Lögberg - 18.04.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 18.04.1929, Blaðsíða 1
42 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 18.APRÍLI929 NÚMER 16 /Poc Helztu heims-fréttir OC=>OC=DOC oocy Canada Konunglega rannsóknarnefndin hafðist lítið að vikuna sem leið, vegna þess að dómararnir, sem nefndina skipa, höfðu öðrum störfum að sinna. Talsvert þjark varð út úr því. að lögmenn F. G. Taylors kröfðust þess, að bækur Winnipeg Electric félagsins væru yfirskoðaðar. Þessu neitaði lög- maður félagsins og rannsóknar- nefndin hefir ekki séð ástæðu til að heimta, að þessi yfirskoðun fari fram, eða ekki enn að minsta kosti. Enn er eftir að yfirheyra nokkur vitni; en nefndin býst við að hafa lokið störfum sínum fyr- ir mánaðamótin og geta þá gefið sína skýrslu. * * * Brezkir fjármálamenn hafa um tíma verið i Winnipeg, og er er- indi þeirra að leggja drög fyrir, að fá leyfi til að virkja White Mud fossana í Nelson ánni Þyk- ir nauðsyn til bera, að þetta sé gert sem fyrst, því mikil þörf er á raforku þar norður í námahéruð- unum. Lítur út fyrir, nú sem stendur, að þetta geti gengið fyrir sér. Sagt er að þarna megi framleiða 300,000 hestöfl, þó það verði kannske ekki gert alt í einu. * * * Eitt af þeim velferðarmálum Manitobafylkis, sem þinginu hef- ir orðið dálítið skrafdrjúgt um, er það, hvort konur séu jafngildi karlmannanna eða ekki. Byrjuðu þær umræður á því, að William Ivens, sem á flestum mönnum bágra með að þegja, vildi láta hækka kaup einhverra kvenna í stjórnarþjónustu. Reis þá upp N. V. Bachynsky, þingmaður frá Fisher, og mótmælti þessu af þeim ástæðum, að konur stæðu karlmönnum að baki og leystu verk sín ekki eins vel af hendi, en það væri vanalega séð í gegn um fingur við þær og lítið gert úr þeim veikleika. Margar fleiri á- stæður færði hann fyrir máli sínu og tók dæmi úr mannkyns- sögunni að fornu og nýju. Eins og nærri má geta, tók eina konan, sem sæti á á þinginu, Mrs. Rog- ers, örugglega upp fyrir kven- fólkið, þegar svona herfilega var á það hallað. En Bachynsky lét sig ekki og varði sitt mál kapp- samlega. En svo enduðu þessar þingræður, því miður, án þess að nokkur lifandi maður vissi nokkurn skapaðan hlut meira eft- ir en áður. * * * Vinir og flokksmenn Hon. Ern- est Lapointe, dómsmálaráðherra, hafa skotið sama'n ' fjárupphæð, er nemur $125,000 til að tryggja honum árstekjur er nemi $6,000 á ári meðan hann lifir. Það er sagt, að hann hafi viljað hætta við stjórnmál fyrir nokkru síðan, og gerast dómari, til að tryggja framtíð sína, en vinir hans hafi fengið hann til að hætta við það. D|ómsmálaráðherrann hefír nú verið þingmaður í 25 ár. Var fyrst kosinn þingmaður við auka- kosningar árið 1904. * * * Á fjárhagsárinu, sem endaði 31. marz síðastl., nam tekjuskatt- urinn alls $59,422,297, og er það ?2,851,250 meira, en árið áður. Hvað VesturjCanada snertir, kem- ur lang-mestur tekjuskattur frá Vancouver, eða; $4,123,202, og er það þó $1,317,156 minna, en árið áður. Þar næst er Winnipeg, með $3,272,605, og er það $131,483 meira, en 1928. Alþýðuskólaráðið í Winnipeg, hofir ákveðið að byggja einn nýj- an alþýðuskóla á þessu ári, og verður hann í Elmwood Þar að auki á að bæta við fimm skóla. Er gert ráð fyrir, að þessi viðbót við skólana rúmi um tvö þúsund akólabörn og unglinga. Það eru fjörutíu og sex skólastofur, sem ?ert er ráð fyrir að bæta við al- Þýðuskólana á þessu ári, og