Lögberg - 04.04.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 04.04.1929, Blaðsíða 1
42 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 4. APRÍL 1929 NÚMER 14 f?o<--->oc <i=>0 oo<=>o<~n>ocz=>ocrr>oc Helztu heims-fréttir >ocr>oc=>ocz>oc z>odJ Canada Sir Tjomer Gouin, fylkisstjóri í Qiuebec, andaðist hinn 28. marz síðastliðinn. Var hann einn af atkvæðamestu stjórnmálamönnum Frakkanna í Quebec. Hann var um eitt s-keið forsætisráðherra í Quebec-fylki, síðar dómsmála- ráðherra í sambandsstjórninni og nú síðast fylkisstjóri. * * * iSkömmu eftir að Manitöba- þingið kom saman í vetur, bar John Queen, verkamanna leið- togi, fram þá tillögu, að skipuð sé sérstök þingnefnd til að rannsaka samninga stjórnarinnar við Win- nipeg Electric félagið viðvíkjandi Sjö-systra-fossunum. Var litið á tillögú þessa, sem nokkurs kon- ar vantrausts yfirlýsingu gegn stjórninni. Á þriðjudaginn í þess- ari viku greiddi þingið atkvæði um tillöguna og féll atkvæða- greiðslan þannig, að 19 atkvæði urðu með tillögunni, en 31 atkv. á móti. Var tillagan þannig feld með 12 atkvæða mismun. Fimm þingmenn frjálslynda flökksins greiddu atkvæði með stjórninni, en sá sjötti, Skúli Sigfússon frá St. George, greiddi atkvæði móti stjórninni og með tillögunni. All- ir þingm. íhaldsflokksins greiddu atkvæði með tillögu Queens og sömuleiðis J. W. Pratt, sem nú er nýgenginn úr stjórnarflokknum. Á atkvæðagreiðslu þessa er litið sem traustsyfirlýsingu til stjórn- arinnar. * * * Sir Hugh John Macdonald, lög- regludómari, andaðist að heimili sínu í Winnipeg, að morgni dags á föstudaginn langa, 29. marz. Hafði hann legið veikur um mán- aðartíma. En alt til þess tíma gegndi hann dómarastörfum sín- um daglega, þrátt fyrir sinn háa aldur, því hann var fullra 79 ára að aldri, þegar hann lézt. Jarð- arförin fór fram á mánudaginn, undir umsjón hins opinbera, og mun hafa verið ein hin allra fjöl- mennasta jarðarför, sem nokkurn tíma hefir fram farið í Winnipeg. Sýnir það meðal annars hinar af- ar miklu vinsældir, sem hann naut í þessari borg og þessu fylki. Sir Hugh John var sonur hins mikla stjórnmálaskörungs, Sir John A. Macdonald’s, sem var fyrsti forsætisráðherra í Canada. Til Winnipeg kom hann á ungum aldri og átti hér jafnan heima eft- ir það. Hann var lögfræðingur °g stundaði lengi málafærslu og önnur lögmannsstörf. Við stjórnmálum gaf hann sig all-mikið og hafði jafnan mikinn áhuga á þeim málum. Hann var eitt sin sambandsþingmaður og innanríkisráðherra, og um stutt skeið var hann forsœtisráðherra Manitoba-fylkis, en sagði því em- bætti af sér, til að sækja um sam- bandsþingmensku í Brandon kjöf- dæmi, en tapaði kosningu fyrir Sir Clifford Sifton. Hætti hann þá að gefa sig við opinberum mál- um. Árið 1911 var hann skipað- ur lögregludómari í Winnipeg og gegndi því embætti jafnan síðan. Með ISir Hugh John Macdonald er í val hniginn einn af hinum merkilegustu og allra vinsælustu mönnum þessa fylkis og þessa lands. Hann var prýðilega vel gáfaður maður og hafði djúpsetta þekkingu í lögfræði og stjórnmál- um. En góðgirni hans, réttlætis- tilfinning og hans afar vinsamlega viðmót við alla jafnt, mun hafa unnið honum mestar og varan- tegastar vinsældir. Sir Hugh John