Lögberg - 18.04.1929, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.04.1929, Blaðsíða 4
BU. 4. LÖGBERG yiMTUDAGINN 18. AHRfL 1929. Högljers 1 Gefið út hvern fimtudag af The Col- umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 696 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba. j L Ekki af baki dottnir Ætla mætti, að styrknefnd Þjóðræknisfé- lagsins hefði, að minsta kosti að einhverju levti, látið sér að varnaði verða mótmœli Vest- ur-lslendinga í sumar, er leið, gegn stjómar- styrksfarganinu alræmda, svo skýrt og ákveð- ið, sem vilji almennings þá kom í Ijós. Munu víst flestir hafa litið svo á. að nefndinni lilyti að hafa lærst það, af hinni dýrkeyptu reynslu sinni, að láta, úr því sem komið var, fyrirber- ast við spenalindina í Saskatchewan, dreym- andi um ógleymanleg afreksverk við dásamleg- an dollarahljóm, stofnlþjóðinni íslenzku til sæmdar, á heiðursdegf hennar 1930. En hér sannast á nefndinni enn á ný, hið fomkveðna, að e:n syndin býður annari heim. Þrátt fyrir alt, sem á undan var gengið, vandnæðin öll og vanvirðuna, er af styrkbóninni leiddi, hefir styrknefndin núna alveg nýverið, farið á fjörurnar við fylkisstjórnina í Manito- ba, í þeim tilgangi, að afla frekari styrks, ís- lenzku þjóðemi til sæmdar! Vom nú auðsjá- anlega góð ráð dýr, því að þessu sinni flúði nefndin á náðir stjórnarinnar, með þingmann Gimli kjördæmis í broddi fylkingar. Öllum sínum fyrri yfirlýsingum iim það, til hvers styrkurinn ætti að notast, hafði nefndin varpað fyrir borð, — Hudsonsflóa brautin ekki nefnd á nafn, ihvað þá heldur annað. Nú var splunkumý hugmynd á takteinum. Það náði vitanlega ekki nokkurri átt, að Alþingis yrði minst á Þingvelli 1930, án þess að styrknefnd Þjóðræknisfélagsins gæfi út bók, annað hvort ut- an, eða innanhúss postillu. Og hvernig í dauð- anum gat nokkur heilskygn maður til þess ætl- ast, að slíku fádæma afreki yrði í framkvæmd hrandið, án stjórnarstyrks ? Það lá svo sem í augum uppi. Ekki fipaðist styrknefndinni frekar í þetta skifti, en endrarnær, er til þess kom, að réttlæta hina nýju styrkbeiðni. Nú átti alt að vera fallið í ljúfa löð, ágreiningurinn kulnaður út, og land- inn svona yfirleitt, sannfærður um raunverulegt gildi þeirrar dásamlegu heiðursviðurkenningar í garð þjóðflokks vors, er styrknum væri sam- fara. — Um það var styrknefnd Þjóðræknisfélags- ins, eða að minsta kosti formanni hennar, fyrir löngu kunnugt, að ekki kom til mála, að stjóra Manitoba-fylkis léti af mörkum grænan túskild- ing, nema því aðeins, að Islendingar væru ein- huga um styrkbónina. Styrknefndinni, eða að minsta kosti formanni hennar, var líka kunnugt um það, að fé það, er veitt kynni að verða, yrði að koma úr auglýsingasjóði Manitobafvlkis, með það fyrir augum, að auka fólksflutninga frá íslandi inn í fylkið. Og var þá nokkuð eðli- legra en það, að meðlimir nefndarinnar yrðu, þegar heim kæmi 1930, skoðaðir sem grímu- klæddir vesturfara-agentar? H ver verður fulltrúi Manitoba-fylkis? Með því að víst er nú orðið um það, að ís- lenzk stjórnarvöld hafa boðið Manitoba-fylki, að senda fulltrúa á Alþingishátíðina 1930, er ekki nema eðlilegt, að um það sé talað manna á meðal, hver muni verða fyrir valinu. Skiftir það að sjálfsögðu miklu máli, hvemig til tekst um slíkt val, þannig, að stofnþjóðinni heima og þjóðarbrotinu