Lögberg - 28.02.1929, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.02.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1929. f' Bls. 5. I meir en prlðjung aldar hafa Ðodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll* um lyfsölum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd» Toronto, ef borgun fylgir. 2. Til þess að reyna að rýra gildi þess, er H. A. Bergman lagði til heimfararmálsins, því hann var öflugasti andstæðingur styrk- hneykslisins, og rógburðurinn var eina vopnið, sem til var á hann. 3. Til þess að reyna að telja fólki trú um, að sjálfboðanefndin væri fjandsamleg Þjóðræknisfé- laginu, þótt sannleikurinn væri sá, að hún var og er að verja heiður þess. Sjálfboðanefndin hóf ekki deil- urnar um Ingólfsmálið, heldur séra Kvaran og Sigfús Halldórs. Um það þarf ekki að deila; blöð- in sýna það. Arnljótur B. Olson. Framtíð lýðræðisins og vanþekking kjósendanna. gengi suður til séra Rögnvaldar, frænda míns, sem eg svo gerði. Þegar þangað kom, var erindið það, að hann leitar eftir því við mig, hvort eg mundi ekki vilja gefa það eftir, að teknir væru tvö hundruð dalir af því, sem ó- eytt væri af Ingólfssjóðnum, til lögma>nnskostnaðar, , í isambandi við annað mál. Því svaraði eg þannig, að það gæti ekki komið til nokurra mála, því við nefndarmenn hefðum ekki þesskonar umráð yfir því fé, og auk þess lægju fyrir ummæli frá lögmanni okkar um það, að við héldum áfram starfi Ingólfi til lausnar, og væri með öllu óvíst, hve mikið fé til þess þyrfti. Þeim orðum mínum svar- aði Rögnvaldur á þá leið, að við (nefndarmenn) værum að engu leyti bundnir fyrirmælum Berg- mans, frekar en við vildum, nema því aðeins að við gætum ekki ver- ið án þess að hlusta á hólið sem hann fengi, sem allareiðu væri orðið langt of mikið. Samræðum okkar, um þessi mál, var þar með lokið. * Hugmynd mín er, að ekki hafi liðið meira en dagur þar til að þessir tvö hundruð dalir hafi ver- ið greiddir úr Ingólfsjóðnum, í því skjmi' sem Rögnvaldur stakk upp á. 25. febrúar var hið sjötta árs- þing Þjóðræknisfélagsins sett í Goodtemplarahúsinu hér í Winni- peg, sem reynzt hefir það sögu- legasta, fram til þessa dags. Þá var Ingólfssjóðurinn svældur undir félagið, og, sem vænta mátti, gengu prestarnir fjórir bezt fram í að fá því verki fram- komið. Til viðbótar því, sem fram er tekið í áminstri grein minni frá 24. jan s. 1., skal frá því greint, að þeir tveir liðirnir af þingnefndarmálinu í Ingólfsmál- inu, sem til umræðu komust hljóða á þessa leið: 1) (Þing)“Nefndin leggur til, að nefndin, er kosin var 19. des. á almennum borgarafundi í Win- nipeg, haldi áfram að starfa unz hún sé leyst frá starfi sínu á alm. fundi í Wpg., þar sem þeir einnir hafi atkv.rétt, er gefið hafa í varnarsjóðinn. 