var allra manna alþýðleg- astur höfðingi. Hann var “gentle- man” í þess orðs beztu merkingu. Frá Islandi Úr Húnaþingi 25. febr. Tíðin óminnilega góð til þessa, jörð oftast auð, þó að snjó festi, er hann horfinn næsta dag. Hefir bifreiðaferðum oftast verið hald- ið uppi frá Blönduósi í flesta hreppi sýslunnar. Sömuleiðis til Hvammstanga og suður undir Holtavöruheiði. Frézt hefir, að bifreiðum muni fjölga að mun á Blönduósi í vor. Nú eru þar fimm vöruflutnings bifreiðir. Heilsufar hefir verið misjafnt, afleiðingar af mislingum og in- flúensu víða alvarlegar, þó ekki valdið manndauða, en allmikilli veiklun. Nú er inflúensan hér í annað sinn. Hefir fjöldl manna veikst á Sauðárkróki, að því er Símfregn hermir í dag. Fénaðarhöld hafa verið fremur góð, en þó misjöfn. Vart hefir orðið lungnaveiklunar í sauðfé og drepist sumstaðar, einkum á tveim bæjum, Enni í Refasveit og Kistu í Vesturhópi. Heyfengur frá síð- astliðnu sumri reynist ódrjúgur— heyin létt og gjafafrek. Fiskafli á Húnaflóa hefir ver- icf í allan vetur, þegar gefið hef- ir á sjó. í síðastliðnum júlímánuði þing- aði sýslumaður Húnvetninga í vínbruggunarmálinu á Gilhaga í Vatnsdal. Meðgekk konan, að bóndi hennar hefði eitthvað feng- ist við vínbruggun, en lítið. Lá svo mál þetta í þagnargildi, þar til í síðastliðnum janúarmánuði, að réttarhöldum var haldið áfram á ný. Þann 16. des. s.l., voru haldnir t fundir á Blönduósi, til að koma á fót búnaðarsamböndum fyrir sýsl- una. Hefir og frézt, að búnaðar- félögin hafi í hyggju, að halda úti á næsta vori vinnuflokkum.— “Kaupskrúfan” sverfur allsstað- ar að, svo að útlit er fyrir, að dragi úr framkvæmdum. Heyrst hafa raddir um, að brýn nauðsyn væri á, að fá heimildarlög um er- lendan verkalýð — og enn fremur lög um gerðardóm í atvirinudeilu- málum. Þann 16. des. var stofnað félag á Blönduósi, er nefnir sig “Fram- farafélag Húnavatnssýslu.” Stjórn þess skipa: Jón Pálmason, Sigur- geir Björnsson Orrastöðum, og Hafsteinn Pétursson, Gunnsteins- stöðum. Hoepfnersverzlun hætti um áramótin á Blönduósi, eftir að hafa verið rekin þar í fjörutíu og níu ár. Hefir hún notið trausts héraðsbúa, reynst áreiðanleg, enda alla tíð verið stjórnað af valinkunnum mönnum. Bændur á fjórum jörðum í Vatnsdal ætla á næsta vori að koma á hjá sér Vatnsveitu úr Kornsá. Vari mælt fyrir henni á síðastliðnu sumri. Jarðirnar eru Kornsá, Gilsstaðir, Helgavatn og Flaga. Frézt hefir úr Vatnsdal, að bændurnir í Grímstungu, Hauka- gili, Undirfelli og Kornsá hafi f byggju að láta athuga árnar Álftaskálaá og Kornsá, með raf- virkjun fyrir augum. Ungur maður hér í sýslu, Pétur Einarsson frá Ytra-Hóli á Skaga- strönd, hefir um stutt skeið feng- ist við að endurbæta hitunartæki heimila. Hefir hann í lok þessa mánaðar sett upp þrjátíu mið- stöðvartæki hér í sýslu, og þess utan nokkur í Skagafjarðarsýslu. Margar miðstöðvarnar hefir hann pantað sjálfur og selt mönnum þær niðursettar, mun ódýrara en annars var kostur. 