Lögberg - 29.11.1928, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.11.1928, Blaðsíða 6
Bte. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. NóVEMBER 1928 RAUÐKOLLUR EFTIE GENE STRATTON-PORTER. Þarna kom hún með skógarverðinum rauð- liærða og freknótta og einhenta, sem hún fyrir skömmu hafði lagt &ig í svo mikla hættu til að hjálpa, og hún bauð þeim góðan daginn svo ein- staklega góðlátlga og glaðlega. Hún sat þarna á stórum, samanvöfðum tjalddúk, alveg eins tignarleg, að þeim fanst, eins og drotningin í . hásæti sínu. Þar var ekki nokkur maður, sem ekki hefði viljað alt fyrir hana gera, jafnvel að berjast fyrir liana. ef hún í raun og veru væri drotning og þyrfti því kannske að fara í stríð. Hún hafði ’eitthvað það. í fari sínu, sem ótví- ræðlega minti á liið lengi þráða banadlag milli allra manna. Hver maður hafði það sterklega á tilfinningunni, að þessari stúlku ætti hann að sjálfsögðu að sýna kurteisi og prúðmensku. Þeim fants, með öðrum orðum, alveg sjálfsagt, að halda öllum ruddaskap í skefjum, þegar hún var viðstödd, og sýna henni alla þá góðvild og kurteisi, sem þeir áttu yfir að ráða. Flestir af mönnunum voru svo nærri þeim Engilráð og Eauðkoll, að þau gátu vel látið þá heyra til sín, svo að segja alla í einu, ef taluð var nokkuð liátt. “Nú langar mig til að segja þeim frá trénu,” sagði Engilráð. “Má eg það ekki!" “Jú, auðvitað,” sagði Eauðkollur. Hann hefði líklega sagt það sama, þó hún liefði stungið upp á því að höggva af honum höfuðið. Nú kom McLean að, og sá hann þeg- ar hvar Engilráð sat og hafði raðað kringum sig blómum og sjaldgæfum viðargreinum, sem piltarnir höfðu fært henni, því það var eins og þeir gerðu sér það til erindis, að færa henni það sem þeir fundu fallegt og einkennilegt. Hvín sýndi McLean þessa fjársjóðu og bauð honum góðan daginn. “Hlustið nú alilr á það, sem oghefi að segja,” sagði hún og steig upp á dúkstrangann, er hún hafði setið á. “Eg hefi nokkuð merkilegt að segja ykkur. Eauðkollur hefir nú gætt skógar- ins í meir en heilt ár, og hann skilar honum nú með öllum trjánum, sem í honum voru, þegar hann tók við honum. Og þar að auki hefir hann nú í morgun fundið verðmesta tréð, sem hér er að finna, og þótt víðar sé leitað, einmitt það, sem Wessner var að tala um, þegar hann kom hér fvrst, næst því, sem þið felduð sjálfir. Nú skulum við öll vera samtaka og hrópa húrra fvrir Eauðkoll!” Eauðkollur varð hræddur um, að hann mundi kannske tapa sér og gera einhverja vitleysuna, svo hann hljóp burtu og faldi sig, og heyrði bara hljóminn af húrra-ópunum. Engilráð fór því næst að segja McLean ná- kvæmar frá trénu, hve fallegt það væri, og þótti honum það heldur en ekki góðar fréttir. Þegar Eauðkollur kom aftur, lét McLean hann fara með sér og vísa sér á tréð, því hann langaði til að sjá það sem fyrst. Engilráð kærði sig ekki um að fara með þeim, svo hún varð eftir hjá piltunum og fylgdi því nákvæmlega, sem þeir voru að gera, og það leið ekki á löngu þangað til hún fór að koma með sínar athugasemdir og piltamir féllust orðalaust á flestar eða allar hennar tillögur. Þegar þeir voni reka niður tjaldhælana, eins og Duncan sagði fyrir, þá benti hún honum á, að ef þeir sném tjaldinu dá- lítið öðru vísi, þá nvtu þeir betur bæði forsæl- unnar og golunnar um hádegið, þegar þeir borð- uðu miðdagsmatinn. Duncan leit alt í kring um sig, og eftir dá- litla umhugsun sá hann, að Engilráð hafði al- veg rétt fyrir sér, og fór svo eftir ráðum henn- ar, og