Lögberg - 18.04.1929, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.04.1929, Blaðsíða 2
Bls. 2. LÖGBERG FIMTUDAGINN 18. APRÍL 1929. Ferðaminningar Eftir Kristófer Ólafsson. Birtar með leyfi Siggeirs Þórðar- sonar, Cypress River, Man. Dálítið hverfi í miðri borginni aíbygt gömlum húsum er látið ,tanda til menja og sýnis ferða- mönnum á gamla byggingarstilnum. Er þessum húsum lítið haldið við, því mörg af þeim voru skökk og skæld með hálfföllnum þökum. Eftir að hafa skoðað borgina, lögðum við af stað til Himnafjalls- ins, sem Danir eru svo hreiknir af, er það hæsta fjall í Danmörku um 500 fet yfir sjávarmál. Sóttist okkur ferðin heldur seint, því hjól- hestamir biluðu hvað eftir annað. Niðqr við vatnið, sem er við rætur fjallsins tókum við tvær myndir. Upp á fjallstoppinn vorum við komnir klukkan að ganga átta um kvöldið. Vorum við stórhrifnir af útsýninu þaðan, yfir vatnið og Silkiborgar-héraðið, tók það sig snildarlega út í aftanskininu. Er þetta önnur fallegasta útsýnin, sem eg sá í Danmörku, enda af mörgum talin fegursti blettur landsins. Er höggvið á stein uppi á fjallinu þessi setning: “Eg held að hér sé falleg- ast í Danmörku. Einnig stendur þar bekkur, sem er kendur við mesta skáld Jóta Stien Stiensen Blicher, á hann að hafa setið þar við að semja. Umhverfis skiftast á skóg- ar, akrar og vatnslengjan með hólm- um og grænu sefi. Þarna umhverfis eru mestu skógar Danmerkur. Uppi á f jallinu tókum við nokkrar mynd- ir og sungum nokkur uppáhaldslög. “Hvað er svo glatt, Fannaskautar, Hlíðin mín fríða, Þú bláfalla geim- ur og Eldgamla ísafold, öll erindin, þessum man eg eftir. Leit út fyrir, að okkur tækist söngurinn ekki illa, því viðstaddir gestir þyrptust í kring um okkur. Eftir að hafa farið upp í turninn, sem stendur á fjallinu og horft okkur þreytta um nágrennið, stigum við á hjólin og héldum áleið- is til Silkiborgar. I ‘borgaraðrin- um sáum við nýsetta heystakka á akri( með því að komin var nótt réðum við af að gista í þeim um. nóttina, fanst okkur slíkt “sport” tilheyra ferðalaginu. Höfðum við með okkur brauð, ost og Álaborgar brennivín, sem við gæddum okkur á og að því loknu skriðum við inn í heystakkana og sváfum bærilega. Snemma morguninn eftir vöknuð- um við við það, að brýnt var og slegið rétt við eyrað á okkur, þótti okkur þetta skrítið þvi sunnudagur fór í hönd. Var þetta eigandi ak- ursins. Var hann að forvitnast um næturgestina. Taldi hann þó ekki á okkur fyrir þetta bessaleyfi, sem við tókum. Vorum við nú hand- fljótir að taka saman dótið, pump- uðum hólin og flýttum okkur af stað. Þegar við höfðum hjólað tvær mílur í spretti, vorum við lausir við allan hroll eftir gistinguna í heystökkunum. Varð þar fyrir okkur lækjarspræna í dalverpi einu, svo við notuðum tækifærið að þvo okkur og greiða og borða það, sem við áttum til af mat. Þótti okkur dálitið æfintýralegt að bera okkur þannig til eins og hálfgerðir úti- legumenn. Tíðkast slík ferðalög talsvert mikið í Danmörku bæði af innlendum mönnum og útlendum. Urðu margir til að segja okkur sög- ur af sér úr slíkum útileguferðum. Þegar við vorum þvegnir og mett- ir, héldum