Lögberg - 28.02.1929, Blaðsíða 6
Bis. e.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1929.
Mánadalurinn
EFTIR
JACK LONDON.
“Nei, það er ekki að lagast, því er nú miS-
ur. Þetta eru mestu vandræði og okkur til
mestu vanvirðu. Það gerir ekki svo mikiÖ til
min vegna, en mér leiÖist þetta ósköp mikið
vegna þín, litla systir mín. Þú ættir að reyna
að gleyma þesssu, og fara út með þessum kunn-
ingja þínum og reyna að skemta þér sem bezt
þú getur.” Hann hélt enn um húninn á hurð-.
inni og hikaÖi við að fara inn. ÞaS var eins og
hann gæti ekki fengið sig til þess. “Þetta er
hræðilegt!” sagði hann. “Eg má ekki um þessi
ósköp hugsa. ViS Sarah keyrðum nú stundum
út okkur til gamans í fyrri daga, og þá átti hún
nú kannske þrenna skó, ekki síður en þú Saxon.
Þetta eru mestu vandræði.”
Saxon fór inn í herbergi sitt til aS ljúka við
að búa sig. Spegillinn, sem hún hafði, var lít-
ill og hún steig ui>p á stólinn til að sjá hvernig
pilsið fa*ri og svo sokkarnir og skórnir. Fötin,
er hún var í, voru keypt í búðinni, en hún hafði
gert talsvert við þau, svo þau færu betur, og
henni fanst þau fara vel. Hún var að vísu í
bómullarsokkum í þetta sinn, en hin fallega
lögun á kálfunum og öklunum, kom engu að
síður vel í ljós, og gulleitu skómir voru einkar
snotrir. Hatturinn var úr hvítu s'trái með
brúnum borða og fór vel. Hún strauk kinn-
arnar nokkuð fast til þess að þær fengju fall-
egri lit. 'Svo lét hún á sig vetlingana, því hún
hafði einhvern tíma lesið það í blaði, að kven-
fólkið ætti æfinlega að láta á sig vetlingana áð-
ur en það færi út úr húsinu.
Jafnvel þó hún heyrSi grátekkann og stun-
urnar, þegar hún fór fram hjá herbergisdvrum
tengdasvstur sinnar, þá hepnaðist henni þó að
láta það ekki trufla skapsmuni sína, og þegar
hún kom út, var hún svo glaðleg og vel útlít-
andi, að Willa datt ekki annað í hug, en að alt
væri í bezta lagi, og hann hafði engan gran um,
að heimilislífið í húsinu, þar sem 'Saxon átti
heima, væri nokkuð svipað því, sem það í raun
og veru var.
Aldrei hafði Saxon þótt Willi fallegri held-
ur en nú. AndlitiS var eitthvað svo unglings-
legt, en þó hraustlegt. Hörundsliturinn var
hreinn og fallegur. Varirnar voru rauðar og
tennurnar hvítar, og alt bar þess ljósan vott,
að heilsan væri í bezta lagi. Saxon gleymdi því
fljótlega þeim óþægindum og leiðindum, sem
hún hafði mætt um morguninn og gladdi sig
við þá hugsun, að nú gæti hún notið þeirrar á-
nægju, að vera um stund með þeim manni, sem
henni geðjaðist öllum mönnum betur að, þeirra
er hún hafði nokkura tíma kynst.
Þetta var ekki í fyrsta sinni, sem Saxon fór
út keyrandi, en hér var alt öðru vísi en það,
sem hún hafði áSur séð, bæði hestarnir og kerr-
an — og maðurinn, sem keyrði. Þeir, sem hún
hafði áður keyrt með, höfðu aldrei haft nema
einn hest og hann heldur lélegan, og keyrslu-
vagninn hafði oftast verið gamall og óásjáleg-
ur, hvorutvegja fengið hjá þeim, sem þá at-
vinnu stunduðu, að leigja hesta og annað, sem
þar til hetyrði. En hér stóðu tveir ljómandi
fallegir og fjörugir hes'tar og vagninn var bæði
fallegur og hinn þægilegasti.
Willi hélt í taumana með annari hendinni,
en með hinni hjálpaði hann Saxon til að kom-
ast upp í vagninn og breiddi svo þunna á-
breiðu yfir hana til að verja hana fyrir rykinu.
