Lögberg - 04.04.1929, Blaðsíða 2
Bls. 2.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 4. A'PRÍL 1929.
Ferðammningar
Eftir Kristófer Ólafsson.
Birtar með leyfi Siggeirs Þórðar-
sonar, Cypress River, Man.
Kalmanstungu 16. jan. 1929.
Kæri fööur-vinur!
Kærar þakkir fyrir bréfiÖ, sem
eg fékk með beztu skilum. Nú á
loksins að verða af því að eg sendi
þér minningarnar frá ferðalaginu
um Danmörk, Noreg og Svíþjóð á
árinu 1926, það er líka kominn tími
til að efna það loforð.
Lagði eg af stað frá Kalmans-
tungu þann 14. febr. 1926. FerS-
inni var fyrst i stað heitið til
Reykjavíkur og þaðan innan
skamms eitthvað til útlanda, en
annars engin ákveðin takmörk sett
fyrir henni. Það eina ákveðna var
að bregða sér eitthvað um stundar-
sakir út í veröldina, til að víkka
sjóndeildarhringinn frá átthaga-
þúfunum og svala dálítið útþránni,
sem vildi láta gefa sér gaurn.
Heiman að fylgdu mér hugheilar
heillaóskir að mér mætti vel farn-
ast i ferðinni og að eg fengi heil-
um vagni heim ekið aftur. A veg
fylgdu mér faðir og móðir. Gátu
þau eigi látið vera að færa mér
daggarfórnir ásamt velfarnaðarósk-
unum. A leiðinni til Rorgarness
komum við á marga bæi, var eg að
kveðja góða vini og kunningja, sem
fluttu mér hugheilar óskir að vega-
nesti. \'íðar, sem eg vildi hafa
komið varð eg að !áta ver^i, vegna
þess hvað það var úr leið og hefði
þarafleiðandi tekið mikinn tíma.—
Eg fann það vel, að nú var eg að
yfirgefa æskustöðvarnar, alt, sem
mér þótti vænst um, þó ekki stæði
til að það yrði nema í bili. Eg
fann það betur þá en áður að
Borgarfjörðurinn var mér hjart-
fólgnasti bletturinn á jarðríki og
hlaut altaf að verða, og að það var
hann, sem eg vildi helzt af ö-llu
fórna kröftum minum fyrir, að
hann hlaut altaf að eiga hug minn
óskiftann.—
f Reykjavík dvaldi eg mánaðar-
tíma. var að undirbúa mig undir
ferðalagið. Dvaldi eg þar á meðal
margra góðra vina og lifði með
þeim ánægjustundir, sem eru mér
vegnesti um ókominn óákveðinn
tíma. A Landakotsspítalanum var
eg í fimm daga. Var meitlað af
beininu, utan af litlutáar liðnum.
\ oru þeir læknar mínir Ólafur
Jónsson og Matthías Einarsson.
Tókst þeim fljótt og vel að gera
við fótinn, gréri skurðurinn svo
fljótt að eftir hálfan mánuð gekk eg
óhaltur.
í herberginu, sem eg lá i á spítal ■
anum, voru menn með allslags sjúk-
dóma, sumir mennirnir, sem vonuð-
ust eftir bráðum bata, aðrir, sem
ekki gátu búist við öðru en að liggja
svona ósjálfbjarga það sem eftir
var tilveru þeirra hérnamegin. Það
má vera dapurlegt að horfa fram á
langa lífsleið, með hrausta sál og
þroskaða, en svo vanheilan likama
að sálarkraftarnir fá ekki notið
sín, hversu starfshæfir sem þeir
eru.—
Frá Reykjavík sigldum við kl. 6
að kvöldi þann 25. marz með e.s.
Lýru áleiðis til Bergen. Vorum
vjð tveir félagar. Félagi minn var
Karl, sonur Ingólfs læknis Gíslason-
ar í Borgarnesi. Þegar skipið lagði
frá landi veifaði og vinkaði kunn-
ingjahópurinn á hafnarbakkanum
til okkar svo lengi sem við sáum,
svöruðum við með vasaklútum og
höttum okkar. Við vorum glaðir og
hressir þrátt fyrir það, þó við mætt-
um búast við að færa sjáfarguðin-
um óslítandi fórnir í fimm daga.