við áfram til hins fræga fomhelga staðar Vébjarga, sem á svo merkilega sögu að baki sér, sem hinn gamli blótstaður og kon- ungasetur. Stóðum við þar við í f jóra klukkutíma og skoðuðum hina fallegu og frægu kirkju staðarins, sem fyrst var bygð um iioo í þeim stíl, sem hún nú er. Er hún með tveimur stórum turnum, sem standa samhliða á framstafni kirkjunnar. Hermir gömul munnmælasaga, að konungur hafj uppálagt drotningu sinni, eitt sinn þá hann fór í hern- að, að byggja kirkju, og hafa hana eftir því hvort hún fæddi son eða dóttur á meðan hann væri í burtu. Ef það væri dóttir, skildi kirkjan vera turnlaus með lítilf jörlegu krossmarki, en ef það væri sonur skildi hún vera með háum og veg- legum turni. Þegar konungur kom heim, sá hann • hvar kirkjan var bygð með tveimur veglegum turn- um, honum voru líka fæddir tveir synir. Þegar við vorum búnir að líta dálítið í kringum okkur héldum ' við ferðinni áfram, þvi nu var á- kveðið að gista næstu nótt í Ála- borg, en þangað eru 115 km. frá Silkiborg. Til Álaborgar komum við kl. hálf sjö um kvöldið og feng- um okkur gistingu á Bordsmissions hóteli í Prinsessgade. Morguninn eftir símaði eg til gamla félaga mins, Karls Ingólfs- sonar, sem var þarna skamt frá á búgarði, ætlaði hann að fara með okkur til Skagen. Kom hann kl. þrjú um daginn með járnbraut. 1 Álaborg skoðuðum við afskap- lega stórt og mikið merkilegt forn- gripasafn, það langstærsta, sem eg hefi séð. Af stað héldum við kl fjögur, gekki ferðin heldur seint, því hjólhestarnir biluðu hvað eftir annað. Tafði það okkur i tvo tíma að láta gera við þá. Þegar við vor- um komnir spölkorn, urðum við Karl eftir án þess að hinir félag- arnir vissu, hjóluðu þeir áfram í þeirri trú að við værum á undan þeim. Að lítilli stundu liðinni hjól- uðum við á eftir, og reiknuðum með að ná þeim vonbráðar, en það fór á aðra leið, fórum við alla leið til Frederikshavn án þess að hitta þá, sem eru 60 km. Vorum við búnir að fá okkur herbergi á missíónshótelinu áður en þeir komu. Hlöfðu þeir farið dálítið 'vitlaust og við farið fram úr þeim á með- an. Frá Álaborg til Frederikshavn er góður vegur. Landslagið er yf- irleitt smáfrítt og vinalegt, gróður ekki stórvaxinn, allar hæðir mikið vaxnar lyngi. Sauðkindur sáum við á stöku stað, voru þær af svart- höfða kyni, mjög ólíkar íslenzku sauðfé. Þann 29. júní var dásamlega fag- urt veður. Nú var ferðinni heitið til Skagen, eru það 40 km. og afar slæmur vegur að hjóla, ofaníburð- urinn lyng en undirlagið laus sand- ur á löngu svæði. Umhverfið er gróðulaus foksandsheiði, aðeins dá- lítið af melgrasi á stöku stað utan í sandhólunum, sem sí og æ eru að fjúka til. Á þessari heiði er eins og gefur að skilja engin bygð. Vestan við heiðina sáum við geisi- stóran búgarð; var þar fjöldi af kúm, sem allar voru józkar að upp - runa. Józka kúakynið er svart- skjöldótt, en á eyjunum eru kýrn- ar sótrauðar, svo liturinn út af fyr- ir sig skiftir þeim vel og greini- lega. Rétt eftir hádegið komum við til Skagen, er það stór bær, með mjög gróðurlitlu umhverfi. Þar dó Jónas Guðlaugsson skáld, er hann grafinn þar í kirkjugarðinum, leituðum