2) Enn fremur, að frekar sé reynt að fá Ingólf Ingólfsson fluttan til Stony Mountain, svo hentugra yrði að halda samb. við hann, og gjöra fyrir hann það, sem nauðsynlegt væri í framtíð- inni og kringumstæður leyfðu.” Um þenna I. lið kom uppástunga frá Rögnv. Péturssyni, þess efn- is, að hann værj feldur burtu, og var sú tillaga samþykt. Umræðurnar um 2. liðinn, sjá ^rein mína 24. jan. s. I. Með tillögu séra Rögnvalard, á- samt því, að séra Albert og Hjálmar Gíslason afhentu félag- inu sjóðinn, og aðgerðum séra Jónasar í málinu, verður það að mestu skiljanlegt, að framkvæmd- ir i Ingólfsmálinu hætta svo skyndilega, og þar með eyðilögð fyrirmæli hr. H. A. Bergmans um að halda áfram starfi. Að endingu finst mér það eiga við, að benda fólki enn einu sinni á það, hvernig Ingólfsmálið dróst inn í styrkþágudeiluna. Jónas Páls=on sýndi fram á það 11. okt. °g 25. s. m., í fyrstu geinum sln- um um Ingólfsmálið, og Stephen Thorson í bréfi Sínu til Sigfúsar Halldórs, er þeim^ til glöggvunar á því, er gleymt kynni að hafa, liggur þetta atriði fyrir, sem hér segir: Verjendur Heimfararnefndar J’jóðræknisfélagsins komu með fugólfsmálið inn í deilurnar í Þessu skyni: f- Til þess að leiða athygli fólks fr£ styrkhneykslinu, því styrkinn vildu þeir ekki ræða. Nú eru lögð á borgara lýðræðis- landanna meiri stjórnmála af- skifti en nokkru sinni áður. Lýð- ræðið er í miklum vanda statt. — Gallarnir á framkvæmd þess koma meira og meira í ljós. En samt finna menn»ekki, eða koma sér ekki saman um neitt annað skipu- lag, sem betra sé. Menn hafa að vísu brugðið út af braut lýðræð- isins á ýmsan hátt á ýmsum stöð- um, t. d. í Rússlandii, ítalíu og Tyrklandi. En hvað sem úr þeim tilraunum kann að verða síðar- meir, þá fer því fjarri, að menn séu nú betur sammála um þær en um gamla lýðræðið. En það lýð- ræði varð til eftir margra alda þjark og tilraunir, því það er eld- gamalt vandamál, hvernig stjórn- málum verði bezt hagað og for- ráðamenn þess fengnir. — Fyrir meira en tvö þúsund árum sagði Plató, að slíka menn ætti ekki að kjósa með flokkavaldi, en velja þá eftir hæfileikum. Og ný- lega sagði einn helzti stjórnmála- maður Bretlands, Grey lávarður, að lýðstjórn væri ekki bezta að- ferðin til þess að koma vitrum mönnum til valda, og fyrir skömmu sagði einn af sendiherr- um Bandaríkjanna eitthvað á þá leið, að hið ameríska stórveldi, aðalvígi lýðvaldsins, væri sjón- laust, höfuðlaust og vitlaust. En hvernig á þá að fara að því, að “koma vitrum mönnum til valda” og að gefa lýðræðinu “sjón, höfuð og vit”? Um þetta eru nú skrifuð ókjörin öll. M. a. hafa nýlega birzt um þetta tvær eftirtektarverðar greinar í amer- íska tímaritinu North American Review, eftir Karey, fyrrum sendi- herra í París, og í Forum, eftir Munro prófessor í stjórnfræði í Harvardháskóla. Báðir höfund- arnir gagnrýna all þunglega lýð- ræðið, en einkum hinn almenna ko ningarrétt. Þeir leggja á- herzlu á það, eins og margir aðr- ir, að það sé ástæðulaust og geti verið hættulegt, að henda svo mikilsverðum réttindum í hvern sem er, án þess að hafa nokkura tryggingu fyrir því, að þeir kunni með þau að fara. Karey segir t. d. frá því, að í heimsstyrjöldinni hafi tvær milj- ónir hermanna verið látnir ganga undir einskonar gáfnapróf. Tæp- ur helmingur reyndust miðlungs- menn, hinir voru álika margir fyr- ir -ofan og neðan^neðallag, en að- eins 13% töldust hafa góðar gáf- ur, en