Svo keyrði hann á stað og Saxon tók eftir því,
að nágrannamir, bæði böm og fullorðiS fólk,
komu út í húsdyrnar, eða út að gluggunum, til
aS horfa á þau. Hún skeytti því ekki, en undi
sérágætlega þar sem hún var komin.
“Hvernig lízt þér á þá?” sagði Willi og tók
báðum höndum um taumana og lét hestana
taka til fótanna. “Svona hesta er ekki hægt
að fá leigða. Húsbóndinn á þá, og hann lætur
mig keyra þá við og við til að æfa þá og halda
þeim við, annars mundu þeir verða alveg óvið-
ráðanlegir. Líttu bara á þá, þessi heitir King
og hinn heitir Prins. Þeir eru báðir fyrirtaks
keyrsluhestar.”
Börnin á strætinu kölluðu glaðlega til þeirra
og Saxon var alveg viss um, að þetta mundi
verða mjög ánægjulegur dagur.
X. KAPITULI.
“Eg veit ekki mikiS um hesta,” sagði Sax-
on. “Eg hefi aldrei komið á hestbak og eini
hesturinn, sem eg hefi nokkura tíma reynt að
keyra, var haltur og skakkur og gat varla stað-
ið á fötunum. En eg er samt ekki hrædd við
hesta og mér þykir vænt um þá. Eg býst við að
eg hafi það af föður mínum, að þykja vænt um
hesta. ”
Willi leit til hennar og það var auðséð, að
honum þótti vænt um það, sem hún sagði.
“Þetta líkar mér,” sagði hann. “Mér þyk-
ir vænt um að sjá, að stúlkurnar hafi dálítinn
kjark. Sumar stúlkur gera mig bæði hryggan
og leiðan, þær eru óskaplegar vandræðaskepn-
ur, alt af síhræddar og hljóðandi og stundum
næstum grátandi. Mér hefir fundist, að þær
kæmu út meS mér mín vegna, en ekki að þær
hefðu gaman af hestunum. En þú ert eftir mínu
skapi, Saxon. Það veit hamingjan, að þú ert
eftir mínu geði. ÞaS er hægt að tala við þig
um hvað sem er. Mér leiðast hinar stúlkurnar
svo óttalega, þær gera mig hreint og beint veik-
an, sumar þeirra, og það er eins og þær viti
ekki nokkurn skapaðan hlut. Eg býst við þú
skiljir mig svona hér um bil. ”
‘ ‘ Eg býst við maður verSi aS hafa það í sér,
að vera gefinn fyrir hesta,” sagði Saxon. “En
hvað mig snertir, þá kemur þaS kannske til af
því, aS eg hefi svo oft hugsað um stóra stríðs-
hestinn hans föður míns, sem eg auðvitað sá nú
aldrei. Þegar eg var lítil, þá var eg alt af að
teikna myndir af hestum. MóSir mín sagði mér
til og hvatti mig til þess. Eg á einhvers staðar
bók, sem er full af hestamyndum, sem eg bjó
til, þegar eg var lítil. Eg skal segja þér, Willi,
að stundum dreymir mig að eg eigi hest sjálf,
og mig dreymir of't, að eg sé að keyra, eða eg
sé á hestbaki.”
“Eg skal lofa þér að keyra hestana eftir dá-
litla stund, þegar þeir fara að stillast. Þeir
liggja nokkuð fast í taumunum núna. Taktu
um taumana fyrir framan hendurnar á mér.
Þú finnur, að þeir taka á, og þó held eg æði-
fast í taumana. Þú ert ekki nógu sterk til að
geta ráðið viS þá, eins ákafir eins og þeir eru.”
ÞaS fór reglulegur fögnuður um huga henn-
ar, þegar hún hélt þarna um taumana og tók
'þátt í því, með Willa, að stjórna þessum fjör-
ugu og fallegu skepnum.
“Þetta er það, sem stúlkurnar þurfa að
geta gert, að jafnast á við karlmennina,” sagði
hann glaðlega.
“Fólki, sem hefir ánægju af því sama,
gengur altaf vel að vinna saman,” sagði Saxon
og tók fastara í taumana.
“Eg skal segja þér, Saxoh, að eg hefi nokk-
uð oft tekið þátt í hnefaleikjum, og þannig eytt
töluverðu af þeirri orku, sem eg hafði aflað
með því að taka þátt í æfingunum, og með því
að lifa reglulega eins og kennarinn sagði fyrir.