við að leiði hans, en gátum eigi fundið það. Frammi á oddan- um er stórt baðhótel, þvi ferða- rriannastraumur er þangað mikill. Er tignarleg sjón að sjá þessa vold- ugu strauma skella saman fram af nesoddanum og bátana hoppa eins og kúskeljar eftir hávöxnum sí- kvikum ölduhryggjum í blæja- logni. Er þarna mjög vindasamt, var okkur sagt að kyrviðri mætti teljast sjaldgæft. Þarna á oddanum er skáldið Hblgeir Drachmann graf- inn, er það steypt gröf með vegleg- um minnisvarða. Er þarna enginn jarðvegur, einungis sandur, sem si og æ er að bylta sér til, svo gröf Drachmanns getur þá og þegar sandorpist, því heil kirkja hefir far- ið þarna í kaf í sandinn, er ekkert eftir upp úr af henni nema turninn. Vitinn á Skagen er 50 m. hár, eru upp í hann rún^r 200 tröppur, var þar gott útsýni yfir umhverfið, en lofthræddur var eg að ganga í kring þar uppi. Um kvöldið fómrn við itil Frederickshavn aftur. Heim- sóttum við Karl þá Valdimar Eí- lendsson lækni, sem þar er búsett- ur, er hann gamall skólabróðir Ing- ólfs föður Karls. Áttum við þar skemtilegt kvöld, beiddi hann okk- ur að koma aftur til sín um hádegi daginn eftir og gjörðum við það. Morguninn eftir skildi Steindór við okkur og fór til baka sömu leið og ætlaði niður á Fjón. Nú ætluðum við Jónas og Ragnar að fara til Noregs með skipi, sem gengur einu sinni á viku frá Frederickshavn til Oslóar. En þegar við vorum búnir að kaupa farseðlana og vorum að ganga um borð, kom yfirlögregla staðarins til okkar og gaf til kynna, að við fengjum ekki landgöngu í Noregi þó við færum með skipinu, vegna þess ’að norðmenn væru hræddir um að við myndum bera með okkur klaufaveikina, þar sem við værum búnir að ferðast svo mikið um Danmörku. Þótti okk- ur þetta slæmar fréttir, vorum við Ragnar búnir að fá leyfi hjá norsk- um þingmanni til að dvelja nokkra daga á búgarði hans skamt frá Osló, En Jónas ætlaði til búnaðarháskólas í Ási til framhaldsnáms. Við sáum að ekki þýddi að deila við dómar- ann. Gátum við líka metið þá kurteisi Norðmanna, að þeir^létu kunngjöra okkur þetta bann sitt þarna, en nörruðu okkur ekki með skipinu til Oslóar. Við Karl fórum að nota okkur heimboðið frá kvöld- inu áður og fórum í miðdag hjá Valdimar lækni. Eftir miðdaginn bauð læknirinn okkur í bíltúr með sér. Keyrði hann með okkur þvers og krus um nágrennið, þangað sem útsýni var bezt og náttúrufegurð mest. Er umhverfið þarna mjög öldótt með mörgum smáfríðum dal- verpum. Urðu félagar okkar af þessum “túr” af því þeir voru ekki heima á hótelinu þegar við keyrð- um. Nú sendum við skeyti til búnaðarráðuneytisins norska þess efnis hvort það væri ekki fáanlegt til að upphefja þetta innflutnings- bann á okkur. Svo nú var ekki annað að gera fyrir okkur, en að bíða rólegir og drífa tíðina þarna sem við vorum staddir á meðan við biðum eftir svari. Notuðum við timann til að skoða vatnsverk borg- arinnar og nágrennið umhverfis Fredrickshavn. Er vatnsverkið feiknarmikið mannvirki. Er vatn- ið sýað og látið standa í steyptum þróm til að hreinsast áður en það rennur til borgarinnar. Er því safnað saman úr smá-sitrum af stóru svæði. Að hreinsuninni