Lögberg - 04.04.1929, Blaðsíða 4
Bla. 4.
LÖGBERG l'IMTUDAGINN 4. APRÍL 1929.
>o<—r>oc
Högberg
Gefið út hvern fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Eisar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:'
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba.
Þegar um það er að ræða, að leggja grund-
völlinn að nýrri borg, er það einkum tvent, er
fyrst kemur til greina. Fólkið verður að hafa
ótalonarkað traust á lífsskilyrðum þeim, sem
þar eru l'yrir hendi, og það verður líka að
leggja tfram fé. Framleiðsluskilyrðin við Fort
Churchill, eru vafalaust slík, að vænta má þess
með fullum rétti, að hvorttveggja verði fúslega
látið í té. Mun þá ekki þurfa að örvænta um
framtíð hinnar nýju borgar.
Eins og þegar hefir verið vikið að, fer fvlk-
isstjómin með umráð yfir Fort Churchill, fyr-
ir krúnunnar hönd. Borgarstæðið er fólksins
eign, og skal svo verða í framtíð allri. Að
stjómin framfylgi vilja almennings í þessu til-
liti, mun ástæðulaust að efa.
Með fullnaðarlagningu Hudsonsflóa braut-
arinnar, hefir ræzt einn af hinum voldugustu
draumum Vesturfylkjanna, landi og lýð til ó-
gleymanlegrar blessunar.
Hudsonsflóa-brautin Þingkosningar á talíu
Þau söguríku tíðindi gerðust, í vikunni sem
leið, að lokið var lagningu Hudsonsflóa-braut-
arinnar, allá leið til Fort Churchill. Hefir þar
með ræzt, einn af voldugustu draumum Vest-
urlandsins, eða, réttara sagt, íbúa þess.
1 vikunni, sem leið, fóru fram, að minsta
kosti áð nafninu til, .þingkosningar á ítalíu.
Urðu úrslitin þau, að Mussolini flokknum vom
greidd 8,506,576 atkvæði, gegn 136,000.
Aldir em liðnar, frá því er djarfhugsandi
framtaksmenn, er flestir vom við grávöru-
verzlun riðnir, sáu í anda rísa upp við Fort
Churahill, volduga borg, iðandi af arðsömu
athafnalífi. Síðan mátti heita., að þessi ein-
kennilegi staður hefði fallið í gle\Tnsku, þar til
í ágústmánuði 1927, er hinn víðsýni og vilja-
sterki járnbrautaráðgjaifi núverandi sam-
bandsstjórnar, Hon. Charles A. Dunning, á-
lögðu Hudsonsflóa-brautar.
Illögðu Hudsonsflóa-brautar.
Sá ósiður hafði lengi viðgengist í landi hér,
þegar um væntanlega hafnarstaði var að ræða,
að fasteigna-prangarar legði sig í líma með. að
ná haldi á lóðum, og selja þær síðan við upp-
sprengdu verði, hinum og þe.ssum kaupahéðni,
er til þess var fáanlegur, að láta hafa sig að
ginningafífli. Ýmsum fénaðist nokkuð um
stundarsakir, en aðrir fóm á höfuðið, eins og
gengur og gerist. En af braski þessu leiddi
meðal annars það, að viðskiftale.gt ósiðferði
fór í vöxt.
Á alt þetta hafði Mr. Dunning komið auga,
og þess vegna var það, að samstundis og hann
afréð, að gera Fort Churchill að hafnarstað,
gaf hann út tilskipun þess efnis, að land alt
umhverfis hafnstaðinn, skyldi vera eign krún-
unnar. Var þar með loku fyrir það skotið, að
landeignabrask gæti átt sér stað, með svipuð-
um hætti og við hafði gengist við landnám og
byggingu hinna annara hafnstaða vestanlands.
Hefir ráðstöfun þessi mælst sérlega vel fyrir,
og mun canadiska þjóðin lengi halda nafni Mr.
Dunning’s á lofti fvrir hana, ásamt mörgum
öðrum afreksverkum, er hann hefir í fram-
kvæmd hrundið, þótt enn sé hann maður til-
tölulega á ungum aldri.
Aukin jámbrautasambönd, krefjast að sjálf-
sögðu aukinnar íbúatölu.