er búist við, að það muni duga í bráðina. Ofviðri og vatnsflóð urðu átta manneskjum að bana í Ontario nýlega, og olli þar að auki afar- miklu eignatjóni. Gekk þetta veður einnig yfir nágrannaríkin, Minnesota og Wisconsin, og er sagt, að 20 menn hafi fari«t þar. Samvinnan milli stjórnmála- flokkanna á Manitobaþinginu gekk heldur erfiðlega í vikunni sem leið. íhaldsmenn höfðu margs að spyrja stjórnina, svo sem hve nær aukakosningar færu fram, hvernig gengi með samvinnu stjórnarinn- ar við frjálslynda flokkinn og margt fleira. Svörin urðu ekki eins greiðleg eða ákveðin eins og þeir vildu. Urðu þeir þá hinir verstu og hótuðu að koma í veg fyrir að þingið kæmi fram störf- um sínum. Með uppihaldslausum ræðuhöldum, “meðan grasið grær og vatnið rennur“. Voru það sér- staklega fjárlögin, eða viss atriði í þeim, er þeir hugðust að tefja fyrir, svo vandræði yrðu úr. Eru sumir af þeim málagarpar miklir, sérstaklega Bernier frá St. Boni- face, sem altaf getur talað klukkutímum saman. Sjálfsagt hefir þetta litla þýðingu, aðra en að tefja tímann; því stjórnin hef- ir nægan meirihluta til að koma sínum málum fram hvenær sem færi gefst fyrir orðaflóði íhalds- manna. * * * Hinn 11. þ.m. samþykti sam- bandsþingið fjárlaga frumvarp stjórnarinnar með 107 atkvæðum gegn 83, eða með 24 atkvæða meiri hluta. Bændurnir frá Al- bert gerðu breytingar tillögu, sem hlaut aðeins 19 atkvæði, og íhaldsmenn komu með aðra, sem j féll með 65 atkvæðum gegn 127. j * * * William Best, bóndi í Beause- jour, Man., hefir stóra fjölskyldu fram að færa. Maður þessi kom frá Póllandi 1914, en skildi þar eftir konu og sex börn. Nokkru síðar frétti hann, að kona hans og börn hefðu farist í ófriðarbálinu. Árið 1020' giftist hann ekkju með sex börn, og þau hafa síðan átt sex börn. þessi 12 börn eru öll á ungum aldri. Nú kom það upp úr kafinu, að fyrri konan var lifandi og fór hún að gera kröfur til manns síns, og loksins kom hún til Manitoba og klagaði hann fyr- ir fjölkvæni. tír því varð nú samt ekkert, því William vissi ekki betur, en að fyrri konan væri dauð. En hann var dæmdur til að leggja fyrri konunni til nokkra fjárupphæð á hverjum mánuði, og nú hefir aumingja William tvær konur fram að færa og tólf börn. Ekk'i samt nema tólf, því fyrstu sex börnin eru komin svo til þroska, að þau geta séð um sig sjálf. * * * Það hefir rétt nýlega verið safnað einum tólf eða þrettán þúsundum dala, og á a ð verja þeim til að drepa mýflugur í Win- nipeg og grendinni, enda er pen- ingunum safnað hér. Það er hin yngri deild viðskiftaráðsins í Winnipeg hinni meiri, sem geng- ist hefir fyrir þessu. Gerði hún einhverja tilraun til hins sama í fyrra, en sú tilraun hlýtur að hafa mishepnast, því aldrei hefir verið meira mýbit heldur en þá, enda var vætusamt fram eftir sumrinu. Var því um kent, að ekki hefðu verið nægir peningar fyrir hendi. Nú er því ekki um að kenna. Ráðið, sem menn hafa fundið til að eyðileggja mýflug- ur, er að láta olíu í tjarnir og mýrar þar sem þær haldast við og margfaldast með ótrúlegum hraða. Er vonandi, að ungu mönnunum hepnist nú þessi her- ferð gegn mýflugunum, því þær eru leiðar mjög, eins og f lestir munu reynt hafa. Bandaríkin Látinn er fyrir skömmu Bran- der Matthhews, rithöfundur og fyrrum prófessor í bókmentasögu við Columbia háskólann, kominn hátt á áttræðisaldur. i Henry J. Allen, fyrrum ríkis- stjóri í Kansas, hefir hlotið Sen- ators