Lögberg - 28.02.1929, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.02.1929, Blaðsíða 2
Bls. 2. LÖGBERG FIMTUDAGINN 28. PEBRÚAR 1929. lyfsölum Á Kjalvegi Ferðasaga eftir A. B. og K. B. Undirbúningur. Sunnudaginn 15. júlí síðastlið- ið sumar, höfðum við sjö í hóp á- kveðið að leggja af stað í 8 daga ferð upp í óbygðir. Var ferðinni heitið til Hvítárvatns, Kerlingar- fjalla og Hveravalla. En þar skildu leiðir. Karlmennirnir, þrír ungir Danir, ætluðu norður á Ak- ureyri, en við fjórar stúlkur ætl- uðum að snúa við suður Kjöl og um Laugardal og Þingvelli til Reykjavíkur. Dagana á undan áttum við mjög annríkt. Var þá vart um annað talað né hugsað, en reiðtýgi, tjöld, svefnpoka, matvæli og ann- an útbúnað til ferðarinnar. Reið- týgi öll varð að athuga vandlega, svo ekkert bilaði á leiðinni. Við þurftum að vera vel búin að ferðafötum og sízt mátti vanta olíugalla. Við höfðum tvö tjöld, karlmennirnir fjögra manna tjald og ein okkar lagði til spánýtt átta manna tjald'. Svefnþoka ýmist keyptum við, lánuðum eða bjugg- um til, og voru þeir síðastnefndu sízt eftirbátar hinna. Til mat- reiðslu höfðum við tvo ferðaprím- usa. Við skrifuðum lista yfir mat- væli og búsáhöld, sem við þurft- um að hafa með okur. Vandinn er að velja vel.vera birgur af nauðsynjum, en forðast allan ó- þarfa, því erfitt er að flytja mik- ið á hestum og ilt að skorta mat í óbygðum. Föstudaginn 13. júlí, lagði þriggja manna nefnd: Helm, öðru nafni Eiríkur Valdemarsson, full- trúi karlmannanna* og J. M. og K. B. fyrir hönd okkar, af stað með langan lista til þess að kaupa nauðsynjar. Fóru þau fyrst I í Liverpool, og lofaði Kjaran að útvega þeim alt, jafnvel diska og krukkur til þess að drekka úr. — Þvínæst gengu þau fram af stúlk- unni í ÍBjörnsbakaríi með því að biðja um tíu heil rúgbrauð, og loks voru þau í þeim vanda stödd, að þurfa að velja gaffla, skeiðar og potta hjá Jóni Þórðarsyni. Kjallari í húsi einu í Þingholts- stræti hafði verið léður fyrir forðabúr, og tóku brátt að koma þangað bifreiðir hlaðnar af vör- um. Síðari hluta dags var uppi fótur og fit í því húsi. í eldhús- inu voru sauðalæri steikt og egg soðin og í kjallarnum hamaðist nefndin við að raða öllu niður í koffort og þverpokatöskur. Var það allmikill vandi, því bæði þurftu koffortin að vera ná- kvæmlega jafn þurig, svo ekki hallaðist á, og engar eyður máttu vera, svo ekki hristist í þeim. Tók nú brátt að berast inn í kjallar- ann hnakkar og beizli í viðbót við það, sem fyrir var, og aflangir bðgglar, sem reyndust vera svefn- pokar og olíuklæði. Var þar að lokum saman komið: tvenn ferða- koffort, tvær þverbakstöskur, tveir klyfsöðlar, 5 hnakkar, 5 beizli, 7 svefnpokar, 5 olíugallar og tvö tjöld. Um nónbil á laug- arlag kom vörubifreið, og með henni fór iallur farangurinn og E. V. Hammer, austur að Torfa- stöðum. Lagt af stað. Sunnudagurinn 17. júlí rann upp heiður og fagpr. Kl. 7 árdegis lögðum við af stað í bíl austur að Torfastöðum. Við vorum þrjú í bílnum: Ströyberg, J. M. og K. B. En á Tryggvaskála bættust A. B. og ensk vinstúlka hennar, Brid- get, í hópinn. Höfðu þær verið á ferð um þ>órsmörk og Eyjafjalla- sveit, og höfðu