Sá tími er nú að verða hringdur út, er hin norð
lægu hémð bygðu, að heita mátti, engir aðrir, en
nokkrir þjónar sambandsstjórnarinnar og þjóð-
eignabrautanna. Þúsundir og tugir þúsunda
af nýbyggjum, hljóta að taka sér bólfestu, eigi
aðeins við Fort Churchill, heldur og víðsvegar
fram með hinni nýju braut. Munu þar rísa
upp á skömmum tíma, bæir og sveitarhéruð,
undir umsjón fylkisstjómarinnar.
Sambandsstjómin hefir nú fengið fyllds-
stjóminni í hendur, öll umráð yfir Ft. Chureh-
iU, að undanskildum nokkram lóðum, er nauð-
synlegar þykja til opinberra bygginga, hafnar-
gerðar og járnbrautarstöðva. Er hér þó ekki
um neina veralega efnisbreytingu að ræða,
því einstaklingum verður eftir sem áður gert
ókleift alt landabrask. Staðurinn telst eftir
sem áður til krúnunnar, mismunurinn aðeirns
eá, að ifylkisstjómin fer hér eftir með umboðið
í nafni hennar.
Eftir því, sem nú horfir við, mun mega full-
yrða, að stjóm Manitobafylkis líti sömu aug-
um á mál þetta, og jámbrautaráðgjafinn, Mr.
Dtunning, og má þá ganga út frá því sem
gefnu, að landeignabrask við Fort Churchill,
verði útilokað í bráð og lengd.
í ýmsum hínum norðlægu héraðum Manito-
ba-fylkis, svo sem í Flin Flon, hafa einstakir
menn, eða félög, náð haldi á verðmætum land-
eignum, og verður eigi úr því bætt, að minsta
kosti fvrst um sinn. Þess meiri ástæða er til,
að vernda Fort Churchill, eða hið nýja bæjar-
stæði, frá yfirgangi hinna og þessara fast-
eignaprangara, er gengið hafa, og ganga enn,
ljósum logum um landið, þvert og endilangt.
»
Sennilega er fáum kunnugra um ógæfu þá,
er af samvizkulausu landeignabraski stafar, en
einmitt íbúum Manitobafylkis. Þess vegna er
það ekki nema sjálfsagt, að þeir, sjálfra sín
vegna, veiti fylkisstjórninni að málum í því, að
vernda hið nýja bæarstæði Við Hudsons flóann,
gegn “spekúlanta” ófögnuðinum.
En það er ekki hagsmunahliðin ein, sem
hér er um ræða. Nýjum hlunnindum, fylgja
nýjar skyldur. Samkvæmt stjórnarskrá lands-
ins, hafa íbúar Manitoba/fylkis fengið umráð
yfir Fort Churchill, og þarafleiðandi eru
skyldur þær, er þeir nú takast á herðar, stjórn-
skipulegs eðlis, og því í rauninni víðtækari, en
margan granar.
Kosningar á Italíu, eins og stjórnarfarinu
þar er háttað um þessar mundir, eiga að engu
leyti sammerkt við kosningar þingræðisland-
anna. ítalskir kjósendur era í raun og vera
réttlausir menn, og htkvæðagreiðsdan þaraf-
leiðandi ekkert annað, en aumkvunarverður
skrípaleikur.
Þingræði á ftalíu, hefir verið með öllu af-
numið. Stálklær einræðiisins, skipa þar önd-
vegi, en þjóðarsamvizkunni hafa stungin ver-
ið svefnþorn. Um vilja fólksins, er ekki lengur
að ræða, og þess vegna vora kosningar þær, er
nú var getið um, { því einu augnamiði haldnar,
að svala sjálfsdýrð alræðismannins, og hins
svonefnda Fascistaflökks.
Undirbúningur kosninganna var slíkur, að
‘ ‘ le\mdarráð ” Fascista, tilnefndi öll þing-
mannaefni, öldungis án tillits til þess, hvort
kjósendum líkaði betur eða ver. Á móti stjórn-
inni mátti enginn maður mæla, því að öðrum
kosti átti hann það á hættunni, að falla í ónáð.
