Lögberg - 28.02.1929, Blaðsíða 4
BIj. 4.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1929.
l-ögtjcrg
Gefið út hvern fimtudag af The Col- :
umbia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. ■
: og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
jj; Winnipeg, Man.
jíj Utanáskrift ritstjórans:
jjj Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. j
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Hið canadiska þjóðarbú
I>ótt canadiska þjóðin sé enn ekki mann-
mörg, borið saman við ýmsar aðrar þjóðir, þá
býr hún samt rausnarlegra búi, en nokkur önn-
ur þjóð, með svipaða höfðatölu.
iSérhver sá, er kynna vill sér glögglega starf-
rækslu kostnaðinn við hið canadiska þjóðarbú,
þarf eigi lengra að faia, en renna augum yfir
fjárhagsáætlan þá fyrir 1928—29, er lögð var
fram í neðri málstofu sambandsþingsins, í vik-
unni sem leið.
Engan veginn er það óhugsandi, að ýmsum
kunni að þykja útgjaldaliðirnir ískyggilega há-
ir. En við nánari athugun, munu menn þó yf-
irleitt sannfærast um, að engu sé til óþarfa
eytt, heldur sé þar aðeins um óumflýjanleg út-
gjöld að ræða, sumpart frá þátttöku canadisku
þjóðarinnar í heimsstyrjöldinni miklu, en á
hinn bóginn frá umsvifamiklum þjóðarbúskap,
sem stöðugt er að færa út kvíarnar, ár frá ári.
I>að er því öldungis ástæðulaust, að óttast
nokkur þau útgjöld, er í réttu hlutfalli standa
yið þroska þjóðarinnar.
Fjárhagsáætlun sú, er nú hefir nefnd verið,
liggur um þessar mundir til umræðu í sam-
bandsþinginu. Verða hinir einstöku útgjalda-
liðir hennar, vafalaust gagnrýndir frá ýmsum
hliðum, og er það vel. Má vera, að sumar að-
finslurnar verði nokkuð strangar. Þó mun
sannlejkurinn sá, að gætt hafi verið hófs í fjár-
veitingunum vfirleitt, þótt deilt geti menn æf-
inléga um það, hvort meira hefði átt að veita
til ejns fyrirtækis, en annars.
Áætluð útgjöld fyrir næsta fjárhagsár, nema
$.391,597,840, og er það hálfri sjöundu miljón
dala hærri upphæð, en eytt var á fjárhagsári
því, er endaði við lok síðastliðins mánaðar.
Sé fjárhagsáætlun yfirstandandi árs krufin
til mergjar, kemur það í ljós, að starfrækslu-
kostnaður þjóðarbúsins, nemur því sem næst
fjörutíu dölum á hvert mannsbarn í landinu.
Vafalaust mun ýmsum leika hugur á, að fá *
einhverja vitneskju um, til hvers alt þetta
feikna fjármagn gangi, og myndi svarið þá
verða næsta margbreytilegt.
Stærsti útgjaldaliðurinn, og sá, sem í raun-
inni verður fyrst fyrir, er fjárveitingin til af-
borgunar á þjóðskuldinni. Nemur sú upphæð,
hundrað tuttu.gu og fimm miljónum. Næst
kemur svo sú f járveiting, er varið skal til her-
manna og ekkna þeirra, og nemur hún fjörutíu
og tveimur miljónum.
Þessir tveir útgjaldaliðir, sem báðir eru
öldungis óhjákvæmilegir, nema því til samans,
eitt hundrað sextíu og sjö miljónum dala. Mun
þess að sjálfsögðu langt að bíða, unz svo hefir
skipast til, að útgjaldaliðir þessir hvor um sig,
fall.i niður p.í sjálfu sér.