'Svona menn eru þarfir héraði sínu. f síðastliðnum janúarmánuði kom hingað í sýslu erindreki stór- stúku Goodtemplara, en ekki hef- ir sá, er þetta ritar, frétt hvort honum hefir orðið nokkuð á- ágengt. Trúar- og kirkjulíf má telja frekar dauft, enda fátt gert til þess að koma hreyfingu áí það. Kirkjunni stjórnað um alt land eftir 30 ára gamalli löggjó'f. Þar við situr. Barnafræðslu mun víða mega telja í sæmilegu lagi og sumstað- ar ágætu, Er víða ekkert til spar- að, að hún geti komið að sem fylst- um notum, enda er kostnaðurinn við hann orðinn mikill. Helzt er spurningin um það, hvort kennar- arnir Séu yfirleitt vaxnir starfi sínu. — Kvennaskólinn á Blöndu- ósi er mjög vel sóttur og getur sér nú hið bezta traust. Frézt hefir, að forstöðukona skólans, ungfrú ‘Kristjana Pétursdóttir frá Gautlöndum, ætli að hverfa frá honum til átthaganna, og hafi tekið stöðu við Laugaskólann. Er hin mesta eftirsjá að henni og vandfylt sæti hennar. Hún hefir notið trausts bæði nemenda sinna og héraðsbúa og mun liifa hér Iengi í endurminningu þeirra, er þektu hana. Dánir merkismenn. — Jónas Jóhannsson, bóndi á Kistu í Vest- urhópi, andaðist 10. nóv 1928. — Guttormur Stefánsson, Síðu, Víði- dal, 11. nóv. 1928; ættaður úr Fljótsdalshéraði.— Jóhannes Sig- fússon, Hnausum, d. 7. nóv. 1928; ættaður úr Eyjafirði. — Jóhann- es Þorvarðsson, Þórormstungu, dó 12. nóv. 1928, nær 80 ára. Framtíðarhorfur. — Mikill á- hugi er fyrir því hér í sýslu,' að endurbæta akvegi og síma. í sum- um hreppum komið á vegasam- þyktum, Áshreppi og víðar. Enn- fremur hefir frézt, að Miðfirðing- ar vonist nú eftir því, að Mið- fjarðar símalínan verði lögð á næsta sumri. Hafa þeir mikinn áhuga á því, að koma bifreiðum sem lengst um héraðið, til flutn- inga og ferðalaga, fer því síminn að verða| þeim nauðsyn á við- skiftasviðinu, auk þess sem hann er lífsnauðsyn fyrir afskekt hér- að í heilbrigðismálum. Blönduósi 23. þ. m. Þangað sótti allmikið af ifólki, einkum yngra fólk. Hver árangurinn verður, sýnir ókomni tíminn. Útvarpstækin. — Móttökutæki eru nú komin á Skagaströnd, Blönduós, Haukagil, Hvamms- tanga, að Stöpum og ef til vill víðar. Hafa menn á stöðum þess- um hina mestu ánægju og gagn af útvarpinu, bæði af veðurskeyt- unum og ifréttum þeim, sem Fréttastofan safnar saman og út- varpað er. Þetta er stórt menn- ingaratriði og á mikla framtíð fyrir hendi í okkar strjálbygða landi. Heimilin, sem víðtækin hafa, munu hafa ánægju aif því líka, að hlusta á fréttir úr sínu eigin héraði; finst þá síður, að héraðið sé eins g dauður depill í fréttakerfi landsins.—Vísir. Frá Betel Það var gleðidagur mikill á gamalmenna heimilinu Betel síð- astliðinn skírdag, eftir hádegi, því þá heimsótti félag sameinuðu bænda kvennanna frá Minerva, á- samt boðsgestum sínum, heimilið. Um klukkan 2-3 var sezt að kaffi, súkkulaði, appelsinum og allskon- ar ágætustu bakningum í borðsal heimilisins, og voru þessar ríku- legu veitingar framreiddar aif fé- lagskonunum og ungmeyjum þeim, sem þær höfðu boðið sér til aðstoðar, ásamt kvenfólki því, sem starfrækir heimilið, og streymdi frá andlitum þeirra ylur kærleika og kurteysi. Er lokið var þessum höfðing- legu veitingum, fóru allir, sem viðstaddir voru, fram í samkvæm- issalinn, voru þá sungnir ýmsir þjóðsöngvar vorir. Aðal ræðu- maður var kafteinn Baldvin And- erson; mæltist honum snildar- lega vel. Gekk ræða hans mest út á stofnun heimilisins og mint- i-t hann í því sambandi með mikl- um hlýleik