Lögberg - 14.03.1929, Síða 1
42. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 14. MARZ 1929
NÚMER 11
f9QC=>OC=DOC=>OC=DO<-=>OCIDO<—-I>Q< ---»Qd3Q<--->Q<—>OC
~>o<----do< >n<--------->r>
Helztu heims-fréttir
■s ru >n< >o t >Q< >Q<Z^D Q<ZZZX3<ZZDO< >Q< ?Q< —>0< >Q< >OCZZDO'
9
J
Canada
Frank S. Jacobs hefir verið
skipaður í tollanefndina (The
Tariff Advisory Board) í staðinn
fyrir Hon. D. G. McKenzie, sem
sagði því embætti af sér til að
.gerast einn af ráðherrum stjórn-
•arinnar í Manitoba. Mr. Jacobs
er búfræðingur og hefir nú nokk-
ur ár búið í grend við Dewinton,
Alberta. Hann var um tíma kenn-
ari við búnaðarskóla Manitoba-
fylkis, en hefir annars lengst af
fengist við blaðamensku og ritað
fyrir bændablöð.
* * *
Archibald F. Jamieson, frá Ed-
ínonton, Alberta, hefir verið veitt
bókavarðar embættið í Winnipeg
og tekur hann við því hinn 15. þ.
m. Kemur hann í staðinn fyrir
W. J. MeCarthy, sem sagði af sér
bókavarðarstöðunni.
* * *
Konunglega rannsóknarnefnd-
in lét kalla fyrir sig nokkur vitni
S vikunni sem leið. Þeirra meðal
Var F. G. Taylor, leiðtogi íhalds-
manna, sá er kærur þær hafði
borið á Bracken-stjórnina, sem
nefndin er að rannsaka. Hafði
hann heldur lítið fyrir sig að bera
annað en það, að maður nokkur,
ít. K. Elliott að nafni, hefði sagt
borið ) á Bradkenjstjórnina, sem
Hracken-stjórnin hefði fengið
$50,000 hjá Winnipeg Electric fé-
laginu. Kannaðist Mr. Taylor við,
að Elliott þessi neitaði því nú
þverlega, að hann hefði nokkurn
tíma sagt sér þetta, eða hann
hefði sagt það nokkrum öðnfm.
Þá var F. Y. Newton, íhalds-
þingmaður frá Roblin, kallaður
sem vitni. Er eftir honum haft,
að Bracken hafi fengið stóra
summu af peníngum fyrir að
veita Winnipeg Electrc félaginu
leyfi til að virkja Sjö-systra-foss-
ana. Var enn fremur eftir hon-
um haft, að hann hefði átt að sjá
einhverja bankaávísun, sem sann-
aði að þetta hefði átt sér stað.
, Ekki vildi Mr. Newton kann-
ast við, að hann hefði borið þess-
ar sakir á Mr. Bracken, eða stjórn-
ina. Hitt kannaðist hann við, að
hann hefði séð bankaávísun, sem
hann hafði álitið eitthvað grun-
samlega. En þessi bankaávísun
var ekki upp á fimtíu þúsund,
heldur hundrað og fimtíu eða
tvö hundruð dali, eða eitthvað þar
um bil. Heldur hefði hún ekki
verið stíluð til neins manns í
stjórninni, heldur til J. K. Downes,
fyrverandi fylkisþingmanns og
andstæðings stjórnarinnar, og
þetta hefði verið 1925 eða 1926.
Um þessar margumræddu fimtíu
þúsundir vissi Mr. Newton ekk-
ert. .
Enn sem komið er, verður ekki
sagt, að nokkuð það hafi í Ijós
komið, er réttlæti ákærur þær,
sem F. G. Taylor hefir borið á
stjórnina.
Bæði rannsóknarnefndin og lög-
mennirnir fyrir alla málsaðila
töldu það mjög þýðingarmikið, að
fá vitnisburð Mr. MdLimonts,
fyrverandi forseta Winnipeg El-
ectric félagsins Hann er nú í
California. Var reynt að fá hann
til að koma til Winnipeg, en það
kvaðst hann ekki geta gert, vegna
heilsu bilunar. Rannsóknarnefnd-
in öll og nokkrir lögmenn frá
Winnipeg, lögðu því á stað á
laugardaginn áleiðis til Californ-
íu) til að yfirheyra Mr McLimont
þar. Búast þessir menn við að
verða að heiman einar tvær vik-
ur að minsta kosti. Þegar þeir
koma aftur, eiga þeir eftir að yf-
irheyra nokkur vitni.
