Lögberg - 04.04.1929, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.04.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN 4. APRÍL 1929. Bls. 6. I melr en priOjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri ajúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd Toronto, ef borgun fylgir. i vertíðarlok í Heimskringlu 27. febr. s 1. ræðst séra Albert Kristjánsson að mér með þjósti miklum og myndugleik. Ástæðan fyrir því, að presturinn fýkur svona út um öll loft af reiði, er sú, að eg hafði haldið því fram í Lögbergi nokkra undangengna mánuði, að fólk ætti það, sem því væri gefið, og að það væri Ijótt að svifta nokkurr. mann réttmætum eignum. Fyrir þetta tiltæki mitt, er mér skipað að biðja opinberlega fyrirgefn- ingar, eða að öðrum kosti að sanna mál mitt fyrir rétti. Hefði e'kki nýafstaðið þjóðr.þing viðurkent málstað minn réttan, með því að skila aftur peningun- um, sem eg gerði að umtalsefni, á þann stað, er þeir áður voru, og til að notasfc eingöngu í þarfir þess, sem þeir voru gefnir til, hefði eg fúslega rætt um þessi atriði við séra Albert. lEn þar sem þingið leysti mig svo drengilega af hólmi, tel eg óþarft að þreyta les- endurna á frekara pexi um það. Enda ótrúlegt, að séra Albert mundi græða mikið á meiri skýr- ingum um það, eftir að næstum hálft þriðja hundrað af skoðana- bræðrum hans og systrum, lýstu því yfir með samhljóða atkvæða- greiðslu, að hann hafi haft á röngu að standa. Slíkt mál gat ekki haft annan endir, en það fékk. En það er annað í ritsmíð séra Alberts, sem eg er tilneyddur að svara, og það er, að eg hafi “seilst í mannorð” hans og lagt það eitt til Ingólfsmálsins, að ó- fiægja þá, sem Ingólfi veittu lið- veizlu. Sömuleiðis, að eg hafi “hafið” einhvern til skýja með ó- verðskulduðu skrumi. Að öllu þessu verð eg, því mið- ur að lýsa séra Albert ósanninda- mann. Eg fastsetti mér það, þeg- ar eg ákvað að taka þátt í þeim deilum, sem sem risu upp á meðal vor, að halda mér algjörlega við það málefni, sem eg tæki mér fyr- ir hendur, og að veitast ekki að neinum persónulega að fyrra bragði. Að eg hafi fullkomlega staðið við þann ásetning minn, held eg að hver sanngjarn maður viðurkenni. Að sönnu bandaði eg frá mér þeim, sem ekkert gátu til mála lagt, annað en vísvitandi ó- sannindi, jærsónulegar skammir og strákslegar aðdróttanir, í vandræðafálmi sínu við að verja rangt mál, svo einnig að sjálf- sögðu “sökum ónógs andlegs þroska.” Síðasta grein mín: “Höndlaði Þjóðræknisfélagið Ingólfsmálið”, virðist hafa kveikt þetta heiftar- bál í sálu séra Alberts. Þó tekur presturinn það fram, að grein sú sé ekkert nema fyrirsögnin. Alt annað tóm endaleysa og rang- færslur. Samt ómakar hann sig ekki við að leiðrétta neitt af rang- fær&Iunum, né heldur hugsunar- villurnar eða ritgallana. Auðsjá- anlega álítur hann fullnægjandi, að slá þessu fram fyriy “söfnuð- inn.” Slík röksemdafærsla, sem þessi, gæti komið sér vel i harð- indatíð, að strá henni fram á garðann af “stólnum”, vitandi það, að kviðdreginn útigangurinn leggur sér alt til munns, eftir langavarandi hagleysur. Annars er óiþarft að vera langorður