fáir framúrskarandi góð- ar. — Munro segir einnig frá því, að af 26,702 kjósendum, sem látn- ir voru ganga undir einskonar létt stjórnmálapróf í New York- borg árið 1927, stóðust 4,472 ekki prófið. Hvað á að gera til þess að bjarga kosninganéttinum og lýð- ræðinu, og þar með stjórnmála- velferð landanna úr höndum þekk- ingarlausra miðlungsmanna? — Rétturinn verður ekki tekinn af mönnum upp úr þurru, úr því sem orðið er. Almennur kosningarétt- ur helzt sjálfsagt í einhverju formi meðan lýðstjórn helzt. En það þarf ekki að merkja það, seg- ir Munro, að almennur kosninga- réttur verði ávalt skilinn þannig, að engá megi útiloka. Mönnum hættir við því, að gera of mikið úr því hversu borgararnir sjálf- ir séu alment fýknir í þennan rétt. Hann spratt upp af frönsku bylt- ingunni, en vöxtur hans hefir verið langörastur síðustu tíu árin. Vöxtur lýðræðisins og frelsis- skvaldursins hefir verið nokkuð galgopalegur. Það er hægt að breyta um stjórnarfar, en við- ' fangsefni stjórnmálanna breytist ! ekki. Það var misráðið, að ausa auknum íhlutnarrétti (kosningar- rétti) í mikinn fjöldg nýrra og ó- reyndra kjósenda einmitt þegar þörfin var mest á festu í stjórn- arfarinu, og öruggri leiðsögn. — Allur þorri hinna nýju kjósenda Evrópulandanna, skildi ekki úr- lausnarefnin, sem fyrir lágu eftir ófriðinn og reynslan sýnir það, að þeir hafa notað atkvæði sín til þess.að tefja fyrir heilbrigðri úrlausn þeirra. Það er oft sagt, að “sérhver miðlungsgefinn kjósandi geti skilið öll almenn stjórnmál, ef hann reynir það.” Þetta er rétt með þrennum fyrirvara, þeim, að margir kjósendur eru sannarlega minna en miðlungi vel gefnir; að talsvert mikill hluti kjósenda vill alls ekki reyna að skilja stjórn- mál, og að fæst stjórnmál eru nú orðið “almenn”, í nokkurri merk- ingu orðsins. Stjórnmál eru orð- in mjög sérstaklegs eðlis, skatta- mál, samgöngumál, flotamál eru alt flókin mál, sem menn þurfa að kynna sér sérstaklega. ]>riðj- ungur kjósenda veit sjálfsagt ekki meira um þessi mál, en þeir vita um vélfræði, Ijósfræði eða af- stæðiskenningu Einsteins. Það þarf alveg jafnmiklar gáfur til þess að skilja hvað af þessu sem er. Munurinn er aðeins sá, að menn eru fúsir t‘l þess, að viður- kenna vanþekfangu sína t. d. á afstæðiskenningunni, en þykir sjálfsagt að halda á “frjálsum og jöfnum” hæfileikum til að skilja stjórnmálin. En fæstir almennir borgarar leggja á sig erfiði til þess að skilja stjórnmál. Almenn- ur kjósandi er störfum hlaðinn. Þegar hann er það ekki, er hann þieyttur. Þegar hann er þreytt- ur, hlustar hann á radio eða horf- ir á kvikmyndir. En úr hvorgum þeim stað nær hann stjórnmála- þekkingu. En kjósandinn getur lesið blöð- in, er sagt. En fæst blöð leggja nú áherzlu á almenna, nytsama fræðslu. Þau leggja flest meiri áherzlu á fánýtt efni, sniðið fyrir miðlungsgáfun, eða minni, heldur en á raunverulegar upplýsingar og þnoskandi greinar. En samt er varla hægt að saka þessi blöð. Þau eru spegill lesendanna. Fólk- ið vill hafa þau svona. Hvað á að gera? Gildi lýðræð- isins veltur að langmestu leyti á