vestan hafs, megi til sem mestr- ar sæmdar verða. Ekki er nokkrum blöðum um það að fletta, að hér sé að finna marga menn, ágætlega hæfa, til þess að takast sendiferð þá á hendur, er hér um ræðir, því úr miklum og góðum efnivið er að velja. Þó virðist oss einn maður,öðmm fremur, sérstaklega vel til fararinnar fallinn, eða ætti í rauninni að vera sjálfkjörinn, og eig- um vér þar við Hon. John Braoken, forsætis- ráðgjafa Manitobafylkis. Hann hefir sérstak- ar mætur á hinum íslenzka þjóðstofni, og hlyti að verða íslenzkum stjómarvöldum aufúsu- gestur á Þingvelli 1930. Akjósanlegri fulltrúa til slíkrar sendifarar, gæti Manitobafylki undir engum kringumstaíðum valið. i+nmx-e. ■ÉtfaiLaa ■.:rJ&.'ZúT:.v'** Skýring 1 vikunni, sem leið, flutti Heimskringla greinarstúf eftir formann styrknefndar Þjóð- ræknisfélagsins, hr. Jón J. Bildfell. Lætur blaðið í ljós forundran sína yfir því, að sú rit- smíð skyldi eigi fá inni hjá Lögbergi. Svona í bróðerni sagt, virðist oss það vera Heimskringlu með öllu óviðkomandi, livað Lög- berg birtir, eða birtir ekki. Grein hr. Jóns J. Bildfells, þeirri, er hér um ræðir, er all-rækilega svarað á öðram stað í blaðinu, af hr. Jóni H. Gíslasyni, að undan- teknu einu atriði. Hver vTar ástæðan fyrir því, að hr. Bildfell láðist að skýra almenningi frá, hverjir ættu að greiða aukakostnaðinn við dýnu og koddakaupin, ef ekki færu nú heim á vegum styrknefndarinnar, nema svo sem 200 manns, í stað þeirra fjögra hundraða, sem hann miðar við? Heimskringla þarf ekki djarft úr flokki að að tala, þegar um frjálslyndi er að ræða. Sem eitt dæmi af mörgum, því til sönnunar, nægir að benda á, að hún þverneitaði að birta auglýs- ingar fyrir Cunard eimskipafélagið, í sam- bandi við Alþingis hátíðina 1930, með það eitt vafalaust fyrir augum, að reyna að ná sér niðri, ef unt væri, á sjálfboðanefndinni. Ekki náði nú frjálslyndið lengra en það. Tímarit þjóðræknisfélagsins gerði sig sekt í sömu ósvinnu. Maður sá, er með höndum hafði auglýsinga- söfnun fyrir Tímaritið, hr. Ami Eggertsson, kvað það ekki koma til nokkurra mála, að ritið flytti auglýsingu frá Cunard eimskipafélaginu í sambandi við 1000 ára hátíð Alþingis 1930. Samt hafði hann ekkert á móti því, að ritstjóri þessa blaðs, léði sér hjálparhönd við auglýs- ingasöfnun í Tímaritið. Lögberg flutti í sumar, er leið, hverja rit- smíðina á fætur annari, eftir formann styrk- nefndarinnar og marga fleiri af sama sauða- húsi, umyrðalaust. Vora þær þó, sem kunnugt er, margar hverjar næsta vafasamar að sann- leiksgildi, og sumar beinar árásir á þá, er Lög- bergi standa næst. Hvorki styrknefndin, né þeir aðrir, er taka vilja upp þykkju fyrir hana, hafa yfir nokkra að kvarta, hvað Lögberg á- hrærir. Mun sanni nær, að blaðið hafi í liðinni tíð, veitt styrknefndinni og skósveinum henn- ar, öldungis óverðskuldað umburðarlyndi. Kosningasjóðir Eftirfarandi greinarkorn, birtist nýlega í ritinu Country Guide, og má óhætt um það segja, að þar sé orð í tíma talað: ‘ ‘ Þótt hægt fari, má fullyrða, að almenning- ur sé nú að vakna til meðvitundar um það, hver feikna hætta hafi oft og einatt stafað, og stafi enn, af pólitiskum kosningasjóðum. Er nú sá skriður kominn á þetta mál, að fylkisstjómin í Ontario, er nú í þann veginn að semja lög, er banni með öllu tillög í kosningasjóð frá