um þennan órökstudda sakaráburð séra Alberts í minn garð. Nægi- legt er að geta þess, að hvergi er minst á séra Albert í greinum mínum, beint eða óbeint, með einu orði, nema í fyrstu grein minni, þar sem eg tilfæri orðrétt eftir hann stutt ummæli um hr. H. A. Bergman, og sem að séra Albert á að líkindum við, þar sem hann talar um “hlægilegt skrum.” Hann um það; eg ber enga sök í því. Enn fremur tók eg það fram í síðustu grein minni, að mennirnir, sem skipuðu Ingólfs- nefndina, væru mætir menn og góðir drengir, eftir því sem eg til vissi. Mér þykir mjög ótrúlegt, að séra Albert geti látið refsa mér þunglega fyrir þessi um- mæli mín um nefndarmennina. Að sönnu þekki eg suma þeirra að- eins af afspurn, þar sem aðrir eru persónulegir kunningjar mín- ir, sem eg tel eins sjóðhelda og frekast er hægt að hugsa sér, jafnvel um hvaða sjóðþypku, sem væri að ræða. En þar sem séra Albert ber sig svo drýgindalega, og næstum ögr- ar mér út í persónulega deilu við sig, skal eg segja honum það í bróðerni, en í fullri alvöru samt, að eg bið hvorki hann né aðra fyrirgefningar á neinu, sem eg hefi sagt í sambandi við Ingólfs- málið, fyr en séra Albert, sem for- maður Ingólfsnefndarinnar, og einnig gjaldkeri sömu nefndar, skýra það krókalaust fyrir al- menningi, hvers vegna þeir af- hentu Þjóðr.félaginu féð, sem ísl. almenningur lagði fram Ing- ólfi til styrktar, eftir að tveir lög- fræðingar höfðu tilkynt þeim, að það væri “Trust Fund”, sem að- eins mætti nota í þarfir Ing. Ing- ólfssonar. Enn fremur, hvers vegna þessir sömu menn sátu þegjandi hjá, þegar félagið lagði hald á féð, og ákvað að kaupa fyrir það byggingarlóð fyrir sjálft sig. Eg hefi alt af reynt að telja mér trú um, að þessi vandræða- afstaða nefndarm. stafaði alls ekki af illum hvötum, heldur hefðu þeir orðið fyrir því, sem okkur getur alla hent, að hafa ekki haft nægar gætur á því, sem í grasinu leyndist. Enga nýja þrefbraut vil eg gera út af því, hvor okkar séra Alberts skrifi betra íslenzkt mál. Að hann er mér þar fremri, eins og annars staðar, sannar þessi frumlega setning hans: “Hann veit, að þj.r.fél. gekk í Ingólfs- málið fyrir tilmæli einnar deild- ar sinnar”. Gaman hefði verið að horfa framan í drengi á ís- landi, þegar þeir voru að leggja af stað í smalamensku, og hús- bóndinn hefði sagt við þá: Varið ykkur nú, drengir mínir, þegar þið komið upp á fellsbrúnina, að ganga ekki ofan í málefni. Eða ef húsmóðirin hefði sagt: Stigið nú ekki on’í sólskinið, góar mínir, s^j þið vöknið ekki í fæturna.” — Það er annars engin furða, þó þeim “skriftlærðu” blöskri “endi- Ieysurnar” hjá þeim “párlærðu.” Eg hefi aldrei ætlað mér þá dul, að jafna mér við mennina, sem kunna allar þjóðsögur Gyðinga eins og “faðir-vorið”, og geta bent á hverja hrútafórnina á fæt- ur annari, ásamt geithöfrum og gallalausum kvígum. En eg get ekki að því gert, að mér finst ó- viðeigandi af prestum, að bregða mönnum um skynsemisskort. Þeir vita, eins og kunnugt er, betur en aðrir heimilisfang þess, er menn- ina skóp, og ættu því að snúa sér beint til hans með slíkar aðfinsl- ur. Það er þýðingarlaust að áfella húsið