Lögberg


Lögberg - 06.12.1928, Qupperneq 7

Lögberg - 06.12.1928, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER 1928 Bls. 7 Sumardvöl í Sviss. Eftir Björn M. Jónsson, frá Torfalæk. (í Schaan í Liechtenstein urðu fyrir nokkru allmikil landspjöll af nátfcúrunnar völdum. íbúarnir eru þar fátækir og treystust ekki til að bæta skemdirnar af eigin ram- leik. Var þá fundið upp á því, að fá þangað stúdenta, aðallega frá Frakklandi, til þess að dvelja þar í sumarleyfi og vinna sem sjálf- boðaliðar fyrir fötum og fæði. — Hafa stundum verið þar 150—200 stúdentar í einu. Höf. var þar í sumar og hafði á hendi verkstjórn 10—15 manna flokks í 6 vikur.) I. Klukkuna vantaði 10 mínútur i fjögur að morgni þess 24. ágúst, þegar félagi minn, Mingard, vek- ur mig af -værum svefni og þann, er við hlið mér sefur, Chateau, sem hefir unnið hér sem sjálf- boðaliði í 3 vikur, og leggur nú af stað heim til Frakklands með söknuð í huga, eins og svo margir er héðan fara. Mingard er garð- yrkjumaður frá franska hluta Sviss (vesturhlutanum) og hefir verið hér frá því vinnan hófst þ. 2. apríl. — Við Chateau fórum hljóðlega á fætur, til að vekja ekki félaga okkar, sem sofa á hálm- dýnum alt í kring um okkur eins vært og við rétt áðan; enn er hálfur annar tími þangað til þeir verða vaktir við yndisþýða tóna fiðlusnillings frá iSviss, Bach að nafni, sem hefir unnið með okkur í 2 vikur, en verður því miður far- inn þegar eg kem hingað aftur eftir 4 daga; hann hefir meðal annars spilað nokkur íslenzk lög, sem eg hefi hér með mér, eftir Kaldalóns og fleiri íslenzk tón- skáld, og þykja þau mjög falleg. — Við félagarnir 3 förum niður í eldhús, þar sem okkur hefir ver- ið tilreiddur árbítur kvöldið áður: hveitibrauð, ostur og mjólk; við tökum og með okkur nokkrar brauðsneiðar í nestið, því að við eiguin 7 tíma járnbrautarferð fyr- ir höndum, yfir endilangt Sviss, frá Liechteistein, sem er fursta- dæmi á landamærum Svis og'Aust- urríkis, alt til landamæra Frakk- lands, og Chateau ætlar enn þá lengra. Við leggjum á stað kl. 4.30 frá Schaan (bær með 900 íb., þar sem við höldum til) með 2 litlar handtöskur, og eftir 25 mínútna gang er-um við komnir yfir Rín, er skilur Liechtenstein frá Sviss, og til bæjarins Buchs, en þaðan ætlum við að leggja af stað með járnbrautarlestinni kl. 5.04; það er hraðlest, sem gengur milli Vín og Parísar, og hún bíður einmitt á járnbrautarstöðinni, þegar við komum. Við tókum farmiða okkar og stígum inn í lestina, finnum fljott auðan klefa og hagræðum okkur á bekkjunum, sem eru stoppaðir og klæddir leðri. Kl. 6.04 ibregður feitur, einkennisbú- inn járnbrautarþjónn pappspjaldi upp fyrir höfuð sér; það er burt- fararmerkið, og í sama bili sígur lestin af stað, fyrst hægt og gæti- lega, en síðan, þegar út úr bænum er komið, hraðara og hraðara, unz hin reglubundnu högg vélarinnar kefa til kynna að fullum hraða er náð; fer lestin þá 80—100 km. á klukkustund og jafnvel meir. Nú er orðið fullbjart; við erum umkringdir á allar hliðar af fjöll- um, sem mörg eru yfir 2000 m. há; sólin