En við höfðum góðan hug á þvi að
komast að sem beztum samningum
hvað það snerti. Skipið sigldi með
allar vörur til baka, því það fékk
sig ekki afgreitt vegna verkfalls í
Reykjavík. Það fékst aðeins fyrir
“bolsanáð” að skipið tæki póst og
farþega. Meðal flutningsins, sem
skipiS hafði meðferðis voru tiu
eggjakassar, sem ekki gátu farið til
baka án þess að verða ónýtir, svo
það varð gjörð tilraun til að komá
þeim á land, en það endaði með því
að þeim var öllum hent til baka um
borð aftur af verkfallsmönnum og í
þvi harki var landgöngubrú skips-
ins brotin. Úti á milli eyjanna
rendi vélbátur að skipshliðinni,
skipið stoppaði og kössunum var
öllum rent ofan í bátinn. Eigandi
kassanna veifaði óspart þegar hann
stímaði til lands, gat hann þó tæp-
lega staðið á fótunum. svo vár hann
drukkinn.
Það var stafandi logn og blankaði
á sjóinn. Minar mestu sjóferðir
fyr en nú, voru einungis á milli
Borgarness og Reykjavíkur. Við
félagar vorum stálhraustir og nut-
um svefns og góðra drauma á með-
an skipið fór yfir Reykjanesröst
hvað þá endranær. Um morguninn
kl. sex, vorum við vaktir með
drvnjandi öskri skipslúðursins, sem
tilkynti að nú værum við komnir til
Vestmannaeyja. Klæddum við okk-
ur í snatri og hlupum upp á þiljur
til að fá betra loft í lungun og lit-
ast um. Skipið lá undir hinum mik-
ilúðlega Heimakletti, sem hefir tek-
ið lífið af svo mörgum hugprúöum
sigmönnum. Virtist mér svipur
hans svo harður, að ekki mun hann
klökna þótt sorgbitnir ástvinir hrópi
til hans ávítandi sáryrðum. Svo
virtist mér útsýnið tilkomumikið
frá skipinu, að eg get ekki hugsað
mér að athugulir menn, sem geta
á annað borð orðið fyrir hrifningu,
geti týnt því úr huga sínum, ef þeir
einu sinni hafa séð það. Sífelt
brunuðu framhjá skipinu vélbátar
með kátum sjómönnum, sem veif-
uðu til okkar um leið og þeir skut-
ust framhjá. Litlu bátarnir þeirra
dönsuðu eins og í rólu, því alda var
töluvert mikil. Menn úr landi sögðu
mér að hundrað vélbátar væru gerð-
ir út frá Vestmannaeyjum.
Þegar búið var að afgreiða skip-
ið og flytja í land nokkra sjóveika
farþega, sem voru með, voru undin
upp akkeri og siglt af stað. Var nú
töluverð kylja svo skipið valt óþægi-
lega mikið, að okkur félögum fanst,
svo að ógleði fór að gera vart við
sig. Vildum við þó okki fara í
rúmið, því okkur langaði til að sjá
upp til strandarinnar, svo lengi sem
við sigldum með henni. Þegar
kom suður með ströndinni færðum
við sínar tvær fórnirnar hver. Var
þá farið að bregða birtu svo við
hypjuðum okkur í rúmið, því höfuð-
ið var orðið þungt og sjóloftið kalt
og hráslagalegt. Sáum við líka að
orðið mundi dimt löngu áður en við
værum komnir úr landsýn. Með
skipinu var danskur maður frá
Kaupmannahöfn. VTar hann sjó-
maður. Hafði hann slasast á skipi
og verið settur á sjúkrahús í
Reykjavík. \rar hann á heimleið,
þrátt fyrir það þó hann væri hvergi
nærri albata. Hét hann George
Hamilton. Var hann strax félagi
okkar, þótti okkur traust nokkurt
að honum, því hann var ekki sjó-
veikur. Var hann okkur hjálpsam-
ur þegar komið var með matinn,
sem kom sér vel, þvi kvensan, sem
framreiddi lét sér nægja að kalla
til okkar að maturinn væri á borð
borinn. Lét hún sig það engu skifta
þótt maður væri svo lasinn að karl -
mesku þyrfti til að reisa höfuðið frá
koddaum. En erfitt var að koma
matnum niður, það varð slagur í
kokinu um hvern bita, hvort hann
ætti að fara niður eða snúa strax
aftur. En það setti eg mér strax,
að aldrei skyldi nein máltíð líða
svo, að eg ekki kæmi niður minst
tveimur þremur munn bitum, því
ef maður getur komið einhverju
niður líður maiíni betur, segja þeir,
sem vit hafa á þeim hlutum.