fyrir að vera illa bygt. Smiðirnir eru þar algerlega í sök- inni. Að síðustu fáein orð um “hlægi- lega skrumið”, sem séra Albert talar um í grein sinni. Sennilega á hann hér við það, sem eg skrif- aði um starf hr. H. A. Bergmans lögfræðings í þágu Ingólfsmáls- ins. Ef hér fylgir hugur máli hjá séra Albert, þá má hann sjálfum sér um kenna, því ummæl^ mín bygði eg algjörlega á umsögn hans og hr. Sigfúsar Halldórs, sem báðir skrifuðu lofsamlega um hr. Bergman, og sem eg er fús til að birta orðrétt. En reynist eitt- hvað hlægilegt við það, bið eg fólk að gera svo vel að beina brosum sínum til séra Albert og hr. Halldórs, því mér get eg ekki tileinkað þau. Eg er sannfærður um, að séra Albert er mér sammála um það, að smásálarskapurinn og flokka- rígurinn séu komnir á nægilega hátt stig, þegar ekki er lengur leyfilegt að meta að verðleikum það sem vel er gert, nema um trú- arbragðalega sammerkinga sé að ræða. Heppinn er séra Albert, ef hann hefir aldrei á lífsleiðinnni fundið til sársauka frá klikku- mýldum mannverum, sem alt af eru reiðubúnar að fótumtroða HAFIÐ þér veitt því eftirtekt, að í hvert sinn er þér særið yður eða brennið, þá eruð þér á- valt að nugga sárið? Það er alveg sama, hver atvinna yðar er, jafnvel minstu skeinur trufla yður við vinnu yðar. Samt sem áður er mesta hættan í því fólgin, að gerlar setjist að í sárinu eða hruflunni, nema þá að Zam-Buk smyrsl séu notuð. Zam-Buk dregur strax úr sviðan- ur, rekur brott gerlana eða tor- tímir þeim, og græðir nýja húð á skömmum tíma. Nú dregur að því að gera vor- hreinsunina, og er þá um að gera að hafa Zam-Buk við hendina. Þá um er að ræða útbrot, bólur, sprungur í hörundi og hringorm, er ekkert öruggara en Zam-Buk, er mýkir og græðir í senn. Lyfsali yðar hefir ávalt þetta fræga jurtalyf á 50c öskjuna, eða 3 fyrir $1.25. Zam-Buk Co. Toronto, sendir gegn eftirspurn ókeypis reynsluskerf. beztu mennina og málefnin. Von- andi er þess ekki langt að bíða, að Vestur-líslendingar sprengi utan af sér gömlu klikku-kuðungana, sem þeir eru búnir að hýrast í, um fullan mannsaldur. Þá, en ekki fyr, .getum við deilt um mál- efnin, sem oss greinir á um, án þess að vera sífeldlega vændir um að hafa í sigti sérskoðanir manna, sem algjörelga eru deilu- atriðunum óviðkomandi. Hver og einn getur haft sínar trúarkreddur óáreittar fyrir mér. Eg öfunda engan af slíku. Ekki gleymdi séra Albert að feta í fótspor fyrirrennara sinna, með að dylgja um það, að mér hafi verið otað út í Ingólfsmáls- deiluna af hr. Bergman. Þó er sannleikurinn sá, að séra Albert og hr. Bergman eru þar 'báðir jafn-sýknir saka. Hvorugur þess- ara manna gaf mér nokkra bend- ingu í þá átt, með orði eða athöfn. Og hvorki þessir menn né nokkr- ir aðrir, hefðu verið þess megn- ugir að ráða nokkru þar um. í byrjun derlunnar um þetta mál, kom mér ekki til hugar, að þras um slíkt gæti á nokkurn hátt stækkað eða minkað hr. Bergman, þó reyndin yrði önnur. Ástæðan fyrir því, að hann stækkaði við hverja árás, var sú, að öll verk hans 1 sambandi við málið, þoldu dagsljósið. Því fleiri gögn, sem fram voru borin, þess betur skýrðist það, að