meðferðis 2 poka, sem hvor um sig innihélt hnakk, beisli og olíugalla. Ókum við nú sem leið liggur upp Grímsnes og Biskupstungur, upp fyrir Torfastaði. Alt í einu sáum við hilla undir menn og hóp af hestum. Voru þar fyrir E. V. og Hammer, fylgdarmenn okkar og hestar. Fylgdarmennirnir voru tveir feðgar, Guðlaugur og Eiríkur frá Fellskoti. Átti Ei- ríkur að fara norður með karl- mönnunum, en Guðlaugur átti að fylgja okkur heim. Næsta dag átti enn einn maður að bætast í hópinn, Erlendur bóndi frá Vatns- leysu, er ætlaði að hjálpa Eiríki að komast suður með hestana. Það yar verið að leggja á hest- ana, og þeir voru 22 að tölu. Við höfðum tvo koffortshesta og tvo með þvertöskum, en með því að nokkuð mikið var af öðrum far- angri, var lagður reiðingur á 5. hestinn, og nokkuð af farangrin- um bundið á hann, þar á meðal svefnpokarnir o.g tjaldsúlurnar okkar. Var síðan lagt á reiðhest- ana og hnakktöskur og olíugallar spentir fyrir aftan, og svo var riðið af stað. Eftir stundarkorn komum við að Fellskoti, og beið okkar uppbúið kaffiborð. Sátum við þar um stund í góðu yfirlæti og var glatt á hjalla. Vissum við, að þetta var síðasta máltíðin, sem við áttum í bráðina að njóta inn- an fjögra veggja. Upp Tungur. Riðum við siðan upp Tungurnar í áttina til Geysis. Leið okkar lá um grösuga móa og mýrar, þar sem brautir voru óglöggar. Rák- ust hestarnir mjög illa, því þeir voru ófúsir úr heimahögum, og mátu meira að gína yfir sem mestu af Ijúffengum snarótar- punti, og öðrum kræsingum, sem freistaði þeirra hvert sem aug- ! anu skotraði. Urðum við því öll ! eftir megni að hjálpa fylgdar- | mönnunum og þeytast út um hvippinn og hvappinn eftir stroku hestunum. Við þetta bættist, að altaf var að aflagast á trússa- hestunum. Eitt augnablik hallað- ist á á koffortshesti, næsta augna blik var þverpokataska komin yf- ir um, svo öll lestin var sjaldan komin á þolanlegt brokk, fyr en alt varð að stanza, svo hægt væri að laga á einhverjum hestinum. En verstur af öllum var samt reiðingshesturinn. Baggarnir taldu ekki á honum stundinni lengur, án þess að hallast á, eða eitthvað færi úr lagi. Auk þess var hann svo ógurlegur ásýndum, að það fældust hann bæði menn og skepnur. Hann var brokkgeng- ur mjög, og skrölti hátt í far- angripum, þegar hann hljóp. — Tjaldstengurnar voru bundnar ofan á milli, og stóð sérstaklega önnur fram af honum eins og spjót. Var fljótt vikið til hliðar og gefið rúm, þegar ferlíki þetta fór fram hjá á fullri ferð. Hann var okkur stöðugt áhyggjuefni og tafði okkur eigi lítið, þegar alt var samlagt. Urðum við fegin þeirri stundu, þegar farangurinn var orðinn svo lítill, að reiðings- ins var ekki lengur þörf. Á meðan þesu fór fram, vorum við smátt og smátt að kynnast hestum okkar. Rauðka var þýð- asta hrossið, og fékk enginn nema Bridget að ríða henni. Ralli var móálóttur hestur, vakur og vilj- ugur, og reið J. M. honum jafn- an. Eu svo fælinn var hann, að við sjálft lá, að slys hlytist af, þegar hún tók upp vasaklút til að snýta sér. Sóti, upáhaldshestur K. B., var svo blíðlyndur, að hann sætti alt af færi að nugga sér upp að mönnum og skepnum, en Reykur var svo geðillur, að