útnefningu, fyrir það sem eftir er af kjörtímabili Curtis, nú- verandi varaforseta. * * * Áfrýjunarrétturinn í Kansas hefir úrskurðað, að konur megi skrökva að bændum sínum, séu til þess góðar og gildar ástæður. * * * Tilraun hefir verið gerð til að ráða Franklin D. Roosevelt, rík- isstjóra í New York, af dögum, að því er frétt frá New York segir. Sagan segir, að fundist hafi í pósthúsinu lítill bréfkassi, líkur brjóstsykur-kössum, en vakti þó grun manns, sem þar var að þrífa til, og var kallað á lögregluna til að skoða þenna pakka. Kom þá í Ijós, að í honum var sprengitund- ur, en utan á hann var skrifað til ríkisstjórans, svo ekki var um að villast, að honum var þessi sending ætluð. Nafn og heimilis- fang var skrifað á pakkann, sem átti að taka til sem nafn þess er sendi, en þann mann var hvergi ið finna. * * * Charles G. Dawes, fyrverandi varaforseta, hefir Hoover forseti skipað sem sendiherra Banda- ríkjanna á Bretlandi. Hann kem- ur í staðinn fyrir Alanson B. Houghton, Hann leggur af stað frá London hinn 27. þ. m. heim til New York. * * * Hið mikla verkamanna samband járnbrautaþjóna í Bandaríkjun- um, hefir tilkynt, að það hafi úr- skurðað að krefjast sex klukku- stunda vinnudags, með sömu laun- um eins og þeir nú hafa. Bretland Á tólf mánuðum, sem enduðu 31. marz 1929, dóu alls 484,000 manneskjur á Bretlandi. Þar af varð krabbamein 54,000 að bana, 25,000 körlum og 29,000 konum. * * Það lítur út fyrir, að hinar al- mennu þingkosningar, sem fara bráðum fram á Bretlandi, verði sóttar með jafnvel óvanalega miklu kappi og búa allir flokkar sig nú undir þær sem bezt þeir geta. Það lítur út fyrir, að frjálslyndi flokkurinn, undir stjórn og for- ystu Lloyd George, sé nú að sam- einast aftur og geri það sem hægt er til að vinna næstu kosningar, en hann hefir, eins og kunnugt er, ekki verið vel samtaka síðari árin. Lloyd George heldur því fram, að hann hafi öðrum betri ráð til að bæta úr atvinnuleys- inu, sem nú kreppir svo mjög að Bretum, og virðist hans ráðum víða vel tekið. * * * Á mánudaginn í þessari viku, lagði Rr. Hon. Winston Churchill fjármálaráðheírra, f járlagafrum- varp stjórnarinnar fyrir brezka þingið. Hafði verið beðið eftir því með talsverðri óþreyju, því álitið er, að það hafi afar mikla þýðingu fyrir úrslit kosninganna, sem fyrir hendi eru. Yfirleitt mun fjárhagsástandið betra heldur en flestir höfðu gert sér vonir um. Tekju afgangur einar $60,000,000 og útgjöld almennings lækkuð til stórra muna, sérstaklega með því, að afnema toll á te, sem er 8c. á hverju pundi. Hefir þetta mikla þýðingu fyrir Breta, því þeir eru tedrykkjumenn miklir, eins og kunnugt er. í fleiri atriðum eru skattar lækkaðir og segja brezk- ar fréttir, að fjárlagafrumvarp stjórnarinnar muni yfirleitt mæl- ast vel fyrir. Hvaðanæfa Uppreisnin í Mexico er enn ekki með öllu bæld niður. En þær fréttir, sem þaðan berast, benda allar í þá átt, að uppreisnarliðinu gangi miklu miður en stjórnar- hernum, og lítur út fyrir, að upp- reisnarmenn muni nú gefast upp þá og þegar. Hafa þeir orðið fyr- ir miklu skakkafalli 1 þessari við- ureign og þykir mjög ólíklegt, að þeir geti haldið uppi ófriðnum miklu lengur. Byrjað er nú að flytja póst, og fólk líka, með loftförum, milli Indlands og Englands, einar fimm þúsund mílur vegai;. Hinn 14. þ. m. kom loftfarið frá Karashi á Indlandi til Croydoh á Englandi og hafði verið átta daga á