lög- mansstarf hans hafði verið af hendi leyst með hinum mesta skarpleik og trúmensku. Árásin á hann í sambandi við Ingólfs- málið, hlaut því að auka álit hans, sem lögfræðings, og um það er engum blöðum að fletta, að slíkt hefir það gert. Sömuleiðis hafa deilurnar leitt það í ljós, að hr. Bergman er einn af okkar ritfær- ustu íslendingum á móðurmáli sínu, sem fágætt má teljast af manni, sem hér er fæddur og upp- alinn, og þar að auki þannig sett- ur, að þurfa að mæla á enska tungu alla daga ársins. Finni einhver til óþæginda út af því, að hr Bergman hafi þokast í áttina til skýjanna við undangengna deilu um Ingólfsmálið, verður sá hinn sami að snúa sér til þeiira, er árásirnar hófu á hann, til að fá bætur rauna sinna; en ekki til mín. Þeir neyddu mig og aðra til að auglýsa íslenzkum almenningi, hve vel hann hefði leyst starf sitt af hendi, og þeir neyddu hann sjálfan tid að auglýsa íslenzkum almenningi, að hann er fullkom- inn jafnoki í íslenzku máli, stærstu forkólfum þjóðrækninn- ] ar. Þar sem Ingólfsdeilan er nú á enda, og því engin ástæða til að þjarka meira um það, langar mig i til að óska kunningja mínum, séra LÉTTIST MIKIÐ. Mr. Gottfried Schilling, Pres- cott, Wis., segir: “Eg vigtaði 130 pund; nú er eg kominn upp í 155 pund, og er alveg eins og nýsleg- inn túskildingur. Eg hafði þjáðst CUNARD LINE 1820—1929 Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada. Cunard línan veitir ágætar sam- göngur milli Canada og Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur, bæði til og frá Montreal og Quebec. Eitt, sem mælir með því að ferð- ast með þessari línu, er það, hve þægilegt er að koma við í Lon- don, stærstu borg heimsins. Cunard línan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir Norðurlönd. Skrifstofu- stjórinn er Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bændum íslenzkt vinnufólk vinnumenn og vinnu- konur, eða heilar fjölskyldur. — Það fer vel um frændur yðar og vini, ef þeir koma til Canada með Cunard línunni. Skrifið á yðar eigin máli, eftir upplýsingum og sendið bréfin á þann stað, sem gefinn er hér að neðan. ÖHoim fyrirspurnum svarað fljótt og yður að kostnaðarlausu. c* ; • $ v* A 10053 Jamppx At«- EDMONTON 100 Plnder Block SASKATOON 401 Lttuvattter liUlK-, CAI.OARY 270 Mmln St. WINNIPKG, Man. Cor. Bmy «c WeUintMa Sta. TORONTO, Ont. 230 Hoipttal St. MONTREAL, Qua. Ragnari, til hamingju, með hve hárfínum og silkimjúkum orðum hann ræður Þjóðr.félaginu til þess, að færa Ingólfs-sjóðinn úr byggingarsjóði sínum og þangað, sem hann áður var. Við það skal þó kannast, að töluvert einkenni- lega kom mér það fyrir, að þann- ig lagaðar ráðleggingar skyldu koma frá séra Ragnari, mannin- um, sem benti almenningi á það í Heimskringlu 14. nóv s. 1., að taka ekki alvarlega, ofurlítið golu- kast um það, hvernig Þjóðr.fél. verði því fé, sem það hafði fengið umfram nauðsyn, í sambandi við Ingólfs-málið. Þessi bending fanst séra Ragn- ari svo þýðingarmikil, að hann lét endurprenta hana í Heims- kringlu 20. febr. .s. 1. Fyrri út- gáfan hefir að líkindum verið upplesin. Séra Ragnar getur um það, að hr. J. Thorson