’
Djúp þögn ríkti í nokkur augnablik. , Sir
Francis hallaði sér aftur á bak í stólnum; það
var eins og hann hefði elzt um mörg ár á einu
augnahliki.
“Jæja, svo Rosemary hefir valið,” sagði
hann blíðlega. “ÞaS eru mér eiginlega von-
brigSi, Pétnr. Eg hefi alt af vonað . . . .” Hann
hætti alt í einu, rétti úr sér og horfði einbeittn-
islega á mig. “Hver er það?” spurði hann
með rannsakandi augum.
“ÞaS veit eg ekki,” sagði eg. “Hún vildi
ekki geta nafns hans við mig, en sagði að eg
þekti hann, og hann væri mjög elskulegur, en
dálítið óframfærinn. ÞaS var alt, sem eg fékk
aS vita.” r'
“ÞaS var einkennilegt,” sagði Sir Francis.
“SagSi hún ekkert nánara um hann?”
Eg andvarpaði, því eg var orðinn leiður á.
þessu samtali, Qg ósikaði að eins að komast í
burtu sem fyrst, til að geta verið einn.
“Hún sagði,” svaraði eg, “að þér hefSuS
sagt fyrir nokkru, að það væri sá eini maður,
sem þér \úlduS að hún giftist — ef þér annars
létuð hana giftast nokkrum. ”
Afleiðingarnar af þessari skvringu urðu af-
skaplegar. Sir ÍVancis tók andann á lofti og
féll aftur á bak í stólinn, og úr andliti hans
skein tortrygni og undrun.
“SagSi hún þaS? Eruð þér viss um þaS,
Pétur ?”
“ Já, eg er viss um þaS.”
Sir Francis stundi og horfði á mig eitt
augnablik. Svo hvarf undrunarsvipurinn af
honum og honum létti augsýnilega. Hann
brosti ofurlítið og sagði í lágum rómi: “Eg
hafði þá rétt fyrir mér.”
“Hver er það þá?” spurði eg meS svo mikl-
um hjartslætti, að eg gat varla dregið andann.
“Einmitt hinn rétti maður handa henni,
Pétur,” sagði Sir Francis ánægður, “sá mað-
ur, sem eg hefi vonað, að hún myndi einhvern-
tíma velja. Eg vissi, að hann unni henni, en eg
hefi aldrei getað fullvissað mig um vilja henn-
ar. Þetta gleður mig sannarlega.”
“En það gleður mig sannarlega ekki. Ef að
Rosemary á að g-giftast nokkrum, þá á h-hún
að g-giftast mér. Eg hefi v-verið mikill asni,
en segið mér aðeins nafn þessa s-stamandi ná-
unga. Eg skal sannarlega kenna honum að
hætta að hugsa um Rosemary.”
“Þér verðiS víst heldur að spyrja Rosemary
sjálfa,” sagði Sir Francis og leit í áttina til
dyranna.
Eg sneri mér við, en þar stóð Rosemary ó-
segjanlega falleg, og horfði á okkur með ein-
kennilegu brosi.
“Rosemary,” sagði eg æstur, “segðu m-mér
n-nafn þ-þessa náunga, svo eg geti f-farið og
kent honum að hætta að hugsa um þig.”
“ÞaS skaltu ekki gera, Pétur,” sagði Rose-
mary brosandi, því eg yrði mjög hrygg, ef þú
ynnir sjálfum þér mein á einhvern hátt.”
Alt í einu rann hið sanna ljós upp fyrir mér.
“Rosemarv!” hrópaði eg, “þ-þú átt víst
ekki við mig?”
“ Jú! en eg hefi nú farið svona að því að láta
þig rumska!”
“Þiði afsakið,” sagði Sir Francis, “þó eg
fari inn í bókaherbergið til að hlæja mig út.” —
(Heimilisbl. — ASsent).
SfÐUSTU ERNIRNIR.
“Klógulir ernir yfir veiði hlakka”. Jónas
Hallgrímsson hugsar sér, að í fornöld hafi
margir ernir verið á flugi á landi hér. En hvar
sjást ernir nú?