leið- inni. Hafði það meðferðis eitt- hvað af farþegum og 500 pund af póstflutningi. Það lenti tveimur mínútum áður en áætlað var. Hraunbóls-Gvendur Eftir Pál Þorkelsson. Síðastliðinn 9. október andaðist á Landakotsspítala maður að nafni Guðmundur Guðmundsson. Hann var fæddur 30. ágúst 1840 í Nýjabæ í Meðallandi í Vestur- Skaftafellssýslu. Þar bjuggu for- eldrar hans, og hétu þau hjón: Guðmundur Erlendsson og Sigríð- ur Jónsdóttir, en ókunnugt er mér um uppruna þeirra. Laust eftir fæðingu Guðmundar fluttust for- eldrar hans búferlum upp á Síðu að Hraunbóli, og bjuggu þau þar æ siðan til dauðadags. Og á þess- um bæ ólst Guðmundur upp, og var hann þar jafnan viðloða, að minsta kosti fram yfir fermingu. En úr því fór fyrir alvöru að kom- ást los á hann, og líkjast ferðalög hans, eða “heimsóknir” og “or- lofsferðir”, eins og hann kallaði það, eigi all-lítið vergangi eða ís- lenzku flakki, því að dagleiðirnar voru oft næsta ^stuttar og allstað- ar þurfti eitthvað að segja í frétt- um, o. s. frv. — Engrar upplýsingar naut Guð- mundur í uppvexti sínum, að minsta kosti ekki fram yfir það, sem ákveðið var í lögum um skyldunáms greinir barna til fermingar. En þær voru aðeins tvær, að vera læs (bænabókarfær) og að kunna kverið vel, utanbók- ar, og aukreitis nokkrar bænir af ýmsum tegundum, og virtust sumar þeirra ekki vera um of þungar á metaskálunum, er á reyndi, en bænir voru það fyrir því- — 'Og þetta lærði Guðmund- ur og lærði það vel, enda var hann jafnan silesandi og þá annað- hvort í hinni helgu bók, biblíunni, eða í hinum og þessum rímum. Eg hygg, að í æsku Guðmundar hafi ekkert ákvæði verið í lögum, er gerði það skylt, að kenna börn- um skrift og reikning og aðrar nú um stundir fastlögbundnar náms- greinir. Hafi Guðmundur því kunnað að skrifa, þá hefir hann lært það af “sjálfsdáðum” og hefir það auðvitað verið með gamla laginu, þ. e. a. s. annað- hvort á svelli með broddstaf, eða á flórhellublaðið með nagla, eða þá í þriðja máta, lært að skrifa með krít á rúmfjölina sína. Og eftir gáfnafari Guðmundar að dæma og fróðleiksfýsn, tel eg víst, að hann hafi reynt að skygnast inn í þann mikla leyndardóm skriftarinnar, þó ekki hafi verið í öðru augnamiði gert en að senda ofboð lítið biðilsbréf til ýmsra þeirra ungfrúa, er voru honum kærastar. Að eðlisfari var Guðmundur dulur og fáskiftinn, óáreitinn og geðspakur og gerhugall og óreiði- gjarn, ef eigi var á hann ráðist hranalega, og þungur og þéttur í svörum, ef því var að skifta. — Aldrei sá eg Guðmund reiðast né heldur ofsa kátan, heldur sífelt rólegan og glaðan í viðmóti, ef ekki ótuktarskapurinn, sem hann var svo oftlega undir seldur, vofði yfir honum og gerði hann úfinn. Og engu var likara, en allur þorri manna gerði sér far um að kasta hnútum að Guðmundi, og lítils- virðingar- og ónotaorðum var helt yfir hann vægðarlaust, en aldrei varð Guðmundi þó svara- fátt. Svör hans voru ekki ein- ungis þétt í vöfum of þung á met- unum, heldur hrein og bein eitur- skeyti, sem æ hæfðu í hjartastað, og víst var um það. að þeir, sem einu sinni höfðu fengið að kenna á svörum hans, leituðu ógjarna á hann aftur. Var Guðmundi sýnt um það í slíkum viðskiftum, að beita aldrei hinu betra, ef hann vissi hið verra og fengu því marg- ir á þenna hátt vel útilátið í ausu- nefinu hjá honum. En þó Guð- mundur virtist sjaldan bregða skapi, gáfu eiturskeyti hans til kynna, að eldur brynni