Áætluð útgjöld til hers og flota, fyrir hið
nýbvrjaða fjárhagsár, nema fimtán miljón-
um. Víða annars staðar myndi þetta nú ekki
skoðast nema lítilræði, en óþarflega stór virð-
ist sú upphæð engu að síður, fyrir jafn fá-
menna þjóð, sem canadiska þjóðin enn þá er, og
má mikið heita, ef hún verður ekki lækkuð, áð-
ur en fjárhagsáætlanin í hqild, verður afgreidd
frá þinginu.
Útgjöldin til hinna mism'unandi stjórnar-
deilda, gefa um það ærið glögga hugmynd, hve
margbrevtilegur og umsvifamikill, þjóðarbú-
skapurinn er orðinn.
Landbúnaðar ráðuneytið fær í sinn hlut, átta
miljónir og fimm hundruð þúsundir dala;
verzlunarmála ráðuneytið fimm miljóni,r og
þrjú hundruð þiisundir, og póstmála ráðuneyt-
ið, þrjátíu og fimm miljónir dala. Ýmsar
stjórnardeildir, höfðu farið fram á hærri fjár-
veitingu, en þær fengu, en um sumar aðrar er
það að segja, svo sem verkamáladeildina, að
þær gera ráð fyrir lægri tilkostnaði í ár, en í
fyrra.
Höfuðborg þjóðarinnar fær, að þessu sinni,.
sem reyndar endranær, álitlega upphæð, og
mun sízt ástæða til, að slíkt sé talið eftir. Af
megin útgjöldum í því sambandi, má telja einn-
ar miljónar og finim hundruð þúsund dala
fjárveitingu til byggingar þeirrar hinnar veg-'
legu, sem nú er í smíðum til minningar um
stofnun fylkjasambandsins canadiska, svo og
sjö hundruð og fimtíu þúsund dala fjárveit-
ingu til nýrrar efnarannsóknarstofu, ásamt
hundrað og þrjátíu þúsund dala fjáiveitingu
til liins canadiska þjóðlistasafns.
Til brúarlagninga og hafnargerða, eru áætl-
aðar níu miljónir dala, og þykir vafalaust ein-
hverjum sú upphæð furðu lág.
Eins og gefur að skilja, hefir fjárhagsáætl-
an stjómarinnar mörg fleiri, mikilvæg ákvæði
inni að halda, fyrir utan þau mikilvægustu, er
nú hafa nefnd verið. En frá hvaða sjónar-
miði, sem skoðað er, er það auðspett, hve vöxt-
ur þjóðarbúsins er hraðfara, og hve mikiLs má
vænta í framtfðinni, að því er afkomu hinnar
canadisku þjóðar áhrærir.
Stjórnmálin í Manitoba
Skýrt var stuttlega frá því í síðasta blaði,
að tveir ráðgjafar Brackenstjórnarinnar í
Manitoba, þeir W. R. Clubb, ráðgjafi opinberra
verka, og dómsmálaráðgjafinn, W. J. Major,
hefðu látið af embætti, sökum þess, að það
hefði sannast frammi fyrir hinni kon-
unglegu rannsóknarnefnd, að þeir hefðu báðir
keypt keypt hluti í Winnipeg Electric félaginu,
um líkt leyti og á samningum milli þess og fylk-
isstjómarinnar stóð, um leyfi 'á virkjun Sjö-
systra fossanna. Nú hefir Mr. Bracken tekið
gilda embættis afsögn þessara tveggja ráð-
gjafa, og var það vafalaust heppilegasta úr-
lausnin, úr því sem komið var.
Orsökin til þess, að Mr. Bracken fékk skip-
aða hina konunglegu rannsóknarnefnd, var sú,
sem þegar er kunnugt, að leiðtogi íhaldsflokks-
ins í fylkisþinginu, Mr. Taylor, hafði borið
þær sakir á fylkisstjórnina, að hún, eða flokk-
ur sá, er hún styðst við, hefði þegið fé í kosn-
ingasjóð sinn frá Winnipeg Electric félaginu,
fyrir ko'sningarnar 1927, fjárhæð, sem að
minsta kosti hefð^ numið fimtíu þúsund dölum.