En áhorfendurnir hafa vanalega verið druknir
dónar og vesalmenni, huglaus ragmenni, og
aðdáun þeirra og lof hefir verið mér reglulegur
viðbjóður. Mér þætti miklu betra, að leika
þennan leik, þar sem þú værir eini áhorfandinn
— eða þá einhver annar, sem eg þekki. En að
leika hnefaleik frammi fyrir þeim óþjóðalýð,
sem þar safnast saman, það get eg ekki fengið
mig til að gera. Þú getur ekki láð mér, þó eg
hætti við þann óþverraleik, því það er fátt eða
ekkert, sem eg vil síður gera.”
“Eg vissi ekki, að hnefaleikurinn væri
svona,” sagði Saxon og slepti taumunum og
hallaði sér aftur í sætinu.
“Það er ekki eiginlega leikurinn sjálfur,”
sagði Willi, “sem mér fellur verst, þó hann
auðvitað fari afar illa með mann. En það er
þessi óþjóSalýður, sem þar safnast að, sem
mér hreint og beint býður við. Mér finst það
regluleg andstygð, þegar þessi lýður er að hæla
mér og dást að mér. Mér finst þetta fólk vera
að draga mig niður til sín. Hugsaðu þér þessa
vesalinga, sem ekkert þora og ekkert geta,
standa þarna upp og hrópa og kalla- og klappa
lof í lóf fyrir mér.”
Rétt í þessu hljóp hundur yfir strætiS fast
hjá hestunum og annar þeirra teygði höfuðið
í áttina til hans og opnaði munninn, eins og
hann ætlaði að bíta hundinn.
“Nei, sjáðu til,” sagði Willi. “Það er ein-
hver bardaga náttúra í honum líka. En hann
gerir þetta ekki til að láta einhverja aulabárða
klappa sér lof í lófa, heldur af því að honum er
þetta eðlilegt. Þetta er ekki uppgerð og það
er ekki gert til að seðja ástríður þeirra, sem
lægst eru fallnir og minsta sómatilfinningu
hafa.”
Saxon sat þegjandi og horfði á Willa og
hún veitti hestunum líka nána eftirtekt. Henni
dpldist ekki, að Willi hafði fult vald yfir hest-
unum og eins að hann hafði nánar gætur á allri
umferð á strætinu. Einu sinni fanst henni rétt
vera að því komið, aS tveir litlir drengir yrðu
fyrir hestunum, en af því varð þó ekki og
henni fanst Willi sýna mikið snarræði að kom-
ast fram hjá þeim. Hiin horfði á þennan mann
með aðdáun og henni fanst hann hafa alt það
til að bera, sem hún unni mest. “Eg ann þér.
Eg ann þér,” var ekki aðeins ljósasta hugsun-
in í huga hennar, heldur eiginlega eina hugsun-
in í huga hennar, isem var verulega ljós.
“Stundum hefi eg orðiÖ svo ergilegur,” hélt
Willi áfram, “að mig hefir sárlangað til að
stökkva yfir kaðalinn og ráðast á þessa ná-
unga og berja á þeim mLskunnarlaust, svo þeir
vissu dálítið um það, hvað hnefaleikar í raun
og veru eru. Það var sérstaklega, þegar við
WiIIi Murphy áttumst við. Bara þú þektir
hann; hann er vinur minn, einhver allra bezti
drengur, sem eg hefi nokkurn tíma þekt. Við
gengum í skóla saman, þegar við vorum dreng-
ir, og vorum alt af mestu mátar. Þegar annar-
hvort lenti í einhverjum áflogum, sem satt að
segja kom nokkuð oft fyrir, þá hjálpuðum við
æfinlega hvor öðrum. Svo fórum við báðir að
æfa þennan hnefaleik. Þeir létu okkur reyna
með okkur. Tvisvar urðum við jafnir, og svo
unnuð við sinn leikinn hvor okkar. Svo reynd-
um við í fimta sinn. Hann er þremur árum
eldri en eg, og hann á konu og tvö börn. Mér
þykir vænt um alla fjölskylduna.
“Eg er dálítið þyngri, en það gerir lítið til,
þegar um stóra hnefaleiksmenn er að ræða.
Hann er fljótari en eg, enda er eg alt af heldur
seinn. ÞaÖ verður ekki annað sagt, en við sé-
um mjög jafnir, enda hafði það líka reynst svo.