hið innra, og aldrei kom það fyrir, að Guð- mundur lenti í handalögmáli, og hefði honum þó verið óhætt að fara í tusk, því að hann var vel að manni Var hann manna hæst- ur að vallarsýn og að því skapi gildur, en lotinn mjög í herðum og álútur, er hann gekk. Hand- leggjalangur var hann og hand- stór, og stórfættari mann minist eg ekki að hafa séð. Mun höggva nærri, að niðurfóturinn hafi ver- ið með öllum skrúða frá 8 til 20 þuml., og eftir því feikna breið- ur. En að andlitsfalli var Guð- mundur smáleitur, miðað við lík- amsstærð hans. Augun voru mó- leit, en á vinstra auga var hann vagleygur, og þótti mörgum, sem eldur brynni úr augum hans, svo snör voru þau og haukfrán. Ýmsir hlutir voru harla ein- kennilegir í fari Guðmundar, og hugðarefni hans af mörgum toga sunnin. En þó mun ekki fjarri sanni, að kvenfólkið hafi verið honum kærast alls, því að þótt hugur hans hneigðist mjög að steinum, var kvenfólkið fléttað inn í steinahugleiðingar hans., eins og síðar mun á drepið. Eink- um leit Guðmundur þær “dömur” hýru auga, er í miklum metum voru í sveitinni, og þótti honum kosturinn þeim mun vænlegri, sem þær voru ríkari og fegurri, og gaf hann þeim óspart undir rótinn, en ekki er það í frásögur fært, að þær hafi gefið honum undir löppina né heldur hýr- legt augnaskot. — Þrjár stúlkur voru einkum nefndar I sambandi við Guðmund. En tilhugalíf hans með tveim þeirra fór fljótt út um þúfur, því að áður en varði kom það upp úr kafinu, að þær voru heitbundnar, og það alt öðrum en Guðmundi. Sú þriðja var bónda- dóttir, vel fjáð og fönguleg, og um hana hugsaði Guðmundur mest og rak það svo langt, að hann orti til hennar, og var vísan á þessa leið: Eina píku eg hef séð oft í pilsi fínu. Að verma hana á værum beð jeg vildi’ í skauti mínu. Þótti Guðmundi afarvænt um vísu þessa og söng hana í þaula mjög hátt og dró lengi seiminn. En er honum tók að leiðast endur- tekningin lauk kveðskápnum að jafnaði með því, að hann skelti á lærið og skaut úr “afturlæðunni” og var þá sem honum þætti vel að verið. En svo fór um þessa hugartrúlofun, sem hinar fyrri, hún hjaðnaði og dó, enda hefir hún vísast Verið andvana fædd. Guðmundur var trúmaður mik- ill og las mikið í trúarlegum bók- um. Eru sagðar margar sögur af honum í þeim efnum. Minnist eg einnar af því tæi. Eitt sinn kom Guðmundur sem oftar að bæ, og gekk rakleitt upp á baðstofuloft. En varla var hann fyr kominn upp á pallskörina, en einhver sagði drembilega: “Abi male spiritu”, og tók Guðmundur þetta sem skipun til sín um að fara beina leið til helvítis, en segir þó: “Hver skyldi hafa kent bölv- uðu skoffíninu latínu?” Spurði þá einhver, sem uppi á pallinum var, hvort hann yrði ekki hrædd- ur, ef djöfsi reyndi að ná í hann. ‘fOg ekki er eg hræddur við hann, meðan guð lifir,” svaraði Guð- mundur og stakk þetta upp í þá, sem uppi voru. Miklu meira mætti segja um tiú Guðmundar, en þó einkum um trú hans á teina, ‘náttúrusteina’, eins og hann nefndi þá, og svo um grasatrú hans. Er skemst frá því að segja, að ívafið i allri þessari trú Guðmundar á töfrakyngi nátt- úrusteinanna hafði upphaf sitt og endi í skauti Evudætranna, er Guðmundur sýknt og heilagt braut heilann um. Um allan þenn- an urmul steina, er Guðmundur þekti, sveipaði hann einhverri töfrablæju. — 'Skulu hér aðeins nefndir þeir, sem mestar höfðu “náttúrurnar.” “Blóðsteinninn” var Guðmundi kærastur, enda fylgdi honum