séra Jóns heitins Bjarriasonar og konu hans, frú Láru, sem tekið hefðu sig, svang- an og umkomulítinn dreng upp á kærleiksarma sína og komið sér í tölu kristinna manna. Frú Ásdís Hinriksson þakkaði, með vel völdum orðum, félagskon- unum ifyrir ástúð þá og kærleika, sem þær hefðu auðsýnt Jieimili þessu tíu ár samfleytt, og valið skírdag hvers árs til heimsóknar heimilis gamla fólksins. Að því loknu bjuggust þessir aufúsugestir til heimfarar, og blessar nú öll Betel komu þeirra með þúsundfaldri þakklátssemi og árnaðaróskum. Á páskadaginn 31. marz 1929 —Viðstaddur. DR. B. J. BRANDSON Á læknaþingi því, sem fyrir skömmu var haldið hér í borg- inni, var Dr. B. J. Brandson, kjörinn forseti Manitoba-deildar hins ameríska læknafélags. Ber þetta, meðal annars, ótvíræðan vott um hið mikla traust, er Dr. Brandson í hvívetna nýtur, Séra Jónas úthýsir sannleikanum Eg hefi sannfrétt það, að í reiðilestri þeim, er séra Jónas A. Sigurðsson flutti á síðasta þingi Þjóðræknisfélagsins, hafi hann staðhæft það, að eg hafi sagt sér, að enginn minsti vafi sé á því, að Ingólfur Ingólfsson sé sekur um morð það, er hann var kærður og dæmdur fyrir. Staðhæfingu þessari var fagnað með dynjandi lófaklappi. Eg veit ekki hvort er viðbjóðs- legra, að hugsa sér svona ósann- orðan mann í prestsstöðu, eða hitt, að á þingi þess félags, sem telur sig fjárhaldsrsíKim o»r vv.’nd- ara Ingólfs, skuli fagnað með hamslausum gleðilátum “opinber- un,” sem á að sanna það, að skjól- stæðingur félagsins sé áreiðan- lega sekur morðingi, sem enga uppreisnarvon eigi, og því geti aldrei að eilífu þvegist af hinni íslenzku þjóð sá blettur, sem á hana var settur með því, að Is- lendingur var fundinn sekur um morð og dæmdur til lífláts. Mikill kristilegur kærleiki og sönn þjóðrækni kemur hér í ljós! Hvað staðhæfingu séra Jónas- ar áhrærir, þá sjá allir, að þar er aðeins um annaðhvort af tvennu að ræða: Annaðhvort er hann hér að segja frá einhverju því, er eg á að hafa sagt hon- um í trúnaði, og er hann þá ódrengur af versta tagi. Að öðr- um kosti er hann að fara með vís- vitandi og tilhæfulaus ósannindi, og þarf þá ekki að taka fram hvað vandaður hann er. Hvern kostinn, sem menn kjósa heldur, getur það naumast skoðast sem nokkur verulegur uppsláttur fyrir séra Jónas. Aðal gildi þessarar opin- ’berunar séra Jónasar er það, að hann hefir hér greinilega opin- berað sinn innri mann, þeim, sem ekki hafa hingað til átt kost á að kynnast honum til muna. Mér hefir aldrei komið til hug- ar að gera séra Jónas að trúnað- armanni mínum. Til þess eru góð- ar og gildar ástæður. Eg er fædd- ur og uppalinn í íslenzku bygð- inni í iPembina County í Norður- Dakota og því einmitt á þeim stöðvum, þar sem séra Jónas er mest þektur og minst metinn. Frá barnsaldri hefir mér verið kunn- ugt um almenningsálitið á honum í þeirri bygð. Mér eru enn í fersku minni hinar eftirminni- legu lýsingar Magnúsar heitins Brynjólfssonar á honum. Þær höfðu varanleg áhrif á mig og urðu til þess að vekja hjá mér van- traust á séra Jónasi, því bæði var það, að eg mat Magnús mikils, og svo vissi eg einnig, að hann hafði öðrum fremur átt kost á því að sjá ofan í séra Jónas og kynnast hans innra manni. Mér var einn- ig