hæfileikum kjósendanna, á með- allagi alls þorra þeirra. Ef með- allagið fer lækkandi, fer lýðræðið þverrandi unz það deyr. En það er hægt að bæta úr þessu. í New York ríki er byrjað á merkilegri tilraun í þessa átt. Þar er byrjað á því, að reyna að vinsa úr gáfnalélegustu kjósendurna. Það er fyrst og fremst gert með skólaprófunum. Þeir,, sem hafa ekki staðist venjuleg, einföld próf í barna- eða unglingaskólum ríkisins, fá ekki kosningarrétt. Þeir, sem einhverra hluta vegna hafa ekki verið í skólum eða tek- ið próf þar, verða að ganga undir sérstakt kosningapróf. Það er mjög einfalt og lágmarkskröfurn- ar litlar. Prófið á ekki að sýna þekkingu á sérstökum stjórnmál- um, heldur hæfileika í meðferð á undirstöðuatriði þekkingarinnar, því, að geta lesið nokkuð af al- mennu máli, svo að hann geti gert stutta og sundurliðaða skipu- lega grein fyrir því á eftir, með því að svara spurningum úr því á sérstakt eyðublað. Ætla mætti, að hver sá, sem lært hefir að lesa og skrifa, gæti staðist slíkt próf. En reynslan hefir orðið sú vestra, að einn af hverjum fimm hefir fallið. Almennur kosningarrétt- ur, án sliks prófs, merkir það, seg- ir próf. Munro, að fimtungur kjósenda hefir ekkert við réttinn að gera, nógu margir til þess að geta ráðið úrslitum. Slíkt próf er á engan hátt í neinu ósamræmi við anda lýðræð- isins í landi, sem veitir öllum jafna, endurgjaldslausa barna- fræðslu. Það er sjálfsvarnar ráð- stöfun fyrir Þjóðfélagið. Próf er heimtað af hverjum þeim, sem vill aka bíl á þjóðvegi. Kjörseðill er miklu hættulegri í slæmum höndum, en bíll. Það er sannar- lega ekki gagnstætt anda lýðræð- isins, að leita ráða til vamar gegn þeim hættum, sem steðja að lýðræðinu. En mundi þetta vera varnarráð? — Lögr. Ný markaðslönd Viðtal við Chr. F. Nielsen. 1 viðtali lætur Nielsen þess get- ið, að eina færa leiðin til þess, að opna Bandaríkin fyrir íslenzkum afurðum, sé sú, að eitt öflugt fé- lag taki að sér alla sölu íslenzkra afurða vestra, einskonar samlags- félag íslenzkra útflytjenda, þann- ig, að alt framboð komi úr einum stað, og geti þá framleiðendur sjálfir ráðið verðinu, í stað þess að það yrði óhjákvæmilegt, að hver byði niður fyrir öðrum, ef menn færu að reyna sölu hver 1 sínu lagi. En til þess að opna þennan markað, þarf nokkurt fé í fyrstu. Bæði þarf að verja afar miklu til auglýsinga og til þess að kynna mönnum gæði vörunnar, sem í boði er. Ákveðið vörumerki þarf að koma á þær vörutegundir, sem boðnar eru fram, og efnagreining þarf að gera á vörunni af rann- sóknarstofum, sem almenningur tekur góðar og gildar. Það eru m. a. Norðmenn og Sví- ar, sem einkum leggja Banda- Hingað er kominn fyrir skömmu C. F. Nielsen umboðssali og ætlar að dveljast hér um tíma. Er er- indi hans það, að leita hér hóf- anna um stofnun verzlunarfélags, er ryðji íslenzkum afurðum til rúms í Ameríku. Nielsen rak áður umboðsverzl- un hér á landi og í Kaupmanna- höfn, en fluttist fyrir fimm árum vestur um haf og settist að í Pasadena, við Los Angeles, 'Calif- orníu. Hefir hann rekið þar verk- smiðju og verzlun síðan. Nielsen tók