Eftir fjörutiu klukkustunda sigl-
ingu komum við til Þórshafnar í
Færeyjum kl. sex að morgni. Stóð
skipið þar við í tvo tíma. Myrkur
var svo við gátum ékki séð i land.
Bættust þar í hópinn fjórir færey-
ingar, alt mjög huggulegir og
skemtilegir menn. Einn þeirra
hafði “tattúerað” á handleggina
“Alt fyrir Færeyjar.” Við nánari
kynningu komst eg brátt að því að
hugur fylgdi má!i. Færeyjar, föð-
urland hans, áttu hug hjms óskift-
ann. Nafn hans var Joen Henrik
Hjalt frá Þórshöfn. Var hann af-
bragðs hrís á kvensuna, sem “upp-
vartaði,” útlistaði hann vel og
dyggilega fyrir henni, hvað illa
hún gætti skyldu sinnar, var gamli
maðurinn ekki málstaður þegar
hann var að lesa yfir henni. Þótti
honum leitt að við félagar skyldum
hafa sjódrunga, svo hann var oft
að reyna að tala hann frá okkur.
Kom hann þá til okkar, og spurði
hvernig elskulegu vinirnir sínir
hefðu þaö núna. Var hann óspar
á gamauyrði og hnittileg tilsvör og
jók með því glaðværð.
Eftir fjörutíu tíma siglingu frá
Þórshöfn komum við til Bergen í
Noregi. Þegar við komum inn úr
skerjagarðinum var næstum því al-
dimt. Fanst mér innsiglingin ó-
gleymanlega fögur. Sumstaðar var
fjörðurinn svo mjór að skipið skreið
rétt með landsteinunum og alstaðar
voru blaktandi vitar á hverjum
tanga, með allavega litum ljósum.
Svo voru hús hér oe þar beggja
vegna uppljómuð með rafurmagns-
ljósum í snarbröttum fjallshliðun-
um innan um skóginn, en uppi yfir
reigði fjallsbrúnin sig hátt við him-
in. En innst í fjarðarbotninum
ölasti Bergen við, sem eitt Ijómandi
ljóshaf. Ljósin og lognið stafaði
á fjörðinn. Ljóskerin meðfram
“Flöjbanen,” sem liggur upp á hátt
fjall fyrir ofan Bergen, voru eins
og leiðarljós, sem maður í fljótu
bragði gat hugsað sér að væru veg-
vísar alla leið til himins, að með-
fram þeim lægi stiginn mikli og fjöl-
farni.
Þá var maður kominn til Noregs.
Eitt það fyrsta, sem við sáum þeg-
ar við komum upp að bólverkinu
voru tvær íslenzkar stúlkur, sem
við þektum. Voru það þær Þuríð-
ur dóttir Guðmyndar sýslumanns í
Borgarnesi, frá Svarfhóli og Anna
Jensdóttir frá Kirkjubóli við ísa-
fjörð, var hún í Kalmanstungu
næstliðið sumar, en hingað var hún
Hún varð eins og önnur
manneskja
Saskatchewan Kona Notaði Dodd’s
Kidney PiIIs.
Mrs. George Grimly Þjáðist
af Bakverk.
Maidstone, Sask., 1. apríl (eiuka-
skeyti)—
“Eg hefi notað nokkrar öskjur
af Dodd’s Kidney Pills, og þær
gerðu mér mikið gott,” segir Mrs.
G. Grimly, vel þekt kona hér á
staðnum. “Eg þjáðist af bak-
verk tímunum saman, og fanst eg
ómögulega geta farið á fætur.
Eg hafði heyrt svo mikið um
Dodd’s Kidney Pills, að eg afréð
að reyna þær. Eftir að háfa not-
að úr þremur öskjum, var eg orð-
in eins og ný manneskja. Nú hefi
eg þetta ágæta meðal ávalt við
hendina.”
“Sé heilsa yðar ekki í sem beztu
lagi, ættuð þér ávalt að nota þetta
meðal, sem hreinsar blóðið og
heldur nýrunum í góðu lagi.
Látið Dodd’s Kidney Pills hjálpa
yður og vernda heilsu yðar.
nú komin til að læra “bastvefnað.”