honum virtist ánægja að því að bíta og gera ilt af sér við hina hestana. Drafnar var allgóður töltari, og Stóri-Brúnn var kornungur hest- ur, fallegur og viljugur, en ekki vel taminn. Til Geysis. Leiðin sóttist jafnt og hægt í áttina til Geysis. Að baki okkar fjarlægðist Hestfjall, Vörðufell og Ingólfsfjall. Á hægri hönd voru Hreppafjöllin, langur jall- garður, lágur og tilbreytingar- lítill. Á vinstri hönd komu fjöll- in milli Þingvalla, Laugardals og Langjökuls í ljós, eitt af öðru, og var hverjum kolli, sem gægðist fram og þektist, heilsað með fögn- uði. Gnæfðu þar við heiðan him- in Laugardalsfjðllin, Tindaskagi, Skjaldbreið, Rauðafell, Högn- höfði, Bjarnarfell, Hlöðufell og einkennilega sundurtættri brún og hvössum tindum. öðru hvoru glytti í Tungufljót, þar sem það rann milli gfænna grunda. Fram undan gægðust Jarlhetturnar upp yfir hæðirnar, og bak við þær jökulrönd Langjökuls, fannhvít, slétt og lág. Loks sáum við Laug- arfjall álengdar, fagurautt, og fyrir neðan það hvítgráu reykina úr Geysi og bræðrum hans. Gekk nú reiðin dálítið greiðara, og loks stigum við af baki við Geysi. Settust nú sumir að snæðingi, en aðrir, þar á meðal Bridget, mátu það meira, að skoða hver- ina. Hafði hún aldrei séð hver áður, og varð sérstaklega hrifin áf hinni stóru skál Geysis, og hyl- djúpu, fagurbláu vatninu í hon- um. Veðrið hafði breyzt nokkuð síð- an um morguninn. Þerririnn hafði dofnað, skúraflóka dregið upp í suðvestrinu og við Geysi féllu fyrstu droparnir. Okkur var öll- um áhugamál að komast að Gull- fossi meðan birta væri góð, og höfðum við því skamma dvöl við Geysi. Til Gullfoss. Skamt frá Geysi sáum við hið forna höfð^ngjasetur Haukadal. Liggur bærinn mjög hlýlega inni í litlum, grænum hvammi, og virðist vera ímynd íslenzkrar sveitasælu. Síðan riðum við yfir brúna á Tungufljóti, og upp mýr- arnar, fram hjá Kjóastöðum. Var nú enginn vandi að rata, vegur- inn þurr og glögt varðaður. Mint- umst við annarar ferðar fyrir nokkrum árum, þegar við vorum tvær einar á ferð að kveldlagi og gekk illa að rata frá Geysi til Gullfoss. Við heyrðum engan nið, því að vindurinn var á eftir okk- ur, en loks sáum við eins og grá- leitan gufumökk, úðann af Gull- fossi. Við höfðum flest komið að Gullfossi áður, en hann hefir aldr- ei hrifið okkur eins mikið og þetta sunnudagskveld í dimmviðri og rigningarsudda. — í kyrðinni og kvöldhúminu virtist hann svo mikilúðlegur og dularfullur. Öll höfðum við sömu tilfinningu, að fossinn seiddi okkur til sín, svo okkur langaði jafnvel til að kasta okkur í hann, Við klifruðum fram á hverja bergsnös, til þess að sjá hann frá sem flestum sjón- armiðum, og létum einskis ó- freistað til þess að komast sem næst honum, og öll komum við frá fossinum hugfangin, — en rennandi vot. Okkur langaði mjög til þess að tjalda við Gullfoss, og sofna við fossniðinn, en fylgdarmennirn,ir sögðu, að hestarnir mundu strjúka ef þeir yrðu svo nærri heimahög- um; við yrðum að minsta kosti að komast út fyrir girðingu, sem er um klukkutíma reið frá Gull- fossi. Kvðddum við því fossinn með trega, og héldum áfram reiðinni. Nú tók að rigna fyrir alvöru og urðum við að fara í