lok- inni rennur það sjálft til borgarinn- ar og um hana. Til Sepi fórum við, er það smábær dálítið út með strönd- inni, eru þar mörg baðhótel og skemtilegt umhverfi. Þegar við vorum að hjóla hemi eitt kvöld', komum við að húsi í skógarrjóðri rétt utan við borgina; var þar dans- samkoma, með mikilli háreysti og fjöri. Dansgestirnir voru allir mjög við aldur og dönsuðu einung- is gamla dansa. Var gengið að dansinum eins og stritvinnu, svo að svitinn rann í lækjum eftir andlit- inu á hverjum manni. Síðasta daginn sem við dvöldum í Frederickshavn, var haldin þar mik- il ibindindismannahátíð við Mölle- húsið, sem liggur í skóginum undir hnjúknum, sem er á milli Sepi og Frederickshavn. Voru þar haldnar fjörugar ræður af miklum ræðu- skörungum. Þótti mér hvað mest til koma tölu skáldsins Haraldar Böker frá Sepi. Taldi hann ekki hægt að banna mönnum að láta það í munninn, sem þeir hefðu í hönd- unum, taldi hann rangt að banna mönnum með valdi að drekka brennivín, ef þeir hefðu löngun til þess. Var hann algjörlega mótfall- inn banni og kvað það engan rétt eiga á sér, því það væri bindindis- starfsemin, sem ætti að eflast og sigra og eyða allri ofdrykkju. Um kvöldið héldu bindindismenn kaffisamsæti á missíónshótelinu, með miklu ræðuflóði. Nú var komið svarskeyti frá Noregi, sem gaf okkur ti kynna að við mættum koma með því móti, að við kyntum okkur strax og við kæmum í land í Noregi. Áttum við svo að sótthreinsast og alt okkar dót og fara eftir varúðarreglum, sem settar kynnu að verða. Nú vorum við Ragnar hættir við Nor- egs-ferðina, því tíminn var okkur tapaður, sem til hennar átti að ganga. En Jónas ætlaði að sæta þessum kjörum, því honum var svo nauðsynlegt að komast. Mánudaginn 5. júlí í sólskini og blíðviðri yfirgáfum við Fredericks- havn og stigum á skip, sem sigldi til Gautaborgar í Svíþjóð. Var lagt- af stað kl. 11 árdegis, en tl Gauta- borgar komum við kl. að ,'ganga fjögur síðdegis. Dálitla stund á miðri leiðinni sáum við ekki land. Þegar kom upp að skerjagarðinum sáum við marga vita og stóra. Má það vera einmanalegt fyrir fjöl- skyldur vitavarðanna að búa á þess- um eyðiskerjum, sem eru svo lítil um sig að brimið gnauðar við veggi íbúðarhússins. Á meðan skipið sigldi fram hjá stóð fjölskyldan í dyrum hússins og horfði á það. Fanst mér þetta vera brjóstum- kennanlegir fangar, sem horfðu á fjörið og frelsið sjgla hraðbyri framhjá aila daga. Á stærri skerj - um voru fiskimannaþorp, smáhýst og fátækleg, og bátar þeirra viðs- vegar um miðin með blaktandi seglum. Við hafnarmynni Gautaborgar, er grár og ramgyrtur kastali eftir gömlum mælikvarða. Meðfram ströndinni beggja vegna, eru skógi vaxnir klettaásar, stór og smá hús, verksmiðjur og baðstaðir, þar sem alt iðaði af áhyggjulausum ung- dómi. Inni áhöfninni lágu flotar af drauggráum herskipum og kaf- bátum með sama lit. Gautaborg er stór og vegleg iðn- aðarborg og hefir tvö hundruð þúsund íbúa. Hvervetna gnæfa verksmiðjureykháfar við himin. Við tókum okkur gistingu á hóteli, sem Neftún heitir í Magasíngötu. Um kvöldið gengum við upp að eömlum kastala, sem stendur á há- um hamri, nálægt