er enn ekki komin upp, en Þess er ekki langt að bíða, því að VITA-GLAND TÖFLURNAR tryggja það, að hænumar verpa uinan þriggja daga. Hænurnar hafa lífkirtla eins og manneskian og burfa holdgjafar- efoþ Vita-Gland töflur eru slíkt efni og séu þær leystar upp f vatni sem fyrir hænsnin er sett, þá fara lélegar varphænur strax að verpa. Vísmdin hafa nú fundið það efni sem nota ma til að ráða því alveg hvermg að hænurnar verpa. — okyrslur sýna. að með því að nota hæfilega mikið af Vita Gland toflum handa hænunum, getur hæna verpt 300 eggjum, þar sem meðal hæna verpir að eins 60 eggium. Egg, egg og meiri egg, og þrif- leg hænsni án mikillar fyrirhafn- ar eða meðala eða mikiís fóðurs. Bara að láta Vita-Gland tðflu í drykkjarvatnið. Auðvelt að tvö- falda agoðann með sumar-fram- leiðslu á vetrarverði. Þeir, sem búa til Vita-Gland töflurnar, eru svo vissir um ágæti þeirra. að þeir bjóðast til að senda yður box fyrir ekkert, þannig: sendið enga peninga, bara nafnið. Yður verða send með pósti tvö stór box, sem ‘hvort kostar $1.25. Þegar þau koma, þá borgið póstinum hara $1.25 og fáein cents í póstgjald. Nábúar yðar sjá svo hvað eggjun- um fjölgar hiá yður, kostnaðar- laust. Vér ábyrgjumst. að þér verðið ánægður, eða skilum aftur peningunum. Skrifið oss istrax í dag og fáið mikið fleiri egg á auð- veldara og ódvrara hátt. VITA-GLAND LABORATORIES 1009 Bohah Bldg., Toronto, Ont. geislar hennar gylla þegar hæstu tinda vesturfjallanna, sem aust- urfjöllin megna ekki lengur að skyggja á; og brátt sér maður vangamynd þeirra síðar renna niður hlíðar hinna fyrri; loks sjáum við efstu rönd sólarinnar gægjast upp yfir fjallabrúnina, og þremur mínútum síðar varpar sólin geislaflóði sínu yfir alt lág- lendið og boðar bjartan og dýrð- legan dag. — Og á meðan brun- ar lestin áfram með jafnmiklu öryggi og sama hraða; landslaglð breytir ört um svip; manni finst næstunusem horft sé á kvikmynd; manni er aðeins gefinn takmark- aður tími til að horfa á hverja nýja mynd, sem ibrugðið er upp, og því er nauðsyn á að gefa vel gætur að öllu, er ber fyrir sjónir. Hér getur maður horft út um op- inn gluggann án þess að verða svartur af sóti frá vélinni, því hún er knúð með rafmagni. Raf- magnið er þegar notað sem hreyfi afl í meira en helming járnbraut- arlesta í Sviss, og eftir 7 ára bil verður eimreiðiri orðin úrelt flutningstæki, og tilheyrir þá að- eins fortímanum og forngripa- söfnum. Nú erum við að koma út úr fjallahringnum og förum í vestur með fram hinu undurfagra Wall- en-vatni; enn sjást í suðri há fjöll og hálsar, og út um norðurglugg- ana er útsýnið skínandi fagurt yfir vatnið og fjöllin andspænis, sem falla þverhnýpt niður í vatn; þau eru skógi klædd upp undir efstu tinda, og gefur það í skyn um og yfir 2000 m. hæð yfir sjáv- armál. Rétt á eftir kemur hið langa Zurich-vatn; þar eru fjöllin miklu lægri; maður sér hæðir og hálsa til beggja hliða við vatnið, og lengra í suðri bregður öðru hvoru fyrir hinum háu tindum Alpafjallanna, sem við eigum að sjá betur seinna. Við vesturenda vatnsins ptendur