viðskifta- stofnunum og félögum, öðram en þeim, sem lög- gilt eru til pólitiskrar starfsemi. Er svo ráð fyrir gert, að það skuli talinn refsiverður glæp- ur, ef framkvæmdarstjóri félags, hluthafi, eða umboðsmaður, leggur fram fé í kosningasjóð. Skal slíkt refsingu varða, og skal sá er sekur gerist um brot á lagaákvæðum þessum sæta frá $100 til $2,000 fjárútlátum, auk fangavistar, frá þriggja mánaða tíma, upp í ár. Ekki er jmt um það að segja, á þessu stigi málsins, hver áhrif þetta laganýmæli kann að hafa, þótt vafalaust sé með því stigið spor í rétta átt. Um þær mundir, er hin konunglega rann- sóknamefnd í tollsmyglunarmálinu, sat á rök- stólum, kom það í ljós, að ölgerðarhús og vín- smyglar, hefðu látið af mörkum all-miklar upp- hæðir í kosningasjóði megin stjórnmálaflokk- anna tveggja, við síðustu sambandskosningar. Og meðfram, með hliðsjón af því, hófst fylkis- stjómin í Ontario handa, og undirbjó löggjöf þá, sem hér er um að ræða. A hún þjóðarþakk- ir skyldar fyrir það, að ríða á vaðið með þetta nauðsynjamál. Séhver sú tilraun, er til þess miðar, að fyr- irbvggja það, að auðfélög og aðrar viðskifta- sj^fnanir, geti lagt fram stórfé í kosningasjóði, er góðra gjalda verð, og ætti að verða metin að makleikum. Ahrifamesta aðferðin, er þó vafa- laust sú, að dregin sé óspart fram í dagsljósið nöfn þeirra stofnana, eða félaga, er með per- sónulegan hagnað fyrir augum, hafa látið af mörkum mestar fjárhæðirnar í kosningasjóði hinna ýmsu stjórnmálaflokka. Er það vafa- laust hlutverk blaðanna, að annast um, að slíkt sé ósleitilega gert. Ef svo yrði hagað til, að sambandsstjóm, og fylkisstjómirnar allar, hefðu samræma lög- gjöf um það, að gert yrði að skyldu, að birta opinberlega tillög öll í kosningasjóði, svo sem fjórar til fimm vikur fyrir kosningar, mvndi mikið með því unnið, og mikið hreinsað til, frá því, sem við hefir gengist í liðnnni tíð, og sem, því miður, viðgengst enn. Með slíkt fyrir augum, er tæpast hugsan- legt, að nokkur stjómmálaflokkur myndi dirf- ast, að koma fram fyrir kjósendur, ef hann ætti það samstundis á hættunni, að uppvíst yrði um það, að hann hefði þegið í kosningasjóð sinn fé, frá vínsmygluram og öðrum lögbrots- mönnum: Sameinuðu bændafélögin í Sléttufylkjunum, hafa drengilega beitt sér fyrir þetta mál, og verðskulda þau fyrir það óskifta almennings- þökk. * * Bréf frá Ottawa Éftir L. P. Bancroft. A þriðjudaginn, hinn 4. þ.m. þegar fjárlög- in vora til umræðu, flutti eg ræðu í þinginu, og leitaðist þar við að sýna fram á, að sú stefna, að vemda hag bóndans með tollum, hefði al- gerlega mishepnast í Bandaríkjunum. Og ein- mitt í þessum mánuði, átta áram eftir að þessi sérstöku tollvemdar lög gengu í gildi, er aukaþing kallað til að athuga vandamál bónd- ans þar í landi. 1 þessari ræðu var einnig á það bent, að gefa þyrfti náinn gaum að landbúnaði lands vors, ekki síður en öðram atvinnuvegum, ef að. ekki ætti að hallast á, þar sem hann væri stærsti atvinnuvegurinn og meir en helmingur þjóð- arinnar stundaði landbúnað. Og þar stæðu saman yfir átta biljónir dala. og framleiðslan næmi árlega hér um bil einni og þremur f jórðu úr biljón dala. Þar var enn fremur sýnt fram á, að ef búnaðurinn á að njóta jafnréttis við aðrar atvinnugreinar, þá verði bóndinn að hafa tækifæri til að kaupa það, sem hann þarf til sinnar