Þegar klárt var að skoða “passa”
okkar og farangur, sem ekkert var
við að athuga, ætluðum við að ná
í bíl til að keyra okkur á hótel, en
því miður gátum við engan fengið,
svo við máttum labba og bera tösk-
urnar. Kom það sér vel fyrir okk-
ur að leiðin var ekkí löng, því við
vorum sifjaðir og slúskaðir eftir
sjóferðina, þvi litið var sofið og
borðað á leiðinni. Við sváfum vel
um nóttina og stóðum upp að
morgni nýir og betri menn, endur-
nærðir af langþráðum ótrufluðum
svefni. Fórum við nú að skoða okk-
ur um í þessum yndislega fjallabæ.
Vorum við svo óheppnir að veður
var þungbúið. Sögðu bæjarbúar
okkur að sjaldgæft mætti telja rign-
ingarlausa daga i Bergen. Hvar
sem við gengum um borgina, gaf
að líta reisulegar og smekklegar
byggingar. Snarbrött fjallshlíðin
var alsett íbúðarhúsum, innan um
greni og furutré, sem streittust við
brekkuna. Þar uppi var mikið af
götunum, stigar, sem voru annað-
hvort úr steini eða timbri. Utan
með Iáréttu stigunum sá eg viða
timburrið, svo var brekkan mikil.
Til þess að fá hæfilegan j>all undir
húsin, varð víða að byggja tveggja
til þriggja ‘tasíu” háan stöpul undir
framhlið hússins.
Upp á “Flojen” fórum við með
Floj’banen, eru vagnarnir halaðir
upp og niður á stálvírum, sem ganga
fyrir rafurmagni. Uppi á fiallinu
er stórt og mikið veitingahús, spil-
ar )>ar hljómsveit alla daga. Svo er
umferð þarna mikil, að vagnarnir,
sem eru tveir, ganga annar upp en
hinn niður á hverjum hálftíma all-
ann daginn. Þegar við vorum
komnir þarna upp, varð okkur við
eins og eg hugsa mér það, að kom-
ast á annað tilverustig. Svækjan og
þrengslin í skipsskrokknum, en
þarna frelsið og himnesk angan.
Útsýnið var dásamlegt yfir Bergen,
fjörðinn og bændabygðina um-
hverfis. Söknuðum við þess nú
miki’ð að ekki var sólskin, fanst okk-
ur það beinlínis öfgafull jafnaðar-
stefna hjá skaparanum. Drukkum
við þama kaffi og hlustuðum á
hlómleika meyjanna. Að því búnu
tókum við dkkur far með glæfra-
brautinni niður snarbratta fjalls-
hlíðina og í gegnum hamragöngin.
Töluðum við mikið um að heim-
sækja þennan dásamlega stað aftur,
helzt var í ráði að fara hingað brúð-
kaupsferðina, erf ástæður leyfðu.
Var nú bæði regn og stormur, svo
við fómm heim á hótelið og tók-
um saman dót okkar, því við vor-
um búnir að ákveða að fara með sex
lestinni af st^ð áleiðis til Oslóar.
Fórum við í bíl til járnbrautarstöðv
arinnar þó stutt væri, því regnið
streymdi úr loftinu óaflátanlega. A
járnlbrautarstöðinni stóð á spjaldi
með stóru letri: “Passið pyngjuna
yðar fyrir vasaþjófum.” Hinn
danski ferðafélagi okkar lét ferða-
poka sinn á járnbrautarafgreiðsluna
og mátti borga undir hann 29.00 kr.
til Kaupmannahafnar, fanst okkur
það dýrt fyrir ekki stærri hlut. Nú
þutum við inn í landið í gegnum
holt og hæðir, alveg eins og maður
heyrði talaðum í gömlu sögunum
þegar maður var lítill. Altaf öðru
hvoru þaut lestin í gegnum löng
jarðgöng, sem voru sprengd í gegn-
um klettaása, sem Noregur er auð-
ugur af. Sumstaðar lá brautin utan
i snarbröttum fjallshlíðum, og var
þar eigi óvíða hengiflug fyrir neð-
an. Er óheppilegt fyrir hrætt fólk
og taugaveiklað að líta út urn vagn-
gluggana á slíkum stöðum. Þetta
var í fyrsta skifti sem við félagar
fórum með árnbraut og kunnum við
því hreint ekki illa. í hverju þorpi
voru viðkomustaðir og miklu víðar
til að taka og afferma farþega og
flutning. Á viðkomustöðunum stóð
ætíð maður með flagg þegar lestin
nálgaðist, liturinn á flagginu sagði
til um það hvort stoppa skyldi eða
ekki. Landslagið umhverfis þessa
leið er yndislegt. En strax kemur
það í ljós hvað landið er fátækt af
mold en auðugt af klettum og
grjóti. Hér og þar sáum við bregða
fyrir bændabýlum, með smekklega
bygðum húsum í hlýlegum stöðum
rnilli ásanna inni í skóginum. Sum-
staðar skerast örmjóir skipgengir
firðir langt inn á milli fjallanna.