borgin Zurich með sína 250 þús. tbúa, stærsta borgin í Sviss; í höfuðborginni Bern, búa að eins 100 þús. manns. Við höfum aðeins 15 mínútna viðdvöl á járnbbrautarstöðinni í Zurich; við yfirgefum ilestina, sem flutti okkur hingað og heldur nú áfram til París um Basel, en stígum upp í aðra, sem leggur leið sína til Genf. Hún fer af stað kl. 7.15. Þar verðum við að láta okkur nægja harða trébekki, sem eru þó ekki verri en það, að Mingard sofnar í sæti sínu og vaggar sér góða stund í værum blundi. Við Chateau, sem viljum njóta útsýnisins, erum ekki hepn- ari en svo, að á okkur skellur niða þoka, sem felur alt sjónum okkar, nema skógartrén, er næst standa, og við og við grillir í Júrafjöllin á hægri hönd, en þau líta hér út sem fremur háar hæðir eða háls- ar, hækka meir og meir, er sunnar dregur, en ná þó aldrei 2000 m. hæð. Við erum enn í hinum þýzka hluta Sviss, þar sem töluð er þýzk málýska, sem Þjóðverjum sjálfum gengur fullerfitt að skilja; en íbúarnir kunna allir háþýzku, og margir skilja og tala frönsku meira og minna. Kl. 9.30 komum við til bæjarins Biel, sem stendur á takmörkum þýzka og franska hluta Sviss. Öðru megin á járnbrautarstöðinni eru áletranir allar á frönsku og á þýzku hinum megin. Þegar lestin fer þaðan nokkrum mínútum síð- ar, kemur lestarstjórinn og biður á frönsku um farmiðana. Finst þá Chateau félaga okkar hann vera kominn heim, því að hann kann ekki eitt orð í þýzku, og 'er nú ekki lengur upp á hjálp annara kominn. Nokkru síðar létti þokunni upp t;l fjalla, og við okkur blasir ljóm- andi útsýni til beggja hana: til hægri Júrafjöllin, þakin Iblómleg- um gróðri; skógum, engjum og ökrum; og til vinstri Biel-vatnið og síðar Neuchatel-vatn, sem lest- in fer fram með; og lengra í suðri gefur að líta bláhvít Alpafjöllin með sína 4,000 metra háu tinda; skygnið er ekki sem bezt; yfir þeim hvílir mistur, og skin sólar- innar gefur ofbirtu í augun. Kl. 10 komum við til Neuchatel. Vinur okkar Chateau heldur á- fram með sömu lest til Genf og þaðan um Lyon til Bordeaux. Við Mingard óskum honum góðrar ferðar og stígum upp í aðra lest, sem 12 mínútum síðar leggur af j stað til áfangastaðarins, Locle, lítils bæjar á landamærum Sviss og Frakklands uppi í Júrafjöllum í 1000 metra hæð. Þegar við stíg- um inn í klefann, heyrum við þektar raddir\og sjáum góðkunn- ug andlit, og okkur er tekið opn- örmum af fyrverandi samverka- mönnum og konum frá Liechten- stein, sem ætla einnig til Locle. Meðal þeirra er Piérre Ceresole, sem hvert mannsbarn í Sviss þekk- ir; hann er hinn ákafasti friðar- sinpi og hinn stæltasti fjandm^ð- ur hernaðar og herþjónustu; er hann þegar þjóðkunnur vegna margra ára ibaráttu fyrir afvopn- un Sviss og yfir höfuð alstaðar; hefir hann þegar unnið marga á- hangendur, en um leið marga svæsna fjandmenn, og hingað til hefir enginn verulegur árangur náðst. Hann er frpmkvöðull þeirr- ar hjálparstarfsemi, sem eg tek Bókafregn. þátt í hér í Liechtenstein í sum ar. Hann hafði unnið með okkur iífsskoðana hans. Axel Thorsteinsson: 1 Leikslok. Smásögur frá Canada, Bretlandi, Belgíu, Frakklandi og Þýzkalandi. 