ASur fyrri, eSa fram að síðustu aldamótum
munu allflestir Islendingar hafa séð öm. En
nú kannast hin uppvaxandi kynslóð að eins við
hinn tígulega fugl, konunginn í ríki fuglanna,
af myndum. Þeir em ríkari, sem séð hafa
örninn hefja vængi til flugs. öm á flugi—tign-
arleg sjón, sem seint gleymist.
Á uppvaxtarámm mínum var eg vikadreng-
ur á Þúfu í Ölfusi. Þá sá eg öminn iðulega.
Þá áttu araarhjón hreiður í Núpafjalli, beint
upp af Núpum. Höfðu þau átt þar bú í fjall-
inu um úratugi, og þá sögu hefi eg heyrt, að
þegar gömlu hjónin á Núpum, Þorgeir og kona
hans, dóu, þá hafi ernirnir horfið, og ekki sézt
síðan. En hvað sem um það er, þá máttu ara-
arhjonin lifa í friði, og það var eins og þau
vissu, að þar yrði þeim ekki mein gert, og aldr-
ei kom það fyrir, aS ernir legíiust þar á nokkurt
lamb, og tímum saman gat örninn setið úti á
hólnum rétt við bæinn, og ólánsmerki var það
talið, ef einhverjum hefði orðið það á, aS raska
friði arnanna.
Man eg, er svo bar við eitt sinn á áliðnu
sumri, að arnarungi hrapaSi ofan úr hreiðrinu
sínu og var svo bröltandi þama í móunum
nokkra daga. HafSi hann fariS nokkmm dög-
um á undan áætlun úr hreiðrinu. Hefir þaö
annaS hvort veriS of mikið sjálfstraust hjá hon-
um, eða oftraust hjá móður hans. Börnin
pyrptust að, til þess að sjá hann, og ekki þurfti
hann að kvíða hungrinu, því að honum var færð-
ur matur frá Núpum. Eg hefi sjaldan farið í
fróðlegri skemtiför en þá, er eg heimsótti arn-
arungann, sem gat verið óhræddur við menn-
ina, og foreldrarnir sveimandi þar uppi yfir,
þurftu engan kvíðboga að bera fyrir framtíð
hans. Brátt kom sá dagur, að unginn hóf sig til
flugs og kvaddi börnin, sem hlýddu hinum ó-
skrifuðu dýraverndunarlögum.
Oft sá eg örninn fljúgandi með lax eða sil-
ung í klónum, og óft sá eg hann sitja við ána,
rétt hjá vaðinu, þar sem eg fór yfir, ef eg var
að reiSa heim heyið. Var þá stundum í mér for-
vitnis-geigur, en smátt og smátt vandist eg
þessu og taldi sjálfum mér trú um, aS örninn
þekti mig, og væri mér því engin hætta búin.
Eg fer aldrei svo niður eða upp Kamba og
um ÖlfusiS, að eg ekki líti upp yfir mig í þeirri
von, að eg sjái emina, mína gömlu kunningja.
En þeir eru horfnir. Fátt mun nú vera um
erni á landi voru.
I öðrum löndum hafa menn hina sömu sögu
að segja. Sjaldan liefi eg lesiS fróðlegri bók,
nú í sumar, er eg las bók, er heitir “SíSustu
ernirnir.” Er hún eftir sænskan höfund, er
Bengt Berg heitir. Hefir hann mörgum frem-
ur kynt sér lifnaðarhætti dýranna, og miklum
tíma hefir hann varið til þess, að rannsaka dag-
leg4 líf arnarins. ÞaS gat ekki annað en gripið-
huga minn að sjá, hve vænt honum þykir um
örninn, og hve sárt hann hryggist af því, að sjá
liann hverfa. MeS gremju og sorg lýsir hann
drápsaSferSunum, refaeitrinu, sem verður örn-
unum að bráð, eggjaráninu og drápgirninni.