atvinnu, með jafngóðum kjörum, eins og þeir, sem iðnað reka. Manitoba Co-operative Poultry Marketing Association, hefir skrifað sambandsþingmönn- unum frá Manitoba., og farið fram á það við þá, að þeir kæmu því til leiðar, að tollur yrði' hækk- aður á eggjum. Hinn 6. appl 1929 svaraði eg þessari beiðni, og er það, sem ihér fer á eft- ir, útdráttur úr því bréfi, er eg ritaði samlag- inu: “Ibúar Manitobafylkis greiddu atkvæði um vemdartolla-málið í septembermánuði 1926, og féll sú atkvæðagreiðsla þannig, að allir seytján sambandsþingmennimir frá Manitoba, eru skuldbundnir til að vinna á móti hærri tollum. Sama skoðun var þá einnig ríkjandi annars- staðar í Canada. Þess vegna hefir stjórnin síð- an neitað öllum tollhækkunum, en á mÖrgum vörum hefir tollur verið lækkaður. “Maður getur ekki annað en hugleitt, hve margir afi bændunum í Manitoba muni vera samþykkir kröfu yðar. Ef þeir í alvöru heimta 200% tollhækkun á eggjum, þá hljóta þeir að * sjá, að aðrar kröfur um tollhækkanir, verða þá einnig, að einhverju leyti, að vera teknar til grdina. Mundi hagur bændanna yfirleitt batna við það, ef tollur væri yfirleitt hækk- aður? “Eggjasamlagið vill hafa hærri verndartoll, en það vilja líka þeir, sem búa til jarðyrkju- verkfæri og hveititvinna, og bíla, og þeir, sem búa til fatnað og skófatnað og húsmuni, og eldavélar og eldhússgögn. Allir þessir, og margir fleiri, vilja fá hækkaðan toll á því, sem þeir framleiða. Og þeir geta fært fram rétt eins góðar ástæður fyrir sínum kröfum, eins og Manitoba Co-operative Poultry Marketing Association færir fram fyrir sínum kröfum. “Þeir, sem eggin framleiða, era með þessu móti, að setja sjálfa sig í þær kringumstæður, að þeir verða að taka til greina kröfur iðnað- arfélaganna um hærri verndartoll. Ef stjóm- in yrði við öllum kröfum, sem gerðar eru um tollhækkun, þá mundu lífsnauðsynjar og fram- leiðslukostnaður hækka svo mikið, að bændura- ir í Manitoba yrðu að flýja landið. “Eg vona, að félag yðar hugsi sig vandlega um, áður en það krefst þess af þingmönnun- um frá Manitoba, að þeir víki frá þeirri stefnu, sem kjósendur þeirra hafa kosið þá til að fylgja. ’: Allir hinir þingmennirnir frá Manitoba, hafa svarað í svipuðum anda. Við lestur Völuspár Hver óf þína dulþáttu, djúpa ljóð, og djarfasta flugið var hlutað að knýja? Með hjartslög og andvörp frá heilli ]>jóð Þú heillar oss tónmörg, sem úthafsins gígja. Hans nafn er oss tapað, en tónaval og töfrarnir máttugu sálu hans geyma, og hjartans, sem moldin í fyrnsku fal, þess finnum vér ylinn í hendingum streyma. Vér auðgumst af kynning við anda ])á, sem efst hafa flogið og dýpst hafa litið; þó grafið sé nafnið í gleymsku sjá, ei glatast fær snildin og spaklega vitið. Richard Beck. —Vísir. ' Fundargerð Þjóðrœknis- félagsins 1929 Einar P. Jónsson áleit oft þarft aö breyta til. Og ritiS þyrfti aö reyna aö 'bæta. Féllst hann á Ibendingu S. H. frá Hiöfnum, um aö misserisrit væri heppi- legra.. Geröi hann viðauka-tillögu um að félagsstjórninni væri falið að íhuga hvort ekki væri kleift, að gefa ritið út að minsta kosti tvisvar á ári. Var hún studd af Jóni Gillis. Sigfús Halldórs frá Höfnum virtist á- sitæður nefndarinnar lítilvægar. Fyrir bækur eða félagagjald í Bókmentafélag- inu greiddu menn $3.00. Menn myndu eigi síður fúsir til að toorga svipaða upp- hæð