Bandaríkin
Fyrverandi forseti Coolidge og
frú hans, hafa nú flutt til North-
ampton, Mass., þar sem þau ætla
eiga heima framvegis.
* * *
Uréttir frá London fullyrða, að
hinar almennu þingkosningar á
Bretlandi fari fram annað hvort
30. eða 31. maí. Allir stjórnmála-
flokkarnir búa sig nú undir kosn-
ingarnar af miklu kappi.
* * *
Prinsinn af Wales er að taka
að sér sem mest af embættisverk-
um konungsins, föður síns. Sagt
er, að hann muni setja þingið,
þegar það mætir eftir kosning-
arnar og lesa hásætisræðuna.
* * *
Hoover forseti hefir myndað
ráðunejrti sitt, og skipa það þeir,
sem hér segir:
Henry L. Stimson, New York,
utanríkisráðherra.
James W. Good, Iowa, hermála-
ráðherra.
William D. Mitchell, Minnesota,
dómsmálaráðherra.
Walter F. Brown, Ohio, póst-
málaráðherra.
Charles Francis Adams, Massa-
chusetts, flotamálaráðherra.
Ray Lyman Wilbur, California,
innanríkisráðherra.
Arthur M. Hyde, Missouuri, bún-
aðarmálaráðherra.
Robert P. Lamont, Illinois, við-
skiftaráðherra.
Andrew W. Mellon, fjármála-
herra, og
James D. Davis, verkamálaráð-
herra. — Tveir hinir síðasttöldu
voru í ráðuneyti Coolidge forseta
og þjóna sömu embættum áfram.
George A. Kerson, er skrifari
forsetans. Hefir hann síðastlið-
in þrjú ár verið aðstoðarmaður
Mr. Hoovers.
* * *
Ellefu innflutninga uniboðs-
menn í Detroit, Mich., hafa verið
látnir segja af sér. Var þeim að
öðrum kosti hótað, að þeir skyldu
klagaðir fyrir eitthvert makk við
þá, sem ólöglega vínsölu stunda
og flytja áfengi til Bandaríkjanna
frá Canada.
* * *
Charles A. Lindbergh hefir ver-
ið skipaður ráðnuautur í viðskifta-
máladeild stjórnarinnar. Flug-
ferðir, sem nú eru svo mjög að
fara í vöxt, er það sem hann á
isérstaklega að hafa umsjón með.
* * *
Við almennu kosningarnar, sem
fram fara á Bretlandi nú innan
skamms, verða það konurnar, sem
mestu ráða. Það eru aðeins 38
kjördæmi í öllu landinu, þar sem
karlmenn eru í meiri hluta, og þó
ekki nema lítið eitt. Er það að-
allega í námahéruðum, þar sem
kvenfólkið hefir orðið að fara
burtu til að fá eitthvað að gera
annars1 staðar Þar á móti er
þannig ástatt í langflestum kjör-
dæmunum, að kvenfólkið er miklu
fleira og munar svo miklu sum-
staðar, að þar eru nálega 250 kon-
ur á móti hverjum 100 karlmðnn-
um. Að jafnaði eru 140 konur á
móti hverjum 100 karlmönnum,
sem atkvæðisrétt hafa, svo á því
er enginn efi, að það er aðallega
kveitfólkið, sem mestu ræður um
úrslit næstu þingkosninga á
Bretlandi. Á kvenfólkinu brezka
hvílir þvf nú mikiþ ábyrgð.
Mr. og Mrs. Emile Walters
Listmálarinn nafnkunni, hr.
Emile Walters, og frú hans Thór-
stína, komu til Reykjavíkur þann
27. febrúar síðastliðinn, eftir að
hafa fengið ágæta ferð alla leið
frá New York. Höfðu þau nokk-
urra daga viðdvöl í Lundúnum, og
sátu þar meðal annars veizlu hjá
einum háttsettum embættismanni
hins konunglega landfræðifélags.