“A eg að segja þér frá því, hvernig þessi
leikur gekk? Þú ert ekki hrædd við að heyra
það?”
“Nei, ekki svipað því,” sagSi hún. “Mér
þykir fjarska vænt um að heyra þetta, og eg
dáist aS þér.”
Hann leit til hennar, en lét lofið aS öðru
leyti afskiftalaust.
“Við gerðum hverja atrennuna eftir aðra,
einum sjö sinnum og alt af vorum viS jafnir.
Hann sótti kannske heldur meira á, en eg varS-
ist. Stundum sótti eg líka á, en hann varðist.
Áhorfendumir létu eins og hálf vitlausir menn
alt í kringum okkur.
“Nú varð Willi fyrir því óhappi, aS brjóta
annan þumalfingurinn. Hann hafði brotið
hann áður, þegar hann var unglingur, og hann
varð aldrei jafngóður í honum eftir það. Þetta
vildi þannig til, aS hann barði mig í höfuðið,
svo hann braut fingurinn á höfðinu á mér. Eg
meiddi mig ekki mikiS. Eg bara kendi töluvert
til snöggvast. Þetta óhapp var kannske mér
aS kenna aS einhverju leyti, eða mér fanst þaS
þá, en það veit hamingjan, að ef það var mér
aS kenna, þá var þaS óviljaverk, því eg vildi
ekki fyrir nokkura mun gera Willa Murphy
nokkuS til meins. ViS héldum áfram aS berj-
ast, en eg fann aS hann kendi afskaplega mikiS
til og eg hlífði honum alt sem eg gat; en þá ætl-
uðu þessir þokkalegu áhorfendur, eða hitt þó
heldur, alveg vitlausir að verða, því þeir sáu
fullvel, að eg gerði ekki eins og eg gat. Willi
Murphy eggjaði mig líka og hvíslaði að mér, að
nú yrði eg að berja sig niÖur til þess að gera
áhorfendurna ánægða, því þeir hefðu borgað
peninga fyrir aS sjá þetta, og þeim dygði ekk-
ert minna, en aS annar hvor væri sleginn í rot.
“Mér fanst eg því ekki geta komist hjá því
að gera þetta. En aldrei hefir mér liðiS eins
illa á æfi minni og aldrei hefi eg gert nokkurn
skapaðan hlut, sem eg hefi tekiS eins nærri
mér, eins og að slá þennan vin minn svo hann
félli meðvitundarlaus fyrir fæturaa á mér.
Þetta eru ekki menn, það eru úlfar. Ok alt, sem
eg fékk fyrir þetta, voru einir hundrað dalir.
En sumir af þesum þokkapiltum höfðu veðjað
á kkur, og annar hvor okkar varð að vinna, til
þess að gera þá ánægSa.
“Þetta var nóg fyrir mig. Eg tek aldrei
'þátt í þessum hnefaleik framar. Eg hætti þarna
fyrir fult og alt. En Willi Murphy heldur enn
áfram, þaS er aS segja svona viS og viS. Aðal-
lega vinnur hann við sitt handverk. En ein-
staka sinnum, er hann þarf aS láta mála hús-
ið sitt, eða borga lækninum, eða einhvern slík-
an aukakostnað, þá fer hann stundum og leikur
þennan leik fyrir einhvern klúbbinn, og fær
kannske fimtíu eða hundrað dali fyrir það. —
Hann lætur ekki alt fyrir brjósti brenna, sá
piltur, það má eg segja þér, en eg fékk nóg
þetta kveld.”
Willi var alvarlegur og svipurinn töluvert
harðneskjulegur. Saxon vissi ekki hversvegna,
en ósjálfrátt greip hún töluvert þétt um aðra
hendina á Willa og naut þeirrar ánægju, að
hann brosti til hennar, einstaklega þýðlega.
“Þetta er annars skrítið,” sagði Willi, “að
eg skuli vera aS segja þér þetta. Eg er aldrei
vanur að minnast á þetta við nokkurn lifandi
mann. En mér finst einhvern veginn, að eg
þurfi að segja þér alla skapað hluti, og mér
finst eg geta sagt þér alt, þó eg geti ekki minst
á það við nokkurn annan.”
Hestarnir voru viljugir, og svo fljótir, að
Saxon skildi ekkert í því, hve fljótt þeim skil-
aði áfram. Þau voru komin út úr borginni, áð-
ur en hana varði.