brátt eftir, að á þessum slóð- um var allmikil eftirspurn eftir fiskiafurðum allskonar, svo sem saltfiski, harðfiski, sundmaga og lýsi. Vara sú, sem þarna er seld af þessu tagi, er sízt betri en ís- lenzk og verðið svo hátt, að ís- lenzkar afurðir mundu vera fylli- lega samkepnisfærar þar vestra. Hefir hann nú komið sér í sam- band við tvo málsmetandi íslend- inga þar vestra og sænskan kaup- mann, sem rekur innflutnings- verzlun með sænskar og norskar fiskiafurðir í Los Angeles. Fc l[^iVoityT5an (ííompHHti. INCORPORATED 2í“ MAY 1670. WINNIPEG MANITOBA VELKOMNIR TIL WINNIPEG og til Hudson’s Bay Company’s nýju og einnar fullkomnustu búðar í Canada HVERNIG VÆRI AÐ HAFA MALTlÐ HÉR? meðan þér eruð niðri í bæ —Yður mun geðjast vel að vorum velgerðu og snyrtilegu frambornu réttum; matsalurinn er hinn skemtileg^sti, og andi gestrisninnar ríkir innan um híbýlaprýði. H.B.Co. Hljómsveit spilar á hverjum degi, og á mið- vikudögum spilar Princess Patricia’s Light Infantry Band frá kl. 12 til 2 e. h. Máltíðir í matsalnum kosta 50c—60c—75c; 1 Cafeteria frá 25c. ríkjamönnum til fiskiafurðirnar, X ! cV segir Nielsen. — Norsk síld er A mikið notuð í Bandaríkjunum, | % j 4* verkuð með líku móti og Svíar i X I > kref jast. Þó ekki væri nema Norð- j £ urlandaþjóðirnar um að tala, er | & það mikið, sem þær þurfa, því að j ý nærri lætur, að eins mikið sé kom- ið af Svíum og Norðmönnum vestur um haf eins og heima fyr- ir er. í San Francisco einni eru um 70,000 Svíar. Saltfiskur og harðfiskur er mikið notaður og af lýsi nota menn ógrynnin öll, bæði til iðnaðar og svo kryddlýsi til manneldis. Bætiefnaríkt lýsi, eins og það íslenzka, hefir glæsi- legar söluhorfur vestra. Til Fil- ippseyja eru send ógrynnin öll af harðfiski, einkum ódýrari harð- fisktegundum. Og vitanlega má auka mikið notkun íslenzkra afurða með því, að kenna fólki að nota þær, láta blöðin flytja uppskriftir að fisk- og síldarréttum og því um líkt. Þá er ullin. íslenzk ull hefir afarmikla sölumöguleika í Banda- ríkjunum, enda hefir hún verið seld þangað'mikið á ýmsum ár- um, en sjaldnast beina leið. Færi ullin beina leið til Bandaríkjanna og væri boðin fram af aðeins ein- um aðila, mundi annað verða uppi á teningunum en nú er. Auk Bandaríkjanna eru vitan- lega markaðsmöguleikar í Suður- Ameríku, eins og Pétur A. ólafs- son hefir fært rök að í skýrslum sínum. En aðalatriðið er vitanlega, að bæði stjórnin hér og framleiðend- ur sjálfir standi sem einn aðili í málinu. Með sterkum sölusamtök- um er leiðin opin inn á markaði auðugustu þjóðar í heiminum. —Vísir. S. CUNARD LINE í 18*0—19*9 J 7 y X Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada. x | | a Cunard línan veitir ágætar sam- » & göngur milli Canada og Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur, bæði til ^ og frá Montreal og Quebec. X Eitt, sem mælir með því að ferð- ^ ast með þessari línu, er það, hve y þægilegt er að koma við í Lon- ^ don, stærstu borg heimsins. X Cunard línan hefir sérstaka inn- X flutningaskrifstofu í Winnipeg, v fyrir Norðurlönd. Skrifstofu- © stjórinn er Mr. Carl Jacobsen, & se'm útvegar bændum íslenzkt » vinnufólk vinnumenn og vinnu- konur, eða heilar fjölskyldur. — Það fer vel um frændur yðar og vini, ef þeir koma til Canada með Cunard línunni. Skrifið á yðar eigin máli, eftir upplýsingum og seridið bréfin á þann stað, sem gefinn er hér að neðan. öllum fyrirspurnum svarað fljótt g yður að kostnaðarlausu. 