1918—1919. Reykjavík. 1928. Höfundur rits þessa er þegar kunnur fyrir skáldsagnagerð; hef- ir hann bæði ritað smásögur og lengri skáldsögur. Smásagna- gerðin lætur honum eflaust betur en samning langra skáldsagna. “1 leikslok” er safn smásagna— ellefu talsins — frá stríðsárunum 1918—1919; en höf. var um skeið í her Canadamanna. Lýsir hann ástæðunum til þess, að hann gerð- ist hermaður í stuttum formála; má þar einnig sjá nokkra drætti nokkrar vikur með skóflu og haka 'eins og þaulvanur verkamaður. Hann var farinn fyrir nokkrum dögum til að gegna skyldustörf- um sínum, því að hann vinnur fyrir sér sem kennari við menta- skóla í borginni Chaux de Fonds, sem við förum einmitt um; hún stendur upp í Júrafjöllum 5 km. frá Locle. Eg mun síðar tala bet- ur um þenna mann og starfsemi hans, sem snertir ekki einungis hans eigið land og þjóð, heldur mannkynið í heild sinni, og verð- ur að líkindum getið sem stór- merks viðburðar í sögunni. Pg nú byrjaði lestin að klifa upp hlíðar] Júrafjallanna, raf- magnsvélin er horfin og eimreið- in komin í hennar stað. Þess verður maður einkum var, þegar lestin fer í gegn um jarðgöngin, sem eru mörg á þessari leið. Útsýnið verður enn fegurra en áður: ^Neuchatel-vatnið lygnt og slétt umkringt skógum, túnum, ökrum, engjum \og víngörðum á allar hliðar; og í fjarska gnæfa Alpafjöllin há og tignarleg, lík öflugum varnargarði, alsett ótal tindum; meðal þeirra sést hin tígulega, alþekta “Jungfrau”, sem mér finst næstum of mikil fyrir- ferðar til að verðskulda þetta nafn. Eftir einnar stundar ferð, kl. 11,18 komum við til Chaux de Fonds. Borg þessi hefir 40 þús. búa, sem lifa mest á úVsmíði. Félag þetta er frægt fyrir úrgerð sína: margpr stórar verksmiðjur með fjölda verkamanna, og í bæn- um Locle, sem ferðinni er heitið til, var fyrsta svissneska úrið gert. Hér í Júrafjöllunum er víð- áttumikið graslendi, vel ræktuð tún og engjar, og mikil kvikfjár- rækt, einkum kýr, kindur og hest- ar. En bændur stunda einnig úr- smíði, konurnar og synirnir vinna heima fyrir verksmiðjurnar og er vel borgað; svo að maður getur með sanni sagt, að hver maður er úrsmiður. Á næstu stöð eftir Chaux de F/onds, nokkrum mínútum síðar, bætist ein “systir” við í hópinn (“systur” nefnum við þær, sem ❖inna eða hafa unnið með sem sjálfboðaliðar), ungfrú Clara Waldvoga\, kenslukona í Neucha- tel. Hún hafði verið okkur sam- tíða nokkrar vikur í Liechtenstein og unnið á skrifstofunni, því að þar er nóg að gera með blek og penna, ekki síður en út á víða- vangi með kóflu og haka fyrir ^okkur karlmennina í eldhúsinu við súpupottinn og tekatlana fyr- ir “systurnar.” Næsta stöð er Locle; þangað komum við kl. 11.35, og höfum þannig farið yfir endilangt Sviss, frá einum enda til annars á 6% tíma. i Locle er lítill bær, um fjögur þús. íbúar, sem flestir lifa á úr- smíði, eins og fyr er sagt. Eg hafði búist við fögru útsýni yfir svissneska ’láglendið og Alpana, en þar skjátlaðist mér mjög, því að bærinn liggur í alldjúpri lægð, með hæðum