Hin konunglega rannsóknamefnd, hefir nú
meði höndum rannsókn þeirrar ákæm, og skal
því ekki farið fleiri orðum um það sérstaka
atriði, að sinni.
Eitt er það, sem rannsóknin hefir þegar leitt
í ljós, sem sé, að Winnipeg Eleetric félagið
lagði fram fé í kosningasjóð stjórnmálaflokk-
anna þriggja, fyrir áðurgreindar kosningar,
framsóknar, eða Bracken flökksins, íhalds-
manna og líberala. Fékk íhaldsflokkurinn, eða
sá flokkur, sem Mr. Taylor veitir foryztu, mest
í sinn hlut, eða $3,500, Bracken flokkurinn fékk
$3,000, og líberalar $500.
Kosningafé r.ignir ekki niður úr skýjum
himinsins. Og meðan svo er ástatt, að kosn-
ingafjár er talin þörf, verður vitanlega að leita
þess þangað, sem líkindi eru til, að eitthvað sé
fyrir hendi. 1 tilfelli því, sem hér um ræðir,
virðist því næsta ósanngjamt, að fordæma Mr.
Bracken fyrjr það sama, sem ekki er talið á-
mælisvert hjá hinum stjórnmálaflokkunum.
Því verður á hinn bóginn ekki móti mælt, að
þeir Clubb og Major, hafi misstigið sig herfi-
lega, þótt yfirsjón þeirra sennilega stafi miklu
fremur frá klaufaskap, en illum tilgangi.
Nú hefir Mr. Bracken farið fram á, að þingi
skuli frestað til 20. næsta mánaðar. Vakir
vafalaust það tvent fyrir honum, að leita nýrra
ráðgjafa, í stað þeirra tveggja, er hann hefir
orðið af með, og eins hitt, að um það leyti og
þinghlé sé á enda, muni hin konunglega rann-
sóknamefnd hafa lokið starfi og gefið skýrslu
Eins og sakir standa, virðist ekki, ósann-
gjarnt, að þinghlé sé veitt, ef vera kynni að við
það rættist eitthvað fram úr þeim stjómmála-
lega glundroða, sem nú á sér stað í fylkisþing-
inu.
Orð hefir á/ því leikið, undanfarna daga, að
Mr. Braeken hafi verið að leitast fyrir um
það, að fá leiðtoga liberala, Mr. Robson, inn í
ráðuneyti sitt, sem dómsmálaráðgjafa. Hvort
orðrómur sá, er á nokkrum veralegum rökum
bygður, er þó enn á huldu. En hitt er víst, að
leiðtogar liberal flokksins, hafa kvatt til flokks-
þings, er háð skal hér í borginni, um eða éftir
miðjan næsta mánuð.
Hvíslingar
Tímarit hveitisamlagsins í Manitoba, flutti
fyrir skemstu all-eftirtektarverða grein, undir
nafninu “Whispering Campaign”. Fjallar
hún að mestu um rógburð, er frammi hafi ver-
ið hafður, með það fyrir augum, að veikja
traust samlagsmeðlima sjálfra á samlaginu.
Kemst nefnt blað, meðal annars þannig að
orði:
“Meðan á kosningahríðinni stóð í Banda-
ríkjunum, í haust er leið, varð blöðunum all-
tíðrætt um hvíslinga-óhróður þann, sem beitt
hefði verið, mönnum og málefnum til niðurlæg-
ingar. Var slík aðferð fordæmd af blöðunum
að makleikum.
Þannig vaxin bardaga aðferð, hvort heldur
hún kemur fram í stjórnmálum, iðnaðar- eða
einkalífi, er ómannleg og ósamboðin siðuðu
fólki.
Þannig lagaðar aðferðir viðgangast í þjóð-
félagi voru, af því að ávalt em einhverjir til,
er sannfærðir þykjast um, að með því að hvísla
út á meðal almennings óhróðri um andstæðinga
sína, fái þeir hag sínum betur borgið, en ella
myndi verið hafa. Slíkir menn treysta því, að
einhverjir trúi þeim, og því miður, verður þeim
stundum að trú sinni.