Hið sama var um blöðin að segja. Ef þau döns-
uðu ekki eftir vissum nótum, það er að segja,
sungu Mussolini lof og dvrð, beið þeirra tor-
tímingin ein. Almenn mál mátti undir engum
kringumstæðum ræða, alveg eins og kjósendum
kæmi þau ekki lifandi vitund við. Á sérhverju
götuhorni og með fram þjóðvegum, gat að líta
á kosningadaginn, gleiðletrað natfn Mussolini’s,
“verndara hinnar ítöilsku þjóðar. ”
Sú kemur tíð að ítalska þjóðin hrekkur upp
af svefni, og krefst á ný stöðu sinnar meðal
lýðfrjþlsra þjóða. Hvað verður um Mussolini
þá, og >stuðningsmenn hans þá hina aðra, er að
vettugi virtu helgustu sérréttindi mannkvns-
ins?
Sambandsþingið og friðarmálin
(Framhald af ræðu Mr. Thorson’s).
Að því er 1. grein friðarsáttmálans áhærir,
þá er hún einkum og sérílagi mikilvæg, sökum
þess gagnkvæma trúnaðartrausts, er f henni
felst, þar sem hún þvemeitar að viðurkenna
lögmæti styrjalda.
Samkvæmt orðalági og anda téðrar grein-
ar, hefst í raun réttri nýtt tímabil í sögu mann-
kynsins. Þó verður 2. grein enn djúptækari
og þýðingarmeiri, með því að þar eru ákveðn-
ar skuldbindingar hlutaðeigandi samningsað-
ilja. Er þar um að ræða ómótmælanlegan próf-
stein á einlægni þeirra þjóða, er sáttmálann
undirskrifuðu. Innihaldi 2. greinar má líkja
við háreista höll hins nýja friðar-tímabils, er
taka skal við af slátur-kumböldum stríðs og
styrjalda.
Að vísu er það rétt, að hugtakið “by pacific
means”, eða “með friðsamlegum hætti”, er
ekki skilgreint í sáttmála þessum. Þó er þar
' bersýnilega um nægilegt svigrúm að ræða, til
þess að geta innifalið fyrirmæli Þjóðbanda-
lagsins um alþjóðadómstól, sáttargerðir og opna
samtalsfundi. Aðiljar þeir, er að hinum nýja
isáttmála standa, eru vitanlega ekki bundnir
þeim ákvæðum Þjóðbandalagsins, er krefjast
úrlausnar deilumála á friðsamlegan hátt. En
þeir eiga samt sem áður undir engum kringum-
stæðum, nema um tvo kosti að velja: annað-
hvort að láta óútgert um ágreiningsefni sín
við aðrar þjóðir, eða þá að leiða þau til lykta
á friðsamlegan hátt, með því að úrlausn þeirra
með vopnaviðskiftum getur ekki lengur skoð-
ast lögleg.
Hvaða tryggingar eru fyrir því, að þjóðir
þær, er sáttmálann undirskrifuðu, framfylgi
fyrirmælum hans? Forsendur sáttmálans,
benda á eina slíka tryggingu, þótt ákjósanlegra
hefði verið, að hún hefði birzt, sem sérstakur
liður. Setning sú, er að þessu ákvæði lýtur,
hljóðar þannig:
“Sérhver sá aðilji, er að sáttmála þessum
stendur, og grípur til þess örþrifaráðs, að fara
í stríð, í persónulegu hagnaðarskvni, ætti að
fara á mis við sérhver þau hlunnindi, er sátt-
málinn hefir að bjóða.”
Sérhver sú þjóð, er sek gerist um brot á
fyrirmælum sáttmálans, glatar þeirri trygg-
ingu ifyrir friðsaimlegri sambúð við aðrar þjóð-
ir, er sáttmálinn gerir ráð fyrir.