miðbiki borgar- innar. Var þaðan ljómandi út- sýni yfir borgina, höfnina og nær- liggjandi umhverfi. Gaf þaðan að líta marga verksmiðjureykháfa með grásvörtum reykjarmökkym, sem liðu eins og vofur út í geiminn. Kastalinn er mjög gamall og stend- ur með ummerkjum, fallbyssum, útvirkjum og ramgjörðum kletta- veggjum. Hefir hann verið traust virki í gamla daga, þótt hann standi berskjaldaður fyrir nútiðarmenn- ingunni. Daginn eftir fórum við með hraðlest til Trollhatten, en skildum hjólin eftir, því við Ragn- ERU TAUGARNAR VEIKAR? Mrs. H. L. Harris, Faber, Va., segir: “Þegar eg byrjaði að nota Nuga-Tone, var eg afar tauga- veikluð. Eg var máttfarin og á- hugalaus 0g þlóðið var ekki í góðu lagi, og eg átti bágt með að draga andann, og eg var alt af að létt- ast. Eg hefi aðeins tekið Nuga- Tone í 20 daga, og eg get sagt með sanni, að mér líður miklu betur, en mér hefir liðið mánuð- um saman. í 35 ár hefir Nuga-Tone bætt heilsu ótal manna. Styrkt taug- arnar og stælt vöðvana, hreinsað blóðið og örvað blóðrásina og gef- ið fólki nýjan kjark 0g áhuga. Nuga-Tone bætir líka matarlyst- ina og meltinguna, læknar svima, höfuðverk, blöðrusjúkdóma og eyðir gasi í maganum og styrkir heilsuna á margan hátt. Læknar nýrnaveiki á fáeinum dögum og gerir fólk sællegt og vel útlít- andi. Reynið það í nokkra daga og njótið afleiðingarína. Nuga- Tone fæst hjá lyfsölum og það verður að reynast vel, eða pening- unum er skilað aftur. Lesið á- byrgðina, sem er á hverri flösku. ar ætluðum til Gautaborgar aftur, en Jónas áfram með járnbrautinni til Noregs. Til Trollhatten kom eg á leiðinni út, en hafÖi þá ekki tíma til að litast neitt um. Er þarna mikill ferÖamannastraumur og veld- ur þar nokkuru um hinar tröllauknu rafurmagnsstöövar, sem mörgum ferðalang er forvitni á að sjá. Hef- ir stööin ellefu túrbínur, sem fram- leiða 12,500 hestöfl hver og tvær sem framleiða 13,500 hestöfl. Raf- urmagn frá Trollhetten, er leitt alla leiÖ til Sjálands. Gefur þarna aÖ líta bæði hriklalega log smáfríða fegurð og stórfengleg mannvirki. Þegar eg var að skoða þessi mann- virki, varð mér á að hugsa til Is- lands, með allan sinn þreklega fossa- skrúða. Fann eg þá vel hvað við íslendingar erum fáir, fátækir og smáir. Einnig liggur þarna um skipaskurðurinn á milli Gautaborgar og Stokkhólms með skipastiga, eru það þrjú hólf, sem hækka skipið um fimtán metra hvert. 1 gamla daga hefðu það verið ^kallaðir ’igáldrar að sigla skipum þvert í 'gegnum landið og hækka þau og lækka eft- iií landslaginu. Gömlu mönnunum hefði þótt skrítið að sjá þessi jám- hurðarbákn, sem loka fyrir hólfin, ganga hægt og rólega að og frá jafnóðum og skipin sigla i gegn, án þess að nokkur sýnilegur kraftur væri þar að verki. Umhverfis fossana, sem virkjaðir eru, reisa sig skógivaxnar og klett- óttar hæðir, standa hús víðsvegar um þær bæði efst og neðst. Flest mannvirkin þarna em bygð úr höggnu granít, sem mikið er af í hæðunum umhverfis, t. d. allar raf- stöðvarbyggingar, trúarstöplar og margt af húsunum, þótt enginn hörgull sé á trjáviðnum. Mikið var þarna af smádrengjum, sem buðu ferðamönnum fylgd sína.um umhverfið