Hveitisamlagið hefir, þótt ótrúlegt sé, eigi
farið varhluta af hvíslinga óhróðrinum. Er
þetta því kvnlegra, er tekið er tillit til þess, hve
auðvelt samlagsmeðlimum er gert fyrir, með að
kynnaist daglegum rekstri þessarar stofnunar.
Sem eitt dæmi af mörgum, má á það benda,
að reynt var að koma. því inn hjá almenningi,
að í haust er leið, hefði samlagið átt í vörzlum
sínum, allmikið af óseldu hveiti frá fyrra ári,
en af slíku hefði svo leift Verðfall á uppskem
síðasta sumars. Að þetta var ósatt, var sér-
'hverjum innan handar að vita, er vildi vita hið
sanna. ”
Þá virðast og hvíslendur hafa haft á því al-
veg sérstakar mætur, að reyna að lauma því
inn í samlagsmeð 1 im,i, hve framkvæmdarstjór-
um og öðmm starfsm. samlagsins, sé greidd
óhæfilega há laun. Um það, sem reyndar flest
annað, er samlagsmeðlimum einnig innan hand-
ar að vita, og þurfa þeir ekki annað en snúa sér
til hinna opinberu fulltrúa samlagsins í hinum
ýmsu bygðarlögum, og fá að vita hjá þeim
vissu sína í þessu tilliti.”
Hvíslinga og tortryggingar óhróðurinn, er
ékki bundinn við hveitisamlagið eitt. Yér höf-
um orðið hans varir, í sambandi við fiskisam-
lagið, gripasamlagið, og margt og margt fleira.
Því miður eru þeir menn til, þótt vonandi
sé þeim að fækka, er sverja sig í kyn til Eiríks í
einu kófi og Gróu á Leiti.
Opið bréf
til séra Ragnars E. Kvarans.
Háttvirti herra forseti Þjóðræknisfélagsins!
Grein yðar í síðustu Heimskringlu, með fyrirsðgn-)
inni, “Fáeinar athugasemdir”, endið þér með því, að
skora á mig að kalla yður til viðtals við mig, eða
koma til viðtals við yður, einhvern næstu dagana,
og leggja fram fyrir yður, hafi eg eitthvað jákvætt
fram að færa í Ingólfsmálinu. Heitið þér því, að
leggja þær upplýsingar fram fyrir þingheim á næsta
ársþingi Þjóðræknisfélagsins.
Vegna þess að þér kusuð, að birta þessa áskorun
í opinberu blaði, finst mér eiga bezt við, að eg svari
yður á sama hátt. Eg vil fyrirbyggja, ef mðgulegt
er, að þér misskiljið mig, eða að tillaga mín ruglist
frá því, er þér takið við henni og þar til þér leggið
hana fram fyrir þingheim.
í því, sem eg hefi ritað um Ingólfsmálið, hefi eg
reynt að vera ekki myrkur í máli. Svo virðist, sem
mér hafi mistekist að gera mig skiljanlegan, þeg-
ar maður, sem jafn yfirnattúrlegum andlegum hæfi-
legleikum og þér játið að vera gæddur, hefir ekki
komið auga á neitt jákvætt í ritgerðum mínum. Eg
verð því að gera eina tilraun enn, að gera mig
skiljanlegan.
Grein yðar sem heild ætla eg að láta verá að
svara, að þessu sinni, þó þar kenni mikillar ónær-
gætni við sannleikann. Eg læt nægja að benda á
þrent:
1. Líflátsdómi Ingólfs Ingólfssonar var breytt
í lífstíðarfangelsis-dóm vegna þess, að það tókst að
sannfæra dómsmálaráðgjafa Canada um það, að það
væri svo vafasamt að maðurinn væri sekur, eða hins
kostar væri það svo vafasamt, að maðurinn væri
andlega heilbrigður, þegar glæpurinn var framinn
(hafi hann framið glæpinn), að það væri algerlega
rangt, að fullnægja slíkum líflátsdómi.