alt í kring, sem byrgja útsýnið. Og hér finst ekkert fjöllum líkt; gróður er líkastur því, sem við eigum að venjast á undirlendinu heima á Fróni, tún, engjar og garðar, bara sá munur- inn, að hér sézt hvergi óræktaður blettur og blautar mýrar, órækt- uð holt eða móa gefur hvergi að líta. Júrafjöllin eru mjög breið, um 50 km. á þessu svæði; hæðin um 1000 m., einstaka tindar hærri Nálægt Locle er einn slíkur, og þaðan er gott útsýni og yfirgrips- mikið, en þá þrjá daga, sem eg dvaldi þar, hafði eg aldrei tíma né tækifæri til að fara þangað. Nú læt eg staðar numið að sinni en seinna mun eg segja frá erind- um mínum til Locle og því, sem drif þar á daga mína.—Lesb. Mbl. Sögur þessar eru eigi skáld- sögur í þessa orðs ströngustu merkingu; efnið er eigi orðið til í ímyndun höfundarins; hann byg?- ir frásögn sína á eigin reynd, á því, sem han hefir séð og heyrt. Auðvitað má segja, að allir skáld- sagna höfundar geri slíkt hið sama, að meiru eða minna leyti. Þó horfir hér nokkuð öðru vísi við. Markmið höf. skýrist bezt með orðum hans sjálfs: “Eg geri engar kröfur til þess, að þessi sögukorn mín verði kölluð skáld- skapur, hvað þá mikill skáldskap- ur, en því held eg fram, að þær séu sannar lýsingar á mér og at- vikum úr lífi mínu og þeirra, þenna tíma, sem við vorum saman í hernum, og eg vona, að þær varpi nokkru ljósi á hugsanalíf okkar.” Mesíu varðar því, hversu höf. tekst frásögnin. Yfirleitt segir hann vel frá. At- burðalýsingarnar bera vott um all-skarpa athugunargáfu; hið sama má segja um mannlýsingarn- ar; þær sýria auk þess, að höf. á ríka samúðartilfinning í brjósti; hann lýsir félögum sínum og öðr- um sögupersónum af skilningi. Að sönnu verður eigi sagt, að stór- feldu sálarstríði sé lýst í neinnt af sögum þessum; Iþær ræða frem- ur um smá-atvik, hversdagslega viðburði; en slíkt má líka færa í búning sannrar listar; því neitar enginn. Og margur rithöfundur reisir sér hurðarás um öxl, hvað efnisval snertir. Málið á sögum þessum, er löng- um hreint, látlaust og íslenzkt vel. Höf. notar mjög stuttar setningar og setninga-parta; er það vel, þá um hraða atburðarás er að ræða. Þó virðist mér eigi laust við, að þessar stuttu setningar verði stundum óíslenzkulegar; en mikil brögð eru eigi að því. Stíll höf. er að jafnaði viðfeldinn og hæfir efninu vel; er hann laus við til- gerð, enda segir höf. sjálfur: “í minum augum er hið einfald- asta fegurst.” iSögur þessar eiga einnig nokk- urt fróðleiksgildi. Þær eru, sem bent var á, bygðar á sönnum at- burðum. Þær gefa því/iþeim, sem heima sátu, all-glögga hugmynd um hugsunarhátt og æfi hermann- anna í hildarleiknum mikla. Þær lýsa og að nokkru ömurlegum kjörum þeirra, sem heima áttu á ófriðarsvæðinu. Þær svifta æfin- týrablænum af hermenksu og vígaferlum. Þegar litið er að tjaldabaki, blasir kaldur sann-. leikurinn oss við sjónum: Hild- arleikurinn mikli var líka harm- leikurinn mikli. Þegar alls er gætt, virðist mér “í leikslok” eiga skilið að lesast. Richard Beck. sinni, er hann var að leika sér með jafnöldum sínum, að málfæri