sú kyngi, að með honum mátti ná ástum kvenna. Og skyldu menn þá bera hann í vinstri vestisvas- anum undir hjartanu. Skyldur þessum steini var “tálgusteinn- inn”, og var hann engi óþarfi. Hann átti að berast lifrarmegin, annað hvort í vetisvasanum eða buxnavasanum, og var það væn- legt mjög að hafa þessa steina í förum, hvern á sínum stað, er menn hugðu að kvenna dutli. Og slógu steinarnir þá einkum var- nagla við að “slys” hlytist af “dutlinu.” “Sólarsteinninn” (de- mantinn) hafði þá lýsandi nátt- úru, er varnaði þess; að menn færi villir vegar. Þá var “lifrar- steininn”, sem hafði það til sins ágætis, að ef menn báru hann, urðu þeir aldrei ölvaðir um of. En “lausnarsteinninn” var gædd- ur þeirri náttúru, að reyna mátti með hreinleik kvenna. Skyldu konur halda steininum í lófa sér, og ef steinninn varð ekki dögg- votur, var stúlkan hrein mey. Annað var og við stein þenna, og var það, að ef yfirsetukona hafði hann með sér, þá gekk konu þeirri, er hún sat yfir, vel að fæða. Ýmsir steinar voru og með miklum náttúrum, svo sem “skruggusteinn” og “blóðstunu- steinn”, en um þá skal ekki rætt hér. —í- “Hulinhjálmur” var og einn steinn, er Guðmund fýsti mjög að eignast. Áleit hann, að hver sá, er þenna stein hefði, gæti dulist hvar sem hann vildi, og sagði hann, að álfkona ein ætti stein þenna, og um kunningsskap sinn og álfkonu þessarar var Guð- mundi oft tíðrætt. Kvað hann hana búa í Orrustuhól. Þá var og trú Guðmundar á grösum mikil. Einkum var þó “brönugrasið” gott til þess að ná mundur það jurt. Þá var og fyr- mundur það jurt. Þá vor og fyr- irtak að hafa ‘helluhnoðrann’ inn- an í skóm sínum, ef maður átti í brösum út af kvennamálum og krakkaeignum, og var þá endir málsins öruggur. Margt mætti og telja fleira, er skringilegt var í fari Guðmundar, en þess er eigi kostur að sinni. Tilfinningamaður var Guðmund- ur mikill og ákaflega barngóður. Sá eg hann oftar en einu sinni gefa barni aleigu sína og stirndi þá í tár um leið. Var sem glampa úr auðgu hugsanalífi brygði fyrir í augum hans, er hann talaði við barn, eða um móðurástina, sem hann taldi göfugífsta alls hér á jðrðu. (í sambandi við þetta mintist Guðmundur á dóm Saló- mons, er hann dæmdi milli mæðr- anna og móðurástin kom glögg- ast í ljós.) 1 framgöngu var Guðmundur kurteis og lítið gefinn fyrir að troða öðrum um tær, og næmur fyrir, ef honum þótti sér of- aukið. Á efri árum hélt hann til á Suð- urnesjum, en fór á sumrum aust- ur í sýslur til þess að heilsa upp á átthagana, og hafði hann þá með sér ýmsan varning, er hann seldi austur þar. Á ferðum þess- um var Guðmundur framan af altaf á “tveimur jafnfljótum”. en síðar ferðaðist hann á folalds- meri og hnýtti þá folaldinu í tagl hryssunnar. — Á þenna hátt auraði Guðmundur saman eigi all-fáum skildingum. Var Kristján Zimsení (síðar Jes Zimsen, sonur Kristjáns) gjaldkeri hans, og geymdi hann það, sem Guðmund- ur dró saman, en það var allstór fjárupphæð er hann dó. — Eg ætla mér ekki að fara að rita neina heilsteypta æfisögu Guðmundar, enda hefi eg ekki gert það, heldur vildi eg minnast hans með því að segja frá því fáa, sem eg man eftir um hinn það er vitanlega aðeins af skorn- um skamti, þar eð eg sá Guðmund aldrei síðustu 50 árin, sem hann lifði. — Guðmudur var kallaður sérvitringur; satt er það, ag hann var einkennilegur. En oftlega var svo að sjá, sem í Guðmundi byggi eitthvað mikið, og mér er