Lögberg - 04.04.1929, Síða 8

Lögberg - 04.04.1929, Síða 8
Bls. 8. LÖGBERG FIMTUDAGINN 4. APRÍL 1929. RobínHood PLíOUR EF ÞÉR hafið í hyggju að byggja, þá tryggið yður hjá oss TIMBUR The Mc.Arthur Lumber & Fuel Co., Ltd. Cor., PrinccBs & Higgins Avc., Winnipegr. Simi 86 619 Gerir brauðið hvítara og léttara, en hœgt er að fá úr öðru mjöli. r Ur bœnum íslenzka Stúdentafélag-ið hetfir ákveðið að boða til stórrar veizlu á mánudagskveldið 8. aríl, kl. 6, í Hudson’s Bay Banquet Hall. — Heiðursgestir félagsins þetta kveld verða allir íslenzkir stúdentar, er útskrifast í vor frá hinum ýmsiu deildum háskólans og frá kenn- araskólanum. Aðgöngumiðar fást hjá öllum meðlimum stjórnar- nefndarinnar og kosta 75c. Miðvikudaginn, 27. marz, voru þau Harry Mills frá Regina, Sask., og Emily Norma Johnstone frá Winnipeg, gefin saman í hjóna- band, að 493 Lipton St., af séra Rúnólfi Marteinssyni. Brúðhjón- in lögðu af stað samdægurs til heimilis síns í Regina. Þeir Capt. Jóhann Jóhannson, Jens Jónsson, og Guðjón Guð- jónsson, frá Hecla P. O., Man., komu til borgarinnar í byrjun vikunnar. þessi hepnist eins vel og augna- miðið á skilið, sýnist nauðsynlegt að sem allra fyrst sé gjörð og auglýst einhver ákvörðun um, hver taki við því fé, sem safnað verður í þessum tilgangi. Vill Lögberg eða Sameiningin takast þann starfa á hendur? Virðingarfylst, J. H. Frost. Látinn er í Selkirk, Mr. Frank Genímel, canadiskur maður, er reit og talaði íslenzka tungu, sem móðurmál sitt. Var hann hinn á- gætasti drengur í hvívetna. Dr. Tweed verður í Arborg mið- vikudag og fimtudag, 10. og 11. þessa mánaðar. Messur í Nýja íslandi í apríl: 7. apr.: Geysir kl. 2 e. h., Ar- borg, kl. 8 síðd. — 14. apr.: Betel kl. 9.30 f.h.; Árnesi, kl. 2 e.h. og Gimli kl. 7 síðd. — 21. apr.: að Hanusum kl 11 árd.; Riverton kl. 2 e. h. — 28. apr.: Betel kl 9.30 árd.; Húsavík kl. 2 e. h.; Gimli kl. 7 síðdegis S. 0. Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega í Grunnavatnsbygð og að Lundar næsta sunnudag, þ. 7 apríl, og í Langruth og Big-Point- bygð sunnudaginn 14. apríl. All- ar messurnar á þeim tímum, sem venjulegir eru á hverjum stað.— Fólk er beðið að veita þessu eft- irtekt og að koma til messu. Ársfundur íþróttafél. Sleipnis, verður haldinn í Good Templara- húsinu, neðri salnum, á föstudag- inn, hinn 12. apríl og byrjar kl. 8 að kveldinu. Fjölmennið. Minneota, Minn., 18. marz 1929. Herra ritstjóri Lögbergs! Greinin “Alt. Hvað?”, sem birtist í Lögbergi 14. þ. m., er vel og snildarlega skrifuð, og virðist hafa vakið talsverðt athygli hér syðra, einkum vegna uppástung- unnar, sem höfundur greinarinn- ar ber þar fram fyrir almennings- álitið, sem sé, að safnaðafólk vort skjóti saman fé í dálítinn sjóð, og sendi hann sem sumargjöf til trúboðans okkar, séra Octavíusar Thorlakssonar, sem vott viður- kenningar og þakklætis af hálfu íslenzkrar alþýðu vestan hafs, fyrir þá aðdáanlegu fórnfýsi og það lofsverða stöðuglyndi, sem hann hefir sýnt í trúboðsstarf- seminni. Eg vonast ekki eftir stérfé frá neinum hér í þennan sjóð, en er viss um að nokkuð margir vilja “vera með”, þó máske lítið eitt komi frá hverjum einstakling, þá gjörir margt smátt eitt stórt, og meira að segja, væri eg í sporum trúboðans, mundi eg gleðjast meira yfir gjöf, sem kæmi frá mörgum, heldur en jafnhárri upp- hæð frá fáum. Mér finst