Þér segið, að brjálaður maður eigi ekki heima í
fangelsi, og þér virðist því ganga út frá því sem
gefnu, að vegna þess að Ingólfur er í fangelsi, hljót:
hann að hafa verið og vera andlega heilbrigður.
Þetta er dálítið einkennileg rökfærsla. Samkvæmt
sömu rökfærslu má segja, að saklaus maður eigi
ekki heima í fangelsi, og því hljóti Ingólfur að vera
sekur. Samt vitið þér, að um breyting á líflátsdómi
Ingólfs var beðið vegna þess, að verulegur vafi léki
á sekt hans, og einnig á hans andlega heilbrigðis-
ástandi, og, að það var af annarihvorri þessari
ástæðu, eða báðum, að 'líflátsdómnum var breytt.
Að þesSari niðurstöðu komst Mr. Lapointe, sem er
að allra dómi, ekki aðeins einn sá allra samvizku-
samasti og skarpskygnasti dómsmálaráðgjafi, sem
Canada hefir átt, heldur einnig, næst forsætisráð-
herranum sjálfum, sá mikilhæfasti stjórnmálamað-
ur, sem nú er uppi í þessu landi. Að þessari niður-
stöðu komst hann, eftir að hafa sjálfur yfirfarið
öll gögn, sem fyrir hendi lágu.
Finst yður þá, í alvöru talað, að dagsverki þeirra,
er með sjóðinn fara, hafi verið lokið, þegar búið var
að koma Ingólfi í æfilangt fangelsi? Getur yður
ekki hugkvæmst neitt annað göfugra né mann-
úðlegra starf fyrir sjálfan yður og samverka-
menn yðar í Þjóðræknisfélaginu, en það, að reyna
að sannfæra Vestur-íslendinga um það, að Ingólfur
sé, og hafi æfinlega verið sekur og andlega heil-
brigður, og því eigi ekki, og megi ekki, liðsinna hon-
um frekar? Nema þér viljið halda þessu fram, og
einnig því, að gabb hafi verið haft í frammi við
dómsmálaráðgjafann, finst mér ómögulegt að rétt-
læta fjögra ára aðgerðarleysi Þjóðræknisfélagsins í
þessu máli. Finst yður nú ekki, svona okkar á milli,
að leifar Ingólfssjóðsins séu of dýrt keyptar á
þennan hátt?
2. Þér víkið þeirri bróðurlegu aðdróttun að mér,
að starf mitt í þarfir Ingólfs hafi stjórnast af eig-
ingjörnum hvötum. Þér líkið mér við læknir (sem
þér segið, að sé enginn til), er sé svo lítilsigldur, að
hann neiti að bjarga manni úr háska vegna þess, að
hann eigi ekki víst að fá fyrir það endurborgun.
Líkingin er fremur óheppilega valin. Eg lauk að
öllu leyti við það lögmannsstarf, sem þá lá fyrir í
bili. Eg benti á næsta spor, er þyrfti að taka, og
það var að fá læknishjálp. Eg hefi aldrei fyr vitað
því haldið fram, að, ef lögmaður vinnur lögmanns-
starf fyrir einhvern, sem síðar þarfnast læknis-
hjálpar, þá hvíli skylda á lögmanninum “-að borga
lækninum úr sínum eigin vasa, og það jafnvel þó
nægilegir peningar liggi fyrir hendi til þess að
standa straum af þeim kostnaði. I öðru lagi, var
eg svo einfaldur, að eg trúði því, að samþykt Þjóð-
ræknisfélagsþingsins 1925, um að fela stjórnar-
nefnd félagsins að afla sér. upplýsinga um, hvort
ekki mætti frekar létta raunir Ingólfs Ingólfssonar,
hefði verið í alvöru og einlægni gerð. Eg hafði
fram að þeim tima ekki haft.af neinu öðru en ein-
lægni og samúð að segja. Eg vissi ekki fyr en of
seint, að þeir, sem á bak við tjöldin vinna, voru
komnir í spilið.