oft dáðust þeir að því seinna, hvað hún hefði þarna verið glöggskygn og séð betur en þeir sjálfir. Þegar þeir fói-u að setja upp tjaldið, sem þeir ætluðu að sofa í, þá spurðu þeir hana til ráða, og hún sagði þeim strax, hvar bezt væri að hafa það. Hvorki Duncan né hinir piltam- ir gerðu sér eiginlega nokkra grein fyrir hvern- ig á því stóð, en þá vildi það einhvern veginn svona til, að hún var orðin fyrirliðinn, án þess nokkurn varði, og sagði piltunum fyrir um svo að segja hvað eina. Hún sagði þeim hvernig bezt væri að leggja gólfið, fjalirnar ættu að liggja langsum, en ekki þvers um, því þá væri miklu hægra að sópa gólfið, og hún gaf þeim góð ráð hvemig bezt væri að koma fyrir rúm- unum, svo allir gætu notið hreina loftsins sem bezt. Þá hafði hún mörg ráð að gefa eldamann- inum, hvernig bezt væri að koma öllu fyrir í eldhúsinu, svo sem eldavélinni, 'borðunum og öllum öðrum áhöldum, sem hann hafði. Honum fanst nú revndar sumt vera til lítilla bóta, en fór þó eftir öllu, sem hún sagði. Þegar Eauðkollur kom aftur, sá hann að hún var að keppast við að hjálpa til að búa til matinn. Hún kallaði til hans og sagði honum, að þeim hefði verið boðið að borða þar miðdeg- isverð, og hún hefði þegið það fyrir þeirra hönd. Hún gaf eldamanninum ýms góð ráð. Hún hafði tekið eftir því, hvernig farið var að búa til matinn heima hjá henni, og konan, sem það gerði, kunni sitt verk ágætlega. Næst þegar Eauðkollur sá hana, var hún að hreinsa kart- öflur og næst þar á eftir að leggja á borðið. Borðdúkar voru engir fyrir hendi, svo hún bara hreinsaði borðið sem bezt hún gat. Disk- arnir voru úr pjátri og sumir þeirra voru herfi- lega beiglaðir. Svo hún tók hamar og lagaði þá til, en meiddi sig töluvert í fingrunum á því. Hún setti diskana á borðið með jöfnu millibili og lagði skeið og hníf og gaffal hjá hverjum diski. Hún tók upp einar sex pjáturkönnur, sem eldamaðurinn hafði kastað burtu, og tók af þeim lokin, sem henni gekk nú reyndar hálf- illa, og vafði svo utan um þær pappír og lét svo blóm í hverja könnu og lét þær síðan til og frá á borðið. Allra fallegstu blómin lét hún í þær könnurnar, sem hún setti við endann á borðinu. Verkamennirnir voru nú ekki vanir þessu nostri, en ekki gat þeim dulist, að þetta fór vel og var til mikillar prýði. Hún kom auga á hvítan pappírspoka og tók hann og gerði úr honum höfuðföt í líkingu við það, sem eldamað- urinn brúkaði, og setti það svo á höfuðið á sér, og hlógu þau bæði dátt að þessu. Hún malaði kaffið og hrærði svo tvö egg og lét þau í.það, “af því nú eru gestir komnir,” sagði hún, og spurði svo eldamanninn hvort honum þætti þá ekki kaffið betra. Hann sagðist ekki geta sagt um það, því hann hefði aldrei smakkað kaffi þannig tilbúið. Það sagðist hún nú aldrei hafa gert heldur, því hún fengi aldrei neitt að drekka, sem væri sterkara en mjólk, “en svona er það búið til heima. ” Hún gekk rösklega að því að hjálpa elda- manninum og var óþreytandi að skýra fyrir honum, hvers vegna hún gerði þetta eða hitt, og margt af því, sem hún sagði honum,, tók hann upp og fylgdi hennar ráðum í ýmsu alt af eftir það, og piltamir óskuðu, ,að hún kæmi sem oft- ast, því bá mundi þessi eldamaður líklega læra með tímanum að búa til góðan mat. Þegar McLean kom aftur, var hún önnum kafin við matreiðsluna. Hann var í allra bezta skapi. En hann sagði engum hvers vegna, nema Engilráð. Hann hafði stundum áður treyst mönnum sínum of vel, og það hafði stundum orðið honum dýrkeypt. Þagmælskur