Lögberg - 18.04.1929, Blaðsíða 3

Lögberg - 18.04.1929, Blaðsíða 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN 18. APRÍL 1929. Bls. S. DRAUMURINN HENNAR DlSU. Eg man livað eg kvaldi’ ’hana kisu, — hún kisa mín var þó svo góð — eg stríddi’ ’henni, kleip hana’ og kreisti, af kvölunum rak liún upp hljóð. Og þegar hún flýtti sér frá mér og fór undir horð eða stól, þá reif eg í rófuna’ á henni og reiddist, og lét eins og fól. En hvemig sem kisu eg kvaldi, þá klóraði, liún aldrei né beit; en stundum var sársauki’ í svipnum, — það sá eg, ef á mig liún leit. En svo var það dag einn um sumar í sólskini — veðrið var heitt — hjá kisu ég sat úti ’ í sandi og sofnaði — ég var svo þreytt. Mig di-eymdi svo skrítið — svo skrítið! og skýrt get eg ei fyrir þér þá kvöl — eg var orðin að kisu og kisa var orðin að mér. Nú beitti’ hún mig öllum þeim brögðum, sem beitti ég við hana fyr; ’hún hlæjandi reitti’ af mér hárið og henti mér út fyrir dyr. Og alt, sem eg ætlaði ’ að reyna, var ónýtt og varnarlaust fálm; hún barði mig, kleip mig og kreisti, af kvölunum rak eg upp mjálm Svo hátt, að ég vaknaði við það, en var þó í draumlandi hálf. Ó, hvað eg var farsæl og fegin að finna, að eg var þama sjálf. Sig. Júl. Jóhannesson. SÓLSKINSBRÉF. Dr. Sig. Júl. Jóannesson, Kæri vinur! 1 gærkveldi var lesið fyrir mig úr Lögbergi (Sólskini) grein eftir þig, er þú nefnir “Dóms- dagur.” Nú langar mig til að segja þér sögu af sjálf- um mér, þó mörgum muni finnast hún ó- merkileg. Eg mun hafa verið hér um bil sextán ára að aldri. Mig langaði ákaflega mikið til þess að eiga byssu. Loksins varð eg svo efnum búinn, að eg gat það. Hafði eg getað nurlað saman nógu miklu fé fyrir hagalagða og ull af kindum, sem eg átti, að eg gat keypt byssu fyrir það og skotfæri; ætlaði eg að græða fé á því, að skjóta fugla og selja af þeim fiðrið. Svo þegar byssan og skotfærin voru fengin, hlóð eg býssuna og gekk út á tún. Þar sá eg spóa sitja á þúfu, miðaði by^sunni á spóann og hleypti skotinu af. Þegar reykurinn af skot- inu var rokinn burt, fór eg að gá að spóanum; fann eg hann höfuðlausan og hafði hann oltið út af þúfunni. Þótti mér vel hafa tekist til í fyrsta skifti. Daginn eftir fór eg niður að tjörn nokkurri, sem var skamt frá bænum; hólmi var í tjörn- inni og höfðu endur nokkrar verpt í hólmanum og ungað þar út. Voru ungarnir orðnir nærri einsi stórir og fullorðnu endurnar. Komst eg brátt í skotfæri við þær, þar sem þær voru að synda á tjörninni, og ætlaði eg að hafa tvær í • einu skoti, en mér mishepnaðist. Eg þóttist vera viss um, að eg hefði sært eitthvað af þeim. Tjömin var ekki dýpri en það, að hægt var að vaða um hana alla. Ung- amir vora ekki fleygir. Eg elti þá um alla tjömina, en, náði engum; var eg mjög gramur við sjálfan mig yfir því, að hafa sært fuglana, og seldi eg því byssuna og skotfærin daginn eftir með talsverðum skaða og hét því, að skjóta aldrei á fugla aftur, nema nauðsyn krefði; það hefi eg efnt hingað til og hygg að eg muni efna það til æfiloka; því nú er eg kom- inn á áttræðisaldur, sjóndapur og heilsuveill. Nú ætla eg að bæta nokkru við. Eg er ekki •reglulega á móti því, að fuglar séu skotnir, ef þeir em dauðskotnir og þörf er á til bjargar, sé það ekki um verpitíma eða þann tíma, sem ung- arnir þurfa á hjúkrun foreldra sinna að halda. Eg er, þótt eg sé kominn á