nær að halda, að svo hafi verið í raun og sannleika.1 En það fór fyrir honum eins og svo mörgum: Það varð ekkert úr honum. Og þó geymast minningar um fórn- fýsi, hetjulund, orðfimi og hug- myndaríka hugsun, sem tengdar eru við nafn hans. Og þær munu geymast lengi, þó sjálfur væri hann hæddur hér í lífi. — Lesb. MgbL' Feimkoma Vestcr-íslendinga 1930 Það er nú þegar hafinn undir- búningur, að því er snertir mót- tökum þeirra Vestur-íslendinga, sem væntanlegir eru hingað til lands, það herrans ár 1930. Sam- kvæmt frásögn “Morgunbl., í dag, er enn óvíst um gististaði handa þeim. Hér í Reykjavík er búsett fólk úr öllum héruðum landsins, og því vafalítið, að flestir þeir Vestur-íslendingar, sem hingað komað, eiga hér í Reykjavík ann- að hvort frændur eða fornkunn- inga, og því sennilegt, að margir Reykjavíkurbúar vildu gjarnan hafa einn eða fleiri V.-íslendinga sem gesti sína þann tíma, sem þeir kynnu að dvelja hér í Rvík. En þótt þessi tillaga mín sé rétt, þá þarf undirbúning, og heppi- legustu leiðina við þann undir- búning tel eg þá, að auglýst sé eftir tilboðum í þessu skyni, og ætti þá að vera tekið fram í til- boðunum, úr hvaða héraði menn vildu helzt að gestir sínir væru ættaðir; það er nauðsynlegt, að gestir hvers eins séu (ef hægt er) frændur, vinir eða fornkunningj- ar húsráðenda eða að minsta kosti ættaðir úr sama héraði. Með því getur móttaka og heimsókn orðið sem allra innilegust, en það er takmark, sem við eigum að keppa að. 12. mar. 1929. —Vísir. K E. Or bréfi að heiman Gamall maður á Breiðafirði, hálfníræður, skrifar 7. marz með eigin hendi: “Heilsufar hefir ekki verið gott hér í eyjunum í haust og vetur, kvef, inflúenza og háls- bólga hefir gengið. hér alment; margir legið, en enginn dáið... .... Það hefir verið hér einmuna tíð í vetur; nokkuð vindasamt, en ekki stórviðri og ekki mikið úr- felli; sjaldan fest snjó; aldrei orðið meir en 7—8 cm; frost mest 8 stig 5. des og 7 stig 28. jan. Hér var ekki frost á mæli frá því miðj- an apríl í fyrra, þangað til í nóv- ember í haust. Haglítið var hér frá 6. til 13. febr. af áfreða. Mér telst svo til, að meðalhiti í janúar hafi verið 2% stig og í febrúar rúm 2 stig. Nú er jörð hér alauð og klakalaus og hefir verið unnið hér að jarðabótum í allan vetur.— Skepnuhöld hafa verið hér góð; lítið eitt orðið vart við ormaveiki í fé, en hefir strax verið sprautað inn með meðali við þeim, í bark- ann, og hefir það gefist vel. Það má með nýlundu teljast, að hér var róið til fiskjar 15. jan. s. 1. og fékk einn bátur 29 í hlut af þorski og stuttung (feitum og góðum) og segjast menn hér aldr- ei muna til að fiskur hafi fengist hér á fiskimiðum um þenna tíma árs. Það hefir verið mikið farsæld- arár, þetta síðast liðna, bæði til sjós og lands. Allar^ afurðir, bæði af sjó og landi selst bæði fljótt og vel, og aflinn með allra- mesta móti. Það er því sorglegt tímanna tákn, að mennirnir skuli spilla öllum þessum gæðum með ósamlyndi. Að menn skuli ekki geta verið sammála og samtaka um að rétta fram hendurnar á móti blessun þeirri, sem náttúran lætur þeim í skaut falla. Það sannast á okkur mðnnunum, að við vitum ekki hvað til okkar friðar heyrir, eða viljum ekki vita. Já, samúð og samvinna ættu að vera kjörorð allra starf- andi manna. í einu orði að segja: meiri kærleikur í öllum viðskiftum manna á milli.” — S. —Vísir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.