401 10053 Jasper Ave. EDMONTON 100 Pinder Block SASKATOON Laneaster líldg., CALGARY 270 Main St. WINNIPEG, Man. Cor. Bay & Wellinftton Sta. TORONTO, Ont. 230 Hospital St. MONTREAL, Que. What will you be doing one year írom today? A course at the Dominion [] Business College will equip o ýou for a well paid position and prepare you for rapid | promotion. i ENRDLL MONDftY DAY AND EVE.NING CLASSES The “Dominion and its branches are equipped to render a com- plete service in business educa- tion. Branches: , ELMWOOD 210 Hespeler Ave. ST. JAMES 1751 Portage Ave. Dominion Business Gollege Clhc Mall. WlNNlPEG. DIXON MINING CO., LTD. Höfuðstóll 2,000,000 hlutir EKKERT AKVEÐID VERÐ Löggilt undir Sambandslög Canada. Hugsið um - Að á hverjum degi færa hinir hygnustu gróðamenn sér tilboð vort í nyt. Nú eigið þér kost á að kaupa þessa ódýru hluti. Næstu hlutir verða seldir fyrir hærra verð. Félagið hefir i fjárhirzlu sinni 800,000. hluti. Félagið hefir alls ekki nema 100,000 hluti til sölu. fyrir 50 c hvern hlut Seldir beint til kaupenda. Enginn aukakostnaöur. Peningar notaðir til frekari starfrækslu. Hér er óútmálanlegt tækifæri.þar sem centin verða að dollurum. \71TI A T'TT'DT'TM A EM TD 2 Sma11 Diamond Drills, 1 Large Drill, 1 Complete V r.l. /A U 1 O U iN /A I~) UIV " compressor, Outfit with Hoist, Ore Bucket, Ore Wagon and miniature raíls, 2 Complete Blacksmith Outfits, 1 Complete Assaying Outfit, 2 large Motor Boats, 1 Barge, 2 Canoes, with Outboard Engines, Horses, Caterpillar, Snowmobile, and all necessary small tools and equipment, also 3 Complete Camps. TÓLF SPILDUR AF NÁMAL.ÖNDUM DiXIE SPILDAN Allar nauðsynlegar byggingar og útbúnaður. Tré hafa verið feld og landið hreinsað og grafið niður að málmæðum á 3000 feta svæði og sést af pví að landið er auðugt af gulli, silfri, blýi og kopar. Málm- æðin sumstaðar 11 feta breið. 100,000 PÖNTUNUM WAVERLEY SPILDAN Allar nauðsynlegar byggingar og úíbúnaður. pessi spilda sýnir að mikið er af málmum, jafnvel ofanjarðar á svæði, sem er 300 feta langt og 4 feta breitt. Sýnishorn, sem tekin eru af handa hófi, sýna nð þarna er meira en Í54 af gulli, silfri, blýi og kopar I tonni. AÐRAR SPILDUR pær rannsóknir, sem gerðar hafa verið sýna að har er að öllum lik- indum mjög mikið af málmi. Hérumbil 5000 ekrur af landi, sem að öllum líkindum er auðugt af rnálumum og alt nærri járnbraut- um. Ekki langt frá Flin Flon og Flin Flon brautinni. hlutir cr alt, scm selt verður í þctta sinn. i 50c HLUTUM Veitt Móttaka á Skrifstofu Vorn co., LTD. 40S Paris Bldg. WINNIPEG DIXON HINING eða hjá Umboðsmönnum Vorum, WOOD, DUDLEY and HILLIARD, LTD., 305 McArthur Building, Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.