lögfræðingur, hafi talað um það við sig, að enginn dómstóll í brezka ríkinu mundi leyfa félaginu að nota sjóðinn, nema í þarfir þess, sem hann var gefinn til. Það var svo sem auð- vitað, að jafn gáfaður og lögfróð- ur maður mundi aldr ei ráðleggja annað. Þetta er líka í algjörðu samræmi við það, sem að eg hefi haldið fram frá byhjun deilunnar um þetta mál. Séra Ragnar vill láta skilja þetta svo, að Þjóðr.fél. eigi sjóð- inn, en megi aðeins nota hann fyrir þann, sem ekki á hann, og að sjálft félagið (eigandinn) megi ekki snerta hann til eigin brúks. Ef prestarnir legðu áherzlu á þannig lagaðan eignarrétt við giftingarnar, yrði einhver súr á svipinn. Samkvæmt skýringu séra Ragnars, má félagið ekki einu sinni marka sjóðinn undir sitt eigið mark. Setjum svo, að fjár- mark Þjóðr.fél. væri: Hvatt hægra og stýft vinstra, þá mætti það ekki marka sjóðinn undir það. Hugs- um okkur t. d. þetta fyrir sjóð- inn: Sýlt og gat hægra, tvírifað í stúf vinstra og lögg aftan. Hér er um svo ólík mörk að ræða, að engum kæmi til hugar að af- henda kind með síðara markinu, til manns, sem tileinkaði sér hið fyrra. Með þessum eyrna ein- kennum er því fyrirbygt, að nokk- urur ruglingur geti átt sér stað í framtíðinni. Sjóðurinn er því óhreyfanlegur, nema í þarfir Ingólfs, eins og eg hefi altaf haldið fram. Eg er því í fyllsta máta ánægð- ur með málalokin, og algjörlega sannfærður um, að þingið hafi valið þá leiðina, sem heppilegust var undir kringumstæðunum. En þar sem Þjóðr.fél. hefir tekið sér þá ábyrgð á hendur, að geyma Ingólfssjóðinn, “eyrnamarkaðan”, og undirgengist að nota féð aðeins í þarfir Ingólfs, þá ber félaginu að hafa það hugfast, að það hef- ir sömu skyldur að rækja, sem upprunalega nefndin, er kosin var á borgarafundinum, að gera alt, sem í mannlegu valdi stæði fyrir hinn ógæfusama mann, og auðvitað um leið að fylgja ráð- leggingum lögfræðingsins, sem borgarafundiurinn kaus, Ingólfi til varnar. Þjóðr.fél. verður því að skilja það, að það hefir aðeins tekið við af upprunalegu nefnd- inni að koma vilja borgarafund- arins í framkvæmd. \ Það virðist því ljggja beint við, að næsta stigið sé, að fá læknisskoðun fyrir fangann og sjá hvað slík skoðun mundi leiða í ljós. Nú er enginn ógreiningur um það framar, að Ingólfur og enginn annar eigi sjóðinn, þar sem fyrverandi forseti Þjóðr.fél., séra Ragnar Kvaran, lýsir því yf- ir, að fyrverandi yfirmaður laga- skóla þessa fylkis, hr. J. Thorson, hafi tilkynt honum það, að sjóð- inn megi aðeins nota í þarfir Ingólfs. Apaskapurinn og mont-trallið um það, að Þjóðr.fél. “gæti gert hvern skrambann sem það vildi við peningana”, var því aldrei annað en auðvirðilegasti skrípa- leikur, ipg algerlega óteamfboðið skynsemi gæddri veru. Óneitanlega væri það ánægju- legt, að geta nú skrifað fáein þakklætisorð til prestanna, og sérstaklega þeirra , sem Þjóðr.