3. Að eg hafi að fyrrabragði ráðist á Þjóð-
ræknisfélagið í sambandi við Ingólfsmálið, vitið þér
að er ekki satt. Það var búið að kasta heilmiklum
óþverra í áttina til mín í sambandi við Ingólfsmál-
ið, sem eg lét alveg afskiftalaust. Þegar þetta var
búið að ganga nokkuð lengi, tók hr. Jónas Pálsson
til máls. Það var ekki látið nægja, að svara honum
og rðkfærslu hans, heldur var einnig ráðist á mig
og eg manaður á stað. Þegar eg svaraði þessu með
hógværri grein, er gerði ekkert annað en að leið-
rétta nokkrar missagnir, var gleiðgosalega talað um
það í hópi ykkar spenamanna, að nú yrði eg látinn
hafa alt það, sem íslenzkan ætti til, og um það var
heldur ekki svikist. Eg hefi ekki tekið því með
þögninni, en eg hefi 'reynt að halda mér við mál-
efnið og rökræða það. Hafi Þjóðræknisfélagið
liðið einhvern baga við þetta, þá er það einungis
vegna þess, að það hefir svo slæman málstað.
Eg sé ekki, að þetta sé árás af
minni hálfu. En sé þetta árás,
'miá búa^st við samskonar árás
frá mér á alla þá, sem ráðast á
mig að fyrrabragði, og reyna að
ljúga af mér æru og mannorð,
svo eg viðhafi orðalag, sem eg
hefi lært af yður.
4. Hafið þér lesið með nokk-
urri eftirtekt það, sem eg hefi
ritað um Ingólfsmálið, vitið þér,
að eg held því fram, að Þjóðrækn-
isfélaginu sem félagi komi það
mál ekkert við, og, að það hafi
engan rétt til þess að ráðstafa
afgangi sjóðsins á nokkurn hátt.
Sú jákvæða tillaga, sem eg hefi
því að leggja fram, og sem eg
ætlast til að þér, samkvæmt lof-
orði yðar, leggið fram fyrir
þingheim á næsta ársþingi Þjóð-
ræknisfélagsinh, er þessi: Að
numin sé úr gildi samþykt sú, er
gerð var á ársþingi félagsins
1926, um að leggja afgang Ing-
ólfssjóðsins í byggingarsjóð félags-
ins, og, að sjóðnum sé skilað aft-
ur til nefndar þeirrar, sem kosin
var á hinum almenna borgara-
fundi, sem haldinn var hér í Win-
nipeg 19. desember 1924. Það er
sú eina nefnd, sem nokkurt um-
boð hefir til þess að fara með
þennan sjóð, og eg ber það traust
til hennar, að, fái hún þetta fé
aftur í sínar hendur, muni hún
gera sitt ítrasta til þess að sjá
þessu máli borgið. Hún afkastaði
meiru á sex vikum, en Þjóðrækn-
isfélagið hefir afkastað á fjórum
árum.
Um aðferðir til framkvæmda í
þessu máli', er þýðingarlaust að
ræða, fyr en sjóðurinn er aftur
kominn í hendur þeirra, sem einir
hafa umboð til þess að fara með
hann. Eg kom fram með ákveðna
tillögu um aðferð, sem rædd var á
þingi félagsins árið 1925, og hún
var feld, ekki vegna þess að hún
þætti óviturleg, heldur vegna
þess að yður og öðrum “þóttí ær-
ið varhugavert að binda hendur
stjórnarnefndarinnar að nokkru
sérstöku leyti í þessu máli” (Sbr.
Tímarit VII, bls. 138). Eg hélt,
að yður væri fyrir löngu búið að
skiljast það, að hér er ekki að-
eins um mismunandi aðferðir að
ræða, heldur um það, hvort nokk-
uð eigi að reyna að gera, er kom-
ið geti Ingólfi að liði, eða hvort
öll áreynslan eigi að vera í því
fólgin, að halda dauðahaldi í
sjóðinn.