að undirtektir þær, sem málefni þetta fær, hljóti að vera all-áreiðanlegur hitamælir trúboðs-áhuga vestur-ísl. kirkju- lýðs; en til þess að fjársöfnun Einvaldsstjórnin í Belgrade Konungsríki Serba, Króata og Slóvena stendur nú á alvarleg- um tímamótum. — Stofnun júgó- slavneska ríkisins var afleiðing heimsstyrjaldarinnar. Ríkisstofn- unin varð með hlezt til mikum flýti, sem kom til af því, að þessir þrír náskyldu þjóðflokkar fyltust samhug, er þeir sáu, að draumur- inn var alt í einu að rætast, er þá hafði dreymt í marga áratugi. Það sem tengdi þjóðflokkana saman, var vilji þeirra allra til þess að mynda eitt ríki, en að öðru leyti fóru óskir þeirra sín í hverja átt- ina og í Belgrade, Agram og Lai- bach höfðu menn mjög ólikar hugmyndir um, hvernig samband- inu yrði fyrir komið. Þess vegna reyndist það einnig örðugt, að koma hinu nýja stjórnskipulagi á laggirnar. Það var ekki einung- is um margar leiðir að velja, heldur varð einnig að talta tillit til hinna mismunandi skoðana, sem fram komu. — Það voru bæði sambandssinnar og sjálfstæðis- menn af ýmsum tegundum. Sum- ir vildu styðja að öflugri ríkisein- ingu undir einni allsherjar stjórn, en aðrir vildu koma á bandaríkjum, þar sem hvert fylki eða ríkishluti hefði sjálfstjórn í sínum eigin málum og þjóðarsér- kenni öll fengi að njóta sín. Árið 1920 var Protitj-stjórnin á góðum vegí með að skifta Júgó- slavíu í mörg stjórnarumdæmi, er hvert um sig hefði talsvert sjálf- stæði gagnvart öðrum ríkishlut- um. Þetta hyggilega ráð strand- aði þó vegna þess, að Pribitjevitj, sá sem nú er meðal hinna fremstu í flokki Agramstefnumanna, sem berjast fyrir sambandsfylkjaskip- aninni, Iagðist eindregið á móti því. Að miosta kosti varð Pro- titj að víkja frá völdum, og Pasitj samdi stjórnskipunarlög frá 28. júní 1921, sem hafa orðið til þess að skerpa mljög andstæðurnar milli Króata og Serba, og æsa þjóðflokkana gegn hvor öðrum. Þegar í upphafi var það ljóst, að þetta stjórnskipulag gerði ekki annað en auka á vandræðin og flækja það viðfangsefni, sem úr ætti að leysa, en allar tilraunir til þess að ráða bót á því, fóru út um þúfur. 0g síðan hinn örlagaríki atburður gerðist í þinginu í Júgó- slavíu í fyrra, er serbneskur þjóð- arofstækismaður skaut til bana þingmenn úr Raditj-flokknum, þá virðist alt samkomulag á grund- velli núverandi stjórnskipulaga óhugsandi. Samband bænda og demókrata, fylgismenn hins kró- atiska bændapostula Raditj og serbneska stjórnmálamannsins Pribitjevitj, er komið höfðu ágætu skipulagi á flokk sinn, lagðist ein- huga gegn sambræðslu Serba og Króata. Það lýsti allar ályktan- Bransby Williams. ir þingsins ógildar og að engu Mánudagskveldið, þann 8. þ.m hafanda og lét all-ófriðlega. -sýnir Walker leikhúsið leikinn Korosetj-stjórnin, sem kom til l,TheUívasure,Is!Í*nc* , með Brans- valda eftir hryðjuverkin i þ.ng- Er hann> sem kunnufrt er> einn af inu, bauð hin álitlegustu boð til færustu og víðþektustu leikurum samkomulags; við og við voru Breta. Það má óhætt fullyrða, gerðar sáttatilraunir, en eigi tókst hér sé um einn allra skemtileg- þó að nema burtu þá hættu, sem as*"a teikinn að ræða, sem sýnd- ríkisheildinni var búin. Þó að ''“r verður á yfirstandandi árstíð, , . . . _ , 'og er þess þvi að vænta, að leik- menn i konungshollmn. . Belgrad |húsi8 verði þéttskipað við tœki. kunni að