kunnugt um þann haturshug, er séra Jónas bar til frænda míns, séra Friðriks heitins Bergtmann, og eg vissi mæta vel, að enginn, sem stóð séra Friðrik eins nærri eins og eg, gat búist við neinu góðu frá séra Jónasi. Eg hefi því aldrei borið það traust til hans, að mér hafi dottið í hug að gera hann að trúnaðarmanni mínum í einu eða neinu. Staðhæfing séra Jónasar um, að eg hafi sagt sér, að enginn minsti vafi sé á því, að Ingólfur sé sekur, er með öllu ósönn og er eintómur heilaspuni og tilbúning- ur hans sjálfs, sem hefir ekki hið minsta sannleikskorn að geyma. Eg neyðist því til þess að lýsa hann ósannindamann að henni. Að þvi get eg lagt dýran eið, hvar sem er og hvenær sem er, að eg hefi aldrei sagt honum né neinum öðr- um lifandi manni, að eg áliti Ingólf ’sekan! Eg heii forðast að fullyrða nokkuð um sekt eða sak- leysi hans, því hér er aðeins um líkur en ekki um sannanir að ræða og því ómögulegt fyrir mig né nokkurn annan mann, sem finnur til ábyrgðar orða sinna, að vera með nokkrar fullyrðingar um það. Hinu hefi eg haldið fram, og held fram enn, að hann hafi verið dæimdur eftir svo haldlitlum lík- um, að það sé fyrir eintóma hand- vömm, að mál hans fór eins og það fór, og, að hefði hann notið viðunanlegrar lögmannshjáTpar við réttarhaldið, liefði hann að mínu áliti verið dæmdur sýkn saka. Það er sorglegt að hugsa til þess, að Ingólfsmálið eigi að vera í höndum séra Jónasar á yfirstand- andi ári, því, ef miðað er við það, sem á undan er gengið, er naumast hægt að vonast eftir nokkrum árangri, er Ingólfi verði til blessunar. Það liggja þegar þrjú afreksverk eftir séra Jónas í þessu Ingólfsmáli, hvert öðru dásamilegra: (1) Hann tók að sér að ganga úr skugga um and- legt heilbrigðisástand Ingólfs, og skýrði svo frá því á þingi Þjóð- ræknisfélagsins árið 1926, að Ing- ólfur sé andlega heilbrigður. Þetta sannaði skýrsla Árna G. Eggertsons, lögmanns, á síðasta þingi, að er ekki satt. (2) Hann ráðlagði Þjóðræknisfélaginu á þingi þess árið 1926, að taka af- gang Ingólfssjóðsins til þess að byggja félaginu skemtihölL Nú er félagið, fyrir tilstilli góðra manna, búið að átta sig á því, að slík ráðstöfun á fénu er blátt á- fram ólögleg og er því búið að skila því aftur, þrátt fyrir mót- spyrnu séra Jónasar. (3) Nú er hann, með því að leggja mér orð í munn, sem eg hefi aldrei talað, að reyna að sanna, að Ingólfur sé sekur. Hvað skyldi þessum dánu- manni hugkvæmast næst að gera Ingólfi til styrktar? Að síðustu vildi eg mælast til þess við séra Jónas og aðra spena- menn, sem finna hjá sér óviðráð- anlega löngun til þess að seilast í mannorð mitt, fyrir þá ástæðu eina, að eg gerði tilraun til að venja þá undan, að þeir láti það vera, að gera það á kostnað um- komuleysingjans og olnboga- barnsins Ingólfs Ingólfssonar. Hjálmar A. Bergman. Áttavitar Ingólfsmálið. 1. íslendingur er kærður um morð, fundinn sekuV og dæmdur til dauða; hann heitir Ingólfur Ingólfssonar. 2. Stjórn Þjóðræknisfélagsins gengst fyrir almennum fundi ís- lenzkra borgara í Winnipeg til þess að ræða málið. 