olíuklæði. X>ótti sumum það stirður búning- ur og óvoðfeldur. Brátt komum við að girðingunni, og var það hátíðlegt augnablik, því okkur fanst við vera að halda innreið okkar í óbygðirnar. En öræfin sýndu ekki sinn fegursta ham þetta kvöld, því að lítt sá fram- undan fyrir regninu, og það grilti aðeins í Jarlhettur eins og svarta risa fram úr þokunni. — Loks komum við að nokkuð stórri torfu. Þar fundum við lítinn grænan hvamm, við lítinn læk. Þetta voru Selhagar, fyrsti tjald- staðurinn okkar. I Selhögum. Við íslenzku stúlkurnar vorum allar óvanar útilegum og þótti okkur harðsótt, að þurfa að tjalda í rigningu í fyrsta sinni. En við mögluðum ekki, því að. við vorum undir það búnar, að taka hverju sem að höndum bar — Þurfti nú sem skjótast að reisa upp tjöMin. Engin okkar hafði gert það áður og þágum við því feginsamlega hjálp karlmannanna fyrst í stað. Brátt stóðu bæði tjöldin hlið við hlið, okkar bað- stofumyndað, fannhvítt með gylt- um húnum á báðum burstum; en karilmannanna strýtumyndað. — Áttum við eftir að sjá þau rísa upp saman á mörgum fögrum stöðum. — Því næst var byrjað að matreiða. J. M. og E. V. tóku að sér að matreiða inni í tjaldi Kálfstindur. Þau eru prúð þessi j karlmannanna, en við hin vorum fjöll, þar sem þau rísa upp úr j sett til ýmsra óæðri starfa, t. d. brunahrauninu “sem risar á ! að hýða hráar kartöflur. Sátum verði við sjóndeildarhring”. Þótti okkur Högnahöfði glæsilega lag- aður, Hlöðufell tignarlegt, en við úti í rigningunni og mændum öfundaraugum inn í þurt og hlýtt tjaldið, en þau sem inni voru, Kálfstindur næsta broslegur. Rís þóttust ekki öfundsVerð, því að hann upp úr þunnum hrygg, með hvaða brögðum. sem beitt var, VIÐ MELTINGARLEYSI og SLÆMRI MATARLYST. Meltingarleysi og þaraf leiðandi lítil matarlyst, veldur oft og ein- att mörgum kvillum, svo sem gigt, höfuðverk, aðsvifum, svefnleysi og þar fram eftir götunum. Við öllum þessum sjúkdómum, er Nuga-Tone eitt hið bezta meðal, er hugsast getur. Það eykur mat- arlystina, skerpir meltinguna, og styrkir yfirleitt öll líffæri. Mr. Everett Smith, Gallatin, Mo. segir í bréfi: “Melting mín var komin í slíkt horf, að eg gat helzt einskis neytt, án þess að verða meint af. En nú líður mér á- gætlega. Meltingin er í ákjósan- legasta lagi og er hið sama að segja um matarlystina. Nuga- Tone hefir reynst mér sönn hjálp- arhella.” Nuga-Tone hefir hjálpað milj- ónum manna, og það getur hjálp- að yður líka. Selt í öllum ljrfja- búðum, en hafi þær það ekki við hendina, geta þær útvegað yður það hjá heildsalanum. tókst ekki að kveikja á öðrum prímusnum. Var þetta okkur prímus, og þótti okkur ilt í efni, en sem betur fór tókst að gera við hann næsta dag. Þegar maturinn loks var tilbú- inn, skriðum við öll inn í okkar tjald og settumst þar flötum bein- um, hvert með sinn disk á hnján- um. Fengum við fyrst glóðheita pakkasúpu, sem við drukkum úr krukkum, og svo kalda steik með heitum karftöflum og sósu. Var máltíðinni tekið með miklum fögnuði og matnum gerð hin beztu skil. — Meðan við lágum í tjaldinu og töluðum saman, að lokinni mál- i tið, heyrðist alt í einu jódynur ; fyrir utan. Þustum við því út til j að