þennan aldur, ekki svo hárviss um, að lífið sé eins dýrmætt og sumir halda. En eg hefi þá megnustu and- stygð á því, að hafa það fyrir leik (sport) að fara út um skóga og flæði á hverju hausti og skemta sér við það að skjóta fugla, og eins og gengur, era fjölda margir þeirra, sem það gera, fífl, sem ekki kunna að fara með byssu, og ef til vill vængbrjóta eða fótbrjóta tíu fugla á móti hverjum einum, sem þeir dauðskjóta. Sem sönnun fyrir því, hversu miklir snill- ingar þessir menn eru í þessari iðn, mætti held eg færa það sem dæmi, hversu mörg slys eiga sér stað meðal þessara svokölluðu íþrótta- manna. Eg skal segja það rétt eins og það er, að þegar eg frétti um þessi slys, þá hefir það aldr- ei verið mér sorgarefni. Tnnra hjá mér er einhver kend, sem ekki er vorkend, bæði gagnvart þeim, sem fyrir slysinu verða og eins þeim, er slysinu valda. Það hafa talsvert margir orðið svo átakan- lega fyrir þessum slysum, að þeir hafa lært að leggja ekki upp í fleiri slíka leiðangra. Hefir sjálfsagt mörgum fuglum verið forðað frá meiðslum einmitt fyrir þessi slys. Ef*þú vilt, þá máttu afhenda þetta ritstjóra Lögbergs, til þess að birta það í “Sólskini.” Þinn einlægur, Gamall Islendingur. FERDALÖG JURTANNA. Jurtirnar ferðast mikið. Sumar þeirra ferð- ast langar leiðir, jafnvel yfir úthöfin. Það eru sjaldan fullorðnu jurtirnar, sem ferðast. Jurt- ir eru ólíkar mönnum að því leyti, að börnin jurtanna ferðast, en foreldrar þeirra sitja kyrrir heima. Börnin jurtanna eru auðvitað fræin. Þau eru frjáls og geta ferðast um, en setjist þau að og fari að spretta, er ferðalögum þeirra lokið. Þau verða þá að vera þar, sem þau eru komin, alla sína æfi. tJt af þessu getur þó bragðið, ef einhver kemur og upprætir jurtina og gróður- setur hana annars staðar. Þó er bezt að vökva jurtina, áður en hún er tekin upp, og láta næga mold fylgja rótunum, annars er hætt við ð liún deyi. Öðru máli er að gegna með fræin. Þeim er ekki hætt, þó að þau ferðist. Foreldrar þeirra hafa oft mikið fyrir að undirbúa ferðina og hjálpa þeim, af stað út í heiminn. Annars er þeim mikil hætta búin, ef þau komast of seint, að heiman, eða Verða að setjast að hjá móður- jurtinni. Þau verða að finna sér góðan stað, til þess að gróa í, og það er oft betra, að það sé all-langt frá foreldrunum. Jurtirnar sjúga mikið af fæðu úr moldinni. Það gera þær með rótunum. Hver jurt þarf vissa tegund af moldarfæðu. Ef margar jurt- ir af sömu tegund spretta þétt saman, er hætt við að þau efni í moldinni, sem þær neyta, verði uppétin. Af þessari ástæðu og öðrum fleiri er bezt að jurtabömin fari að heiman, meðan þau era fær um það og finni sér góðan samastað. Næstum öll fræ liafa einhver ráð með að kom- ast að heiman um lengri eða skemmri veg. Sum liafa vængi, og geta borist með blænum; önnur hafa enga vængi, en berast þó með vindinum, af því að þau eru svo létt. Mörg fræ hafa lím- kendan, seigan vökva á yfirborðinu. Þau fest- ast oft við vængi á fuglum, og geta þannig bor- ist langar leiðir. Margar jurtir lifa í vatni. Þær eiga oft fræ, sem kunna að synda. Fuglar koma og setjast á vatnið eða vaða í því, til þess að ná sér í fæðu. Fræin festast við vængi þeirra. Fuglamir fljúga upp og setast á annan poll og skilja fræin þar eftir. Vindurinn ber þau að landi, og þau slá rótum og verða að nýrri jurt. Sum sökkva til botns og