fyrir tvö hefti, eins góð hvort og hið eina, er Þjóðræknisfélagið gæfi nú út. Dr. Sig. Júh Jóhannesson kvaðst fyrstu tvö árin hafa átt að hafa ritstjórn Tíma- ritsins með forseta á hendi. En það hefði ekki látið sig gerast. Ritið væri óaðgengi- legt til lesturs og þess vegna seldist það ver en önnur blöð og rit. Benti hann á vinsældir “Sögu,” tímarit Þ. Þ. Þor- steinssonar. Bf Tímarit Þjóðræknisfé- lagsins væri ekki lesið af æskumönnum væri 'bæði það og Þjóðræknisfélagið dauðadæmt. Forseti vék þá úr sæti sínu til að taka þájtt í umræðum um málið. Benti hann á, að tal manna um það, að ritið væri lítið lesið, væri á litlu reist. Ritið færi inn á alt að því 1000 heimili, því að félagar væru orðnir svo margir. Þeir sem í Þjóðræknisfélaginu væru, væri vitaskuld sá hluti Vestur-íslendinga, sem helzt sinti íslenz'kum bókum og tímaritum. Enn- fremur benti hann á, að það, sem sagt hefði verið um innihald ritsins, bæði á þessu þingi og áður, að ritgerðir væru ekki nógu alþýðlegar, væri næsta barna- legt. 1 ritið hefðu skrifað flestir þeir ís- lenzkir rithöfundar, sem vinsælastir væru af alþýðu manna. Nefndi hann til dæmis Magnús og Kjartan Helgasyni, Steingrím Matthíasson og Guðmund Friðjónsson. Ádeilurnar á ritgerðir Páls Bjarnasonar væru til minkunar. Hér væri að ræða um jiann eina mann meðal Vestur-íslendinga, iem haft hefði vísindalega þekkingu á ís- enzkri itungu; hann væri ágætur rithöf- mdur, en nú væri ritstjóri Tímaritsins áitælinn fyrir að leyfa sjíkum manni rúm. Þorsteinrí Guðmundsson kvað það gátu. sem enn væri óráðin að sinni skoðun, hvernig haga ætti svo útgáfu íslenzkra bóka, að 'börn hér læsu. Timaritið kvaðst hann ánægður með á því sviði sem það næði til. Að því erl þingnefndarálitið snerti, var hann á móti því að Tímaritið væri selt utanfélagsmönnum dýrara en fé- lagsmönnum. Séra Jóhann Sólmundsson kvaðst ekki vilja fyrir nokkurn mun sjá af því bezta í ritinu. Sumir gerðu kröfu til þess, að einhver hugsun væri í því sem skrifað væri. Aðrir æsktu léttmetis. Tímaritið áleit hann heppilegast óbreytt; kvað það geyma það bezta og dýrmætasta í andleg- um auði vorum Vesitur-lslendinga. Fyrir þá, sem létts lesmáls æsktu, mætti gefa út annað rit. Séra Jónas A. Sigurðsson var nefndar- álitinu samþykkur. Tímaritið væri snið- ið eftir tímaritum þjóðar vorrar. Fyrir- myndin væri þaðan. Viðaukatillögu E. P. Jónssonar áleit hann óþarfa. Tímaritið áleit hann að hefði verið vegsauki Þjóð- rækni'sfélaginu og lífitaug þess. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson áleit ekkert hægara en að ihafa ritið bœði fyrir börn og’fullorðna. Börn þyrftu að 'bor'ða sem fullorðnir. Og ef ritið ekki seddi þau, dæu þau, og þá yrðu hér brátt engir ís- lendingar og ekkert Þijóðræknisfélag. Ásm. P. Jóhannson sagði félagsstjórnina hafa séð um ritstjórn Tímaritsins fyrstu tvö árin.. Seinna hefði einum ritstjóra verið falið verkið. Ritið væri félaginu til sóma. Dr. Rögnvaldur Pétursson hefði leyst verikð ágætjega af hendi. En vegna ríkjandi flokkadráttar,* dytiti sér í hug, hvort ekki væri heppilegt, að skifta um ritstjóra eins og aðra starfsmenn. Að því er útgáfu ritsins snerti, treysti hann vænt- anlegri stjórn félagsins að hleypa sér ekki út í neinar ógöngpir. Þá kom tilaga frá B. B. Olson, studd af Jóni Gillis, að Ijúka umræðum um málið. Sú