hafa vonað, að takast færi sem þetta. mætti að gera Króata ánægða með því að taka kaþólskan SIóv- ena í forsæti ráðuneytisins í stað Serba, þá reyndist slíkt tálvon. Það, sem hinum gamla og hyggna Pasitj hafði tekist áður, nefnilega að vinna bug á stjórnmálamönn- um Króata og fá Raditj til þess að snúast á sitt mál, brast Koro- setj nú lagni og einurð til þess að gera. í Agram neituðu menn að sýna nokkra undanlátsssem við þingið, sem valið var í september 1927, en heimtuðu, að hlutlaus stjórn skyldi boða tiÞ'nýrra kosninga og semja ný stjórnarskipulög í sam- ræmi við söguleg einkaréttindi, þ. e. a. s. hinar mismunandi kröf- ur einstakra þjóðflokka. — Þess- ari stefnu tjáðu þeir Matjek og Pribitjevitj sig fylgjandi við kon- unginn, sem ráðfærði sig við þá, eins og aðra stjórnmálaforingja, eftir að ráðuneyti Korosetjs var farið frá völdum. Þeir drógu enga dul á, að þolinmæði þeirra væri að þrotum komin, og nú riði á því að taka á þessu máli með fylstu alvöru, áður en það yrði um seinan. Alexander konungur var í vanda staddur. Hann gat ekki lengur setið hjá, því að útlend og inn- lend stjórnarerindi biðu úrlausn- ar. í Parfís og London fylgdust menn iheð auðsærri óró með hinni vaxandi ringulreið í landinu. Þá ákvað hinn júgóslaviski lands- drottinn að láta til skarar skríða og gera sjálfan sig að alræðis- manni. Hann nam úr gildi stjórn- skipunarlögin, sem höfðu leitt til svo mikils ills fyrir hann sjálfan, landið og þjóðina, og gaf út skip- un um að leysa þingið upp og tók sér vald sem einvaldsherra. Með ströngum lagaboðum, afnámi prentfrelsis, einkafélaga og fleiri þess konar ráðstöfunum, tókst að halda uppi reglu í landinu. Alexander konungi hefir áreið1- anlega fallið það þungt, að þurfa að stíga þetta spor. Hann var ætíð hinn frjálslyndasti konung- ur og fylgjandi lýðræði og lét jafnan lítið á sér bera. Það var því ekkert mas út í loftið, er hann í yfirlýsing sinni harmaði giftu- leysi og ómegin síðasta þingsins og staðhæfði, að hann teldi þing- ræðið hið hagkvæmasta fyrir- komulag um stjórnarháttu. Nú reið á því, að taka upp nýjar starfsaðferðir og leggja út á nýj- ar brautir til þess að einingu rík- isins mætti verða skemstum tíma. Konunginn hafði áreiðanlega WALKER Canada’s Flnest Theatre Vikuna, sem endar mánudag- inn 8. Apríl Aukasýning miðvd. og laugd. Síðasta sinn BRANSBY WILLIAMS og Lundúnafélag hans TREASURE ISLAND í leiknum eftir Robert Louis Stevenson Úr hinni heimsfrægu bók hans “Gulleyjan” Aðgöngumiðar nú til sölu: Kveld: $2, $1.50, $1, 75c., 50c. Miðvd. og Laugd. e. h.: $1, 75c, 50c., 25c. Skattur að auki. ekki dreymt um það fyrir 10 ár- um, að hann, sem var af ætt Karageorgevitj, myndi neyðast til að fylgja fordæmi hinna ógæfu- sömu fyrirrennara sinna af Ob- renovitj-ættinni. Jafnvel Milan konungur og Alexander konung- ur, sem síðar lét lífið á óvægileg- an hátt voru neyddir til þess að breyta stjórnarfars tilhögun- um. Og þó réðu þeir fyrir litlu landi þar sem íbúarnir voru allir af sama þjóðerni. Það var ekki neinn hægðarleikur að stofna lýðríki og gera alla hluta þess á- nægða. Dæmi Austuríkis og Ung- verjalands hefir sannað það. Franz Jósef keisari átti oft við svipaða erfiðleika að stríða sem Alexander konungur á nú. Hann styðst nú við stjórn, sem ber einungis ábyrgð gagnvart honum sjálfum. í þeirri stjórn eru bæði