ÞaS vom arnarhjón, sem um langan aldur
höfðu átt hreiður í trétoppi einum. Gamall
maður er að fræða bamabörnin sín um lífs-
venjur hinna tignu fugla, og börnin horfa hug-
fangin á eftir hinum vængjamikla fugli. En
það er maSur einn, aSkomumaður, ungur spjátr-
ungur, sem hugsar á annan veg en gamli mað-
urinn. Hann einsetur sér að skjóta öminn. í
lið með sér fær hann nokkra félaga. Þegar ara-
armóðirin liggur á ungum, sínum, hrista þeir
tréð, svo að hún flýgur upp, en þá er níðingur-
inn reiðubúinn, miðar bvssunni, og móðir ung-
anna fellur dauð til jarðar. Næsta dag kemur
lofgrein í blöðunum um skyttuna, er hæft hefir
svo vel, og frá því sagt, að sjaldan hafi þar í
landi sézt breiðari og lengri arnarvængir. En
það var ekki talað um ungana í hreiðrinu, og
það var ekki talað um örninn, sem nú var einn
eftir. Hann hélt áfram að færa ungunum fæðu,
hann bar fiskana í hreiðriS til þeirra, en þeir
gátu ekki etið. Af hverju ? Þá vantaði móður-
ina, sem kunni að útbúa handa þeim matinn, sem
maki hennar hafði aflað. Og nú fór ungunum
að verða kalt, því að móðir þeirra kom ekki til
þess að verma þá og skýla þeim meS vængjum
sínum, og þessa list lainni faðir þeirra ekki.
Ungarnir vesluðust upp og dóu. Frá þessu
segir rithöfundurinn. En hann segir einnig frá
því, hvernig hann sjálfur fór að.
Með miki'lli fvrirhöfn og tilkostnaði tókst
honum aS búa sér skýli uppi í tré skamt frá, er
hann vissi að amarhjón áttu hreiSur. Þegar alt
var útbúið þannig, að hann gæti leynst þar uppi
í trénu, fór liann burt og kom ekki á vettvang
fyrsta sólarhringinn, til þess að fælnin færi
aftur af örnunum, sem hafði ekki litist á þetta
byggingarstarf. Þegar fór aS skyggja, klifraði
hann upp í tréð, en hann hafði myndavél með
sér og “hreiðriS” hans var mjög haglega gert.
Þar var hann um nóttina. Þegar birti af degi,
fór hann að litast um. Hann vissi auðvitaS,
hvert hann átti aS líta, til þess að geta séð am-
arhreiðrið. Þar voru ungarnir tveir að vakna.
En hvar voru arnarhjónin? Hann leitaði með
aðstoð sjónaukans. En hann leitaði langt yfir
skamt, því að þau vora í nánd við hann, sitt á
hvom tré, það var þeirra náttstaður, því að nú
voru ungamir orðnir það stórir, að þeir þurftu
ekki að vera hjá þeim í hreiðrinu. En það þurfti
þó að sjá þeim fyrir æti. Nú fór að heyrast í
ungunum, þeir reistu sig upp í hreiðrinu og
fóru að litast um og líta í áttina til foreldra
sinna. Alt í einu heyrðist þytur mikill. Örn-
inn lyftist til flugs. Ungamir görguðu. MóS-
irin náSi í orma handa þeim til bráðahirgða.
Karlfuglinn var floginn burt. Og brátt voru
bæði hjónin flogin. Sólin hækkaði á íofti, stund-
irnar liðu, en ekki komu ernimir. Jú, nú komu
þeir, og fisk höfðu þeir í klónum. MóSirin kom
fyr að hreiðrinu og matbjó handa ungunum,
sem höfðu góða matarlyst. En á meSan sveif
maki hennar nálægt hreiðrinu. Þegar móðir-
in hafði skift fiskunum milli unganna, flaug
hún í tréð, þar sem hún átti sér náttstað. Þá
flaug maki hennar að hreiðrinu, og í sama vet-
fangi kom arnarmóðirin fljúgandi, og hrifsaði
fiskinn af honum, og fór að skifta milli ung-
anna, en örninn flaug burt og settist á sína
grenigrein.