tillaga var fejd. Kristján 'P. Bjarnason fiok næsta til miáls. Kvað jhann fyrsta ákilyrðið til viðhalds íslenzku hér, að menn sýndu ein- lægni og áhuga fyrir málinu. Af þvi lærðu bömin fljótast og fljótara en þó stafrófskver kæmist inn á hvert heimili. Hann kvaðst fæddur hér og uppalinn, en samtakaleysið i þjóðræknismálinu ætti hann bágt með að skilja hjá þeim, sem frá ættjörðinni hefðu komið og hlytu all- ir að bera þangað hlýjan hug. Lesmál fyrir böm í Tímaritinu áleit hann þýð- ingarlítið. Áhuga þeirra þyrfti að vekja með öðru. Mrs. F. Swanson benti á að “Saga ís- lands” á ensku, hefði verið keypt af Þjóð- ræknisfélaginu till þess að æsku.lýðurinn hér ætti greiðan gang að því máli, sem honum væri tamast að því að kynnast því sem íslenzkt væri. Bér tværi 'þó ekkí kunnugd um neinn árangur af þvi. Þá var gerð tillaga um að fresta fundi til kl. 2 e.h. — Samjþykt. Eins og ráð var gert fyrir kom þing aftur saman kl. 2 e. h. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykt. Björn Magnússon fór nokkrum orðum um timaritsnefndarálitið, er umræður stóðu um er fundi var frestað. Kvað hann mestu varða, að það, sem skrifað væri, hefði við sannleika að styðjasrt. Benti á dæmi um ónákvamini og þekk- ingarskort á skógrækt i grein er hefði koniið í Timaritinu. Að öðru leiti áleit hann Tímaritið bezt komið eins og það nú væri. Að því lokmí ilas foresti enn álit Tíma- ritsnefndar og 'bar það upp til atkvæða. Var það nú samþykt. Ennfremur bar hann upp viðauka-tillögu E- P. J. við álit- ið, og var hún einnig samþykt. Spurði þá forseti hvort erindrekar frá deildum hefðu ekki skýrslur að flytja þinginu. Las þá Þorsteinn Guðtnundsson upp skýrslu frá deildinni “Iðunn” i Leslie. Bar hún með sér að tekjur á árinu hefðu numið $278.50. Stærsti tekjuliðurinn var í sambandi við Þorrablót er haldið var í fyrra vetur. En mestu af fénu er varið tiil bókakaupa eða ti,l eflingar bókasafni, er deildin hefir stofnað. Gildir félagar eru 42, en milli 50 og 60 heyrðu deildinni alls til. Skýrsla frá Guðjóni F. Friðrikssyni, ritara deildarinnar “Brúin” i Selkirk bar með sér að 10 starfsfundir hefðu verið haldnir á árinu. Féjagar voru í fyrra 33, nú 90. Söngkenslu hefir deildin hald- ið uppi er 80 börn tóku þátt í og varð kostnaðurinn við það $121.00. Brynjólf- ur Þorláksson og Björgvin Guðmundsson höfðu kensluna með hönduni. íþróttafé- lagi hefir deildin einngi reynt að halda við og hefir varið $92 fyrir útbúnað þar að lútandi. Kens,la í íslenzku var einn- ig um hönd höfð um tíma. Ásgeir I. BlöndahJ frá deildinni í Wyn- yard kvaðst ekki hafa búið sig út með skýrslu, en hagur deildarinnar væri eins góður og vænta mætti og félögum kvað ihann fjölga, Deilurnar á þjóðræknisfé- lagið hefðu í því efni mikið hjálpað deild- inni og fylgi Þljóðræknisfélagsins ykist við ihverja sennuna. Skógrækt á íslandi var næst til umræðu. J. J. Bíldfejl skýrði frá, að hann hefði átt tal um málið í ferð sinni iheim til ís- lands, bæði við forsætis- og dómsmála- ráðherrann. Létu þeir í ljósi innilegit þakklæti sitt til Vestur-íslendinga fyrfr að hafa þetta þarfa og mikla mál með hönd- um og ræktarþelið er það bæri vott um. Vonuðu Iþeir, að hægt yrði bráðlega að hefja samvinnu við Vestur-íslendinga um málið. Björn Magnússon, er fyrstur manna hreyfði þessu máli hér, skýrði frá, að