slá þar rótum. Mörg fræ era ágæt til átu, til dæmis margs- konar hnetur. Þau eru mjög eftirsótt af ýms- um dýrum. Fuglar, íkomar, mýs og maurar safna þeim oft í forðabúr sín. Nú fer oft svo, að dýrið deyr frá forðanpm í holunni. Þegar vorið vermir jörðina, slá fræin rótum og vaxa. Þannig hafa litlu dýrin sáð fræum, án þess að vita hvað þau voru að gera. Sumar jurtir kunna lag á því, að skjóta fræ- unum frá sér, þegar þau eru fullþroskuð. Utan um þau er seig og teygjanleg himna. Eftir því sem fræin vaxa, teygir á henni, og þegar þau eru fullþroskuð, er hún orðin mjög strengd og springur loks . Þá lyftist undirlag fræanna með svo miklum krafti, að þau kastast sitt í hverja áttina. Nú höfum við lært um það, hve nauðsynlegt það er fyrir fræin að ferðast, og eins um það, hve margskonar ferðalög eigi sér stað meðal þeirra. Þau ferðast sér til gagns og gleði. Því að, ef að jurtirnar geta fundið til og notið, eins og sumir ætla, þá getum við hugsað okkur hve inndæl ferð þeirra muni vera, þegar þau berast á vængjum vindanna í vordýrðinni, til þess að setjast að á nýjum stað, þar sem skilvrðin era góð, til þess að gróa. — S. A. — Saml.b. Næturgcdinn og veiðimaðurinn. Veiðimaður veiddi smáfugl i neti, en sá fugl var stór í lund, þó smár væri, og söng undur- fagurt; hann hét næturgali. Þegar maðurinn tók hann í hönd sér og ætlaði að drepa hann, þá 'bað hann þessum orðum: “Lofaðu mér að lifa; það tekur því ekki að steikja mig, svo lítill sem eg er. Eg skal aftur á móti kenna þér heil- ræði, sem geta gert þig að lánsmanni, ef þú manst þau og breytir eftir þeim.” “Komdu þá með heilræðin,” mælti veiði- maðurinn. Og litli fuglinn tók þannig til orða: “1 fyrsta lagi, þá skaltu aldrei leggja trúnað á það, sem ótrúlegt er. 1 öðru lagi skaltu aldrei mæða hug þinn yfir því, sem ómögulegt er að breyta. 1 þriðja lagi skaltu aldrei gera ])ér ó- mak fyrir því, sem ekki er unt að öðlast.” Manninum þótti vænt um heilræðin og slepti fuglinum, en hann flaug upp í tréð, settist þar og mælti: ‘ ‘ Það var heimskulega gert af þér, að sleppa mér, því innan í mér er stór og dýr- mætur gimsteirin; hver, sem nær í þann stein, verður auðnumaður um alla liluti og ekki sakar hann eitur. Gimsteinninn er stærri en strúts- fuglsegg. Þar hefir þú mist af miklu dýrindi.” Maðurinn gleymdi nú þegar í stað heil- ræðunum, sem fuglinn hafði kent honum; hann hrygðist og mæddi huga sinn fram úr máta, lagði trúnað á það, sem ótrúlegt var, og gerði sér hið mesta ómak fyrir að veiða fugl- inn aftur. “Æ, mikill bjáni ertu,” sagði þá næturgal- inn. “Hvemig á eg, svo lítill, að hafa innan í mér svo stóran stein? Þú ert annæddur út af því, að þú sleptir mér lausum, og er það þó orð- inn hlutur, sem ekki verður breytt og ekki tjáir um að sakast. . Og þó þú gerir þitt sárasta til að veiða mig enn þá einu sinni, þá mun það verða fyrir gýg. Nei, við slíkan heimskingja vil eg engin mök hafa frmar.” — Að svo mæltu flaug næturgalinn burt. — Stgr. Th. þýddi. IIEIM ÚR SKÓLA. Heim úr skóla, heim úr skóla! Hjartanlega sólin skín. Syngur alt um holt og lióla hlýju bemsku-ljóðin mín. Lindir hvísla, hvammar brosa, hvelið tindrar safír-blátt. Lyftir kolli úr mjúkum mosa munablóm í sólarátt. Eg er líka blóm, sem bendir blíða Guðs í sólarátt. Eg hefi lært, að sól hans sendir sólargróðri veikum mátt. Lífið byrjar, vonir