“Undur eru þetta fallegir hestar,” sagði
hún. “Mig hefir aldrei dreymt að eg keyrði
svona fallega og fjöruga hesta, aukheldur, að
eg hafi reynt það. Eg er hrædd um að eg vakni
bráðum og finni að þetta sé bara draumur. Eg
hefi sagt þér það, að mig dreymir hesta svo
fjarska oft. Dæmalaust þætti mér gaman að
eignast svona fallega hesta einhvern tíma.”
“Það er undarlegt,” sagði Willi, “að svona
hugsa eg líka. Húsbóndinn segir, áð eg sé á-
gætur hestamaÖur, en það er nú Iftið að marka,
því hann hefir ekkert vit á hestum og veit ekk-
ert hveraig á að fara með þá. En samt á hann
tvö hundruð stóra vinnuhes'ta fyrir utan þessa
tvo keyrsluhesta, en eg á engan hest. ”
“Guð hefir skapað hestana,” sagði 'Saxon.
“Húsbóndinn hefir áreiðanlega ekki gert
]>að,” sagði Willi. “En hvemig stendur á því
að hann á svona marga hesta? Hann á vfir tvö
hundruð. Hann heldur sjálfur, að sér þyki
vænt um liesta, en það er ekkert nema hugar-
burður. Honum þykir ekki eins vænt um þá
alla, eins og mér þykir um þann, sem er lítil-
fjörlegastur af þeim öllum. Er þetta ekki nóg
til að gera þig ánægða?”
“Jú, það gjörir mig vissulega ánægða,”
sagði Saxon. “Eg get ekki neitaÖ því, að mér
þykir töluvert varið í falleg föt, og eg er alt af
að vinna viS þau, en það eru einhverjir aðrir
en eg, sem eiga þau. Þetta sýnist ekki vera
réttlátt. ”
Willi varð töluvert harðneskjulegur á svip-
inn.
‘Þegar eg hugsa til þess, hvernig sumt kven-
fólk eignast þassi fallegu föt, þá þykir mér
afskaplega leiðinlegt, að þú skulir þurfa að eiga
nokkurn skapaðan hlut við þau. Þú veizt, hvað
eg á við, Saxon. Það er ekki til neins að eyða
nokkrum orðum um það. Þú veizt það, og eg
veit það líka. ÞaS er eitt af því, sem mér finst
vera rangt, og það er eins og piltur og stúlka
megi ekki tala um nema einhver viss og oftast
ómerkileg umtalsefni.” Hann sagSi þetta í
nokkurs konar kergju róm. “Eg segi aldrei
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Office: 6th Floor, Bank of HamlltonChamber*
neitt þessu líkt við neinar aðrar stúlkur en þig.
En við þig get eg sagt alla skapaða hluti og mér
finst þaS vera rétt og eg eigi að gera það.. Eg
get talað við þig rétt eins og eg get talaS við
Willa Murphy.”
Saxon þótti frámunalega vænt um þetta, og
hún leit til hans mjög blíðlega.
“Það er alveg eins meS mig,” sagði Saxon.
“Mér finst altaf, þegar eg er með einhverjum
pilti, að eg megi ekki segja við hann það sem
mér býr í brjósti, og mér finst ekki að þeir geri
það heldur. Mér finst aS piltarnir og stúlk-
urnar séu i öllu sínu tali, að leika einhvers kon-
ar leik , og hvort um sig alt af að reyna að
njóta einhvers á hins kostnað. Einhver óein-
lægni, eitthvað, sem ekki má treysta.” Hún
þagnaSi fljótlega, eins og henni fyndist hún
ekki mega segja það, sem lienni bjó í brjósti.
Svo hélt hún áfram, en talaði lágt og eins og
dálítið hikandi: “Eg hefi ekki verið blind fyr-
ir því, ,sem er að gerast í kring um mann, og
eg hefi átt kost á því að eignast falleg föt og
annað stáss og njóta ýmiskonar skemtana. ÞaS
var bankamaður — giftur maður. Hann talaði
við mig, eins og eg væri ekki í raun og veru
stúlka, tíieS kvenlegum tilfinningum, eða hann
tók að minsta kosti ekkert tillit til þess. Það
var rétt eins og hann væri að tala við einhvern
viðskiftamann, þar sem tilfinningarnar væru
ekki teknar til greina. Hann sagði mér hvern-
ig aðrir menn höguðu sér. Hann sagði mér,
hvað hann sjálfur gerði. Hann.......”