stjórnmálamenn og aðr- ir, bæði Serbar, Króatar og Slóv- enar, og þó að fyrverandi stjórn- arforsetar eins og Korosetj og Uzunovitj séu í ráðuneytinu, er hin eiginlega stefna þess mótuð af herforingjilnum tveimur, sem í því eru, Zivkovitj stjórnarfor- seta og Hadjitj hermálaráðherra. — Zivkovitj, sem áður var líf- varðarforingi, er einn hinn vold- ugasti maður í Júgóslavíp. Hann nýtur óskerts trausts við hirðina og í hernum. Samkomulagið milli hans og íbúanna í Agram hefir batnað upp á síðkastið, en því má ekki gleyma, að Stefan Raditj hafði hvað eftir annað krafist þess, að herforingi yrði gerður að forsætisráðherra. ROSE Thurs. Frl. Sat. (this week) ANOTHER DOUBLE PROGRAM < i, IN SOUND ‘SAILORS WIVES” wlth MARY ASTOR, LLOYD HUGHES added “BROTHERLY LOVE” wph KARL DANE and GEORGE K. ARTHUR SERIAL - - FABLE8 Mon. Tues. Wed. (next week) Here At Last— A picture you’ve been waiting for “You Mu§l See It!” The Smashíng Screen Success IN SOUND “Mother KnowsBest’’ MADGE BELLAMY LOUISE DREÍ3SER BARRY NORTON COMEDY - - NEW8 Continuous Daily 2-1 1 p.m. Telephone 87 025 Wonderland Saturday Show starts I p.m. THURSDAY, FRIDAY, SATURDAY-(THIS WEEK) JOHNNY HINES in “CHINATOWN CHARLIE” Jldded yittraclion-- Roblnson Crusoe yllso “The Mystery Rider,” Chapter 9 MONDAY, TUESDAY, WEDNESDA Y—APRIL 8-9-10 NORMAN LEWIS KERRY and STONE in “The FOREIGN LEGION” With SYCary CNjtlan---June JXCarloule COMEDY and COLLEGIANS Coming—Jlpril I5th—Colleen Moore in “Lllac Time” Frá Islandi. Skýring WALKER. Herinn hefir .fylstu ástæðu til þess að óska eftir friði og sam- komulagi milli ríkishlutanna. — Hann getur því ekki stutt þá stjórnmálamenn, sem vilja fela Serbum einum yfirstjórn ríkisins. Hann getur eigi heldur fylgt þeim að málum, sem viilja fullkominn skilnað ríkishlutanna, þ. e., að Króatar segi sig úr lögum við Serba til þess að trygjga frið- inn. Einhverja samkomulagsleið verður að finna. Þá skoðun hafa borgið á sem einnig helztu kennararnir í þjóð- arrétti við háskólann í Belgrad, prófessorarnir Jovanovitj og Ar- andjelovitj. En hingað til hefir alræðis- stjórnin setið að völdum og eng- inn veit, hvernig stjórnarskipun- arlögin muni verða, hvernig það má takast, að gera öllum til hæf- is, hinum kröfuhörðustu Serbum, seon heimta Serbneska yfirstjórn í landinu, demókrötum, sem hæg- fara eru af flokki Serba undir forystu hins gáfaða stjórnmála- manns Davidovitj, Slóvenum, sem fylkja sér undir merki Korosetjs, fylgismönnum Matjeks og Pribi- tjevitjs og Múhameðstrúarmönn- um undir forystu Spahos. Og þannig mætti lengi telja. í Agram hafa menn þó nú sem stendur hneigst til sátta. Síðasta ráðstöf- unin hefir gert Króata ánægða. Forysta Serba og forréttindi hafa fallið úr sögunni og einvalds- stjórnin gengur jafnt yfir alla og vekur enga andúð. Tilgangurinn helgar meðalið. Júgóslaví berst nú fyrir tilveru sinni Hvernig sú barátta tekst, er framtíðarinn- ar að skera úr. Alt er undir því komið, að samkomulag náist milli þjóðarbrotanna á grundvelli þjóð- ernislegs jafnræðis.