Lögberg - 28.02.1929, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1929.
BIs. 7.
Þungt kvef
orsakaði nýrnaþraut
Saskatchewan Kona Notaði
Dodd’s Kidney Pills.
Mrs. A. Gullacher Dáist að Dodd’s
Kidney Pills.
Le Roy, Sask., 25 febr. (einka-
skeyti) —
Meðal þeirra mörgu aðdáenda,
er Dodd’s Kidney Pills hafa öðl-
ast í þessum hluta Saskatchewan
fylkis, er Mrs. Amos Gullacher.—
Hún skrifar:
“Dodd’ Kidney Pills, eru blátt
áfram undravert meðal, og þær
hafa unnið mér ómetanlegt gagn.
Áður en eg giftist, hafði þungt
kvef orsakað nýírnaþrautir. Eg
kendi iðulega hinna mestu þrauta
í bakinu. Vinkona mín ein ráð-
lagði mér Dodd’s Kidney Pills. —
Eg fékk mér tvær öskjur, og áður
en eg var búin úr þeim, var eg
orðin alheil. Síðan hefi eg þær
ávalt við hendina.”
Það, hve Dodd’s Kidney Pills
læknuðu Mrs. Gullacher fljótt,
sýnir, að sjúkdómur hennar staf-
aði frá nýrunum.
Dodd’s Kidney Pills hafa lækn-
að þúsundir . Látið þær lækna
yður líka. Reynið þær nú í dag.
Mussolini og fascisminn
Mussolini segir æfisögu sína.
Mussolini hefir jnýlega látið
gefa út æfisögu sína, sem hann
hefir sjálfur skrifað. Hún hefir
þegar verið þýdd á ýms tungumál,
en verið misjafnlega tekið. Sum-
ir telja bókina merka sálarlýs-
ingu og skýra og lifandi mynd af
einhverjum harðvítugasta athafna
manni nútímans og af störfum
hans (t. d. ýms ensku íhaldsblöð-
in). Aðrir telja bókina fremur
fánýtt skrumrit og óáreiðanlegt
(t. d. Manchester Guardian). —
Sjálfsagt verður bókin merkilegt
heimildarrit, en ekki einlægt Mus-
solini til lofs.
Tálsverður sjálfbirgingsskapur
og þótti lýsir sér í ýmsum um-
mælum hans um sjálfan sig, enda
hefir það komið fram við ýms
tækifæri önnur í stjórnarferli
hans, að maðurinn er talsverður
orðhákur. Þetta hefir oft sett á
stjórnarstefnu hans, einkum í
utanríkismálum, nokkuð gustmik-
inn og galgopalegan blæ og gefið
rangar hugmyndir um það, sem á
bak við lá. f>ví athafnirnar hafa
stundum verið skynsamlegri og
markvissari en orðin. Utanríkis-
stefna Mussolini hefir að ýmsu
leyti orðið til þess að styðja fas-
ismann inn á við, þótt ýms af-
skifti hans t. d. af annarlegum
þjóðernum (sbr. Tyrol- málinu),
eigi fáa formælendur.
Mussolini segist í æfisögu sinni
aldrei hafa orðið fyrir minstu á-
hrifum af öðrum mönnum. Hann
segist að vísu hlusta með mikilli
athygli á ráðleggingar þeirra, en
þegar hann taki mikilsverðar á-
kvarðanir, segist hann eingöngu
fara eftir sínum eigin vilja og
samvizku. Hánn segist helduv
ekki trúa á áhrif bóka eða á fyr-
irmyndir úr æfisögum merkra
manna. “Sjálfur hefi eg aðeins
notað eina stóra bók. Sjálfur
hefi eg aðeins haft einn mikinn
kennara. Bókin er lífið. Kfnn-
arinn er dagleg reynsla.” Hann
segir ennfremur, að það hafi
vissulega ekki verið töfrar per-
sónulegs valdá, sem knúið hafi
sig áfram, heldur hafi hann ein-
ungis barist fyrir heill og hag-
sæld þjóðar sinnar. Hann segist
ekki njóta mikils næðis eðá
draumlífs. Það sem er skáldlegt
í lífi mínu, er skáldskapur skap-
andi skipulags. Æfintýr lífs míns
er æfintýri fyrirætlana, stjórn-
mála ákvarðana og framtíðar rík-
isins. Eg þjóna ítölsku þjóðinni
með hverri taug hjarta míns. Eg
er þjónn hennar. Eg finn það, að
allir ítalir skilja mig og elska
mig. Eg veit það, að sá einn er
elskaður, sem er hikalus og hisp-
urslaus leiðtogi, óeigingjarn og í
öruggri trú.