fyrir fimtíu aura, einn- ig höfðu þeir á boðstólum póstkort af umhverfinu og vildu þeir þéna vel á þeim. Þegar við kvöddum fylgdarmanninn okkar, sem var pinulítill berfættur snáði, fékk hann helmingi meira en um var samið, varð hann af því bæði glaður og hissa, sagðist hann vera óvanur að fá svona mikiS fyrir fylgd. Þakk- aði hann fyrir sig vel og kurteis- lega. Daginn eftir skildi Jónas við okkur og fór með lestinni til Oslóar, en við snérum við til Gautaborgar aftur. Á leiðinni kyntumst við mentaðri og skemtilegri stúlku, Lis- bet Börsell frá Björketorp. Stopp- aði hún á milli lesta i Gautaborg, á þeim tíma sýndi hún okkur listi- garð, sem Trodgards Foreningen heldur opnum. Voru þar risavaxin gróðurhús, sem veggir og þak var úr gleri. Var þar inni um að litast eins og suður viS miðjarðarlinu hvað gróðurinn snerti. Voru þar risavaxnir pálmar og fjölmargt af suðrænu blómskrúði, sem virtist hafast vel við þótt framandi væri. Um listigarðinn sáum við bornar meðfærilegar pípur, með einlægum smágötum. I þessar pípur voru svo gosbrunnarnir látnir spýta vatni; sem þeyttist í fínum daggarúða út yfir graslendi og blómbeð, var það fögur sjón í sólskininu og öðru eins umhverfi og þarna var. Þegar við vorum búin að eyða tímanum í um- ræddum listigarði, fylgdum viðgarð henni á stöSina. Að skilnaði bauð hún okkur heim til sín, þar sem leið okkar lá skamt frá heimili hennar og þökkuðum við boðiS með ánægju. (Framh.) HARÐRÆÐI OG SÆFARIR. Happaverk Þórs eða Þórs nafna, munu vekja maklega eftirtekt um land alt og vonandi víðar. Hef- ir þar þurft harðfylgi og hygg- indi við, bæði hjá þeim sem björguðu og þeim sem bjargað var. Auka afreksverk slik traust vort á því, að þetta verði þó, þrátt fyrir það, sem á skyggir enn, hámarksvertíð að höppum, en lágmarks að slysum. Mér kemur í hug landnámsmaðurinn frægi, sem hét á Þór til harðræða og sæfara. Svo munu og Vest- manneyingar gera. Og er með verkum þessa Þórs nafna skemti- lega sýnt, að harðræði geta ver- ið góðræði Helgi Péturss. — Morgunbl. Frá Islandi Reykjavík 15. marz 19ý9. Séra Jóhannes L. L. Jóhannsson látinn. Séra Jóhannes L. L. Jóhannsson andaðist að heimili sínu hér í bænum 5. þ. m. Hann var fæddur að Hesti í Borgarfirði 14. nóv. 1859, og var því tæpra 70 ára, er hann lézt. Foreldra sína misti hann ungur og fór þá til vandalausra. Eftir fermingu fluttist hann til Reykjavíkur 0 g tók að nema prentiðn. Með aðstoð góðra manna lagði Jóhannes inn á skólabraut- ina og lauk prófi við prestaskól- ann árið 1883. Tók hann síðan vígslu og gerðist aðstoðarprestur hjá séra Jakobi Guðmundssyni að Sauðafelli. Er séra Jakob lézt, tók séra Jóhannes við brauðinu og gegndi því til ársins 1918. Og bjó hann lengst af að Kvenna- brekku. Séra Jóhannes var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni átti hann 6 börn og lifa 5 þeirra, þar á með- al Jakob Smiári, kennari við Mentaskólann, Sigurður, Pétur og Yngvi, allir búsettir hér í bænum. Með síðari konunni átti hann 11 börn og lifa 8 þeirra. Elzt þeirra eru: Helgi loftskeytamað- ur á “Imperialist”, Guðný verzl- unarmær, Bogi sútari, Kristinn bakari, og