hafði hann að vísu alt af verið, en nú var hann orðirin það enn meira en áður. Hann hafði þegar ráðstaf- að því, að hreinsa skóginn, svo hægt væri að komast að þessu tré, sem þau Eauðkollur og Engilráð höfðu fundið, og hann sagði henni, að þetta tré væri meira virði, heldur en hún gæti gert sér hugmynd um. Hann ætlaði að hafa tvo menn til að gæta þess og sér væri mik- ið áhugamál að koma því burtu sem allra fyrst. “'Eg ætla að koma og sjá, þegar þið fellið það,” sagði Engilráð. “Mér er farið að verða eitthvað svro ant um þetta tré.” McLean þótti vænt um þetta. Hann treysti þeim Engilráð og Eauðkoll alveg takmarka- laust, hvoru um sig, þó þeim hefði nú ekki bor- ið saman um það, hvort þeirra hefði fundið tréð. ‘.‘Segið þér mér nokkuð, Engilráð,” sagði hann. “Mér finst eg ætti að fá að vita það. Hvort ykkar eiginlega fann tréð?” “Bauðkollur fann það,” sagði Engilráð al- veg blátt áfram og ákveðið. “En hann.segir alveg eins ákveðið, að þér hafið fundið það. Eg skil þetta ekki. ” “Eg skal segja vður nákvæmlega, hvernig þetta gekk alt saman,” sagði Engilráð, “og þér skuluð svo vera dómarinn, og við Bauðkollur skulum hlíta vðar úrskurði.” Þegar hún hafði skýrt honum vandlega frá öllum málavöxtum, sagði hún glettnislega, að nú yrði hinn lærði dómari að skera úr því, hvort þeirra í raun og veru hefði fundið tréð. “Ja, það get eg ekki sagt, hvort vkkar eig- inlega fann það,” sagði McLean. “Eg hefi býsna ljósa hugmynd um, hver lagði til bláa borðann, sem á því er. ” McLean brosti góðlátlega til Eauðkolls, sem kom að í þessu, því þeir höfðu einmitt verið að tala um það, að láta búa til eins fallegt, lítið borð, eins og bezt væri hægt að gera það, og það skyldi Engilráð fá svo sem í launaskyni fyrir þann hlut, sem hún hefði átt í að finna tréð. “En hvað vilt þú nú fá, Bauðkollur minn, fyrir þinn hlut í því að finna tréð?” spurði McLean. “Ef vður stendur á sama, þá vildi eg helzt fá minn hlut í söngkenslu,” sagði Rauðkollur liálf feimnislega. McLean hló hjartanlega. Hann fann, að Rauðkollur sá altaf strax og skildi, hvernig honum geðjaðist að því, sem hann kom upp með í það og það sinnið, alveg eins og skraufþur jörðin drekkur í sig vatnið, þegar rignir. Engilráð lét McLean setjast við annan end- ann á borðinu, en sjálf settist hún við hinn, og Rauðkollur við hægri hlið hennar, og svo pilt- arnir með fram báðum hliðum á borðinu, þvegnir og greiddir svo vel, að þeir kunnu ekki við sjálfa sig, eða hver við annan. Þeir voru hálf hræddir við að snerta á nokkru. Þetta var alt eitthvað svo hreinlegt og fínlegt, og svo var þessi undur fallega stúlka, og þeir vissu ekki, aumingja piltarnir, hvernig þeir áttu að haga sér í hennar návist. Þeir höfðu eiginlega aldrei tekið eftir því fyrri en nú, að það fór eitthvað illa, að láta matinn upp í sig með hnífnum, en ekki gafflinum, tyggja þannig, að það heyrðist Jangar leiðir og sötra kaffi, eða beygja höf- uðið eftir hverjum bita, eins og fugl, sem er að tína upp korn. Þegar þeir sáu Engilráð sitja þarna upprétta og tignarlega, J)á mundu þeir eftir því, að þeir höfðu líka hæfileika til að rétta úr sér. Og áður en þá sjálfa varði, sátu ]>eir allir uppréttir og voru miklu mannalegri en áður. XVII. KAPITUI. Það var erfiðara að komast að trénu, heldur ur en McLean hafði gert sér í hugarlund. Næst gátu þeir komist því að austan verðu, en samt var það heil mfla, sem þeir þurftu að gera veg, svo hægt væri að komast að trénu með hesta og vagna, og á