Að lokinni dvölinni í Lundún-
um, tóku þau hjónin sér far með
loftskipi til Parísarborgar, og
höfðu þar nokkurra daga viðdvöl.
Á málverkasafninu í Rúðuborg,
er málverk eitt mikið og fagurt,
eftir hr. Walters. Er það af am-
erísku landslagi að vetrarlagi.
Stofnaði yfirmaður málverka-
safnsins til veglegs samsætis, í
heiðursskyni við þau, Mr. og
Mrs. Walters. Var þar margt
stórmenna saman komið, svo sem
borgarstjóri Rúðuborgar og frú
hans.
X
ÚTLAGI
Jeg er útlagi’ á erlendri strönd,
livort sem auðgar mig gleði’ eða sorg;
jeg er faðmvíðra fjallanna bam,
ætíð framandi’ í þrönghýstri borg.
Jeg er fjarða og sævarins son;
hvorki silfur nje gull fá mjer bætt
S skort á útsýn um ögrandi haf;
^ jeg er útlagi; hvað hef jeg grætt? |
^ Richard Beck. I
I I
I I
Fyrsti marz á Betel
1929
Fyrsti marz er ávalt hátíðis-
dagur á Betel, er sá dagur af-
mælisdagur stofnunarinnar. Nú
langar mig til að gefa yfirlit yf-
ir hvernig sá dagur leið á heim-
ilinu í þetta sinn.
Prestur heimilisins messaði þar
að morgni kl. hálf-tíu. Á hverj-
um degi er lesinn húslestur á
þeim tíma, en ætíð er það sér-
staklega kærkomin breyting, þeg-
ar presturinn messar.
í kring um kl. 2 eftir hádegið,
fór gesti að bera að garði. 1
nokkur undanfarin ár hefir kven-
félag lút. safnaðarins á Gimli
haldið upp á afmæli Betel; hafa
félagskonur þá fjölment þangað,
og boðið vinum með sér. Með-
ferðis hafa þær góðgerðir fyrir
heimilisfólk og gesti.
Klukkan hálf-fjögur safnast
fólkið svo í hina rúmgóðu setu-
stofu heimilisins. Allir vistmenn,
sem gátu farið úr herbergjum
sínum fyrir lasleika, voru þar
I viðstaddir. Gleðiblær var yfir
I öllum, allir voru nýstaðnir upp
frá kaffiborðinu, og hlökkuðu til
skemtunar, sem í vændum var.
Samkvæmt ósk kvenfélagsins
tók séra Sigurður ólafsson við
stjórn. Eftir að sálmur hafði ver-
ið sunginn, flutti hann bæn; var
svo. byrjað á skemtiskrá, sem var
að nokkru frábrugðin þvi, sem
áður hefir verið, að því leyti, að
einn maður talaði þar á ensku til
heimafólksins. Var það Judge
Cory, sem þar var staddur. Líka
tók heimafólk meiri þátt í skemti-
skránni, heldur en vanalega. Mrs.
Hinriksson talaði nokkur orð,
mintist mjög fagurlega liðinna
ára á Betel og þakkaði gestum
fyrir komuna. Þrír vistmenn
skemtu: Jón skáld Runólfsson las
tvö gullfalleg kvæði eftir sjálfan
sig; les hann kvæði sín svo sér-
lega vel, að hin mesta unun er á
að hlústa. Halldór Daníelsson
talaði mjög vel að vanda; þakkaði
kærleika til heimilisins fyr og
síðar. Jakob Briem flutti tvö
kvæði, las eftir minni “Gamli
stál” og “Sveinn dúfa”; mun
hann kunna mestu ógrynni af ís-
lenzkum! Ijóðum, þó hann láti lít-
ið á því bera.
Aðal-atriði skemtiskrárinnar var
all-langt erindi, flutt af séra Sig-
urði Ólafssyni. Mintist hann
starfs Betel á mjög fagran hátt.
Talaði um hin fjórtán ár, sem lið-
in væru síðan heimilið hefði ver-
ið stofnað. Sérstaklega mintist
hann á, hve aðdáanlega að
stjórnendur heimilisins hefðu
staðið í stöðu sinni. Forstöðu-
konurnar báðar, Mrs. Hinriksson
og Miss Júlíus, hafa verið á heim-
ilinu síðan það var stofnað.