sjá, hvað um væri að vera. — i Var þar kominn hópur manna ríð- j andi, á leið til Hvítárvatns. Voru þau tólf saman með 30 hesta. Þótti þeim óvænlegt að tjalda þar sem við vorum fyrir með 22 hesta, og héldu áfram að Sandá. i Þegar fólkið var horfið, tókum , við aftur til starfa. Fórum við með borðbúnað og potta niður að læk, og þvoðum upp. Við niidduð- um óhreinindin af með mosa, og þerruðum með þurkum, sem við höfðum með okkur. Fyrsta nóttin. Þegar uppþvottinum var lokið, var orðið framorðið, og fórum við því að taka á okkur náðir. Við skriðum inn í svefnpokana, flest- ar í öllum fötunum, og höfðum hnakktöskur og það, sem við gát- um tínt til af fatnaði, svo sem ullarpeysur og varanærfatnað fyrir kodda. — Við vorum fimm í tjaldinu, því að ekki var pláss fyrir fylgdarmann okkar í tjaldi karlmannanna. En ekki varð okk- ur öllum svefnsamt þessa nótt. Þótti okkur hart að liggja á berri jörðinni, og'sumar voru svo óláns samar að hafa þúfu undir höfð- inu, eða það sem verra var, undir miðju baki. Af því að botn var í tjaldinu, héldum við að ekki þyrfti neitt að breiða undir svefn- pokana, og fundum við því mjög til jarðkuldans. Við þetta bætt- ist, að þau, sem voru svo sæl að hafa sofnað, hrutu hátt, okkur hinum til mikillar skelfingar. Um miðja nótt vöknuðum við af okk- ar órólega blundi við það, að A. V. var að bætá á sig fötum. Loks fór hún, okkur til mikillar undr- unar, að færa sig í olíufötin og kreið síðan í öllu saman ofan í svefnpokann. En ekki mun henni hafa þótt það þægileg náttföt, því hún fór brátt úr þeim aftur og breiddi þau undir svefnpok- ann. Um 5-leytið næsta morgun, þeg- ar þær, sem verst áttu með svefn, voru að festa blundinn, vöknuð- um við öll í tjaldinu við það, að ein stúlkan reis upp og hrópaði, að mál væri að fara á fætur, því piltarnir væru vaknaðir, og farn- ir að telja kartöflur í skál. Þótt- ist hún heyra þær detta niður í skálina. Héldu henni engin böíd, svo að hún varð að fara út og sjá hvað um væri að vera. En auð- vitað var þetta vitleysa og karl- mennirnir sváfu vært í tjaldi sínu. Morgunannir. Um 7-leytið urðum við að fara á fætur. Skreiddumst við út úr tjaldinu, með stirurnar í augun- um og svefnpokana í eftirdragi. Breiddum við þá út, til að viðra þá, og fórum niður að læk, til að þvo okkur. Var nú rigningin hætt, og komið all-gott veður. Við stóðum úti í læknum, og þvoðum okkur og burstuðum tennur okkar. Var unaðslegt að þvo sér upp úr blátæru vatninu úti í guðsgrænni náttúrunni, og láta morgunvind- inn leika um hár sér, þegar við greiddum okkur undir berum himni. Á meðan hafði E. V. með að- stoð þeirra, sem fljótastir voru að “klæða” sig, búið til morgun- matinn, og var hann nú breiddur út fyrir okkur í grasinu fyrir ut- an tjöldin. Settumst við þá nið- ur í grasið og nutum þess, að borða úti í náttúrunni í skæru morgun sólskininu. Fengum við fyrst hafragraut, og létu flestir óspart af sykri út á hann. Engin var mjólkin, og notuðu sumir kókó í hennar stað, sem útálát. Seinna, þegar sykur fór að ganga til þurðar, létu sumir marmal- ade, ávaxtamauk eða hunang út á graut sinn, til bragðbætis. Eng- um þótti víst hafragrauturinn beinlínis