þessari leið var ákaflega þykkur skogur, en sumstaðar keldur, svo þangað þurfti að flytja mikinn ofaníburð, áður en hægt væri að komast yfir þær með þung æki. Það liðu því nokkrir dagar, þangað til þeir gátu komist að trénu og gátu byrjað að fella það. Þegar þeir byrjuðu að fella tréð, var Rauð- kollur þar ekki langt í burtu. Aður en piltarnir komu um morguninn, hafði hann komið að trénu og tekið af J)ví bláa borðann og geymdi Rauð- kollur hann nú vandlega í brjóstvasa á skyrt- unni sinni. Hann gerði sér vonir um, að hafa mikla ánægju áf þessum borða, þegar hann færi til borgarinnar til að mentast, því þá mundi hann vissulega oft hugsa til Limberlost skóg- arins og þessi litli borði mundi vissulega gera endurminningarnar bjartari og skemtilegri. Þegar hann væri kominn til borgarinnar og yrði daglega vel klæddur eins og aðrir menn, þá ætlaði hann alt af að bera á sér þennan borða og hann átti að minna hann á daginn þann, þeg- ar Engilráð hafði kallað liann riddarann sinn. En hvað hann skyldi leggja hart á sig til að læra sem mest og syngja sem bezt, því Jiað mundi gleðja McLean og Engilráð, Ó, að liann gæti sjálfur orðið mikill maður! Hann skildi ekki, hvemig á því stóð, að Eng- ilráð kom ekki, eins og hún hafði ætlað. Hún hafði ætlað sér að sjá þegar tréð væri felt. Hann liafði sagt henni, að það yrði gert þá um dag- inn að morgni, og hún hafði fastlega gert ráð fyrir að koma. Hún var aldrei vön að vera of sein. Hvernig gat staðið á því, að hún var sein í þetta sinn? McLean hafði riðið til bæjarins þá um morg-' uninn. Ef hann hefði verið viðstaddur, mundi hann hafa beðið hann að draga að fella tréð þangað til hún kæmi, en hann kunni ekki'við að biðja piltana um það. Hann hélt revndar, að þeir mundu gera það, en hann hafði ekkert leyfi til að biðja þá um það. Þegar McLean kom, voru piltarnir búnir að taka sögina út og voru í óða önn að höggva tréð þeim megin, sem það átti að falla. Hann spurði strax um Engilráð, og þegar Rauðkollur sagði honum, að hún væri ókomin, þá sagði hann piltunum að hætta, þangað til hún kæmi. Honum fanst að Engilráð hefði átt svo góðan hlut í að finna þetta merkilega tré, að hún ætti meir en skilið að sjá það falla, ef hana á annað borð langaði til þess. Rétt í þessu hvesti töluvert og vindurinn sveigði til grein- arnar og sáu þeir þá hvar Engilráð stóð gagn- vart þeim, hinu megin við tréð. Mönnunum duldist ekki hættan, sem hún var stödd í, því það var ekkert líkelgra, en að tréð mundi falla þá og þegar, ef vindurinn héldi á- fram og ef Engilráð stæði þarna, þá væri ekk- ert líklegra, en að tréð félli yfir hana þegar að minst varði. Engilráð gat vel lesið það af svip piltanna, að hér var einhver mikil liætta á ferð- um, en áttaði sig ekki á hvað gera skyldi.” “Suður!” hrópaði McLean. “HÍaupið þér suður. ” Aumingja stúlkan var ráðalaus. Hún vissi sjáanlega ekki hvað var suður. Hið mikla tré riðaði til. Piltarnir stóðu þarna ráðþrota, eins og þeir væru fastir við jörðina, nema Rauð- kollur. Hann hljóp þangað sem Engilráð stóð, tók hana í fang sér og hljóp með hana eins hart eins og hann mögulega gat. Tréð hallaðist meir og meir, og það leit út eins og það mundi falla rétt yfir þau, en það var engu líkara, en J»að biði ofurlítið við, eins og til að gefa þeim tæki- færi að komast fram lijá. Þeir sáu Rauðkoll detta endilangan með Engilráð í fanginu. Piltarnir ráku upp skelfilegt óp og McLean greip báðum höndum fyrir andlitið. En eftir augnablik var Rauðkollur