vakna. Vertu blessuð, skólatíð Þig eg kveð, og þín eg sakna, þú varst móðir blíð og stríð. Vinir leiddu, vinir fræddu, viljans brýndu þrótt og kapp, næmið skerptu, skilning glæddu: Skóladvölin varð mér happ. Hjartans þakkir. — Heim úr skóla hlýja minning fús eg ber. Söngvar líða um laut og hóla, — landið bíður eftir mér. Guðm. Guðmimdsson— Samlb. LITLI BJÖRNINN OG STÓRI BJÖRNINN. Nálægt borg einni stóð fagur skógur og þétt- ur. Eitt sinn komu veiðimenn þaðan og sögðu, að þar hefði brugðið fyrir fannhvítu bjamdýri miklu og fögru. Enginn þeirra hafði haft tíma til að leggja ör á streng, og sumir héldu, að þetta væru alt missýningar. Sagan barst út um borg- ina. Alla veiðimenn langaði til að ná í feldinn af hvíta birninum. Ungur veiðimaður þar í borginni sagði: “Egætlainst inn í skógar- þyknið með nokkra hrausta drengi. Eg skal ekki snúa heim aftur, fyr en eg get haft feldinn með mér. ’ ’ Þessi ungi maður var mjög vinsæll í borg- inni. Móðir hans hafði horfið, þegar hann var lítill drengur, og enginn vissi, hvað af henni varð. Hann óx upp hjá frænda sínum, og von- aði á hverju ári, að móðir hans mundi koma lieim. Hann leitaði að henni langförum, en frétti aldrei neitt af henni. Þessar ferðir gerðu hann hraustan og hugaðan. Enginn hellir var svo dimmur, að hann færi ekki inn í hann, og ekkert fjall svo hátt, að hann klifi það ekki, í von um að finna móður sína þar. Sex ungir og hraustir veiðimenn réðust til ferðar með honum inst inn í skógarþvknið. Þeir voru í skínandi fallegum veiðimannafötum, með örvar og boga, og hinir glæsilegustu á að sjá. Borgarbúar báðu þá vel fara og heila heim koma. Marga daga leituðu þeir í myrkviðinum, án þess að finna undrabjörninn; þeim kom sæm- an um að sá, er fyrstur sæi hann, skyldi gera hinum aðvart, því að margt dularfult bjó í þess- um dimma skógi. Dag einn sá leiðtogi fararinn- ar undarlegan fugl, sem hann elti lengi. Hann lagði ör á streng og ætlaði að skjóta hann. Þá hrökk hesturinn við, og veiðimaðurinn sá snjó- hvítt bjarndýr, fagurt og tígulegt. Það horfði á liann, og honum fanst sama ást og blíða skína úr augum þess, sem hann mundi svo vel eftir, að hafði einkent svip móður hans. Hann benti upp bogann og örin flaug beint upp í loftið, án þess að gera nokkrum mein. Með henni sendi hann þessa bæn upp til hins mikla Júpíters: “ó, leyfðu mér að lifa hjá móður minni um aldur og æfi.” Hann vafði hinum sterku örm- um sínum um háls hvíta dýrsins. “Móðir mín er fundin,” hrópaði hann. “Fundin, fundin,” bergmálaði í skóginum. Félagamir sex komu að, þar sem mæðginin stóðu og horfðu bænar- augum upp á Olympstind, þar sem guðir þeirra bjuggu. Hinn mikli guð hafði heyrt bænina. Elding- ar hans leiftruðu, veiðimennirnir sex sáu, að hinn mikli foringi þeirra varð að afarstórum birni. Hann lagði af stað með litla biminum til heimkynna hennar á himninum. Hann settist að nálægt henni og fylgir henni síðan, hvar sem hún fer. Hann bendir ávalt á hana og pólstjöm- una, sem hún geymir. Þeir sem horfa á pól- stjörnuna, sem aldrei breytir stöðu sinni á himn- . inum, minnast þess oft, að Fom-Grikkir trúðu því, að pólstjarnan væri sett á himininn til þess að minna á móðurástina, sem aldrei breytist né bregst. — S. A. þýddi úr ensku.