- fél. eru tilheyrandi, fyrir það, hve hátt og djarflega þeir hefðu, í broddi fylkingar borið fána meist- arans mikla frá Nazaret, til hjálp- ar bágstaddasta og raunamædd- asta manni þjóðar sinnar. En því er ekki að heilsa. Þögulir sátu þeir hjá, á meðan verið var að rétta hluta nauðlíðandi bróð- ur þeirra, sem beittur hafði ver- lengi af magaveiki, og var stund- um svo illa á mig kominn, að eg treysti mér tæpast til þess að rísa úr rekkju á morgnana, og var dauðþreyttur á kvöldin, hvort sem eg vann eða ekki. Það var Nuga- Tone, er bjargaði mér að fullu.” Nuga-Tone hefir leyst af hendi dásamlegt hlutverk í 35 ár. Yfir miljón menn og konur eiga heilsu sína og hamingju Nuga-Tone að þakka. kkert meðal jafnast á við Nuga-Tone, að því er viðvík- ur aukinni matarlyst og góðri meltingu. Meðal þetta er einnig ágætt við nýrna- og blöðrusjúk- dómum, auk þess sem það styrkir taugar og vöðva. Allir ættu að hafa Nuga-Tone ó heimilum sín- um. Meðalið fæst hjá öllum lyf- sölum. Reynist það ekki eins og sagt er, verður peningunum skil- að aftur. \ Gætið að tryggingunni á hverri flösku. ið ranglæti, og engin tök hafði á, að bera hönd fyrir höfuð sér. Þögnina og heigulsháttinn létu þó sumir lærisveinar(?) meistarans sér ekki nægja, heldur fóru lítils- virðingarorðum um þá, sem í ein- lægni, og af óeigingjörnum hvöt- •um lögðu hinum bágstadda manni liðsyrði. Vonandi sýna þá þess- ir kærleikselskendur, í nplægri framtíð, að til séu svo hörmuleg- ar kringumstæður meðbræðra þeirra, að mannúðarkenning meistarans mikla, geti þrengt sér í gegn um stærilætið og inn að rótum hjartans. Jónas Pálsson. Canada framtíðarlandið Allar hugíeiðingar í sambandi við Vesturlandið, verða að vera gerðar með tilliti til þess, hversu afar ung að þjóðin er og þroska- saga hennar þar af leiðandi stutt. Það eru til dæmis ekki nema liðug fimtíu ár, síðan Canada Kyrrahafs járnbrautin seldi fyrstu spilduna til ábúðar í Sléttufylkj- unum. Þegar þér veitið því jafnframt eftirtekt, að fyrsta hveitihlassið var sent frá höfuðborg Manitba- fylkis, fyrir rúmum 50 árum, get- ur ekki hjá því farið, að hinar stórkostlegu framfarir, sem orðið hafa á sviði akuryrkjumálanna, hljóti að vekja hjá yður bæði undrun og aðdáun. Sléttuflæmin vestrænu, sem á þeim tíma voru aðeins auðnin tóm, framleiða nú tiltölulega meira korn, en nokkurt annað landsvæði í heimi. Um griþarækt var þá tæpast að ræða, er nokkru nam. En nú eru til samans þar um 7,988,317 stórgripir, þar af 981,898 mjólkurkýr og mjólkur og smjörframleiðslan gengur næst kornræktinni að umsetning og arði. Canada er nú annað mesta hveitirækarland í heimi, og fram- leiðir 429,185,300 mæla; eru 90 af hundraði þeirrar mælatölu ræktað í Sléttufylkjunum og full- ur helmingur í Manitoba og Sas- katchewan. IHaifrarækta lands- ins nemur árlega 630,710,000. — Alls nemur byggræktin 73,211,000 mæla. Fyrir fjörutíu árum mátti svo að orði kveða, að allar hinar víð- áttumiklu sléttur Vesturlandsins væru óræktaðar. /Búnaðaráhöld voru í þá daga fá og ófullkomin og fáir eða engir menn við hend- ina, er hagnýtar leiðbeiningar gátu veitt. Tilraunabú stjórnarinnar, er risið hafa upp á hinum síðari ár- um, hafa orðið bændum og búa- lýð til ómetanlegra hagsmuna. Örðugleikarnir, er urðu á vegi nýbyggjans, voru miklir og marg- víslegir, eins og gefur að skilja, en landnemunum var heldur ekki fisjað saman og það erið