Ráðsmaður heimilisins, Mr. Oli
Olafsson, byrjaði sitt starf litlu
síðar. Taldi séra Sigurður, að
vinsældir heimilisins væru að
mestu leyti þessu fólki að þakka,
og kvaðst hann álíta, að heimilis-
fólkið, kirkjufélagið, og ' Islend-
ingar vestan hafs stæðu í stórri
þakklætisskuld við þau. Sömu-
leiðis mintist hann heimilsfólks-
ins, og hve margar dýrmætar end-
urminningar hann mundi ávalt
geyma frá þeim átta árum, sem
hann hefði verið prestur heimil-
isins.
Margir íslenzkir söngvar voru
sungnir. Lauk ekki skemtun fyr
en kl. hálf-sex; fóru gestir þá að
búast til heimferðar. I hugum
þeirra allra mun hafa verið ein-
læg bæn til drottins um að blessa
elliheimilið Betel, blessa stjórn-
endur, starfsfólk og hið aldraða
langferðafólk, sem komið er þang-
að til að hvíla sig um hríð.
Viðstaddur.
Stutt svar
Halldór Kiljan Laxness þyrlar
upp óskapa moldviðri í Löghergi
28. febr. s.l. Augsýnilega viti fjær
af reiði, reynir hann að koma þ“í
inn hjá íslenzkum lesendum, að
ummæli min honum viðkomandi,
hafi verið árás á Upton Sinclair.
Ragmenni fortíðarinnar skutust
að baki annara, þegar hættu bar
að höndum, og svipar H. K. L.
mjög til þeirra. En nú kemur það
örþrifaráð honum að haldi, því
flestir munu hafa lesið grein
mína með dágóðu athygli. Eg var
alls ekki að andmæla Sinclair,
enda væri það til lítils í íslenzku
blaði. Fyrir Upton Sinclair ber
eg sæmilega virðingu, sem rithöf-
undi og einlægum umbótamanni,
þó ekki eigum við skoðanalega
samleið í öllum (jr’álum. Saman-
borinn við H. K. L. og aðra and-
lega “farandmenn”, er Upton Sin-
clair stórmenni. Hann dvelur í
eigin landi og er ótrauður að
segja eigin þjóð til syndanna.
Það er bjargföst sannræring
mín, að H. K. L. hefði hæglega
getað skrifað um Upton Sinclair
á fimtugsára afmæli hans, án
þess um leið að gera tilraun til
að brennimerkja Bandaríkjamenn
(og Bandaríkja-íslendinga) sem
“fífl” og “bjálfa”. Borinn og
barnfæddur hér í landi, af ís-
lenzkum uppruna og mörgum af
íslenzkum þegnum þessa lands
nákunnugur, leyfi eg mér að full-
yrða það, að all-flestir séu þeir
vakandi fyrir öllum þeim málum,
er miða til þjóðþrifa — málum, er
H. K. L. hnoðar í eitt stórt orð:
“þjóðfélagsmál”. Mér fanst lýs-
ing H. K. L. á Bandaríkjamönnum
svo ófögur, að eg afréð strax að
hefja andmæli gegn slíku fargani.
Og ekki var það tiltæki mitt til
einskis, því n ú segist H. K. L.
ekki óttast Bandaríkja-íslendinga,
‘jafnskynsamir og þeir flestir
eru”! Bandaríkja bjálfarnir eru
alt í einu orðnir of skynsamir, til
að taka mark á orðum þess
manns, sem tók málstað þeirra,
þegar á þá var ráðist!
Hvaða “manneskja” O. T. J.
er, kemur málefni því, er fyrir
liggur, ekki nokkurn hlut við.
Hvort hans er að nokkru getið í
bókmentum Canada og Bandaríkj-
anna, er umræddu máli algerlega
óviðkomandi. Eða hvað myndi
H. K. L. halda um það, ef O. T. J.
tæki að spyrja: Hver er Halldór
Kiljan Laxness? Hvaða menta-
stofnanir veraldar hafa sæmt
hann heiðri fyrir framúrskarandi
námshæfileika og lærdóm? Var
ferill hans við Mentaskólann í
Reykjavík (svo við nefnum ekki
háskólann) rósum stráður? Myndi
H. K L ekki telja þær spurningar
út i hött — og hefði hann þar
ekki rétt fyrir sér? Vissulega
hefir maður þessi lítið kynst
blaðamensku Bandaríkjanna, því
annars væri hann tekinn að átta
sig á því, að persónulegar skamm-
ir auðga ekki málstað hans. Gæti
hann í þeim efnum mikið lært af
Upton Sinclair.