Þegar á leið daginn tók að hvessa, og kom
þá í ljós, að útbúnaðurinn var ekki nógu tryggi-
legur. Félagar hans, sem stóðu á verði, veittu
því eftirtekt, og hjálpuðu honum úr trénu. Vora
nú gerSar öflugri ráðstafanir. En emirnir
veittu nú öllu eftirtekt og fluttu sig lengra
burt, en höfðu þó ávalt nánar gætur á ungunum
og fíuttu þeim fæðu, en flugu nú aSrar.leiðir.
Margar myndir var nú samt búið að taka af
þeim áður, og prýSa þær bókina.
Hvaða ráð skylcti vera vænlegast til þess að
komast sem næst örnunum og ná af þeim góð-
um myndum. Hann fékk sér flugvél, og nú
flaug einn félagi hans með hann um arnarhér-
aðið, og svo fór, að ernirnir flugu í námunda
við þá, og voru nú margar lifandi myndir tekn-
ar af hinum fagurfleygu fuglum.
Skemtilegast væri þó, að komast svo nærri
örnunum, að hægt væri í algerðu næði að at-
huga daglegt líf þeirra. Að hugsa sér, ef hægt
væri að ná mynd af hinu hvassa augnaráði am-
arins. ÞaS dugar ekki að deyja ráðalaus. En
hvað skal til bragðs taka? Hugsunin varð að
framkvæmd. Felt var hátt tré, og var það því-
næst reist upp í nokkurra feta fjarlægð frá arn-
arhreiðrinu. UnniS var að þessu með hinni
mestu varkárni og unnið af kappi, þegar hjón-
in voru ekki heima.
Þetta tókst, og uppi í trénu voru hinar
merkustu athuganir gerðar. Uppi í hinu til-
búna hreiðri var hinn áhugasami maður alla
nóttina og fram til næsta kvelds, stundum var
liann þar 14—15 klukustundir, stundum 19 kl.-
stundir samfleytt. Nú sá hann heimilislífið
mjög greinilega og náði skýram mvndum. Þeg-
ar hann var kominn svo nálægt hreiðrinu, sá
liann þá sjón, sem vakti undrun lians. 1 arnar-
hreiðrinu vora aðrir ^uglar. Þar hafði erla
bvgt sér hreiður, og b.]ó þar með ungum sínum
í bezta yfirlæti, í skjóli liinna voldugu hús-
bænda.
Nú nálgaðist sá tími, að ungarnir áttu að
vera orðnir fleygir. Þeir fengu sjaldnar æti,
til þess að þeir yrðu léttari á sér. Þeir voru
hungraðir og heimtuðu mat. En dag einn, er
þeir görguðu sem mest, létu foreldramir sig
það engu skifta. Ernirnir flugu, og sóttu sjálf-
um sér æti. En ungamir fengu ekkert. Nú var
þolinmæði þeirra þrotin. Annar unginn, sem
lengi var búinn að hafa vængina, flaug út úr
hreiðrinu, hræddur og hikandi, en lionum jókst
þróttur við áræðið. Hann flaug og flaug. Og
sú sjón — að sjá foreldrana, sem einblindu á
eftir honum, og svo flugu arnarhjónin lítinn
spöl, eins og til þess að sjá, livað um liann vrði.