3. Ástæðurnar fyrir fundinum eru tvennar: (a) Maðurinn hefir verið dæmdur eftir veikum líkum, en engum beinum sönnunum, og haft ófullkomna málsvörn. Það þykir óhæfa, að hann sé líflátinn, nema því aðeins, að fullkomnar sannanir séu fyrir sekt hans. — (b) í fimtíu ára sögu Vestur-ís- lendinga hefir aldrei morðblettur fallið á nafn þeirra; þeir vilja því afnema þann blett, sé það hægt með réttu. 4. Nauðsynlegt er, að ráða bezta og færasta lögmanninn, sem völ er á til þess að taka málið að sér. í einu hljóði biður fundur- inn H. A. Bergman að takast það verk á hendur, og verður hann við þeirri bón. 5. Fundurinn samþykkir að safna fé með almennum samskot- um til þess að standast þann kostnað, sem af málinu leiði. Samskotaféð verður yfir $4,000. 6. Nefnd manna er kosin á fun'dinum, til þess að hafa málið með höndum og eru það sömu mennirnir, sem skipa stjórn Þjóð- ræknisfélagsins. Nefndinni er falið að gera alt, sem í mannlegu valdi stendur Ingólfi til hjálpar. 7. Málið er of seint tekið upp, til þess að það fáist rannsakað að nýju, því áfrýjan hefir þegar ver- ið neitað. En Bergman fær dóm- inum breytt í fángelsisvist — til þess að byrja með. 8. Allir lofa lögmanninn fyrir það, hversu vel og giftusamlega hann hafi höndlað máÞ-?s 9. Þegar Bergman hefir frels- að manninn frá lífláti, er starfi hans lokið að svo stöddu. 10. Hann heldur því fram, að líkurnar fyrir sekt Ingólfs séu veikar og margt bendi til þess, að hann geti verið saklaus. Sömu- leiðis kveður hann það sannfær- ing sína, að fanginn sé ekki með fullu viti. 11. Hann skrifar nefndinni, sem málið hefir með höndum, og kveð- ur þess þörf, að meira sé reynt að gera fyrir fangann: til þess að byrja með þurfi nefndin að gangast fjmir læknisskoðun. 12. Tímar líða og ekkert er að- hafst; ekki skeytt ráðleggingu lögmannsins. 13. Ingólfsnefndin afhendir það, sem eftir er af samsikotafé Ing- ól'fs, í hendur Þjóðræknisfélags- ins. Nefndin skilar aldrei af sér til almennings, sem kaus hana. 14. Þjóðræknifélagið tekur féð, eftir bendingu foreta síns, og á- kveður að byrja með því sjóð til húsbyggingar fyrir sjálft sig. 15. Þessu er harðlega mót- mælt af Árna lögmanni Eggerts- syni og mörgum öðrum. Neita þeir því algjörlega, að félagið hafi nokkra heimild til sjóðsins. 16. Deilur vakna um heim- ferðarmálið; stefnu heimferðar- nefndar Þjóðræknisfélagsins við- víkjandi styrkbeiðni, er mótmælt og sjálfboðanefndin myndast und- ir forystu Dr. Brandsons. 17. H. A. Bergman er sá, er mest og bezt berst á móti styrk- fargani heimferðarnefndarinnar. 18. Verjendur styrkstefnunnar taka það ráð, að ræða sem minst um málið sjálft, en blanda Ing- ólfsmálinu inn í deiluna með dylgjum og glósum. Lítur út fyr- ir, að þetta sé gert í þrennum tiL gangi: a) Til þess að reyna að draga athygli almennings frá styrk- beiðninni, sem flestir eru and- stæðir. b) Til þess að reyna að gera Bergman tortryggilegan og veikja þannig áhrif hans í baráttunni á móti styrknum. c) Til þess að reyna að láta fólk trúa því, að andstæðingar styrks- ins séu óvinir Þjóðræknisfélags- ins. 19. Þá tekur sig til Jónas Páls- Frú Thorstína Jackson Walters flytur erindi í Reykjavík. Samkvæmt íslandsfregnum, flutti frú Thorstína Jackson Walters, fyrirlestur um heimför Vestur- íslendinga 1930, í Nýja Bíó í Reykjavík, þann 7. marz síðast- liðinn. Þann 11. marz flutti dag- blaðið “Vísir”, eftirfylgjandi fregn: “Erindi frú Torstínu Jack- son Walters, var svo vel sótt, að fjöldi manna varð frá að hverfa. son, og skrifar blátt áfram um þessar dylgjur. Sýnir hann fram á þrent: a) Að allir hafi undantekning- arlaust lokið lofsorði á Bergman fyrir meðferð hans á málinu. b) Að Ingólfsnefndin hafi hætt skyldustörfum sínum í miðju kafi og brugðist trausti íslendinga. c) Að Þjóðræknisfélagið hafi tekið samskotaféð í sínar hendur heimildarlaust. 