Það er nú að verða ljósara og ljósara, að á
himni friðarmála mannkynsins, roðar af nýjum
degi. Eru nú ftýjar og nýjar uppástungur, að
koma fram, um auknar og ákveðnar trygging-
ar heimsfriðimun til verndar. General Smuts
hvetur Bandaríkjaþjóðina til þess á mjög á-
kveðinn hátt, að veita friðarsáttmálanum til-
svarandi siðferðislegan og f járhagslegan stuðn-
ing, með því að stöðva viðskifti við þær þjóð-
ir, er sekar gerast um ágengni, við þau ákvæði
Þjóðbandalagsins, er gilda um brotlega með-
limi þeirrar stotfnunar. Svipuð hugmynd kom
fram í tillögu, er þeir Senator Capper, og neðri-
málstofu þingmaður, Mr. Foster, bára fram í
hvorri málstofunni um sig, þar sem farið var
fram á, að forsetanum skyldi veitt til þess heim-
ild, að banna útflutning á vopnum til hvaða
þjóðar, sem væri, er brotleg hefði gerst gagn-
vart ákvæðum ifriðarsáttmálans. Báðar hafa
tillögur þessar svipað gildi, þótt hinu verði eigi
á móti mælt, að nokkur hætta sé því ávalt sam-
fara, að útiloka, eða trafla jafnvægi venjulegra
viðskiftasambanda. En sem betur fer, era fvr-
ir hendi aðrar og meiri tryggingar, en þær
tvær, sem nú hafa nefndar verið.
Mr. Phillip Kerr, sá er reit í nóvember-
heftið aif “Journal of the Royal Institute of
Tntemal Affairs”, 1928, bcndir á það réttilega,
að heimsfriðinum yfirleitt, stafi einna mest
hættan af ótta hinna ýmsu þjóða við ágengni
og yfirgang. Þess vegna sé það, að þjóðir
leggi sig í framkróka með að tryggja öryggi
sitt, jatfnvel ímyndað öryggi, með öllum hugs-
anlegum ráðum, svo sem auknum herafla og
samböndum, eða sameiginlegum varnartengsl-
um, gegn öðrum þjóðum. Slík samtök era
sjaldnast grundvölluð á gagnkvæmri vinsemd,
heldur miklu fremUr á sameiginlegu hatri gagn-
vart þjóð, eða þjóðum. Með þessa öfugu ör-
vggiskend í brjósti, keppast svo þjóðir þessar
við af fremsta megni, að auka herafla sinn von
úr viti, en slíkt hefir aftur í för með sér það,
að aðrar1 þjóðir grípa til sama óyndisúrræðis-
ins, unz svo er komið, að ekki getur lengur hjá
því íarið, að alt lendi í bál og brand.
Um varanlegan frið, getur ekki verið að
tala, sé þjóðunum liðið það óátalið, að haga sér
eftir eigin vild, hvað Öryggisráðstafanir þeirra
áhrærir. Það er því blátt áfram lífsskilyrði,
að ótti sá, er nú á dögum virðist vera drif-
fjöðrin í öryggisráðstöfunum mannkynsins,
víki úr vegi fyrir öðrum og gleggri skilningi á
sjálfsvernd þjóða. Sá grandvöllur er, að mín-
um skilningi, tfólginn’ í alþjóða þrá eftir varan-
legum friði. Sömu skoðun lét Mr. Kellogg,
fyrrum utanríkisráðgjafi Bandaríkjanna, í
ljós á vopnahlésdaginn síðasta. Fórast honuin
þá þannig orð:
“Sé fólkið ákveðið í því, að hafna styrjöld-
um, kemur aldrei til nokkurra styrjalda.”
Þess vegna er það, að isanngildi friðarsátt-
málans, hvílir miklu fremur á samróma stuðn-
ingi almenningsálitsins, en nokkurri sérstakri
staðfestingu, eða samþykt.
1 sæmilega vel skipulagsbundnum ríkjum,
hvílir framkvæmd laganna, ekki nándar nærri
eins mikið á valdboði, sem á vilja almennings
um hlýðni við lögin. Hið sama má um heims-
friðinn segja, — trygging hans er fyrst og síð-
ast fólgin í óslökkvandi þrá mannkynsins, eftir
varanlegum friði.
Það er fólkinu í sjálfvald sett, hvort hald-
ast skuli órjúfandi friður þjóða á milli, eða það
gagnstæða.
Gamla platónska hugmyndin-um ríki, þar
sem Iiver stétt út af fyrir sig, ætti ákveðna
köllun að inna af hendi, er nú gengin veg allr-
ar veraldar, og annar, víðtækari skilningur, á
samstarfi allra þjóða, kominn í staðinn.