hans breyttist og varð eins og í fullorðnum karlmanni og hann tók að blása í sundur, og hann óx svo ört, að það mátti sjá hann stækka. Jafnframt fékk hann ó- bilandi matarlyst og át nú miklu meira en faðir hans. Foreldrun- um þótti ákaflega vænt um þetta fyrst í stað, en svo fór þeim ekki að lítast á blikuna. Fötin hans urðu alt of lítil og hann varð að fara í föt eldri bróður síns. En þau urðu brátt og lítil líka og hann varð að fá karlmannsfðt. Syst- kinum hans þótti súrt í broti, að hann skyldi vaxa sér yfir höfuð, en við því var ekkert að segja, því hann gat tekið sitt undir hvora hönd og borið þau með sér til leiks, ef þau vildu ekki koma með góðu. En þau þurftu ekki lengi að búa við það að hann vildi leika sér með þeim, því að nú kaus hann sér heldur 16'—18 ára leikfélaga. Það var um þetta leyti, að móð- ir Clarence fór með hann í spor- vagni. Vagnstjóri heimtaði gjald fyrir drenginn, en móðir hans sagði, að hann væri ekki nema rúmlega þriggja ára og ætti því að fá frítt far. Vagnstjórinn glotti og mælti: Þá vil eg segja frúrini það, að þessi þriggja ára drengur þyrfti nauðsynelga að láta raka sig! Móðurinni brá illilega. Hún leit á son sirin og borgaði þegj andi gjaldið. Hún sú að þetta var satt. Clarence var orðinn skeggj- aður bæði á höku og vöngum. Og skegvöxturinn ágerðist fljótt svo, að hann varð að raka sig á hverjum degi. Þegar þau stigu af vagninum, sagðist Clarence vilja fá síðar buxur. Hvaða vitleysa! sagði mamma hans. Clarence leit yfir götuna, þangað sem tvær gjaf- vaxta stúlkur stóðu og hvíslaði: Eg þarf að fá síðar buxur, svo að j stúlkurnar þarna haldi ekki, að eg sé krakki. — Stúlkur! hrópaði móðir hans. Ertu vitlaus ?Hvað vilt þú bless- að barnið vera að tala um stúlk- ur? — Jæja, eg held eg geti staðið fullorðnum manni á sporði hve- nær sem er, svaraði strákur. Nú leituðu foreídrar hans lækn- is, en hann gat enga skýringu gefið á þessu fyrirbrigði. En hann ráðlagði þeim að umgangast hann með mestu varkárni, því að ekki væri að vita, hvaða áhrif það hefði, ef hann yrði fyrir snöggum geðshræringum meðan hann væri á þessu þroskaskeiði. Einverju sinni bað Clarence föður sinn um vindil. Faðirinn reyndi að drepa þessu á dreif og gaf honum mikið sælgæti. En að lokum varð hann þó að láta und- an og gaf honum nokkra reglu- lega sterka vindla og ætlaði þann- if að venja hann af þessum keip- um, En honum til mikillar undr- unar reykti Clarence vindil upp til agna, át síðan með beztu lyst og kveikti sér svo í nýjum vindli. — Er þetta ekki hræðilegt? — sagði móðir háns. — Eg vona að það dragi úr vexti hans, sagði faðirinn. En honum skjöplaðist. Clar- ence reykir nú á hverjum degi. Og þegar hann gengur á götu á síðum buxum með vindil í munn- inum, þá glápa jafnaldrar hans á hann í þögulli undrun. Engum kemur til hugar að hlæja að hon- um. Sem sagt, vísindin standa agn- dofa gagnvart þessu undri. Þau hafa ekki fundið neitt einkenni- Iegt í líkamsbyggingu Clarence, nema þrjá kirtla, einn í höfðinu, annan aftan í hnakkaum, og hinn þriðja hjá nýrunum. 