—Lesb. Mgbl. í 5. tölubl. Lögbergs þ. á stend- ur ritgerð, með nafninu “Viðar- kol’, eftir Odd Oddsson, tekin úr Eimreiðinni. Nafn greinar þess- arar ber það með sér, að höf. er að lýsa þar viðarkolum, brenslu þeirra og notkun á íslandi til forna og alt fram á síðustu öld. Dvelur hann all-lengi við að segja frá sláttuverkfærum, orfum, ljá- um og denging þeirra, og ljábönd- um, sem þrúkuð voru til að festa ljáina með í orfunum fram undir miðja síðustu öld, að hætt var við þau, þegar orfhólkarnir komu. En Mr. Oddss'on virðist ekki kunnugt um, hvaðan þeir voru upprunnir, heldur helzt, að þeir hafi verið innleiddir frá útlöndum, ejns og stendur i grein hans, í 4. dálki og 14. línu að neðan. En Mr. Oddsson hefir máske ekki séð eða munað eftir ritgerð, er kom út í nokkiuð mörgum blöð- um Lögbergs, fyrir líklega í kring um 14 árum siðan, undir nafn- inu: “í Breiðdal fyrir 60 árum”, eftir skýran og merkan öldung, Árna Sigurðsson, að Mozart, Sask., Canada (nú nærfelt níræð- an að aldri), er sannar það gagn- stæða, þar sem Mr. Sigurðsson tekur það skýrt fram í sinni grein, að maður að nafni Arnbjörn Sigmundsson, ættaður úr Fljóts- dalshéraði, mesti hagleiksmaður, bjó fyrstur manna til hólkana og leiddi þá inn í Breiðdal á árunum 1942—43. Þessa nýbreytni tóku svo allir upp eftir Arnbirni, og þótti góðra gjalda vert. — Arn- björn þessi á son búsettan hér í Seattle borg, Þorgrím að nafni, sem er listasmiður á tré. Veit hann ekkert um, að eg er að nefna hér nafn föður hans, fyrir löngu látins. En eg þekti svo vel í ung- dæmi mínu, suma af þessum Arnbjamarsonum, þegar þeir voru sveitungar mínir heima, að eg fann hvöt hjá mér til að benda á rétta manninn, föður þeirra bræðra, sem fyrstur manna fann upp orfhólkana á íslandi.i—Hand- ritið af ritgerð Árna Sigurðsson- ar, “í Breiðdal fyrir 60 árum”, á Sveinn sonur hans, búsettur hér og embættismaður við herskipa- flotann í Bremberton. Það hefi eg mér til stuðnings í ofanrituðu. Hefði ritgerð þessi átt að vera sérprentuð, svo hún glataðist ekki, svo merkileg, sönn og vel rituð var hún. H. Thorláksson, Seattle, Wash., 19. marz 1929. Seyðisfirði, 9. marz 1929. Hér á Seyðisifirði er nýlega stofnuð deild í Slysavarnafélagi íslands. Tala félaga 130. — Og önnur deild hefir verið stofnuð á Norðfirði. Flagatala þar 300. Landburður af þorski um alla Austfjörðu, 6—26 skippund á bát | í róðri. Loðnuveiði í Hafnar- firði nægileg til beitu. Inflúenza magnast hér, um þriðjungur af börnum skólans veik og hefir honum verið lokað. Öndvegis veðrátta um allar sveitir austanlands.—Vísir. The Cake Shop 702 SARGENT AVE. Við Toronto St. Dainty Cookies, Light Tea Cakes fyrir bridge samkomur og tedrykkj- ur seinni part dags. Efnið í kökum vorum á engan sinn llka. peir, sem koma inn með þessa auglýsingu fá ðkeypis sýnishorn af vörum vorum. Sérstakt fyrir Laugardag: Raisin Pies .......15c Apple Pies.........20c Cherry Pies .......25c Reykjavík, 8. febr. Samþykt var á bæjarstjórnar- fundi í gær, að fela borgarstjóra að rannsaka, hvað kosta myndi að kom upp bálstofu hér í Reykjavík. Kirkjugarðs tæði handa bænum er nú helzt í ráði að velja inn við Elliðaár, á bökkunum sunnan vegarins, þar sem skeiðvöllur “Fáks” er nú. “Lausar skrúfur” voru sýndar í Iðnó í fyrsta sinn í gærkveldi. Húsið var troðfult og áhorfendur virtust skemta sér ágætlega. Las- leiki mikill hefir verið meðal leik- endanna síðustu dagana og hefir það mjög tafið fyrir æfingum, og hefir orðið að skifta um leikend- ur í sumum hlutverkunum, og kemur slíkt sér mjög illa, ekki sízt þegar langt er liðið á æfing- arnar. í nótt var brotist inn í Lands- bankann. Hafði rúða verið brot- in að