Það er ekki langt síðan, að sú skoðun réði
lofum og lögum , að þeir einir hefðu rétt til
þess að stjórna, er sérstaklega væru til þeirrar
köllunar æfðir. Skilningur almennings, á sannri
lýðstjóm, það er að segja, stjórn fólksins sjálfs,
er nú orðinn víðtækari og breiðari, en nokkra
sinni fyr.
Æðsta hugsjón lýðræðisins, er grandvölluð
á sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins, í eins
víðtækum skilningi og framast má verða. Sú
hugsjón lýðræðisins, er ryður sér farveg til
yztu endimarka skipulagsbundins ríkis, hlýtur
einnig að ryðja sér til rúms á isviði alheimis-
málanna. /
Mér skilst, að nú sé rétt í þann veginn að
renna upp yfir mannkynið nýtt, söguríkt tíma-
bil, er eigi láti það lengur viðgangast, að yfir-
umsjón alheimsmálanna verði framvegis í
höndum hinna fáu, útvöldu lærisveina hins
gamla skóla, heldur fái fólkið sjálft, er þráir
frið og vinsamlega sambúð þjóða á meðal, for-
ystuna í sínar eigin hendur.
Með það fyrir augum, að hugsjónir friðar-
sáttmálans fái notið sín að fullu, ríður lífið á,
að djarfmannlegt almenningsálit, grundvallað
á óbifanlegri sannfæringu um það, að styrjald-
ir skuli héðan í frá útilokaðar með öllu, skipi
>sér undir friðarfánann, skilvrðislaust, og um-
svifalaust.
öldungadeild Bandaríkjanna, afgreiddi frið-
arsáttmálann fyrirvaralaust, með öllum greidd-
um atkvæðum, gegn tveimur. Bendir þetta ó-
tvírætt í þá átt, að hin volduga nágrannaþjóð
vor, sunnan landamæranna, sé staðráðin í því,
að veita ifriðarmálum mannkynsins, eindregið
og óskift fylgi.
(Niðurl. í næsta bl.)
Fundargerð Þjóðrœknis-
félagsins 1929
Tíunda ársþing L jóöræknisfélagsins
kom saman 27. febrúar 1929,, kl. 10 árdeg-
is í íslenzka Góötemplarahúsinu í Winni-
peg; um 300 manns mættu.
Þingiö hófst með því að forseti, séra |
Ragnar E. Kvaran, >bauð þingheimi, sam-
kvæmt viötekinni venju, að syngja sálm.
Risu menn þá úr sætum og var sunginn
sálmurinn: Faðir andanna, eftir séra
Matthías Jochumsson.
Að því búnu ávarpaði forseti þingið með
áheyrilegri ræðu. Var hún að efni ljóst
yfirlit yfir störf félagsstjórnar á árinu,
um afstöðu hennar viðvíkjandi þeim
vandamálum er upp komu, og um hag og
íorfur félagsins yfirleitt. Kvaðst for-
seti skoða það góðsvita og heill hugsjón-
um þeim, er félagið ynni fyrir, að því
hefði einmitt á liðnu ári aukist itil muna
fy.Igi °S félagatala. Var ávarpinu vel
/agnað af þingheimi.
Þá benti forseti á, að næst lægi fyrir
V.ð velja nefnd til að rannsaka kjörgengi
fundarmanna.