1 ætt hans hefir aldrei borið á ofvexti í nein- um. — Lesb. Mbl. Canada • Hon. James A. Robb, fjármála- ráðherra, var staddur Vancouv- er, B. C., í vikunni sem leið, og élt þar ræðu, þar sem hann skýrði meðal annars frá þvi, að 31. marz 1928, hafi stjórnin borgað $136,- 000,060 af þjóðskuldinni, eða sem svaraði $85,000 á dag í síðastliðin fimm ár. Á því fjárhagsári, sem nú er að líða, var í októbermánuði búið að borga niður í skuldunum $53,000,000, og á nuæsta ári bjóst ráðherrann við að geta borgað sextíu miljónir og lækkað skatt- ana jafnframt allmikið, en sagð- ist ekki hafa meira um það að segja í þetta sinn. Tekjuskattur- inn sagði hann að mundi alls ekki verða afnuminn fyrts um sinn. * * * Falsaðir bréfpeningar eru á g^ngi í Winnipeg, og hefir lögregl- an varað fólk við þeim. Það eru mest $20 Bandaríkja seðlar, með mynd af Cleveland forseta en nafni A. W. Mellons fjármálaráð- herra. Sagt er, að seðlarnir séu mjög vel gerðir, og því hætt við að fólk varist þá ekki. Það er haldið, að einhverjir hafi komið með mikið af þessum peningum í | því skyni að koma þeim út hér norðan landamæranna. Nýjasta og bezta BRAUÐTEGUNDIN Búin til með ágœtasta rjómabús smjöri UMSKIFTINGUR. Clarence Kehr frá Toledo í Ohio er að eins fjögra ára, en er á vöxt og afl, sem fullorðinn maður. — —Sagan er sönn. Klarence er aðeins fjögra ára gamall, en er svo sterkur, að hann getur borið móður sína á handlegg sér, hann gengur á síðum buxum og reykir vindla, röddin er dimm eins og í karlmanni, hann verður að raka sig á hverjum morgni og hann er farinn að leggja hug á fullorðnar stúlkur. í einu og öllu er drengur þessi undrabarn — nema um þekkingu og mentun. Menn gæti trúað, að hann væri 16—18 ára gamall, en þó getur hann ekki gengið í ksóla. Clarence er fæddur 12. septem- ber 1924 og var 10 pund, þegar hann fæddist. Það bar ekkert á því, að hann væri frábrugðinn öðrum börnum, þangað til hann var þriggja ára gamall. Hann var meira að segja seinn að læra að ganga og tala. En svo kom breyt- ingin skyndilega — hann breytt- ist alt í einu úr barni í fullorðinn karlmann. Það var einhverju í*að er smjörið í Bamby brauði, sem gerir það öllu öðru brauði betra. Hvert einasta brauð í umbúðum. Kaupið þessa brauðtegund strax í dag! Fæst bjá mat- vörukaupmanninum. Ganada Bread umferðasölum eða með því að hringja upp 32 017-32018. Canada Bread Co. Limited A. A. RYLEY, Manager Winnipeg Hin Eina Hydro Ste am H eated BIFREIDA HREINSUNARSTÚD í WINNIPEG Þar sem þér getið fengið bílinn yðar þveginn, það er að segja hreinstðannog olíubor- inn á örstuttum tíma, meðan þér standið við, ef svo býður við að horfa, eða vér send- um áreiðanlegan bílstjóra eftir bíl yðar og sendum yður hern til baka, á þeim tíira er þér æskið, Alt verk leyst af héfcidi af þaulvönum séifiatðingvm. Þessi bifreiða- þvottastöð vor er á hentugum stað í miðbænum, á móti King cg Rupert Street. Prairie City Oil Co. Ltd. Laundry Plione 88 666 Head Office Phone 26 341 iMiaiiiiiiiiiiiyimi miiiiiiiinmiiiim

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.