bagga- muninn. Frumbyggjar landsins, hvert helzt sem þeir áttu rót sína að rekja, létu örðugleikana sér ekki fyrir brjósti brenna, heldur lögðu höndina á plóginn, með óbilandi sigurvissu í huga. Nú blasa við augum, svo að segja í hvaða átt sem litið er, gróður- þrungnir akrar, og járnbrautir hafa tengt fylki við fylki og strönd við strönd. Uppskera í Canada er ljósasti votturinn um gróðurmagn jarð- vegeins. Á mörgum svæðum hefir verið sáð í sama blettinn þvínær samfleytt í fimtíu ár, án þess að upskera haifi brugðist. Þó á þetta ekki við í öllum tilfell- um. Stundum skaða næturfrost uppskeru Vesturlandsins nokkuð, svo og hagl, en sjaldan þó nema á tiltölulega litlum spildum. Sauðfjárrækt í Sléttufylkjunum miðar drjúgum áfram, þó enn standi hún hlutfellslega langt að baki akuryrkjunni og griparækt- inni. Sú framleiðslutegund hlýt- ur að eiga mikla iframtíð fyrir höndum, hér sem annars staðar. Skilyrðin eru hin ákjósanlegustu, heyfengur nægur og beitilönd mikil og góð. í Vesturlandinu er nú orðið talsvert um karakul fé og þnífst það hér vel, enda er loftslagið að ýmsu leyti svipað og í Bok- hara, þar sem það er upprunnið. Má því fullyrða, að á þessu sviði verði hér um að ræða all-arðvæn- lega framleiðslugrein. Talsvert er hér aif öðrum sauðfjártegund- um, sem gefa af sér góðan arð. Á það hefir verið drepið í fyrri greinum, hve framúrkarandi vel Vesturlandið er fallið til bland- aðs landbúnaðar—mixed farming. Þar er líka í raun og sannleika um farsælutsu búnaðaraðferðina að ræða. Uppskera getur brugð- ist með köflum, en þá er bóndinn aldrei í hættu staddur, ef hann hefir trygga griparækt jöfnum höndum. — Þess hefir verið getið, að inn- ur. Þeir ferðuðust um Vestur- verið margfalt meiri í á, en á nokku öðru tímabili síðan 1914, að ófriðurinn mikli hófst, en þá tók að mestu fyrir innflutninga. Nú hafa þúsundir þaðan streymt inn í landið frá Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð. Fyrir nokkrum mánuðum komu komu til Winni- pegborgar tveir danskir menn, fulltrúar dönsku stjórnarinnar; er annar þeirra þektur blaðamað- ur. Þeir ferðuðut um Vestur- landið og kyntu sér þar búnaðar- ástandið og skilyrðin fyrir þvi, að allmargir Danir flytji hingað og taki sér bólfestu. Mjög vel leizt þeim á landið, eða það af því, sem þeir höfðu tíma og tækifæri til að skoða. FIT RITE úrvals vor-yfirhafnir Vér höfum feyhilegt úrval af allra nýjustu yfirhöfnum, fyrir vorið, sem enginn má helzt án vera. _____ ___ Virö frá $21 til $45' ? Stiles & Humphries Winnipeg’s Smart Men’s Wear Shop. ‘261 Portage Ave., na>st við Dingwall’s Veitir öll aðgengilegustu kostaboð í sambandi við heilbrigð hlutakaup BANNER OILS LTD. Eigendur að 1480 ekrum af Bahner-Sinclair spildunni, sem hefir verið mæld og viðurkend af Joseph Sinclair, A. B. M. Sc., New York. Olíuborun á þessari eign, hefir þegar leitt í ljós olíulind á á ekki meira dýpi en 227 fetum. $1.00 hver hlutur Eins lengi og þetta tilboð stendur, getið þér fengið hluti keypta gegn umsókn til Canadian Investment Brokers 704-6 STANDARD BANK BLDG. SlMl 26 072

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.