Þessi eru orð Mussolinis sjálfs
og hann segist hafa notið fylgis
hinnar heiðarlegu, góðu, hreinu
og einlægu sálar hinnar ítölsku
þjóðar.” En eins og kunnugt er,
bregður mjög til beggja skauta
um skoðanir á Mussolini og
stefnu hans, fascismanum, hjá
öðrum. út í frá eru það ekki
síst ítalskir flóttamenn, sem orð-
ið hafa^fyrir barðinu á facsism-
anum, sem haft hafa áhrif á al-
menningsálitið í Evrópu, honum
«1 tjóns. En sjálfur segir Musso-
lini í æfisögu sinni, að hann láti
sig það ekki miklu skifta, þótt
hann sé misskilinn, “því, þegar
öllu er á botninn hvolft, þá hefi
eg of mikið að gera, til þess að
hlusta á baktjaldamælgi lygara.”
En ýmsir þeir, sem ekki hafa
neinna ítalskra flokks- eða eigin-
hagsmuna að gæta, en hafa rann-
sakað fascismann, hafa einnig
borið honum illa söguna. En mjög
eru frásagnirnar frá ítalíu sund-
urleitar, ekki síður en frá Rúss-
landi', og sýnist sitt hverjum. —
Lögrj. hefir oft sagt frá mönn-
um og málefnum suður þar, m.
a. ýmsum, sem gagnrýnt hafa á-
standið þar all-sterklega. Ný-
lega hafa birzt greinar um þessi
mál (í Politiken) eftir dr. phil.
Emil Rasmussen, sem er vel kunn-
ugur ítalíu fyrir og eftir fascista
byltinguna, og ber hann að ýmsu
leyti vel söguna fascismanum og
áhrifum hans.
Til þess að geta dæmt réttilega
um fascismann, þurfa menn að
kunna skil á ástandinu eins og
það var áður en bylting hans
kom til sögunnar. Það er ekki
Mussolini, sem byrjað hefir á því
að styðja einræði sitt eingöngu
við einn flokk eða klíku, segir dr.
E. R. Slíkt hefir ávalt átt sér
stað síðan ítalska ríkið var stofn-
að. Hinar svonefndu þingræðis-
stjórnir, sem áður sátu að völd-
um, urðu undantekningarlaust að
styðjast við einn ákveðinn flokk
og mjög áhrifamikinn, sem sé
frímúrarafélagið. Frímúrararnir
voru svo að Segja almáttugir í
ar, en kirkjunni er lítið gefið um
sumt athæfi fascismans, til dæm-
is dýrkunina á d’ Annunzio. En
hann er einskonar þjóðardýrð-
lingur fascista, en í ósátt við
kirkjuna. Fascistar vilja gjarna
nota færið til þess að fá enda
bundinn á hið gamla deilumál,
hina svonefndu rómversku deilu,
milli páfastólsins og italska rík-
isins. En leiðtogar Yatikansins
eru ófúsir til þessa, og ráða
mestu um það erlendu kardinál-
arnir. Annars hefir samvinna
fascismans og kirkjunnar ekki
orðið til sérlega mikillar trúar-
vakningar hjá þjóðinni, nema
helzt á Suður-ítalíu, en þar hef-
ir einlægt verið trúhenigðara
fólk en í norðurlandinu. Á Suð-
ur-ítalíu er kirkjusókn mikil og
fjárframlög rífleg til guðsþakka.