norðamverðu í húsinu og glugganum síðan lokið upp. — Engu fémætu var stolið, nema tæmdur var baukur, sem Elliheim- ilið átti þar, en sennilega hefir ekki mikið verið í honum. — Vísr. Electricálly Hatched BABY CHICKS "Fyrir afuröir, sem eg hefi selt og það, sem eg á óselt hefi eg feng- ið $125.00 ágóða af þeim $18.00, sem eg í apríl í fyrra borgaði yður fyr- ir 100 Barred Rock unga,” skrifar oss Mrs. C. B. Denny, Milden, Sask. pessi vitnisburður, eins og margir aðrir, sem oss berast án þess við biðjum um þá, er oss sönnun þess. að það borgar sig vel fyrir bændur að fá eitthvað af vorum kynbættu varphænum. Bók, sem er 32 bls. og með litmyndum fáið þér gefins. Hún gefur yður allskonar upplýs- ingar um hænsni og hvernig með þau á að fara. 10% afsláttur á öll- um pöntunum fyrir 1. marz. Hamhley Windsor Hatcheries, Ltd. 601 Logan Ave., Winnipeg, Man. BJÖRG FREDERICKSON Teacher of Piano Ste 8, Acadia Apts. Victor St. Telephone: 30 154 Hænu ungar, sem verða beztu varphænur í Canada; ábyrgst að ungarnir komi allir lifandi. Skýrsla um kyn unganna látin fylgja þeim. Ýmsar tegundir, svo sem Leghorns, Barred Rocks, Reds, Anconas, Min- orcas, Wyandottes, Orpingtons 12 mánaða tilsögn kostnaðarlaust. Út- ungunarvélar og áhöld til að ala upp ungana. ókeypis verðlisti. Alex. Taylor’s Hatchery, 362 Furby St., Winnipeg, Man. PRINCESS FLOWER SHOP Laus blóm—Blóm í pottum Blómskraut fyrir öll tækifæri Sérstaklega fyrir jarðarfarir. COR. SARGENT and VICTOR Phone 36 102 RAMONA BEAUTY PARLOR íslenzkar stúlkur og konur. Þeg- ar þið þurfið að klippa, þvo, eða laga hárið, eða skera eða fága neglur, þá komið til okkar. Alt verk ábyrgst. Sanngjarnt verð. 251 Notrc Dame Ave. Sími: 29 409 Inga Stevenson. Adelaide Jörundson. Tilkynníng! Vér tilkynnum hér að vér höfum flutt verzlun vora, The Sargent Tailors Ready-to-Wear frá 491 Sarg- ent til 524 Sargent Ave. Höfum vér nú mikið úrval af kvenfatnaði af öllum gerðum, ásamt Fox Furs. pvi ekki að gar%a vel til fara. Borgið frá $2,00 til $3.00 ciður, og afganginn samkvœmt ástœðum. - Sargent Tailors and Ladíes’ Ready-to-Wear 524 SARGENT, COR. YOUNG. Slmi: 30 419 Fishermen’s Supplies Limited Umboðsmenn fyrir— Tanglefin Fiskinet, tilbúin af National Net and Twine Co. Brownie kaðla og tvinna. Vér höfum í Winnipeg birðir af Tanglefin Fiskinetjum, með lögákveðinni möskvastærð. Maitre kaðla og tvinna. Kork og blý. Togleður fatnað. Komið og sjáið oss, þegar þér komið til Winnipeg, eða skrif- is oss og vér skulum snda yður verðlista og sýnishorn. FISHERMEN’S SUPPLIES, LTD. 401 Confederation Life Bldg. Winnipeg. Sími 28 071 A UTLEIÐ sjónleikur í þremur þáttum eftir Sutton Wane, leikinn af Leikfélagi Sambandssafnaðar þriðjudaginn 9. og miðvikudaginn-10. apríl 1929 kl. 8 síðd. í fundarsal Sambandssafnaðar. PERSÓNUR: Anna .............. Miss Guðrún Benjamínsson Henry.............................. Steindór Jakobsson Prior ....................Hafsteinn Jónasson Frú Clivenden-(Banks ..... Mrs. S. Jakobsson Séra William Duke ............. P. S. Pálsson Frú Midget ............. Mrs. J. Kristjánsson Lingley ................. Ragnar Stefánsson Scrubby ................... Ragnar E. Kvaran Séra Frank Thomson .......... Björn Hallson Aðgöngumiðar 50c. og fást hjá Sargent Grocery og West End Food Market. (

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.