staðinn upp og hélt enn áfram. Greinamar af trénu voru að falla yfir þau og þeir sáu Rauðkoll kasta stúlkunni frá sér eins langt og hann gat. Nú heyrðist brestur mikill og tréð féll alveg til jarðar, og limið huldi þau Rauðkoll og Engilráð gersam- lega. McLean og Duncan hlupu þangað, sem þau voru, með axir og sagir, og hinir. piltarnir komu þegar í stað á eftir þeim, og þeir unnu allir eins rösklega og mest mátti verða, en samt virtist þeim langur tími líða þangað til þeir komu auga á bláa kjólinn, sem Engilráð var í. Það gaf þeim nýjan kjark. Duncan lagðist á hnén og reif moldina frá hliðinni á henni, með höndunum svo hún gæti losnað undan liminu, og hepnaðist það eftir örstutta stund. Það var ekki sjón að sjá hana, öll rifin og óhrein, en hún var sjáan- lega ekki hættulega meidd. Rauðkollur lá nokkm nær aðal trénu, alveg fastur undir einni greininni. Hann hafði opin augun og var auðséð, að hann hafði fulla með- vitund. Duncan fór að grafa moldina undan honum, en Rauðkollur lét hann hætta við })að. “Þú getur ekki náð mér út svona,” sagði hann. “Þú verður að saga greinina af og taka hana burtu. Egveitþað.” Tveir menn hlupu eftir stóru söginni, en aðrir héldu greininni upp á meðan og það leið ekki á löngu þangað til þessu fargi var lyft af honum. Piltarnir ætluðu að lyfta honum upp, en hann bandaði við þeim. “Látið þið mig vera, þangað til eg er búinn að hvíla mig dálítið,” sagði hann. Svo vatt hann við höfðinu og sá þá hvar Engilráð sat og var að reyna að hreinsa mold- ina framan úr sér og hafði ekki annað til þess en fötin sín. “Reyndu að standa upp,” sagði hann við hana. McLean rétti henni hendina og reisti hana á fætur. “Heldurðu að þú sért beinbrotin?” spurði Rauðkollur. Engilráð hristi höfuðið til merkis um, að svo væri ekki. “Viljið þér ekki gæta að því, Mr. McLean?” sagði Rauðkbllur. McLean gerði það og fullvissaði Rauðkoll KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MN Of’fice: 6th Floor, Bank ofHamilton Chamber i MALDEN ELEVATOR COMPANY, LIMITED Stjórnarleyfi og Ó.byrgt5. Aöalskrlfstofa: Grain Exchange, Winnipeg Stocks - Bonds - Mines - Grains Vér höfum skrlfstofur I öllum helztu borgum 1 Vestur-CanaAa, og einka símasamband við alla hveiti- og stockmarkaöi og bjöCum pví viö- skiftavinum vorum hina beztu afgreiðslu. Hveitikaup fyrir aöra eru höndluö með sömu varfœrni og hyggindum, eins og stocks og bonds. Leitið upplýsinga hjá hvaða banka sem er. KOMIST I SAMBAND VIÐ RÁDSMANN VORN A pEIRRl \SKRIFSTOFU, SEM NÆST YÐUR ER. Winnipeg Regina Moose Jaw Swift Current Saskatoon Calgary Brandon Rosetown Cull Lake Assiniboia Herbert Weybum Biggar Indian Head Prince Albert Tofield Edmonton Kerrobert Til að vera viss, skrifið á yðar Biils of lading: “Advise Malden Elevator Company, Limited, Graln Exchange, Winnipeg." HJÁ CLEMENCEAU. Þegar Clemenreau gamli er i París, hefir hann ekkert á móti því, að vinir sinir heimsæki sig og dvelji hjá sér eins lengi og þeim sýnist. En þegar hann er á bú- stað sínum í Vendée, vill hann vera í friði og tekur ekki á móti nein- um gestum. Einn af vinum hans var nýlega á bílferð um Vendée og datt i hug að heimsækja Clemen- seau og ók heim til hans. Eftir mikið þref og þjark fékk hann dyravörð til þess að hleypa sér inn í húsið. Clemenceau sat í eldhúsi og snæddi þar morgun- verð sinn. Vinurinn gekk til hans og mælti brosandi: Vegna þess að eg var á ferð hér langaði mig til að fá að taka í höndina á þér! — Clemenceau leit á hann, rétti hon- um höndina og þrýsti hönd hans fast. Svo mælti hann með dimmri rödd: “Jæja, nú er það búið! Vertu sæll!” Og með það varð gesturinn að fara.