Einnig eru víða vötn í dalverpum,
sem auka mjög fegurðina. Mikið
er landið auðugt af skógum of foss-
um. Norðmenn vinna líka mikið af
trjávið til útflutnings. Brá víða
fyrir stórum sögunarmillum, sem
reknar eru með rafurmagni.
Þegar við komum inn í lestina í
Bergen, voru allir klefar að ein-
hverju leyti skipaðir, svo viS gátum
ekki fengið neinn útaf fyrir okkur.
Völdum við loks einn klefa, var einn
karl fyrir í honum. Þegar við vor-
um búnir að koma töskum okkar
fyrir og sestir niður fórum við að
spjalla við þennan mann, urðum
við brátt þess varir að hann var
margfróður og skemtilegur. Hófst
þegar meS okkur hinn bezti og
einlægasti kunningsskapur og töl-
uðum við saman um alla heima og
geima rétt eins og kunningjum, sem
ekki hafa fundist lengi. Þessi nýi
félagi gjörði sér mikið far um að
kenna okkur norskuna og var mjög
vandlátur með framburðinn. Þegar
stutt var eftir til Oslóar kom yfir-
maður lestarinnar og spurðist fyrir
um það hvort við værum timabundn-
ir, sagði að lestin gæti ekki fariS
stanslaust, mundi henni seinka um
klukkutíma, svo ekki væri hægt að
ná i lestina til Kaupmannahafnar
með öðru móti en að fara síðasta
spölinn í bil. Vildum við ákveðið
allir halda stanslaust áfram og ekki
slita félagsskapinn, svo (hann /iét
okkur hafa farmiða með bíl þar sem
eftir var leiðarinnar, sem ekki var
nema einnar klukkustundar keyrsla.
A leiðinni i bílnum lenti í hafarí og
síkömmum á milli hins nýja félaga
okkar, sem var verksmiðjustjóri og
bílstjórans. Reis það aðallega út
af því hvað billinn væri slæmur og
illa keyrður. Skönnnuðust þeir
gríðarlega, annar hét kæru og mál-
sókn, en hinn að stoppa bilinn og
láta okkur ganga. Að lyktum yfir-
bugaðist þó bílstjórinn og hætti að
keyra í fólsku, enda hélt hann líka
á verri málstað. Nú skildum við
við Hannlton hinn danska, veika
félága alla leið frá Reykjavik og
hefi eg ekki séð hann síðan. Mátti
hann ekki stoppa, því hann var pen-
ingalaus og þurfti að komast sem
fyrst á sjúkrahús. Við ætluðum að
stoppa nokkra daga í Osló til að
litast þar um, vorum við þar um
bænadagáVia, efrt. páskadagsmorgun
héldum við ferðinni áfram til Kaup-
mannahafnar.
Nú var verksmiðjustjórinn, hinn
nýi vinur betri en enginn, fylgdi
hann okkur á gott hótel og beiddi
mjög vel fyrir okkur, sagði að
þetta væru tveir ungir vinir frá ís-
landi, ókunnir hér og óvanir norsku
máli. Þvoðum við nú af okkur
ferðarikið og borðuðum í skyndi,
því svo ætlaði kunninginn að sýna
okkur helztu staði borgarinnar, og
áttum við að hitta hann heima hjá
honum rúmri 'klukkustund síðar og
stóð það alt heima. Sýndi hann
okkur'ineðal annars allar fullkomn-
ustu verzlanir borgarinnar og lét
þar hærra í fólksmergðinni, sem
var ein iðandi kös en í stærstu rétt
um heima á íslandi. Einnig skoð-
uðum við gömlu konungshöllina,
með hinum stórfenglega kastala, og
nýja “slotið,” fanst ósmekklegur
byggingarstíll á því. Hann var
mjög upp með sér af rafurmagns-
járnbrautunum, sagði að slikt gæf-
ist ekki kostur á að sjá í Kaup-
mannahöfn. Höfnin er falleg,
sýndi hann okkur hvar norðmenn
tóku á móti Ámundsen þegar hann
kom úr pólfluginu. Síðast fór hann
með okkur up>p á efstu hæð í hæsta
húsi borgarinnar. Var þar “kon-
súlatskontór,” var þar eins og ann-
arsstaðar tekið á móti vini okkar
n.eð einstakri respekt og virðingu.