Orðin eins og dóu á vörum hennar. Hún
hafði ekki kjark' til að halda lengra út í þetta
óviðfeldna umtalsefni.
‘Eg svo sem veit að þetta er svona,” sagði
Willi og var ergilegur á svipinn. “ÞaS er svo
undur mikið af ranglæti í heiminum, og það
eru mikil óheilindi í fari mannanna. Eg veit
ekki hvernig á því stendur, en mér finst vera
svo dæmalaust lítið til af einlægni í heiminum
eða réttlæti. Að hugsa sér þau ósköp, að mann-
eskjurnar með líkama og sál séu seldar og
keyptar eins og hestar Eg skil hvorki menn né
konur, sem þannig haga sér. Mér finst 'það ein-
hver óheyrileg fjarstæða. Heyrðu, Saxon! Þú
varst áreiðanlega til þess sköpuö, að eiga góða
daga og vera vel klædd og alt að tarna. En
það veit hamingjan, að það er betra að vera án
slíks, heldur en að borga fyrir það með sjálfri
sér, og eg er viss um, að þú drýgir aldrei þann
glæp. ’ ’
Hann hætti' alt í einu að tala, og tók fast í
taumana og stöðvaði hestana. Þarna var krók-
ur á brautinni, og fyrir hornið kom bíll; og það
var rétt með herkjum að maðurinn, sem bílinn
keyrði, gat stöðvað hann áður en hann rakst á
hestana. Hann starði á Willa og Saxon, þar
sem þau sátu í kerrunni. Willi rétti upp aðra
hendina. “Farðu að utan verðu við okkur,”
sagði hann við manninn, sem bílinn keyrði.
“Það verður ekkert af því,” sagði hinn, og
veitti því nánar gætur, hve erfitt var að komast
fram hjá Willa þeim megin, og alveg ekki til-
tök hinu megin. Brautin var þarna í töluverð-
um halla, og það var ekkert líklegra, en að bíll-
inn mundi' velta um koll og hrapa ofan brekk-
una, ef hann reyndi að komast fram hjá hest-
unum og vagninum.
“Ef þú vilt ekki fara þá leiðina,” sagði
Willi, “þá bara verðum við hérna. Eg veit
mjögvel hvaða reglum okkur ber að fylgja, og
eg fer eftir þeim. Þessir hestar eru óvanir við
bíla, og það nær ekki nokkurri átt, að eg reyni
að komast fram hjá þér.”
“Þér er ekki til neins að reyna að brúka
nokkra ósanngirai,” sagði sá er bílinn keyrði.
“Við ætlum engan skaða aS gera þér. FarSu
bara úr veginum, svo við getum komist áfram,
eða eg skal—”
“Þetta er nóg af þesu tagi,” sagði Willi.
“ÞaS er ekki til neins að tala svona við mig. Eg
veit öll skil á þér, og eg veit fullvel, að þú hefir
ekkert fyrir þig aS bera. Farðu aftur á bak,
þangað sem hægt er að mætast, svo eg geti kom-
ist fram hjá þér.”
“Maðurinn, sem bílinn keyrÖi, gerði eins og
Willi sagði fyrir, en samt með töluverðri óá-
nægju og umyrÖum.
“Ef þesir náungar geta einhvern veginn
náð í bil og nokkur gallón af olíu,” sagði Willi
við Saxon, “þá er eins og þeim finnist að þeir
eigi brautina eins og hún er. Þeir gleyma því
algerlega, að }>aS var þitt fólk og mitt fólk, sem
bygði hana, en ekki þeir eða þeirra líkar.”
“Æ'tlar þú að vera þarna í allan dag?”
kallaði sá, sem bílinn keyrði. “Flýttu þér nú,
Þú getur komist fram hjá.”
“Vertu hægur, kunningi,” kallaði Willi á
móti. “Eg kem, þegar eg er tilbúinn, og ef þú
gefur mér ekki nægilega mikið af brautinni, þá
bara eg keyri yfir þig og þaÖ sem þú hefir með-
ferðis.”
Hann slakaði á taumunum og hestarnir tóku
til fótanna og hlupu fram hjá bílnum eins hart
eins og Willi leyfði þeim hlaupa.