Eg ber það traust til yðar, að
þér, samkvæmt loforði yðar, legg-
ið fram fyrir þinginu tillögu mína
um ^ð sjóðnum sé skilað aftur.
Fái sú tillaga engan byr, mælist
eg til þess, að önnur tillaga sé
borin upp, er fari fram á það, að
Þjóðræknisfélagið leiti lögmanns-
álits um það, hvort það eigi af-
gang Ingólfssjóðsins eða hafi rétt
til þess að ráðstafa honum á nokk-
urn hátt. Þetta ber yður að gera,
samkvæma drengkaparheiti yðar,
eða heita ódrengur ella.
Winnipeg, 25. febrúar 1929.
Hjálmar A. Bergman.
Gögn í rétt lögð
Þá mun flest fram komið, og
greinilega rætt, í deilum þeim,
sem hófust á síðastliðnu vori
meðal okkár íslendinga, svo að’
telja má, að komið sé að leiks-
lokaþætti þeirra mála.
Þegar athuguð eru innleggin í
blöðunum, frá upphafi deilunnar
til j þessa dags, viið|st mis-
munurinn alt af vera í samræmi
við það, sem fram kemur í síð-
astl. viku, sem sé grein hr.
Hjálmars A. Bergmans í Lög-
bergi annars vegar, og svo aftur
það, sem stendur í Heimskringlu
hinsvegar; mun vandalítið að sjá
fyrir, hvorrar hliðar málsaðilum
—í vil—að réttlátur dómur fell-
ur.
Það er í fylstá máta að verð-
skuldun, sem hr. H. A Bergman
segir í áminstri gerin sinni, að
“Vestur-íslendingar eru komnir í
stóra þaklætisskuld við hr. Jónas
.Pálsson, fyrir það, sem hann hef-
ir á sig lagt til að kynna sér eins
rækilega og hann hefir gert, alla
málavöxtu í sambandi við hið svo-
nefnda Ingólfsmál. og fyrir hvað
greinilega og djarfmannlega hann
hefir um það ritað.” En því ætti
heldur aldrei að gleyma, að fult
svo stóra þáklætisskuld ber þeim
að ynna hr. Hjáimari A. Bergman,
sem svo stórt og göfugt verk hef-
ir unnið í sambandi við það mál,
fyr og síðar, og þótt ekkert væri
annað, er eftir hann lægi, þá ætti
það að vera nóg til þess að hann
fengi einróma lof, fyrir þekkingu
sína, starfs-áhuga og drenglyndi.
Sem nokkra sönnun fyrir því, 1
skulu sérstaklega nefndar fjórar
greinar hans í Lögbergi, sem birt-
ust síðastl. 29. nóv., 13. og 27.
des., og sú einasta 21. þ. m.
Þá skal vikið nokkurm orðum
að grein séra R. E. Kvarans, í
seinustu Heimskringlu. Aum-
ingja maðurinn er mjög viðkunn-
anlegur í persónulegri kynningu,
og virðist, á þeim stöðvum, að
vera góður drengur; en aftur,
þegar kemur til íslenzku félags-
málanna, þá þyrmir svo yfir
hann, að hann, sjálfrátt eða ó-
sjálfrátt, hagar sér svo, að hann
verður ekki þekkjanlegur maður,
eftir því sem eg hefi séð og af
honum hefir heyrst.
1 áminstri grein, kemur hann
með hvert atriðið á fætur öðru,
sem áður er sannað, að hann er
ósannindamaður að, og sem skýrt
hefir verið fyrir honum með
mörgum og ítarlegum röksemdum;
en úr því hann lætur sér ekki
segjast við það, þá ætla eg að
taka upp við hann styttri rök-
færsluna. Hann segir:
1. “Samskotin, . . . sem hafin
voru til þess að styrkja Þjóðrækn-
isfélagið í Ingólfsmálinu”. Svar:
Þjóðræknisfélagið hafði aldrei
neitt með samskotin að gera, og
þau (samskotin) því (fél.) aldrei
ætluð.