Kynti hann ungu vinina frá íslandi
fyrir herrunum, sem voru gráhærð-
ir gleraugnaöldungar og sagði að
þá langaði til að sjá yfir borgina.
Var það auðfengiþ og jægar opn-
aðir allir gluggar, og okkur fenginn
einn heljarstór sjónauki. Var út-
sýnið afibragðsgott þvi veður var
hið ákjósanlegasta. Sáum við yfir
rnestan hluta borgarinnar og Krist-
janíufjörðinn, sem stafaði af logni
og sólskini.
Holmenkollen er einn aðalskemti-
staður Oslóarbúa. Fórum við þang-
að upp með ra furmagnsbraut, sem
þangað gengur á hálftíma fresti,
vegurinn þangað er c. 15 til 20 kíló-
metrar. Var þar alstaðar fult af
fólki, sem var að leika sér á skíð-
um, því þarna var töluverður snjór,
og sleikja sólskinið. Þarna uppi er
mjög sólríkt. Drukkum við þarna
kaffi, tókum nokkrar myndir og
nutum útsýnisins yfir borgina og
Kristjaniufjörðinn, sem var mjög
hrífandi. Því bugðóttar strendur
fjarðarins beggja vegna, alþaktar
húsum og skógi, glitruðu með öll-
um regnbogans litum í aftanskininu.
Framh.
Af ávöxtuDum skulum
vér þekkja þá
Síðan ©g skrifaði tvær greinar
mínar í Lögbergi (24. jan. og 28.
febr. s. 1.), hafa tveir “'legátar”
hlaupið út á völlinn og fett fing-
ur framan í okkur, fyrir það, sem
'þar er sagt um afskifti okkar
íslendinga af Ingólfsmálinu. Af
því sem mér hefir verið kent að
elska óvini mína, þá vil eg fara
eftir þyí. og enn benda þeim á
afturhvarf af villigötum sínum,
sem nú eru orðnar svo troðnar.
Áminstir tvejr drengir eru þeir
Alhert prestur og W. J. Lindal
lögmaður.
Albert segir (sjá Heimskr. 27.
febr.), að eg viti um margt, sem
fram fór í því máli, og er það eitt
af mjög fáu, sem hann segir satt
í þejm lestri sínum; því alt, sem
starfað var í dagsljósinu, og
engin hula hvíldi yfir, var auð-
velt fyrir hvern einn aÖ gjöra sér
grein fyrir, og eru öll meginatriðj
þess tilfærð í áminstum greinum
minum, með fáum og nokkurn
veginn skýrum orðum.
Auk þessa hefi eg neyðst til að
kynnasf nokkru því, sem með
leynd áttj að fara, og ekki er góð-
um drengjum sæmandi; sem felst
alt í þyí, hvernig nokkrir menn
beittu sér fyrir því, að hætt væri
stðrfum Ingólfi til hjálpar, en
lögðu sig jafnframt í líma með,
að ná haldi á sjóSnum, sem marg-
ar óhaggandj sannanir hafa ver-
ið færðar fyrir.
Um það eru samhljóða dómar
þriggja íslenzþra ágætis lög-
manna, að siðferðislega og laga-
lega hafi Þjóðræknisfélagið aBs
engan rétt haft fil að teygja sína
nettu fingur umhverfis sjóðinn.
Þar á meðal eru þessi ákveSnu
orð hr. Hjálmars A. Bergmans,
stíluð til félagsins: “Sé það okki
ánægt með álit þeirra (þriggja),
getur það leitað álits þess fjórða,
eða fimta, eða sjötta. Eg fyrjr
mitt leyti er sannfærður um, að
ekki er til í þessu fylki einn ein-
asti lögfræðingur svo illa ag sér
í lögum, að hann mundi gefa
nokkurt annað álit en það, sem
félagið hefir þegar fengið frá
þessum þremur”. (Sjá Lðgberg 21.
febr. s. 1.)