Ragnheiður. Snemma hneigðist hugur séra Jóhannear að íslenzkum fræðum, og sérstaklega íslenzkri málfræði. En fátæktin olli því, að hann gat ekki lagt stund á fræði þessi við háskóla. Hann las alt, sem hann komst höndum undir í þessum fræðum, enda öðlaðist hann mikla þekkingu í íslenzkri málfræði. Margar ritgerðir hefir hann skrifað um tungu vora, en aðal- rit hans er: Nokkrar sögulegar athuganir um helztu hljóðbreyt- ingar . fl. í íslenzku, einkum mið- aldamálinu (1300—1600). Árið 1918 var séra Jóhannes skipaður til þess að vinna að vís- indalegri, íslenzkri orðabók, er Jón ólasson hafði byrjað á, og hélt hann því starfi til æfiloka. Séra Jóhannes var áhugasam- ur um almenn mál og skrifaði nokkrar greinir um þau í blöðum. Sjálftæðismaður var hann alla æfi. — Island. Reykjavík, 20. marz 1929. Elzta kona landsins, Rannveig Þorkelsdóttir á Svaðastöðum í Skagafirði, andaðist að heimili sínu 10. marz, á 102. ári. Hún var fædd á Svaðastöðum 0g ól þar allan aldur sinn. Hún var alla tíð hin heilsuhraustasta, og varð svo að segja aldrei misdægurt, fyr en síðustu þrjár vikurnar sem hún lifði. Hún var glaðlynd og sívinnandi, fróðleikskona og bók- hneigð og fylgdist vel með fram til hins síðasta.—Lögr. Úr Biskupstungum er skrifað: Um 70 dagsláttur voru brotnar til ræktunar á síðastliðnu vori á mðrgum bæjum í Biskupstungum. Á mörgum jörðum 3—4 og alt að 10. Það er mikil byrjun og prýði- leg, þegar í rækt er komin. Ný- rækt í Biskupstungum er mjög víða auðveld. Flæmisstórir móar, þurir og grjótlausir með öllu út frá túnunum og við útihús. í hlutfalli við stærð sveitarinnar má segja að hún sé einn samfeldur akur bóma, jurta og trjátegunda, einkum Ytri-Tungan; svo eru mel- ar og gróðurlítil holt Mtil í sam- anburði við graslendið. Auk þessa eru mýrarflákar vel við á- veitu settir. Þá er jarðhitinn á nokkrum jörðum prýðilegur hita- og ljósgjafi. Og er nú þegar not- færður í skólanum í Haukadal og barnaskóla hreppsins hjá Stóra- Fljóti. Enn fremur á læknissetr- inu í Laugarási og Syðri-Reykj- um. Þó eigi enn þá til ljósa nema í barnaskólanum. Ingibjörg Brands .þróttakenn- ari andaðist 19. þ. m. í Sórey í Danmörk. Magnús Torfason sýslumaður hefir sagt af sér embætti frá 30. september næstk. Útfluttar voru íslenzkar afurðir í febrúarmán. fyrir þrjár miljón- ir 596 þús. kr. Mest af þeirri upp- hæð er verkaður fiskur, fyrir 1 mlj. 68 þús. fryst ket fyrir 203 þús., lýsi fyrir 129 þús., saltket fyrir 124 þús., hreinsaðar garnir fyrir 34 þús., saltaðar gærur fyr- ir 26 þús., síld fyrir 83 þús. og ís- fiskur fyrir 47 þús. Ull var flutt út fyrir um þrjú og hálft þús. kr. og prjónles fyrir nokkru minna. Séra Einar á Borg hefir sótt um lausn frá prestsskap vegna heilsubilunar. Jóhannes Velden, sem hér hef- ir dvalið í vetur sem kennari hljómsveitar Reykjavíkur, hélt hljómleika 17 þ. m. Lék m. a. lög eftir Beethoven og Dvorak. Leik- ur hans er ekki einlægt sérlega hrífandi, en hreinn og hispurs- laus og mótaður persónulegum smekk og lífi. Frú Guðrún Á- gústsdóttir aðstoðaði með prýði- legum söng, söng kafla úr kant- ötu eftir Bach 0g lög eftir Sigfús Einarsson, Á. Thorsteinsson og Pál ísólfsson.