góður, en harin borðað- ist vel, og drýgði nestið að mikl- um mun. Á eftir grautnum feng- um við harðsoðin egg, kókó eða kaffi að drekka, og brauð með ýmsu ofan á, svo sem síld, osti, “marmalade” ávaxtamauki og hunangi. Reið nú á að borða sem bezt, því ekki áttum við von á annari máltíð, fyr en tjaldað yrði aftur áð kveldi. Var okkur hverju um sig úthlutað einni kexköku og dálitlu af súkkulaði og riklingi, er við sturigum í vasana í nesti. Þegar máltíðinni var lokið, var þvegið upp og raðað niður í koff- ortin. Svefnpokum og olíugöllum var vafið saman og dót okkar lát- ið niður í hnakktöskurnar. þ>ví næst var tjaldið felt, burstað inn- an úr því , og það brotið saman og látið í poka. Þótti okkur eyði- legt í Selhögum, þegar tjöldin voru fallin. Við g.erðum okkur far um að skilja sem bezt við tjaldstaðinn, svo ekkert rusl sæ- ist eftir okkur. Á meðan á þessu stóð, höfðu fylgdarmenn komið með hestana og lagt á þá, og svo vorum við tilbúin að halda af stað. Frá því við vöknuðum og þangað til aé við komumst af stað, liðu vanalega þrír tímar. — Af hæðunum fyrir ofan tjaldstað- in er mjög fagurt útsýni. Lang- jökull blasir þar við talsvert nær en við Gullfoss, og Jarlhettur njóta sín mjög vel. Kvöddum við þá fyrsta tjaldstaðinn okkar með hlýjum huga, í morgunsólinni, og lögðum út á næsta áfangann. (Framh.) Þorsteinn Erlingsson: MÁLLEYSINGJAR. Þó bók þesi sé ekki mikil að vöxtum, vefður hún vafalaust talin meðal allra merkustu bóka, sem út komu árið sem leið. Fæst- um mun kunnugt, fyr en eftir lestur þessarar bókar, hvílíkur snilingur Þorsteinn Erlingson var — einnig þegar hann ritaði óbundið mál. Hefir það sýnt sig um ýms góð Ijóðskáld okkar, að þau hafa sízt aukið frægð sína, er þau hafa tekið að rita á 6- bundnu máli. En Þorsteinn Erl- ingsson, sem átt hefir einhverja dýrustu hörpu, sem íslendingur hefir nokkru sinni slegið, er engu óslyngari á þá tegund skáldskap- ar, sem birtist í bók þessari, en þar sem honum tekst bezt upp i ljóðum sínum. í bókinni eru sex sögur, og eru þær allar með austurlenzkum nöfnum, að undantekinni sein- ustu sögunni. Komu þær allar út í Dýravininum og lét Þorsteinn ekki nafns síns getið við þær fyrri, en kallaði spanskar, pers- neskar eða indverskar. Allar eru sögurnar ritaðar með því ákveðna marki fyrir augum, að vekja sam- úð með málleysingjum og venja menn á að sýna dýrunum nær- gætni. En kenningin, sem þær flytja, er færð í svo skáldlegan búning, að frásögnin missir einskis í. En ástæðan til þess að Þorsteinn lét ekki nafns síns getið við hinar fyrri sögur, var sú, að “það stóð þá slíkur styr um nafn mitt hér á landi, að eg hafði ástæðu til að óttast, að dýrin mundu gjalda mín en ekki njóta, ef eg hefði rit- að undir nafni.” Sagði hann Guð- rúnu konu sinni miklu síðar frá þessu; en Ásgeir Ásgeirson getur þess í formála, sem hann ritar fyrir bókinni. Hér er ekki ætlunin að rekja efni hina einstöku sagna, en það er sýnilegt, að Þorsteinn var á framfaraskeiði í sagnarituninni, er hann lézt, því síðasta sagan, sem rituð er síðasta sumarið sem hann lifði. verður einna minnis- stæðust þeirra alra. Það er sag- an af Sigurði mállausa. Allar eiga