Þrátt fyrir þetta, og allar aðr-
ar lelðbeinjngar, er þeim hafa j
verið gefnar um að þeir reyndu
að bjarga sér, sem yrði með því
eina móti, að þeir játuðu sekt
sína, þá stendur Albert, ásamt
hinum þremur kjólklæddu, með
teygðar ál'kur, emjandi yfir því,
að nokkurir skuli þeir vera til, er
meini þeim að taka það fémætt,
er þeir ná haldi á, og að þeir
byggi úr því skemtihöll fyrir
sjálfa sig, eða á annan hátt gal-
hoppi með það landshornanna á
milli Eða hvað segir fólk um
það, að þegar eg 24. jan. s. 1.
benti Albert á það, með mjög (
mikilli hógværð, að hann hefði I
svikist undan því starfi, er hon- J
um (ásamt öðrum) var trúað fyr-
ir, og á þann hátt fleygt mörg
hundruð dala sjóði, er fátæk al-
þýða gaf nauðlíðandi manni tB
hjálpar, í hendurnar á óhlut-
vöndum mönnum; og hafði um
hann þau vorkunnarorð, að eg
þekti hann að því að vera svo
vandaður maður, “að óþvingaður
hefði hann aldrei boðið sér að
halla þannig réttu máli”, þá verð-
ur hann svo æfur, að ranghverfa
hans snýr strax út, og segir, að
eg hafi ásælst aleigu sína — með
því að seilast í æ r u sína. Eg
legg þag undir dóm yikkar allra,
hvor okkar hefir hrjáð æru hans
meira — eg, eða hann sjálfur.
En til þess hefi eg fundið, á
þessum síðustu tímum, að þeim
er ekkert gaman þessum prestum.
Að öllum málavöxtum athug-
uðum, má telja ástand “þeirra
kjólklæddu” þann veg farið, að
I betra v*ri þeim að hengja stein
um háls sér og sökkva sér í sjáv-
ardjúpið, heldur en að halda á-
fram að hneyksla mig — og agra.
Þá skal vikið máli mínu að W.
J. Líndal lögmanni.
Þrettánda marz birtist grein
eftir þig, Líndal minn, í báðum
íslenzku blöðunum, er þú nefnir:
“Einkennileg staðhæfing”, sem á
a.ð vera einhvers lags vandlæting
til mín fyrjr það, sem eg skrifaði
i Lögberg 28. febr. s. 1.
Fyrst verður mér að spyrja:
Hvað hefir titill greinar þinnar
að þýða? Þú tiigreinir eina
staðhæfing eftir mig, sem þú
strax berð sjálfur vitni um að
vera rétta og sanna. Hvað er þá
“einkennilegt” við hana?
Áður en eg fer lengra, langar
mig til að spyrja: Því ert þú að
draga inn í samræður okkar (og
auglýsa) nafn á einum góðum og
vel gefnum íslendingi, er þú seg-
íir að hafi verið “kærgur fyrir
fjárdrátt”, en sem mjög bráðlega
þar eftir var fundinn sýkn saka?
Slíkt ættit þú að finna að var
mjög óviðeigandi.
Auk þess, sem hér áður er um
getið, tBfserir þú þetta eftir
mér: “Hugmynd mín er, að ekki
hafi liðið meira en dagur, þar-til
að þessir tvö hundruð dalir hafj
verið greiddir úr Ingólfssjóðnum,
i því skyni, sem Rögnvaldur stakk
upp á-”
Fyrir þeirri “hugmynd” minni
færi eg meðal annars þessar á-
stæður:
1. Á miðvikudaginn 25. febrú-
ar 1925 (sem var fyrsti þingdag-
ur Þjóðræknisfélagsins það ár),
sá eg þig mikið á ferli, innan og
utan Goodtemplarahússins hér í
bænum, og varð eg var við (á-
samt fleirum), að þú (og fleiri)
gjörðuð ákveðnar tilraunir til að
fá menn að veita ykkur lið í því
að fá veitta peningaupphæð úr
“Ingólfssjóðnum”, í sambandi við
mál, er þú hafðir með höndum.
Eftir að þú hafðir talað við séra
Albert og hr. Hjálmar Gíslason,
og varst að búa þig til burtfarar,
þá virtist fólki er þar var við-
statt, að þú vera svo ánægjulegur,
að eitthvað mundi þér hafa orðið
ágengt við þann fjárafla.