—Lb. Mbl. DAGMAR DANA-DROTNING. Árið 1205 kvæntist Valdemar sigur Danakonungur Margarethe Dragomir Jrzemysl Ottokars I. konungs í Bæheimi. Danir breyttu nafni hennar og kölluðu hana Dagmar, og þaðan er það nafn komið á Norðurlönd. — Dagmar drotning var mjög ástkær öllum landslýð vegna ljúfmensku, trygð- ar og hjálpfýsi. Hún andaðist árið 1212| og var greftruð að Ringsted-kirkju. Um hana eru mörg fegurstu þjóðkvæði Dana. — Nú fyrir skemstu var afhjúp- að minnismerki um hana í Ring- sted-kirkju. Hafa Tjekkar gefið það og á því er eftirfarandi áletr- un bæði á dönsku og tjekknesku: “Frá landi Tjekka kom Dagmar drotning, færði frið þeim, sem voru vargar í véum, frelsi þeim sem fjötraðir voru, og sigraði hjörtu allra Dana með ástríki sínu. Minning hennar skal ætíð vera boðberi friðar, frelsis og kærleika hjá hinum tveimur þjóð- rf um. Minnismerki þetta hafa tveir tjekkneskir listamenn gert, Beves myndhöggvari og Zák bygginga- meistari. Við afhjúpunina var stödd 40 manna sendinefnd frá Tjekkóslóvakíu og var Hodja kenslumálaráðgjafi þar á meðal og kona hans; hún afhjúpaði minnismerkið.—Lb. Mbl.. um, aÖ hún. væri ekki liættulega meidd. Áuægjusvip brá á andlitið á Rauðkoll, og hann lofaði guð fyrir það, að Engilráð hefði ekki slasast. Engilráð fór frá McLean og sneri sér að Rauðkoll. ‘Nú kemur að þér, ” sagði hún. “Nú verður J)ú að standa upp, ef þú mögulega getur.” Hún leif framan í hann, og henni rann mjög til rifja, að sjá þjáningarsvipinn á andliti hans. Hún gat ekkert sagt, en náfölnaði og tók nm hendina á honum. “Stattu upp, Rauðkollur,” sagði hún, og ]>að var hæði snertur af skipun og heiðni í rödd hennar. “Varlega, Engilráð, farðu varlega,” sagði Rauðkollur. “Lofaðu mér að hvíla mig dólítið fyrst.” Hún kraup við! lilið hans og liann lét hand- leggdnn utan um hana og dró hana að sér. Hún leit á McLean og það kom honum til að krjúpa niður við hina hliðina á honum. “Heyrðu, RauðkoIIur,” sagði McLean. “þetta má ekki. Við getum áeriðanlega eitt- hvað gert fyrir þig. Við verðum að gera það. Lofðu mér að skoða þig.” Hann fór að léysa af lionum hálsklútinn, en hann var skjálfhentur og gekk þetta illa, svo Erigilráð gerði það, og hnepti skyrtunni frá hálsmálinu og brjóstinu. Nú sá hún alt í einu hvernig ástatt var. Hún tók saman hálsmálið á skyrtunni og stakk hendinni undir höfuðið á honum. Rauðkollur leif framan í hana ósköp raunalega. “Þú sérð hvernig ástatt er,” sagði Rauð- kollur. Engilráð hneigði sig til samþykkis. Rauðkollur sneri sér að McLean og sagði: “Eg þakka yður hjartanlega fyrir alt, sem }>ér hafið gjört fyrir mig. Hvar eru piltarn- ir?” “Þeir eru sér allir,” sagði McLean, “nema fveir, sem eru farnir að sækja læknirinn og Mrs Duncan og Fuglamærina.” “Það er ekki til neins að reyna að gera neitt,” sagði Rauðkollur. “En þér munið eftir oturskinninu og hinum jólagjöfunum, sérstak- Iega oturskinninu. ” Þau heyrðu einhvern þvt uppi yfir sér og Rauðkollur leit upp í loftið, jafnvel þótt hann væri annars hugar, og það færðist bros á andlit hans, þrátt fyrir miklar þjáningar. ‘Nei, þarna er þá litli unginn minn,” sagði hann. ‘ ‘ Þetta hlýtur að vera í fyrsta sinni, sem hann yfirgefur hreiðrið. Nú getur Duncan fengið þetta stóra, hola tré, til að vatna gripun- um sínum í því. ” !

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.