sögurnar sammerkt um það, að þær eru ritaðar á hreinu, kjarnmiklu nútímamáli, en svo tilgerðarlausu og óþving- uðu, að hvergi steitir á steini. líslendingar eru nú orðnir breyttir frá því, sem verið hefir, ef þeir lesa ekki þessa bók sér til ánægju og uppbyggingar. —Vörður. “Áttavizka” í seinustu Heimskring'Iu er grein með þessari fyrirsögn. Hún er tekin úr “Toronto Financial Post” og fjallar um það, að ekki sé alt í Ameríku “mest í heimi”. Engum hugsandi Bandaríkja- manni dettur í hug, að svo sé. “Mest í heimi,” eru fremur meinlaus orð hér hjá okkur, og vanalega eru þau tekin með dá- litlu af salti, eins og máltækið segir. Og sömu meininguna hafa 'þau orð í Canada. En þegar eg er að “fræða” Ameríkumenn um það, að bezti saltfiskur “í heiminum” komi frá íslandi, þá segi eg það í hjartans einlægni. Annars er þessi áttavizkugrein all-fróðleg. Þó er mér næst að halda, að höfundurinn hafi gert helzti mikið úr brezku skipasmiðj- unum, en aftur á móti, of lítið úr skipasmiðjum Bandaríkjanna. Eins og allir vita, þá eru Bret- ar einhverjir mestu sjómenn og skipasmiðir “í heimi”. Þó var það heppilegt, að undantekning var gerð á þýzkum skipasmiðjum, því Þjóðverjar voru komnir á undan Bretum fyrir stríðið, í ýms- um greinum skipasmíða, sérstak- lega stórskipasmíði. Samt eru þau farþegaskip, sem mesta undr- un hafa vakið á seinasta ári, hvorki brezk né þýzk. þ>au eru amerísk, bygð af Bandaríkjasmið- um og Bandaríkja verkamönnum, í skipasmiðjum Bandaríkjanna. Fljóta þau nú á sjónum sem meist- arastykki sinnar tegundar. Þau eru hin einu farþegaskip, sem knúð eru áfram með rafmagni, eða svo kallaðri “turbo-electric drive.” Vélarúm, í orðsins gömlu merkingu, er ekki til í þessum skipum, og eru þau 34 þús. og 32 þús. smál., og því engin “barna- leikföng”. Þessi skip eru eign 'Panama- Pacific línunnar, og heita Calif- ornia og Virginia. Þau sigla á milli New York og San Francisco. Þriðja skipið, enn þá stærra, er nú í smíðum. Skipasmiðir frá Englandi, Frakklan.di, Þýzkalandi og ítalíu, hafa gert sér sérstaka ferð til Bandaríkjanna, til þess að skoða þessi skip, og get eg látið blaðinu í té ummæli þessara manna. Þeir halda, að þessi skip séu hin “mestu í heimi”. En svo eru þetta smámunir og varla eyðandi bleki á þá. En það er "andinn” á bak við greinina, sem kemur mér til þess að skrifa þessar línur. í seinustu tvö ár, virðist það hafa verið ein aðal-stefna Heims- kringlu, að henda gamani, háði og skætingi í Bandaríkin. Þetta hefir verið augljóst öllum lesend- um þess blaðs. Svo ramt hefir kveðið að þessu, að varla kemur svo sex þuml. fréttagrein um Bandaríkin, að ekki sé þar eitt- hvert hnjóð til Bandaríkjamanna. íslendingar hafa búið hér í Bandaríkjunum í meir en 50 ár, og orðstír þeirra hefir verið í alla staði eins góður og samlanda þeirra í Canada. Bandaríkja ís- lendingar hafa reynst góðir borg- arar þessa lands, og þeir hafa ekki haft hina minstu ástæðu til þess, að skammast sín fyrir þjóð- rækni sína gagnvart landinu, sem þeir búa í — landinu, þar sem börn þeirra eru fæd og þar sem ástvinir þeirra eru grafnir. ís- lendingar í Bandaríkjunum eru því óaðskiljanlegur hluti Banda- ríkjaþjóðarinnar. J>egar vingjarn- lega er talað til Bandaríkja- manna, þá er líka þannig talað til okkar, íslendinga í Bandaríkjun- um. Þegar háði og illkvittnis- skætingi er kastað í þessa þjóð, þá er því einnig kastað í oss, Bandar.