En þeim fer fækkandi, sem ganga
til skrifta og fólk lætur nú miklu
hispurslausar en áður í ljós ó-
kirkjulegar skoðanir. Tilfinnan-
legur hörgull er einnig á prestum
og prestaefnum víða. í bæ ein-
um, þar sem áður voru 27 prest-
ar, voru nú nýlega aðeins 9 prest-
ar og enginn guðfræðanemi.
Samvinna fascismans og ka-
þólsku kirkjunnar hefir þannig
að mörgu leyti orðið fascisman-
um til styrktar. En honum varð
einnig til styrktar það ástand,
sem var í stjórnmálalífi þjóðar-
Askjan nú
25c
Bréf frá Islandi
Notið Ávalt
Þetta
MÝKJANDI MEÐAL við
HÁLS OG BRJÓSTKVILLUM
ítölskum stjórnpiálum og höfðu | innar, þegar hann fór að láta til
þingið og ráðuneytin í hendi sér.
Þess vegna hefir ráðríki fasCist-
anna ekki sízt komið hart niður á
frímúrarafélagsskapnum, sem er
bannaður, og á þinginu, sem í
raun og veru er upphafið og, á-
hrifalaust orðið, þótt því sé
haldið að nafninu til, enda mun
konungurinn neita afnámi þess.
Afstaðan til frímúraranna
einnig orðið til þess, að sameina
nokkuð farscistana og kaþólsku
kirkjuna, því frímúrarar voru
kirkjuféndur og töldu það jafn-
vel stefnu sína, að “útrýma Róm-
kirkjunni.” En kirkjan lét einn-
ig hart mæta hörðu og prédikaði
strengilega gegn I frímúrurunum.
En þeir voru svo voldugir, að
þeir gátu boðið henni byrginn.
Þegar fascisminn þóttist þurfa á
stuðningi kirkjunnar að halda og
leitaði hans, varð hann hennar
vegna, þótt hann hefði ekki vilj-
að það annars vegna, að fórna
frímúrurunum og gerði það. —
Kirkjan hefir unnið á í ítalíu að
ýmsu leyti við þetta og fascism-
inn sýnir henni virðingu sína við
alskonar tækifæri. Áhrif kirkj-
unnar hafa einnig orðið fascism-
anum hjálpleg í ýmislegri við-
leitni hans til þess að koma á
röð og reglu og bættu siðferði,
en kirkjan hefir beitt fascisman-
um fyrir sig í þeim efnum. Til
dæmis hefir verið rótað hressi-
Iega í glæpa- og ólifnaðarveröld
ítölsku stórborganna. Þeir, sem
kunnugir voru í Neapel fyrir 20
til 30 árum, þekkja hana ekki
aftur sem sömu borg. Áður fyr
stóðu þar vændiskonur á öðru
hvoru götuhorni og buðu börn til
óskírlífis. Nú er slíkt horfið.
Úr Róm voru fluttar skækjur í
heilum járnbrautarlestum, þegar
fascistar og kirkjan fengu völdin.