Lagði Árni Eggertsson til og Ásgeir
I. Blöndahl Studdi, að forseta sé falið að
skipa þessa nefnd. Samþykt. í nefndina
voru þessir kvaddir: Séra Jónas A. Sig-
urðsson, Ásgeir I. Blöndahl, Þorsteinn
J. GísLason.
Nokkrar umræður urðu um starfssvið
þessarar nefndar. Skýrði forseti frá þvi,
að félagsstjórnin hefði skrifað öllum deild-
um fé|lagsins, og beðið þær, að takmarka
sjálfar, í þetta sinn, þann rétt til fulltrúa-
sendingar, er þeim væri veittur, samkvæmt
lögum félagsins. Samkvæmt lögum væri
nú hægt að senda fulltrúa, einn eða fleiri,
með atkvæði allra deildarmanna, hvort sem
þeir æsktu þess eða ekki. Reynsla væri
fengin fyrir þvi að þetta þætti með öjlu
óviðeigandi. Fyrir þessa sök hefði fé-
lagsstjórnin farið þess á leit við deildirn-
ar að þær takmörikuðu! sjálfar þennan
rétt, á þann hátt, að fulltrúar færu roeð
ékveðna hámarkstölu atkvæða, og ekki
með önnur atkvæði en þau, er þeim væri
sérsta'klega falin af hlutaðeigandi deild-
armönnum. Skýrði hann ennfremur frá
því að komnar væru fregnir frá flestum
deildum um, að þær féllust á þessa til-
högum. En umAVinnipegdeildina “Frón,”
væri það að segja, að hún hefði ákveðið
að senda enga fulltrúa með umboði, held-
ur myndu félagsmenn sjálfir yfirleitt
sækja þingið og fara með atkvæði sín.
Séna Jónas A. Sigurðsson skýrði málið
nokkuð frekar og gat þess hvernig undir-
tektir deildarinnar í Selkirk hefðu verið.
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson kvað naumast
sanngjarnt, að takmarka réttindi deilda
út um sveitir, sem sjajdnast ættu kost á
að hafa nema örfáa fulltrúa á þingi, þar
sem til dæmis deildin Frón gæti aftur á
móti auðveldlega haft alla sína félaga þar,
ef svo þætti horfa við.
Forseti kvað kjönbréfanefndarstarfið
í þessu efni ekki koma í bága við stjórn-
arskipun félagsins, og bað nefndina að
taka til starfa. Fyr en hún hefði lokið
verki væri ekki hægt að taka nein mál
þingsins fyrir. En til þess að flýta fund-
arstörfum nokkuð bað forseti fjármála-
ritara, að lesa upp fjárhagsskýrslur fé-
lagsins, og bað þingheim að kynna sér
skýrslurnar þar til hægt væri að bera þær
undir þingið.
Ásmundur P. Jóhannsson lagði til og
Jón Húnfjörð studdi, að forseta sé falið
að skipa 3. manna nefnd til að athuga
skýrslur embættismanna. Samþykt. I
nefndina voru þessir skipaðir: Ásmund-
ur P. Jóhannsson, Jón Húnfjörð, Kristján
Pálsson.
, Bjarni Magnússon lagðd tij og Jón
Húnfjörð studdi að forseta sé falið að
skipa dagsknárnefnd. Samþykt. I nefnd-
ina kvaddi fórseti þessa: Árna Eggerts-
son, Sigfús Halldórs frá Höfnum, Krist-
■ ján Bessason.
Þegar hér var komið störfum, var lið-
ið að hádegi og fundi frestað til kl. 2 síð-
degis.
Þingið tók aftur til starfa stundvíslega
kl. 2 e. h. að fjölmenni viðstöddu.
Fundargerð fyrsta fundar lesin og sam-
þykt.
Þá var lögð fram skýrsla frá dagskrár-
nefndinni, er Jagði til, að dagskrá sú, er
auglýst hefði verið í blöðunum, væri sam-
þykt með Iítilsháttar breytingu á niður-
röðun málanna. Samþykt.
Því^ næst var álit frá kjörbréfanefnd
lesið af framsögumanni, séra Jónasi A.
Sigurðssyni og skýrt; hljóðaði það á
þessa leið:
1) Kjörbréfanefndin leyfir sér að benda
þinginu á síðasta þings samþyktir í 3.
grein aukalaga þess, er svo hlóða' “Allir
fU)lltrúar og erindsrekar skulu skrásettir
í þingbyrjun, og að ritað sé við nafn hvers
þingmanns tala er sýnir hve mörg atkvæði
hann fer með á þingi, til dæmis 1, 2 eða 10
o. s. frv.
2) Samkvæmt þessu fylgi listi, er sýn-
ir nöfn og atkvæðafjölda erindsreka
deilda utan Winnipegborgar, og skrá yfir
alla kjörgenga meðlimi deildarinnar Frón
í Winnipeg.