Suma kafla bókarinnar hefi eg lesið aftur
og aftur. Eg hefi sagt mörgum frá efni henn-
ar. Kunningi minn einn sagSi brosandi:
“Þetta er þá guðfræðin, sem þú ert að lesa í
sumar.” Eg spurði hann hvOrt honum fyndist
ekki, að e gætti að lesa um líf arnarins, þar
sem táknmyndin helguS Jóhannesi guðspjalla-
manni væri einmitt örn. Nokkru síðar hitti eg
þenna kunningja minn og spurði hann, hvort
hann vissi, hve oft örninn væri nefndur í biblí-
unni. Eg benti honum á 20—30 staði, og sam-
eiginlega lásum við þessi orð: “Eins og öm,
sem vekur upp hreiður sitt og svífur yfir ung-
um sínum, svo útbreiddi Drottinn vængi sína,
tók hann upp (Israel) og bar hann á flugf jöðr-
um sínum” (5. Mós. 32, 11). Við lásum þessi
orð: “Drottinn krýnir þig náð og miskunn,
mettar þig gæðum; þú yngist upp sem öminn”
(103. sálm, 4. og 5. v.). Eg benti honum á þessi
fögru orð: “Þeir, sem vona á Drottin, fá nýj-
an kraft; þeir fljúga upp á vængjum sem ernir”
(Jesaja 40, 31). Og enn fremur lásum við þessi
orS í Jobsibók, þegar GuS svaraði Job úr storm-
viðrinu: “Er það eftir þinni skipun, að öminn
flýgur svo hátt og byggir hreiður sitt hátt
uppi? Á klettunum hefir hann býli og ból, á
klettasnösum og fjallatindum. Þaðan skygnir
hann að æti; augu hans sjá langar leiðir.”
Fleiri staði lásum viS, og vorum á einu máli
um það, að bókin um ernina þarf ekki að trufla
lestur biblíunnar. Bjarni Jónsson.
—Dýraverndarinn.
Haninn og öndin.
“Sér er nú hvað, andar tetur!” sagði hani
við önd, sem vagaði niSur að tjamarpolli, en
hann gekk við hliðina á henni keikur og hnar-
reistur, “það sér á, að sá hefir ekki veriS neinn
dansmeistari, sem kendi þér ganginn.” — Önd-
in svaraði honum engu, en synti rólega út á
pollinn. Hann stóð á bakkanum og horfSi á
hana. 1 sama bili heyrðist byssuskot; varð
haninn þá dauðskelkaður og hoppaði í loft upp,
en gáði ekki aS sér og steyptist út í vatnið á
eftir öndinni. Hann rétti frá sér fæturna og
barði um sig vængjunum, svo þeir urðu óðar
gagndrepa og héldu honum ekki lengur uppi.
Var þá æði ilt og broslegt að sjá aðfarir lians.
— “Sér er nú livað, hana tetur!” sagði öndin
kankvíslega, um leið og hún synti í kring um
hann, “það sér á, að þú ert ekki komin langt
í sundlistinni. ” — Stgr. Th. þýddi.
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Office tímar: 2—3
Heimili 776 Victor St.
Phone: 27 122
Winnipeg, Manitoba.
DR O. B.TORNSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Office tlmar: 2—3
Heimili: 764 Victor St„
Phone: 27 586
Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Office Hours: 3—5
Heimili: 921 Sherburn St.
Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham qg Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Stundar augna, eyrna nef og
kverka sjúkdóma.—Er að hitta
kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h.
Heimili: 373 River Ave.
Tals.: 42 691
DR. A. BLONDAL
Medica) Arts Bldg.
Stundar sérstaklega kvenna og
barna sjúkdóma.
Er að hitta frá kl. 10-12 f. h.
og 3—5 e. h.
Office Phone: 22 296
Heimili: 806 Victor St.
Sfmi: 28 180
Dr. Kr. J. Austmann,
Wynyard, Sask.
DR. J. OLSON
Tatmlyekn.tr
316-220 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Bt*.
Phone: 21 824
Helmliie Taia.: 88 828
DR. G. J. SNÆDAL
Tannlæknlr
014 SomOTset Block
Cor. Portage Ave. og Donald St.
Talslml: 18 889
DR. S. J. JÓHANNESSON
stundar lækningar
og yfirsetur.
Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h.
og frá 6—8 að kveldinu.
Sherbum St. 532 Sími 30 877
G. W. MAGNUSSON
Nuddlæknir.
609 Maryland Street
ÖÞriðja hús norðan við Sarg.)
PHONE: 88 072
Viðtalstími: kl. 10—11 f. h.
og kl. 3—5 e. h.