-fslendinga. Við förum ekki varhluta af því. Það er ekki hægt að segja, að við höfum stokkið upp á nef okk- ar við hvert lítilræðið. Við höf- um sýnt þolinmæði. En nú er nóg komið af svo góðu. Vér erum orðnir þreyttir á þessu eilífa ill- girnis-stagli um þá þjóð, sem þetta land byggir. Þó kastar það tólfunum, sem þessi Halldór Kiljan Laxnes hef- ir að segja um Bandaríkin, bæði í blöðunum á ísladni, ísl. alþýðu til fróðlieks, og í Heimskringlu. Þessi maður nýtur gestrisni þessa lands. Hann hefir dvalið hér sem gestur í ein tvö ár. Þó virðist hann ekki hafa séð annað en ‘mentunarleysi Ameríku”, bjálfa- kap okkar og fíflskap. Eina und- antekningin er Upton Sinclair. — Þessi Laxness, eins og flestir, sem að heiman hafa komið hefir notið góðvildar og gestrisni Vestur- íslendinga. Þó kvartar hann und- an því í íslenzkum blöðum, að Vestur-íslendingar séu að drukna eða sökkva í “amerískri húmbúgs- menningu.” í “þjóðfélagsmálum” erum við “hreinir bjálfar.” Hug- myndir okkar um “þjóðfélag og stjórnmál” eru “barnalegar og úreltar”. “Margt er reikult og fáránlegt í ameriskum skoðunum yfirleitt” og Evrópumenn álíta okkur “fífl”. Og hann fræðir íslendinga á því, að “hin mentaða Evrópa les næstum enga aðra ameríska höfunda en Upton Sin- clair” o.s.frv., o.s.frv., o.sfrv. Hugmyndin, sem þessi Laxness er að reyna að koma inn í íslenzku þjóðina, er sú, að Bandaríkjamenn lifi og hrærist í andlegu myritri, og að fáfræði og heimska séu okkar “trade mark”. Hvort að heimaþjóðin, sem þessi íslenzki rithöfundur og mentamaður, er að fræða, tekur mikið mark á þessum skrifum hans, eða hvort íslenzkri alþýðu þyki ummæli hans um Bandaríkin réttmæt, smekkleg, falleg eða kurteis, skal látið ósagt. En mér er nær að halda, að sumum Vest- ur-íslendingum á heimalandinu og í Canada, sé farið að þykja nóg um. Þar sem eg hefi búið í þessu andlega myrkri Ameríku í næst- um 20 ár, þá er mér vorkunn, þó eg, ómentaður og óupplýstur Bandaríkja - íslendingur, spyrji, hvort að skrif þessa Laxness beri vott um mentun? Eg er sann- færður um, að það, sem eg hefi séð eftir þennan mann, er lélegfe isýnishorn af íslenzkri menning. sem á þó að vera okkar menningu svo miklu fremri. Eg hefi kann- ske of lítið vit — og því síður nóga mentun — til þess að geta, skilið eða metið þennan mann. En ef þessi Laxness hefði nógu mikla djörfung og hugrekki — svo ekki sé efast um kunnáttu hans — til þess að bera þetta góð- gæti sitt fram fyrir Bandaríkja- menn á þeirra eigin máli og í þeirra eigin blöðum, þá væri eg ekki að fetta fingur út í slíkt. Við erum vanir siðbóta- og um- bótaræðum okkar eigin manna, en þar sem þetta kemur í útlendu blaði, á máli, sem þjóðin hér skil- ur ekki — í Heimskringlu, sem þykist vera málsvari íslenzka Þjóðræknisfélagsins í Ameríku, þá gengur þetta rógburði næst. G. T. Athelstan. Minneapolis, Minn., 19. febr. 1929.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.