3) Tillögur stjórnamefndar Þjóðræknis
félagsins um takmörkun á umboðsatkvæð-
um, hafa góðfúslega verið teknar til
greina, af þeim deildum félagsins er full-
trúa senda, og fara því ýmsar fjarlægar
félagsdeildir á mis við að nota til fulls
þau réttindi er þeim bera, lögum sam-
kvæmt.
4) Til að greiða fyrir þingstörfum, legg-
ur nefndin til, að þingið viðhafi atkvæði
með handauppréttingu í öllum smærri
málum þingsins, en nafnakall þá aðeins, er
tveir eða flefri fulltrúar deilda æskja þess.
5) Listi þeirra er gefið hafa sig fram
er á þessa leið;
1. Deíldin Fjallkonan í Wynyard. FulJ-
trúi: Ásgeir I. Blöndahl, 11 atkvæði.
2. Deildin Iðunn, Leslie. Fulltrúi: Þor-
Stéinn Guðmundsson, 11 atkvæði.
3. Deildin, Island, Brown. Fulltrúar: Th.
J. GísJason, 7 atkv., Jón Húnfjörð, 8
atkvæði; Jóhanines Húnfjörð, 3 atkv.
(Frá þessari deild voru einnig stödd
á þingi: Mrs. Th. J. Gislason, Mr. J.
S. Gillis.
4. Deildin Brúin í Selkirk. Fulltrúar:
Séra Jónas A. Sigurðsson, 11 atkvæói;
Guðjón Fiiðriksson, 11 atkvæði;
Þórður Bjarnason, 11 atkvæði; Krist-
ján Bessason 11 atkvæði; Kristján
Pálsson 11 atkvæði; Sigurgeir Walter-
son 11 atkvæði; Mrs. Sigurbjörg
Johnson 11 atkvæði; Björg Þorstein-
son 11 atkvæði; Sveinn Skaftfell, 6
atkvæði.
5. Nafnaskrá deijdarirmar Frón, í Win-
nipeg, bæri það með sér að 228 félagar
hefðu full þingréttindi.
6. Kunnugt væri um þessa félaga frá
Piney: S. S. Anderson, E. E- Einarsson,
Stefán Anderson.
Umdir álitið ritaðir:
Jónas A. Sigurðsson,
Asgeir I. Blöndahl,
borst. J. Gíslason.
Tillaga var gerð af B. B. Olson, studd
af Halldóri S. Bardal, um að álitið væri
samþykt. Var það gert, með öllum
greiddum atkvæðum.
Þá mæltist forseti til, svo að auðveld-
ara væri að átta sig á atkvæðagreiðslu,
að þeir, er ekki hefðu atkvæðisrétt á þing-
inu, sætu uppi á lofti, en atkvæðisbærir
menn niðri í fundarsalnum. Eimnig fól
forseti Ásmundi P. Jóhannssyni, Gísla P.
Magnúsisyni og Guðhiundi K. Jónatans-
syni, að hafa eftirlit með atkvæða greiðslu.
Næst var skýrsla fjármálanefndar lögð
fram, er svo hljóðaði:
“Við, sem skipaðir vorum sem þing-
nefnd t(l að athuga og yfirfara skýrslu
embættismanna Þ jóðræknisfélagsiins, finn-
um ekki ástæðu til neinna athugasemda
við þær og leggjum til að þingið veiti
þeim viðtöku eins og þær liggja fyrir.
Asmundur P. Jóhannsson,
Kristján S. Pálssoh,
J. Húnfjörð.”
Var skýrslan samiþykt.
Otbreiðslumálið var næsta mál á dag-
skrá. Fór fors. ndkkrum orðurn um það
og benti meðal annars á þörfina á því,
að prenta bæking er svaraði spurning-
unni: Til ihvers Þjóðræknisfélagið væri
til og hverjar væru hugsjónir þess. Árni
Eggertsson lagði til og Jón Húnfjörð
studdi, að 5 manna nefnd væri skipuð í út-
ibreiðslumálið. ‘Samþykt. Þessir voru
skipaðir í nefndina: Hjálmar Gíslason,
Þorsteinn Guðmundsson, Andrés Skag-
feld, Guðjón Friðriksson, og Jón Stefáns-
son.