20. Um þetta er svo deilt. Jón- as Pálsson, H. A. Bergman, A. B. Olson og fleiri halda því fram, að svikist hafi verið um að gera fyr- ir Ingólf alt serii gera bæri og unt væri. — Séra R, Kvaran, S. H. frá Höfnum o. fI., neita þessu. Hinir síðartöldu kveða Þjóðrækn- isfélagið eiga afgang samskota- fjárins; hinir neita því. 21. Árni lögmaður Eggertsson er sendur af Þjóðræknisfélaginu vestur til Prince Albert, til þess að fá fréttir af Ingólfi. Flytur hann þær skýrslur, að eftir áliti fangavarðar og fangelsislæknis, sé Ingólfur ekki með fullu viti, en meinlaus — hafi ekki meiri skyn- semi en 8—12 ára gamalt barn. Þetta er það sama, sem Bergman hefir haldið fram frá því fyrsta. 22. Joseph Thorson lögmaður tilkynnir forseta Þjóðræknisfé- lagsins, að það hafi enga heim- iid til þess að nota lé pao, sem safnað var, i öðru skyni en Ing- ólfi Ingólfssyni til liðs og líkn- ar; er þetta í nákvæmu samræmi við skoðun Bergmans og Jónasar. 23. Að þessum upplýsingum fengnum, samþykkir Þjóðræknis- þingið í einu hljóði að skila fénu aftur; færa það úr byggingarsjóði í varnarsjóð Ingólfs Ingólfsson- ar: með öðrum orðum, skila sjóðn- um aftur þangað sem það tók hann. 24. Með þessu ætti deilunni um sjóðinn að vera lokið. Þjóðrækn- isfé’lagið sá þann kostinn vænst- an, að kannast við yfirsjón sína og skila aftur því fé, sem það átti ekki, áður en það yrði neytt til þess með málsókn. 25. Nú er það næsta fyrir Ing- ólfsnefndina að ráða við sig, hvað hún geti gert fyrir ógæfu- manninn Ingólf Ingólfsson. Fyrsta sjálfsagða sporið er læknisskoð- un, og hefir verið bent á Dr. Mathers til þess. 26. a) Ekki síður nú en áður er það óhæfa, að maður líði án þess að víst sé um sekt hans, ef að verður gert. b) Ekki síður nú en áður, er það sjálfsagt, að "þvo morðblettinn af íslendingum, ef nokkur ráð eru til þess. Sig. Júl. Jóhannesson. ■K m—■■—■■—■■——..—..—..—~—-—■+ Or bænum +------------------------——■"* Séra Rúnólfur Marteinsson ferð- aðist til Piney, Man., síðastliðinn fimtudag og flutti þar tvær guðs- þjónustur á föstudaginn langa, aðra á íslenzku, hina á ensku, og var góð aðsókn við báðar guðs- þjónusturnar. Séra Björn B. Jónsson, D.D. pré- dikaði i fyrsta sinn á páskadags- morguninn eftir uppskurð ]iann. sem gerður var á honum fyrir hér um bil mánuði síSan, og sem .getið hefir verið hér í blaSinu. Þær góðu fréttir getur Lögberg flutt les- endum sínum, að Dr. Jónsson hefir nú fengið fullan bata og getur nú gegnt em’bætti sínu eins og áður. Séra Steingrimur N. Thorláksson og frú hans, komu til borgarinnar á laugardaginn frá Minot, N.D., þar sem þau hafa dvalið að undanfömu. Séra Steingrímur prédikaði í Fyrstu lútersku kirkju á páskadagskveldið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.