H. K. L. þykist ekki skilja orð-
ið “sjálfmerkur”. Væri leitt, að
láta hann vaða lengi í þoku í þeim
Hon. W. D. Euler
Skattamála ráðgjafi sambands-
stjórnarinnar.
sökum. Orðið sjálfmerkur á við
þann mann, sem sífeldlega reynir
að upphefja sjálfan sig og trana
sér fram, þar sem umgetningar
eða frægðar er von, jafnvel þó
hver sú tilraun mishepnist. Vilji
H. K. L. að eg útskýri fyrir hon-
um orðið “sjálfmentaður”, þá er
guðvelkomið að eg segi honum
kafla úr æfisögm minni.
Langmáll er H. K. L. um vin-
sældir Upton Sinclairs í Evrópu.
Grunur minn er, að margur
Bandaríkja-íslendingur brosi dátt
í kamp að þeim “vísdómi.” En
ekki mega menn kippa sér upp við
það, að H. K. L. ristir ekki dýpra
en þetta. Ef til vill er hann ekki
bráðþroska, og hlýtur að dvelja
lengur hérlendis, áður en hann
botnar nokkuð í því, að þær svo-
nefidu “vinsældir” séu nátengdar
óhug og ö f u n d Evrópu í garð
Bandaríkjanna. Hið unga land í
vestri, er nú skotspónn ment-
aðra((?) uppskafninga í allflest-
af löndum Evrópu. Við Banda-
ríkja menn óttumst ekki að bíða
og sjá hvað setur.
Eg hefi lesið mikið af skrifum
H. K. L. og dáist lítið að. Undan-
skilja vil eg þó eina ritgerð eftir
hann í íslenzkum blöðum. Og þó
ótrúlegt sé, hefi eg grúskað tölu-
vert í bókmentir (og félagsmál)
Canada og Bandaríkjanna. Verka-
félags meðlimur þeirrar stéttar,
er eg tilheyri, hefi eg að líkindum
verið í eins mörg ár og H. K L.
hefir á skóla gengið. Af eigin
reynslu staðfesti eg því, að
verkamannastéttir þessa lands líti
tortrygnisaugum á þá “sjálf-
kjörnu” leiðtoga, sem tilheyra
engum félagskap og eru eins og
talandi úti- á þekju í öllum henn-
ar málum. Við, alþýðumenn
Bandaríkjanna, berum sáralítið
traust til “gangandi kjaftavéla”
— manna, er stefna í átt til einka-
auðs og frama í bókum og blöðum.
Fúslega viðurkenni eg van-
kunnáttu í “frumatriðum” ís-
lenzks talsháttar! Við, Vestur-
íslendingar, hlójtum að baglast
við þá íslenzku, sem við kunnum
og höfum viðhaldið gegn um þykt
og þunt — af rækt til feðra og
mæðra og ættlandsins góða. Það
má vel vera, að H. K. L sé há-
lærður málfræðingur, sem kapp-
kostar að vera “eftirspurðastur”
allra rithöfunda; gerir mun á ó-
hreinum bjálfum og “hreinum”
og er maður, sem “biðst undan
gaspri”! Eg áskil mér rétt til
þess, á meðan sérkennilegur rit-
háttur (style) er ekki úr gildi
numinn, að hanga við það, sem
eg hefi tamið mér — alveg eins
og H. K. L. hangir á afar sér-
vizkulegri réttritun.
En alt þetta er óviðkomandi
deilumálinu, og hefði mér ekki
dottið í hug að fara út í þessa
sálma, ef H. K. L. hefði ekki haf-
ið þann leik að fyrrabragði.