Þessi barátta gegn lauslætinu
varð jafnvel til þess, að launa-
lágir embættis- og starfsmenn
mótmæltu burtflutningi vændis-
kvennanna. I>eir sögðu, að laun
sín væru svo lág, að þeir hefðu
ekki efni á því, að eiga heimili og
konu alla vikuna, og yrðu að láta
sér nægja það að vera giftir einu
sinni í viku. En þótt fascistar og
Vatikanið hafi getað tekið hönd-
um saman um ýms mál, þá er
sambandið lítið nema á yfirborð-
inu og ber ýmislegt á milli. Eink-
um getur fascisminn ekki fallist
á allar skólamálakröfur kirkjunn-
sín taka, glundroðinn, úrræða-
leysið og óheiðarleikinn. ítalska
þingræðið, eða sú skripamynd
þingræðisins, sem þjóðin bjó við,
var orðið gjaldþrota. Fascisminn
hefir rótað upp í ýmsu gomlu
ólagi og óheiðarleik og lagað á-
standið, en hann hefir líka
stjórnað með harðri hendi kúg-
hefir j unar og einræðis. En menn skulu
! einnig minnast þess, þegar þeir
dæma einræði fascismans, að það
er ekki fascisminn, sem hefir
skapað einræðið og kúgunina, það
var til áður, en fascisminn hefir
hagnýtt sér það. Prefektarnir
gömlu (einskonar stiftamtmenn),
voru hreint og beint kosninga-
herzla, sem hann legur á vald
ríkisins og á það, að koma á þjóð-
lífið skipulagi, þar sem hags-
munir einstaklinðsins lúti í lægra
haldi fjyrir heíll heildarinnar.
ítalska rikið á ekki að vera stétt-
arríki með stéttavaldi. Skipulag
rikisins á að vera bygt á atvinnu-
flokkum, “korporationum”. —
Þetta ‘korporatíva ríki” er all-
flókið. Ýmsir (þ. á m. dr. E. R.)
tleja, að það muni verða heiðurs-
varði Mussolinis í sögunni, að
hafa fyrstur reynt að fram-
kvæma þetta ríkisskipulag. En
andstæðingar hans telja hins-
vegar gallana á framkvæmdum
þess svo áberandi og tilraunina
svo dýru verði keypta, í frelsis-
spjöllum og yfirgangi, að æskileg-
ast væri, að veldi Mussolinis færi
sem fyrst forgörðum.
Annars legja menn oftast út í
frá. fullmikla áherzlu á afstöðu
Mussolinis sjálfs og á einræði
hans. Mussolini hefir verið mik-
ill höfuðkraftur stefnunnar, en
hún er vaxin upp úr því, að vera
komin undir honum einum per-
sónulega, og nú orðið eru það
margir aðrir kraftar en hann,
sem ráða henni og móta hana.
Stefnan styðst að vísu við einn
sérstakan flokk, sem ekki er öll
þjóðin, og á meira að segja harð-
vítuga andstæðinga. En samt eru
fascistar öflugasti stjórnmála-
flokkurinn, sem starfað hefir í
ítalíu langa lengi og mun verða
bið á því lengi enn, að annar
myndist öflugri. Þess vegna mun
fascisminn verða rótgróinn í ít-
alíu, ef ekki kemur upp óeining
smalar stjórnarinnar og beittu innan flokksins sjálfs. Hann er
kosningakúgun í stórum stíl, svo
að hinn frjálsi kosningaréttur
því með á ýmislegt ófagurt á samvizkunni,
enn þá ekki fullskapaður og a
sjálfsagt eftir að breytast. Hann
var skrípaleikur einn,
prettum og kúgun trygði stjórn-
in sér ávalt meiri hluta. Þegar á
en hefir líka gert gagn, en um
sumt í fari hans verður enn ekki
þingið kom, gátu samt áhrifa- dæmt með vissu og það því síð-
miklar klíkur að tjaldabaki ráðið
lögum og lofum þvert ofan í þing-
vijjann. Stjórnmálaspillingin var
orðin afskapleg, landeyður og mis-
indismenn óðu uppi og gátu jafn-
vel orðið ráðherrar, ef þeir voru
í nógu góðri klíku. Það var því
ekki að undra þótt slíkt þingræði
félli um sjálft sig og væri ekki
harmað. Verra en það áður var,
gat ástandið varla orðið í hönd-
um fascistanna.