hann hefði leitað sér upplýsinga og álits sér- fróðra manna í Canada um skógrækt og hvaða viðartegundir þeir álitu að á ís- landi myndu vaxa. Las hann bréf frá þeim viðvikjandi þessu. /E-skti hann að miliþinganefnd væri sett í málið. Sigfús B. Benediktsson lagði til og Bjarni Magnússon studdi, að fimm manna nefnd væri kosin ti:l þess að annast skóg- ræktarmálið milli þinga. Samþykt. Voru þessir kosnir: i Björn jMagnússon, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, séra Rúnólfur Marteinsson, Árni Eggertsson, séra Jó- hann Sólmundsson. Þá var álit 'þingnefndar um tillögur stjórnarnefndar um breytingu á tilhögun á starfi embættismanna lesið upp. Var það á þessa leið: “Nefndin, sem skipuð var til að athuga tillögu stjórnarnefndar um starfskiftingu eiribœttismanna og um sölu Tímaritsins leggur til að: 1) Að samþyiktir séu fyrsti og annar liður en að þriðja og fjórða lið sé vísað til nefndarinnar, sem fjallar um útgáfu Tímaritsins. Arni Eggertsson, Páll Pálsson, Hjáhnar Gíslason.” Tillögur stjórnamefndar voru þessar: “Tillögur stjórnarnefndar um breytingu á starfsskiftingu embættismanna félagsins og um sölu Tímaritsins: “Tillögur stjórnarnefndar um breytingu : starfsskiftingu embætrtismanna félagsins og mn sölu Timaritsins: 1. Fjármálaritári hafi með höndum af- hending Tímaritsins til félagsmanna. 2. Fjár.málaritari sé launaður með $150 á ári. 3. Söluverð Tímaritsins til utanfélags- manna sé $1.50. 4. Með því að meiri birgðir af flestum árgöngum Tímaritsins leru á hendi en hugsanlegt er að nokkurntíma gerti selst, mælurn vér með því að einhver ráðstöf- un sé gerð til þess að minka þessar birgð- ir. Ásmundur P. Jóhannsson lagði til og Sigfús Halldórs frá Höfnum studdi, að nefndarálitið sé afgreitt lið fyrir lið. Samþykt. 1. liður samþyktur. 2. iliður sætti mótmælum frá Ásm. P. Jóhannssyni. Virtist honum vanráðið að gera þingsamþykt um að greiða fjármála- ritara fastalaun. Var þessum Jið frestað þar til eftir kl. 2 síðdegis næsta dag. 3. og 4. liður: B. B. Olson lagði til og Sigfús Halldórs frá Höfnuni studdi, að þessir liðir væru feldir úr tillögunni, með því að þeir hefðu vérið afgreiddir" í Tímaritsnefndarálitinu. Samþykt. ÁJit þingnefndar í úrtbreiðslumálinu var nú lesið er svo hljóðaði: Nefndin, sem skipuð var til að athuga útbreiðslumálið, leggur til, samkvæmt bendingu forseta; 1) að stjórnarnefnd Þjóðræknisfólagsins gefi út við fyrsta tækifæri og útbýti gefins til allra íslenzkra heimila riti, sem skýri tilgang félagsins, og hvetji íslendinga til samtaka í þjóð- ernismálum. 2) Þá leggur nefndin til, að þar sem augljóst er að framtíð fé- lagsins hvili á samstarfi við æskulýðinn, að stjórnarnefndinni 'sé f'alið ;iíi Igera sitt ítrasta til samvinnu við íslenzka stú- dentaféjagið hér í borginni og önnur ung- mennafélög. Helzt þannig að stúdenta- félagið myndaði deild innan Þjóðræknis- félagsins og hefði áhrif á önnur ung- mennafélög. Ennfremur gerir nefndin ráð fyrir að áherzla verði lögð á stofnun nýrra deilda og öfilun nýrra meðlima, og að heimila stjórninni i því augnamiði, alt að $500. Hjálmar Gíslason, GuSjón S. FriSriksson, Jón Stefánsson Th. Guðmundsson, A. J. Skagfeld. B. B. Olson lagði til og Guðmundur Eyford studdi, að álitið sé rætt Iið fyrir lið. Samþykt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.