2. “Maður . . . gjöri(r) sér það
til gamans að ávíta félagið fyrir
meðferð á því fé, sem það þafði
verið styrkt með umfram nauð-
syn.” — Svar: Engin furða, þótt
hann telji það gaman eitt, hvern-
ig þeir kjólklæddu í heimildar-
leysi lögðu hendur á Ingólfssjóð-
inn. Allur sá fengur þeirra var
því — “umfram nauðsyn.”
3. V< . . . mér þykir ákaflega
sennilegt, að félagið verði ávalt
svo mönnum skipað, að það velji
ekki aðra til þess að fara með
mál sín á millum þinga, en þá er
nokkurn veginn er trygging fyrir
að greiði ekki fé úr vörzlum sín-
um á annan veg en þann, að þeir
hafi gengið úr skugga um, að það
væri lögum samkvæmt.” — Svar:
Siðferðislega og lagalega hafa
“þeir kjólklæddu” aldrei “lögum
samkvæmt” haft vald til að
svæla Ingólfsjóðinn undir Þjóð-
ræknisfélagið, eða að hafa hann í
sínum vörzlum, eitt einasta
augnablik.
4. “Þegar Þjóðræknisfélagið
þóttist sannfært um, að það gæti
ekki frekar aðgjört í Ingólfsmál-
inu, lýsti það yfir því að það hefði
áformað að ráðstafa þeim pen-
ingum, sem afgangs voru af sam-
skotunum, á ákveðinn hátt.” —
Svar: Já, félagið fékk þá sann-
færingu býsna fljótt, því það hef-
ir, aldrei gjört neitt í Ingólfsmál-
inu, annað en það, að gleypa sjóð-
inn, og síðan áformað, að svo
miklu leyti sem hann nær, að
byggja höll með honum fyrir
sjálft sig.
Þótt mikið meira sé af svona
löguðum blekkingum og sjón-
hverfingum í grein prestsins, þá
er kannske bezt að hlífa honum
við í þetta sinn, að meira sé af því
í dagsljósið dregið. Ekki vil eg
þó með öllu ganga þegjandi fram
hjá því, sem honum verður að
velta af sér af lævíslegum óhróðri
á hr. Bergman. Slíkur ófögnuð-
ur fyllir tvo þriðju parta greinar
hans, og sem er að mestu marg-
endurprentuð útgáfa af því„ sem
hann og stéttarbróðir hans, hafa
látið Heimskringlu flytja út um
allan heim, inn á milli í prédik-
anasafni sínu.
Naumast mun nokkur vafi á því
leika, að hr. H. A. Bergman er sá
maður, sem skarpasta sjón hefir
fest á því hvaða ósóma íslending-
ar hafa bakað sér með því, að fé-
lagsmálum okkar sé haldið fram
á líkan hátt og raun hefir borið
vitni um, á umræddu, liðnu tíma-
bili. Ef þeir fáu forráðamenn í
Þjóðræknisfélaginu, sem valdir
eru að óförunum, vildu opna aug-
un og taka til greina þær bend-
ingar hr. Bergmans, sem hann
birtir j síðasta tölublaði Lög-
bergs, þá mundi það, eins og nú
er komið málum, reynast bezta
ráðið.
Þá er eitt, sem mörgum hef-
ir fundist erfitt að gera sér
grein fyrir, og það er, hvað or-
sakað hafi það, að við, sem í Ing-
ólfsmálsnefndinni vorum, skyld-
um svo skyndilega hætta öllum
framkvæmdum, þrátt fyrir bend-
ingar frá lögmanni okkar um að
halda starfinu áfram. — Því get
eg ekki svarað að fullu, en að
nokkru leyti er á það bent í grein
minni í Lögbergi, er kom út 24.
jan s. 1. Þó skal einu atriði hér
viðbætt, sem er, að 24. febr. 1925,
var mælst til þess við mig, að eg