Síðast en ekki sízt, er eins að
geta1, sem mjög varð til þess að
ýta undir fascismann. En það
var undirróður kommunista í ít-
alíu. Það var skynsamlegt af i
bolsevíkum að beina byltingartil-
raunum sínum til ítalíu. Jarð-
vegurinn var góður. En þeir
héldu illa á máli sínu og óvitur-
lega. Þeir fóru með offorsi og
oflæti og egndu herinn upp á
móti sér. Ringulreiðina og æsing-
una, sem af hreyfingu þeirra
leiddi, notaði Mussolini sér, þótt
áður hefði hann sjálfur verið
æstur jafnaðarmaðurj Fascism-
inn spratt upp af ítalskri nauð-
syn. En það, að hann brauzt fram
í byltingu, markaði hann mjög.
Og fascisminn er ennþá ejdd full-
myndaður og hefir breyzt all-mik-
ið, til dæmis afstaðan til konungs-
dæmisins. Fyrst var fascisminn
á'móti því, nú er hann með því og
hefir þannig styrkt áhrif sín í
hernum, sem er konunghollur. —
Þungamiðja fascismans er sú á-
ur, sem að stefnunni standa ýms
ir hávaðamenn, sem með orðum
sínum og athöfnum gera hana
hvorki skýrari né skemtilegri út
á við, en hún kann að vera heima
fyrir. En eins og hún birtist
heima fyrir í ítalíu, verður að
dæma hana fyrst og fremst. Fas-
cisminn er þjóðleg^ ítölsk stefna.
Hún er ekki útflutningsvara, seg-
ir Mussolini sjálfur. — Lögr.
Akranesi, 21. jan. 1929.
Vegna hinna mörgu kunningja
vestan hafs, sem ýmist þekkja
mig í augsýn eða anda, afræð eg
að senda Lögbergi nokkrar línur
núna eftir árarpótin, sem byrja á
því, að óska þeim og öllum íslend-
ingum yfir höfuð: Góðs og gleði-
legs árs, og þakka.
Nú er hið fyrra blessaða ár lið-
ið í aldanna skaut, með öllum
sínum atburðum og endurminn-
ingum. Fyrir okkur fslendinga,
hefir það verið ógleymanlegt
sældarár, í öllum ósjálfráðum
greinum; veðurátt og aflabrögð
um land alt hið bezta; einkum ó-
vanalegt, að fram að jólum hélzt
mokafli fiskjar fyrir Norður-
landi. Næturfrost framan af
sumri, gerðu það að verkum, að
gras varð víða með minna móti;
en nýtingin bætti það upp, þvi
þurkar voru stöðugir og eiginlega
svo miklir, að á vatnsskorti ból-
aði, og það jafnvel hér, sem aldr-
þrýtur vatn til neyzlu.
Þetta sama sumar-tiðarfar hef-
ir haldist má heita óslitið enn um
alt land; í miðjum desember gerði
lítils háttar frostakafla, en nú er
klakalaust um Borgarfjörð, enda
2—4 st. hiti jafnaðarlega, það sem
af er þessum mánuði.
Mótorbátar, um 20, er nú ganga
hér heiman að til fiskjar, fara 6-
7 sjómílur vestur á hverjum degi,
og afla all-vel. Línuveiðarinn “Ó1
afur Bjarnason”, skipstj. Bjarni
Ólafsson, kom inn eftir 10 daga
útivist, með 150 skp. — Nú er
togara-flotinn bundinn í Reykja-
vík. Þetta gerðu Rómverjar líka,
og jafnvel íbúar Jerúsalemsborg-
ar, það er að segja, þeir bundu
ekki togarana, en þeir hættu að
vinna og framleiða; en hrokinn
og drambið gekk úr þeim, þeir
urðu kviðlitlir og mistu blómann.