2. Tveim dögum síðar (27. febr.)
varð eg þess áskynja, að afgang-
ur Ingólfssjóðsins vjrtist vera
tvö hundruð dölum lægri, en eg
hafði vænst, og gat féhirðir
Ingólfsnefndarinnar ekki gert
grein fyrir því á annan hátt en
þann, að hann þóttist hafa unnjð
fyrir þeirri uphæð; en á móti því
virðist mér að séu tvær ástæður:
Sú fyrri er, að verk hans var syo
lítið, að með því að taka verð
fyrir það, væri “að taka hlut á
þurru landi.” — Hin ástæðan ®r
sú, að við, sem í þeirri nefnd vor-
um, bundumst drengskaparheiti
um það, í byrjun starfsins, að
taka ekkert fyrir verk okkar; enda
var sá reikningur hans aldrei
samþyktur af Ingólfsnefndinni.
Heyrðu, góði! Þú lýsir því yf-
ir, að þú hafir ekki fengið “eitt
einasta cent úr Ingólfssjóðnum”.
Sú setning þín skapar mér for-
vitni. Viltu því gjöra svo vel og
láta almenning vita, hyort þú
fékst nokkra dali hjá féhirði
þeirrar nefndar, sem kynnu að
hafa verið úr þeim sjóði? Og, ef
þú svarar þeirri spurningu neit-
andi, vildir þú þá gjöra svo vel
og segja til um það, hver afhenti
þér þá peninga, sem þú segir að
hafi verið borgaðir til þín, í sam-
bandi við það mál, sem þú hafðir
með höndum?
Þú segir, eftir féhirði Ingólfs-
sjóðsins, “að . . . ekki hefðu verið
teknir peningar úr Ingólfssjóðn-
um, . . .” Já, svo mega sagt hafa
varir hans, en hvað sagði sam-
vizkan?
Arnljótur B. Olson.
Opnun Grœnlands
Innanríkisráðherrann vísar kröfu
“Det ny Grönland” á bug.
Þess hefir áður verið getið hér
í blaðinu, að félag í Danmörku,
sem nefnist “Det ny Grönland”,
hefir haldið fundi og krafist þess
að Grænland yrði opnað fyrir
öllum þegnum Danakonungs. Enn
fremur fór það fram á að fá að
senda ferðamannaskip til Græn-
lands í sumar.
En innanríkisráðherrann þver-
tók fyrir þetta.
Félagið mun nú að vísu hafa
búist við því, að ekki yrði tekið
liðlega í kröfuna um að opna
Grænland, en hitt þykir stjórn
þess hart, að danskir ferðamenn
skuli ekki fá leyfi til þess að fara
til Grænlands og kynnast land-
inu. Segja þeir sem svo, að það
sé undir því komið, að Danir
leggi fram fé, hvort efnalegar
framfarir verða á Grænlandi, en
það sé ekki við því að búast, að
menn vilji leggja fram fé til fyr-
irtækja þar meðan . þeir þekkja
landið alls ekkert. Lítur félagið
svo á, að það hefði verið einokun-
inni meinlaust, þótt danskir þegn-
ar hefðu fengið að skreppa þang-
að sér til skemtunar. Félagið
segir, að atvinnuvegir Grænlend-
inga séu reknir á ósköp svipaðan
hátt og samskonar atvinnuvegir
i Evrópu, og að þeir noti nær ein-
göngu verkfæri og áhöld frá Ev-
rópu. Þess vegna sé þegar kom-
inn tími til þess að hefja almenn
viðskifti milli Grænlands og Ev-
rópuþjóða. — Mgbl.
Leitið frekari upplýsinga hjá Cunard Línu skrifstofunni í ná-
grenni yðar, J. H. Gíslasyni, umboðsmanni sjálfboðanefndarinnar, 409
Minin
g Exohange, Building, Winnipeg,
Thorstinu Jackson
CUNARD LINE
New York
25 Broadway
Cunard Línu skipin, sem sigla frá Montreal, eru ný, bygð síðan
á stríðinu stóð. Allur viðurgjörningur og útbúnaður hinn bezti.
Cunard línan kjörin af
sjálfboða heimferðar-
nefnd Vestur-Islend-
inga, auglýsir beina
feið frá Montreal til Reykjavíkurí sambandi við
þúsund ára hátíðina í Reykjavík og á Þingvöllum
Sérstakar ferðir verða útbúnar á Islandi og í öðrum
löndum, í sambandi við þessa ferð til alþingishátíðar-
innar.