—Samlb. BARNAMAL. Þá úti e dott o daman a dánda me nýa kó, o tleðann minn degu hún Dunna, o datan e full af tnó. Ef kuldinn bítu í tinnar þá tomum vi Dunna heim o töllum á tisu og futta o tommum í leik me þeim. Sig. Júl. Jóhannesson. ! Professional Cards ! O ° ^^ o > O C > O^.. >Q<. ) O ( Z> Q tQ >Q< >Q< >n < vrw \n/- Jl DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili 776 Victor St. f Phone: 27 122 —. Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN Í*L lögfræðingar. Skrifstafa: Room 811 McArthor Building, Portage Ave. P.O. Box 165« Phonea: 26 S49 og 26 846 DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N Islenzkir lögfræðingar. 366 Main St. Tala.: 24 661 Pelr hafa einnig akrifotiofur aS Lundar, Riverton, Giaxll og Plnear. og eru þar að hltta & eftirfylgj- andi timum: Lundar: Fyrata miðvikudag, Riverton: Fyr»ta fimtudag, Gimli: Fyrsta mtðvikudag, Piney: Priðja fðetudag I hveirjium mðnuðl DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. J. Hagnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) Islenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Building 356 Main St. Winnipeg Símar: Skifst. 21 033 Heima 71 758 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimill: 373 River Ave. Tals.: 42 691 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifatofa: 308 Great Weat Permanent Building Main St. south of Portage. PHONE: 22 768 DR. A. BLONDAL Medloal Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdðma. Er a8 hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Slmi: 28 180 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambera Talaími: 87 371 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. A. C. JOHNSON 007 Confederatton Llfe SUf. WTNNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað eamatundls. Skrifstofuslmi: 24 263 Heimastml: 33 328 Dr. C. H. VROMAN Tannlseknlr 565 Boyd Buildlng Phone 2« 1T1 WINNIPEG. A. S. BARDAL 841 Sberbrooke 8k Selur itkkletur og annaet um ttt- fartr. Allur útbúnaður att beML Ennfremur aetur hann Ittttnaat minnirvarða. og legatelna. Skrifstofu tals. 86 607 Hetmllla Tals.: UM Residence Office PLone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, T.T.tt Islenzkur lðgfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg SIMPS0N TRANSFBR Varxla msð egg-tt-dag htensnafðttur. Annast elnnlg um allar tegundlr flutnlnga. 681 Arlington St., Winnipeg DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherburn St. 532 Síml 30 877 ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 896 G. W. MAGNUSSON Nuddleknir. 609 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstimi: kl. 10—11 f. h. og kl. 8—5 e. h. ÍSLÉNZKIR FASTEIGNA- SALAR • Undirritaðir selja hús og lóðir, iog leigja út ágæt ihús og íbúðir,; ■ hvar sem vera vill í bænum. • Annast enn fremur um allskon-i ! ar tryggingar (Insurance) og; veita fljóta og lipra afgreiðslu ODDSON og AUSTMANN 521 Somerset Bldg. Sími 24 664! DRS. H. R. & H. W. TWEED | Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg FOWLERQ PTICAL pT°á 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS ÞJ0ÐLEGASTA Kaffi- og Mat-sölnhúsið aem þeeai borg heftr nokknrn tima haft tnnnn vébanda sinna Fyrlrtaks m&ltlðir, skyrw pðnnu- kokur, ruilupyOsa og þjððrmknia- kaffi. — Utanbæj&rmenn ftt eé kv&lv fyrst hresslngu tt WKVEL CAFE, «03 Sargent Av* SKml. B-3197. Rooney Stevens. elganðv.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.