Annars vill það á stundum fara
Iíkt fyrir manni og sjö sofendum,
þegar þeir vöknuðu í hellinum, að
ekki er gott að átta sig á samtíð-
inni, af því að menn eru orðnir á
eftir tímanum, ýmist fyrir aldurs
sakir eða dómgreindarskort. Svo
er það með verkföllin. í æsku
fullorðinna, sem nú eru uppi,
mundi þá eigi hafa órað fyrir, að
það yrði talið sem spor í sjálf-
stæðisáttina hér á íslandi, að
leggja árar í bát og hætta að
starfa. Reipdrátturinn um tog-
araútgerðina, er orðin landlæg og
alkunn heimska og hatursmál; en
eg minnist þess ekki, að enn þá
hafi verið tekið upp jafn mót-
sagnafult þjóðarhneyksli, eins og
að hefta með verkfalli ferðir Eim-
skipafélaganna, eins og nú stend-
ur yfir, og þannig afhenda mót-
þróa- og freistingalaust samgöng-
urnar í hendur erlendum keppi-
nautum. Þetta hefði hvorki Ein-
ar Þveræingur né Jón Sigurðsson
kunnað við, þó fleiri séu eigi
taldir. taldir öll saga þessa fé-
Iags er Vestur-íslendingum kunn,
og horfir að nokkru leyti líkt við
þeim; en þótt hún sé kunn, hefir
ún lengst svo mikið að æfintýr-
um, aftur og fram I veginn, við
þessar tHtekjur, að eg einn treysti
mér til að skrifa langan sorgar-
leik. Fimtán ára afmælisminn-
ing Eimslcipafélagsins; dálagleg-
ur söguþáttur, á þúsund ára minn-
ingarhátíð íslendinga. Hvað eru
landráðamenn?
Liðið ár hefir heilsufar í þessu
bygðarlagi mátt teljast fremur
gott. Þó gjörði inflúenza tölu-
vert vart við sig, en dauðsföll
urðu fá eða engin af hennar völd-
um. Þó hafa ýmsir merkir Borg-
firðingar dáið síðastl. ár, eigi
færri en 12. Auk þeirra manna,
er vinur vor Kristleifur á Kroppi
hefir gefið blaðinu skýhslu um,
var Bjarni Bjarnason hreppstjóri
og sýslunefndarmaður, 63 ára,
jarðsunginn í Saurbæ, Hvalfj.str.,
10. þ. m., merkur maður og góður
drengur; banamein hans var
lungnabólga. — Enn fremur er
nýdáinn Jón læknir Bjarnason á
Kleppjárnsreyikjum í Reýkholts-
dal, vel látinn og merkur læknir;
hann mun hafa verið um hálf-
fimtugur; banameinið mun hafa
stafað af brjósthimnubólgu. —
í>eir af Vestur-íslendingum
sem kunnugir eru á Akranesi,
mundu telja að hér væru tals-
verðar framfarir, bæði í bygging-
um og áhöfn, ef þeir sæju, frá því
sem var fyrir aldamót, svo eigi sé
farið lengra aftur í tímann. Þá
munu hafa verið um 120 íbúðar-
hús með 750 íbúum í kauptúninu;
nú eru um 200 íbúðarhús, með
fult 1100 manns. Með vorinu og
sumpart nú, stendur til að byggja
15 hús; mótorbáta bryggjur eru í
Steinsvör og önnur í Lambhús-
sundi, kostaði hún um 50 þús.
kr. Tvö íshús eru í plássinu,
annað með nýtízku frystivélum, er
kostar 120 þús. kr. Byrjað var á
því síðastl. haust, að frysta í því
kjöt til útflutnings; að líkindum
verður sett hér á stofn sláturhús.