Þeim lið dagskrár er fjallaði um
fræðslumál var frestað, samkvæmt skýr-
ingu frá miliþinganefnd í því máli um að
fyrir,lestur yrði fluttur af séra Jóhanni
P. Sólmundssyni að kveldinu um það efni.
Þá var 4 dagskrá Tímaritsmálið. Lagði
Ásgeir I. Blöndahl til og B. B. Olson
studdi, að 5 manna nefnd væri skipuð
í málið.
Séra Jónas A. Sigurðssom hreyfði því
að æskilegt væri að þetta mál væri rætt,
svo að hin fyrinhugaða nefnd, gæti að
einhverju leyti stuðst við álit þingsins.
Var hann ekki með breytingu á Tímarit-
inu í þá átt er um hafði verið ritað. Ann-
að og meira þyrfti með til að ftá æsku-
lýðnum inn á ís,lenzkar brautir, en lítils-
háttar lesmál fyrir hann í Tímaritinu.
Ásgeir I. Blöndahl mintist á hvort ekki
væri kleift kostnaðarins vegna, að breyta
ritinu í ársfjórðungsrit og selja það í
stað þess að gefa það félögum. Kvaðst
vera svo ánægður með ritið, að hann vildi
að það væri sem tíðastur gestur á ís'lenzk-
um heimilum.
, Jóin (Stefánsson áleit breytingu á ritinu
gagnslausa að því er æskulýðinn áhrærði.
Árni Eggertsson ájeit erfiðara að safna
auglýsingum fyrir ársfjórðungsrit en árs-
rit og efaðisft um að með því yrði mætt
kostnaði af tiðari útgáfu ritsins.
Að þessum umræðum loknum var sam-
þykt, að skipa fimm manna nefnd í mál-
ið og var hún sem hér segir: B. B. Olson,
séra Benjamín Kristjánsson, Ásgeir Blön-
daihl, séra Jónas A. Sigurðsson, Árni
Eggertsson.
Húsbygingamiálið var næsta dagskrár-
mál. Lýsti Árni Eggertsson því yfir, að
miliþinganefndin hefði ekkert starfað á
árinu. En á nýrri hugniynd hefði brytt,
sem ef til vill væri nokkurs vert að ihuga.
En hún væri í stuttu máli sú, að Norð-
menní Svíar, íslendingar og Danir slæu
sér saman um að reisa stórhýsi eins og
það, sem fyrir Þjóðræknisfélaginu hefði
vakað. Lagði hann til, og Sigfús Bene-
diktsson studdi, að fimm manna nefnd
sé skipuð í málið.
Allmiklar umræður urðu um þetta mál.
Asmundur P. Jóhannsson áleit málið ó-
tímaibært. Félagið væri félaust og ókleift
myndi jafnvel í félagi með öðrum þjóð-
flokkum, að færast í fang húsbyggingu.
Sigfús Halldórs frá Höfnum kvað sér
það gleðiefni að heyra nýjar hugmyndir
koma fram í málinu. Hélt hann íslend-
ingum ekkert ógreiðara um framkvæmdir
en Svíum, sem ákveðið hefðu, að hefjast
handa og byggja árið 1930, árið sem Is-
lendingar ætluðu heim í einingu! Að
l(oma sér upp heimili væri eitt allra mesta
nauðsynjamál Þjóðræknisfólagsins.
Forsetj skýrskotaði til þess er hann
hafði sagt í ávarpi sínu til þingsins. Kvað
hann sérstaklega ýmsum Svíum vera þetta
áhugamál. Yrði þetta vegsauki norrænum
mönnum í landinu, ef úr gæfi oriSið. Og
engin veruleg ástæða sjáanleg fyrir því,
að þetta ætti ekki að takast.
Jón S. Gillis kvaðst sömu skoðunar og
Á. P. J.; Þjóðræknisfélagið hefði elokert
við heimili að gera er þing þess kæmi ekki
nema einu sinni saman á ári.
Var nú samþykt að skipa nefndina og
þessir kvaddir í hana: Árni Eggertsson
Páll S. Pálsson, Þórður Barnason, séra
Þorgeir Jónsson og Kristján Bjarnason.
Að því búnu spurði forseti efitir skýrsl-
um frá deildum.
(Framh. í næsta blaði)
«