—Lögr. Góður vinur réði henni að reyna þær Lesið Það, Sem Mrs. A. Frame Hefir að Segja Um Dodd’s Kidney Pills. Kona í Alberta Þjáist í Meira En Ár af Nýrnaveiki og Bakverk. Champion, Alta., 15. apríl (einka- skeyti)— Mrs. A. Frame, er hér á heima, lýsir reynslu sinni af Dodd’s Kid- ney Pills á þessa leið: “Eg þjáð- ist af nýrnaveiki og bakverk í meir en ár. Eg hafði reynt svo að segja öll meðul, sem mér datt í hug, en árangurslaust. Vinur minn sagði mér frá Dodd’s Kid- ney Pills. Eg reyndi þær og eftir að hafa brúkað úr þremur öskj- um, fann eg stóran mun á mér. Eg vildi ráða öllum, sem hafa nýrnaveiki, að reyna Dodd’s Kid- ney Pills.” Dodd’s Kidney Pills styrkja og græða nýrun. Séu þau veik, geta þau ekki unnið sitt verk og þessi efni eru kyr í blóðinu og valda oft hættulegri veiki. Séu nýrun heilbrigð, þá er blóð- ið hreint, og sé blóðið hreint, þá er heilsan góð. SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR (BURNS.) Þér lengur Urðargreip ei gín, nú gröfin tók þig heim til sín, því lífs er skuldar lúkning brýn; þau lögboð standa í skorðum. Það má ei vera minna en þín sé minst í fáum orðum. Þín braut var aldrei blómum skreytt, og bjargarstoð þér lítil veitt; sem fátæk ekkja ei áttir neitt, en aðeins hóp af börnum, og varðst að berjast blóði sveitt í bökkum ósanngjörnum. En hálfa leið þig hugur bar, er hjalla kleifst og sneiðingar, þó krappar væru hér og hvar og hefðir sigg í mundum. En ærið beiskjublandið var í bikar lífs þíns stundum. Þitt stríð til sigurs samt gazt háð og séð um börnin þín með dáð, unz höfðu þroska og þrótti náð, en þá var fleira á seiði, því hvert af öðru, helsótt þjáð, þau hnigu á bezta skeiði. Þó um þig væri autt og hljótt, þá ömurlegu raunanótt, er dauðinn hafði hið síðsta sótt, ei sorgartölur þuldir. En guð veit bezt hve bifðist ótt þitt brjóst, því sviðann duldir. Sem hetja stóðstu áhlaup öll og örlaganna boðaföll, þó glæstra vona gleðispjöll þér gengju hjarta nærri. En margir bera höfuð höll, er hafa sárin færri. Og þannig áfram líf þitt leið, svo loks kom elli bratta sneið, en þar hinn síðsti bylur beið — í barmi tímans falinn — og þá að stærsta þruman reið, svo þung að félzt í valinn. Og þá var kröftum þínum eytt og þoli og fjöri í dofa breytt; þér hvorki bót né björg gazt veitt, á beði hlauzt að þreyja. Þú vissir meðal við því neitt ei væri nema að deyja. ! En drottinn leggur líkn með þraut, sú líkn þér einnig féll í skaut; þann áttir vin og veganaut þér verndarhönd að rétta, er reyndi hverja þína þraut og þjáning bæta og létta. Það var þinn eini sonur sá, er sigð ei dauðans tók þér frá. Hann aldrei sinni sínu brá, í sex ár stóð á verði við móðursæng, unz enda á — sem öllu — dauðinn gerði. Og nú er lokið langri bið og lífs þitt unnið dagsverkið. Ef tilvera önnur tekur við, — er trúin vill oss sanna — þú hefir fengið hvíld og frið í höndum ástvinanna. Eg trúað gæti — ef svo er — í anda muni takast þér, að líta jarðar lifið ger og ljóss með örvum benda þeim eina syni, er áttu hér, og ástarkveðju senda. Þorskabítur. * /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.