Dr. C. MUNSON, L. D. S.
Dentist
66 Stobart Bldg.
290 Portage Ave. Winnipeg
Phone 25 258
,Fer til Gimli og Riverton. —
Veitið því eftirtekt í bæjar-
fréttunum.
Dr. C. J. Houston,
Dr. Sigga Christianson-Houston
Gibson Block
Yorkton, - Sask.
FOWLERQPTlCALffl
294 CARLTON ST.
NEXT TO FREE PRESS
DRS. H. R. & H. W. TWEED
Tannlæknar.
406 Standard Bank Bldg.
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone 26 545. Winnipeg
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
íed. lögírseðlngar.
Skj ifstofa: Room 811 McArthur
Buildlng, Portage Ave.
P.O. Box 1656
Phonea: 26 S49 og 26 848
LINDAL, BUHR & STEFÁNSON
Islenzkir lögfræðingar.
356 Main St. Tata.: 24 988
peir hafa eJirmig ekrlfatiofur a6
Lundar, Riverton, Glmli og Pinay
og eru þar að hltta & eftlrfylgj-
andl tlmum:
Lundar: Fyrsta miðvikudag,
Riverton: Fyrsta flmtudag,
Gimli: Fyrsta miðvikudag,
Piney: priðja föetuda*
I hverjum mfLnuði
J. Ragnar Johnson,
B.A., LL.B., LL.M. (Harv.)
Islenzkur lögmaður.
704 Mining Exehange Bldg.
356 Main St.
Winnipeg, Manitoba.
Símar:
Skrifst. 21033. Heima 71753
JOSEPH T. THORSON
ísl. lögfræðingur
Scarth, Guild & Thorson,
Skrifstofa: 308 Great West
Permanent Building
Main St. south of Portage.
PHONE: 22 768
G. S. THORV ALDSON,
B.A., LL.B.
Lögfræðingur
709 Electric Chambers
Talsími: 87 371
Residence Office
Phone 24 206 Phone 24 963
E. G. BALDWINSON, LL.B.
1 íslenzkur lögfræðingur
708 Mining Exchange
356 Main St. Winnipeg
A. C. JOHNSON
907 Oonfederation Life Blág.
WINNIPKG
Annast um fasteignir manna. Tek-
ur að sér a» ávaxta sparifé fúlks.
Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð-
ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað
eamstundis.
Skrifstofusími: 24 263
Heimaslmi: 33 328
J. J. SWANSON & CO.
IiIMITED
R e n t a I s
Insurance
RealEstate
Mortgagee
600 PARIS BLDG.. WINNIPEG.
Phiones: 26 349—28 840
Emil Johnson
8KRVIOK ELEOTRIO
Rafmagns Contracting — Atlskyns
rafmagnsdhöld seld og viO pau gert
— Eg sel Moffat og McClary elda-
vélar og hefi þosr til sjýnis á verk-
stœOi mínu.
524 SARGENT AVB.
(gamla Johnson's byggingln y18
Youn.g Street, Winnipeg)
Verkst.: 31 607 Heima: 27 286
A. S. BARDAL
848 Sliorbrooke 8t.
Selur llkktatur og annast um Út-
farir. Allur fltbúnaður eA beML
Ennfrwmur eelur hann
minnisvarðia og legateina.
Skrifstofu tals. 86 607
Helmills Tais.: 68 809
Dr. C. H. VR0MAN
Tannlæknir
505 Boyd Building Phon* 14 171
WINNIPEG.
SIMPS0N TRANSFER
Verzla með egg-á-dag hænsnafúður.
Annast elnnig um allar tegundlr
flutninga.
681 Arlington St„ Winnipeg
CORONA HOTEL
189 Notre Dame East
Verð herbergja frá fl.50 og
hækkandi.
Símar: 22 935 — 25 237
A. SŒDAL
PAINTER and DECORATOR
Contractor
Painting, Paperhanging and
Calsomining.
572 Toronto St. Phone 71 462