O. T. Johnson.
Hinn 4. þ. m. andaðist að heim-
ili sínu við Brú í Argyle-bygð,
Albert Oliver, nálega 67 ára gam-
all. Var hann einn af hinum
eldri bændum bygðarinnar. Vin-
sæll maður og vel kyntur og
;drengur góður. Vænt^nlega verð-
] ur hans síðar minst frekar.
s>
VIKIVA
Eftir Guðmund Kamban.
Að ofan helkaldar stjörnur stara
með strendu sjáaldri úr ís
á funakoss milli kaldra vara,
svo kaldri að andi manns frýs.
Og máninn skín á oss skyldurækinn,
vill skilja milt okkur við.
Við stöndum tvö hér við Tunglskinslækinn,
og teljum áranna bið.
En ég er feimin, með jörpum lokkum,
og ég er saklaus og fróm,
í brúnum upphlut, á bleikum sokkum,
og blásteinslituðum skóm . . .
Hvað tjáir mildi þín, tunglið ríka,
hvað tjáir skjöldur og sigð?
Hann vildi fá mig og fékk mig líkai—
hann fór með dygð mína og hrygð.
Daginn eftir til allrar furðu
ég ennið frjálslega bar.
Og allar stöllur þver aðra spurðu,
en engin stalla fékk svar.
Þær áfram töldu til átta og níu,
það alt var mánaðatal —
en þegar þær höfðu talið tíu,
þá týndist alt þeirra hjal.
Svo kom stundin, með sól á bárum,
er Sörli fór út í lönd.
Eg sat eftir sem álft í sárum
þau ár, sem nú fóru‘ í hönd . . .
En heyri ég síðan í iSörla nartað,
þá sé ég tungl skína í sigð,
og ljósblátt auga, sem lykst um hjartað
og lofar eilífri trygð.
Vappar ósyndur ungi á bakka
með augun blikandi af þrá:
en sumir þora ei til þess að hlakka,
sem þeim er annast að fá.
Gegn svo mörgu, sem guð þeim sendir,
menn gera kvíðann að hlíf,
og kvíða oft því, sem aldrei hendir,
og enda í kvíða sitt líf.
Sörla beið ég, og síglöð undi
við síðustu orð hans og heit,
og bjó mig undir að fagna hans fundi
í fjarlægri, íslenzkri sveit.
Brenni jörð undir berum fótum, *
og blikni sól í þeim eim:
aldrei skifti eg við annan hótum,
því eitt sinn kemur hann heim.
Þót heyri ég sögur af honum, frúnni,
með húsum, görðum og trjám,
ég leik mér áfram og lifi í trúnni,
unz lýgin gengst upp að hnjám.
Ef Sörli hefir á svikum lumað,
þá sýnið mér þennan streng:
þá fyrst skal é g hætta að geta gumað
af góðum íslenzkum dreng.
Margur leitar þess alla æfi,
sem átt gat hann hverja stund.
Margur heldur, sá markið hæfi
sem mat sér annara pund.
Margur beið þess, að Guð sér gæfi
það gull, sem lá í hans mund:
Sá er fátækur alla æfi,
sem ekki á barnglaða lund.
Rík var gjöf sú. er gaf mér drottinn:
að gleðjast vorlangan dað
við litla týsfjólu, túnin sprottin,
og tístað sólskríkjulag,
og vetrarmorgun við marr á grundum
sem magnar sérhverja taug,
með hélu á rúðum, og svell á sundum
og sól í steingeitarbaug.
Hvað er ártalið, eitthvað lætur
í eyrum mér, færist nær . . . ?
Hjartað syngur og hjartað grætur,
og hjartað tryllist og slær.
Hófatök berast heim að bænum,
þau hóftök ein þekki ég —
ég fer mér stilt eftir grundum grænum,
og gesti mínum í veg:
Vantraust Guðrúnar, vonsvik Kjartans
eð vopnum enda sinn fund.
En þetta er vísan um vissu hjartans,
og vonglaða íslenzka lund . . .
Stína rakar, og Bjössi bindur,
og bóndinn hirðir sinn arð.
Nú er sólskin og sunnanvindur,
og Sörli ríður í garð.
— Lesb. Mgbl.
misiiiniiniiiiiii;K!nsiniiiji!;iiiiiiiiBi!naniiii!iiii!utiiiai&iiiiiiniHiiii;ii!a'S!iiiiiiiiii