Bökunarhús settu þeir, Björn
Björnsson hirðbakari í Reykjavík
og Guðjón Jónsson kaupmaður,
hér upp í félagi haust.— Raflýst
eru fleiri partur húsa hér,
kirkja, lendingarstaðir og aðgerð-
arpláss. Miðstöðvarhitun er all-
víða í húsum, barnaskóla, kirkju
o.sfrv. Einnig eru hljóðöldutæki
komin víða. Nú er búið að kaupa
meiri hluta fyrv. prestseturs,
Garða, undir kauptúnið; fá ein-
staklingar útm. lóðir úr landinu
til yrkingar; var byrjað á því að
nokkru leyti áður. — útgjöld
kauptúnsins til innbyrðis þarfa,
eru árlega um 40 þús. kr., þar af
tiltölulega lítið nema útávið til
þurfamanna framfærslu, því af-
koma fólks er yfir höfuð góð,
enda þeir fátækari styrktir með
gjöfum, ellistyrktarsjóði, styrk af
afmælissjóði, sem stofnaður var
fyrir fimm árum. Þá hafa konur
myndað með sér félag, er gengst
fyrir líknarstörfum og ýmsri
hjálpsemi. Það sem á vantar,
segi eg næst.
Jafnframt vinsemdar kveðju til
allra landa vestan hafs, einkum
k'unningja okkar hjóna úr Borg-
arfirði, bið eg Lögberg að segja
þeim, að 31. þ.m.,er Ragnheiður
mín 85 ára. — Guð veri lofaður
fyrir alla hans trúfesti og náð-
ugu handleiðlsu á okkur.
Guð blessi ykkur, kæru landar,
og gefi farsælt ár.
Þorsteinn á Grund.
Stofnað 1882
Löggilt 1914
D. 0. Wood & Sons, Ltd.
KOLAKAUPMENN
Vér þorum að hætta mannorði voru og velgengni
á viðskiftin.
SOURIS — DRUMHELLER
FOOTHILLS — SAUNDERS CREEK
POCAHONTAS — STEINKOL
Koppers, Solway eða Ford Kók
AUar tegundir eldiviðar.
Not - Gæði - Sparnaður
Þetta þrent hafið þér upp úr þvi að skifta við oss.
SÍMI: 87 308 Ross Ave. and Arlington St.
Vér færum yður kolin hvenær sem þér viljið.
Rosedale Kql
Lump $12.00 Stove $11.00
FORD COKE $15.50 ton
SCRANTON HARDKOL
POCA LUMP og
CANMORE BRICQUETS
Thomas Jackson & Sons
370 COLONY ST. PHONE: 37 021
HAGNAÐUR
Karlmanna-alfatnaður (K (]|)
f Eaton kjallarabúðinni *
Nýtt Mat á Gerð og Gceðum á Alfatnaði Fyrir $15.00
ALFATNAÐUK, sem menn hafa aldrei látið sér
að til væri fyrir svona lítið verð. Þetta verð
detta í liug
er því að-
eins mögnlegt, að vér höfum ráðið einir öllu um það frá byrjun.
Vér völdum efnið og réðum gerðinni og saumaskapnum,. Með
því að búa til mikið af þessum fötum og minka kostnaðinn við
að selja fötin, geta menn nú valið úr þessum ágætu fötum fyrir
$15.00, og er það enn eitt dæmi þess, hvaða hagnaðar menn geta
notið á þessum stað.
The Basement Store
Fallega gerður alfatnaður, eftir nýjustu gerð, ein-
hneptur eða tvíhneptur, og sem yngri og eldri menn eru
fyllilega ánægðir með. Allur frágangur hinn bezti. Efn-
ið er ljósgrátt og* dökkgrátt, eða brúnt tweeds eða blátt
Serges. Stærðir 34 til 44.
ROBIN HOOD” SKÓFATNAÐUR
Aðeins að Finna í Kjallarabúðinni.
Agæt tegund af skófatnaði og mjög mikið notaður af þeim, sem
vilja fá endingargóða skó, sem jafnframt eru fallegir og fara vel.
Hið lága verð mælir líka með þeim.
Bæði hærri og lægri skór. Sumir
úr sterku leðri, aðrir úr geitaskinni.
Blucher og Balmoral gerð. Svartir og
brúnir. Allir hafa þeir Goodyear fald-
aða sóla og rubber hæla. Stærðir eru
6 til 11.
( (
$4.15
T. EATON C
o
LIMITED